Lögberg - 14.07.1938, Blaðsíða 5
LÖGrBERG, FIMTUDAGINN 14. JÚLÍ, 1938
5
Fréttabréf frá Langruth
Viðbót við fréttir af ársþingi Banda-
lags lúterskra kvenna er þar mætti
rétt nýlega og frá var skýrt hér i
blaðinu síðastliðna viku.
(Frá fréttaritara Lögbergs)
Þinginu lauk meÖ samkepni
unglinga i framsögn íslenzkra ljóÖa,
i kirkju HerÖubreiÖarsafnaðar, í
Langruth þar sem fundir og öll mót
þingsins höfðu fram fariö, aÖ und-
anteknu samsæti því veglega og f jöl-
menna, er fór fram í fundarsal bæj-
arins á mánudagskvöld, og áður
hefir veriÖ skýrt frá i fyrra bréfi.
Unglingarnir í samkepninni voru
átta aÖ tölu.
Frá Árborg voru: Helga Eiriks-
son og Lovisa Eiríksson, óskyldar
stúlkur þó sama beri þær hiÖ síðara
nafn.
Frá Geysir voru: Iris Frederick-
son og Vordís Friðfinns^pn.
Frá Gimli: Anna Árnason og
Joyce Thorkelson.
Og héðan frá Langruth voru:
Audrey Oddsson og Guðmundur
Helgason.
Var unglingunum skipað í tvo
flokka, yngri deild og eldti. Reyndi
svo hvor flokkur sín á milli um
silfprmedalíu, er í boði var.
Öll börnin og unglingarnir stóðu
sig frábærlega vel. Áttu dómend-
urnir i ærið miklum vanda er til kom
að skera úr, hvert barn eða hver
unglingur, úr hvorum flokki fyrir
sig, hefði skaað fram úr, því mun-
urinn varð svo sáralítill, og í'sumum
tilfellum nær enginn. Svo einkenni-
lega tókst til, án þess dómendurnir
hefðu minstu hugmynd um það, fyr
en á eftir, að báðar stúlkurnar ei
sigur báru úr býtum, voru ár sama
stað, voru báðar frá Geysir í Nýja
íslandi. — Öll börnin og ungling-
arnir er keptu fengu þó verðlaun,
fengu að launum ágæta og holla bók
fyrir góða frammistöðu, þó ekki
hefðu þau náð medalíunni í þetta
sinn.
Á milli framsagnanna fór fram
söngur. Einsöngva sungu þau Mrs
J. Hanneson, Mrs. G. W. Langdon
og Pálmi Johnson tenórsöngvari.
Var þar að gerður hinn bezti rómur,
söngfólk heimtað fram aftur, eða til-
raun til þess gerð af áheyrendum.
Við hljóðfærið voru þau til skiftis
Miss Björg Halldórsson og Carl F.
Lindal. — Mótinu stýrði forseti
Bandalagsins, Mrs. Ingibjörg Ólafs-
son. Hafði hún nákvæmar gætur á
öllu er fram fór og föst tök um leið,
en stjórnaði með alkunnri lipurð og
prýði. Tölu flutti séra B.. A.
Bjarnason, samkvæmt beiðni, og
var að henni gerður góður rómur.
Hafði hann komið óvænt þennan
dag frá Winnipeg og fylgdist með
aðal hópnum til baka aftur að mót
inu loknu. Fór þessi stóri hópur til
borgar, eins og hann hafði komið,
i “Bus,” eða í einum þessara af-
armiklu margmennabílum, sem nú
eru farnir að þeytast um hinar nærri
ómælilegu sléttur og hálsa og jafn-
vel yfir fjallaklasa Vesturheims.
Hinar konurnar, er mótið sóttu,
komu í bílum. Stýrðu sumum af
þeim höfðingsmenn er konurnar
áttu, en öðrum stýrðu þær sjálfar
og fór alt vel.—
Að lokinni famsögn og söng,
sungu konur kvenfélags Herðu-
breiðarsafnaðar, undir stjórn Mrs.
G. Thorleifsson, kveðjusöng, er S.
B. Olson hafði ort. Hafði hann
einnig ort fagnaðarsöng, er konun-
um var heilsað með, í byrjun þings.
Fór söngurinn fram hið bezta. Tek
eg mér nú “bessaleyfi” að senda
Lögb. þessa söngva.
Þinginu var slitið með því að
sunginn var sálmurinn 230 i nýju
sálmabókinni: “Md$ Jesú byrja eg,
með Jesú vil eg enda.” Lásu síðan
allir sameiginlega Faðir vor, og
sagði síðan forseti slitið hinu fjórt-
ánda ársþingi Bandalags lúterskra
kvenna, klukkan um 10 e. h. Fjöl-
menni saman koinið. Kirkjan al-
skipuð fólki.
Eftir rausnarlegar kaffiveitingar,
í fundarsal bæjarins, lagði allur
skarinn af stað til heimferðar Veð-
ur var hið indælasta. Múgur og
margmenni var saman komið að
fylgja konunum úr hlaði og óska
þeim fararheilla. Kom öllum saman
um að Langruth-búar hefðu ekki í
annan tíma haft meiri eða kær-
komnari mannfagnað innan veggja,
en þetta ársþing, er nú var að enda.
Höfðu og allar viðtökur, hér heima
fyrir, að dómi fréttaritara yðar,
verið hinar ágætustu og samboðnar
konunum vænu og merku er í heim-
sókninni höfðu verið.—
+
FAGNADARSÖNGUR
Sunginn í byrjun ársþings Banda-
lags lúterskra kvenna, í Langruth,
þ 2. júlí 1938.—Eftir S. B. Olson.
Nú er ánægju stund, og nú léttist
vor lund
er vér lítum þá gesti, er sóttu vorn
íund.
Komið heilar og sælar, svo bvrjum
vér bezt
með að bjóða ykkur velkomnar,
hvern og einn gest.
Nú er ánægju stund, og nú léttist
vor lund
er vér lítum þá gesti, er sóttu vorn
fund.
Það er unun að horfa á fjölmenni
fritt
sem að framförum vinnur með
starfssviðið vítt.
Yðar störf eru yfirgrips áhrifa störf
og á öllu má halda, því mikil er þörf.
Það er unun að horfa á fjölménni
frítt,
sem að framförum vinnur með
starfssviðið vítt.
En ef samtök og kærleikur fylgjast
i för
oft vér finnum það bætir svo mann-
anna kjör.
Og svo kær og svo þörf eru kærleik-
ans verk,
sem að kjarklitinn reisir með hönd,
sem er sterk
En ef samtök og kærleikur fylgjast
í för,
oft vér finnum1 það bætir svo mann-
anna kjör.
Sérhvert málefni göfugt er færist
í fang,
ef það fram er vel borið, það hefir
sinn gang;
Samt er nauðsynlegt ávalt að fvlgja
því fast,
þótt það fái oft mótspyrnu, öfund
og last.
Sérhvert málefni göfugt er færist í
fang,
Ef það fram er vel borið, það hefur
sinn gang.
Ýðar starf er svo göfugt og gagn-
legt og gott,
Og það gjört hefir mikið, þess bera
menn vott;
því það grætt hefir sárin og greitt
mörgum leið,
þegar gatan var óslétt og mótlætið
sveið.
Yðar starf er svo göfugt og gagn-
legt og gott,
Og það gjört hefir miki, þess bera
menn vott.
Komið glaðar og sælar, vér leikum
það lag,
sem að lýsir upp liuga og birtir
hvern dag.
Megi sólskinið bjart gera samlifið
sætt,
og að síðustu kærleikinn mannlífið
bætt.
Komið glaðar og sælar, vér leikuin
það lag, sem að lyftir upp huga og
birtir hvern dag.
-f
KVEÐJUSÖNGUR
sunginn við þingslit Bandalags lút-
erskra kvenna, í Langruth,
þ. 4. júlí 1938.
Eftir S. B. Olson
Við lokið starf, vér lítum yfir skrá,
þar letrað er, og tekið alt til greina:
Hvað göfug stefna grunduð orka má
og góður vilji flytur björg og steina.
\ ér höfum reynt að reynast vel í
þraut
og ráða bezt, sem oss var gefið vitið.
Vér höfum trú og höldum vora
braut,
unz hittumst næst, og nú er fundi
slitið.
Hvað vitið þér um
Norðurlönd
(Útdráttur úr riti, sem sænska
“Norræna félagið” gaf út fyrir
skemstu).
Að Norðurlönd eru fimm: ís-
land, Danmörk, Finnland, Noregur
og Svíþjóð, það vitið þér.
Samanlagt flatarmál Norðurlanda
er 1,302,766 ferkm.. Rússland er
einasta landið í Evrópu, sem er
stærra en Norðurlönd. Land þe*s
í Evrópu er 5 milj. ferkm. Næst
kemur Frakkland með 550,986 fer-
km., þá Spánn með 505,207 ferkm.
og þá Þýzkaland með 468,679 fer-
km. Á Norðurlöndum búa um 16.8
milj. manna.
En vissuð þér þetta?
Að Norðurlönd skipa fimta sess-
inn meðal verzlunarþjóða heimsins,
þau eiga 4.59% af heimsviðskiftun-
um. Þau lönd fjögur, sem þar eru
fremri, eru England (i3-^5%>
Bandarikin (9-53%) Þýskaland
(8.67%) og Frakkland (6.68%).
Þar næst koma þessi lönd: ítalía
(2.82%, Spánn i.2i%), Rúmenia
(0.68%) og Pólland (0.3570).
En vissuð þér þetta?
Norðurlandabúar hafa altaf verið
sægarpar og krossfánar þeirra sjást
oft og þykja góðir gestir í
/íjarlægum höfum. Stærð allra
verzlunarflota Norðurlanda er
10.6% af öllum skipastóli heimsins
og eru þar að eins Bretar (28.2%)
og Bandaríkjamenn (19.3%) fremri.
En vissuð þér þeita?
Kaupmáttur Norðurlandabúa er
injög mikill. Enda þótt þeir sé að-
eins 16.8 milj. að tölu keyptu þeir
af öðrum þjóðum á árinu 1935 fyr-
ir 3.9 miljarða sænskra króna eða
meira en 4.4 milj. ísl. kr. Á því
sama ári kevptu Frakkar, sem eru
42 miljónir fyrir rúml. 6 miljarða
isl. kr., Italir, s'em eru 45 milj., fyrir
um 2.5 miljarða kr. og Þjóðverjar,
67 milj. að tölu, fyrir um 7.5 mil-
jarða kr.
En vissuð þér þetta?
Framleiðsluvörur Norðurlanda-
þjóðanna fara til allra landji heims.
Langmestur hlutinn, eða 84%
(1935), fer auðvitað til Evrópu, en
afgangurinn mest til Ameríku.
Finnar, Norðmenn og Svíar gera
Norðurlönd að langstærsta pappírs-
framleiðanda heimsnis. Árið 1935
framleiddu þessar 3 þjóðir 85% af
hudson’s bat
C/írtLz/ H B C cVt/u/ó
Tliis a<lvertÍHcment Í8 not insertetí by the Government Liquor Control
CotnmÍBsion, The CommÍBsion is not responsible for statements made as to
quality of products advertised.
öllum þeim pappír, sem notaður var
i heiminum og 71% af cellulose, en
Kanada, sem komst næst, framleiddi
aðeins 10% af heimsframleiðslunni.
BÖnnar og Svíar gera Norðurlöna
að mesta timburútflytjanda heimsins
og var framleiðslan árið 1935, 12.6
miljónir rúmmetra. Rússar voru
næstir með 11.9 milj. rúmmetra.
íslendingar og Norðmenn gera
Norðurlandabúa, að mestu fisk-
framleiðendum heimsins. Þeir
veiddu á áðumefndu ári 400 þús.
smál. af fiski af öllum tegundum, en
Englendingar, sem voru næstir
veiddu 230 þús. smál.
I framleiðslu svínakjöts eru
norðurlönd fremst. Útflutningur
þeirra yar árið 1935, 212 þús. smál.,
en Kanadabúar, sem voru næstir,
fluttu út 57 þús. smál.
—Vísir.
Samkoma í vændum
Herra ritstjóri Lögbergs,
Einar P. Jónsson:—
Viltu gera svo vel að ljá mér rúm
í blaðinu fyrir eftirfylgjandi línur:
Vendi eg Káins kvæði í kross:
Það er að aukast þjóðrækni
og þúsundfaldast söngtækni,
hrekjast burtu heiftrækni,
á helveg flúin langrækni.
Og mest af þessu eigutn við
Ragnari að þakka, því síðan hann
kom hingað suður, er öll íslenzka
bygðin farin að syngja — ungir og
gamlir — og það alíslenzka söngva,
og eins og flestir vita er ekkert sem
eflir eins vel samræmi eins og söng-
ur, undir góðri stjórn. Fólk keyrir
márgar mílur vegar núna um há-
sláttinn, til að njóta söngkenslu Mr.
Ragnars, unglingar og börn að deg-
inum, en fullorðna fólkið að kveld-
inu. Yfir 100 börn og og ungling-
ar úr öllum bygðarlögunum hér, eru
þátttakendur í söngnum; 45 full-
orðnir í blönduðum kór og milli 25
og 30 í karlakór, og allir hafa tekið
svo miklum framförum að undrun
sætir, á svo stuttum tíma.
Nú hefir verið ákveðið að hafa
“concert” á þrem stöðum, áður en
Mr. Ragnar yfirgefur okkur. — Á
Akra 19. júlí, Gardar 21 og Moun-
tain þann 23. — Á öllum þessum
stöðum taka þátt í söngnum um 175
manns: þrír barnaflokkar, blandað-
ur kór og karlakór.
Enginn mun iðrast eftir að sækja
þessar söngskemtanir, og þjóðrækn-
isdeildin “Báran,” sem fyrir þessu
stendur vonast til svo góðs af ís-
lenzkum almenningi, að þeir styðji
þessa viðleitni með nærveru sinni,
því með því eina móti getur orðið
framhald á þessu síðar.
Munið, að riú fer alt fram á ís-
lenzku!
Samkomurnar byrja stundvíslega
klukkan 8:30 að kveldinu á öllum
stöðunum.
Th. Thorfinnsson.
Hinn frægi skurðlæknir, prófes-
sor Billroth, var einu sinni að nætur-
lagi kallaður til auðugrar fjölskyldu
og frúin tók sjálf á móti lækninum.
Yngsta barnið og eftirlætisgoð for-
eidranna hafði dottið og meitt sig á
fæti. Kvartaði barnið mjög yfir
þrautum. Billroth athugaði meiðsl-
in og sá að fóturinn hafði snúist
lítilsháttar um öklalið. Skipaði hann
að hafa kalda bakstra um öklann.
—En eg veit ekki hvernig eg á
að fara að þvi, sagði frúin. A eg
að nota vatn eða eitthvað annað?
—Ef þér haldið að kampavin sé
fínna getið þér notað það svaraði
Billroth þurlega.
Úr borg og bygð
Dr. Richard Bleck, prófessor við
ríkisháskólann i North Dakota, kom
til borgarinnar á þriðjudagskveldið
til þess að sitja fund i framkvæmd-
amefnd Þjóðræknisfélagsins.
-f ♦
Jón Bjarnason Academy — Gjafir:
Óf^igur Sigurdson, Red Deer,
Alta., $5.00; Séra Pétur Hjálms-
son, Markerville, $5.00; Sigtr. Jó-
hansson, Markerville, $5.00; Sigrún
Plummer, Calgary, $1.00; S. Grim-
son, Red Deer, Alta. $8.00; Sveinn
Sveinsson, Alta., $1.00; Mrs. J.
Sveinsson, Alta., $1.00; \’algerður
J. Erlendson, Reykjavík, Man.,
$5.00; J. A. Vopni, Harlington,
Man., $2.00.
Með vinsemd og þakklæti,
Ý. W. Mclsted,
gjaldkeri skólans.
-f f
Spanish Fork, Utah,
June 21, 1938.
Dear Friend:
The Daughters of the Utah
Pioneers, working in connection
with the Icelandic Association will
dedicate the first permanent lce-
landic settlement in the United
States, whidh was made by a group
of pioneers who came from Iceland
to Spanish Fork in the years 1855-
56-57-
You have been selected as a lay
committeeman to further this pro-
ject. Your part-is to extend an in-
City Dairy framleiðsla
er
uávalt góð”
Hinn nýi og fullkomni útbún-
aður i hinni nýju verksmiðju.
tryggir yður mestu gæði og
fullkomið öryggi i
City Dairy Framleiðslu
o.Q
Purity Isrjóma
Til afgreiðslu, simið
87 647
vitation to all your family and to
all Icelandic people in your vicinity,
The unveiling of this monument
wil take place on the evening of
Monday, August ist, 1938, and on
the following day the annual Ice-
landic celebration will be held at the
Arrowhead Resort, near Spanish
Fork.
Your presence is very much de-
sired at this celebration.
Those who so desire may con-
tribute to the monument fund.
Pleaes send your contribution to J.
Victor Leifson, general chairman,
Spanish Fork, Utah.
J. Victor Leifson,
4 Chirman.
Mrs. Elner Bearson Jarvis
Co-Chairman.
+
Gefin voru saman í hjónaband í
Bevrley Hílls í Californíuriki þann
24. júni siðastliðinn, Dr. Jón Sig-
urðsson og Miss Margaret Evelyn
Mcjohnston, hjúkrunarkona. Brúð-
guminn er sonur séra Jónasar A.
heitins Sigurðssonr og ekkju hans
frú Stefaniu Sigurðsson. Fram-
fíðarheimili læknishjónanna verður
í bænum Manitou hér i fylkinu, þar
sem Dr. Sigurðsson gegnir læknis-
embætti.
Watch styles
change tool
XV
LIBERAL
ALLOWANCE
For Your
OLD V
watchJj
TRADE IT IN
fo^aNEW
i*w*lt
$29«
Ó7& JCa /ó N/Lf
THORLAKSON and BALDWIN
Watchmakers and Jeioellers
699 SARGENT AVE.
WINNIPEG
| THOSE WHOM WE SERVE |
IN THE FIELD OF COMMERCIAL PRINTING M
AND PUBLISHING BECOME LASTING FRIENDS M
BECA IjSE— |
OVER THIRTY YEARS EXPERIENCE IN ENGRAV- =
ING, PRINTING AND PUBLISHING IS PART OF =
THE SERVICE WE SELL WITH EVERY ORDER
WE DELIVER. =
ss
I COLUMBIA PRESS LIMITED |
= 695-SARGENT AVENUE - WINNIPEG - PHONE 86 327