Lögberg - 20.10.1938, Page 5
LÖGBiDRG, FIMTUDAGINN 20. OKTÓBER, 1938
5
BIRD’S EYE VIEW OF THE SELKIRK SLOUGH
Main Street and Greenwood Avenue can be seen in the background.
\ þessi
%-eymWr FISKUR
"—lll8§ilÖ\ hefir ljúra angan!
^\ \\\ ^
1 teskeiS af mustarSi
2 bollar af gömlum
canadiskum osti. A , ,T,T .
2 teskeiSar af smjöri og AUGU BARNANNA munu ljoma,
skorinni Pétursseiju. þegar þau fá þenna ljúffenga fiskrétt.
búís tii hvíta sósu úr 'f>etta er matur handa konunginum, því
ö?“uhV:f «0 « bragíiS heillandi . . . >ó e, þetta
StrjúkiS af fiatningnum svo ódýr fæíSa að þér hafið peninga
meS rakri rýju, skerið i afgangs fyrir aukagetu.
randir flatningana og ö ° J
frVn OStr Lfrin' ,Asamt YÖur fellur canadiskur Fiskur og Skel-
látið síðan á smurða fiskur ariÖ ut — yfir 6o mismunandi
pönnu. Bakið í 20 mín- réttir — úr fre'ðnum, reyktum, hertum
hitar Fiatninga'af^hvaða eÖa ..pæklu'Öum fiski, eins oft og yður
öðrum canadiskum fisk- þoknast. Margar forskriftir gcra your
tegundum sem er, má aut5Velt að framreiÖa gómsæta og lokk-
nota í stað ýsu-flatn- , .
inga. andi retti.
•
DEIWRTMENT OF FISHERIE8, OTTAWA
: Skrifið eftir ókeypis bæklingi
LYJhI_____________________________________160 - —|
Please send me your free Booklet, "100 Tempting |
\ Fish Recipes”. (
Name...............................- |
(Please Print Letters Plainly)
V Address........................... |
............................tj.-ti i
V .. | Ét ' ''
. M m Y DAY FI 9M » * V
um, að höfundurinn er mikill mann-
þekkjari. Höfundur flytur ýms
lífssannindi afdráttarlaust, en með
skemtilegum og viðfeldnum hætti.
Aðrir blaðadómar eru lakari. I
Politiken segir, að leikárið sé látið
byrja óheppilega. — Leikritið sé
ekki ómerkilegt, fjörug samtöl, og
viðburðir séu þar, sem séu vel falln-
ir til áhrifamikils skemtileiks. En
ósamræmi sé i hinni dramatisku
byggingu leikritsins og sé skapgerð
leikendanna þannig, að menn geti
ekki fallist á, að hún sé eðlileg.
Dómur Nationaltidende fer í svip-
aða átt.
—Morgunbl. 3. sept.
Sigurbjörg
Arngrímsdóttir Johnson
1865 — 1938
Þessi merka kona var ekkja F. R.
Johnson (Sigfúsar Runólfssonar),
er lézt í Seattle fyrir þremur árútn.
Voru þau hjón búsett i Seattle frá
því skömmu eftir aldamót. Höfðu
áður verið til heimilis í Minneota frá
því þau giftust.
Sigurbjörg heit. var Vopnfirðing-
ur að ætt. Var fólk hennar kent
við Búastaði. Kom Sigurbjörg frá
íslandi 1879. Systkini hennar, er til
Ameriku fluttust voru Ólafur heit,-
(Arngrímsson) Anderson, kaup-
maður i Minneota; Metúsalem, fast-
eignasali í Minneapolis, nú látinn;
Sigurjón, kaupmaður og umboðs-
sali um langt skeið í Minnesota, nú
i Vancouver, B.C.; Mrs. Ingibjörg
Josephson, ekkja Jóns Josephsonar
í Seattle, og Mrs. Stefanía Jones í
Minneota. Er þetta valinkunt sóma-
fólk. Sigurbjörg var yngst þeirra
systkina.
Árið 1884 giftist Sigurbjörg F.
R. Johnson. Var hann albróðir
Jóns Runólfssonar skálds, en þeir
systkinasynir J. Magnús Bjarnason
skáld og hann. Enda köm skáld-
hneigðin einnig fram hjá honum og
listamannseðlið. Bjuggu þau mikið
á annan tug ára í Minneota, tóku
mikinn og góðan þátt i öllum félags-
skap íslendinga þar og héldu prýði-
legt heimili. Veitti hann forstöðu
Verzlunarfélagi íslendinga og ann-
aðist verzlun þess, en stundaði síðar
eigin verzlun. — Aríð 1904 fluttust
þau með fjölskyldu sinni vestur til
Seattle og bjuggu þar ætíð síðan.
Var nú hagur þeirra framan af mjög
erfður, en Sigurbjörg sýndi þá það
táp ef til þess þarf að standa uppi
í stríðu án þess að láta bugast. Bætti
það fljótt úr hvílíkt barnalán þau
höfðu. Börnin voru sex:: Arnold,
Maria, Ina, Valdimar, Evangeline
og Alice. Voru þau öll prýðilega
gefin og komust fljótt til manns.
Valdimar er látinn, Þau Arnold og
Maria eru gift innlendúm og eiga
uppkomin börn. En systurnar þrjár
Ina, Evangeline og Alice héldu
heimilinu með foreldrum sínum og
síðan með móður sinni. Skipa þær
ábyrgðarmiklar stöður, njóta mikils
álits og hafa staðið straum af sín-
um með frábærri alúð og nærgætni.
Síðustu tvö árin var Sigurbjörg
blind. En hún naut hjá dætrum
sínum þeirrar umönnunar og ást-
ríkis, sem birti upp heimilið og hina
döpru dimmu. Árin öll eftir að
börnin komust upp, fékk hún endur-
goldið í ríkum mæli, þá fórnfærslu
er hún hafði sýnt fyrir heimilið og
vdfeijð barnanna meðan erfiðara
var. Hún var ein af þeim, sem
erfiðleikarnir ekki buguðu heldur'
bættu. En dætur hennar, sem héldu
heimili með henni, voru alls hins
liðna minnugar. Og ekkert var það
til, er þær gátu veitt, að þær ekki
vildu láta móður sinni það i té. Það
er sönn farsæld að eiga slíkt heimili
og umönnun í ellinni.
Sigurbjörg lézt sunnudaginn 25.
sept. eftir stutta legu. Var jarð-
sungin að viðstöddu fjölmenni mið-
vikudaginn 28. sept.
Minningin lifir eftir heið og
fögur hjá öllum er Sigurbjörgu
þektu. Hún var mesta friðleiks
kona, fingerð og viðkvæm í upplagi
og elsk að allri fegurð. Þolinmæði
og blíða einkendu lífsferil hennar
í hvívetna. Hún varðveitti altaf
nokkuð af blæ æskunnar í lífi sinu,
átti glaða og bjarta lund og vildi i
öllu láta gott af sér leiða. Þau hjón
voru eindregnir meðlimir og velunn-
arar islenzku safnaðanna í Seattle
og alls félagsskapar ?r til heilla
horfir. Það var gott að eiga Sigur-
björgu að vini. Margir er nutu þess
minnast hennar með söknuði.
K. K. Ó.
Fegurð
Eftir Pétur Sigurðsson.
Listaverkið, sem túlkar voldug
sannindi og glæsilega hugsjón, er
aðdáunverðara og því fallegra i
orðsins sönnustu merkingu heldur
en mynd, sem fullkomin er í ytri
fegurð, en segir ekkert meira og á
enga djúpa uppsprettu fegurðar.
Það er hin efnisríka fegurð, sem er
skapandi máttur í lífi manna og
þjóða.
. Það er auðveldara að búa til
skrautléga klædda brúðu, en að
meitla í marmara mynd, sem er ó-
tæmandi ihugunarefni. Það er auð-
veldara að mála á sér varir, kinnar
og augnabrúnirnar og klæða sig
fallega, en að móta hina guðdóm-
lega fögru mynd dygðanna í skap-
gerð sína, því margur á stirfið og
grjóthart geð. Aftur annara virðist
vera svo losaralegt og festulaust, að
það 'er sem ekkert geti tollað þar
saman og engin fögur heildarmynd
fengist. Menn fitla við hið auð-
velda, en hvika frá hinu erfiða og
vandasama. Menn fegra hinar ytri
hliðar tilverunnar, en þjarta heimar
manna eru oft illa hirtir.
Mundi ekki tískudömum vorum,
sem mála varir sínar blóðrauðar,
andlit sín með suðurlanda sólbruna-
lit, setja svart stryk fyrir ofan aug-
un i stað augnabrúnaháranna og
gljáfægja langar, oddhvasar neglur
sínar, finnast eg vera fátækur í
anda, ef eg segði við þær: “Skart
yðar sé ekki ytra skart . . . heldur sé
það hinn huldi maður hjartans í ó-
forgengilegum búningi hógværs og
kyrláts anda, sem dýrmætur er í
augum Guðs.' Því þannig skreyttu
sig einnig forðum hinar helgu kon-
ur.”
Ef menn legðu jafnmikla rækt
við þroskun skapgerðar, og ’hina
ytri fegurð, mundi árangurinn
verða mikill. Og hver er sá, sem
ekki kýs það heldur, ef hann á að-
eins um /tvent að velja, að eiga göf-
uglyndan, heilhuga og ábyggilegan
vin, þótt ekki sé hans ytri fegurð
áberandi, heldur en snoppufríða
mannleýsu. Skapgerðaróræktin, ó-
menskan og tómleikinn ota fram
ljótum grýlusvip sinum í gegnum
málað hörund og alla yfirborðsfág-
un. Hin innri fegurð og göfug-
menskan skín einnig í gegnum hinn
ytri hjúp, líkt og sólargeisli í gegn-
um slæðu. Hinn ófriði en göfugi
maður verður því fljótt fallegur í
augum þeirra, er kynnast honum.
Á götum stórborganna úir og
grúir af marglitum og fegruðum
andlitum, ^glitrandi steinum, gull-
stássi og skrautlegum klæðum, en
svo eru félög og fyrirtæki, einstakl-
ingar _og þjóðir oft í hinurú mésta
vanda stödd, er finna skal menn,
sem hægt er að treysta í hvívetna;
menn, sem hægt er að fá í hendur
vandamálin stóru. — I heimi vorum
þyrfti að fara meira fyrir skarti
hinna “helgu” manna. Líkamlega
fegurð og hreysti þykjast menn
vilja rækta og efla, og af fróðleika
skal hvert höfuð tútna út. En fróð-
leikurinn verður að eggjagrjóti und-
ir fótum manna á vegferð þjóðanna,
og hin líkamlega þjálfun eins og
rósótt svunta á daðursdrós, vegna
þess, að grýlusvipurinn frá illa
þroskaðri skapgerð stingur fram
loðnu og ljótu höfði sínu hvarvetna
i mynd ódrengskapar, undirferli,
sviksemi, pretta og fláttskapar. —
Það þarf máttug orð til að reka þá
illu anda át, og þá fyrst, er Krist-
myndin skín í lífi og breytni manna
og þjóða, verða menn fallegir
menn, og heimurinn góður heimur.
—Fálkinn.
Prestskosning í
Hofsprestakalli
Svo að segja öll atkvæðisbær
sóknarbörn séra Péturs T. Odds-
sonar, sem nú er settur prestur i
Hofsprestakalli, hafa sent honum
skriflega áskorun um að taka að sér
prestakalið, þó prestskosningin, sem
fram fór í sumar, hafi ekki verið
lögmæt.
Hinn 14. ágúst s.l. fór fram
pregtskosning í Hofsprestakalli í
Álftafirði, og var séra Pétur T. !
Oddsson eini umsækjandinn.
Prestskosningalögin mæla svo
fyrir, að kosning sér því aðeins lög-
mæt, að helmingur þeirra, sem á
kjörskrá eru, mæti á kjörstað. •
Er það nær óbrigðul venja, þegar
um einn umsækjanda er að ræða,
að kosning næst ekki lögmæt.
Mun hafa komið í ljós við taln-
ingu, að aðeins eitt eða tvö atkvæði
hafi vantað til þess að kosning séra
Péturs T. Oddssonar yrði lögmæt.
Nú hafa 250 kjósendur af liðlega
300, sem eru á kjörskrá í Hofs-
prestakalli, sent séra Pétri T. Odds-
syni áskoranir um að taka við kosn-
ingu, enda þótt hún yrði ekki lög-
mæt.
En yfir 30 kjósendur eru fjar-
verandi vegna sumaratvinnu, og
munu þeir ekki hafa átt kost á að
skrifa undir áskoranaskjalið.
Séra Pétur T. Oddsson mun vera
yngsti prestur á landinu. Hann
hefir í hyggju að sigla á næstunni
með styrk frá Sáttmálasjóði, er Há-
skólinn veitti honum s.l. vor, og
inun hann kynna sér kristindóms-
fræðslu í skólum.
—Morgunbl. 7. sept.
Spámaðurinn frá
Wall Street
Það hefir verið ókyrð á heims-
kauphöllunum upp á síðkastið og
verður eflaust líka framvegis. En í
‘Hotel Waldorf-Astoria” situr þrek-
inn Englendingur og segir verð-
sveiflurnar fyrir, eins og ekkert hafi
í skorist.
—Ulppgangstímarnir eru ekki á
enda ennþá, sagði hann í vetur þeg-
ar sem mest syrti að á kauphöllinni
í New York, og blaðamennirnir
flýttu sér sér að koma spádómun-
um til almennings og öllum létti.
Því að Lawrence Lee Bazley Angas
major frá Wlall Street hafði talað
og orðum hans treysta allir spekú-
lantar, stórir og smáir.
Hver er hann þessi maður, sem
leigir sér stærstu íbúðina í dýrasta
gistihúsinu í New York, eins og
hann væri fursti frá Indlandi?
Hundruð af peningamönnuní leita
til hans á hverjum degi og verða
stundum að bíða viðtalsins vikum
saman, þó að það taki ekki nema fá-
einar minútur. Fyrir stutt viðtal
borga þeir 200 dollara. Þessi Eng-
lendingur, sem er 41 árs gefur líka
út lítið blað, sem kemur út daglega
og er prentað á ljósrauðan pappír.
Þetta er dýrasta blað í heimi, því
árganguinn kostar 5,000 dollara. En
kaupendurnir segja, að þeir græði
kaupverðið tífalt, því blaðið gefur
ráðin sem þeir þurfa á að halda, um
kaup og sölu á kauphöllinni í New
York. Það ræður að líkum að áhrif
þessa rnanns á viðskifti Ameríku-
rnanna séu ekki neitt smáræði.
Ilann þarf ekki annað ’en að
inurra til þess að verðbréf stórfalli.
Þannig var með verðbréf Federal
Reserve Bank. Majórinn hafði
spáð að þau mundu falla og rnánuði
síðar varð stjórnin að hlaupa undir
baggann, svo að bankinn gæti stað-
ist hrunið. — En þó er Angas
majór ekki hagfræðingur. Þessi
maður, sem miljónamæringarnir
bíða við dyrnar hjá, er alger leik-
maður í hagfræði. Þegar hann var
stúdent á Magdalene College í Ox-
ford vissi hann ekki hvað hagfræði
éar. Hann dreymdi þá um að
vinna sér frægð í styrjöldum, lærði
til liðsforingja, særðist í heims-
styrjöldinni og fékk “Military
Cross” og “Croix de guerre.” Þegar
hann kom heim úr stríðinu ætlaði
hann fyrst að bjóða sig fram til
þings en hætti við og settist í helgan
stein. Hann hafði gaman af veð-
reiðum og var svo fjáður að hann
gat keypt sér veðhlaupahesta. Og
nú uppgötvaði hann, að hann hafði
einskonar “sjötta skilningarvit” . . .
hann gat sagt fyrir úrslit veðhlaup-
anna svo að hvergi skeikaði og á
stuttum tíma þrefaldaði hann eignir
sínar með veðmálum um hesta.
Og nú fór hann að reyna hvort
hann gæti sagt fyrir verðsveiflur á
kauphöllinni í London. Hann bjó
sig undir þetta með því að hlusta á
nokkra fyrirlestra í hagfræði og svo
hætti hann nokkur hundruð pund-
utn á kauphöllinni. Þess var skamt
að biða að menn færu að tala um
Angas majór. Hann hafði spáð því
1926 að gúmmi mundi falla í verði
þegar allir spáðu að það mundi
hækka. Árið 1931 spáði hann að
gullið mundi hækka í verði og
nokkru síðar feldu Bretar seðla-
pundið og gerðu það óinnleysan-
legt. Sama árið spáði Angas því,
að batnandi tímar færu í hönd í
Englandi og það kom fram. Og
stóreignamenn, sem tekið höfðu
mark á spám hans græddu miljónir.
Hróður spámannsins fór sívax-
andi, einkum eftir að hann spáði
uppgangstíma í Ameríku árið 1933
og tiltók daginn sem verðbréfin
mundu fara að hækka á kauphöll-
inni í New York. Sú spá rættist
upp á klukkutíma. Og nú leigði
majórinn sér skrifstofu í Wall
Street og réð til sín fjóra ritara og
þurfti ekki lengi að bíða skiftavin-
anna. Þegar blaðamenn spurðu
hann hvað leyndarmálið væri við
spásagnaranda hans svaraði hann:
“Heilbrigð skynsemi, gott skap
og sterkar taugar.”
Angas majór gerir ýmislegt til að
spilla ekki taugunum. Hann leyfir
t. d. ekki að láta hringja sig upp í
síma og þegar sem mest gengur á í
kauphöllinni situr hann kyr heima
og reykir sterkan ivindil. Hann
hendir gaman að spekúlöntunum,
sem fylla salina í kauphöllinni. Því
að sjálfur er hann vitanlega fyrir
löngu hættur að hafa nokkur við-
skifti á kauphöllinni: hann á miklu !
minna á hættu sem ráðgjafi annara.
—Fálkinn.
Einstæð vertið
Fœreyinga við Island
Færeyskir fiskimenn segja að al-
veg óvenjulega mikill handfæraafli
hafi verið fyrir Vestfjörðum í
sumar. Gamall maður á einu fær-
eyska skipinu, sem stundað hefir sjó
frá barnsaldri, segist ekki muna
önnur eins aflabrögð og i sumar,
aðallega út af Dýrafirði og Önund-
arfirði.
Eftir þessu hefir sumarvertíð
færeysku skipanna hér við land ver-
ið alveg einstæð.
Færeyingar segjast fá fyrir afla
sinn 32 aura fyrir kg. upp úr skip-
inu heima í Færeyjum.
Á Vestfjörðum, t. d. í Bolunga-
vík, hafa aflabrögð verið óvenjulega
góð í sumar, og fiskurinn veiðst
uppi við landsteinana. T. d. hafa
Bolvíkingar hlaðið báta sína af ríga-
þorski inn á Hesteyrarfirði.
Áta hefir gengið mikið inn á
Vestfirði og er ekki nokkur vafi á
því að hin miklu aflabrögð standa i
sambandi við hana. \
I sambandi við frystihúsið á Flat-
eyri hefir verið tekin upp ný veiði-
aðferð, sem ekki hefir verið stund-
uð i mörg ár fyrir Vestf jörðum, en
það er kolaveiði í lagnet.
Danir stunda kolaveiðar á Vest-
fjörðum, einkum á Önundarfirði,
fyrir nokkrum áratugum, í tuttugu
ár samfleytt frá 1884—1904 og
fluttu aflann út hálfsmánaðarlega.
Síðan lögðust þessar veiðar niður.
Nú eru íslendingar að taka upp
veiðarnar, þar sem hraðfrystihúsið
skapar skilyrði til þess að gera afl-
ann verðmætan. T. d. uin afrakst-
urinn má segja þessa sögu. Á ön-
undarfirði hefir einn maður, sem
stundað hefir veiðarnar á firðinum
frá 20 júni, aflað kola fyrir full-
ar þrjú þúsund krónur til þessa. —
\ erðmæti dagsaflans hefir verið
60—90 krónur.
Sér til hjálpar hefir hann haft
tvær dætur sinar, önnur tíu ára, en
'hin 11 ára. Hann hefir aldrei lagt
nema 10 net í einu (hefir haft 20
i takinu og lagt 10 á vixl).
Smálúðuveiðar á lóðir hefir ver-
ið mjög mikil fyrir vestan og meiri
fiskigengd en áður hefir tíðkast.
En þar sem öll smálúðuveiðin fer
í hraðfrystihúsin, má búast við þvi,
að lúðuryklingur fari að verða
sjaldgæfur,
—Morgunbl. 3. sept.