Lögberg - 14.07.1938, Blaðsíða 1

Lögberg - 14.07.1938, Blaðsíða 1
51. ÁRGrANGUR WINNIPBG, MAN., FIMTUDAGINN 14. JÚLl, 1938 NÚMER 28 Gullbrúðkaup Gríms|og Sveinbjargar Laxdal Veálur að hafi hátíðlegt haldið með mikilli viðhöfn í Sambandskirkjunni á föstudagskveldið þann 8. þ. m. Börn þeirra merku hjóna, hr.' Gríms og frú Sveinbjargar Laxdal, efndu til virðulegs mannfagnaSar í Sambandskirkjunni í Winnipeg síS- astliðið föstudagskveld í tilefni af gullbrúSkaupi þeirra; var þar sam- ankominn auk nána^ta sifjaliðs, fjölmennur vinahópur þessarar á- gætu og glæsilegu hjóna. Dr. Rögnvaldur Pétursson stjórn- aði samsætinu, er 'hófst með þvi að sungin voru þrjú vers úr brúðkaups- sálminum víðkunna “Hve gott og fagurt og indælt er. Þá flutti séra Haraldur Sigmar bæn. Hr. Árni Sigurðsson mælti fyrir minni gull- brúðguma, en Mrs. Pred Swanson fjTÍr minni gulbrúðarinnar; sagðist þeirn báðum hið bezta. Miss Snjó- laug Sigurðsson var við hljóðfærið og stjórnaði margháttuðum söng, er veizi.igestir tóku alment þátt í; auk þess iék hún einleik á slaghörpu, en nokkra einsöngva söng Miss Lóa Davidson. Séra Haraldur Sigmar fylgdi úr hlaði ýmsutn gjöfum frá börnum til foreldra sinna með við- eigandi ræðu, en hr. Árni Eggerts- son mælti af hálfu gesta um leið og hann afhenti þeim hjónum fyrir þeirra hönd gjafir til minja um at- burðinn. Einar P. Jónsson, sem þekt hafði gullbrúðgumann frá unglings- árum sínum, ávarpaði hann nokkr um orðum með þökk fyrir ágæta við- kynningu, um leið og hann árnaði þeim hjónum allra heila. Kvæði fluttu séra E. J. Melan og Mrs. Sigurðsson, systir gullbrúðarinnar. Af börnum og tengdabörnum þeirra i Laxdals hjóna voru þessi viðstödd: Mr. og Mrs. Arni G. Eggertson, Wynyard; Dr. og Mrs. S. E. Björn-t son, Árborg; Mr. og Mrs. B. J. Thorlacius, Leslie; Mr. og Mrs. Th. Laxdal, Kuroki, Sask., og Mr. og Mrs. John Laxdal, Gimli. Fjar- verandi voru Mr. og Mrs. Tait, Miami, Florida, og Mr. og Mrs. Dr. Robert J. Manion « kosinn foringi íhaldsflokksins í Canada Á flokksþingi íhaldsmanna í Can- ada, sem hófst i Ottawa þann 5. þ. m., var Robert J. Manion kosinn eftirmaður R. B. Bennetts, sem al'þjóðar leiðtogi íhaldsflokksins. Dr. Manion er búsettur í Fort Wil- liam; hann átti sæti í ráðuneyti Mr. Bennetts sem ráðgjafi járnbrautar- málanna; var fyrst kosinn á sam- bands|þing ájrið 1917; framan af æfi sinni, fylgdi Dr. Manion Liberal flokknum að málum; hann er ját- andi kaþólskrar trúar, og á kosningu sína til flokksforustunnar að miklu leyti Quebec-mönnum að þakka. Fulltrúarnir frá Quebec, þeir, er # flokksþingið sóttu, kröfðust þess, að Canada skyldi eigi taka þátt í stríði utan sinna eigin vébanda nema að áður hafi farið fram þjóðaratkvæð: um málið og þátttaka verið sam- þykt; þessi uppástunga var feld fyrir atbeina Senator Meghiens og nokkurra annara kappsmanna, er telja sig öðrum þjóðhollari; lét nærri um hríð, að Quebec-fulltrúar gengi af fundi, er sýnt varð um af- drif uppástungunnar; þó lánaðist það einhvem veginn að koma bráða- birgðasáttum á. Mr. Herridge, tengdabróðir Mr. Bennetts, taldi flestar samþyktir flokksþingsins, þó þær einkum, er að fjármálum lutu, eitt hið herfilegasta kák. Þing- ið tjáði sig með öllu andvígt sam- steypu járndrautjarfélaganna, lýsti Oli Laxdal í bænum Pas i Manitoba. Elzta dóttir þeirra Gríms og Svein- bjargar Laxdal, er búsett á íslandi, hún heitir Rannveig. Þau Laxdals- hjón eiga 27 liarnabörn, og voru fimm þeirra viðstödd; einnig eiga þau tvö barna-barnabörn. Þau Grímur og Sveinbjörg Lax- dal voru gefin satuan i hjónaband á Akureyri þann 3. dag júlímánaðar árið 1888. Tók Grimur snemma að gefa sig að verzlun, fyrst á Húsa- vík, en síðar á Seyðisfirði. Verzl- unarstjórastöðu hafði hann með höndum á Vopnafirði um langt skeið, og aflaði sér hvarvetna f jölda vina ; 'heimilið gestrisið og ahiðlegt; fór saman hjá þeim hjónum glað- værð og góðvilji. Það mun ekki of- mælt, að þau Laxdals hjón, og börn þeirra, eigi verulega sérstöðu i mannfélaginu islenzka vestan hafs, sakir frábærrar glæsimensku og at orku. Vegpia tvisýns árferðis heima á Fróni, og með hugann allan á vel- ferð barna sinna, fluttu þau Lax- dalshjón vestur um haf árið 1907, og tóku rétt á bújörð í grend við Leslie i Saskatchewanfylki. Aðstæður voru vitaskuld harla ólíkar fyrst í stað ; plógurinn f jarskyldur pennan- um. Með frábæru þreki gerðu þau hjónin sér vestræna mold undir- gefna og knúðu fram hagnýtan gróður; búnaðist þeim brátt vel, og komu börnum sínum öllum vel til manns. Þau Grímur Laxdal og á- gæt kona hans frú Sveinhjörg Lax- dal, hafa leyst af hendi umsvifamik- j ið og nytsamt dagsverk ; reynst köll- un sinni trú hvar sem leiðir lágu. Og til minnis urn það, voru þau í heiðruð með samsætinu á föstudags- kveldið. í lok skemtiskrár þakkaði brúð- gumi fyrir sina hönd og konu sinn- ar þá sæmd, er samsætið og gjafirn- ar bæri vott um, og bað Canada og íslandi guðsblessunar. blessun sinni yfir tollverndarstefn- unni og hét bændum gulli og græn- um skógum. Við atkvæðagreiðsluna hlaut Dr. Manion 726 atkvæði, en sá, sem næstur honum gekk, Murdock Mac- Pherson frá Regina, fyrrum dóms- málaráðgjafi Anderson-stjórnarinn- ar í Saskatchewan, fékk 475 at- kvæði. Um 2000 erindrekar úr öll- um kjördæmum landsins, sóttu þetta nýafstaðna flokksþing íhalds- manna. Silfurrefir i IyOÖdýraræktarfélag íslands hclt aðalfund sinn hér i bænum 13. og 14. þ. m. og mættu á fundinum 57 fulltrúar víðsvegar að af landinu Fóru þessir fulltrúar með samtals 176 atkvæði á fundinum. Fundurinn gerði ýmsar samþykt-. Dr. Sig. Júl. Jóhannesson Seinni partinn i þessum mánuði leggja þau læknishjónin, Dr. Sig- urður Júl. Jóhannesson og frú hans af stað vestur að hafi. Er læknir- inn ráðinn til að flytja ræður á sam- komum íslendinga vestra. ‘ Fyrst talar hann á miðsumarsmóti fslend- inga i Blaine, sunnudaginn 31. júli. Á þeirri samkomu flytur skáldkonan frú Jakobína Johnson frá Seattle, kvæði, Thora Thorsteinsson-Smith frá Vancouver, B.C., syngur ein- söngva og sömuleiðis Ninna Stevens frá Tacoma. Dr. Sigurður flytur einnig fyrirlestur um íslenzkar bók- mentir á ensku fyrir nemendum Kennaraskólans í Bellingham. Enn- fremur er hann ráðinn til að mæla fyrir minni fslands á íslendinga- deginum við Silver Lake, sunnudag- inn 7. ágúst. ir en merkustu samþyktirnar voru um merkingu loðdýra og loðdýra- sýningar í haust. Akveðið var að láta fara fram merkingar á öllum silfurrefum og blárefum um alt land í haust. Gjöld félagsmanna Gjöld félagsmanna voru nokkuö hækkuð frá því 'sem verið hefir. Sama gjald verður fyrir hvern si’.f- urref kr. 2.00, en hækkar úr 1 krónu upp i kr. 1.50 fyrir bláref og úr 30 aurum upp í 75 aura á minka á ári. Aukning félagsmanna og loðdýrastofns Þegar Loðdýraræktarfélag Islands var stofnað snemma á árinu voru stofnendur 27, sem áttu samtals 248 silfurrefi og 185 minka. Á aðal- fundi 1936 var tala félagsmanr.a komin upp í 35 og áttu þeir sam - tals 297 refi og 185 minka. Á aðai- fundi 1937 eru félagsmenn orðnir 121 og refafjöldinn 610, en minkar 211. Nú á aðalfundi eru félagsmenn um 330, en skrifstofa félagsins veit um ca. 400 loðdýraeigendur á öllu landinu. Ekki eru komnar ^kýrslur frá öllum félagsmömíum, en áætlað er að nú séu um 2,400 silfurrefir a öllu landin, 500 blárefir og um 50 minkar.—Mbl. 17. júní. Til Gríms Laxdal % (í gullbrúÖkaupi þeirra hjóna) Margar raddir kvaka í kvöld kveðju tímabæra------- ,Eg liefi engin gullin g.jöld, Grímur, þér að færa. Tíui úr laufi lítið blað, legg í heiðurssveiginn, heillaósk og þökk á það þrykki báðumegin. Sig. Júl. Jóhannesson, SlLDIN KOMIN Skip sem fóru út á síldveiðar frá Siglufirði í fyrrakvöld, fengu góða veiði i fyrrinótt. “Stella" fékk í fyrrinótt 200 mál, rétt utan við mynni Siglufjarðar. “Ólafur Bjarnason” fékk 150 má! út á iGrímseyjarsundi. Þar fengu einnig “Grótta” og “Gloría” dágóða veiði. A eður var ágætt á Sigluíirði í gær og gerðu menn ráð fyrir að skip þessi myndu koma inn í nótt eða dag með ágæta veiði. Nokkrir bátar fóru einnig út á veiðar í gær- kvöldi. UM GUDMUND KAMBAN , \ Kaupmannahafnarbl. “National Tidende” flytur grein um Guðmund Kamban skáld í tilefni af fimtugs- afmæli hans og segir að Kamban sé yngstúr þremeríninganna, Jóhanns Sigurjónssonar og Gunnars Gunn- arssonar, en hann sé á góðri leið með að verða alþjóðlega kunnur- rithöfundur. HEYRT OG SÉÐ Austfirskur kaupm. varð gjald- þrota, eða eitthvert fyrirtæki, sem hann var viðriðinn. Efna- maður, bóndi er Jón hét, hafði verið í miklum ábyrgðum fyrir hann. Varð hann þá einnig gjaldþrota. Einhver sem kallaði sig “Austfirðing” skrit'- aði í blað Austfirðinga lof mikið um Jón þennan er var einn af forvígis- mönnum þess pólitiska fjokks sem blaðið fylgdi. Líkti það honum jafnvel við Krist. Um þessa at- burði kvað alkunnur hagyrðingur þar eystra, Pétur Sigurðsson: “Austfirðingur,” allra fyrstftr á það bendir mönnunum, að Jón í Firði og Jesús Kristur jafnir séu að mannkostum. En þó að sumir sjái varla, sá er stóri munurinn, að Jesús píndist jafnt fyrir alla en Jón dó fyrir kaupmanninn. —Alþ.bl. Frægur læknir, Baron að nafni, fékk eitt sinn mikið lof hjá hrifn- um sjúkling. —Eg veit ekki hvernig eg á að þakka yður að þér hafið get'ið mér heilsu mina á ný. —Eftir að Fönikíumenn fundu upp peningana, br ekki neinn vatidi að ráða fram úr slíku, svaraði lælcn- irinn. 25 ára afmæli Fána- dagsins Veður var ekki gott, en þó ekki rigning, meðan að dagskrá dagsins fór frarn, sem var þessi: Sund- menn úr Ægi og Ármanni sýndu sundknattleik í stóru sundlauginni, af mikilli snild, undir stjórn Jóns Pálssonar. Áhorfendur voru mjög hrifnir af leikni þeirra og þroska. Framför sundlistarinnar fer vax- andi með hverju misseri og er það gleðilegur vottur um menningu vora i sundlistinni. Næsti liður fór frarn við leikhúsið. Drengir úr Ármanni, unjir stjórn Vignis Andréssonar, sýndu leikfimi af hinni mestu snild, og var þeim fagnað mjög af áhorf- endum, og er það mikil ánægja, að sjá hvað hér eru mikil efni til og áhugi rneðal drengja — lika í þessu efni, og á Vignir mestan þátt í því, Til Guttorms J. Guttormssonar JÚLl, 1938 Guð'irnír sendi þér g'æfta bvr, og gleði er kemur þú “heim. ” —Hvre dýrmætt að eiga sér “ Draumaland,” er dinmi fljúga skeyti með hatur og grand, um mannsandans geislandi geim. Eg kvíði því sízt að þú komir með dapraða sjón, —kennir ei Reykliolt og Þingvmll og Víð’mýrarsel; skiljir ei ljóðin hjá Gullfoss’ og lofgerðaróð— lista verk Einars og Calders á hrjóstrugum mel. Heit slá á Islandi hjörtu, og hamrarnir geyma þér yl. Hörpuna fagnandi stiltu, og gerðu því skil! Jakobína Johnson, Seattle, Wash. að halda áhuganum lifandi fyrir starfinu. Vignir Andrésson fékk Álafossmedalíu úr gulli afhenta að lokum og fögnuðu allir því. Þá talaði Benedikt Sveinsson fyrv. Alþingisforseti nokkur orð af mikilli mælsku, mintist isl. fánans, þýðingu dagsins og Vestur-lslend- inga, og var hrópað húrra fyrir V'estur-íslendingum. Þá kallaði S. P. Ásm. P. Jóhannsson upp á ræðupallinn og mælti nokkur orð til hans og afhenti honum fagran Ála- fossjtappírshníf til minningar um komu hans til staðarins þennan dag, og hrópaði mannfjöldinn ferfalt húrra fyrir honutn. Hann þakkaði fyrir með snjallri ræðu um þá þýð- ingu, er samstarf Vestur- og Austur- Isl. hefði og þá gleði, sem ætti sér stað meðal Vestur-íslendinga yfir kveðjum héðan frá íslandi. Hann mælti að lokum fyrir minni íslands, og var vel tekið undir það af öllum. Þá fór fram leiksýning á hinu bráðskemtilega leikriti “Eilífðar- bylgjurnar.” Leikendur voru Valur, Alfreð, Ingibjörg Steinsd. og Hi!d- ur Kalman. Allir þessir leikendui fóru vel með hlutverk sin, en sér- staka hrifningu vöktu Alfreð, Ingi- björg og Valur. Mest gaman var að sjá frúna undir rafmagnsáhaid- inu, sem var stórskorið og virðu- legt, og var auðséð á frúnni, hvaða voða orka þar var, sem gat haldið lienni svo fastri í stólnum, sem íaun bar vitni um, — og altaf jókst “spenningurinn” með hverri mínút.u, þar til að frúin losnaði — og pá “hárlaus.” — Leikendur voru klapp- aðir fram og þeim þakkað fyrir sitt starf. Þá fór fram afhending á Björg- unamedalíu Álafoss. Að þessu sinrú voru þau afhent Guðlaugi Odds- syni, Garði, fyrir afrekað mikið hetjuverk, að bjarga 9 mönnum úr sjávarháska á báti, þar sem stærri bátar voru við, en treystu sér ekki. Varafortnaður Slysavarnafélagsins, Guðm. Kristjánson, talaði fyrir minni Guðl. Oddssonar og afhenti minjagripinn. Var Gull. vel fagnað. Þá þakkaði S. P. öllum fyrir að- stoðina, sem þar hefðu eitthvað gert i dag, og mælti nokkur orð til fánans. Slysavarnafél. íslands og íslands, og var því tekið með fögnuði. Þar með endaði dagskrá Fánadagsins 12. júní 1938. V. V. —Vísir 14. júni. The Night Wind I hear the night wind moving through the grasses, Rustling their silken leaves, and whispering Dreams to tþe flowers in slumber wrapped: she passes Quietly on her way; I hear her sing A song — half-sad, half-giad — with longing filled. Then, swift in flight, ascend upon the wing. Anon the night wind calls, now eerily, Now wild and shrill, now íow with plaintive tone; And laughing . . . mocking . . . wailing wearilv, She rends the misty veils where she has flown: Cloudward she soars, her voice grows faint and fainter, Then silence follows her far-distant moan. No more I hear the sound of song and sighing, The gentle stir of quivering grass and tree: Somewhere the wind in changeful mood is flying, Now high, now swooping low, with pinions free; Whilst I alone, I muse amid the silence Drinking the draught of her strange mvstery. —Helen Swinburne, Midnapore. ' Avarp í tilefni af gullbrúðkaupi Gríms og Sveinb.iargar Laxdal Uppi í himnum örlaganna Óþekt starfa leyndarráð. Fimtíu árum fyrir síðan Forlagadísir spunnu þráð. Því gullinn síma bandi björtu Bundu þær saman vkkar hjörtu. Sumar ríkti of Sefafjöjlum. Sáuð þið í framtíð inn; Ykkur mót um víða vegu Veröld breiddi faðminn sinn. Þeim sem vorsins útsýn eiga Engar leiðir dvljast mega. Sumir leita gulls í grjóti Grafa djúpt í myrkrin inn, dæmdum huga dauðan málminn Dýrka, en jarða anda sinn. En þið, sem giftu gátuð sanna Gull námuð úr hjörtum manna. Ástar gull, sem aldrei þrýtur Eða nokkur rana má, Þó að yfir aftanfjöllum Allir geislar falli á ská, Ljómar ykkur á lífsins kveldi Lýsigull úr hjartans veldi. En þeir geislar vkkar flytja Öskir hlýjar þetta kvöld. Börn og vinir virða’ og þakka Vináttuna í liálfa öld Og biðja Guð með gæðsku sinni Að gevma’ vkkur í framtíðinni. E. J. Melan. 1

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.