Lögberg - 14.07.1938, Blaðsíða 6
LÖGrBERG, FLMTUDAGINN 14. JÚLÍ, 1938
.cirncniMM •
| Eftir GEORGE OWEN j ww | BAXIER j
“Tja,” sagði sherfifinn, “við gætum nú
gert það. Það er nú engin lygi, að við höf-
um laglegt samansafn. Okkur er sent þetta
frá Chicag'o, New York og New Orleans. Og
einnig fáum við fanga frá E1 Paso og San
Francisco. Þeir, sem verstir eru af öllum,
eru sendir hingað til Carlton. Það er þá bezt
að við lítum á þá.”
Hann hringdi, og samstundis var svarað
einhversstaðar langt í burtu. Ekki leið á
löngu, þar til tveir varðmenn komu í ljós,
báðir með skammbyssu. Peir voru ekki frýni-
legir á að líta. Tom Converse var viss um,
að þessir náungar ættu hægara með að láta
byssuna tala en munninn. Þeir sneru sínum
freku og ruddalegu andlitum að honum og
horfðu á hann gráðugu augnaráði, eins og
þeir vonuðust eftir, að hann væri einhver
gómsaúur biti handa þeim, sem ætti að setja
í matarbúrið þeirra. Skýring sheriffans olli
þeim auðsjáanlega vonbrigðum, þegar hann
sagði, að þetta væri sveitungi sinn, sem
gjarnan vildi sjá stofnunina.
Með þeim orðum lauk hann upp skúffu
og tók upp feikna stóra lyklakippu, gekk svo
á undan út og lauk upp þungri hurð, sem lá
inn til fanganna.
“Þessir tveir menn halda vörð,” sagði
sheriffinn. “Þar að auki höfum við einn,
sem kemur alveg með sérstöku merki.”
Tom gekk á eftir út um þessar dyr, sem
lokuðust, svo að drundi í, og hann sá að varð-
mennirnir fóru á sinn stað sitt hvoru megin
við dyrnar. Bvssunum héldu þeir þannig, að
við minstu ástæðu eða bendingu gátu þeir
skotið hann niður.
Fyrirkomulag fangelsisins var gert af
miklu hugviti. Klefarnir voru ekki látnir
snúa hver að öðrum. Þegar komið var út úr
einum þeirra, varð að ganga fyrir hann til
þess að komast inn í þann næsta. Birtan og
loftið komu niður um tvær lúgur hátt uppi í
loftinu. Að brjótast út þá leiðina, var ógjörn-
ingur. Með fram útveggnum — allir klef-
arnir voru nefnilega í miðju liúsinu — var
gangur, tæp tvö fet á breidd, en tíu fetum
hæHti en gólfið. A þessuf gangi var einn
varðmaður með samskonar byssu og hinir.
Hann varð að ganga lítið eitt boginn, til þess
að reka sig ekki upp í járnbitana, og vegna
þess, hvað breiddin var takmörkuð, varð hann
eins og að halla sér út á liliðina.
Sheriffinn benti stoltur á hann og sagði:
“A hverri mínútu sér þessi vörður inn í
hvern einasta klefa. Hvað hann á óþægilegt
með að ganga um, gerir það að verkum, að
hann er neyddur til að halda sér vel vakandi
og halda jafnvæginu, til að detta ekki niður
í klefana. Og fangarnir og varðmennirnir
eru svo kærir vinir, að ef hann dytti niður,
mætti það kallast hundahepni, ef hann yrði ■
ekki fleginn lifandi.”
Það tísti í sheriffanum af hlátri, og sá
hlátur bergmálaði í vörðunum við dyrnar.
Tom Converse datt ósjálfrátt í hug blóðhund-
ar, sem hann hafði sé í hlekkjum.
Því meir sem hann sá af fengelsinu, því
meir þraut hugrekkið. Þarna var hann kom-
inn til þess að leika á þessa blóðþyrstu varð-
menn. Ef það mishepnaðist, mundi hann
sjálfur verða lokaður inni í þessu helvíti.
Hann hlustaði lítið eftir skýringum Joe
Shriners um leið og þeir gengu um klefana.
“Þetta er Blinky Davis, hann er hér fyr-
ir tvö morð, sem hann framdi í Chicago. Við
erum að reyna að kæla hann svolítið áð'ur en
hnn verður sendur annað. Hann var nokkuð
viltur, þegar hann kom, en við erum búnir að
þjarma svo að honum, að það er nóg að sýna
honum vöndinn ”
Sheriffinn hló á sama liátt og fyr, og
bergmálið heyrðist aftur við dyrnar.
“Þarna er Denver Rathbone. Hann
myrti konuna sína og þar á eftir tengdaföður
sinn, að því að sagt er. Það er mjög senni-
legt, ef maður lítur í augu hans. Sjáðu bara. ”
“Það voru augu, sem maður sér ekki
nema í svöngu villidýri, gráðug, undirförul
og dýrsleg.
Þannig lýsti sheriffinn hverjum fanga
með fáum orðum.
“Hér er loks hunangið í grautnum. Við
erum allir hrifnir af bonum.”
Hann gekk einu skrefi nær og sló með
lyklunum í járngrindurnar. Það heyrðist
reiðilegt urr út úr búrinu, og Tom Oonversé
sá mann rétta úr sér og gægjast út. Ósjálf-
rátt vék Tom um eitt skref. Það voru ekki
augu afbrotamanns full af þrjósku. Nei, J>að
var takmarkalaus reiði í augunum, því þau
ógnuðu jafnvel með því að drepa — augna-
ráðið var alveg trylt.
“Þetta er Benn Plummer, sonur hins
æruverðuga gamla Plummers. Hann er frá
góðu heimili, en varð hálfviltur, reið hingað
og sprengdi ujtp peningaskáp, og hér höfum
við hann, þótt hann sé reiðubúinn til að éta
okkur alla lifandi. Er það ekki rétt, Benn?”
En Benn hatði strax eftir fyrsta reið'i-
urrið látið höfuðið hníga aftur í hendur sér.
Hann hreyfði sig ekki og svaraði ekki.
Það var þá þessú mað'ur, sem hann átti
að frelsa, hugsaði Tom'með sjálfum sér.
“Flestir, sem hér eru, koma langt að, en
þessi einn er afsprengi úr næöta héraði, þess
vegna erum við nú svo montnir af honum.
Það er komið svolítið skap í hann, síðan-hann
kom hingað. Líklegast líkar honum ekki
meðferðin. Það er ekki líkt því, sem hann
hefir haft það áður.”
Þeir gengu áfram, en Tom Converse sá
ekki mikið af því, sem var verið að sýna hon-
um. Heilinn vann af kappi, og þegar þeir
komu aftur í skrifstofuna, settist hann dauð-
þreyttur niður. Svo Benn Plummer var
svona villidýr, ætli hann hafi verið það, þegar
hann var settur hér inn ? Eða hafði hann orð-
ið' það af pyntingum hér? Yfirheyrslur Joe
Shriners gátu áreiðanlega komið mönnum í
þetta ástand.
Hugsanir Toms ílugu nú til ungu stúlk-
unnar, sem hafði komið honum út í að leggja
í þetta verk, sem virtist alveg óframkvæman-
legt. Skyldi hann þá nokkurn tíma fá að sjá
hana aftur ? Og hvað mundi hún segja, ef
hann nú gæti unnið þetta verk, með öllum
þessum ógurlegu hindrunum, að ná Benn, sem
var í fnagahúsi, sem líktist peningaskáp úr
járni, og varðmenn og sheriff, sem ekki voru
menn, heldur einhverjar óvættir í manns-
mynd ?
Hann varð að reyna, það var nokkuð, sem
víst var. Nú þurfti hann að fá nokkrar mín-
útur til að hugsa ráð sitt. Samt mátti hann
ekki þegja of lengi. Úr því hann hafði kom-
ist inn í fangelsið, varð hann að hugsa fljótt
og vel, en ekki eyða tímanum í óþarfa yfir-
veganir.
Sheriffinn hjálpaði honum til að hefja
samtalið.
“Hvar í bænum býrð' þú og fjölskylda
þín? ”
‘ ‘ Fyrir innan bæinn, ’ ’ sagði Tom varlega.
Yarðmennirnir voru farnir á sinn stað.
“Fyrir innan bæinn. “Eg skil eiginlega
ekki við hvað þú átt,” sagði Joe Shriner og
hnyklaði brýrnar. “Þú meinar kannske inn-
an við klettanefið. ”
Skyldi nokkurt klettanef vera þar ? Tom
vissi það ekki. Kannske var þetta gildra, sem
hann átti að veiðast í. “Alveg hjá brúnni,”
svaraði Tom. Það hlaut að vera brú þar
nálægt.
Sheriffinn leit á hann.
“Brúnni?” sagði hann. Hvaða brú er
það ? Það er engin brú yfir gamla árfarveg-
inn.”
Tom fann, að hann roðnaði lítið eitt,
hann greip til örþrifaráðs, til að bjarga mál-
inu við.
“Það er nú kannske of mikið að kalla
það brú, en það eru nokkrir plankar, sem
liggja yfir um — bara til málamynda.”
“Hm!” sagði Joe Shriner og gaf Tom
viðsjárvert auga, sem smaug í gegnum merg
og bein á Tom.
“Hver hefir búið þá brú til?”
“Það . . . það veit eg ekki, ” sagði Tom
önugur.
Nú rétti sheriffnn sg í stólnum og starði
á hann hejdur brúnaþungur. Úrslita augna-
blikið var komið. Örlög hans héngu á þræði.
Þetta voru lengstu sekúndurnar í lífi
Toms Oonverse. Honum fanst það eins og
heil eilífð.
“Yeiztu, livað eg fer að halda?” sagði
sheriffinn svo.
“Nei, eg get ekki látið mér detta það í
hug,” svarað Tom.
“Eg hugsa, að þú vitir betur, hvernig
hagar til í tunglinu en í Crayville. Eg er
viss um ,að þú hefir aldrei stigið fæti þínum
þangað.”
Að Tom deplaði augunum gat verið nóg
til þess, að skammbyssa Shriners hefði verið
komin á loft. Hönd sheriffans var jafnvel á
leið til hennar, en Tom sat með hendumar
fyrir framan sig, svo það var ómögulegt fyrir
hann að verða á undan Joe Shriner að ná í
skammbyssuna. En það var ráð, sem hann
sízt af öllu vildi grípa til. Hann kærði sig
ekki uin að láta slengja sér niður í það hel-
víti, sem var fyrir framan járnhurðna, og
langaði heldur ekki til að hafa morð á sam-
vizkunni.
Það einasta, sem hann gat látið sér detta
í hug, var að halla sér aftur á bak og hlæja.
Taugaæsingin og vitundin uan, hvílík hættu-
stund þetta var, gerði hlátur hans eðlilega
innilegan. Og meðan á honum stóð sá Tom,
að sheriffinn dró aftur til sín hendina frá
skammbyssunni.
Joe Shriner lét alls ekki leika á sig við
þenna hlátur, en hann ætlaði bara að vita,
hvaða skýringu Tom gæfi á þessu.
“Nú skal eg segja yður dálítið,” sagði
Tom og beygði sig lítið eitt fram og flutti
hendurnar einnig framar og um leið lengra
frá vopninu.
Ósjálfrátt beygði sheriffinn sig líka lítið
eitt, með hnyklaðar brýr, til að heyra hina
skemtilegu skýringu, sem gestur hans mundi
koma með. En á sama augnabliki sló Tom
hann undr hökuna með brúnum kreptum hnef-
anum og fylgdi eftir af öllu sínu afli.
Sheriffinn hneig aftur á bak í sótlinn,
lamaður af þessu markvissa hnefahöggi.
Samt var hann að reyna að veita mótstöðu.
Augu hans voru tryllingsleg, og hægri hendin
fálmaði kjánalega í áttina til skammbyssunn-
ar. Tom sló á hendina, og tók svo vopnið af
honum.
A hverri sekúndu gat hann búst við, að
varðmennirnir litu inn eða þá einhver af göt-
unni. 1 snatri tók hann hendur sheriffans
aftur fyrir bak og setti á hann handjárn, sem
legið höfðu á skrifborðinu. Vasaklút tróð
liann upp í hann og með leðurbelti Joe
Shriners sjálfs reyrði hann saman fætur hans.
Áii mkillar áreynslu tók hann þenna stóra
mann niður úr stólnum og lagði hann á gólf-
ið við endann á skrifborðinu, svo að hann sást
aðeins af þeim, sem stóðu í miðri skrifstof-
unni. Svo beygði hann sig yfir þenna ó-
meidda mótstöðumann sinn. Augu hans voru
galopin, hann var raknaður úr rotinu og beið
nú eftir að sjá, hvað Tom mundi gera næst.
“Taktu nú eftir, hvað eg segi, lagsmað-
ur, ” sagð'i Tem og gnísti tönnum. “Nú hefi
eg setið hér og hlustað á þvaður þitt, og eg
get sagt þér, að mér finst þú vera bölvað svín.
Og ef þú reynir til að opna ginið og hljóða,
set eg byssuna samstundis milli tanna þér og
læt þig hafa kúlu niður í hálsinn, sem þú
þarft ekki sjálfur að hafa neitt fyrir að
kingja. Skilurðu ]>að? Þetta meina eg, góði
minn- ”
Hann sneri sér aftur að skrifborðinu, er
hann hafði séð tilætluð áhrif orða sinna, og
hringdi á varðmennina.
“Shriner,” sagði hann meðan hann beið,
“eg kalla nú á báða varðmennina, og ef þú
hreyfir þig á meðan og þeir ráðast á mig —
þá skýt eg þá umsvifalaust. En áður en eg
geri það, sendi eg þér kúlu, það geturðu reitt
þig á —■ heyrirðu?”
Hann hafði varla slept orðinu, þegar
liann heyrði til fangavarðanna, og alt í einu
stóðu þeir báðir í skrifstofunni.
Það var gaman að sjá, hvernig hinn auð-
mjúki svipur hvarf, er þeir sáu, að liúsbóndi
þeirra var þar ekki.
“Shriner gekk út snöggvast,” sagði Tom,
“hann bað mig að kalla á ykkur á meðan ...”
“Gekk sheriffinn frá og bað yður að
kalla á okkur 'l ”sagði annar eins og slíkt hefði
ekki heyrst fyr.
“Já,” sagði Tom, “taið ykkur sæti með-
an eg segi ykkur það, sem hann bað mig að
skila til ykkar.”
Xeir þáðu það og létu byssurnar síga nið-
ur með hliðinni, en er þeir litu upp, horfðu
þeir inn í hlaupið á byssu Toms og þeirri, sem
Tom hafði tekið af Shriner.
“Upp með hendurnar!” skipaði Tom,
“eg geri ykkur ekkert, en ef þg sýnið mótþróa,
bind eg skjótan enda á það'. E|g hefi ekki í
hyggju að ganga of nærri ykkur, en ef þess
þarf með, þá . . . Eg er Skugginn, þá vítið
þið nóg.”
Áhrifin, sem nafnið hafði, voru dásam-
leg. Fangaverðirnir hófu upp hendurnar og
að setja á þá handjárn, þannig að þeir sneru
bökum saman, var ekki mínútu verk, því hand-
járnin voru þeir sjálfir með.
“Xið gefið ekki neitt hljóð frá ykkur, þá
fer alt vel. Eg kem aftur eftir eitt augnablik,
og sjái eg einhverja breytingu, drep eg ykk-
ur með það sama. Hafið þð' heyrt það ? Ekki
eitt hljóð. ’ ’
Hann gekk út úr skrifstofunni með lykla-
kippuna og nokkur handjárn, sem hann hafði
séð í skúffu. En í hinni hélt hann á skamm-
byssunni. Fangavörðurinn á gahginum sneri
sér við. í einum rykk.
“Upp með hendurnar,” skipaði Tom.
Byssan skall á gólfið, og hendurnar rétt-
ust upp. En þessi skipun hafði meiri áhrif
en Tom hafði dottið í hug að taka með í reikn-
inginn. Það' kvað við gleðióp frá öllum
fangaklefunum:
“Uppreisn — uppreisn — mundu eftir
mér, félagi — hjálpaðu mér út — frelsaðu
mig!” heyrðist frá öllum hliðum.
“ Þegið þið,” kölluðu aðrar raddir. “Ger-
ið ekki hávaða. Þá kemur fólk af götunni
hingað. Þegið þið . . . þegið þið.”
“Komdu niður,” sagði Tom við varð-
manninn, “en gleymdu ekki að halda liönd-
unum uppi.”
“Gefðu honum einn löðrung á kjamm-
ann,” var hvíslað einhversstaðar með hat-
ursfullri röddu. “Fjandinn sjálfur hirði
hann. Eg skyldi skjóta hníf í bjórinn á hon-
um, ef mér gæfist tækifæri til þess, þetta líka
djöfulsins hræ. ”
Fangavörðurinn klifraði niður og nálg-
aðst klefajia sýnilega dauðliræddur, eins og
hann byggist við svona meðferð. En Tom
lét sér nægja að liandjárna hann og festa hann
við einn klefann, gefa honum svo góða áminn-
ingu og flýta sér svo til klefa Benn Plummers.
H ann eyddi engu af sínum dýrmæta tíma
til að finna réttan lykil, og á meðan heyrði
hann hvíslandi raddir og sá, að mennirnir
þrýstu andlitunum að járngrindunum, ákafir
og eftirvæntingarfullir: “Frelsaðu mig næst,
vinur! Eg skal launa þér það, svo að þú
þurfir ekki að vinna liandtak meir í þínu lífi.”
Aðens Benn Plummer sat kyr í miðjum
klefa sínum og lét höfuðið hvíla í höndum
sér. Ekki minsta hreyfing bar vott um, að
hann vissi, hvað var að gerast í kringum
hann. Hann lireyfði sig ekki fyr en Tom
þreif í hann.
Svarið var óvænt.
“Kominn aftur, djöfullinn —,” fnæsti
Benn Plummer og flaug á hann.
Tom varði sig eins vel og hann gat með
vinstri hendinni og hröklaðist nokkur skref
aftur á bak. .
“Heimskingi — asni ...” stamaði hann,
“geturðu ekki séð, að eg er búinn að ljúka
upp fyrir þér.”
“Þetta er einhver bölvuð gildran,” sagði
Benn tryltur af reiði. Hann gekk innar í
klefann og starði á dyrnar. “Þetta er ekki
annað en gildra, ykkur skal ekki verða káp-
an úr því klæðinu, að liafa mig ykkur til
skemtunar — hvorki þér né mannhundinum
Shriner.”
Fangarnir í hinum klefanum gátu ekki
séð, en þeir heyrðu, livað fram tor. Þeir
mótmæltu og báðu einum rómi:
“Láttu hann eiga sig, liann er vitlaus.
Eyddu ekki tímanum á hann. Ivomdu hingað,
vinur! ’ ’
En þessi hróp frá klefunum komu Benn
til að hugsa skýrara, því heili hans var sljór
af örvæntingu og pyntingum. Hann lyfti upp
höfðinu og þaut út í boga hjá Tom eins og
hann byggst við höggi frá lionum.
“Guð minn góður,” hvíslaði hann. “Er
þetta raunveruleiki, að eg eigi að sleppa út
úr þessu helvíti? Hann hljóp fram hjá klef-
unum og uin leið lustu fangarair upp gleði-
ópi. Og hann snéri sínu föla ándliti að Tom
og spurði, hvort þetta væri virkilega mögu-
legt.
“ Við gerum það sem við getum,” sagði
Tom. “En við verðum að' flýta okkur.”
1 því var útidyrunum lokið upp, og rödd
kallaði: “ Joe Shriner —ert þú hérna ? Halló
— hvar ertu, Shriner?”
Tom vissi, að gatan fyrir framan myndi
fvllast af fólki. Hann þreif í Benn og dró
hann með sér.
“Fáðu mér aðra byssuna,” bað Plummer
og rétti út hendina eftir henni.
“Nei, nei,” sagði Tom, “við skulum nú
ekki myrða neinn. Komdu á eftir mér og
gerðu alveg eins og eg.”
Þeir lilupu nú út gegnum ganginn. Um
leið kváðu við reiðióp. “Þeir fara! Þeir
fara! Þeir láta okkur verða eftir og rotna
í þessu djöfuls dýki.”
Frá útidyrunum heyrðust hróp og köll.
Maðurinn, sem var að leita að Joe Shriner,
sá, að ekki var alt með feldu. Það glumdi í
hurðinni á eftir honum, þegar hann fór að
kalla á menn til lijálpar.
XIX.
Flóttinn.
Nú lirópuðu allir þrír varðmennirnir,
blátt áfram æptu, þrátt fyrir aðvörunina, sem
þeir höfðu fengið. Þeir höfðu lieyrt til fang-
anna og óttuðust, að allur skarinn mundi
steypa sér yfir þá.
“Fljótur nú,” kallaði Tom til Plummers
og stökk áfram. En þó hann hlvpi hart, hafði
hann ekki roð við Benn.
Fyrst núna var hann að' skilja það, að
hann var að sleppa burt frá böðlum sínum,
(“ii það var aðeins ein hugsun ríkjandi hjá
honum, það var að geta hefnt fyrir eitthvað
af þeim pyntingum, sem hann hafði orðið að
‘sæta. Þarna kom hann auga á einn fanga-
vörðinn, sem stóð upp við einn klefann. Með
öskri, sem líktist helzt villidýrs öskri, réðist
liann á hann.
Varðmanninn setti hann upp að járn-
rimlunum, en hann æpti upp yfir sig og það
var engu líkara en hann væri dauður, }>egar
Benn var að berja hann með hnúum og hnef-
um í hausinn. Það var eins og Plummer
hefði gleymt öllu öðru, og sjálfsagt hefði
hann ekki skilið við fangavörðinn fyr en dauð-
an, ef Tom Converse, skelfdur við að sjá hví-
líkum manni hann væri að bjarga, dró hann
burt og ýtti honum á undan sér til skrifstof-
unnar.
“Gættu að þér,” sagði hann upp í eyr-
að á hinum unga Plummer, “ef eg sé þig
aftur ráðast á varnarlausan mann, slæ eg
þig niður, varaðu þig bara.”
1