Lögberg - 17.11.1938, Side 6

Lögberg - 17.11.1938, Side 6
6_ ■ __________LÖGBEBG, FIMT UDAGINN 17. NÓVEMBER, 1938 |----------GUÐSDOMUR----------------------------j Hún lyngdi niöur augunum og mælti hálf-hátt: "Það voruö þér sem mó'ðguðuö mig fyrst — og eg hafði eigi annað mér til varnar en orðin.” Gerald hafði nú þegar jafnað sig aftur og virtist iðrast þess hve mjög hann hafði þotið upp. “Eg er hræddur um að eg neyðist til þess að móðga yður enn á ný,” svaraði hann, ofur-rólega og kuldalega. "Það er mál, sem við hljótum fyr e“ða síðar að spjalla um, og þar sem við erum hér nú tvö, þá er réttast að gera það nú þegar.” Enda þótt orð þessi væru fremur óskiljanleg, virtist Danira þó liafa skilið þau, þar sem hún beiddist alls engr- ar útskýringar. Fjarri fór því þó, að hún liti undan, heldur virtist hún þess albúin, að þoka hvergi. “Fyrir átta dögum þurfti eg að koma boðum til setu- liðsstjórans, sem eigi mátti fresta,” hélt Gerald áfram máli sínu, “og fór því árla morguns fótgangandi frá kastal- anum til borgarinnar. Þér þekkið að líkindum litla húsið, er slavneski sjó- maðurinn býr í, spottakorn frá veginum, og þarf eg því eigi að lýsa því fyrir yður. — Þa^ var fyrir dögun er eg gekk þar fram hjá, og sá eg þá, að hurðinni var hrundið upp og að karlmaður og kvenmaður komu þar út. Karlmaðurinn var ekki I. Obrevic, heldur ungur mað- ur, grannvaxinn, i hérlendum þjóðbúningi, og stúlkuna þekti eg glögt, þrátt fyrir morgun-þokuna; en hvernig hún hefir komist út um borgarhliðið, sem eigi er opnað fyrir neinum um nætur, nema hann viti inngangsorðið, skil eg ekki, né heldur hvernig hún hefir aftur komist inn i borgina. Þau kvöddust ofur innilega og stefndi hún svo til borgarinnar, en hann til fjalla. En borgarhliðið hafði alls eigi verið opnað um nótt- ina, því eg var fyrsti maðurinn, sem lokið var upp fyrir.” Að svo mæltu þagnaði Gerald, sem hann vænti svars, en unga stúlkan svaraði alls engu og gerði enga tilraun til að verja sig. Gerald varð á hinn bóginn enn dimmari á svipinn og mælti að lokum í all-fyrirlitlegum róm: “Eg hefi að vísu engan rétt til þess að blanda mér í hjartnanna málefni, en á hinn bóginn fylstu ástæðu til þess að ætla, að hér búi og annað undir, því að fáum dögum síðar kom I. Obrevic til borgarinnar og kemur hann einnig í hús það er eg nefndi áðan og fær þar að líkindum fregnir frá heimili setuliðsstjórans.” “Hinn ungi landi hans hefir að líkindufn aðeins átt að ryðja honum braut,” mælti Gerald ennfremur. “Sögu- tilbúninginn um samningaleitan hans legg eg engan trúnað á.” Nú varð þögn að nýju, með því að Daníra mælti eigi orð frá munni, enda þótt auðséð væri að hún hafði stvgst rnjög. — Hún varð enn fölari í andliti, brjóstin lyftust upp og niður og hún þrýsti saman vörunum, eins og til þess að varast, að segja nokkurt orð. “Þér neitið þá, að gefa nokkra skýringu,” hélt Gerald áfram, “og tek eg það þá sem vott þess að grunur minn sé réttur; en þér hljótið að skilja að þar sem hér er um mál að ræða, sem snertir öruggleik hersins, þá hlýt eg að skýra ofurstanum frá því, að setið sé á svikráðum við hann, á hans eigin heimili.” “Jafnframt mun eg þó mælast til þess,” mælti Gerald ennfremur, “að hann segi Edith ekki frá þessu, þar sem eg vil eigi að unnusta mín fái að vita á hvaða stað og tíma uppeldissystir hennar tekur á móti ókunnugum manni, sem—” Hann lauk ekki við setninguna, því Daníra greip fram í. “Þey!” mælti hún. “Hættið þessum móðgunarorðum, hr. Steinach. Þér talið um — bróður minn.” Þetta mælti hún með slíkri ákefð og jafnframt svo sannfærandi, að enginn gat efað. Steinach datt heldur ekki í hug að véfengja orð hennar, en þetta kom svo flatt upp á hann, að honum varð það á, að taka upp orðin aftur: “Bróður yðar ?” “Stefán Stersovac — já! Eg fann hann nótt þá er þér nefnið, hann, og engan annan.” Það var, sem létt væri steini af Gerald, og vissi hann eigi sjálfur, hvernig á því stóð. Landráðin voru að vísu söm eftir sem áður, en hon- um fanst að hann gæti heldur fyrirgefið þau en hinn gruninn, sem vakið hafði fyrirliningu hans. “Þá verð eg að biðja yður fyrirgefningar,” mælti hann. “Mér gat ekki til hugar komið að systkini þyrftu að hittast með slíkri leynd.” “Er það mér að kenna, þó að bróðir minn þori ekki að finna mig opinberlega?” spurði Daníra. “Hann var við málin riðinn, er Obrevic yngri komst á yðar vald, og á sama á hættu, fari hann eigi varlega.” “Og þó hætti hann sér rétt til borgarinnar,” mælti Gerald. “Gerði hann það í raun og veru aðeins í þvi skyni, að heilsa systur sinni, sem hann hafði aldrei hirt um áður?” Þetta sagði Gerald mjög alvarlega, enda þótt tónninn i rödd hans væri nú annar en áður. “Hr. Steinach,” mælti Daníra fljótlega. “Gegn vilja mínum hefi eg sagt yður frá leyndarmáli, af því að þér genguð svo afarhart að mér, og veit eg að þér misbrúkið eigi játningu mína, sem þannig stendur á.” “Þér verðið þá að sannfæra mig um að eg geti þagað, an þess að bregðast skyldu minni” svaraði Gerald. “Vér erurn sem í eldfjalli staddir, eigum hvívetna hatri og fjandmönnum að mæta og verðum því að vera varir um oss. — En eg hefi þegar einu sinni haft yður fyrir rangri sök, ungfrú góð, og vil ógjarna gjöra það í annað skifti. — Segið mér því, hvort þér getið varið það, sem yður og bróður yðar fór á milli umrædda nótt, hvort þér getið varið það gagnvart þeim manni, sem þér eigi svo margt að þakka.” “Sem eg get þakkað fyrir þrældóminn, sem eg hefi átt við að búa í æskunni!” greip Daníra fram í. “Eða eigið þér ekki við Arlow ofursta?” Gerald hniklaði brýrnar og mælti öllu harðmæltari en áður: “Ofurstanum er það að visu ljóst, að þér eruð enn sem gestur á heimili hans, en hins hefir hann fráleitt vænst, að þér væruð ber fjandmaður hans enda á hann það sízt skilið fyrir þá góðsemi sína, að taka tvö foreldra- laus börn að sér til umönnunar.” Ásökun þessi virtist aðeins æsa Daníru enn meira, og var sem elding leiftraði í augum hennar. “En hver var það, sem gerði okkur foreldralaus ?” spurði hún. “Hver var það, sem drap hann föður okkar? Særður banasári var hann dreginn hingað, til þess að deyja sem fangi, og móðir okkar andaðist úr hitaveiki, sem hún fékk í sjúkrahúsinu, er hún stundáði hann að bana kominn; og svo áttu þeir, sem svift höfðu okkur foreldrunum að manna okkur og kenna okkur góða siði!” “Eg var eigi spurð,” niælti hún ennfremur, “er eg var rifin frá ættjörð og heimkynni, heldur var farið með mig sem dauðan hlut, en bróður mínum tókst að komast undan og flýja aftur til fjalla. — En eg var svift ættjörð, foreldrum og vinum, og fékk i stað þess uppeldi, sem að- eins hefir gjört mig ógæfusama. Eg hefi verið sem fangi, af því að eg átti eigi annars kosti, en fundið til hlekkjanna síðan eg var barn, og hatað þá siðan eg fór að hugsa sem sjálfstæð vera. Nú varpa eg hlekkjunum af mér og vil vera frjáls.” Meðan Daníra lét dælu þessa ganga, varð hún æ á- kafari og æstari og gleymdi allri forsjálni. — Blóðið sté til höfuðs henni svo að andlit hennar, sem áður hafði verið fölt, varð blóðrjótt og líkami hennar skalf allur og titraði. Gerald stóð sem agndofa og hafði ekki augun af henni, því að geðshræringin og æsingin sem hún var í, fór hcnni svo prýðis vel og gerði hana svo töfrandi fagra. En nú heyrðist alt í einu kallað. Það var Edith sem komin var þangáð sem ferðinni var heitið, ásamt fylgdarmanni sínum, og hafði nú numið staðar, og veifaði vasaklúttium til að stríða þeim sem á eftir voru. Gerald vaknaði sem af draumi og strauk hendinni uni ennið. “Edith er að niinna okkur á að halda áfram,” mælti hann, og var einkennilegur titringur í röddinni, “enda er víst mál til komið, því að við vorurn rétt farin að gleyma því.” Daníra svaraði engu en lygndi aftur augunum og var nú sem sama óskýra draumbæjan hvíldi yfir henni sem fyr. Gerald gekk til múldýranna er voru að nasla nokkur strá, er spruttu þar milli steinanna. Hann tók í beizlin og mælti síðan aftur við Daníru: “Eitt orð enn, meðan við erum tvö! Þér voruð býsna einlæg við mig, ef til vill um of. — Getið þér sagt mér hvað skrafað var í húsi slavneska fiskimannsins um nótt- ina ?” “Nei,” svaraði Daníra stuttlega og í mjög ákveðnum róm. “Gott og vel, þá verð eg að tala,” mælti Gerald, “enda þótt eg eigi á hættu að þér álitið mig uppljóstrar- rnann, því að þegar um landráð ræðir—” “Landráð ?” greip Daníra fram í, og skalf í henni röddin. “Eg er enginn landráðamaður.” “Hvað kallið þér það,” mælti Gerald, “að brugga ráð gegn þeim, sem maður býr hjá? Það er yðar að verja það, en mitt er að gera ofurstanum aðvart og það þegar i dag.” Að svo mæltu ætlaði Gerald að hjálpa henni kurteis- lega á bak, en hún hafnaði þvi þegjandi og stökk sjálf upp i söðulinn. Gerald stökk einnig á bak og héldu þau svo áfram, án þess að mæla orð frá munni. “Þarna komið þið loksins,” mælti Edith, og var nú einkar kát og gáskafull. “En hvi stöðvuðuð þið allan þenna óratíma?” "Það var vegna útsýnisins,” svaraði Gerald stuttlega. "En þið hafið líka flýtt ykkur óvanalega mikið og hvernig féll þér við Jörgen sem fylgdarmann ?” “Ágætlega!” svaraði Edith hlæjandi. "En þú veröur þegar að skora hann á hólm, Gerald, þvi að hann hefir beðið mín, og í því efni gætt allra formreglna nákvæmlega. — Eg hefi beðið um umhugsunarfrest, því að ekki hæfir að visa umsvifalaust frá sér biðli, sem stendur til að erfa bóndabýli í Tyrol, eða hvað sýnist þér?” Gerald brosti að þessum gamanyrðum unnustunnar, og var nú að öllu hinn stimamjúkasti við hana. Engu likara en hann fyndi að hann þyrfti að leita verndar hjá henni gegn einhverju, sem hann eigi gat gert sér grein fyrir hvað var. ♦ -f Nóttin var heiðskýr og stjörnurnar tindrandi á himin- hvelfingunni, en þokulæða grúfði yfir borginni, og flóan- um, svo að aðeins sá á fjallatoppana, gnæfandi við himin- inn. Allir voru löngu háttaðir, bæði á heimili setuliðs- stjórans og annarsstaðar. Arlow ofursti hafði brugðið sér til næstu borgar, þvi að þar var og setulið. — Hafði hann þvi komið seint heim um kvöldið, og hitti því ekki Gerald, sem lengi hafði beðið lians, en varð að fara til kastalans á ákveðinni stundu. Gerald hafði því aðeins skilið eftir örfáar línur til ofurstans, þar sem hann réð honum, að gæta allrar var- kárni, þar sem ástæða væri til að ætla, að véra I. Obrevics þar i borginni stæði í sambandi við eitthvert leynimakk, er hann kvaðst mundu skýra honum nánar frá daginn pftir. Ofurstinn hristi höfuðið er hann las þetta; en þar sem hann viss.i hve ógjarnt Gerald var að hlaupa á sig, skipaði hann þó að gera sér tafarlaust vart við, ef eitthvað óvanalegt kæmi fyrir, og fór síðan að hátta. í svefnherbergi ungu stúlknnna, er lágu hvort hjá öðru, var einnig komin kyrð á. Edith hafði verið þreytt eftir reiðina um daginn og hafði því strax sofnað og var nú að dreyma það, sem gjörst hafði síðustu klukkustundirnar, sem höfðu verið svo óvanalega skemtilegar. Gerald hafði að vísu fundið upp á því, að standa miklu skemur við i kastalanum, en ráð var fyrir gert, svo að þau höfðu í raun og veru sáralítið skoðað þar, en það skifti lika litlu. Það sem eftir var af ferðinni, hafði Gerald eirxnig verið alvarlegri en áður, en þó á hinn bóginn miklu hugs- uarsamari um hana og innilegri en nokkuru sinni fyr. Á heimleiðinni hafði hann eigi frá henni vikið, og eigi yrt á Daníru, sem reið ein sér. Edith hafði í stuttu máli skemt sér fjarska vel. Lampinn, sem logaði í svefnherberginu, varpaði daufu ljósi á rúmið, þar sem unga stúlkan svaf. Bjarthærða höfuðið hallaðist ögn á koddanum, og brjóstið bærðist upp og niður eftir andardrættinum, sem var djúpur og rólegur. Varirnar voru hálf-opnar og blítt brosið kringum þær sem sýndi að bjartar draumsýnir svifu umhverfis hana. Flún var í svefninum sem áhyggjulaust barn. Klukkan var þegar yfir tólf, er hurðinni á hliðar- herberginu var hrundið upp og kom Daníra þar út. Hún var í ferðafötum og í regnkápu, sem náði niður á tær. Hún gekk hljóðlaust eftir gólfábreiðunni og nam staðar hjá rúminu og beygði sig ofan að Edith svo að hún andaði því sem næst á kinnina á henni. Svona stóð hún nokkrar mínútur í sömu sporum og hafði eigi augun af Edith, unz nokkrir tára-dropar féllu frá dökku augnahárunum hennar ofan á kinnina á Edith. Edith hrökk upp, og opnaði augun. “Daníra — ert það þú?” spurði hún naumast hálf- vöknuð. Daníra kiptist við og var sem hún ætlaði sér að flvja; en er Edith, hálf-sofandi, sagði aftur: “Hvað viltu mér?” nam hún staðar og mælti í hvíslandi róm: “Kveðja þig!”

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.