Lögberg - 20.10.1938, Page 1
X
51. ÁRGrANGUR WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 20. OKTÓBER, 1938 NÚMER 42
Ársfundur Liberal samtakanna í
Manitoba—Fulltrúar mættir úr
hverju einasta kjördæmi
Karlaklúbbur Fyrsta lúterska safnaðar
—Viðbúnaður mikill hafinn
fyrir næsta fund
SíÖastliðinn föstudag héldu Lib-
eral stjórnmálasamtökin í Manitoba
ársfund á Royal Alexandra hótel-
inu hér í borginni við drjiúgum
meiri aðsókn en venja hefir verið
til undanfarandi. Þrjúhundruð og
þrjátíu erindrekar úr hverju einasta
kjördæmi fylkisins voru mættir í
fundarbyrjun, auk annara fylgis-
manna frjálslyndu* stefnunnar, er
skiftu hundruðum. Mr. Walter J.
Lindal, K.C., stjórnaði fundi. —
Margar ræður voru fluttar, er báru
ljósan vott um sterkan áhuga á vett-
vangi stjórnmálanna. Meðal ræðu-
manna voru sambandsþingmennirnir
Mr. Glenn, Mr. Leader, Mr. Weir,
Mr. Thorson og Mr. Beaubien. Ýms-
ar fundarsamþyktir, næsta mikil-
vægar, voru gerðar, svo sem um
hagkvæma mentun æskulýðsins, at-
vinnumálin, tollmáiin og viðskifta-
samninga við erlend ríki. Lét Mr.
Beaubien þess meðal annars getið
í ræðu sinni, að sá maður væri ekki
til i öllu landinu, er annara léti sér
um hagkvæma mentun æskunnar en
Vel botnaðar vísur
Ari Sæmundssen var skrifaði á
Grund hjá sýslumanni Gunnlaugi
Briem, afa mínum, á uppvaxtarár-
um Ólafs Briem timburmeistara.
Síðar fluttist Ari til Akureyrar frá
Grund, en Ólafur Briem varð bú-
andi þar. Oft fór hann vetrarferð-
ir eftir Eyjafjarðará á is, og kom
þá jafnan við hjá Ara, létu þeir þá
oft fjúka í kveðlingum. Eitt sinn
hafði Ari hugsað sig um visuhelm-
ing, sem erfitt væri að botna, og
segir við Ólaf um leið og hann réttir
honumi staup:
Þarna er staupið; settu sopann
senn á tanna þinna grunn;
en svarið kom strax;
Tarna raupið ! réttan dropann
renna fann eg inn i munn.
Þegar eg heyrði vísua, þótti mér
ótrúlegt, að seinni parturinn væri
ortur samstundis, og líkari því, að
hann væri kveðinn á undan fyrri
partinum; fór eg því til Ara og
spurði hann hvað satt væri i þessu,
og sagði hann mér þá, að Ólafur
hefði sagt vísupartinn eins hratt eins
og Ari hafði sagt fyrri partinn.
♦
Árið 1852 vígðist Séra Björn
Halldórsson aðstoðarprestur til föð-
ur míns í Laufási, var eg þá fylgd-
ardrengur hans. Á Vatnsskarði
náði okkur Ólafur stúdent svo kall-
aður; hann var í sömu erindum, að
fá sér prestvígslu i Reykjavík; þá
var hann 53 ára, en leit út sem sex-
tugur maður. Hann hafði verið
mörg ár skrifari hjá sýslumanni
Lárusi i Enni. Til fararinnar hafði
séra Benedikt á Hólum lánað Ólafi
hvítan hest, ljómandi skepnu að
fegurð og fjöri, en sýslumaður
hafði gefið honum bláan yfirfrakka
með gyltum hnöppum. Áminstan
dag var Ólafur stúdent talsvert
kendur, svo hann datt af baki i
leirflagi, og blái frakkinn með gvltu
hnöppunum varð allur blautur og
leirugur. En glaða sólskin og sunn-
an þýðvindur var allan daginn, svo
smátt og smátt þornaði frakkinn, en
það varð okkar fylgdarsveinanna
skylda, að nudda leirinn úr bláa
frakkanum i hvert skifti sem áð var
um daginn. En fylgdarsveinn Ólafs
var Hallur, sem löngu seinna fór
til Grænlands, varð verzlunarstjóri
þar, og síðar kallaður grænlenzki
Hallur. Margir Skagfirðingar
munu kannast við hann, og þeir Is-
lendingar, sem voru i Kaupmanna-
núverandi verkamálaráðherra Sam-
bandsstjórnarinnar, Mr. Norman
Rogers; tóku fundarmenn þeirri
stað'næfingu ræðumanns með fögn-
uði.
Er til kosninga kom, var Walter
J. Lindal, K.C. endurkosinn til for-
seta i þriðja sinn i röð. Keppinaut-
ur hans að þessu sinni, var A. G.
Buckingham, K.C., frá Brandon.
Um kvöldið var haldið fjölment
samsæti á hótelinu og stýrði því hinn
nýkjörni forseti, Mr. Lindal. Aðal-
ræðumaður þar var forsætisráð-
herra Manitobafylkis, Hon. John
Bracken; var ræða hans fróðleg
mjög; lagði Mr. Bracken einkum á-
herzlu á það, hve óumflýjanlegt það
væri, eins og heimsviðskiftunum
væri háttað, að Sambandsstjórnin
trygði bændum, eins og nú væri
gert, lágmarksverð á hveiti; slikt
væri þeirra eina bjargarvon.
Samsætið var yfirhöfuð 'hið á-
nægjulegasta. Mr. Paul Bardal
bæjarfulltrúi stýrði söng með að-
stoð ungfrú Snjólaugar Sigurðson.
höfn, þegar hann kom frá Græn-
landi.
Margar vísur voru kveðnar um
bláa frakkann áminstan dag, því
bæði prestsefnin voru vel skáldmælt.
Komið var heim á höfðingjasetrið
Hnausa til læknis Skaftasen, og þar
veitt kaffi, en þegar átti að fara af
stað, segir séra Björn um Ólaf stú-
dent: (
Hann fór suður himinblár;
heim kom aftur svartur;
heyrðist þá sagt á sama augnabliki
úr mannhópnum, sem stóð á hlað-
inu: 'i
Þessi herrans húðarklár
á himnum verður bjartur.
Varð þá almennur fögnu^ur yfir
því, hve vel væri botnað, en sá sem
botnaði hét Árni Jónsson og var
lækninum til hjálpar við meðöl.
-f
Stundum bar það við, að heimilis-
fólkið segir sögur. Karlmenn sögðu
kerlingsögur, en konur karlasögur;
hver hélt með sínu kyni. Við eitt
þetta tækifæri segir kona:
Karlmenn voru kvalarar
konungsins á himnum.
Sigvaldi Jónsson frá Sjávarborg,
ágætlega hagorður maður, var þar
viðstaddur og segir:
Af því forðum Eva skar
epli af bjarkarliínnum.
1 annað skifti ávarpaði maður
Sigvalda, sem Guðmundur hét, og
segir:
Segðu mér það, Sigvaldi,
hvað syndir þínar gilda.
Því svarar hann strax:
Það er undir áliti
alföðurins milda.
♦
Innundir tjaldskör var kallað:
Illa skaptur er að sjá
Árni Borgfirðingur.
Einn af þeim, sem í tjaldinu
voru, svarar strax:
Hefir kjaftinn enn upp á
einhver Norðlendingur.
+
Einn segir:
Þú ert raptur, trygðum taptur,
tjörgulundur.
Hinn svarar: »
Legðu kjaftinn á þér aftur, eins og
hundur.
Tr. G.
—Alþýðubl.
Walter J. Lindal, K.C.
endurkosinn forseti Liberal sam-
takanna í Manitoba.
V aglaskógur
Um vordag er Vaglaskógur
vænlegt og fagurt skjól,
er hvolfþök laufanna lýsir
hin ljóshára morgunsól;
hún læðist ineð ilmandi lampa
um lauftrjánna súlnagöng,
hún lýkur upp ástanna lundum,
og loftið er heitt af söng.
En svo þegar sumri hallar,
þá sígur á rökkrið hljótt,
og Kolbrún himnanna kemur,
hin kyrláta, dökka nótt;
hún hvíslar í hverjum runni,
og kyssir án þess að sjást;
hún fer um og lokar, lokar,
i leyndum er hennar ást.
Á haustin er hljótt um þig, skógur,
og himinn þinn orðinn grár,
þá hlustarðu á laufin þín hrynja:
Heimsins döprustu tár.
Þá málarðu i mörgum litum,
þótt myrkrin sé orðin löng.
Þá ritarðu á blöð þín með blóði
bergmál af horfnum söng.
Og svo þegar sumarið slokknar.
að síðustu í þínum trjám,
er blað hvert sem brunninn kveikur
og biðjandi liggurðu á hnjám,
því stormarnir stofnana beygja,
þú starir, þín hrygð er sár;
það braka þau þil sem þú bygðir
með baráttu í þúsund ár.
Er fannskýin sagast í flygsur
á fjallanna stórténtu sög
og fjúk er um lyngmóa og lundi,
lautir og heiðadrög,
þá skilst þér það Vaglaskógur,
hve skammæ er lífsins gjöf.
Þá leggurðu vor þitt og vonir
í vetrarins marmaragröf.
Þig dreymir einmana á ísnum
um ókunnra skóga þyt;
og næst áttu vorið í vændum
með vængjaðra daga glit.
Eg vona, að þú vaxir að hátign
og víkkir þín súlnagólf.
Eg vona, að þú vakir og yrkir
unz veraldarklukkan er tólf.
Helgi Sveinsson
frá Hraundal
—Kirkjuritið.
DEMANTSAFMÆLI
FYRSTA LÚTERSKA
SAFNAÐAR
Guðsþjónusturnar í Fyrstu lút-
ersku kirkju á sunnudaginn þann
30. þ. m., verða helgaðar Demants-
afmæli safnaðarins. Ensk hátíðar-
guðsþjónusta að morgni en íslenzk
að kveldi.
Hátíðarsamkoma verður haldin á
miðvikudagskveldið þann 2. nóv-
ember næstkomandi, og skemta þar
báðir söngflokkar safnaðarins með
þaulæfðum söng. Á eftir verða
veitingár og margt til skemtana.
Nánar verður skýrt frá hátíðahöld-
unum í næsta blaði.
Svo hefir skipast til, að næsti
fundur Karlaklúbbs Fyrsta lúterska
safnaðar, verður haldinn í sam-
komusal kirkjunnar á miðvikudags-
kveldið þann 26. þ. m., kl. 6:15;
verður kveldverður þá til taks og
stundvíslega sezt að borðum.
Fundur þessi, er skoðast má i
raun og veru sem einn liður þeirra
hátiðahalda, sem fram fara á næst-
unni í tilefni af demantsafmæli
safnaðarins, verður að tilhögun að
ýmsu leyti frábrugðinn hinum
venjulegu fundum klúbbsins; þar
fara meðal annars fram fjórar, tíu
mínútna ræður er fjórir eftirgreind-
ir ræðuskörungar flytja:
Séra Rúnólfur Marteinsson:
“Sögulegar minningar um islenzka
Frónsfundur
séra Valdirnar J. Eylands
flytur erindi.
Það er stjórnarnefnd “Fróns”
alveg sérstakt gleðiefni að geta boð-
ið fólki að koma og hlusta á séra
Valdimar J. Eylands, hinn nýkomna
prest Fyrstu lútersku kirkju í Win-
nipeg, á næsta fundi “Fróns,”
mánudaginn 24. okt., kl. 8:15 e. h. í
efri sal Goodtemplarahússins. Séra
Valdimar J. Eylands er prýðilega
máli farinn og hefir þá stöðu hér i
„borginni, að hann mun eðlilega verða
einn af áhrifamestu mönnum í ís-
lenzkum samtökum hér á meðal vor.
Mun því eigi þurfa að efa að fjöl-
menni muni sækja þessa samkomu.
Auk þess verður söngur og hljóð-
færasláttur. Pálmi Pálmason mun
leika á fiðlu, Lóa Davíðsson og
Guðmundur Stefánsson syngja ís-
ienzk lög. Allir meðlimir “Fróns”
eru beðnir að hvetja vini og kunn-
ingja til að f jölmenna á sanikomuna.
Aðgangur verður ekki seldur og
engin samskot tekin. Allir eru vel-
komnir og “Frón” óskar að sem
allra flestir Islendingar noti tæki-
færið og sæki þessa samkomu, sem
áreiðanlega verður hin ánægjuleg-
asta. Stjórnarnefnd “Fróns.”
mannfélagið í Winnipeg.”
Frú Hansína Olson: “Islenzk
mannfélagsmál í Winnipeg, eins og
þau komu mér fyrst fyrir sjónir.”
J. J. Bildfell: “Yfirlit yfir fé-
lagsstarfsemi íslendinga frá síðustu
aldamótum.”
Séra Valdimar J. Eylands: “Við-
horf framtiðarinnar.”—
Skemt verður einnig með söng.
Framkvæmdarnefnd Karlaklúbbs-
ins væntir þess, að sem allra flest
hinna yngri manna innan vébanda
safnaðarins, sæki þenna fræðandi og !
skemtandi fund. Meðlimir eru
beðnir að mæta stundvíslega, því
gengið verður til snæðings og
skemtiskrár nákvæmlega samkvæmt
auglýstum tíma, kl. 6:15.
Með morgunkaffinu
Indverji einn, sem nýlega tók þátt
í alþjóðakepni í Camridge, þykist
heita lengsta nafni í heimi. Hánn
heitir Vihayaraghavacharya.
Kolibrifuglinn er að mörgu leyti
einkennilegur fugl og öðruvísi en
aðrir fuglar. Hann á aðallega
heima í frumskógum Suður-Ame-
ríku. Kolibrifuglinn er minsti fugl
í heimi og getur bæði flogið aftur
á bak og áfram.
Fyrir nokkru bar það við í Ham-
borg, að gufubátur, sem flytur fólk
yfir Alster-vatnið, kom svo nálægt
einum svonefndum “Paddeln”-bát,
að honurn hvolfdi. Var mesta mildi
að unga fólkið sem var í bátnum,
lenti ekki undir gufubátnum og
druknaði. Eingöngu vegna þess, að
allir í bátnum voru syndir, björguð-
ust þeir, með því að syda til lands
(um 100-150 metra).
Á meðal þessa unga fólks var
stúlka héðan úr Reykjavík, ungfrú
Margrét Guðmundsdóttir Bergstaða-
stræti 69.
Sporvagnar eru nú ekki lengur
starfræktir í París, siðasta spor-
J. T. Thorson, K.C., M.P.
Mr. Thorson flytur erindi í bygg-
ingu Manitoba háskólans “Theatre
A” á Broadway á föstudagskveldið
kemur, kl. 8.15. Mr. Thorson er
nýkominn heim af þingi Þjóðbanda-
lagsins i Geneva og talar um af-
stöðu Canada til þeirrar stofnunar.
Or nógu að velja
Þrír framhjóðendur í vali til
borgarstjóra i Winnipeg
Vitað er nú, að þrír frambjóð-
endur verði í kjöri til borgarstjóra
við bæjarstjórnarkosningar, sem
fram fara í Winnipeg þann 25. nóv-
ember næstkomandi; eru það þeir
John Queen, núverandi borgar-
stjóri Travers Sweatman, K.C. og
E. D. Honeyman, K.C., er átt hefir
sætDí bæjarstjórn síðastliðin tíu ár
fyrir 1. kjördeild, og nú skipar for-
sæti í f jármálanefnd bæjarstjórnar-
innar. Þetta verður í fyrsta skiftið
sem borgarstjóri verður kosinn til
tveggja ára, samkvæmt lögum síð-
asta fylkisþings.
Laugardagsskóli
Þjóðræknisfélagsins hefst næstkom-
andi laugardag kl. 9.30 að morgni.
Eru foreldrar, er hafa í hyggju að
senda börn sín á skólann, ámint um
að láta þau koma strax i byrjun, svo
að sem rnest gagn megi verða að
kenslunni. Vonast er til að barna-
blaðið Baldursbrá verði til þenna
dag, svo hægt verði að útbýta því til
þeirra, sem ætla að gerast áskrif-
endur. Þau börn, er sækja skólann
fá blaðið þar á laugardögum, og er
þvi æskilegt að þau, sem ætla að
kaupa það, geri það í byrjun skóla-
ársins' Kenslan fer fram i Jóns
Bjarnasonar skóla, og hafa úrvals
kennarar verið fengnir þetta ár.
Starf laugardagsskólans er orðið
svp vel kunnugt að óþarft er að bæta
meiru við um það í þetta sinn. ís-
lendingar vita að hér er að ræða um
ókeypis tilsögn og mentun, sém verð-
ur börnum þeirra til uppbyggingar
og gagns í framtiðinni.
Nefndin.
Föstudagskvöldið 7. okt. voru þau
Freda Oliver frá Selkirk og Fred-
erick Ernest Goddard frá Winnipeg,
gefin saman í hjónaband af séra
Valdimar J. Eylands. Hjónavígsl-
an fór fram í kirkju Selkirk safn-
aðar að viðstöddum nokkrum nán-
ustu vandamönnum og ættingjum
hinna ungu hjóna. Að lokinni
vígslu var gestaboð að heimili for-
eldra brúðarinnar, þeirra Guðmund-
ar og Þóru Oliver í Selkirk. Fram-
tiðarheimili nýju hjónanna verður í
Wiinnipeg.
vagnslínan var lögð niður fyrir
skömmu. París og Reykjavík eru
nú einustu höfuðborgir í álfunni
þar sem ekki eru sporvagnar.
Október-fífillinn
Að treysta á blíðuna virðist valt.
Það var í morgun kalt.
Hélan hvít eins og líkblæja lá
á landinu föllnu í nætur-dá.
Vorgrænka og haustfölvi vega salt
—þó vonin sé 'til í alt.
Eg gekk hjá þér fífill. Grundin var ber.
Gleymt hafði sumarið þér.
Með lokaðri krónu þú lást eins og barn,
sem lífið ber út á eyðihjarn.
Mörg harmsaga óskráð í heiminum ej’,
sem hugurinn aðeins sér.
Eg sat hjá þér fífill með sárum beig.
Sólin á himininn steig.
Geislarnir skrýddu ’hina gömlu jörð,
af glampandi silfri var skykkjan gjörð.
Úr hrímperlum brosandi bar hún sveig,
sem bliknaði unz frostið hneig.
Sjá, upprisumáttur í október
einstæðing kaldan sér!
Fífillinn opnar augu sín,
með ástúð sólin á höfuð hans skín.
Hitinn um litla líkamann fer.
Kraftaverk kunngert er mér.
Þá fanst mér að alt, sem áður var hrjúft
orðið fagurt og ljúft,
—og vonin birtir mér boðskap sinn
og bendir á október-fífilinn:
Hans líf er ei lengur gljúpt.
Nú dregur hann andann djúpt.
Með sigurvissu eg sá og fann,
að sólin elskaði liann.
Og söm eru örlög einstæðs manns
í endurfæðingu kærleikans,
að dulræna sólin sálunni ann
og sárkaldan vermir mann.
J. S. frá Kaldbak.