Lögberg - 03.11.1938, Síða 4
I
LÖGrBERGr, FIMTUDAGINN , 3. NÓVEMBER, 1938
Hogfaerg
QefiO út hvern íimtudag af
I H K COLUMBIA. P R E 8 8 L I M I T K D
69 5 Sargent Avenue
Winnipeg, Manitoba
Utanáskrift ritstjórans:
EDITOR LÖGBERG, 695 SARGENT AVE.
WINNIPEG, MAN,
Editor: EINAR P. JÓNSSON
VerO »3.00 um árið — Boryist fyrirfram
The “Lögberg” is printed and published by The >
Columbia Prees, Limited, 695 Sargent Avenue.
Winnipeg, Manitoba
PHONE 86 327
Við þjóðveginn
i.
Bændasamtökin í Saskatchewan og
Manitoba hafa nýverið haklið ársfundi sína
í Saskatoon og Brandon; bar á hvorttveggja
staðnum, eins og vænta mátti, eitt og annað
íhyglisvert á góma; aðstæður bænda hafa
víða verið' örðugar; hafa stuðlað að því og
haldist í hendur óviðráðanleg og óhagstæð
náttúruöfl annarsvegar, en skortur á raun-
hæfri skipulagningu viðvíkjandi afurðasölu
hinsvegar; hefir það í hinu síðarnefnda til-
felli valdið mkilu um, hve þokusálum stóriðj-
unnar eystra svnist hafa orðið örugt, ef ekki
öldungis um megn, að átta sig á þeim aðstæð-
um, sem bændur í dreifbýli Sléttufylkjanna
einkum og sérílagi eru háðir. Þessu til sönn-
unar þykir hlýða að vitnað sé í nýleg ummæli
Mr. Hepburns, þar sem hann kveinar og
kvartar yfir því, að Ontario-kussa sé í þann
veginn að verða þurmjólka eða jafnvel stein-
geld af því að tæma sig sýknt og heilagt ofan
í bændaveslingana þarna vestur á sléttunum.
Mr. Hepburn stendur ekki einn uppi með
þessa skoðun gagnvart Vesturlandinu; hlið-
stæður þessu er hugsjónaheimur Mr. Dup-
lessis í Quebec og ýmsra annara einsýnna,
pólitískra afturkreistinga austan Vatnanna
Miklu.
Sakir hins fáránlega misskilnings af
hálfu þeirra, sem í pólitískum efnum ráða
ríkjum austanlands, á réttmætum kröfum bú-
enda í Sléttufylkjunum var það, að á Saska-
toon fundinum varð það að ráði, að nefnd
yrði sett tii þess að athuga skilyrðin fyrir því,
að Vesturfylkin segði sig úr lögum við
Austur-Canada og setti á fót sérstætt ríki
innan takmarka veldisheildarinnar brezku;
lengra var ekki gengið að sinni; vænta má
að alllangt verði umliðið, er nefnd þessi lýk-
ur starfi og leggur fram tillögur sínar; er þá
og ekki óhugsandi, að augu þeirra eystra, að
minsta kosti sumra hverra, hafi opnast, er
þeir horfast í augu við yfirvofandi aðskilnað
eða upplausn fylkjasambandsins, og að þeir
kunni að líta vitund sanngjarnari augum á
málin; tíminn leiðir það að sjálfsögðti í ljós.
Um það verður ekki deilt, að hagur
bænda sé þröngur, og kröfur þeirra til um-
bóta réttmætar; hitt hlýtur samt að orka tví-
mælis, hvort aðskilnaður eða upplausn þjóð-
einingarinnar geti skoðast spor í úrlausnar-
átt.
Hafa þeir menn, sem aðskilnaði tjást
blyntir, gert sér grein fyrir því, hve víðtækra
hlunninda þeir hafa notið undir vernd yfir-
stjórnar fylkjasambandsins! A tímabilinu
frá 1931—1937, veitti sambandsstjórn Sléttu-
fylkjunum styrk, sem hljóp upp á hvorki
meira né minna en $170,000,000; helming
þessarar upphæðar lagði sambandsstjórn
fram sem óafturkallanlegan styrk, en hinn
helmingurinn var lánaður stjórnum hinna
einstöku fylkja sem atvinnuleysis- og atvinnu-
bótastyrkur; af upphæð þessar féllu $90,000,-
000 í hlut Saskatchewanfylkis, enda var þörf-
in þar mest. tJr hvaða átt hefði mátt hlið-
stæðrar f járhæðar vænta, ef fylkjasambandið
var rofið? Slík spurning er eigi aðeins rétt-
lætanleg heldur beinlínis sjálfsögð.
Ekki verður talið líklegt, að Sléttufylkin
segi sig úr lögum við Austur-Canada, þó
aldrei sé í rauninni takandi fyrir neitt; að
minsta kosti er tæplegast unt að vænta full-
kominnar og æskilegrar þjóðeiningar meðan
viss stétt þjóðarinnar, hin virðulega bænda-
stétt, er sárar leikin en aðrar stéttir félags-
heildarinnar.—
Á ársfundi bændasamtakanna í Mani-
toba, sem haldinn var í Brandon, fékk aðskiln-
aðarmálið engan byr; sá fundur tjáði sig ein-
dregið hlyntan lágmarksverði á hveiti, og af-
greiddi fundarsamþykt, er í þá átt gekk, að
skora á vestan þingmenn og sambandsstjórn,
að beita sér fyrir lækkun tolla á akuryrkju-
áhöldum; voru erindrekar þeirrar skoðunar,
að bændur fengi ekki fyr rétt við, en kostnað-
ur við afurðaframleiðsluna yrði lækkaður til
verulegra muna; ránsverð búnaðaráhalda og
lágvirði afurða, hefði aðeins einn endi; gjald-
þrot og viðskiftahrun. —
Á Brandon fundinum var staddur annar
aðalritstjóri dagbl. Winnipeg Free Press,
Mr. Ferguson, og flutti ræðu um utanríkismál
og viðhorfið í Norðurálfunni; fórust honum
meðal annars orð á þá leið, að Munich-fund-
urinn, sem afhenti Hitler Sudetenland á
kostnað Czechoslóvakíu hefði með því í raun
og veru líka veitt Þjóðbandalaginu nábjarg-
irnar; samþjóðlegt öryggi væri úr sögunni
um ófyrirsjáanlegan tíma; vígvarnaæðið
margfaldað — í nafni friðarins, en friðurinn
sjálfur ótryggari og óvissari en nokkru sinni
áður; nú hokraði hver í sínu horni þrunginn
af tortryggni til nábúans. Mr. Ferguson
kvaðst þeirrar skoðunar, að ekki væri það ó-
tímabæ'rt fyrir canadisku þjóðina að glöggva
sig á því, hvort stefna hennar í utanríkismál-
um ætti ávalt og á öllum tímum að falla í
sama farveg og stefna brezkra stjórnarvalda
félli í þann og þann svipinn; canadiska þjóðin
þyrfti og ætti að hugsa fyrir sig sjálf engu
síður með tilliti til vígvarna en á öðrum svið-
um; enda ætti hún ekki annars úrkosta, en
byggja varnir sínar ein út af fyrir sig, því
um samþjóðlegt öryggi væri ekki lengur að
ræða; Munich-samningurinn hefði engu síður
náð að minsta kosti óbeinlínis til canadisku
þjóðarinnar en annara þjóða, að því leyti sem
Canada enn teldist til hins vanmáttka þjóð-
bandalags.—
Afgreidd var á fundinum tillaga, er að
því laut, að sambandsþing setti á fót nefnd,
er það hlutverk hefði með höndum, að undir-
búa allsherjarlöggjöf um uppskerutrygging-
ar.
II.
Hinn nýdubbaði foringi afturhaldsflokks-
ins, Dr. Manion, hefir verið á visitazíuferð
um Vesturlandið; hann kom við í Brandon og
flutti þar ræðu til hjartastyrkingar frambjóð-
anda afturhaldsliðsins við aukakosninguna,
sem þar fer fram hinn 14. yfirstandandi mán-
aðar; fundir þessir hafa að sögn verið allvel
sóttir, enda vafalaust mörgum leikið forvitni
á að líta eftirmann Mr. Bennetts augum og
fá að hlusta á væntanlegan gleðiboðskap
hans; allmikill hluti af ræðu Dr. Manions f jall
aði um atvinnuleysismálin, og að því er við-
kom örlæti í loforðum, fetaði hann furðu vel
í fótspor fyrirrennara síns, þó hann ekki til-
tæki það alveg upp á hár hvenær hver vinnu-
fær hendi yrði komin að vinnu. Dr. Manion
lýsti fullum trúnaði af sinni hálfu viðvíkjandi
ríkisjárnbrautunum og hét þeim fylstu vernd
eftir að hann kæmist til valda, sem hann, þó
skrítið sé, sýndist ekki daga í efa. 1 Vestur-
landinu líðst það heldur engum átölulaust, að
mæla með járnbrautareinokun.—
Þann 23. október síðastliðinn voru liðin
þrjú ár síðan Liberalflokkurinn undir forustu
Mr. Kings tók við völdum í Ottawa; sé fullr-
ar sanngirni gætt, og fult tillit tekið til allrar
aðstöðu, munu skoðanir verða lítt skiftar um
það, að þjóðinni hafi skilað viðunanlega á-
fram út úr Bennett-kreppunni, þó hægt hafi
að vísu farið; viðskifti þjóðarinnar út á við,
vegna hagkvæmilegra samninga við erlend
ríki, hafa tekið veruleg risastig; viðskifta-
veltan út á við, hefir orðið á þremur síðustu
árum nærri því tveimur biljónum hærri en
hún var á þremur síð'ustu stjórnarárum Mr.
Bennetts; mest hefir viðskiftaaukningin orð-
ið við brezka veldið og Bandaríkin.—
Atvinnuleysið í Canada er enn harla til-
finnanlegt; þó er tala atvinnuleysingja því
nær miljón manna lægri en hún ‘var fyrir
þremur árum. Verkamálaráðherrann, Mr.
Iiogers, hefir getið sér alþjóðarorðstír fyrir
árvekni í embætti og margháttaða hug-
kvæmni; hefir hann látið sig miklu skifta hag-
kvæma uppfræðslu agskulýðsins með Youth
Training námsskeiðum víðsvegar um landið,
er komið hafa þegar að ómetanlegu gagni. Á
fjárhagstímabilinií 1935-1936, nam tekju
hallinn $162,000,000, en á þinginu í fyrra var
sá tekjuhalli kominn niður í aðeins $13,000,-
000. Búskapur, sem þannig gengur, miðar ó~
mótmælanlega í rétta átt. Og þrátt fyrir
þetta hefir engin stjóm önnur í þessu landi
orðið að leggja aðra eins feikna f járhæð fram
til styrktar almenningi vegna uppskerubrests
eins og Kingstjórnin tvö síðustu árin hefir
gert.
Við allar þær aukakosningar, sem fram
hafa farið.til sambandsþings síðan 1935, hef-
ir Kingstjórnin gengið sigrandi af hólmi, og
meira að segja bætt við þingstyrk sinn einu
sæti við kosninguna í Victoria, er alla jafna
hafði reynst eitt hið öruggasta afturhalds
vígi.
r
r
Fjórar aukakosningar verða
haldnar þann 14. þ. m. Þrjú þess-
ara kjördæma áttu íhaldsfulltrúa á
þingi. Montreal-Cartier kjördæm-
ið var í Liberal-dálki og verður þaÖ
vafalaust einnig eftir þann 14. —
Dr. Manion leítar kosningar í Lon-
don-kjördæmi, og hefir Liberal-
flokkurinn ákveðið að láta hann þar
afskiftalausan. Hver verða úrslitin
í Brandon? Eins og nú horfir við,
er það engan veginn ólíktlegt talið,
að frambjóðandi Liberalflokksins,
Mr. Matthews, beri sigur úr býtum;
hann var einnig í kjöri við almennu
kosningarnar 1935 og tapaði þá
aðeins með 207 atkvæðum fyrir Col.
Beaubier, eina Bennett-postulanum,
sem kosningu náði í Manitoba i
þeirri orrahríð, Col. Beaubier lézt
í vor sem leið, og nú er það sonur
hans, sem leitar kosningar í .Bran-
don undir merkjum kyrstöðuaflanna
þann 14. yfirstandandi mánaðar.
Ræðuhöld og ferðir
Jónasar Jónssonar
í Norður Dakota
Eftir prófessor Richard Beck
Ræðuhöld og ferðir Jónasar al-
þingismanns Jónssonar í Norður
Dakota voru enginn hversdagsvið-
burður, því að slika gesti ber eigi
að garði á degi hverjum, og fer
þessvegna vel á þvi, að frá þeim sé
sagt með nokkrum orðum í heild
sinni.
í fylgd með séra E. Fáfnis frá
Glenboro kom Jónas alþingismaður
til Upham siðdegis miðvikudaginn
14. september, og flutti fyrirlestur
þar um kvöldið við ágæta aðsókn.
Að honum loknum settust menr. að
veitingum og voru margar ræður
haldnar yfir borðum til hins góða
gests frá íslandi. Tóku þar til máls
þeir lögfræðingarnir Ásmundur
Benson frá Bottineau og Nels G.
Johnson frá Towner, Guðmundur
héraðsdómari Grímson frá Rugby
og frú harjs, og Stefán Einarsson í
Upham, er einnig stýrði samsætinu.
Þótti kvöldið hið ánægjulegasta í
alla staði.
Daginn eftir, þ. 1,. september,
héldu íslendingar í Bottineau Jónasi
alþingismanni miðdegisveislu, og
flutti hann þar ræðu um íslenzk efni
bæði á íslenzku og ensku. Ásmund-
ur Benson var veizlustjóri, en Guð-
mundur dómari kynti heiðursgest-
inn.
Var haldið þaðan til Mountain og
flutti Jónas þar um kvöldið ítárlegt
erindi um íslenzk atvinnumál og
verklegar framfarir síðari ára. Á
föstudaginn þ. 16. september, var
farið með hann víðsvegar um ís-
lezku bygðina í Pembina-héraði,
staðnæmst á ýmsum helztu merkis-
stöðum hennar, svo sem á landar-
eign Stepháns G. Stephánssonar og
heimsóttir nokkrir hinna elztu frum-
herja bygðarinnar. Þá um kvöldið
flutti Jónas, að Garðar, fyrirlestur
um andlegt lif á íslandi. Var að-
sókn góð bæði að Mountain og
Garðar, þegar tekið er tillit til þess.
að þetta var á miklum annatíma fyr-
ir bygðarbúa. Ágætur rómur var
gerður að fyrirlestrunum báður, en
þeir voru haldnir undir umsjón
Þjóðræknisdeildarinnar “Báran.”
Dr. Richard Beck, vara-forseti
Þjóðræknisfélagsins, skipaði for-
sæti á báðum samkomunum og
kynti fyrirlesarann; auk hans tók
Guðmundur dómari til máls að
Mountain, en að Garðar fluttu þeir
stuttar ræður dr. Röngvaldur Pét-
ursson, forseti Þjóðræknisfélagsins,
og Gamalíel Þorleifsson, sem þakk-
aði heimsóknina fyrir hönd bygðar-
innar. Söngflokkar hennar sungu
islenzka söngva á báðum samkom-
unum undir stjórn Ragnars H.
Ragnar söngkennara. I samkomu-
lok voru rausnarlegar veitingar
framreiddar á báðum stöðum.
Á iaugardaginrr þ. 17. september
héldu Islendingar i Langdon Jónasi
alþingismanni miðdegisveislu, er
Richard Árnason stýrði. George M.
Pfice, borgarstjóri, bauð alþingis-
manninn velkominn, en Guðmundur
dómari kynti hann. Hélt Jónas síð-
an stutta ræðu á íslenzku og ensku.
Um kvöldið samdægurs var hann
heiðursgestur og aðalræðumaður á
ársfundi “The International Peace
Garden Association,” er fulltrúar
Canada-stjórnar, Manitobafylkis og
Norður Dakota rikis sóttu. Var
ræðu Jónasar þar mjög vel tekið og
var hann kjörinn heiðursfélagi þessa
merka menningarfélags.
Næstu daga ferðaðist Jónas með
þeim Guðmundi héraðsdómara og
frú hans víðsvegar um vesturhluta
Norður Dakota, en dvaldi lengst í
Bismarck, höfuðstað rikisins; skoð-
aði hann þar hinar helztu bygging-
ar og stofnanir. William Langer
rikisstjóri hélt bæði opinbera mið-
degisveislu og heimboð Jónasi til
heiðurs. Var P. O. Sathre, hæsta-
réttardómari, veizlustjóri en Guð-
mundur dómari kynti ræðumanninn.
Flutti hann erindi á ensku um Is-
land að fornu og nýju, sem féll í
ágæta jörð hjá tilheyrendum, en þar
var mannval mikið, því að margir
helztu embættismanna og virðingar-
manna ríkisins sátu veizluna.
Þriðjudaginn þ. 20. september
hélt Jónas aftur norður til Winni-
peg, og var þá lokið Norður Dakota
heimsókn 'háns að sinni.
Leið hans lá þó, góðu heilli, þang-
að aftur. Hann kom til Grand
Forks þriðjudaginn þ. 11. október
og hélt þar tvær ræður samdægurs.
I kvöldveislu, sem blaðamensku-
stúdentar ríkisháskólans í Norður
Dakota (University of North Dak-
ota) héldu honum til heiðurs, flutti
hann stutta en snjalla ræðu á ensku,
og kaus blaðamannafélag Háskól-
^ns hann heiðursfélaga sinn við það
tækifæri. Dr. John C. West, for-
seti Háskólans, bauð Jónas alþing-
ismann velkominn fyrir hönd skól-
ans, en Olger B. Burtness, fyrver-
andi þjóðþingmaður, talaði fyrir
hönd Grand Forks borgar. Prófessor
G. Björn Björnson, háskólakennari
í blaðamensku, var veizlustjóri, en
dr. Richard Beck kynti alþingis-
manninn.
Siðar um kvöldið var hann heið-
ursgestur og ræðumaður á samkomu
íslendinga i Grand Forks, sem 60
manns sótti. Flutti hann þar prýð-
isgott erindi á íslenzku og ensku um
ísland nútíðarinnar, sem hinn besti
rómur var gerður að. Undir borð-
um, að lokinni ræðu lians, tóku þeir
til máls Paul Johnson, skólanefnd-
arformaður í East Grand Forks, G.
Björn Bjömson háskólakennari, Sig.
Björnson, skólaráðsmður í Grand
Forks, og Haraldúr Ólafson kaup-
maður frá Mountain. 9éra Hans
B. Thorgrímsen stýrði íslénzkum
söng, en dr. Richard Beck hafði
samkomustjórn með höndum.
Jónas alþingismaður notaði dvöl-
ina í Grand Forks til að skoða borg-
ina og þá sérstaklega til að kynnast
ríkisháskólanum, sem honum þótti
hinn myndarlegasti. Frá Grand
Forks hélt hann siðdegis á miðviku-
daginn þ. 12. október áleiðis til
Boise, Idaho, til þess að kynna sér,
fyrir hönd ríkistjórnar íslands.
notkun hvera til hitunar á þeim
slóðum. Var 'hinni eftirminnilegu
komu hans til Norður Dakota þar
með lokið, en hún mun mörgum
minnisstæð, bæði vegna fræðandi
fyrirlestra hans og alþýðlegrar
framkomu hans. Við íslendingar
þar í ríkinu höfum grætt mikið á
komu hans. hún hefir tengt oss
fastari böndum við ísland og hún
hefir einnig orðið íslandi út á við
til gagns og sæmdar.
Dagblöðin og vikublöðin í Noið-
ur Dakota, einkum hin fyrnefndu,
fluttu ítarlegar fregnir af komu
Jónasar alþingismanns og fyrir-
lestrum hans, t. d. “Minot Ðaily
News, “Bismarck Tribune” og
“Grand Forks Herald”; hið síðast-
nfenda, sem er annað stærsta og út-
breiddasta blað ríkisins, flutti, auk
margra greina um fyrirlestra hans,
langa ritstjórnargrein og mjög vin-
samlega í garð íslendinga. Auðsætt
er þessvegna, að koma Jónasar al-1
þingismanns og fyrirlestrar hans i
Norður Dakota hafa frætt fleiri en
oss íslendinga um land vort og þjóð.
Hafi hann kæra þökk fyrir kom-
una!
Frá 19. þingi
Þjóðabandalagsins
Eftir Guðlaug Rósinkrans
Höfundur þessarar greinar Guð-
laugur Rósinkrans yfirkennari, var
meettur sem gestur á þingi Þjóða-
bandalagsins, sem haldið var í Gen-
eva í septembermánuði, á sama tíma
sem striðshœttan vofði yfir Evrópu.
Lýsir hann þinginu og vinnubrögð-
um þess og ýmsum mönnum, er það
sóttu.
Oft hefir Þjóðabandalagið, á
undanförnum árum verið nefnt i
sambandi við deilur milli þjóða og
önnur alþjóðamál. Mjög hafa kom-
ið fram mismunandi skoðanir á
Þjóðabandalaginu og gildi þess.
Mest hefir áliti þess hrakað siðustu
árin og sérstaklega eftir Abessiníu-
stríðið. — “Þjóðabandalagið er
steindauð stofnun,” eða eitthvað á
þá leið, eru ummæli, sem ekki er ó-
algengt að heyra. Ofmælt er að
vísu að það sé “steindauð stofnun,”
þótt það dyljist engum, að þýðing
Þjóðabandalagsins á stjórnmála-
svikinu og til þess að vernda frið-
inn í heiminum sé mjög þverrandi.
I júlímánuði síðastliðnum fékk
eg boð frá Þjóðabandalaginu um að
koma til Genf í septembermánuði í
haust, til þess, ásamt fleiri boðs-
gestum, að vera viðstaddur Þjóða-
bandalagsþingið, sem jafnan kemur
saman í september og kynnast þar
starfsemi bandalagsins. Tók eg
þessu ágæta boði auðvitað með
þökkum, þar eð eg taldi það myndi
verða fróðlegt að kynnast Þjóða-
bandalaginu nokkuð frá fyrstu
hendi.
Þjóðabandalagið greiddi allan
ferðakostnað fram og aftur, ásamt
þriggja vikna dvöl í Genf.
Boðsgestir Þjóðabandalagsins
voru að þessu sinni 36 frá 35 þjóð-
um. Tveir frá Bretlandi. Það hef-
ir verið siður Þjóðabandalagsins
nokkur undanfarin ár, að bjóða
fólki víðsvegar að úr heiminum til
Genf á meðan á Þjóðabandalags-
þingunum hefir staðið, svo gestirnir
fái tækifæri til þess að kynnast sem
bezt starfsemi bandalagsins. Var
þetta í fyrsta sinn, sem nokkrum
Islendingi hefir verið boðið. Þeir
sem boðnir voru, voru flestir áhrifa-
menn í einhverjum félögum, sem
vinna að samvinnu þjóða á milli.
Flestir voru úr Þjóðabandalagsfé-
lögunum, fáeinir frá alþjóðahjálp-
arfélögum og nokkrir fulltrar sendi-
sveita og utanríkisráðuneyta. Eg
varð fyrir valinu frá íslandi, vegna
starfs míns i Norræna félaginu í
þágu norrænnar samvinnu.
Að 'heiman fór eg í ágústmánað-
arlok 0g kom til Genf 7. sept. Dag-
inn eftir imættum við öll, sem boðin
vorum, í hinni miklu höll Þjóða-
handalagsins, sem án efa er ein
stærsta og glæsilegasta höll, sem til
er í Evrópu.
Teikningu að höllinni gerðu 5
heimskunnir franskir, italskir og
ungverskir húsameistarar. Bygging-
in stóð yfir í 7 ár og var ekki lokið
að fullu fyr en í fyrra, og kostaði
40 miljónir svissneskra franka, eða
rúmlega 40 miljónir króna.
Höllin stendur í stórum og fögr-
‘um garði rétt við Genfvatnið, með
útsýni til Alpaf jallanna í suðvestri,
þar sem hið fagra snæviþakta fjall,
Mont Blanc, gnæfir hæst, logagylt í
kvöldsólinni, í björtu veðri á kvöld-
in. Það er dásamlegt útsýni.
Borgin Genf liggur á mjög fögr-
um stað við annan enda Genfvatns-
ins og er vel bygð, með f jölda stórra
og fallegra garða, sem prýða borg-
ina ákaflega mikið.
Þarna hittumst við 36 frá 35 þjóð-
um. Sundurleitur hópur, hið ytra
að minsta kosti. Við kyntum okkur
hvert fyrir öðru og komust brátt að
raun Aim, að hér vorum við saman
komin frá 'hinum f jarskyldustu
þjóðum. Það var Canadabúi og
Kínverji, Suður-Afríkumaður og
Tyrki, Ástralíubúi og Síammaður,
Indverji og íslendingur o. s. frv.
| Við spurðum hvert annað um
lönd og þjóðir, atvinnulíf og stjórn-
arfar, um heiti konunga, forseta og
höfuðborga. Ekki mundi eg að
höfuðborgin í Afganistan heitir
Kabul og hefir 80 þúsund íbúa, og