Lögberg - 03.11.1938, Síða 6
G
LÖGBFiBG, FIMTUDAGINN 3. NÓVEMBER, 1938
—GUÐSDÓMUR---;
• !
Hann varð mjög alvarlegur, og enda á-
hyggjufullur, er hann mintist á hana, og
komst Gerald þá þegar allur á loft og var eigi
trútt um að Edith findist fátt um að sjá hann
meta herferðina meira en sig.
Hún var því vönust, að vera höfð í fyrir-
rúmi fyrir öllu öðru, og þótti því drjúgum
miður, er samræðan snerist öll um herförina.
Uað fóru að koma smá-hrukkur kringum
munninn og á milli augnanna, sem virtust
henda á, að ögn væri farið að koma í skapið,
en Gerald var þá því miður svo sokkinn ofan
í samræðurnar, að hann veitti þessu alls
enga eftirtekt.
Aðeins einu sinn þagnaði hann í svip.
Hann hafði spurt ofurstann að einhverju, og
sneri sér þá snögglega að glugganum, til þess
að benda upp í fjöllin, og kom þá auga á
Daníru, sem naumast sást bak við glugga
tjaldið.
Það var auðsætt, að hún var mjög hugs
andi og hlusaði með mestu athygli á samræð-
urnar.
Aðeins eitt augnablik horfðust þau þá ó-
sjálfrátt í augu, ungi liðsforinginn og hún,
og fanst honum það augnaráð hennar snerta
sig einhvern veginn mjög óþægilega, án þess
liann gæti þó gert sér grein fyrir, hvað því
olli, þar sem hún leit þegar niður aftur, og
datt þá hvorki né draup af henni framar, en
fyr.
Ofurstinn svaraði spurningum unga
liðsforingjans mjög rækilega, og samræðan
varð æ f jörugri og f jörugri.
Edith hlustaði enn á þá í fáeinar mínútur,
en er samræðan laut einatt að sama efninu,
var þolinmæðinni lokið, svo að hún stóð upp
og mælti hálf-gremjulega:
“Komdu Daníra! Og látum þá spjalla á-
fram um þessar hernaðarsakir. Við trufl-
um þá aðeins, ef við erum hér inni.,r
Að svo mæltu greip hún í handlegginn á
Daníru, og dró hana með sér inn í næsta her-
bergi.
Gerald horfði forviða á eftir þeim, og
hafði auðsjáanlega engan grun um glæp þann,
er hann hafði framið.
Arlow fór á hinn bóginn að hlæja, og
mælti:
“Svona hafa þær það! Við höfum víst,
algjörlega gleymt návist þeirra, og nú eru
þær að sýna okkur, hve gaman þeim þyki að
hernaðartalinu, eða hitt þó heldur, og er það
að vísu engin furða. Þú ert kominn í ónáð
hjá Edith, og verður því að jafna þetta síð-
ar.”
Það var sem Gerald fyndist eigi mikil
ástæða til þess að hraða sér með það, og svar-
aði hann því ofur-rólega:
“Mér þykir það mjög illa farið, þar sem
cg þóttist geta vænst þess, að Edith hefði á-
huga á því að mér gengi sem bezt í þessari
fyrstu herför minni.,,
“Hún er ef til vill hraxld um að þér hafið
hugann svo bundinn við herferðina, að þér
gleymið sér,” mælti ofurstinn. “Edith mín
iitla er að ýmsu leyti vönust því, að mikið sé
látið eftir henni, enda er hún einkabarnið.’’
“Að öðru leyti gleður það mig,” mælti
ofurstinn enn fremur, “hve ant þér er um
köllun þína; en gleymdu því ekki, ungi vinur,
að ungu stúlkurnar ætlast til þess að unnust-
arnir hugsi fyrst um þær, þó að þær meti her-
frægðina mikils.”
Gerald kímdi ofurlítið.
“Það er rétt sem þér segið,,, mælti hann,
' ‘að ef til vill ber heldur mikið á því, hverrar
stéttar eg er; en þar sem Edith er hermanns-
dóttir og heitmey hermanns, og býr hér rétt
hjá ófriðarstöðvunum, þóttist eg geta vænst
þess, að hún léti sig málefni þetta nokkru
skifta. Vinstúlka hennar virtist veita sam-
ræðum okkar.öllu meiri athygli.”
‘‘Eigið þér við Daníru? Getur verið —
eg tók ekkert eftir því. ”
“En hverra manna er Daníra þessi?”
spurði Gerald. “Hún virðist vera af slav-
neskum ættum og einkiennilega útlendings-
leg á svipin.”
“Það leynir sér ekki,” mælti ofurstinn,
og hnyklaði brýrnar. “Rétt til getið, að hún
er þeirrar þjóðar, sem vér eigum nú í höggi
við; en hún var kornung, er hún kom á mitt
heimili, og hefir að öllu leyti fengið sama
uppeldi sem Edith og verið sem dóttir á heim-
ili mínu, og eigi haft umgengni við aðra, og
þó er hún enn alveg slavnesk í anda; eðlis-
farið breytist hvorki með góðu né illu.”
“En hvernig atvikaðist það, að þér tókuð
hana til uppeldis? Gerðuð þér það af fúsu
geði?”
“Það er nú eins og það er tekið,” svar-
aði ofurstinn. “Þegar eg fékk embætti mitt
hér, var uppreisnin, sem þá var, í rénun, þó
að smá-bardagar yrðu öðru hvoru uppi í f jall-
lendinu.
I eirium þessara smá-bardaga varð einn
uppreisnarforinginn sár og var fluttur hing-
að sem bandingi.
Fáum dögum síðar kom kona hans hing-
að, og með henni tvö börn þeirra hjóna, og
var henni leyft að stunda hann, samkvæmt
beiðni hennar.”
Maðurinn andaðist af sárum og konan
sýktist af hitaveiki, sem þá gekk allskæð í
sjúkrahúsum vorum, og fylgdi því manni sín-
um skömmu síðar í gröfina, svo að börnin,
Daníra og bróðir hennar stóðu munaðarlaus
í heiminum.”
Enda þótt Gerald heíði áður að líkindum
þótt litlu skifta hverra manna Daníra var,
vakti þó saga ofurstans, um ætt hennar, at-
hygli hans, svo að hann hlustaði á með mesta
ahygli, er ofurstinn hélt áfram máli sínu á
þessa leið:
“Mér og liðsforingjum mínum kom sam-
an um að það væri mannúðar- og heiðurs-
skylda að annast uppeldi munaðarleysingj-
anna og tók eg þau því á heimili mitt; en einn
morgun, nokkrum vikum síðar, var drengur-
inn horfinn?”
“Var hann flúinn?”
“Það hugðum vér fyrst,” svaraði ofurst-
inn, “en seinna komumst vér að því, að
frændur hans höfðu pumið hann á brott, og
að líkindum hefðu örlög Daníru orðið söm,
ef hún hefði eigi sofið í sama herberginu sem
Edith. — Þeim hefir þótt það óvirðing að
láta höfðingjasoninn vera í vorum vörzlum,
en um telpuna gerði minna til, enda er kven-
fólkið ekki í miklum metum hjá þeim.”
“Og hún var svo áfram á heimili yðar?”
“Já, eftir beinni ósk konurmar minnar
sálugu, ” svaraði ofurstinn. “Mér var það
strax þvert um geð, og reynslan hefir sýnt,
að skoðun mín var rétt, því að þrátt fyrir
alla umhyggjusemi og vináttu, þá er hún enn
eftir öll þessi ár sami gesturinn hér á heimil-
inu og enda jafn óviwveitt í vorn garð, eins
og fyrsta daginn sem hún var hér, og ef eg
vissi ekki að Eidith mín, með alla lífsgleðina
og áhyggjuleysið, lætur ekkert ilt hafa áhrif
á sig, þá hefði eg fyrir löngu bundið enda á
vináttu þeirra.”
“Mér er heldur ekkert um svona óskilj-
anlegar manneskjur, ” greip Gerald fljótlega
fram í. “Eg leit áðan í svip í augun á henni,
og virtist mér þau sem næturdimman, rétt
áður en óveðrið dynur yfir. — Edith virtist
mér á hinn bóginn líkust björtum vordegi, en
að vísu vordegi—með óstöðugu apríl-veðri.”
Ofurstinn skellihló að samlíkingu þess-
ari.
“Þú hefir þá þegar tekið eftir því,”
mælti hann. “ Já, hún er dutlungafull eins og
apríl-dagur, regn og sólskin á sömu mínút-
nnni! En eg get fullvissað þig um það, að
sólskinið er yfirgnæfandi, takist þér aðeins
að ginna það fram úr skýjunum. Flýttu þér
nú að finna hana, svo að ekki verði neitt úr
jæssum ágreiningi. Þið sættist víst bezt, ef
þið eruð ein.”
Að svo mæltu kvaddi ofurstinn tilvon-
andi tengdason sinn vingjarnlega og gekk
burt.
Gerald hafði að vísu alls eigi hugkvæmst
að hann þyrfti að biðja nokkurrar afsökunar,
en svona greinilega bendingu gat hann þó eigi
látið sem vind um eyru þjóða, enda sá hann
og að það var satt, sem ofurstinn sagði, að
óheppilegt væri að nokkurt ósamræmi kæmi
þegar upp á milli þeirra.
Ilann sneri því að hliðarherberginu, þar
sem hann þóttist vita að ungu stúlkurnar
myndu enn vera.
Svo var sem koma hans kæmi eigi á ó-
vænt, því að hann varð þess áskynja, að ein-
hver þaut burt sem hræddur fugl, og sá ljós-
leitan kjól hverfa inn um dyrnar á næsta
herbergi.
Auðsætt var þó, að flóttinn var eigi í al-
vöru, því að auk kjólsins sást einnig smágjör
fótur í dyrunum, og leyndi það sér því eigi
að sá sem fótinn átti, stóð á hleri.
Daníra var þar í herberginu og sneri
Gerald því máli sínu að henni og mælti:
“Mig langar til þess að tala við Edith
nokkrar mínútur. Eg hélt að hún væri hérna
ennþá. ”
“Editili þefir höfuðverk og vill því vera
ein. Hún getur því eigi hitt yður að máli
fyr en sezt verður að borðum.”
Meðan Daníra þuldi þetta, vék hún sér
ögn til hliðar eins og hún byggist við, að liðs-
foringinn myndi engu að síður brjótast inn,
þar sem hann hlaut að hafa séð Edith, og
skilja að þetta var aðeins í því skyni gjört að
gjöra honum örðugra að öðlast fyrirgefn-
ingu fyrir brot sín.
Gerald leit og þangað sem Edith var, en
teygði svo aðeins hermannlega úr sér og
mælti:
‘ ‘ Þá bið eg yður að bera ungfrúnni
kveðju mína.”
Að svo mæltu gekk hann burt, án þess að
líta við.
Hann var naumast farinn út úr lierberg-
inu er Edith kom inn aftur.
1 andliti hennar lýsti sér fremur undrun
en gremja, og var sem hún skildi eigi ofaní-
gjöfina.
‘ ‘ Hvað ? Er liann farinn ? ’ ’ kallaði hún
reiðilega. “Hann hlaut þó að sjá að eg stóð
hér rétt við dyrnar og beið hans. — En hann
hefir líklega ekkert kært sig um að finna
mig. ’ ’
Daníra ypti öxlum.
‘ ‘ Eg er hrædd um að þér veiti örðugt að
“venja” þenna mann,” mælti hún. “Hann
er ekkert barna-meðfæri; það var það sem
hann var að sýna þér áðan.”
Edith stappaði fætinum í gólfið eins og
óþekt barn.
. ‘ ‘ Það er sem eg sagði, ’ ’ mælti Edith, ‘ ‘ að
hann vill gera sig viðurstyggilega herralegan.
En það fór honum nú annars ekkert illa, því
að hann var ári hermannlegur þegar hann
gekk burt.”
Um leið og hún sagði þetta, fór hún að
reyna að herma eftir göngulagi Geralds, en
gat þó eigi komið Daníru til að brosa minstu
vitund.
“Varaðu þig á þráinu í honum,” mælti
hún blátt áfram og alvarlega. “Þér mun
veita full-örðugt að vinna sigur á því. ”
-f
Það voru nú liðnar nálega þrjár vikur
síðan hersveitin kom og allur þorri hermann-
anna var þegar farinn til ófriðarstöðvanna,
enda þótt liðsflokkur Geralds væri enn í
Cattaro.
Hann var því orðinn all-óþolinmóður þar
sem hann og menn hans voru í bráðina í
kastalanum, er gnæfði þar yfir borgina, og
höfðu eigi annað að starfa en að gæta nokk-
urra herfanga.
Þð var létt vérk og gat hann því daglega
setið tímunum saman hjá unnustu sinni og
neytti hann þess auðvitað.
Einn dag, snemma morguns, er þokan
grúfði yfir f jöllunum og flóanum og fáir voru
enn á ferli nema stöku skipstjórar og verka-
menn, var Jörgen Moos á gangi í einkennis-
búningi sínum.
Hann hafði náð í einn af skipstjórunum og
var eitthvað að reyna að tala við hann, en
þar sern skipstjórinn skildi ekki annað tungu-
mál en slavnesku, og bendingar urðu þýðing-
arlitlar, gekk Jörgen burt í illu skapi, muldr-
andi eitthvað um fábjána, er ekki skildu
tyrolsku.
En er hann gekk í þessum þönkum, heyr-
ir hann alt í einu að sagt er:
“Er eigi sem mér sýnist, að þarna gangi
Jörgen Moos, minn ungi vinur?”
Jörgen hrökk við og sér þá standa hjá
sér mann einn, hávaxinn í munkabúningi.
Maður þessi var alvarlegur á svip, og
hrukkur komnar í andlit lionum, en þó var
svipurinn fremur þýðlegur, augun hýr og
góðleg og röddin einkar viðfeldin, er hann
mælti:
“Góðan daginn, Jörgen! Guðs friður
fylgi þér!”
Það lá við að Jörgen stykki í loft upp af
kæti, en í stað þess hneigði hann sig virðu-
lega og kysti á hönd munksins.
‘ ‘ Leonhard! Velæruverðugi f aðir! ’ ’
mælti hann. “Hverjum gat til hugar komið
að þér væruð hér staddur? Eg hugði að þér
væruð enn í Tyrol, í náttúrufegurðinni þar,
sem kristnir menn aðrir.”
“Nú, það verður varla sagt að eg sé
kominn til heiðingja, þar sem fyrsti maður-
inn, sem eg hitti hér í Cattaro er eitt af
skriftabörnunum mínum,” svaraði munkur-
inn brosandi. “Eg kom hingað í gær, og á að
vera hér herprestur í stað Antons, sem eigi
þolir loftslagið.”
Það lifnaði heldur en ekki yfir Jörgen,
er hann heyrði þetta.
“Þér farið þá með oss?” mælti hann.
“Guði sé lof, að þá er maður þó ekki eins
einmana í þessari eyðimörku, sem þeir kalla
Krívoscie, ekki fallegra en það nafn er, enda
er þar ekkert nema grjót, ræningjaskríll og
geitfénaður, en lítið um mat og því síður að
nokkuð fáist sem unt er að væta kverkarnar í;
og þó að maður leggist rólega til svefns að
kvöldi, þá er sízt að vita nema maður vakni
höfuðlaus að morgni.”
“Sorglegt ástand, ef svo væri,” svaraði
munkurinn. “En hvað ert þú annars að
starfa hér í Cattaro, þar sem hersveitin kvað
þegar löngu vera farin?”
‘ ‘ Gerald, eg og um fimmtíu manna, erum
látnir vera hér í kastalanum fyrst um sinn,
til þes’S að gæta nokkurra þorpara, sem tekn-
ir hafa verið sem fangar. — Gerald er bál-
vondur út af þessu, en hvað stoðar það?”
“Gerald von Steinach?” spurði munkur-
inn. “Eg hélt ekki að honum leiddist hér þar
sem Arlow ofursti er kastalavörður eða setu-
liðsstjóri.”
“Mín skoðun er nú samt að hann kysi
heldur að fást við vilimennina uppi í f jöllun-
um,” svaraði Jörgen stuttlega.
“Hvers vegna? Er unnusta hans ekki
hér í borginni?”
“Jú, það er hún,” svaraði Jörgen, “og
trúlofuð eru þau, það er áreiðanlegt, en mér
lízt samt ekkert á það.”
Leonhard munki brá sýnilega er hann
heyrði þetta.
“Hvað er það, sem þér ekki lízt á? Lízt
þér ekki á brúðina?”
“Jú, það veit hamingjan!” svaraði
Jörgen hrifinn. “Ungfrú Arlow er dugleg-
asta stúlka, sí-kát og gamansöm. Hún er
mér einnig mjög góð; og eg verð einatt að
vera að segja henni sögur frá Tyrol, enda er
hún borin þar og barnfædd. — Já, það er víst
um það að hana lízt mér vel á.”
“En hvað áttirðu þá við áðan?” spurði
munkurinn.
Jörgen varð hálf-vandræðalegur og fór
að fikra eitthvað við hrokkna hérið á sér.
“Eg veit það ekki gjörla,” svaraði hann
loks. ‘ ‘ Gerald kyssir oft á hönd henni, færir
henni blómsveiga og ríðúr eða ekur með
henni. En væri hún unnustan mín, þá myndi
eg nú hafa það nokkuð öðru vísi.” ♦
“Því get eg vel trúað, ” svaraði munkur-
inn og kímdi ögn. “En barónar haga sér
öðru vísi í þeim sökum.”
“Hverju orði sannara, ” svaraði Jörgen,
“ en sé maður í raun og veru ástfanginn mun
þó skifta minstu hvort unnustinn er bóndi
eða greifi, en sökin er, að Gerald er víst
f jarska lítið ástfanginn. Sem sagt þá er eitt-
hvað athugavert við það mál og væri vel ef
þér gætuð lagfært þetta.”
Munkurinn bandaði frá sér með hendinni
og mælti:
“Nei, Jörgen, það verða þau að jafna
sjálf, og fer eg ekki að blanda mér í það.
Þau kynnast betur og þá kemur ástin af sjálfu
sér, enda er Gerald staðfastur í sér, og dreng-
ur góður.”
“ Já, það er hann og því miður um of,”
skrapp fram úr Jörgen. “Honum hafa víst
aldrei orðið nein heimsku-pör á, en það finst
mér þó, að mönnum þurfi að verða; liitt er
mjög óeðlilegt. ’ ’
‘ ‘ Þu hefir fært sönnur á þá skoðun
þína,” svaraði munkurinn, “enda eru nú
gömlu foreldrarnir þínir milli vonar og ótta
beima, sakir léttúðar þinnar, og beiddu mig
því að gefa þér auga og minna þig á hverju
þú hefðir heitið þeim er þú kvaddir þau. —
En hvernig stendur á kúlunni, sem er þarna
•á enninu á þér?”
Jörgen greip um ennið, og þrýsti húfunni
betur niður.
‘ ‘ Það er eigi þess vert að um það sé tal-
að,” mælti Jörgen. “Þetta var rétt til gam-
ans og til þess að týna ekki niður. —- Annars
var það Bertel, sem upptökin átti, og sló mig
hnefahögg, en fékk sex högg í staðinn, svo
að hann ræður naumast aftur á mig næsta
daginn.”
“Þú ert óbetranlegur, Jörgen,” mælti
munkurinn alvarlega, en lengra komst ekki
hegningarræðan, því að í sömu svipan kom
Gerald til þeirra og heilsaði munkinum glað-
lega og hálf-forviða, þar sem hann átti hans
enga von.
Þeir spurðu nú hvor annan almæltra tíð-
inda og þar sem munkurinn kvaðst ætla að
fara á fund setuliðsstjórans til að heilsa hon-
um, bauðst Gerald til að fylgja honum.
Fyrst sneri Gerald sér þó að Jörgen og
mælti:
“Hefir verið beðið um múldýrin á þeim
tíma, sem til var tekinn?”
“Já, eftir hálftíma skulu þau vera við
dyrnar á húsi ofurstans.”
“Agætt! Eg ímynda mér að stúlkurnar
verði þá einnig til.”
Þeir fylgdust nú allir til heimilis ofur'st-
ans og spjölluðu á leiðinni við munkinn.
Þó að enn væri snemma morguns, voru þó
allir komnir þar á fætur, og voru í óða önn
að búa sig í skemtiför sem ráðgerð hafði
verið kvöldið áður.
Edith vra enn ein í rúminu, því á síðustu
stundu hafði það dottið í hana að neita að
vera í förinni.
Henni leizt illa á veðrið, þótti vegurinn
of langur, ferðin of örðug, og kvaðst því
hvergi fara og var faðir hennar því að reyna
að fá hana ofan af þessari fyrirekt hennar
með liógværum fortölum.
“Vertu nú skynsöm, barnið mitt,” mælti
hann. “Hvað heldurðu að Gerald hugsi, ef
þú situr heima? Hann hlýtur að halda að
þér standi á sama um hann.”
“Eins og honum um mig,” svaraði liún.
‘ ‘ Gott, þá erum við skilin. ’ ’