Lögberg - 06.10.1938, Side 5

Lögberg - 06.10.1938, Side 5
I LÖGB.ÆRG, FIMTUDAGINN 6. OKTÓBER, 1938 aÖ færa rök að því aÖ þær tvær kyn- slóÖir fslendinga, sem hér hafa lokið svo að segja fullkomnu dagsverk’, hafi sýnt í framgöngu sinni ítrasta manndóm, og aÖ sigrar og velgengni þessara tveggja kynslóða séu bein afleiðing þess, að þær stóðu mitt á milli tveggja menningarheima, hins íslenzka og hins ensk-ameríkanska og fengu sterka trú frá báðum. Mér sýnist einstætt að hinn íslenzki þátt- ur í lífi þessara tveggja kynslóða sé mjög þýðingarmikill, svo að honum hafi að mjpg miklu leyti mátt þakka þá orku, andlega og líkamlega, sem einkent hefir landnámsstarf íslend- inga í Vesturheimi. Mér finst að það hljóti að vera almikil áhætta, fyrir það fólk hér í álfu, sem komið er af íslenzkum kynstofni að slá slagbröndum fyrir dyr hins íslenzka menningarlífs. Ef menn væru gerðir úr stáli og raf- orku væri þetta ef til vill fratn- kvæmanlegt og eðlilegt, en þar sem svo er ekki er sú kenning varhuga- verð, að með flutningi milli landa sé unt að skifta um menningu, eins og breytt er um búning eftir mismun- andi árstízku. Og auk þes verður niðurstaðan sú, að jafnvel þó að islenzkan týnd- ist hér í Vesturheimi, þá yrði ís- lendingseðlið eftir, sívakandi og ódrepandi. Og síðar meir myndu afkomendur landnemanna hér í álfu harma það meir en nokkuð annað, að hafa mist hinn lifræna grundvöll tilveru sinnar hér á þessu st'óra meginlandi. Þeir myndu . spyrja hversvegna því hefði ekki verið veitt eftirtekt í tíma, að hinn íslenzki menningararfur var “langra kvelda jólaeldur” fyrir börn landnemanna í þessu landi, þá merkilegu kynslóð sem sýndi á svo áhrifamikinn hátt í verki að íslendingar i Ameríku komast lengst í allri sinni baráttu i þessu landi, ef þeir neyta hinna á- gætu erfðahæfileika sinna til fulls með því 'að hafa ísland, íslenzkuna og íslenzka menningu sem trúarleg- an dulrænan hugsjónaheim, en Ameríku og menningu hennar fyrir nútima starfslífið og lifsbaráttu augnabliksins. Eg hefi sérstaklega leyft mér að leiða hugi kvenna af íslenzkum ættstofni hér í álfu að þessu vanda sama máli. Eg veit að þeim liggur þyngst á hjarta framtíð barna sinna og ókominna kynslóða. Og ef ís lenzkar nnæður skilja að hér er um að ræða lang þýðingarmesta atriðið viðvíkjandi framtíð bama þeirra, Ljúffengt skozkt Visky Blandað og látið í flöskur í Canada undir beinu eftirliti eigendanna* ADAIR & COMPANY GLASGOW hjá Goodeúham & Wbrts, Limited 25 oz. Flaskan $2.40 40 oz. Flaskan $3.75 Að viðbœttum söluskatti ef nokkur er þá mun ekki langt að bíða, að hafin verði frá þeirra hendi ný og víðtæk sókn, sem nær til allra bygða þar sem íslendingar eru í Ameríku, um að halda við íslenzkunni sem hlið- armáli allra sæmilega mentaðra fs- lendinga hér í álfu og nota íslenzk- una sem kirkjumál, söngmál og nú- tíðanmál, og til að lesa á íslenzku hið bezta úr bókmentum þjóðarinn- ar að fornu og nýju. Og þessi sókn verður framkvæmd í því skyni að líftryggja hinn islenzka kynstofn í þessu landi til að tryggja það að allar komandi kynslóðir af islenzkri ætt hér í álfu hafi jafn góða að- stöðu til frækilegrar framgöngu í lífsbaráttunni eins og tvær fyrstu kynslóðir fslendinga hér i álfu, sem eru búnar að sýna hvað íslenzkir menn geta afkastað, undir heppileg- um kringumstæðum. Winnipeg er höfuðstaðurinn i hinu andlega íslenzka ríki í Vestur- heimi. Á hverjum höfuðstað hvílir skyldan að hafa forustuna um hin' erfiðu mál. í meir en hálfa öld hafa Winnipeg íslendingar gætt skyldu sinnar í hverri raun. Eg lýk máli mínu í öruggu trausti þess að Winnipeg-búar verði enn sem fyr, þar sem hættan er mest og þörfin mest í þessari nýju sókn til vernd- ar sæmd og framtíðarlífi hins ís- lenzka kynstofns í Ameríku. Jónas Jónsson This advertisement is not inserted by the Qovernment Liquor Control Commission. The Commission is not responsible for statements made as to the quality of products ad- Ný siglingaleið yfir þvera Evrópu Stórkostleg ný siglingaleið yfir þvera Evrópu, frá Rínárósum við Rotterdam til Dónárósa við borgina Sulima á Svartahafinu, fær 1200 smál. skipum, verður orðin að veru- leika árið 1945, ef núverandi ráða- gerðir þýzku stjórnarinnar ná fram að ganga. Það er fljótséð, ef litið er á kort af Evrópu, að slik siglingaleið frá norðvestri til suðausturs, eftir Rin og Dóná frá Norðursjó til Svarta- hafs, er geysi þýðingarmikil- Frá dö'gum Karlamagnúsar hVfir slík leið verið draumur allra valdhafa og konunga í Mið-Evrópu. En það hefir fallið í hlut núverandi stjórn- ar Þýzkalands, að gera verkfræði- legar áætlanir um verkið og ráð- stafanir til að framkvæma það. 1 nýútkominni fyrirskipun frá Göring marskálki er svo mælt fyr- ir, að þeir hlutar Rínar og Dónár, sem liggja innan þýzka ríkisins, verði að vera orðnir skipgengir fyrir árið 1945. Og þó að nasistastjórnin eigi ekki heiðurinn af hugmyndinni, þá erl það hún, sem ætlar að leggja fram þamn vinnukraft, skipulags- starf og fé, sem þarf til að koma því í verk. Auðveldasta leiðin að sameina Rín og Dóná er með skipaskurði úr ánni Main, sem fellur í Rín, til Dónár. Slíkur skurður var grafinn á árun- um 1836—48 að Lúðvik af Bayern og lá frá Bamberg til Kelheim. En hann er fyrir löngu síðan orðinn ófullnægjandi fyrir nútima-sam- gönguþarfir, þvi hann var aðeins fær 120 smál. skipum. Það má heita, að hann hafijjrðið ónothæfur þegar járnbrautunum fór að fleygja fram á síðustu tugum 19. aldarinnar- Ófriðarárin 1914-18 sýndu þýzku þjóðinni fram á, hversu bráðnauð- synlegur slíkur skurður var, og var hafist handa að endurbæta hann og dýpka. En f járframlög til þess voru af mjög skornum skamti og verk- inu hefir miðað lítið áfram til þessa. Samltvæmt núverandi áætlunum á að gera alla leiðina færa 1200 smál. skipum. Eins og nú standa sakir, þá geta það stór skip komist upp eftir Rin til Mainz og þaðan upp Main hérumbil til Wurzborg. Frá Wurzborg til Bamberg (þar sem “Lúðvígsskurðurinn” byrjar), á að byggja 10 skipalyftur. Frá Bam- berg liggur skurðurinn hér um bil beint suður og kemur i Dóná fyrir norðan Regensborg og er sú vega- sengd 180 kilómetrar. En það er þessi vegalengd, sem er erfiðasta viðfangsefni verkfræð- inganna, því fyrir sunnan Nurnberg er yfir fjallendi að fara, um 1200 fet yfir sjávarmál. Til að yfirstíga þá hindrun er ætlað að byggja 45 skipalyftur. Samkvæmt áætluninni á þessi hluti verksins að kosta 400 miljónir rikis- mörk. Kostnaður við aðra hluta verksins innan Þýzkalands er áætl- aður annað eins. I Austurríki, eða þeim hluta Þýzkalands, verður einnig hafist handa á þessu verki. Við bæinn Persenborg — 105 km. fyrir vestan Vín — verður lagður stór stíflu- garður í Dóná, til að hægt sé að jafna vatnsrenslið og afnema hinar hættulegu flúðir og hávaða, sem eru í ánni hjá bænum Brein og sem hafa verið skipaferðum stöðugur Þránd- ur í Götu. Með þessum garði á að hækka yfirborð árinnar um 30 fet á 25 kílómetra svæði og mynda tvöfalda siglingaleið fyrir stór skip. Allir möguleikar til iðnaðar og annarar starfrækslu á þessu svæði og ann- arsstaðar meðfram ánni hafa verið nákvæmlega rannsakaðir og gerir stjórnin sér miklar vonir um, að með þvi mikla vatnsafli, sem hér fæst til rafvirkjunar, verði hægt að setja á fót ný iðnfyrirtæki, sem veiti þús- undum atvinnu. Hina gömlu höfn í Vín á að stækka og endurbæta og gera hana að hinni sömu miðstöð viðskifta og umferða á Dóná, sem hún var fram til 1918, en síðan hafa Budapest og Bratislava verið aðal miðstöðvarnar. ♦ ♦ Tilgangur Þriðja ríkisins með þessum framkvæmdum. er ekki ein- ungis að -eignast beina og ódýra siglingaleið þvert yfir álfuna, þótt líklegt virðist, að afnotagjöld verði svo há, að minsta kosti fyrst í stað, að sjóleiðin frá Rotterdam til Sulima verði engu dýrari. En með nánari athugun á kortinu sézt, að með þessari skipaleið komast þrjú stærstu iðnaðarhéruð Þýzkalands í beint samband við hin víðáttumiklu landbúnaðarhéruð í suðaustur Ev- rópu. Þessi þrjú iðnaðarhéruð eru Ruhr, Nurnberghéraðið og hið nýja iðnaðarhérað í kringum Lenz — höfuðstað Efra-Austurríkis —, ^ar sem Göring-járnverksmiðjurnar eru í smíðum. Fyrsti árangur af þessu verki verður auðvitað aukin atvinna i landinu. En annar árangur, þó síð- ar komi, eru aukin áhrif og yfirráð í verzlunar- og viðskiftalífi Balkan- ríkjanna. Þó þýzka stjórnin hafi harðlega neitað að vegalagningar hennar séu gerðar í hernaðarlegum tilgangi, þá er það öllum ljóst, að vegirnir verða henni til ómetanlegs gagns, ef til ófriðar dregur. Og þó þetta verk sé ef til vill ekki bem- línis gert í þeim tilgangi, að efla efnaleg og viðskiftaleg yfirráð á Balkanlöndunum,, þá er það spor i þá átt. Ef litið er á málið frá þessu sjónarmiði, þá er bersýnilegt, að þýzka stjórnin vill með þessu eign- ast greiða leið fyrir iðnaðarvörur sínar á Balkanmarkaði, en þeim hef- ir hingað til verið litill gaumur gei inn né skipulega sóttir. En þetta er samt framtýðarspursmái. Sjö ár verða liðin áður en þetta kemst í framkvæmd og nrargt getur skeð á þeim tíma. Stærsta áhugamál Þriðja ríkisins er að geta orðið sjálfu sér nægt, eí til ófriðar kemur, og áhugiisn íyrir því er svo ríkjandi, að það verður að takast með í reikninginn hér. Það. er langt frá því, að þjóðin sé búin að gleyma þeim hráefna- skorti, sem hún átti við að búa á stríðsárunuim; og einnig að sá skort ur stafaði ekki eingöngu frá hafnar- og siglingamannipu, heldur einnig vegna ónógra siglingaleiða frá Balkanlöndunum. Þess vega gerir hún alt, sem hún getur til að eign- ast greiðan aðgang að landbúnaðar- afurðum Balkanríkjanna og olíunni í Rúmeníu. Og síðan hún eignað- ist Ungverjaland og Júgóslavíu sem nágranna, við innlimun Austurríkis, virðast horfurnar betri. -f -f Annað viðfangsefni, sem ef til vill reynist erfitt að leysa, eru al- J>jóðaréttindi til siglinga á Dóná, einkanlega ef að Þýzkaland fer að sækjast eftir meiri yfirráðum á' henni, utan landamæra sinna. Síðan 1919 hefir alþjóanefnd, með aðsetri í Vin, haft umsjón rpeð ánni. Þýzka- land átti þar sæti, ásaimt Englandi, ítalíu og Spáni, en sagði sig úr henni. Og 1937 lýsti það ómerk öll ákvæði Versalasamninganna um al- þjóða siglingaréttindi á Dóná, og hefir síðan aðeins í einstaka tilfell- um veitt útlendum skipum þau, á sínum hluta árinnar. Auk skipa frá Dónárlöndunum sjálfum þá halda þar uppi ferðum skip frá enskum, frönskum og hollenzkum félögum. Þýzkalandi er litt um, það gefið og lítur á það sem útlenda íhlutun. En það hefir látið það afskiftalaust fram að þessu, ti! að forðast annað alþjóðadeilumál. —Vísir. Berklasjúklingar stofna landssamband Á berklahælum landsins er nú unnið að því að stofna landssamband berklasjúklinga. Hefir blaðinu bor- ist eftirfarandi greinargerð frá undirbúningsnefndinni um hlutverk þess: Nú eru sjúklingar af öllum berkla- hælum landsins að mynda með sér landssam.band, sem á að hafa það hlutverk með höndum að vinna að útrýming berklaveikinnar, leiðbeina og hjálpa fólki sem hefir orðið fyrir því óláni að sýkjast af þessari veiki, greiða götu þeirra, sem losna af hælunum og reyna að útvega þeim atvinnu við þeirra hæfi. Það er vel, að sjúklingar hafa tekið höndum saman ,í þessu velferðarmáli, því liver skyldi skilja það betur en ein- rnitt þeir sem standa augliti til aug- litis við þennan hræðilega sjúkdóm. —Hver skyldi þekkja það betur, hvað það er að‘ vera veikur árum saman, einangraður frá sinurn nán- ustu, hrifinn burt frá lífsstarfi og hrundið út í baráttu við þennan ó- sýnilega vágest, með öllum þeim af- leiðingum sem því fylgja fyrir þá sjálfa og fjölskyldur þeirra. En al- menningur verður að gera sér það ljóst, að hér er ekki verið að vinna fyrir þá eingöngu, sem þegar hafa sýkzt, heldur fyrst og fremst til að sporna við því, að nýir bætist í hóp- inn. Þetta er mál, sem alla varðar, því hver getur sagt um, það hver verður næstur, ef til vill ert það þú sjálfur, bróðir þinn eða systir. Þess vegna verða allir að leggja þessum málum lið, sjálfs sín vegna og vegna komandi kynslóða. Að lokum viljum vér benda á eitt atriði, sem oss finst ‘mjög ábóta- vant i berklalöggjöfinni, en það er aðbúnaður sjúklinga eftir að þeir losna af hælunum. Samkvæmt skýrslum frá berklahælum landsins. er árlega f jöldi fólks, sjpm verður að fá aftur hælisvist eftir að hafa verið útskrifað um stuttan tíma. T. d. má geta þess, að á einu hælinu hafa 61 sjúklingar dvalið oftar en einu sinni á tímabilinu 1932—1937, þar af hafa 23 dáið. Fólk þetta hefir alt útskrifast með meiri eða minni starfsorku og ætla má að vegna breyttra og erfið- ari lífsskilyrða er hælisvistinni lauk, hafi það fallið yfir aftur. Ástæð- an fyrir þessu er sú, að eftir að sjúklingurinn fer af hælinu, er hon- um ætlað að vera virkur þegn í þjóð- félaginu og alveg slept af honum hendinni, en það því alveg undir að- stæðum hans í þjóðfélaginu komið, hvort honum tekst að halda þeim bata, er hann hefir öðlast með langri hælisvist. Meginþorri þess fólks, sem fyrir veikinni verður, hefir átt við harla erfið lífsskilyrði að búa, ill húsa- kynni og annað það sem fátæktinni er samfara. Það er því ljóst, að þegar fólk, eftir að hafa haft góðan aðbúnað í langan tíma, hverfur aft- ur til fyrra lífernis, í basl og flest- um tilfellum atvinnuleysi, sækir fljótlega í sama horf aftur. Þessu fólki þarf að hjálpa.til að fá atvinnu við sitt hæfi eða veita því styrk og hafa jafnframt eftirlit með að allur aðbúnaður sé þannig að heilsunni stafi ekki hætta af honum. Hér eru það bæir og ríki, sem eiga að ryðja brautina og verða gerðar ákveðnar tillögur í þá átt af framkvæmda- nefnd Sambands íslenkra berkla- sjúklinga. Takmarkið er alger útrýming berklaveikinnar á Islandi. —Nýja dagbl. 8. sept ALBERTA GIRL IS NEWS PUBLISHER (Fxom the Edmonton Journal.) Publishing a uewspaper has long been considered a man’s peculiar sphere, a man-sized sort of job in which women would be likely to bungle along rather sadly. Now pretty 23-year-old Hazel Mc- Crea, of Hanna, has come along to disprove all that. Not in words, mind you, for she’s very modest and reticent about her history-making job. She’s proved herself by her deeds, her work that is the major absorbing interest of her daily life. . Hazel is Alberta’s only woman pub- lisher. Not only that, but when the Week- ly Newspaperman’s association met in annual convention. Hazel had an important part in the proceedings. A tall charming vivacious, friendly western girl, with bobbed curly black hair and big blue eyes, she was one of the presiding officers at its sessions in the Macdonald. Mr. og Mrs. B. Björnsson frá Mountain, Mrs. John Bergman frá Hensel og Mr. Páll Ólafsson frá Garðar, komu til borgarinnar á mið- vikudagsmorguninn. A LIBERAL ALLOWANCE For Your Skrítlur * —En hvað þér hainist við prjóna- skapinn, frú Jensen! —Já, mig langar svo til að ljúka við treyjuna, áður en garnið þrýtur. Watch tfyUt I changt tool [ —Hvað eruð þér í daglega lífinu, eða utan herþjónustunnar, Pétur Holnr ? —Stjörnufræðingur! N —Nei, kærar þakkir, herra minn ! Þér eruð miklu nærsýnni en svo, að slíkt geti komið til nokkurra mála! —Pabbi notar þrjá boga, þegar hann leikur á fiðlu. —Nei. Venjulegan boga og oln- bogana! —Þú skalt ekki trúa einu orði, sem hún Manga hérna segir. Hún er sú stór-lýgnasta manneskja, sem eg hefi þekt um mína daga. Og hverju hún finnur upp á- í gær sagði hún til dæmis að taka, að eg væri illa vaxin! —Annar tengdasonur minn vill, að eg sé altaf á Akureyri, en hinn segist vera viss um, að mér muni líka miklu betur á ísafirði. —Þú átt sannarlega góða og um- hyggjusama tengdasyni! —Já, það má nú segja! Sá, sem býr á Akureyri, hælir Isafirði á hvert reipi, en ísfirðingurinn stað- hæfir, að Akureyri sé einhver skemtilegasti staður á jarðríki! TRADE IT IN ’/woNEW BULOVA iz i«w*lt <297S SÁe JOeUeASáa <y> THORLAKSON and BALDWIN Watchmakers and Jewellers 699 SARGENT AVE. WINNlfEG 7 THE BUSINESS OF PRINTING IS- 0 carry your message into the highways and byways creating sales and developing trade for those who use its powers for publicity purposes. We suggest that you make us your printer and become enthusiastic with us in tlie quálity of the printing you need. CCcytumtia JCimitel 695 Sargent Ave. Winnipeg Phone 86327-8

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.