Lögberg - 06.10.1938, Síða 4

Lögberg - 06.10.1938, Síða 4
1 LÖGrBERG, FIMTUDAGINN 6. OKTÓBER, 1938 Högticrg Oefið út hvern fimtudag af I HE COLÚMBIA PRESS LIUITED 695 Sargent Avenue Winnipeg, Manitoba Utanáskrift ritstjórana: EDITOR LÖOBERG, 695 SARGENT AVE. WINNIPEG, MAN. Editor: EINAR P. JÓNSSON Vnrg »3,00 um árið — Borffist fyrirfram The “Lögberg'' is printed and published by The Cohimbla Prees, Limited, 695 Sargent Avenue, Wlnnipeg, Manitoba PHONE 86 327 Viðhorfið í Norðurálfunni Svo að segja um elleftu stund gerðust þeir atburðir í lok fyrri viku, er ætla má að fyrirbyggi um nokkura hríð að minsta kosti, almenna Norðurálfu styrjöld; um það verður ekki vilst, að mjótt væri mundangshófið, með því að Adolf Hitler hafði gert það heyrin- kunnugt, að þann 1. október myndi hann senda herskara sína inn yfir landamæri Czeehoslóvakíu og leggja undir sig Sudeten- land, og var þá ekki annað sýnna en alt færi í bál og brand. Mr. Chamberlain hafði flogið í annað sinn til Þýzkalands og átt tal við Adolf Hitler í bænum Godesberg (Guðabjargi); var hinn þýzki Fasistaforingi harður í horn að taka og lét lítt sinn hlut; þó'tti þetta því furðulegra sem vitað var að forsætisráðherrar Breta og Fraltka höfðu viku áður svarist í fóstbræðra- lag um það, að Hitler skyldi fá Sudetenland og fengið til þess samþykki stjórnarinnar í Prag, þó nauðug játaðist-hún að vísu undir afkvistunina. Bretar, Frakkar, Þjóðverjar, Italir og Tjekkar, hervæddu.st í óða önn, og var þar af leiðandi lengi vel lítt annað fyrir- sjáanlegt, en fylkingar myndi þá og þegar síga saman, þó ýmsum reyndist örðugt að átta sig á því, að harmsagan mikla frá 1914 endur- tæki sig á ekki lengra miMibili. — Eftir að heim kom, setti Mr. Chamber- lain sig í samband við Mussolini og fór þess á leit við hann, að hann reyndi að hafa áhrif á Hitler með það fyrir augum, að fresta inn- ráeinni á Sudetenland; þetta leiddi til þess, að Hitler boðaði þá Mr. Chamberlain, Dal- adier forsætisráðherra Frakka og Mussolini á fund sinn í Munich á fimtudaginn; brugðust þeir allir vel við, og hófst með því fjórvelda- ráðstefna samdægurs; kunnugj; er nú orðið um árangurinn; hann varð sá, að Hitler fékk í raun og veru framgengt öllum kröfum sín- um, þó vitund slakaði hann til á formsatrið- um; var tilslökunin einkum fólgin í því, að innrás hans í Sudetenland skyldi fara frið- samlega fram og vera táknræn í formi; að inn- limun landsins færi ekki öll fram í einu, heldur vrði nokkur þau svæði, er að þjóðerni til væri mestmegnis þýzk, innlimuð á friðsaman hátt þann 1. október, en svo yrði haldið áfram jafnt og þétt, en að lokum þannig farið að, að í þeim héruðum, sem vafi léki á um vilja og þjóðernisleg tengsl, yrði látin fram fara at- kvæðagreiðsla um það, hvort íbúarnir vildu heldur sameinast Þýzkalandi, eða halda á- fram sambúðinni við Czeehoslóvakíu; sú at- kvæðagreiðsla skal haldin undir alþjóða eftir- liti líkt og átti sér stað um atkvæðagreiðsluna í Saar-héruðunum. Eftir ítarlega íhugun lýsti stjórn Czecboslóvakíu yfir því, að hún ætti ekki annars úrkosta en ganga að þessum afkvistunarskilmálum, þó hún skoðaði þá miklu fremur sem valdboð en sáttmálsgerð. Arla föstudagsmorguns gerðu þeir Ohamberlain, Hitler, Mussolini og Daladier það kunnugt þjóðum heims, að þeir hefðu undiískrifað fjórveldasamning, er fyrir- byggja myndi Norðurálfustyrjöld vegna Sudetendeilunnar og Czechoslóvakíu. Jafn- framt þessu undriskrifuðu þeir Chamberlain og Hitler yfirlýsingu þá, sem hér fer á eftir: “Við, ríkiskanzlari Þjóðverja og for- sætisráðherra Breta, höfum átt frekara sam- tal í dag, og komist að fullri niðurstöðu um það, hve mikilvægt það sé eigi aðeins fyrir báðar hlutaðeigandi þjóðir, heldur og Norð- urálfuna í heild, að sambúð Bretlands og Þýzkalands megi verða sem allra vinsamleg- nst í framtíðinni. “Við skoðum hinn ný-undirskrifaða samning ásamt brezk-þýzka flotamálasáttmál- anum, táknræna ímynd sameiginlegrar þrár þessara tveggja þjóðá um það, gð berast aldrei framar á banaspjótum.” # #. # Um það verður ekki deilt hvernig sem á málin er litið, að Mr. Chamberlain hafi öllum öðrum fremur, að minsta kosti um stundar- sakir, afstýrt geigvænlegri Norðurálfustyrj- öld; hann er maður hniginn að aldri; engu að síður lyfti hann Grettistaki, sem ýmsum þeim yngri hefði engan veginn ósennilega orðið ofraun að lyfta. Sagan sker úr því á sínum tíma, hvort þeir friðarskilmálar, er hann komst að, voru of dýru verði keyptir eða ekki. Hans hátign Georg konungur, sendi brezku þjóðinni faguryrt þakkarávarp fyrir þá ró- spmi, er hún hefði sýnt meðan ófriðarblikan stóð sem hæzt, jafnframt því sem han-n tjáði Mr. Chamberlain þökk sína fyrir ótrauðar athafnir í þágu friðarmálanna.— Brezka þingið kom saman á mánudag- inn; lét Mr. Ohamberlain það vera sitt fyrsta verk, að kunngera þingheimi að fullu inni- hald fjórveldasamningsins og þær aðstæður, er til hans leiddu; kvaðst hann í raun og veru ekki þurfa að verja gerðir sínar; þær verði sig bezt sjáifar; ekki hefði verið nema um tvent að velja; annaðhvort eitt hið ægilegasta blóðbað, sem hugsast gæti, eða frið þó dýr- keyptur kynni að þykja í svipinn; samvizku sinnar vegna hefði hann valið síðarnefnda veginn; einasta og eina mannúðarveginn; dómstól þjóðarinnar, það er að segja vilja hennar og almenningsálit, kvaðst hann undir cngum kringumstæðum óttast, hvorki í al- mennum kosningum né heldur á nokkurn ann- an veg. — Nokkurrar óánægju í ráðuneyti Mr. Chamberlains hefir þegar orðið vart. Aíeðal annars hefir foringi flotamálanna, Mr. Alfred Duff-Cooper, látið af embætti vegna ágreinings við forsætisráðherra út af stefnu Ijans í meðferð utanríkismálanna, er hann telur ósæmandi sjálfsvirðingu hinnar brezku þjóðar; bar hann Mr. Chamberlain það á brýn, að hann hefði verið langt of mjúkmáll og auðsveipur við þá Mussolini og Hitler. “Eina tungumálið, sem þessir einræðisherrar skilja, er steyttur hnefi,” bæ'tti Mr. Duff- Cooper við; hann tjáðist enn fremur sann- færður um það, að ef hinum brekza flota hefði verið boðið út í tæka tíð, og Hitler verið með því sýnt í tvo heimana, myndi hann hafa lækkað seglin og slegið af kröfum sínum um skilyrðislausa innlimun Sudetenlands. Þeir Mr. Anthony Eden, fyrrum utan- ríkisráðherra Chamberlain-stjórnarinnar og Mr. Attlee, þingforingi hins óháða verka- mannaflokks, voru næsta harðorðir í garð forsætisráðherra og hins nýja fjórveldasamn- ings. Mr. Eden kvaðst virða að verðleikum i iðleitni Mr. Chamberlains í þá átt, að vernda heimsfriðinn, þó hann á hinn bóginn bæri kvíðboga fyrir því, að svo gæti auðveldlega farið, að tjaldað yrði aðeins til einnar nætur; hann kv%ð skoðun sína óbreytta, að því er við kæmi orðheldni einræðisherranna; þeir væri gegnlitaðir tækifærissinnar, er fljótir væri til þess að snúa við blaðinu sæi þeir sér leik á borði. Mr. Attlee lét þannig ummælt: “Yér höfum nú á þessum síðustu og verstu tímum orðið sjónarvottar að átakanlegum ó- sigri lýðræðishugsjóna og mannréttinda; of- beldisstefna þeirra Hitlers og Mussolini, hnefaréttarstefnan, stendur með pálmann í höndunum frammi fyrir öllum þjóðum heims; alsaklaus smáþjóð hefir verið svikin í trygð- um.” 1 svipaðan streng tók Sir Archibald Sinclair, leiðtogi liberal flokksins í brezka Júnginu.— 1 stuttri svarræðu til andstæðinga sinna, lét Mr. Chamberlain þá skoðun sína í Ijós, að nokkrar líkur væri til þess, að Munich-samn- ingurinn gæti leitt til mikilvægrar vopnatak- mörkunar í Norðurálfu; það hefði meðal ann- ars unnist á, að nú ættu þessar fjórar hlut- aðeigandi þjóðir, auðveldara með að ráða ráðum sínum en áður var, með því þær stæði í nánara samtals og samstarfs sambandi eftir samninginn en áður; þó kvaðst Mr. Chamber- lain enga dul draga á það, að eins og sakir enn stæðu, ætti brezka þjóðin ekki annars úr- kosta en hervæðast af kappi; hún ætlaði ekki að láta koma að sér óvörum í annað sinn; hún hefði einu sinni gert það, sællar minning- ar, í þeirri góðu trú, að aðrar Jijóðir efndi orð sín viðvíkjandi takmörkun vígvarna; þær vonir hefði samt sem áður hrapallega brugðist, og þessvegna væri viðhorfið ger- breytt. # # # Skoðanir brezka blaða eru næsta sund- urleitar um núverandi viðhorf Norðurálfu- málanna; sum þeirra eru þungorð í garð Mr. Chamberlains, en önnur hefja hann til skýj- anna, og þakka honum það einum, að heims- styrjöld varð afstýrt að minsta kosti í svip- inn; samt sem áður fer því f jarri að hann eigi óskiftann heiðurinn af því. Roosevelt Banda- ríkjaforseti skarst hvað eftir annað í leik- inn; loks sendi hann Hitler persónulegt er- indisbréf og skoraði stranglega á hann að skirrast vandræðum. Engan veginn virðist óhugsanlegt, að það hafi einmitt riðið bagga- muninn. # # # Að öllu athuguðu, verða naumast skiftar skoðanir um það, að málstaður Fasista bæri hærra hlut á ráðstefnunni í Munich; lýðræðisþjóðir þær, er að málum stóðu, fóru mjög halloka í þeirri viðureign; þær mega sjálfum sér um kenna, og ótrúmenskunni við Þjóð- bandalagið og hugsjónir þess. Czechoslóvakía, alsaklaus þjóð, skilgetið afkvaemi Versalasamning- anna, er heitið var stjórnarfarslegri og hagsmunalegri vernd, hefir nú verið limuð í sundur til þess að svala Fasista-græðginni; þjóðinni var varnað þess að bera hönd fyrir höfuð sér á Munich-ráðstefnunni; gert var þar út um örlög hennar öldungis að þjóðinni fornspurðri; öll þessi fyrirbrigði gerðust að ráði Adolf Hitlers; það var hann, sem kvaddi til Munich-ráðstefnunnar og réði því einn hverjir þangað kornu, og hann lét sér það jafnvel sæma, að kalla Benes, forseta Czechosló- vakíu lýðveldisins lygara og pólx- tískan glæframann. — “Verði þinn vilji,’’ segja Bretar, Frakkar og ítalir við Adolf Hitler. Czechoslóvakia hefir verið afkvist- uð. Þjóðverjar hafa fengið Sud- etenland. Pólverjar sigldu í kjöl far þeirra og hafa nú fengið sinn hluta landsins. Ungverjar hafa gerí hliðstæðar kröfur og fá þeim senni- lega framgengt lika. H,vað hefir orðið um verndina, sem Czechosió- vakíu var heitið í fæðingunni ? Orð, orð innantóm, eins og máltækið segir. Er það hugsanlegt, að með slikutm, óvinafagnaði verði grund- völlur lagður að alþjóðafriði ? Erindi flutt í Fyrsiu lútersku kirkju 27. september 1938 undir umsjón Þjóðrœknisfélagsins. Eftir Jóna salþm. Jónsson ♦ ♦ ♦ Niðurlag. Sú kenning, að það sé ávinning- ur fyrir borgara í Vesturhejmi, að kunna aðeins eina tungu er ber- sýnilega röng, að minsta kosti að þvi er íslendinga snertir. Dæmin eru fjölmörg úr öllum bygðum Is- lendinga að landar hafi reynst færir um að keppa við hvern annan þjóð- flokk hér vestra í hverskonar átök- um, og þó ekki sé leitað út fvrir þann fámenna hóp úr tveim bygð- um, sem eg hefi greint frá, þá eru þar menn, sem standa í röð hinna fremstu manna í landinu um með- ferð enskrar tungu, bæði sem rit- höfundar, fyrirlesarar, stjórnmála- menn, mælskumenn og kennarar í vísindalegum efnum við merkar há- skólastofnanir. — Svo f jarri fer því að íslenzku þekking annarar kyn- slóðar hafi staðið henni fyrir þrif- um að það má þvert á móti tfelja víst að önnur kynslóð landnemanna hér í landi hafi lagt Canada og Bandaríkjunum miklu meira til af áberandi leiðtogum heldur en nokk- ur annar þjóðflokkur, ef miðað er við fólkstölu. Að minni hyggju væru börn land- nemanna hér í álfu óvenjulega vel sett með að njóta vel erfðahæfileika sinna. Foreldrarnir höfðu sýnt mikið þrek í starfi sínu. Þeir höfðu verið gegnlýstir af einlægri sjálf- bjargarþrá. Þeir höfðu verið af- kastamiklir landnámsmenn bæði í f járhagslegum og andlegum málefn- um. Börn þeirra höfðu alist upp og mótast undir þeim kringumstæð- um sem heppilegastar eru fyrir skapgerð ungra manna. Frá hinu gamla landi ættfeðranna voru erfð og áhrif til að styrkja skapfestuna. í hinu nýja landi voru ótakmörkuð verkefni, margháttaðar mentastofn- anir breiddu faðminn móti athafna- miklum æskumönnum. Svo að segja í hverri bygð í Bandaríkjxlnum og Canada, þar sem börn landnemanna áttu kost skólagöngu bárust verð- launin inn í íslenzk heimili. — Rihodes-verðluanin til Oxford-há- skóla voru mestu sigurlaunin í þess- ari kepni um leiðir til valda og á- hrifa í hinum nýja heimi. Krafa utan frá um að íslendingar legðu niður tungu sína sem menn- inganmál hér i álfu, var ef til vill eðlileg frá sjónarmiði þröngsýnna methafa sem vonuðu að geta í skyndi sameinað fólk úr mörgum framandi löndum í einum vestlægum bræðslu- potti. Fyrir þá þjóðflokka, sem komu úr ómentuðum löndum, með óræktað mál, með litlar eða engar bókmentir að baki sér, mátti segja að litlu væri að tapa en nokkuð fengið. En fyrir hámentaðan, fín- gerðan kynstofn, sem í þrjátíu ætt- liði hafði • tamið sér andlega iðju, þar sem vald yfir máli og rími var hverri kynslóð svo að segja í blóð borið, og þar sem óeigingjörn ást á bókmentum hafði verið Undiystaða að fjörugu og þróttmiklu þjóðlifi, var eingöngu um tjón að ræða þar sem glata átti dýrum arfi margra kynslóða. Það, sem farið var fram á af mörgum þeim möpnum, sem þóttust bera fyrir brjósti framtiðarheill ríkjanna i Vesturheiani þar að Is- lendingar legðu niður tungu sína, lokuðu vendilega fyrir hinn norræna mennigarheim, hættu að kunna nema eina tungu, slitu böndin við fortið- ina og söguna. Einstöku Islendingar hafa hlýtt þessu, en þeir eru fáir og þeirra saga er viðburðalaus. — Þeirra heyrist hvergi getið að neinu. Þeir eru ekki rithöfundar, skáld eða mælskumenn á ensku rnáli. Þeir hafa ekki hlotið marga sigursveiga, hvorki í mentastofnunum landsins né heldur á vígvelli lífsbaráttunnar. Og þetta er ofboð skiljanlegt. Vel nxentaður kynþáttur er lífræn heild. Er hlúð er að honum með eðlilegum vaxtarskilyrðum njóta einstakling- ar hverrar kynslóðar sín vel. Öld eftir öld getur slíkur kynþáttur eign- ast nýja atorku- og frægðarmenn. Og inst í sálum mannanna býr glögg vitund um þennan lpyndardóm. Eg hefi á ferðum mínum í sumar orðið var við' i brjóstum íslenzka kvn- stofnsins í Vesturheimi heitar og djúpar tilfinningar fyrir Islandi, íslenzku máli og menningu. Þessi þjóðernistilfinning er full af dular- fullri orku, sem er trúarlpg í eðli sínu, án þess að reka sig á önnur trúarbrögð. Þjóðeristilfinning Is- lendinga í Vesturheimi er lífstrú þeirra. Hún er sterk og réttmæt, eins og vaxtarhreyfing jurtar, sem teygir sig i loft og ljós til að fá að lifa eftir eðli sínu, og réttum gróðrarlögum. Mér er minnistætt frá í sumar sérstakt dæmi um þetta ódrepandi hungur hins íslenzka eðlis eftir að fá að lifa, jafnvel mitt inn í frum- skógi heimsmálsins. S.unnarlega í Klettaf jöllunum er einhver allra elzta íslenzka bygðin í Vesturheimi, í Spanish Fork. Það er tiltölulega fámennur hópur íslendinga sem þar býr, og hann er mjög einangraður, ekki aðeins frá gamla landinu held- ur frá hinum mörgu íslenzku bygð- um á Kyrrahafsströndinni og á sléttum miðfylkjanna. Þessi litla sveit íslendinga í Spanish Fork hef- ir að eg hygg orðið að búa að sínu um þjóðernismálin í meira en tvo mannsaldra. - En þessir landar hafa ekki gefið eftir einn einasta þumlung af því landi, sem þeim var kleift að verja. Þeir hafa síðan um aldamót haldið helgan þjóðminningardag íslendinga 2. ágúst. Nú í sumar voru á þess- ari hátíð um 2,000 manns, margir komnir langt að, austan úr miðrikj- urrt Bandaríkjanna og úr bygðum íslendinga vestur við Kyrrahaf. Þennan dag vigðu afkamendur is- lenzkra landnema í Spanish Fork glæsilegt þjóðernis minnismerki, fallegan vita, með víkingaskipi yfir ljóshjálminn. Á þessum íslendinga- dögum minnist hin einangraða ný- lenda ættjlandsins, þjóðarbrotanha beggja megin hafsins með ræðum og söngvum íslenzkum. Ósjálfrátt hlýtur mönnum að hitna um hjarta- rætur við að heyra um slíka ætt- rækni. Ósjálfrátt dettur manni í hug, hve vel slíkt einvalalið hefði getað haldið við íslenzkunni, sem menningarmáli, ef það hefði fengið þá aðstoð frá gamla landinu og af þjóðernissamtökum hér í Vestur- heimi, sem slíkir menn áttu skilið. En úr þessari einangruðu Islend- ingabygð er gerð merkileg tilraun til nýrra sálma, sem mjög er til eftir- breytni. Ungur mentamaður úr' þessari bygð er nú að búa sig undir svo sem bezt má vera, að verða kenn- ari í íslenzkum fræðum við einhvern háskólann hér í Vesturheimi. — Hann er sérfræðingur í ensku og latínu. Hann hefir dvalið á Islandi og ka’nn íslenzku ágætlega. Hann hefir stundað málið vísindalega í Háskóla íslands hjá Sigurði Nor-r dal. Og hann heldur nú áfram loka- námi við einn af háskólum Banda- ríkjanna vestur við haf. Þvílik eru átök íslendinga fyrir þjóðerni sínu, og tæplega verður sú barátta betur táknuð en með hinni íslenzku vitabyggingu sem minnis- varða umi landnám í hinni einstæðu íslendingabygð í Klettafjöllum. Menn munu nú að líkindum segja: Það er ókleift að halda við íslenzk- unni sem hliðarmáli í Vesturheimi. Unga fólkið hefir of miklar annir. og það vantar æfingu til að tala málið. Þessum mótbárum svara eg þann- ig: Ungt námsfólk hér vestra hefir ekki yfirleitt meira að gera en náms- fólk á íslandi, semi leggur mikla stund á ensku sem hliðarmál og nemur auk þess að jafnaði fleiri tungur. Um vöntun á kennurum er hið sama að segja. Hér eru um 30 þús. íslendingar í Vesturheimi. Öll fyrsta kynslóð, mikið af annari kyslóð og margir af þriðju kynslóð eru ágætlega að sér í íslenzku máli. Eg hefi kynst fjölda fólki í sumar sem er fætt og alið upp í hinum gömlu bygðum landnámsmannanna og talar fullkomlega hreina íslenzku. Hér vantar ekki kennara, ef til þess þarf að taka. Mér til ánægju sá eg fyrir fáum dögum í þeirri kirkju þar sem þessi samkoma er haldin, að þegar presturinn bað um sjálf- boðalið til að vinna í sunnudagaskó! • anum þá komu tvennar tylftir manna, karla og kvenna úr söfnuð- inum og buðu strax hjálp sína og aðstoð. Eg veit að þjóðræknis- hneigð Islendinga er sterk eins og trúarhneigð þeirra. Eg veit að f jöldi manna hér vestra er fús til að taka þátt í að kenna börnum og ungling- um íslenzku þegar vakning byijar í þá átt, sami eg vona að ekki þurfti lengi að bíða. Það er alkunnugt að konungar og stórhöfðingjar í ýmsum löndum vilja láta börn sín læra tvær eða fleiri tungur með hreinum fiam- burði. Hvernig er tekið á því máli ? Innfæddar fóstrur tala við börnin, og á þann hátt nema börnin fleira en eitt mál svo að segja fyrirhafnar laust. — Hér i landi er þetta ofur einfalt. Börnin læra ensku í heim- ilunum, á leikvellinum og einkum þó í skólunum og í allri daglegri um- gengni út á við. En þau læra ís- lenzkuna af mæðrumi og feðrum, af öfum og ömmum, eða hjá kennur- um, sem taka að sér. að kenna mál forfeðranna. íslenzkunni verður haldið við á þennan hátt og með ýmiskönar sér- stakri kenslu, irneð kvöldskólum, bréfskólum, sumarnámsskeiðum, með því að koma borgarbömum á íslenzk heimili út í gömlu, traustu bygðunum. Þá koma áhrif hinna mörgu og ágætu söngflokka, hljóm- plötur gerðar fyrir kenslu, útvarp á stuttbylgjum frá Islandi, bréfa- skitfi milli barna og unglinga yfir hafið, og að lokum ferðir til dvalar um lengri eða skemri tíma til ís- lands, þegar beinar skipaferðir og ódýrar hefjast milli Reykjavíkur og Norður-Ameríku, en það er nýjung sem byrjað er að výina að báðum megin hafsins. Kirkjan: íslenzka í Vesturheimi hefir frá því landnám hófst verið megiístoð í viðhaldi íslenzkunnar og allri aðhlynningu hins íslenzka menningarlífs hér í álfu. En jafn- . framt því er þjóðernistilfinningin dýpsta undirstaða alls hins íslenzka samstarfs. Ef íslenzkan deyr sem lifandi mál í Norður-Ameríku mun íslenzkt kirkjulíf eiga erfitt upp- dráttar. Söfnuðirnir íslenzku ættu alt af að halda íslenzkunni við sem kirkju-, söng- og bókmentamáli. íslenzkan er í eðli sínu vel fallin til að vera hátiðamál, og notuð af þeim sem ekki hafa hana að mæltu máli til að auka hátíðleika hátiðlegra at- hafna. Kaþólskir menn skilja þetta vel, þessvegna nota þeir latínu, sitt hátíðamál í kirkjum sínum út um allan heim. Eg hefi hér að undan leitast við

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.