Lögberg - 15.12.1938, Blaðsíða 1

Lögberg - 15.12.1938, Blaðsíða 1
PHONE 86 311 Seven t/lnes # ' ,e'eVC •V^o< • Servloe and Satlsfaction PHONE 86 311 Seven Ijines # •c^V® ^ j!’or Better Dry Cleaning and Laundry 51. ARGANOUR LÖGBERG, FIMTUDAGINN 15. DESEMBER 1938 NÚMER59 FriÖrik Stefánsson látinn Viðmótsprúður geði glöðu gekk hann fram t bltðu og stríðu, hœfur fyrir hœrri stöðu, hann var simutr stéttar prýði. Grímur Thomsen. Það kvistast ávalt eitthvað út úr manni sjálfum, er samferðamenn vorir hverfa oss sýn, og það því fremur sem samleiðin hefir verið löng og nákomin. L'ífinu er nú einu sinni þannig háttað, að greinar þess, smáar og stórar, stimpla á heildina sinn sérkennilega svip, auka á fjölbreytnina og treysta samræmi lits og línu frá kyni til kyns. Einstaklingslífið minnir á hljómbrot úr tónverki, sem ávalt er í sköpuri) eða vísu úr drápu, sem aldrei verður kveðin til fulls. “Einum lífið arma breiðir, öðrum dauðinn réttjr hönd. Veikt og sterkt í streng er undið, stórt og smátt er saman bundið.” Friðrik Stefánsson SAMBANDSKOSNINGAR NÆSTA AR Fréttaritari blaðsins Winnipeg Free Press í Ottawa, Mr. Chester Bloomi, lætur þess get- ið í fréttapistli á þriðjudaginn, að nú sé alment litið svo á í höfuðborg hinnar canadisku þjóðar, að almennar kosningar til sambandsþings muni fara fram seinni part komanda sum- ars; byggir Mr. Bloom skoðun sína á yfirlýsingu Mr. Kings, eða svari hans til Mr. Hepburns um það, að hann sé þess albú- inn að leita álits kjósenda um stefnu sína og Liberalflokksins, er lúti fyrst og síðast að fullri einingu hinnar canadisku þjóðar, eða einangrunar og upplausnar fargan það, sem samábyrgð þeirra Hepburns og Duplessis virðist hafa efst á baugi. Mr. -Bloom fullyrðir, að ráðuneyti þeirra Mr. Kings og Mr. Hep- burns, muni hvort uim sig, fylgja óskift foringjum sinum að mál- um. Mr. Hepburn hefir nú opin- berlega lýst yfir fullum fjand- skap við Mr. King; ekki tjáist hann því frábitinn að leggja Liberölum lið ef þeir skifti um leiðtoga fyrir næstu kosningar, en að öðrum kostum telur hann það ekki óhugsandi, að hann af tvennu illu kunni að verða neyddur til þess að styðja Dr. Manion. En í þvi falli að Liberalar skifti um forustu- mann, segist Mr. Hepburn ekki vera ófús / á að veita Mr. Gardiner fulltingi, ef til þess kæmi að hann yrði eftirmaður Mr. Kings. CHAMBERLAIN ■ FLYTUR RÆÐU Síðastliðinn þriðjudag flutti Chamberlain forsætisráðherra Breta ræðu í London í erlenda blaðamannafélaginu, þar sem hann ítrekaði afstöðu sina í þvi, að láta einkis þess ófreistað, er verða mætti Norðurálfufriði til eflingar; erindrekar Þýzkalands komu ekki á fundinn með þvi að vitað var, að Chamberlain myndi i ræðu sinni mótmæla stranglega ummælum þýzkra blaða um ýmsa áhrifamenn á b r e z k a sitjórnmálasviðinu. “Mennirnir breytast,” sagði Mr. Chamberlain, “og það gerir stjórnarfarið lika hjá öllum þjóðum heiims.” Hann ítrekaði fylgi brezku þjóðarinnar við hugsjónir lýðræðisins, þó hann á hinn bóginn teldi það sjálf- sagt, að tilhlýðileg virðing væri sýnd þeim þjóðum, sem kosið hefðu annað stjórnmálaviðhorf og annað stjórnarfar. Social Credit Col. H. W. Arnold í Saska- tóon hefir lýst yfir þcí, að Social Credit sinnar muni hafa fram- bjóðianda i kjöri í hverju Sas- katchewan kjördæmi við næstu sambandskosningar. Kjördæmin eru 2i talsins. Vísan undurfagra eftir Grím skáld Thomsen, sem prentuð er hér að ofan, minnir mig svo glögglega á þessum vegamótum á Friðrik Stefánsson, þennan hógláta gáfumann, er eg aldrei vissi til að léti stygðaryrði sér af vörum falla;' hann var á þessu sviði sérstæður maður, eins og reyndar í mörgu fleiru; hann var afar tilfinninganæmur mað- ur, þó dómgreind hans hefði yfirhönd, er til úrskurðar kom; hann gat í sinn hóp verið manna spaugilegastur í orði, þó jafnan gætti þar einnig þeirrar hófstill- ingar, er mótaði líf hans alt. Friðrik Stefánsson var gæfu- mðaur i þess orðs sönnustu merkingu; hann kvongaðist ung- ur, glæsilegri afbragðs konu, er ól honum glæsileg og gáfuð börn; heimilið varð ógleymanleg fyrirmynd, sakir ástúðar og Jjúfmannlegs bæjarbrags; yfir því hvíldi listrænn blær sannis- lenzikrar heiimilismenningar; gnótt var þar góðra bóka og mikið um söng; það var griða- staður listrænu, íslenzku fólki, og þar fann það sig heima. Friðrik Stefánsson var það sem kallað er sjálfmentur mað- ur, því lí-tt hafði hann af skóla- göngu að segja fremur en títt var um íslenzk landnemabörp; en hann var víðmentur maður eigi að síður; það var engan veginn auðvelt að koma að hon- um óvörum að því er viðvék innihaldi fagurfræðilegra bóka, eða söngmienning yfirleitt; í hvorutveggja var hann óvenju- lega vel heima; hann lék um langt skeið í hljómsveit Winni- pegborgar og átti frá þeim tím- um margar og ljúfar endurminn- ingar; þess mintist hann oft við mig; hann var sólelskur maður og dáði mjög andlátsbæn Þorkels Mána, er. síðastra orða fól öndu sina þeim á vald, er sólina hafði skapað. Friðrik Stefánsson var fæddur að Húsey í Skagafjarðarsýslu þann 2Ó. dag júlímánaðar árið 1869. Foreldrar hans voru Frið- rik alþingismaður Stefánsson, ýmist kendur við Skálá eða Vall- holt, og Guðríður G'ísladóttir í Húsey. Vestur um haf fluttist Friðrik með móður sinni og kom til Gimli í Stóra hópnum svo nefnda árið 1876; voru þau fyrst í Nýja íslandi en síðar um hríð i North Dakota; fimtán ára að aldri réðsl) Friðrik til prentnáms hjá Mclntyre bræðrum, prent- urum í Winnipeg, og lauk þar námi 'i þeirri iðngrein; frá þeim tíma var •hann ávalt að heita mátti við prentstörf riðinn; stundaði meðal annars vélsetn- ing um alllangt skeið hjá dag- blöðunum í Winnipeg, Free Press og Telegram; hann var frábærlega hagsýnn verkmaður að hverju sem hann gekk; er því tímabili lauk, gekk Friðrik i þjónustu Columbia Press, Ltd., og gerðist þar prentsmiðjustjóri; framkvæmdarstjórastarf hjá því félagi tókst hann á hendur árið 1927, en keypti loks fyrirtækið 1934 og veitti því forustu þar til fyrir rúmu ári, er hann sakir hnignandi heilsu lét af stjórn fyrirtækisins og fékk það 'í hend- ur Edwin syni sínum.— Friðrik Stefánsson kvongaðist hinn 30. dag júnímánaðar 1898 og gekk að eiga eftirlifandi ekkju sína Önnu Jónsdóttur; voru for- eldrar hennar þau hjónin Jón Magnússon frá Meiðavöllum í Þingeyjar þingi og Stefanía Jónsdóttir frá Skeggjastöðum á Jökuldal. Hin valinkunnu Eyj- ólfstaðahjón hér í borg tóku Önnu til fósturs er hún var barn og gengu henni í góðra foreldra stað. Börn þeirra Friðriks og Önnu verða nú hér talin í aldursröð: Edwin Friðrik, framkvæmdar- stjóri Columbia Press, Ltd. Þóra, dáin árið 1918. Harald, B.A., starfsmaður hjá T. Eaton Co., Ltd. J N Anna, búsett í Winnipeg. Signý, gift John David Eaton í Toronto. Thor, stúdent við Toronto- háskólann. Friðrik Stefánsson lézt að heimili sínui Ste. 5 Baldwin Apts., hér í borg á föstudags- morguninn þann 9. þ. m. Frá- fall hans kom í rauninni engum á óvart; hann hafði legið rúm- fastur siðan í öndverðumi ágúst- mánuði, er hann fékk aðkenn- ing að hjartaslagi í sumarbústað sínum á Gimíi; alla sina löngu legu b%r hann með sömu ró- seminni og sömu festunni, er ein- kendi alt hans lif; hinn trygg- lyndi æfifélagi hans, frú Anna var allan þann tima við sjúkra- beðinn og þerraði svitann af brá ástvinar síns; og engan veginn er það ósennilegt, að einmitt þar hafi gagnkvæm heimilishamingja og gagnkvæm fórnarlund náð hámarki sínu.— Eina alsystur, frú Sigurbjörgu Jóhannsson, lætur Friðrik eftir sig, búsetta í Elfros i Saskatche- wan-fylki, en á Islandi lifa hann þrjú hálfsystkini: Björn toll- vörður í Reykjavík; Stefanía, gift Grimúlfi Ólafssyni tollstjóra í Reykjavík og Anna ekkja Pálma á Svaðastöðum í Skaga- firði. Útför Friðriks Stefánssonar fór fram frá Fyrstu lútersku kirkju á mánudaginn að við- stöddu afar miklu fjölmenni. Kveðjumál, yndisfögur, fluttu þeir séra Valdimar J. Eylands og séra Rúnólfur Marteinsson; söngur hátiðlegur og tilkomu- mikill undir stjórn hr. Sigur- björns Sigurðssonar. Jarðsetn- ing fór fram í Brookside, megin grafreit íslendinga í Winnipeg. Þökk fyrir samfylgdina, góði vinur. Eg veit að þér verða jólin björt, og birtan frá minn- ingunum um þig lýsir lika upp jólin okkar, sem enn stöndum jarðarmegin móðunnar miklu. Einar P. Jónsson. ATKVÆÐAGREIÐSLA I MEMEL Á imánudaginn var fóru fram kosningar í Memel til þjóðþings- ins 'í Lithuaniu (Lithaugalandi). Memel-héruðin voru tekin af Þjóðverjum samkvæmt fyrir- mælum Versalasamninganna og innlimuð í Lithuaniu. Lengi lif- ir i gömlum kolum, stendur þar; um 98 af hundraði greiddra at- kvæða í þessum síijustu Memel kosningum féllu Nazistum í vil. Spá ýmsir því, að út af þessu geti auðveldlega risið ný deila, hliðstæð Sudeten-deilunni, er orsök varð að afkvistun Czecho- slóvakíu. En hvað sem, um það er, má víst telja, að Hitler linni ekki látum fyr en Þýzkalandi verði fengin Memel-héruðin i hendur til fullra umráða á ný. Frá Islandi STÓRHRÍÐ NORÐANLANDS Siglufirði mánudagskv. Hér hefir verið látlaus fann- koima síðan á laugardag, og komin mikil fönn. Brim hefir verið hér mikið, enda þótt veð- urhæð hafi verið tiltölulega lítil, og hefir flætt talsvert upp í bæ- inn, það mikið, að fólk flúði á sunnudagsmorgun úr tveim húsum, sem standa nyrst á kaup- staðareyrinni. Hefir vatn hlaup- ið í kjallara á allmörgum hús- um. Um verulegt tjón á mannvirkj- uimi hefir ekki frézt. Hér var auð jörð i sveitum er laugardagshríðin skall á, og fé viða úti. Hefir verið erfitt um smalamensku og mun tals- vert af fé vera úti á mörgum bæjum, hvernig svo sem því reiðir af. —Morgunbl. 22. nóv. MIKLAR UMBÆTUR A VEGAKERI t EYJUM Úr Vestmannaeyjum. Stórfeldar breytingar og lag- færingar er bæjarstjórn að láta framkvæma á vega- og holræsa- kerfi bæjarins; einnig hefir í haust verið lagt holræsi í þó nokkra vegi, sem ekki var í hol- ræsi fyrir, svo og nýir vegir lagðir. Við þessar framikvæmd- ir vinna nú 40—60 manns. Dýpkunarskipið, sepi Hafnar- sjóður keypti) fyrir nokkrum ár- um, hefir lítið verið notað i sumar, sökum þess að lengi vel var áformað að leigja það til Raufarhafnar, en þar eð samn- ingar milli Hafnarsjóðs og stjórnar sildarverksm. ríkisins, er áttu að sjá um verkið, gengu heldur seint og strönduðu alveg að lokum, var seint hafist handa hér um áframhaldandi dýpkun hafnarinnar, en fyrir nokkru er byrjað og iirmn verða haldið á- fram svo lengi sem auðið er vegna veðurs.—Mbl. 24. nóv.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.