Lögberg - 17.11.1938, Blaðsíða 3

Lögberg - 17.11.1938, Blaðsíða 3
LÖGBERGr, FIMTUDAGINN 17. NÖVEMBER, 1938 3 ENDURKJOSIÐ JOHN QUEEN til borgarstjóra í Winnipeg Hinn óháði flokkur verkamanna hefir útnefnt Mr. Queen í einu hljóði sem borgarst.jóraefni við kosningarnar, sem fram fara þann 25. þessa mán- aðar. Fyrri reynsla hefir hefir sannað, að hann verður réttur maður á réttum stað í borgarstjóra- sæti næstu tvö árin. Merkið kjörseðil yðar þannig: QUEEN, JOHN 1 Fyrir bæjarráðsmenn í 2. kjördeild: V. B. ANDERSON J. SIMPKIN Fyrir skólaráðsmenn í 2. kjördeild: H. B. SMITH L. M. VAN KLEEK Forustugrein úr “Samtíd'iuni” 15. sept. 1938. Þaö hefir oröiö hlutskifti okkar íslendinga, aö vera fátæk og fá- menn þjóö í stóru, harðleiknu, en aö vissu leyti auöugu landi. Þegar garöyrkjumenn fátæktarinnar í þjóölífi okkar tala meö gremju lítil- magnans um auðmenn og auðvald liér á landi, vita allir skynbornir menn, að þessi heitnspekilegu orö eiga sér ekki stoð í neinum veru- leika. Á íslandi ríkir ekkert auö- vald. Þeir, sem hér fara með völd, eru þvert á móti ýmist umboðsmenn fátæks eöa bjargálna fólks. Þetta kemur einna átakanlegast i ljós, þegar ráðast á í einhverjar verkleg- ar framkvæmdir. Þá vantar okkur ávalt fé. Þá sjá allir, að skrafið um íslenzka auðmenn er alt út i hött, og ef eitthvað á að veröa úr framkvæmdum, veröur oftast að senda eftir láni til útlanda. Ef svo færi, að erlendu lánsfé yrði á kom- andi tímum veitt örara inn í landið en svo, að okkur verð fært aö standa straum af vöxtum og af- borgunum, er kominn tími til að tala um auðvald á íslandi. En því miöur ekki innlent auövald. Sú kynslóð, sem nú byggir ts- land, er í raun og veru að bvrja að nema landið. Hún á sér ýmsa stór- huga athafnamenn, sem hafa stuöl- að að því, að gera landið byggi- legra en það var áður. Hér hafa á siðustu árum stöðvast allmikil verðmæti, sem fvr á öldum runnu viðstöðulaust út úr landinu. Þeim hefir m. a. verið varið til þess að breyta Reykjavík úr ljótu fiski- þorpi í vísi að höfuðborg. Ef þær kynslóðir, sem næstar taka hér við, verða jafnötular og sú, sem nú er kotnin á manndómsár, ætti að verða sæmilegt að búa á íslandi i fram- tiðinni. Það, sem hér skortir einkum, et fjármagn — afl þeirra hluta, setn gera skal — og meiri samstilling þjóðarinnar til efnalegrar við- reisnar. Okkur vantar fé til nálega allra framkvæmda. Það er okkar bagalegi farartálmi og liggur eins og mara á öllum þeim mönnum, sem setja markið hærra en svo, að þeir geri sig ánægða með að tóra ein- hvern veginn. Og fátt sýnir betur fátækt og smæð íslenzku þjóðarinn- ar, samanborið við aðrar þjóðir, en einmitt lántökur hennar erlendis. Þegar við íslendingar tökum 4—5 ntiljón króna lán í útlöndum, fer hrollur um þjóðina, því að allir skilja, að slikt er þungur baggi á hið fámenna þjóðfélag. En jafn- framt vitum við, að hjá nágranna- þjóð okkar, Svíum, sem einnig teljast til smáþjóða, eru til mið- aldra tnenn, sem hafa efni á því að stofna 20—30 miljón króna sjóði til stvrktar hinum og öðrum menn- ingarlegum hugsjónum. Ef Reykjavík ætti sér brot af þeim 240 miljónamæringum, sem talið er, að séu búsettir í Stokk- hólmi, mundi útlit bæjarins breyt- ast mjög í náinni framtíð. Þá mundum við, eins og flestir aðrir höfuðstaðir, eignast a. m. k. eina glæsilega miðbæjargötu, þar sem menn gætu gengið með þeirri til- hugsun, að Reykjavík væri sam- boðin fegurð landsins okkar. ís- lendingar verða ekki hamingjusöm þjóð fyr en misræmið milli auðlegð- ar landsins og fátæktar þjóðarinn- ar minkar til verulegra muna. En til þess að svo megi verða, þarf að skapa íslenzkum atvinnuvegum meira öryggi en nú er, og jafnframt þurfa allir íslendingar að vakna til aukinnar atorku, sparsemi og nægjusemi. RORG KVENNANNA Margt er skrítið í Ameríku. Meðal annars er þar borg ein, sem því nær eingöngu er bygð konurn. l>að er borgin Troy við Hudson- fljótið. Þar erit utn 125 þúsund íbúar og þar af aðeins 18 þúsund karlmenn; hitt eru konur. Menn skyldu ná máske álíta, að konur þessar væru allar karlhatar- ar. En það er nú síður en svo. Á- stæðan er blátt áfrarn atvinnulegs eðlis. Þar er framleiddur iðnaður, sem einungis konur geta unnið að. Og það kynlega við þessa kvenna- borg er það, að þaö sem þar er framleitt, eru — karlmannaskvrtur. —Alþbl. A fíÉTTUM TIMA TIL MOfífíUNVEfíÐAR Máfarnir elta oft skipin milli hafna, eins og kunnugt er, og þeir láta sig jafnvel ekki muna um það að elta skipin yfir Atlantshafið. En oft taka þeir sér hvíld yfir nóttina, setjast á bylgjurnar og fá sér dúr, en láta skipið halda áfram. En um leið og birtir hefja þeir sig til flugs, taka stefnuna og eru álla jafna búnir að ná skipinu fyrir morgunverðartíma. —Alþbl. Gullbrúðkaup í Selkirk Fimmtíu ára hjúskaparafmæli áttu þau hjón, Þorkell Gíslason og Guðrún Magnúsdóttir kona hans, sem nú eru búsett í Selkirk. í til- efni af því gengust börn þeirra og vinir fyrir veglegu samsæti þeim til heiðurs þ. 6. nóv. s.l. Fór samsætið fram í húsi þeirra Mr. og Mrs. Fred Fidler, tengda- sonar og dóttur þeirra gullbrúð- hjóna, og hófst laust eftir kl. 3 síð- degis. Var fyrst sunginn sálmurinn “Hve gott og fagurt og indælt er, þá lesinn biblíukafli, er séra Jó- hann Bjarnason las og flutti bæn, en síðan sungið versið fagra: “Ó, lifsins faðir, láni krýn.’’ Margt fólk þarna saman komið, svo að húsfylli var næst, eða vel það.— Þau Þorkell Gíslason og kona hans voru gift að Ökrum í Hraun- hreppi af séra Stefáni Jónssyni þá presti í Hítarnesi, en síðar að Stað- arhrauni. Ein kona, Miss Sigríður Jakobsson frá Winnipeg, er verið hafði í brúðkaupsveizlu þeirra á Ökrum, var þarna viðstödd og sat við hlið gullbrúðar í þessari hinni síðari veizlu. Þorkell og Guðrún fluttu vestur um haf 1898. Áttu þá fyrst heima í Winnipeg, síðan í Selkirk, en fluttu þaðan til Mikleyjar og bjuggu var í allmörg ár, fyrst að Hóli, en svo á Breiðabólsstað. Fluttu síðan til Selkirk aftur og hafa átt þar heima nú í allmörg ár. —Á íslandi var bústaður þeirra i Fögruskógum, í Kolbeinsstaðar- hreppi. Mun sá bær nú oftast nefndur í Skógum, þó lengra nafn- iö sé hið rétta og upprunalega heiti þeirrar bújarðar. Af sjö börnum þeirra hjóna eru fjögur á lífi og öll hér vestra og svo að segja í nágrenni við foreldra sína, eða því sem næst. Þau eru þessi: (1) Þórunn Helga Jakobsson, kona Jakobs Jakobssonar, útvegs- manns á Gimli. (2) Gíslína Jarþrúður, Mrs. Fred. Fidler í Selkirk. (3) Andrés og (4) Magnús, stunda báðir búskap í bygðinni norður af Selkirk, annar skamt frá bænum, en hinn nokkru lengra norður öll eru þau systkin vel gefin og myndarfólk, svo sem for- eldrar þeirra eru og ættfólk. Gjafir til gullbrúðhjóna á þess- um heiðursdegi þeirra voru stólar tveir, alldýrir og vandaðir, annar frá börnum þeirra, en hinn frá vin- um og veizlugestum, er með þeim systkinum höfðu efnt til þessa mannfagnaðar. Sömuleiðis göngu- stafur til gullbrúðguma og stór og fagur blómvöndum til gullbrúðar, afhentur af smámeyju, Pearl Thór- unn Margaret að nafni, dótturdótt- KAUPIÐ AVALT LUMBER hjá THE EMPIRE SASH & DOOR CO. LTD. HENRY AVENUE and ARGYLE STREET Winnipeg, Man. - Phone 95 551 Business and Professional Cards DR. B. J. BRANDSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedj Sts. Phone 21 834—Office timar 3-4.30 Heimili: 214 WAVERLEY ST. Phone 403 288 Winnipeg, Manltoba DR. B. H.OLSON Phones: 35 07 6 906 047 Consultation by Appointment Only Heimili: 5 ST. JAMES PLACE Winnipeg, Manitoba DR. ROBERT BLACK Dr. P. H. T. Thorlakson Sérfrœðingur I eyrna, augna, nef 206 Medica! Arts Bldg. og hálssjúkdómum. 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Cor. Graham & Kennedy Phone 22 866 ViBtalstimi — 11 til 1 og 2 til 5 Kes 114 GRENFELL BLVD. Skrifstofusiml — 22 261 Phone 62 200 Heimili — 401 991 i Dr. S. J. Johannesson 272 HOME ST. STE. 4 THELMA APTS. á fyrsta gðlfi Talsími 30 877 Vtðtalstfmi 3—5 e. h. H. A. BERGMAN. K.C. íslenzkur lögfrœfiimwr Skrifstofa: Room 811 McArthui Buildlng, Portage Ave. P.O. Box 16 56 PHONES 95 052 oB 39 043 LINDAL, BUHR & STEFÁNSSON Barristers, Solicitors, Notaries, etc. \V. ,J. Lindui. K.C., A. Uuhr Björn Stcfúnsson Telephone 97 621 Offices: 325 MAIN STREET A.S. BARDAL 84 8 SHERBROOKE ST. Selur llkkistur og annast um út- farir Allur útbúnaður sá bezti. Ennfremur selur hann allskonai minnisvaröa og legsteina. Skrifstofu talsími: 86 607 Heimilis talsími: 501 562 ir Mrs. Jakobsson á Gimli, en dótt- ir þeirra Mr. og Mrs. Richard Vopni, í Winnipeg. Er litla stúlk- an fjórði liður í ættbálki þeirra gul 1 br úð h j óna.— Brúðkaupsljóð hafði Margrét skáldkona Sigurðsson ort við þetta tækifæri, og las það Ásgeir Bjarna- son þar í veizlunni. — Læt eg ljóð þetta fylgja þessu fréttabréfi. Veitingar allar voru hinar beztu. Vill Mrs. Fidler sem bezt þakka kvenfélagskonum fyrir ágæta hjálp við veizluhaldið. Sömuleiöis eru hér alúðarþakkir frá gullbrúðhjón- um til barna og vina, fyrir dýrar gjafir og samsætið mjög svo á- nægjulega.—Fréttaritari Lögb. Ort til Þorkels Gislasonar og konu hans 6. nóv. 1938 í fimmtiu ár svo fagurt leiðst þið hafið, fetað dygða og kærleiksríka braut; ykkar pund hér aldrei moldu grafið, alföðurnum trevst í gleði og þraut; staðað trygg þá stormar náðu hvína í stórsjó lífsins þessa hálfu öld. Sigurs geislar sólfagrir nú skína á silfurhærur y.kkar hér í kvöld. Ykkur leiði alvalds blíða höndin ófarinn um bjartan lífsins stig; vkkur forðist ami, neyð og gröndin, ykkur verndi mildin dásamlig. Lífið svo i lukku gengi og sóma, langa tið með háum vina fjöld, hrein umþakin heiðurs dýrðar ljóma, vor heil er ósk til ykkar nú í kvöld. Margrét J. Sigurdson. DRS. H. R. & H. W. TWEED Tannlœknar 40 6 TORONTO GENERAL TRUSTS BUILDING Cor. Portage Ave. og Smith 8t. PHONE 26 545 WTNNIPEO DR. A. V. JOHNSON Dentist 506 SOMERSET BLDG. Telephone 88 124 Home Telephone 36 888 J. T. THORSON, K.C. íslenzkur lögfrœöinyur 800 GREAT WEST PERM. BLD Phone 94 668 J. J. SWANSON & CO. LIMITED 601 PARIS BLDG., WINNIPEG Fasteignasalar. Leigja hús. Ot vega peningalán og eldsábyrgS ar öllu tægi. PHONE 94 221 ST. REGIS HOTEL 285 SMITH ST„ WINNIPEr pœgilegur og rólegur bústaön’ miöbiki borgarinnar. Herbergi $2.00 og þar yftr: m« baCklefa $3.00 og þar yfir Agætar máltlCir 40c—60r Free Parking for (íuests Merkur legsteinn fundinn Nýlega fanst í gömlum kirkju- garði að Höfða á Höfðaströnd forn og merkur legsteinn, sem vitað er að Bjarni Pálsson landlæknir hafi látið gera yfir móður sína, sem jarðsett var í Höfðakirkju. Legsteinninn er úr marmara og höggvin á hann svofeld áletrun : “Hér undir hvílir góð kona og guðrækin, vitur og vinsæl, gjöful og gestrisin, Sigríður Ásmunds- dóttir, kvinna séra Páls Bjarnason- ar, prests að Hvanneyri og Upsum. Hún lifði 17 ár ógift en 31 í hjóna- bandi. Fæddi hún bónda sínum 16 börn. Lifa nú 4 svnir og 8 dætur. Öllum þeim kom hún til einhvers þroska og andaðist árið 1754, þ. 26. maí á 71. ári aldurs síns.’’ Á eftir þessu fer tilvitnaður orðs- kviður svohljóðandi: “Krfiði þess hins réttláta stefnir til lífsins, en ávöxtur hins illa til syndarinnar.”—Morgunhl. 18. okt.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.