Lögberg - 17.11.1938, Blaðsíða 4

Lögberg - 17.11.1938, Blaðsíða 4
4 LÖGBER/G, FIMTUDAGINN 17. NÓVEMBER, 1938 --------------- Högberg ---------------------------- GefiS flt hvern fimtudag af THK COIiUMBIA PRESS, IAMITKI) (195 Sargent Ave., Winnipeg, Manltoba Utanáskrift ritstjórans: EDITOR LÖGBBRG, 69 5 Sargent Ave., Winnipeg, Man. Editor: EINAR P. JÖNSSON Verð $3.00 um árið — Borgist fyrirfram The ‘‘Lögberg” is printed and published by The Columbia Press, Limited, 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba PHONE 86 327 Héðan og handan Ellefti nóvember er um garð genginn; dagurinn, sem helgaður er minningunni um vopnahléið 1918, og hinum mörgu og mætu sonum þessarar þjóðar og annara banda- þjóða, er líf sitt létu í heimsstyrjöldinni miklu; þeim ægi- legasta hildarleik, sem sögur fara af; að minning þeirra sé í heiðri höfð, er borgaraleg skylda en engin dygð; þeir létu líf sitt fyrir málstað, sem þeir töldu þess verðan að fórna fyrir hverju sem var; málstað helgra mannréttinda; málstað frelsisins á jarðríki; málstað kristninnar um ævarandi bræðralag manna á meðal; málstað þess alls, sem fórnandi væri blóði fyrir; það er ekki þeirra sök, þó sá málstáður, sem þeir fórnuðu lífi fyrir hafi síðan verið að vettugi virtur, og lægstu hvatir mannlegrar græðgi fengið yfirhönd; þeir gengu dauðanum á hönd í þeirri fullu vissu, að ekki hefði verið til einkis barist. En hvernig horfa svo málin við í dag? Yfirvofandi blikur og bakkar sýnast færa illu Jieilli alþjóð manna heim sann- inn um það, að 11. nóvember 1918 hafi einungis táknað tímabundið vopnahlé í stað varanlegs friðar.— Að undirskrifuðu vopnahléi var tekið að semja um frið, þó með því væri í raun og veru verið að semja um nýjan ófrið. Versalasamningarnir voru ekki samningar um framtíðarfrið; ekkert það musteri mannlegra athafna, sem grundvallað er á hefndarhug, eins og þeir samningar voru, getur í nokkru formi haft blessun í för með sér; þar verður alt annað efst á baugi; hvort mannleg skamm- sýni hafi nokkru sinni komist á hærra sjtig en hún komst í Versölum meðan friðarsamningarnir voru á döfinni, verður að minsta kosti ávalt álitamál. Hjálmar frá Bólu var oft og einatt næsta markviss. Eftirgreindar ljóð- línur hans má réttilega heimfæra upp á Versala-farganið: ‘ ‘ Halda þar daglegt hreppaþing heimska, illgirni og svívirðing. ’ ’ Mannkynið er nú daglega að súpa seyðið af þvi hvernig í pottinn var búið í Versölum að lokinni styrjöld. Af liinum svonefndu friðarsamningum í Versölum, eða liinu upprunalega formi þeirra, er nú hvorki eftir tjándur né titur. Hitler sá um það. Og Þjóðbandalagið, sakir sviksemi og fláttskapar guðfeðra sinna, flakir í sár- um merglaust og máttarvana. Þarna er þá niður kominn samanlagður árangur vitfirringarinnar í Versölum, sem friða átti heiminn. Ekki var von að vel færi. -t- -f ♦ Fyrir fáum dögum framdi unglingspiltur af Gyð- ingaætt glæp í París; hann skaut á einn af embættis mönnum þýzku sendisveitarinnar þar í borginni og særði hann svo alvarlega að maðurinn lézt skömmu síðar; pilt- urinn játaði þegar á sig sök og kvaðst hafa gripið til þessa örþrifaráðs til þess að ná sér niðri á Hitler fyrir það að hafa gert foreldra sína landræka úr Þýzkalandi; pilturinn situr í varðhaldi og bíður dóms. Með atburð þenna sem átyllu, hefja þeir Hitler og Goering svo brjál- æðislegar árásir á Gyðinga í Þýzkalandi, að heimurinn stendur á öndinni yfir, og er slíkt sízt að undra. Band- óðum múgi er sigað á Gyðingahverfin í stórborgum Þýzkalands, þar sem alt er brjálað og bramlað; híbýli Gyðinga eru jöfnuð við jörðu, og svo gengið frá sölu- búðum þeirra, að ekki stendur steinn yfir steini. Ofan á alt þetta bætist svo það, að stjórnin krefst $400,000,000 í skaðabætur af Gyðingum fyrir það, sem spellvirkjar henn- ar höfðu fært úr lagi fyrir þeim. Þessi sálarfræði mun vera einstæð í sögunni, og hvergi fyrirfinnanleg nema í ríki Hitlers. En Hitler lét ekki staðar numið með þessu, heldur bætti hann gráu ofan á svart með því að leggja löghald á alt það fé, er Gyðingar áttu í bönkum á Þýzka- landi; auk þess er krafist, að þeir láti tafarlaust reisa þau hús af nýju, sem voru eyðilögð, og gera við öll önnur, og þetta eiga þeir að borga úr eigin vasa eftir að búið er að ræna þá hverjum skildingi. Hvað verðtir um þessa menn! Því voru þeir ekki skotnir í stað þses að senda þá í þúsundatali á vonarvöl ? Allir menn eiga sameiginlegan fæðingarrétt; allir sömu mold að móður. Gyðingar eru þar engin undan- tekning. Ofsóknir Hitlers á hendur þeim, kóróna djöful- æði allra alda. Fá orð í fullri meiningi Verðmæti og langmæli eiga ekki ávalt samleiS; ein einasta vísa get- ur oft og einatt átt lífrænni tilveru- rétt en loöin, aS nafni til rímstuSl- uð lángavitleysa; stutt ávarp í ó- bundnu máli, verður þráfaldlega á- hrifameira en langur ræðulopi; fá- yrt minningarorS um látinn vin auðugri að huggun í sorg en slepju- leg og innihaldslaus mærð. Og venjulegast hitta þeir bezt í mark, sem stilla orðum sínum í hóf, og hnitmiða þau við tilgang og efni. Þórliallur biskup Bjarnason var fyrirmynd sinnar tíðar að því er við kom ljósri og kjarnyrtri fram- setning í óbundnu máli; sumar ó- gleymanlegustu ritgerðir hans í Kirkjublaðinu voru ekki nema fjórir til fimm þumlungar, og með þessum hætti varð liann flestum markvissari; . mælgi var honum hrein og bein viðurstygð. Þróttur íslenzkunnar nýtur sín bezt í ineitl- uðum kjarnyrðum; þar er öll af- vötnun óþörf. Með línum þessurn vill Lögberg brýna það fyrir almenningi, að greinar þær, sem þvi verða sendar, erfiminningar og ritgerðir um önn- ur efni, taki ekki að ófyrirsynju upp rúm sakir ítrekaðra málaleng- inga eða orðavafsturs, sem hvergi hittir í mark. Þrennar ankakosningar Á þriðjudaginn var fóru fram aukakosningar til sambandsþings í þremur kjördæmum; öll höfðu þau kjördæmi sent íhaldsfulltrúa á þing í almennu kosningunum 1935, og gerði Dr. Manion sér háar hug- myndir um það, að nú myndu úr- slitin verða þau sömu; en hér fór á annan veg. í Brandon kjördæmi, sem átt hafði íhaldsfulltrúa á þingi síðan 1930 gekk frambjóðandi liberal-stefnunnar, Mr. J. E. Matt- hews, sigrandi af hólmi með miklu afli atkvæða umfram báða keppi- nauta sína, þá Mr. Beaubier, fram- bjóðanda ihaldsmanna og Mr. Wood, er fram sótti undir merkj- um C.C.F. flokksins. Dr. Manion flutti ræðu í Brandon meðan á kosningahríðinni stóð, og veittist þunglega að Mr. King og ráðuneyti hans fyrir fjárframlög til átvinnu- leysingja í atvinnu stað; þetta hefir auðsjáanlega ekki fallið í frjóva jörð hjá kjósendum Brandon kjör- dæmis, og þeir heldur hreint ekki sennilega búnir að gleyma því er viðgekst í hliðstæðum efnum meðan Dr. Manion sat til hægri handar Mr. Bennett í ráðuneyti hans frá 1930 til 1935; þá kvað nokkuð við annan tón hjá Dr. Manion; þessu er fólkið ekki enn búið að gleyma. Rógur sá, er stjórnarandstæðingar reyndu að smeygja inn hjá kjós- endum í Brandon .kjördæmi um at- hafnaleysi núverandi stjórnar, fann ekki náð i augum kjósenda; þeir fundu til þess að þeir ætti stjórn- inni margt og mikilvægt upp að unna, svo sem fyrirmælin um lág- marksverð hveitis og viðskifta- samning hennar við Bandaríkin með meiru og fleiru.— í London kjördæminu var Dr. Manion kosinn til sambandsþings á þriðjudaginn í harðsnúinni glímu við Mr. Hall, er bauð sig fram af hálfu C.C.F. Og í Waterloo South náði frambjóðandi íhaldsmann, Mr. Homuth kosningu með miklu afli atkvæða. Þessi tvö kjördæmi hafa um langt skeið talist með traustustu varnarvirkjum afturhaldsfylking- anna. Framboð í 2. kjördeild Við bæjarstjórnarkosningarnar,: sem fram fara i Winnipeg þann 25. þ. m., kýs 2. kjördeild þrjá fulltrúa; úr nógu er þar að velja engur síður en í borgarstjóraem- bættið; hvernig til tekst um valið, skiftir að sjálfsögðu meginmáli. Mr. Victor G. Anderson leitar kosningar í áminstri kjördeild; hann hefir áður setið í bæjarstjórn, og getið sér þar hinn bezta orðstír sakir skyldurækni í starfi og frá- bærs samvinnu þýðleiks; hann hefir aldrei talið eftir sér nein þau spor, sem hann hefir stigið í þjóustu rettbræðra sinna, ög þau hafa verið mörg. Mr. Anderson á það inni hjá íslendingum, að þeir veiti hon- um óskift fulltingi á kosningadag- inn. Þeir bæjarfultrúarnir C. Rhodes Smith og Garnet Coulter, verð- skulda báðir endurkosningu. Mr. Sinith er enn ungur maður og lík- legur til margvíslegra nytja í bæj- arfélagi voru; hann er góður dreng- ur og batnandi. prúður í fasi, en þéttur á velli og þéttur í lund. Og þó Mr. Coulter sé enginn sérlegur áhlaupamaður, þá er hann þó lið- tækur hvar sem er og hinn liollráð- asti. önnur kjördeild yrði vel sæmd af vali þessara þriggja manna í bæjarstjórn. Þrír í vali Alt er þegar þrent er, segir gamla máltækið. Kjósendur Winnipeg- borgar hafa úr nógu að velja við bæjarstjórnarkosningarnar í Win- nipeg þann 25. þ. m., að því er borgarstjóraefnum viðvíkur, því þrir verða í kjöri. Keppinautarnir eru þeir Mr. John Queen, núver- andi borgarstjóri; Mr. Travers Sweatman, K.C., og Mr. E. D. Höneyman, K.C. Hefir Mr. Honey- man átt um tíu ára skeið sæti í bæj- arstjórn sem fulltrúi 1. kjördeildar, og síðustu tvö árin gegnt formanns- störfum í fjárhagsnefnd borgar- ráðsins. Gaman og alvara Mr. S. Guðmundsson sendir mér vinarkveðju í síðasta blaði Lögb. Eg las með ánægju gamansemina í fyrsta kaflanum, og einnig hans vitra dóm þar sem hann gerir upp á milli okkar, og er það víst að eg hefði ekki getað neitt betra kosið frá hans hendi. Skáldskapinn, sem hann segist hafa “úr bréfum” skildi eg ekki í fyrstu. En eg sé að hann sver sig í ætt göfugra foreldra. Andlega líkist hann mjög Gróu sál- ugu á Leiti, en að yfirbragði og vallarsýn fréttaritaranum frá Ed- monton. Það var ekki laust við að eg vorkendi “Mr. Gíslason” allar þessar hrakfarir, en þar sem hann aldrei hafði látið mig vita neitt um það að hann hefði verið að trana sér svona fram, hélt eg þó að við værum góðkunningjar. Þá varð mér það að orði, að þetta sé honum bara fjandans mátulegt. Á öðrum stað í Lögb. sá eg þess getið að Mr. S. G. hefir í hyggju að flytja frá Alberta. Vil eg óska að ferðin gangi honum vel: að hann “nefnilega verði ekki stuck” þegar hann fer að “smögla” doð- ranti sínum út úr Alberta. og hon- um megi takast að fela sig í “þanka- þoku” svo engin “vísindaleg stefnu- skrá” eða annað “fargan” nái i hann aftur. Og að hugarangur hans út af illgresinu í Alberta þurk- ist sem allra fyrst út og verð i“nil.” Eg kveð hann með vinsemd og beztu óskum. Hjálmar Gíslason. Á krossgötum í dag er fyrsti vetrardagur. Hefir sumarið reynst betra en á horfðist um sinn. Vorgróður kom snemma, enda veitti ekki af, eftir hina miklu heyhrakninga á fyrra ári. Síld- veiði byrjaði einnig snemma, og fór vel af stað. En svo komu lang- varandi vorkuldar og gróður eyði- lagðist eða sölnaði að miklum mun, og ógæftir og sjávarkuldar tóku fyrir síldveiðar um langan tíma. En tíðin batnaði er á leið sumar, heyskaparnýting mun sjaldan hafa verið jafn góð um alt land, og síld- veiði varð mikil er til kom. Þá hafa dilkar verið með vænsta móti, er það talið stafa af því að lengi sumar hafi sauðfé haft nýgræðing, framan af á láglendi, en síðan færði fénaður sig ofan í beitilönd, eftir því sem kjarngresið spratt, en þetta tók lengri tíma nú en endranær, sakir kuldanna framan af sumri. Verðlag er óhagstæðara á þessu ári en hinu fyrra, en þar ráða önnur skilyrði. ♦ Björn Blöndal löggæzlumaður var staddur á Bíldudal við Arnarfjörð 7. þ. m. Skýrir hann frá því, að þá hafi Arnarfjörður verið “fullur af fiski,” en aðeins tveir bátar hafi stundað þar veiðar. Voru það litlir, opnir vélbátar, og veiði þeirra hvors um sig um 400 af þorski á dag, en meira báru bátarnir ekki. Veitt var á linu, og gizkaði Björn á að lengd hennar svaraði því, að fiskur væri á þriðja hverjum öngli. Enn skýrði Björn frá því, að einn daginn hefðu fjórir drengir frá Bíldudal róið með handfæri út undir Kol- grafarhrygg, en hann er rétt utan hafnarinnar, og fengu þeir sem svaráði 15 krónu hlut. Einhvern- tíma hefði notast betur að slikri veiðisæld í Arnarfirði, en nú vant- ar annaðhvort báta og önnur veiði- færi ellegar framtak að bjarga sér, nema hvorutveggja sé. Verðlag á Sendið Jólapantanir yðar snemma SÝNIÐ Santa Claus uin- hyggjusemi og yður sjálfum líka með því að gera kaup yðar SNEMMA. Með þessum hætti trvgg- ið þér yður fljóta af- greiðslu, komist hjá jóla- ösinni — og getið verið vissir um að fá valið úr fullkomnum vörubirgðum, — og veitt sjálfum yður nægilegt svigrúm til þess að útvega yður jölabögla og sjá um flutning þeirra. Eaton’s Ilaust og Vetrar verðskrá er full af uppá- stungum um jólagjafir til þess að gleðja unga og aldna um jólahátíðina. S e n d i ð pantanir yðar snemma. EATONS

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.