Lögberg - 25.08.1938, Qupperneq 2
2
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 25. ÁGÚST 1938.
Minningarorð um
Arnfríði Jónsdóttur og Baldvin
Jónsson
landnámshjón og frumherja að Kirkjubæ i Breiðwvík
(Hnausa, Man.)
Með fáum orðum skal hér getið
hjónanna á Kirkjubæ í Breiðuvík,
sem mjög eru tengd við sögu bygð-
arinnar, sem þannig er nefnd, á
vesturströnd Winnipægvat'ns, er um-
hverfið venjulega nefnt Hnausa-
bygð, eftir samnefndu þorpi og
hendur, umgengni öll fágæt fyrir
mynd.
Foreldrar Arnfríðar voru Jón
Árnason bóndi á Finnsstöðum í
Köldukinn og Sigurbjörg kona hans
Sigurðardóttir; Arnfríður var fædd
15. apríl 1849; þann 13. maí 1873,
Arnfríður Jónsdóttir og Baldvin J ónsson
pósthúsáritan, en frá landnámstíð,
hefir bygðin verið nefnd Breiðuvik-
urbygð, og er það sannnefni um
þessa fögru sveit, og viðeigandi að
hið forna heiti haldist lifandi i hug-
um manna, þótt að landnámsöldin
sé gengin um garð. —
Kirkjubæjarhjónin, sem nú eru
bæði í val fallin, voru tilheyrandi
hinni fyrstu fylkingu íslenzkra land-
nema. Að heiman komu þau árið
1878, i blóma lifs síns og hófu bar-
áttu frumherjanna. Kirkjubær í
Breiðuvík stendur á fögrum völlum
í fyrgreindri bygð. Mikil rækt hef-
ir verið við það lögð að prýða heim-
ilið og alt umihverfi þess. I allra
fyrstu landnámstíð nam Benedikt
Jónsson þar land, en fluttist brátt í
burtu, og settist að á Akri, sunnan-
vert við Gimli. Er Benedikf nú
löngu látinn, en ekkja hans, háöldr-
uð, Anna Torfadóttir, er enn á lífi,
til heimilis á Betel. Baldvin og Arn-
fríður nefndu heimilið Kirkjubæ.
Árið 1906 var bygð kirkja á landi
þeirra. Atti kirkjan, málefni henn-
ar og velferðarmál mnhverfisins
jafnan ágætt styrktarfólk, trúfast
og óskift þar sem að þau voru, og
má hið sama segja um börn þeirra.
Aldurhnigin og lasin að heilsu báru
þau heill og heiður safnaðar síns
fyrir brjósti, og báru þau mál á-
samt ástvinunum og öllum hjart-
fólgnum hugðarefnum á bænarörm-
um upp til Guðs.
Landnámsheimilin mörg hver,
urðu þegar frá fyrstu landnámstíð,
ljóshús — vitar, er lýstu út frá sér
yfir dimmu og dreifingu landnema-
lífsins. Meðan að félagslif var fá-
þætt og lítt skipulagt, var blessun
heimilanna og áhrif þeirra inn á við
og út á við, gróandinn í hinu unga
og endurreista, íslenzka þjóðlífi,
sem tendraði blys og breiddi ljós
yfir bygðir. Heimilið á Kirkjubæ
varð fljótt eitt slíkt heimili, sem
gott var heim að sækja og affara-
sælt að kynnast. Var þar oft gest-
kvæmt og fjölment, ekki eingöngu
af því að héimilið var gisti- og
griðastaður vegfarenda, heldur sér-
ílagi af því, að húsbændur, börn
þeirra og heimafólk, ytri bragur
heimilisins og andi þess var heil
brigður og hressandi svo að vegfar-
andinn fór endurhrestur og glaðari
leiðar sinnar. Sinn stóra þátt átti
húsfreyjan í þessu, en maður henn-
ar og börn tóku þar höndum saman,
og ágætlega hefir þar jafnan verið
á haldið af hálfu yngri hjónanna,
Jóns bónda og Kristínar konu hans,
listræni og hagkvæmni haldast þar í
giftist hún Baldvin Jónssyni Ein-
arssonar frá Svartárkoti í Bárðar-
dal. Baldvin og Arnfríður fluttu
til Vesturheims frá Ytra-Gili í
Eyjafirði árið 1878. Þau komu til
Nýja ÍSlands um veturnætur það
ár, og settust að á Kirkjubæ. Þar
bjuggu ]?au með sæmd og prýði til
haustsins 1910, eða í 32 ár, en þá
tóku þau Jón sonur þeirra og
Kristín kona hans við búinu. Siðan
hafa þau búið þar blómabúi, og hjá
þeim nutu eldri hjónin áhyggju-
lausrar og góðrar elli. Þar andað-
ist Arnfríður 4. dag maímánaðar
H937-— •
Regnskúrir sorgarinnar komu yfir
Kirkjubæjar-hjónin ekki síður en
aðra. Liðu þau átakanlegan missir
barna sinna. Á íslandi mistu þau
efnilega dóttur, er Laufey hét.
Arið 1883 mistu þau þrjá unga
sonu: Jón, Vilhjálm og Eystein;
dóu sveinarnir 14., 15. og 16. jan-
úar, úr skæðri barnaveiki.
Börn þeirra á lífi eru:
Jón Vilsteinn, bóndi á Kirkjubæ,
kvæntur Kristínu Kristjónsdóttur
Finnssonar.
Sigrún, gift Einari Guðmundssyni
Martin, bónda á Litla-Garði í
Breiðuvík.
Laufey, gift Eiríki Jónssyni
Austmann, l>úa við Leslie, Sask.
Eygerður, heima á Kirkjubæ.
Pál, bróðurson Baldvins, ólu þau
upp frá barnæsku til þroskaaldurs.
Við útför Arnfríðar var að því
vikið hve sigursæl að hún hefði ver-
ið í lífsbaráttunni, að hún “lét þrek-
ið þrífla stýristaumana,’’ þótt hið
innra blæddu sár. Trúin á helga
handleiðslu Guðs, gaf henni jafn-
vægi og öryggi, var hjálp hennar
um langa æfi, unz hún aldurhnigin
og þreytt lagðist til hinztu hvildar.
Henni voru lánaðir miklir go hald-
góðir hæfileikar. Hún var vel
greind, lítt slökkvandi lestrar-' og
fróðleiksþrá átti hún, og útþrá and-
ans er fann þörf á að fylgjast með
öllu þvi, sem var að ske; karkakter
styrkur og drenglyndi gjörði hana
hjartfólgna öllum þeim, er la^rðu að
þekkja hana vel. Dómgreind henn-
ar var mjög glögg, en styrkur vilj-
ans mun hafa verið áberandi ein-
kenni í skapgerð hennar. Hún mat
hið fagra og sanna, hvar sem að það
birtist, sýndi það sig í vali vina og
trúfesti við þá er hún batt vinsemd
við, án tillits tli lífs eða trúarskoð-
ana, eða annarar afstöðu þeirra. —
Samfylgd Kirkjubæjarhjónanna
varð óvenju löng, nærfelt full 64
ár.
Útför Arnfriðar fór fram frá
heimilinu á Kirkjubæ og stutt
kveðjuathöfn í kirkju Breiðuvikur-
safnaðar að viðstöddum öllum nán-
ustu ástvinum og miklum mann-
fjölda, þann 7. maí. Var dagurinn
bjartur og fagur vordagur með hlý-
indi i íofti, er á táknrænan hátt lagði
blessandi hendur yfir minningu
elskandi móður og góðrar konu, er
hér var af innilegum kærleika
kvödd.—
♦
Baldvin Jónsson bóndi á Kirkju-
bæ var fæddur 13. maí 1851, að
Svartárkoti i Bárðardal. Foreklrar
hans voru Jón Einarsson og Stein-
unn Jónsdóttir. Er ættin komin frá
alsherjarætt Ingólfs Arnarsonar, er
bjó að Arnarhváli við Reykjavík.
Er ættin ágæt, og inn í hana flétt-
ast saman stórættir Norðlendinga,
Vestfirðinga og Austfirðinga. Varð
ættin fjölmenn mjög í Suður-Þing-
eyjarsýslu á siðari tímum. Var
Baldvin náskyldur Jóni Sigurðssyni
á Gautlöndum, Halldóri Jónssyni
bankagjaldkera í Reykjavík og
Bardals-systkinum hér vestra, svo
að fáeinir séu til nefndjr. —
Foreldrar Baldvins bjuggu fvrst
í Svartárkoti, mun Einar faðir Jóns
en afi Baldvins, þar fyrst búið hafa.
Svcf fluttu foreldrar hans að björg-
um í Köldukinn, þar dó Steinunn
móðir Baldvins. Mun heimilið þá
hafa verið leyst upp. Fáum árum
siðar, réðst Jón faðir Baldvins til
Brazilíuferðar, ásamt Jóni syni sín-
um, þá unglingsmanni að aldri. —
Félagar þeirra feðga í þessari æfin-
týraför voru Jónas Hállgrímsson,
faðir Hermanns búfræðings og
skólastjóra og þteirra systkina og
Jónas Friðfinnsson. Fóru þeir fé-
lagar utan frá Akureyri i öndverð-
um júlímánuði 1863. Jón, faðir
Baldvins, dó eftir 6 ára dvöl í
Brazilíu. Jón bróðir Baldvins
kvæntist spánskri konu, tók sér upp
ættarnafnið Ármann, en hvarf brátt
úr sögu íslendinga í Brazilíu. Er
hann talinn að hafa dáið milli 1880
—83, að því er frá greinir í hinni
fróðlegu bók Þorsteins Þ. Þor-
steinssonar skálds, “Æfintýrið frá
íslandi til Brazilíu,” sjá bls. 165—
169, o. s. frv.
Baldvin fóstraðist upp hjá frænd-
fólki sínu. Tuttugu og tveggja ára
gamall giftist hann Arnfríði Jóns-
dóttur sem fyr er greint. Varði
samfylgd þeirra i 64 ár. Hann var
aðeins 27 ára er hann kom að heim-
an og íhóf landnemastarf sitt. Stóð
hann því eldri mönnum betur að
vígi í hinni erfiðu baráttu, sem
framundan var og beið þeirra. —
Honum auðnaðist að inna af hendi
fruimbyggjans stóra starf. í því
naut hann, ‘sem að framan er að
vikið, styrktar sinnar ágætu konu,
en einnig naut hann aðstoðar Jóns
sonar síns, er aldrei fór að heiman,
og ávalt var þróttmikill samverka-
maður. Er aldur færðist yfir
Baldvin og þreyta fullorðinsáranna
sótti hann heim, gat hann ókvíðinn
lagt störf sin og ábyrgð til hliðar,
og fengið þau syni sínum í hendur.
Honum féll í hlut sú ljúfa reynsla
að mega á allgóðum aldri losna við
erjur og ábyrgð af starfrækslu bú-
skaparins; en njóta ellinnar á-
hyggjulaus og glaður, þvi að það
var bjart yfir æfikvöldi öldruðu
hjónanna á Kirkjubæ og aftanfrið-
ur ljúfur og hlýr rikti, eftir dáðrík-
an starfsdag er á undan var geng-
inn. — En byrði sú, sem fylgir
langri æfigöngu legst með vaxandi
þunga á herðar hins þreytta vegfar-
anda. Sú byrði var sérilagi þung
á síðasta æfiári Baldvins. Varð
hinzti róðurinn þungur, elnaði hon-
um sótt, unz ljúf og kærkomin
hvíld fékst.—
Hinztu skiljanlegu orðin hans
voru orðin úr sálminum “Vertu
Guð faðír, faðir minn, o. s. frv.”;
mun hann barn að aldri hafa numið
þau við móðurkné, urðu þau honum
veganseti að hinzta miði.—
Baldvin var mikill maður-að valí-
arsýn, karlmannlegur og íturvaxinn
fram til hinztu ára. Silfurhvítt
hár hans og skegg gjörði 'hann tígu-
legan ásýndum. Hann var skemt-
inn og viðræðugóður og gaman við
hann að mæla, gamanið var græzku-
laust, en viðræðufjör hans lífgaði
og létti annir dagsins. Þó mun
lund hans hafa verið viðkvæm og
hann tilfinningamaður, og næmur
fyrir, og gekk reynsla lífsins nærri
honum. Víst mátti kalla hann
ötulann athafnamann, er vann verk
sín með dugnaði og hagsýni; góðan
félagsmann, er stóð framarlega í
fylkingu samherja sinna, glæsilegan
mann í framgöngu, er leiddi að sér
athygli við fyrstu kynningu, og
reyndist vel samferðafólki sínu, og
góðan föður, er unni börnum sín-
um og afkomendum og þráði gengi
og gæfu allra þeirra, er Guð hafði
gefið honum til að elska og annast.
Baldvin naut ágætrar umönnunar
tengdadóttur sinnar og Miss Guð-
rúnar Finnson systur hennar, er
stundaði hann i sjúkdómi hans.
Hann andaðist þann 28. mai ár-
degis, en útförin fór fram þqnn 31.
s. m. að fjölmenni viðstöddu.
♦
Fyrsta kynslóð islenzkra land-
nema er fallin í val, önnur kynslóð
er nú að verða öldruð, þriðja kyn-
slóðin er komin til starfs, hin f jórða
er að vaxa upp— ört snúast hjólin
áfram, og fljótt fennir í sporin, er
fyrst voru gengin, en minningin um
vort elzta fólk lifir enn: minningin
um óskólagengið alþýðufólk en þó
sannmentað í mörgum tílfellum —
fólk, er átti mikinn þrótt sér í sál,
fólk er bar þess lifandi mdtki, að
“Sá er beztur sálargróður, sem að
vex í skauti móður,” fólk, sem bar
aðalsmerki íslenzks anda og skap-
gerðar, fólk er kom, sá og sigraði.
í þeim hópi voru hjónin á Kirkju-
bæ.
Sigurður Ólafsson.
“Sjálfsbjargarhvötin í hættu,,
Þannig er fyrirsögn fyrir rit-
stjórnargrein i Nýja Dagblaðinu,
sem gefið er út i Reykjavik 26. maí
síðastl. Er þar sýnt fram’ á hvílík
hætta starfi af ofmiklum mann-
flutningi i bæjina, því þar sé aðal-
orsök atvinnuleysisins og kreppunn-
ar að miklu leyti. —
Höfundurinn getur þess, að fyrr-
um íhafi þeir einir notið styrks til
framfæris, sem ekki gátu unmð
fyrir sér og sínum. Þá hafi engir
leitað styrks fyr en öll sund v ,ru
lokuð til bjargræðis; þá þótti það
mjög lítiLmannlegt og niðrandi að
leita sveitarstyrks, og að láta ílytja
sig á sveit sína, eins og þá var !ítt
Nú er þessu breytt, eins og mörgu
öðru, heima á gamla landinu. Nú
á hver maður þar framfærslurétt,
þar sem hann hefir heimili, eins og
hér í landi. Menn geta því valið
sér stað, þar sem þeir vilja verða
þurfamenn. Afleiðingin af þessu
segir höf. greinarinnar að sé þessi:
“Nú eru mörg ung og vinnufær
hjón, sem eiga eitt eða tvö börn, á
fátækraframfæri. Fjölmargir ein-
hleypir menn eru i atvinnubóta-
vinnu, sem er raunar ekkert annað
en fátækraframfæri. Ungir menn
bíða bókstaflega eftir því að komast
á fátækraframfæri 1 stað þess að
nota þá mörgu möguleika sem þeim
bjóðast til að bjarga sér á annan
hátt. Þeim finst bærinn skyldugur
til að sjá fyrir sér. — Það mætti
nefna mörg dæmi, sem sýna, að
nrargt af þessu fólki hefir látið góð
tækifæri ónotuð, til að bjarga sér á
annan hátt. Með undanlátssemi
við þetta fólk, hefir bærinn stefnt
fjárhag sínum og siðferðislegum
þrótt og sjálfsbjargarviðleitni unga
fólksins i voða. Með því að ala upp
sjálfsbjargarvöntun, værugirni og
úrræðaleysi,. hjá talsverðum hluta
unga fólksins, er beinlínis stefnt að
því að grafa grunninn undan traust-
ustu stoðum sjálfsbjargarviðleitni
dugnaðar og framtakssemi. —
Mun ríkisstjórnin og sérstaklega
forsætisráðherra taka þessi mál til
rækilegrar íhugunar.”-------
Svona er það nú heima á gamla
landinu; en hér i landi er það stór-
um verra. Hér kom kreppan fyr á,
og hér hefir atvinnuleysið verið
stöðugra. Þeir munu ekki vera svo
ýkja margir heima, sem ekki hafa
haft atvinnu einhvern hluta af ár-
inu, þótt það hafi ekki nægt þeim
til framfæris alt árið. — Það lítur
svo út sem höfundur greinarinnar
telji atvinnubótavinnuna óþarfa,
því tækifærin hafi verið nægileg, ef
þau hefðu verið notuð.
Hér er þessu ólíkt farið. Hér var
og er vinnuskortur í bæjunum, en
það var sama sem ekkert gert að
því af stjórnarvöldunum að bæta úr
því. Hér hefir verið lítið um fram-
kvæmdir til atvinnubóta alt að síð-
ustu árum, og þá voru strákarnir
búnir að gleyma vinnubrögðum, og
vildu ekki tiota tækifærin þótt þau
byðust. Hér var byrjað á matar-
gjöfum og peningastyrk, sem að-
eins gaf þeim atvinnu, sem höfðu
það til umsjónar og útbýtingar.
Fyrir aldrað fólk og fjölskyldur er
slíkt auðvitað nauðsynlegt, og þvi
nær eini vegurinn. En fyrir unga
og hrausta menn er það neyðarúr-
ræði, og í flestum tilfellum óþarft.
Það eru ótal verkefni til, sem ekki
verða notuð til hlitar vegna þess að
menn fást ekki til að vinna.
I vor hafa verið rúm 4000 ein-
hleypir menn í Winnipeg, sem bær-
inn hefir fætt og lagt allar nauð-
synjar. Á sama tírna hefir bændur
víða vantað vinnumenn, en þeir hafa
ekkj fengist. Að leita þeirra í stór-
bæjunum er ekki til neins. Svörin
eru oftast þessi: Það er svo erfitt
að vinaa hjá bændum, Vinnutíminn
langur, engir frítímar eða skemt-
anir. Kaupið svo lágt að það er ekki
við það unandi, 20—25 dalir hæzt
á mánuði. Okkur líður miklu betur
hér með fátækrastyrk.
Eg átti tal við tvo handverksmenn
í Winnipeg fyrir skömmu. Eg þekti
þá ibáða frá fyrri tið, sem dugnað-
anmenn og vel vinnufæra. Eg
spurði þá hvort þeir hefðu nú enga
vinnu. Svörin voru þau sömu hjá
báðum: “Það mætíi nú líklega fá
nokkra vinnu. Eg hefi ekkert leit-
að eftir henni. Það borgar sig ekki
nú að taka vinnu nema að hún sé
stöðug fyrir langan tíma og vel
borguð. Maður missir þá fátækra-
styrkinn, og það er súningasamt að
fá hann aftur.”—
Þessu líkur mun vera hug^tnar-
háttur magra. Þeir eru orðnir svo
vanir aðgerðaleysinu að þeir vilja
ekki vinna. Hafa engan metnað til
að bjarga sér sjálfir.
Það er enginn efi á því að stór
hluti af þessum rhönnum gæti feng-
ið vinnu, ef þeir leituðu eftir henni.
Enda aldraðir menn mundu víða
geta fengið vinnu úti á landi, við
að hjálpa til -við heimilisstörf þar
sem bóndinn er einn um þau. Hátt
kaup er að vísu ekki hægt að borga
fyrir slíka vinnu, en þá er maður
þó frjáls að sínu, þótt lítið sé, og
ekki þurfamaður.
Eg þekki allmarga lausamenn.
sem hafa stöðuga vinnu árið um
kring. Þeir taka hátt kaup þegar
það býðst en þess á milli, það sem
i boði er; en hugsa meira um að
halda vinnunni en háa kaupinu.
Þessir menn vilja vinna og fá líka
næga vinnu.
Margir sveitamenn, sem ekki eru
búandi leita nú austur eða norður í
námuhéröðin. Þar fá þeir hærra
kaup en bændur geta borgað, því
það er arðsöm vinna að grafa gull
og gersemar úr jörðu, en þó aðeins
á færi auðmanna, vegna tilkostnað-
ar. — Þangað skyldi maður ætla
að stórbfejamenn sæktu í atvinnu-
leit; en svo er ekki. Eg var stadd-
ur í einu þessu námuþorpi um tima
í sumar, og spurði hvort ekki kæmi
þangað fjöldi af Winnipegmönnum
í atvinnuleit. Mér var sagt að þeir
væru fáir, og flestir þeirra hættu
vinnunni eftir stuttan tíma, eða
væru “lagðir af”; þeir þættu þrótt-
litlir og þeim þætti vinnan erfið.
Þetta er eðlilegt um menn, sem eru
óvanir vinnu. Þeir verða þollausir
og óánægðir, og leiðist vinnan.
Þa ðer sorglegast að sjá unga
fólkið alast upp í stórbæjunum.
Það má ganga að því vísu að stór
hluti af því hefir aldrei tækifæri til
að læra neinn verknað, sem að gagni
mætti verða. Það eru nú 9 ár síðan
kreppan byrjaði; á þeim tíma hefir
fjöldi unglinga lökið skólalærdómi,.
en eflaust hefir fátt af þeim fengið
atvinnu. Þetta fólk er nærri að
segja dæmt til að vera ósjálfbjarga.
Það lærir ekkert verk að vinna, og
þekkir ekki annað betra en að láta
bæinn fæða sig iðjulausan.
Fyr á árum streymdi unga fólkið
úr sveitunum í stóribæina. Þá var
var oftast nokkur atvinna, skóla-
mentun á boðstólum, og skemtanir
nógar. Nú er þetta breytt. Fáir
fara nú í bæina, því vinna er þar
ekki að fá. Skólagangan er nú orð-
in dýrari en áður og ómögulegt að
vinna fyrir sér í hjáverkum, eins og
mörgum tókst áður. Nú er líka
orðið svo margt um skólagengið
fólk í bæjunum, að það er engu
betur sett með að fá vinnu en aðrir.
Þó er ein undantekning í þessa átt.
Stúlkur utan úr sveitum geta ein-
lægt fengið atvinnu í Winnipeg.
Það er spurt svo mikið eftir þeim
sem vinnukonum í hús efnaðra
manna. Eg hefi spurt hvernig á
þessu stæði, hvort ekki væri nóg
til af ungum stúlkum í bænum ? Mér
hefir verið svarað því, að þær væru
að vísu nógu margar, en að þær
vildu ekki vinna í vistum. Og svo
þætti húsfreyjum þær fákunnandi
og tómlátari við verk sín en sveita-
stúlkur. ITvað satt er í þessu, veit
eg ekki, en svo mikið er víst, að
það gengur greiðlega fyrir sveita-
stúlkur, að fá vinnu í húsum í
Winnipeg.
Enginn skyldi nú ætla að þetta
ólag sé alt fólkinu að kenna. Krepp-
an er aðalorsökin, og að henni eru
mörg rök. Hiún hefir lagt undir
sig flest lönd, en misjafnlega hafa
menn varist henni. Stjórnftrvöldin
hér i landi munu hafa lagt eins mik-
ið í sölurnar eins og flestir aðrir, til
að afstýra henni, og fáir munu hafa
liðið mjög mikinn skort í stórbæj-
unum. En þeir háu herrar gættu
þess ekki að fleira mætti að gagni
verða en matargjafir og peningar.
Sú hjálpin sem mest þörf var á,
var aukin atvinna, en því var lítið
sint á byrjun og ekki nóg til þessa.
Eg get ekki verið samdóma grein-
arhöfundinum íslenzka, að atvinnu-
bótavinna sé litlu betri en beinn
sveitarstyrkur. Fyrst og fremst
ætti að vera hægt að gjöra nauð-
synlegar umbætur á þann hátt fyrir
lægra en ella, og enda þótt sú vinna
væri til lítilla nota, þá heldur hún þó
fólkinu við vinnuna. Vinnan æfir
starfskrafta fólksins og það lærir
að meta gagnsemi hennar til að
framfleyta sér og sínum. Á þann
hátt hefði styrkveitingin gert miklu
meira gagn en hún hefir gert.
Eg sé nú af nýkomnum blöðum,
að sambandsstjórnin muni ha'fa í
hyggju að breyta stefnu í þessu
máli og leggja meiri stund á að
halda mönnum til vinnu. Nú eru
talin rúm 4000 einhleypra manna á
styrk í Winnipeg. 700 menn af
þessum hóp voru sendir í þreski-
vinnu fyrir skömmu, og verða að
vonum fleiri sendir bráðlega. Nú
er líka bannað að veita þeim styrk,
sem ekki vilja þiggja vinnu. Má
því ætla að þeim fækki nokkuð í
bænum meðan á þreskingunni
stendur. En hvað tekur svo við?
Fara þessir menn allir á bæjarstyrk
aftur? Víða vantar menn við vetr-
arvinnu í sveitum, en ekki geta
bændur borgað 2 dali á dag fyrir
slika vinnu eins og við þreskingu.
En sömu laun mundu þeir vilja
hafa.—
Það ætti nú að vera hlutverk
stjórnarinnar að útvega þessum
mönnum vetrarvinnu, með hæfileg-
KAUPIÐ AVALT
LUMBER
hj&
THE EMPIRE SASH & DOOR CO. LTD.
HENRY AVENUE and ARGYLE STREET
Winnipeg, Man. - Phone 95 551