Lögberg - 13.10.1938, Qupperneq 1
'íl. ÁRGrANGUR WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 13. OKTÓBEB 1938 NÚMER 41
’ lsabel og Ross’,
A dimmu kvöldi gekk eg þar, sem götur liggja í kross,
og gömul minning hvíslaði ’ að mér: ‘ ‘ Isabel og Ross! ’ ’
Mér einhver töfrafingur benti inn í hulinn heim;
og huga mínum skygni gafst, er fylgdi nöfnum þeim.
1 sama bili fanst mér sem eg allur yrði sál,
í einni svipan skildi bæði dautt og lífrænt mál;
og alt í kring eg heyrð þúsund timgur tala’ í senn.—
Þær tungur áttu: jörð og himinn, guðir, dýr og menn.
Að veturnót'tum liðið var, í lofti stormur þaut;
hann laufin sleit af hríslunum og veika kvisti braut;
og smærri viðir svignuðu, í stærri hlinum hvein:—
það heyrðist gegn um næturloftið eins og dauðakvein.
I stefnuleysið og áttavillu flýðu blöðin bleik;
þau bældu sig í hverri skoru titrandi og veik;
en norðangolan elti þau og hrakti stað úr stað.—
Og steyptan þátt ur mannlífinu tákna fanst mér það.
Um loftið ruddust skýin eins og skæld og grettin tröll;
þau skugga sína breiddu fyrir himinljósin öll.
Þau risu, hnigu, veltnst eins og brengluð beinagrind;—
en breyttust svo í risavaxna, glögga hreyfimynd.
Ef reyndi eg að greina alt, er sýndi myndin sú
og segja frá því skýrt og rétt, mér aldrei tryðir þú.—
Þar neðstu vist í hörmunganna helvíti eg sá
og himinn þeirrar dýrðar, sem ei nokkur lýsa má.
Á einlivers konar ferðalagi leit eg f jölda manns;
eg lengi starði. — Mér fanst sem eg þekti svipinn hans.
Þar kepti' sérhver einstaklingur út af fyrir sig,
en alliV tengdir — Heitur straumur fór í gegnum mig.
Þeir stundum komu í fylkingum, en stundum einn og tveir,
í stefnuleysi’ og áttavillu fiestir hröktust þeir.'—
Það minti mig á skógarblöðin bleiku, sem eg leit,
sem bylurinn og stormurinn af heimastofni sleit.
Með hnýtta vöðva, kreptar hendur, sveigð og bogin bök
Þeir bláir voru’ og marðir eftir lífsins þrælatök.
Hver einstaklingur kepti fram og sína byrði bar—
og bætti við sig annars manns, er kraftaminni var.
Eg horfði lengur, starði fastar, sál mín betur sá.
Eg svima kendi — Einhver þráður tengdi mig við þá.
Nú sú eg glögt og fann og skildi’ að hér var hold og blóð,
sem hörmungarnar skáru’ og slitu af minni litlu þjóð.
Þeir sumir voru um æskuskeið, með auðgan vonaheim,
þó örðugleika nornirnar sig grettu’ á móti þeim.
En sumir áttu langa æfi fyrir handan höf,
og hérna megin fáein spor, og síðan----kalda gröf.
Þá lokast sýndist vegurinn, í augum eldur brann;
það engum manni dulist gat að sigri spáði hann.—
Frá örðugleikans helvíti til himnaríkis brú
úr harðfylgi og viljafestu smíðað getur þú.
Eg horfði eins og steini lostinn — dáði þetta þol;
og þá var eins og gömul minning segði: “North West
Hall!”
Eg vissi það að eg var enn á “Isabel og Ross,”
og upp í loftið sá eg rísa geysistóran kross.
Og fólkið bar í sameiningu þennan þunga kross,
er þekkingar- og rænuleysið hafði skapað oss.—
Já, blessuð litla þjóðin hjarði: mannfá, meidd og snauð—
Og mesta drottins kraftaverk að hún var ekki dauð.
Hann ennþá gerir kraftaverkin mitt á meðal vor:
því máttinn skapa átökin við sérhvert unnið spor.—
Eg ennþá stóð og lilustaði og horfði í kringum mig. —
Nú liafði fólkið sameinast og endurskapað sig.
Það glatt og frjólst og trúarörugt einum rómi söng,
og alhvítt merki verka sinna dró í fulla stöng.—
Það söng: “Ó, drottinn framkvæmdanna, hald í hönd
með oss!”
I himnaríkisstiga breytti sínum þunga kross.
Sig. Júl. Jóhannesson.
Frú Guðrún Swanson
látin
Síðastliðinn sunnudag lézt að
heimili dóttur sinnar, 1286 Downing
Street hér í borg, frú Guðrún
Swanson, hnigin kona mjög að
aldri, vinsæl og merk. Guðrún var
fædd þann 29. dag júlímánaSar ár-
ið 1849 Grimsstöðum í Mýra-
sýslu; foreldrar hennar voru þau
merkishjónin Jón Jóhannesson og
Mrs. Guðrún Swanson
Þjóðbjörg Sigurðardóttir; ung misti
Guðrún móður sína og var tekin í
fóstur af foreldrum Haraldar pró-
fessors Níelssonar, þeim Níels
Níelssyni og frú Sigríði Sveins-
dóttur. Árið 1874 giftist Guðrún
Þorvarði Sveinssyni frá Álftár-
tungu í Mýrasýslu; fluttust þau
hingað til lands, ásamt börnum sin-
um 1887 og settust að í Winnipeg;
dvöldu þau hér í borginni allan tím-
ann eftir að vestur kom, ^ð undan-
teknum sex árum, er þau voru búsett
á Gimli. Mann sinn misti GuÖrún
áriÖ 1931.
Frú Guðrún var skyldurækin
kona og gekk jafnan heil og óskift
til verka; hún var trúr og dyggur
meðlimur Fyrsta lúterska safnaðar
eftir að þau hjón komu til þessarar
borgar, og þótti liðtæk þar sem
annarsstaðar; hún var prúð kona í
framgöngu og skemtin í viðræðu;
hafði næmt yndir af íslenzkum
ljóðum, og unni heitt íslenzkum
feðraarfi. Frú Guðrún lætur eftir
sig eftirgreind börn og fósturbörn:
Jón J. Swanson, Winnipeg;
Maríu (Mrs. James Drysdale),
Winnipeg; Svein, búsettan í Ed-
monton; Sigurbjörgu (Mrs. C. B.
Júlíus), Winnipeg; Þjóðbjörgu
(Mrs. H. G. Hinriksson), Winni-
peg. Fósturbörn: Ólafur G. Björn-
son, Winnipeg og Hlíf Elín (Mrs. J.
Peterson í Cavalier, N. Dak. Eina
systur lætur Guðrún einnig eftir
sig, Mrs. E. Egilsson á Gimli.
Þrjú börn þeirra Þorvarðar og Guð-
rúnar dóu í æsku, en elzta dóttir
þeirra, Sigríður (Mrs. John Good-
man) lézt árið 1934.—
Útför frú GuÖrúnar fór fram frá
Fyrstu lútersku kirkju á miðviku-
daginn þann 12. þ. m. Séra Valdi-
mar J. Eylands jarðsöng, með að-
stoð séra Jóhann Bjarnasonar.
SKÓGARELDAR 1
ONTARIO VALDA
HÖRMULEGU LIFTJÓNI
Á fimtíu milna svæði í norðvestur
Ontario, er liggur að bænum Fort
Frances, hafa geisað ægilegir skóg-
areldar undanfarandi vegna lát-
lausra ofþurka. Sextán manns, flest
konur og börn, hafa látið lífið í
þessu afskaplega eldhafi, og til
þrjátiu manna hefir enn eigi spurst,
sem líkur þykja til, að einnig hafi
farist. Ontario-stjórn sendi slökkvi-
lið og lögreglulið tií eldstöðvanna
víðsvegar að. Svo var reykjar-
mökkurinn þykkur, að flugvélar
kömu að engu haldi.
Frá íslandi
Saltsíldin ,
r
Síldveiðunum nyrðra má nú heita
lokið. — Aðeins nokkrir bátar
stunda reknetaveiðar, en hin skipin
eru hætt. Öll sú síld, sem veiðist
hér eftir verður söltuð fyrir Ame-
ríkumarkað.
Hér við Faxaflóa er leyfi til að
salta um 12 þús. tn., en enn hafa
ekki veiðst nema tæp 2 þús. tn.
Hefir veðrátta hamlað veiðum hér
að undanförnu.
Síldaraflinn var orðinn þessi í
vikulokin:
Saltsíld 309,239 tn.
Bræðslusíld 1,519,37° bl.
Allur aflinn í. fyrra varð:
Saltsíldin 210,997 tn.
Bræðslusíldin 2,172,138 hl.
Hefir saltsíldin því orðið um þriðj-
ungi meiri en í fyrra, en bræðslu-
síldin aftur á móti mun minni.
—Nýja dagbl. 13. sept.
-f -f
Það er dýrt að lifa í Reylijavík
en dýrara þo að deyja
ÞaÖ mun ekki fjarri lagi aÖ lág-
markskostnaður við greftrun manna
hér í bænum sé um 600 kr. og án
óvanalegs íburðar, kemst hann upp
,í 1000 kr. Ef til vill, gætir þess
nokkuð, að eftirlifandi ástvinir
kunna ekki við, að “prútta” um
kostnað við jarðarfarir, en fátæku
fólki er ’hér gert örðugt fyrir og
enginn að bættari, ríkur eða fá-
tækur, þótt bruðlaÖ sé með útfarar-
kostnað.
í Englandi hafa kaupfélögin mjög
víða tekið að sér að sjá um jarðar-
farir. Hefir það lækkað tilkostn-
aðinn stórkostlega, án þess að al-
vara og virðulgiki athafnarinnar
missi nokkurs í við breytingun.a
Hér i bænum starfar nú mynd-
arlegt kaupfélag. Er það ekki at-
hugunarvert, hvort það í þessu efni
ekki gæti tekið sér ensku félögin
til fyrirmyndar ? Á því er brýn þörf.
—Nýja dagbl. 15. sept.
Molar
Kennarinn: “Ef ein stúlka er
hálftíma að ræsta herbergi, hvað eru
þá tvær stúlkur lengi að ræsta sama
her.bergi, Hans litli.”
“Klukkutima,” svaraði Hans litli
með sannfæringu.
Kaupandinn: “Hesturinn er svo
magur, að það er hægt að telja í
honum rifin.”
Seljandinn; “Teljið þér þau þá
svo aÖ þér vitið hvort þau eru öll.”
Danilow, réttlínukommiúnisti, en
fáfróður um bókmentir, hafði ver-
ið gerður að eftirlitsmanni með al-
þýðubókasöfnum í v Rússlandi. I
fyrsta bókasafninu, sem hann heim-
sótti, krafðist hann að fá að skoða
höfundaskrá safnsins. Hann blað-
aði í skránni og lét óspart í ljósi,
hversu sér geðjuðust höfundarnir.
“Homer, grískt skáld — hm,
grískur! Dante, ítalskt skáld —
ítalskt!! Goethe, þýzkt skáld —
þýzkt!! Byron, enskt skáld — nei,
kastið öllum þessum bókum og
skrifið höfundunum, að svo fram-
arlega sem þeir ekki skrifi sínar
bækur í anda kommúnismans, verði
þær ekki keyptar!”
14. júlí s.l. birtist í Gironale
d’Italia tíu greinar um kynflokka.
sem samdar voru af tíu prófessor-
um, að því er Mussolini segir, og að
undirlagi hans. — Greinarnar eru
þessar:
Kynflokkaskifting mannkynsins
er staðreynd.
Til eru fjölmennir og fámennir
kynflokkar.
Kynflokkaskiftingin er líffræði-
leg.
Meiri hlutinn af núverandi íbú-
um Italíu eru af ariskum uppruna
og menning þeirra er arisk.
Það er ranghermi, að mikill f jöldi
fólks hafi fluzt tij ítaliu á liðnum
öldum.
Það er til hreinn, ítalskur kyrw
stofn.
Það er mál til komið, að Italir taki
að leggja rækt við þennan kynstofn.
Það er hægt að draga glögga línu
milli Suður-Evrópubúa annarsveg-
ar 0g Austurlandabúa og Afríku-
manna hinsvegar.
Gyðingar tilheyra ekki hinum
ítalska kynstofni.
Engar tilraunir má gera, til þess
að breyta evrópeiskum einkennum
Itaia, andlegum eða líkamlegum.
I sumar hefir borið óvenjumikið
á bílastuldum í Kaupmannahöfn. Er
algengt, að lögreglunni berist dag-
lega fimm kærur þess efnis. Mest
ber á bílaþjófnaði í hverfinu um-
hverfis Tivoli. Jafnan fii\nast þess-
ir bílar fljótlega, því að oft hefir
þjófurinn ekki kært sig um annað
en að aka bílnum meðan benzínið
sem á honum var, éntist.
Þakklætishátíð
Hún var bæði vönduð og vel sótt j
þakklætishátíðin í Fyrstu lútersku J
kirkju á mánudagskveldið. Söngv- I
ar og hljóðfæraslóttur og margt j
fleira var þar til skemtunar. Þar
sungu þær tvísöng Mrs. Grace
Johnson og Mrs. V. J. Eylaúds og
þótti hin bezta skemtun. Mun þetta
vera í fyrsta skifti, sem nýja prests-
konan kemur fram á skemtiskrá
siðan þau hjón fluttu hingað austur.
Séra Eylands flutti sjalla ræðu og
kenningaríka. Hann kvaðst hafa
verið nýlega á gangi í grafreit
“meðal leiðanna lágu.” Þar hefði
verið einn steinn meðal margra ann-
ara, sem sérstaklega hefði náÖ at-
hygli sinni. Á þennan stein voru
hökkvin orðin: “Sá, sem hér liggur
lifir í minningu þakklátra hjartna.”
Talaði presturinn því næst um
það hvað það væri, sem lengst og
bezt héldi uppi minningu manna.
komst hann að þeirri niöurstöðu að
það væri hvorki nein Napoleons
frægð né Rockefellers auðæfi, held-
ur bróðurleg og kærleiksrík fram-
koma við náungann og hlýðni við
rödd samvizku sinnar.
Hlutverkin á skemtiskránni voru
öll vel af hendi leyst og veitingar
svo rausnarlegar sem mest mátti
verða; var þar t. d. gnægð íslenzkr-
ár rúllupylsu og margt fleira sæl-
gæti.
S. J. J.
x RREZKU KONUNGS-
HJÓNIN HEIMSÆKJA
CANADA
Forsætisráðherrann, Rt. Hon.
W. L. Mackenzie King hefir form-
lega tilkynt, að Hans hátign Georg
Bretakonungur og Hennar hátign
Elizabeth drotning, hafi ákveðið að
heimsækja Canada á öndverðu kom-
andi sumri. Lávarður Tweedsmuir
hafði með höndum milligöngu við-
víkjandi heimsókninni. Dvalartími
konungshjónanna í Canada verður
þrjár vikur.
Til athugunar:
Ef Cicero og Plato eru bornir sam-
an við verulega kæna konu, eru þeir
hreinustu aular.—Campo amor.
Hollenzkum garðyrkjumönnum
hepnaðist í sumar að rækta nýja,
hvíta rósartegund. Þeir fóru þess
á leit við Júliönu krónprinsessu, að
mega nefna tegund þessa eftir dótt-
ur hennar, Beatrix. Var þeim fús-
lega veitt það leyfi.
Á hersýningu þeirrr sem fram
fór í sambandi við heimsókn Horthv
ríkisstjóra til Þýzkalands, vakti
þýzka stórskotaliðið einna mesta
eftirtekt. Einkum varð mönnum
starsýnt á nýja risafallbyssu, sem
það hefir til umráða. Fallbyssa sú,
er 14 m. á lengd, hlaupvídd hennar
er 10 þumlungar og hún dregur alt
að því 100 km. Ekki verður fall-
byssa þesSi flutt á færri en sex vöru-
bílum. Sumir vilja telja, að þetta
muni ekki vera stærsta fallbyssa
þýzka stórskotaliðsins, þaÖ muni
hafa yfir að ráða fallbyssum, er
hafi alt að 13 þumlunga hlaupvidd.
Til athugunar:
Karlmaður yfirgefur jafnaðarlega
eiginkonu sína fyrri þá sök eina,
að hún er eiginkona hans, til þess
að geta notið samvista við þá konu,
sem e. t. v. hefir engan kost annan
en þann, að geta átt hvern sem er að
ilskhuga.
Samsœti fyrir
Jónas Jónsson
Á föstudagskveldið í fyrri viku,
var Jónasi Jónssyni alþingismanni,
haldið fjölment kveðjusamsæti á
Royal Alexandra hótelinu hér í
borginni fyrir atbeina Þjóðræknis-
félagsins; stýrði því forseti félags-
ins, Dr. Rögnvaldur Pétursson; auk
forseta tóku eftirgreindir menn til
máls: Dr. Richard Beck, Dr. B. J.
Brandson, Hjálmar A. Bergman.
K.C., Ásmundur P. Jóhannsson, J.
J. Bíldfell, séra Egill H. Fáfnis,
séra Rúnólfur Marteinsson og
Ragnar H. Ragnar. Einsöng söng
Hafsteinn Jónasson, en Mr. Ragnar
lék undir á slaghörpu og beitti sér
fyrir um margt íslenzkra þjóðsöngva
er veizlugestir alment tóku þátt í.
Fyrir hönd Þjóðræknisdeildarinnar
‘Frón” afhenti Þorvaldur Pétursson
heiðursgesti vandaða ritáhalda sam-
stæðu. Kvæði flutti Hjörtur
Brandsson.
Heiðurgesturinn, Jónas Jónsson
alþingismaður, flutti alllangt kveðju
erindi og þakkaði alúðlegar viðtökur
hjá Vestur-Islendingum í sumar.
Samsætinu sleit laust fyrir mið-
nætti.
Fiskiveiðar
í Manitobavatni
. Mr. Dan. Lindal póstafgreiðslu-
maður á Lundar, leit inn á skrif-
stofu Lögbergs á þriðjudaginn;
sagði hann fátt fréttnæmt úr bygðar
lagi sínu annað en sæmilegan hag
almennings þar nyrðra; þurkatíð
mikla og þar af leiðandi ágæta
nýtingu heyja og annara jarðaraf-
urða. Mr. Lindal sneri máli sinu
að fiskiveiðunum, er afkoma al-
inennings þar um slóðri veltur að
miklu leyti á; kvað hann fiskimenn
hafa haldið nokkura fundi og leitað
á náðir fiskiveiðadeildar fylkis-
stjórnar um nokkurar breytingar á
reglugerðum viðvíkjandi fiskiveið-
unum; fóru fiskimenn meðal ann-
ars fram á það við fiskiveiðadeild-
ina, að 3^ möskvastærð yrði leyfð;
undirtektir virtust í_ fyrstu góðar;
sendi stjórnin fiskimönnum eyðu-
blöð til þess að fylla út og láta meÖ
því í ljós vilja sinn i málinu. Sextíu
af hundraði tjóðu sig hlynta breyt-
ingunni, en fjörutiu af hundraði
voru henni mótfallnir; stjórnin mun
hafa litiÖ svo á, að skoðanir fiski-
manna væri of skiftar til þess að
endilegar ályktanir yrði þegar tekn-
ar í málinu. Mr. Lindal kvaðsð líta
svo á, að þeir fiskimenn er breyting-
unni væri hlyntir og hefðu eigi sent
fiskiveiðadeildinni hin útfyltu eyðu-
blöð, ættu ekki að draga það á lang-
inn; því fyr þess betra. Eitthvað af
fiskimönnum munu þegar hafa lagt i
kostnað við að kaupa hin smárið-
aðri net í þeirri von að þau yrði
leyfð; kemur þetta sér vitaskuld illa,
verði þar að lútandi beiðni synjað.
Mr. Lindal lét þess ennfremur
getið, að fiskifræðingar væri þeirr-
ar skoðunar, að stórir möskvar væri
fiskinum einkar hættulegir um
hrygningartímann, og spilti fyrir
framtiðarveiðum í vatninu. Hinn
löglegi möskvi um þessar mundir er
3)4 þuml.
Jón Freysteinsson og synir hans,
Teddy og Don, að Churchbridge,
Sask., biðja Lögberg að flytja bygð-
arbúum og öðrum vinum innilegt
hjartans þakklæti í tilefni af auð-
sýndri samúð við lát eiginkonu og
móður, SigríÖar Freysteinsson, sem
dó þann 3. þ. m. Þeir þakka blóma-
gjafirnar við útförina og öll önnur
kærleikstákn í þeirra garð.
4- 4-