Lögberg - 03.11.1938, Síða 2
/
LÖGBERG, FIMTUDAGrlNN 3. NÓVEMBER, 1938
Heilög reiði og
hófstilling
Spámenn bera stundum eldingar
á tungu sinni. íí>á segja þeir viÖ ná-
unga sína: “Verið í andanum brenn-
andi,” þ. e. a. s. verið ríkir af vax-
andi áhuga. Hins vegar kunna þeir
0
að segja: “í rósemi skal yÖar styrk-
ur vera.
Náttúran er gagnauðug af and-
stæðum og mannlífið sjálft sífeld
bylgj uhreyfing.
Það er sagt um spámenn Gyðinga
og aðra leiðtoga þess kynbálks, að
þeir hafi rifið klæði sin, reitt hár
sitt og ausið ösku yfir höfuð sér,
þegar þeim rann í skap. Þá var
• “hinn brennandi andi” að verki.
Norrænn andi hagar sér öðruvísi
Hann er hógvær og spakvitur. Eg
á ekki við berserksgang, sem er eða
var nokkurskonar djöfulæði. Eg
á við þann hugsvinna anda, sem
skapaði Hávamál, Sólarljóð, Eddu-
kviðurnar allar og Heimskringlu,
ásamt fslendingasögum. Þeir hugir,
sem þar áttu hlut að máli, voru í
jafnvægi, sem speki hefir valdið,
eða aðstoðað.
Það verður eigi véfengt, að írum-
herjar og forkólfar, sem beriast
fyrir merkilegum málum og fram-
kvæmdum, verða að vera skörungar
sem sópar að.
Áhuga þeirra má kalla heilaga
reiði, t. d. skörungshátt Krists,
þegar hann rak okrara út úr muster-
inu með kaðalsvipu, af því að hann
þoldi eigi, að “hinn rangláti Mam-
mon” hefði helgidóminn fyrtir
mauradyngju eða féþúfu.
Samskonar vandlæting á enn full-
an rétt á sér, þegar menn, sem kaila
má með sanni glæpamenn, eru sett-
ir eða látnir vera áfram í virðing-
arstöðum. Þá á heilög reiði að láta
til sín taka, annaðhvort með því að
beita þrumum og eldingum tungunn-
ar, eða þá svipu, sem sviður undan.
Þegar svo her við, að stjórnend-
ur lands eru valdir að slíku endemi,
sökum flokks hlutdrægni, eða af þvi,
að þeim er ekkert málefni heilagt,
þá eiga þeir skilið, að um þá leiki
eldur heilagrar reiði. sem brenni
þeirn díla á baki og brjósti og á
-enni.—
Þvi að stundum verður eigi koin-
ist hjá því, að drífa ilt út með íllu.
Það gerði Þórhalli Ásgrímsson, þeg-
ar hann rak spjótið í fótarmein sitt
á Alþingi forðum — spjótið Skarp-
héðinsnaut. En Þorgeir Ljósvetn-
ingagoði ber klæði á vopnin, svo að
segja — á Alþingi, þegar það lá viö
borð, að mismunandi trúarskoðanir
skiftu landslýðnum í tvo flokka,
sem mundu berast á banaspjót. Þar
kom til skjalanna samskonar andi
hógværrar speki, sem stýrði pennum
Heimskringlu-Snorra og Sturlu
Þórðarson, sem rituðu svo óhlut-
drægt um menn og viðburði og þá
óróatíð, sem þeir höfðu við að
stríða, að hvergi skeikar hlutleysi
þeirra né sanngirni. Til dæmis um
hugsvinnu Sturlu eru orð hans um er- Hann var bardagamaður, skyld-
Flugumýrarbrennu, þar sem tengda- ur nddurum, sem fóru í krossferð-
sonur hans beið bana, en Ingibjörg lr> tl! >ess aö verJa grof Drottins
dóttir Sturlu gekk berfætt út úr
eldinum í náttserk sínum. Sturla
kveður þá svo að orði:
“Spurðust þessi tíðindi víða og
þóttu, sem var, einhver hin mestu,
sem orðið hafa í voru landi, sem
Guð fyrirgefi þeim, sem gerðu, af
mikilli miskunn sinni.”
Það ber sjaldan við, að höfundur
Sturlungu reki höfuðið upp úr frá-
sögninni. En þarna sér þó á enni
göfugmennisins spaka, sem að kon-
ungsdómi “orti betur en páfinn.”
Það er fágætt, að spekingar sé
skörungar. Sturlu skorti skör-
ungsskap og þann skapsmunaeld,
sem kveður upp refsidóm. Hann
skildi, að sagnaritari er nokkurs-
konar vefari, sem tekst á 'hendur að
vefa úr þráðunum, sem örlaganorn-
irnar hafa spunnið, og nefndur er
í sögunum vefur Darraðar.
Reiði herskárra manna verður
sjaldan að aðalsmerki, því að hún
er náskyld berserksgangi. Þó má
kalla, að reiði Þrænda. sem brann
yfir Hákoni Hlaðajarði dauðum,
væri því næst heilög. Sú reiði staf-
aði af því, að jarlinn tók göfgar
konur frillutaki. Snorri segir frá
þeirri heiftúð, sem Þrændir báru
til jarlsins fyrir þær sakir, og bætir
svo við frá sjálfum sér:
“En hitt er satt að segja frá Há-
koni jarli, að hann Hafði marga
hluti til þess að vera höfðingi, fyrst
kynkvislir stórar, þar með speki og
kænleik atfara með ríkdóminum,
röskleik í orrustum ok þar með
hamingjuna at vega sigrinn ok
drepa fjandmennina. Manna örv-
astur var Hákon jarl við vini sina.
En ina mestu óhamingju bar slíkr
höfðingi til dánardægrs síns. En
þat bar mest til er svá varð, at þá
var sú tíð komin, at fyrirdæmask
skyldi blótskaparinn og blótmenn-
irnir en í staðinn koma heilög trú
ok réttir siðir.”
Speki-hugur hefir þá hamingju
til brunns að bera, að orð hans geta
lifað um aldir alda. Snorri inn-
siglar Heimskringlu með þeim orð
um um ofstopa hug, sem óð á bægsl
unum fyrir iooo árum, er nú á dög-
um eru jafn sönn og vel valin, sem
þau voru, þegar þau voru sögð
“Flokkr þessi, er Birkibeinar voru
kallaðir, hafði saman samnask með
f jölmenni miklu; var þat fólk hart
ok lið heldr óspakt, fóru mjök geyst-
ir ok rasandi, síðan þeir þótusk hafa
styrk mikinn fjölmennis. Þeir
höfðu í flokkinum fátt þeirra
manna, er ráðagjörðarmenn væri,
eða vanir væri stjórn lands eða laga,
eða her at stýra; en þó at sumir
kynni betr, þá vildi þó flokkurinn
allr hafa þat, er sjálfum sýndisk;
þóttust þeir öruggir af liðsfjölda
sínum ok hreysti.”
Það má segja um uppivöðsluflokka
vorra tíma, að þeir eigi að vísu
ráðagerðamenn — sem kunna að
skara eld að sinni köku og hafa
þeir múginn að forhleypi fyrir sér.
Þeir þykjast eiga mikið undir liðs-
f jölda sínum og höfðatölu. Á þeirri
tölu er svokallað lýðræði bygt. En
fjölmenni, sem er æst með lúðra-
gangi, kafnar aldrei í mannviti.
Eg tók þessi dæmi úr Sturlungu
og Heimskringlu til að sýna nor-
rænan anda í hátíðabúningi. Hátt-
erni biskupanna ísleifs, Gissurar og
heilags Jóns, sýnir, hvernig guðs
trú og höfðingdómur geta tekið
höndum saman og, fallist í faðma,
þó að ofstopahugur sumra lands-
manna sé á hinu leitinu að kveikja
bálin. sem léku um Langahlíð og
Flugumýri.
En þó að vér dáumst að þessum
höfðingjum, sem báru á herðum sér
biskupaskrúðann og handgengnir
voru göfugum hugsunarhætti, svo
að þeir skiftu aldrei skapi sínu —
viljum vér eigi missa sjónar af
Meistara Jóni, sem sendi eldingar
heilagrar reiði móti synd og f janda
mannkynsins.
Sá skörungur var svo handgeng-
inn spámönnum guðs, og svo ná-
skyldur hvernum, sem gýs, þegar
honum gott þykir, að bókhneigður
hugur fagnar honum eins og hann
ZIGZAG
5
Orvals pappír í úrvals bók
C
5'
2 Tegundir
SVÖRT KAPA
Hinn upprunalegi þ u n n i
vindlinga pappír, sem flestir,
er reykja “Roll Your Own”
nota. BiSjiS um
“ZIG-ZAG” Black Cover
BLA KAPA
"Egyptien” tlrvals, h v í t u r
vindlinga pappír — brennur
sjálfkrafa — og gerir vindl-
ingana eins og þeir væri
vafSir 1 verksmiSju. BiSjiS
um
“ZIG-ZAG” Blue Cover
að taka hörðum tökum, því að þeir
gangast eigi fyrir góðu.
Ofstopinn í landi voru getur nú
brosað í kampinn og verið ánægður.
Ef hann rekur sig á lögregluþjón,
fær hann ókeypis bílferð að Litla
Hrauni og eldi þar, svo að hann
fitnar — meðan réttlátir iðjumenn
vinna svefnlitlir, svo að þeir eru
fyrir vantrúarmönnum.
Meistarinn í Skálholti gat eigi
tekið þátt í þessháttar leiðangrum.
En hann lét eigi undir höfuð leggj-
ast, að reka Guðs réttar með því
móti að vita aldarandann. Hann
hafði vald á þrumum og eldingum
tungunnar og hann beitti þeim fyrst
og fremst, og þar næst mildum blæ
fyrirgefningar — þegar þrumu-
skúrin var búin að 'hreinsa loftið.
Reiði getur aldrei orðið heilóg
cða tígulegt nema andlega tiginbor-
inn höfðingi beiti henni í þjónustu
mikilvægs máls. Meistari Jón beitti
henni gegn synd og óvini mannkyns-
ins. Vér dáumst að snild hans í
þeim hernaði. En vér dáumst eigi
að árangrinum. Syndin verður aldrei
yfirstígin með eldi, né óhappaverk
hennar borguð með blóði.
Hitt er annað mál, að glæpamenn,
sem skaða einstaklinga og þjóðfé-
lög, verða eigi bugaðir með speki
ísleifs og Gussurar, né sætum söng
Jóns biskups helga. Þá óhappa-
menn, sem einskis svífast. verður
grann'holda og hrukkóttir af lúa.
Hvaða þýðingu mundi það hafa að
bjóða landeyðunum á Litla Hrauni
náðarmeðulin og senda þeim í
þokkabót hreinlífar munnur til að
búa um þá á kveldin — letimagana
— þvo þeim um fæturna og þerra
iljar þeirra með hárlokkunum, því-
líkum, sem eitt sinn hrundu um fæt-
ur lausnarans.
Látum heilaga reiði gefa þeim
iljastroku, og húðstroku hinum, sem
Iétu byggja letigarðinn.
Hér í landi hefir þrautseig bænda-
stétt varið landið fyrir eyðingu,
þegar hallæri og drepsóttir surfu að
.lífinu. Þessháttar þolgæði og
þrautseigla er djýrmæt þeim, sem
eru nauðbeygðir til að sækja undir
högg til náttúrunnar hvern spón og
bita handa sér og sínum. Ekki tjá-
ir að berjast við náttúruöflin með
reiðihug. Varnaraðstaða bændanna
gagnvart ofurefli náttúrunnar gerði
fólkið þannig, að það sat á skapi
sínu, því líkt sem jöklar bæla undir
sig jarðeld, stundum svo lengi, að
öldum skiftir. Hver einstaklingur
herklæddist eftir föngum, út af
fyrir sig, en þeif fylktu eigi liði til
varnar og því síður til sóknar.
“Tómlátur er mörlandinn,” sögðu
Austmenn um íslendinga á sagnaöld.
Og enn þá eru þeir seinir til við-
bragða. Nú þegar útlendar öfga-
stefnur herja landið, væri brýn
þörf á vakandi áhuga, sem tæki möti
ofstopahug, sem svífst einskis' í
hernaði sínum, til þess að vinna
sigra á stétt, sem er hvorki tortrygg
né lygin að eðlisfari, og gerir þess-
vegna ráð fyrir að loforðaríkur
fagurgali *fari með sannindi — sá
sem hefir hváftana tvo og bregður
tungunni sínu sinni í hvorn, eftir
því sem hagkvæmast er fyrir
Marðarhugann, sem fitjar upp á
trýnið — bak við hurð.
Svo hörmulega hefir tekist til hér
landi, að mikill hluti alþýðu hefir
látið ósannsögli mata sig á froðu,
vindi og snjó, — vinnulúin og svöng
og þurfandi undirstöðu-matar.
Og þó að skilningsglöggum
mönnum virðist augljóst, að verið
sé að draga þjóðina — alþýðuna
a. m. k. — á tálar, hrekkur hún seint
við til að beita heilagri reiði gegn
afkomendum Loka og niðjum Leitis-
Gróu, sem aldrei skortir áheyrn.
Reiði getur því að eins kallast
heilög, að hún hafi að baki sér eða
sé tengd tiginbornum áhuga, þeim
gem kýs að vernda dýrindis verð-
mæti og keppist við að ná mikils-
háttar takmarki.
Mér er minnistæð litilmótleg
reiði, sem blossaði upp norðan og
neðan við bæjarvegg föður míns,
þegar eg var að læra kverið. Svo
bar við, að fáeinir menn komu úr
kaupstað með vörusleða, hlaðna
kornmat og skreið. Þeir áðu og
gáfu hestum sínum hey og vatn.
Einn bóndi, sem bjó við þjóðgötu
og margan mann hafði hýst og
saðningu gefið, brá á glens við ann-
an bónda, fátækan mann og —
matsáran, greip í harðfisk og gerði
sig líklegan til að glefsa í fiskinn.
Eigandinn þaut eða stökk upp á nef
sér, flaug á náungann og skelti hon-
um i frosinn hólinn og barði hann
í andlitið. Þessi maður var reynd-
ar hversdagsgæfur. En ef hann
reiddist, vissi hann eigi sitt rjúkandi
ráð.
Þessi reiði og önnur eins heitir
fólska. Þegar margir menn verða
gripnir af henni, svo að þeir berjast
með stólfótum, kolastykkjum eða
hömrum, út af smámunum, sem
jafngilda þorskhaus eða þunnildi,
verður sú reiði, samanborin við
heilaga reiði, eins og skessa and-
spænis hefðarfrú.
Tiginborinn áhugi, sá, sem ber
fyrir brjósti þjóðarheill, kemst í
mikinn vanda, þegar 'hann stendur
andspænis margfaldaðri fólsku, sem
óhlutvandir leiðtogar hafa æst upp.
Þó að víðsýnn áhugi taki sér í munn
spakmæli Sturlu og segi: '“'Guð
fyrirgefi þeim sem gerðu glæpinn,
af mikilli miskunn sinni” — verður
eigi úr óhöppunum bætt, jafnvel þó
að eilífðin sé kvödd til málanna. —
“Guðunum liggur ekki á” — segir
spekingur einn i austurálfu. En at-
vinnuvegum þjóðar liggur ætíð á,
að skynsamlega sé búið að þeim og
listinni slikt hið sama.
Greiða-bóndinn, sem reiði-bónd
inn barði, stilti sig — eða hcfnum
f éllust hendur; var þó vel að manni.
Hann hefir ef til vill eigi vitað
“hvaðan vjeðrið stóð á sig.” ís-
lenzkir bændur hafa ef til vill eigi
vitað, “hvaðan veðrið stóð,” þegar
austan moldviðrið kom yfir land
vort frá Svíþjóð köldu (Rússlandi)
eftir styrjöldina miklu. Og þó átti
nályktin, sem fylgdi veðrinu, að
segja til, hvílík bölvun var á ferð-
inni og blóðtaka.
Hér í landi hefir tvöföld óáran
gengið yfir þjóðina í mörg ár; óáran
sú, sem virkur ofstopahugur ‘hefir
verið valdur að, og óvirk undir-
gefni, sem hefir liðið þennan ó-
skunda, þó að hún hafi eigi leyft
hann. Hér á landi hefir einn stjórn-
andi tekið við málamyndarforystu
af öðrum, en enginn þó haft þann
skörungsskap til brunns að bera,
sem getur tekið til svipu og reitt
hana að uppivöðslu og strákskap —
með afli heilagrar reiði. Þess
vegna er “föðurláð vort orðið að
háði” eða réttara sagt, að undri
fyrir skrílæði eða þá það hátterni og
framgöngu sem heimspekingurinn
framdi, sá sem Hjálmar kvað um:
“Með gleraugu gekk hann á skíðum,
Gæfuleysið féll að síðum.”
I sveitinni vantar vinnukraft
hlaupadrengja og vaxinna manna.
En atvinnuleysingj ar leika lausum
'hala í kapphlaupi.
Þegar Helgi selseista bað Illuga
frá Reykhólum um far, spurði
Illug imælti: “Þat er góð íþrótt
Helgi svaraði: “Eg em svá frár á
fæti at engi hestur tekur mik á rás.”
Illugi mælti: “Þat er góð íjþrótt
þeim sem verður all-hræddur.”
Menn, sem óttast atvinnuvegina,
og þeir eru margir, ættu að ganga
í skóla hjá Helga selseista og læra
hræddra manna hraðhlaup.
Svo bar við eitt sinn, að konung-
urinn í Síam kom til Stórbretalands
og var honum boðið að horfa á veð-
reiðar.
Hann þakkaði og mælti:
“Eg hefi aldrei efast um, að einn
hestur væri öðrum fóthvatari. En
eg læt mig það engu skifta, hvað
hann heitir eða hvernig hann er á
litinn.”
Bóndi, sem er svo lúinn í þurk-
inum, að hann getur alls eigi hlaup-
ið milli flekkja þó að nauðsyn
krefji, lætur sig engu skifta um
hlaupaiðkanir lærisveina Helga, sem
bað Illuga frá Reykhólum um að
fara til útlanda. En því er ver, að
bóndinn er of lúinn til þess að í
honum kvikni heilög reiði yfir mis-
réttinum á landi voru.
Skapgóður er Gunnar, en þó gat
hann reiðst fyrir yðar hönd —
sagði Bergþóra við syni sína.
Einstaklinga Fjallkonunnar skort-
ir átakanlega þann skapsmunahátt
að geta reiðst fyrir hönd þjóðar-
innar. Menn geta reiðst yfir sig
og sína. En þó að þjóðinni sé mis-
boðið, orkar sú athöfn á fárra hugi.
Land vort er t. d. haft í bókment-
unum að dritskeri þar sem höfundar
ganga örna sinna, og þetta sker er
haft til sýnis utanlands. Og fjöldi
fólks gamnar sér að þesaum lestri —
reiðilaust.
Það er sagt um Þorlák biskup, að
hann hafi aldrei hallmælt veðri.
Biskupinn helgi hafði tamið skap
sitt í aðra röndina, en á hinn bóg-
inn var hann eigi svo háður sól og
regni sem bændurnir eða sjómenn-
irnir, sem eiga daglega í höggi við
veðráttuna. Biskupinn sæli sat á
friðstóli að því leyti. Ekkert fjall
vofði yfir honum né brotsjór.
En bóndanum er vorkunn, þó að
honum renni í skap og blóti í sand
og ösku uppivöðslu náttúrunnar,
þegar ofviðri kemur yfir heyflekk
hans um hásláttinn og feykir hon-
um. Hann hafði áður nóg að bera,
þar sem var sú byrði, er honum lá
á herðum, að tilstuðlan yfirvaldanna
— sveitar og ríkis.
Það er rétt að fyrirgefa náttúr-
unni ofbeldisverk. Hún hefir alls
engin skilningarvit og er ábyrgðar-
laus. En misendismönnum á ekki
að líðast né fyrirgefast hverskonar
athæfi.
Þeirra orð og verk eiga að koma
fyrir dómstól heilagrar reiði.
Guðmundur Friðjónsson.
—Vísir 2. okt.
Dœmt málverk
.... Hann kom inn, settist og
mælti: “Eg heiti Brever og hefi
gjört eftirlíkinguna af málverkinu
“Sigurhrós sannleikans” sem hefii
verið á sýningunni í Yelverton. Á-
stæðan fyrir komu minni hingað er
sú, að eg er óánægður með dóm
yðar á málverkinu. Listdómari yðar
virðist hafa misskilið tilefni mál-
verksins. Hann segir — leyfið mér
að lesa upp það sem hann ritar —
t. d.: Á málverkinu f jærst til vinstri
handar er St. Ágústínus og styður
öðrum fæti á Indíána úr tré*) er
liggur á jörðinni. Hversvegna að
málarinn hefir dubbað St. Ágústínus
upp með háan hatt og vatnsstígvél,
og hversvegna hann hefir raðað
skammbyssum á belti þessa helga
manns, og auk þess stríðsexi Indí-
ána, hefir ekki verið skýrt, en það
er fremur broslegt.
Sjáið þér nú til, þetta þykir mér
alt of þungur dómur. Málverkið
sýnir ekki St. Ágústínus, heldur
hugmyndina um hin “Ótömdu öfl”
er hafa fótinn á “mannvitinu”, sjáið
þér til, en ekki merki tóbakssala.
Hvernig í áranum að listdómara
yðar fór að detta í 'hug að þetta
væri St. Ágústínus er mér ráðgáta.”
—Já, það er býsna óskiljanlegt.
“Og leyfið mér enn fremur að
vekja eftirtekt yðar á næstu máls-
grein. — Þarsegirsvo: “Vér urð-
um og eigi lítið forviða, er vér sáum
örkina hans Nóa fljóta á vatninu
og bómullarverksmiðju þar rétt hjá,
og upp úr reykháfnum gusast feikn-
in öll af hvítum reyk, sem breiðir
sig um allan himininn á málverk-
inu, en örkin er að berjast við að
*)Útskorin trémynd, er á að sýna
Indíána búinn til bardaga, er víða
í Bándaríkjunum yfir búðardyrum
tóbakssala.
komast ofan um strompinn, en það
er margsannað, að á þeim tíma voru
engar bómullarverksmiðjur. Mal-
arinn hefir ekki verið með öllurn
mjalla.”—
“Takið nú eftir! Mér gremst
þessi ásökun! Hvað munduð þér
segja ef þér hefðuð málað Babels-
turninn og svo væri sagt að það væri
bómullarverksmiðja, og skýin, sem
klæða himinhvolfið væri reykur ?
Bómullarverksmiðja, ha! ha!. Hann
þekkir líklega ekki mikið til Biblíu-
sögunnar, og þar sem hann segir að
öskin sé að reyna að stinga sér ofan i
strompinn, þá gleymir 'hann ástæð-
unum fyrir því að hún rís upp á
endann, sem er sú að það er mikill
sjógangur, svo örkin tekur þungar
dýfur, og eins og þér munið þá er
þess getið í Gamla Testamentinu.”
“Já, muni eg rétt, þá stendur þar
eitthvað í þá átt.”
“Þetta er nú ekki samt það lak-
asta. Það mætti jafnvel sleppa
þessu. En hvað segið þér um þetta ?
Hlustið þér á: Til hægri handar
^ézt drengur íilnakinn, sem eftir
líkum hefir verið að baða sig, og
verið bjargað frá druknun af stór-
um, gulum hundi. Vér vitum ekki
hvernig þetta getur átt við “Sigur-
hrós sannleikans,” en hitt sjáum vér,
að- hundurinn er helmingi stærri en
pilturinn, og að hundurinn hefir
höfuð piltsins í kjaftinum, og pilt-
urinn hefir höndurnar bundnar fyr-
ir aftan bakið. — Að mála dreng,
sem fer að baða sig með báðar
hendur bundnar á bak aftur, og er
bjargað af hundi, sem stingur upp
í sig höfði hans, svo hann hafi betra
hald með tönnunum, finst oss band-
vitlaust.”—
Yður hlýtur að afbjóða, er þér
heyrið að það, sem listdómari yðar
á hér við, er undurfögur eftirliking
af kristnum píslarvott, sem ljón
rifur í sundur og etur. Dýrið er
enginn gulur hundur, og kristniboð-
inn hefir ekki verið að synda og á-
stæðan fyrir því að maðurinn er
minni en ljónið er sú, að eg var
neyddur til að mála hann svona lít-
inn, svo hann kæmist með höfuðið
í kjaftinn á ljóninu. Eg hefði lík-
lega átt að mála ljónið á stærð við
fíl, eða hvað? Eða tylla auglýs-
ingu á kristniboðann, og geta þess
að hann væri enginn drengur, sem
hefði farið til að troða marvaða í
vatninu, með bundnar hendur fyrir
aftan bakið. Finst yður “þjóðvin-
urinn" vera mjög uppörvandi fyrir
unga listamenn? Nei, fjandinn hafi
það.”—
“Nei, það virðist ekki líklegt.”—
“En hvað segið þér þá um þessa
ádrepu. — “En það sem er sérstak-
ast á “málverkinu” er þyrping næst
manni. Gömul kerling með kola-
kassa á höfðinu, er að rétta fáein-
ar svartar pillur að danskvendi í
ljósrauðum, nærksornum prjóna-
fatnaði. Meðan þessu fer fram,
stendur hjá þeim kvensnipt nokkur
í kvenserk mjög tötraleg til fara, og
veifar frá þeim flugum með hríslu.
Kanarífugl situr á öxl henni og
syngur í áttina til tveggja dreng-
snáða hinumegin á málverkinu.
Hvað þetta á að tákna vitum vér
ekki, en aftur sézt því betur, að
hnjáskeljarnar á danskvendinu eru
innan fótar, og að kanarífuglinn
sýnist hafa meiri áhuga fyrir að
gleypa kolakassann heldur en
syngja.” — “Hér er nú farið held-
ur langt. Vitið þér hvað þessi fagra
þyrping á að sýna? Gamla kerling-
in — svo sem asninn nefnir hana
— er hvorki meira eða minna en
hernaðargyðjan sjálf, Minerfa, sem
réttir ástargyðjunni fallbyssukúlur
sem: merki þess að framtíðarstyrj
öldum skuli linna og myndin, sem
hann álitur á kvenserk er ímynd
frelsisins og heldur á olíuviðar-
grein í hendinni, en á öxlum hennar
situr örn Bandaríkjanna, sem ógn-
andi æpir heróp að féndum lands-
KAUPIÐ AVALT
LUMBER
hjá
THE EMPIRE SASH & DOOR CO. LTD.
HENRY AVENUE and ARGYLE STREET
Winnipeg, Man. - Phone 95 551