Lögberg - 15.12.1938, Blaðsíða 7

Lögberg - 15.12.1938, Blaðsíða 7
LÖGrBERG, FIMTUDAGINN 15. DESEMBBB 1938 7 EINNIG ÞÉfí VEfíÐIÐ UPP MEÐ YÐUR Gestum vðar fellur 7-Up. Þeim fellur strax vel viÖ fyrsta sopann, og því oftar sem þeir smakka það, þess betur fellur þeim bragðið. Þetta hreina og ijúfa bragð af ómenguðu 7-Up töfrar þá, sem vand- astir eru að því, sem þeir neyta. Þér getið fram- reitt 7-Up með metnaði, því gestum yðar fellur drvkkurinn. i ÞVl FELLUfí VIÐ YÐUR— ÞVI FÉLLUR VIÐ GESTI YÐAfí BLACKWOODS BEVERAGES LIMITED WINNIPEG - M ANITOBA Frá Victoria Victoria, B.C., 30. nóv. ’38 Herra ritstjóri Lögbergs: Þegar eg fór frá Edmonton og Alberta, “The Land of Pro- mises,’’ þá voru þar margir sem sögöust vonast eftir því, að eg léti þá vita hvernig mér litist á vestur á Ströndinni. Vil eg því biðja ritstjóra “Lögbergs” að gefa þessum línum rúm í blað- inu. Það er ntér svo miklu fyr- irhafnarminna, að geta skrifað þeim öllum í einu. Eg) kom hingað til Victoria 1. nóveinber, og er því búinn að vera hér aðeins einn mánuð, og ekki búinn að sjá nema lítið af öllu því sem hér er að sjá. Hefi samt ferðast um nokkuð hér á eyjunni til að sjá mig um. Er nýkominn úr ferð til Campbell River, sem er 175 mílur norður frá Victoria, á austurströnd eyj- arinnar. Ætla eg áður langt líður, að segja nokkuð frá lands- lagi þar, og þvi sem mér bar þar fyrir augu og eyru. Veðráttan hér í nóvember hef- ir verið hin bezta sem eg hefi áður þekt fyrir þann tima árs- ins. Eg hefi ekki séð hér ennþá nokkurt korn af snjó, aðeins tvo morgna sást héla á jörð, sem: þiðnaði strax og sólin náði þar til. Það hefir rignt hér mjög litið, einstöku sinnum sudda- rigning, helzt um nætur og á morgnana, en oftast birt til um kl. 10 f. m. og. þá verið sólskin það sem eftir er dagsins. Eg fer eitthvað út á hverjum degi, en hefi aðeins tvisvar farið í regnkápu. Hér eru allir rækt- aðir blettir grænir eins og um hásumar, nema öll þau tré sem fella laufin; þau standa nú lauf- laus. Er eg var úti á gangi í dag, tók eg eftir því, að það voru ný blöð i þann veginn að springa út á hlynviðartré, sem stóð við götuna. Eg ætla að hafa gát á því, hvort það heldur áfram að geta blómgast. Um það leyti, sem eg var að fara norður til Campbell River, fékk eg fregn um það, að þann 18. þ. m. yrði haldinn i Van- couver helzta samkoman á ár- inu meðal íslendinga þar. Ásetti eg mér að leggja dálitinn krók á leið mína og fara til Vancouver, til að geta verið á þessari sam- komu. Kl. 6.30 e. m. átti samkoman byrja. Var eg því kominn þar í tæka tíð. Byrjaði þetta há- tiðahald með veizlu, þar sem mér var sagt að 250 manns hafi setið til borðs í einu; er vel trúlegt að svo hafi verið, því veizlan var haldin í stórum sal, sem Svíar eiga þar í Iiorginni. Eg fór strax að finna til þess, að eg hefði góða matarlyst þetta kvöld, er eg sá að öll borð voru þakin af alíslenzkum mat. Þar var hangikjöt, lifrarpylsa, rúllu- pylsa, kæfa, svið og harðfiskur, nokkrar tegundir af “salati” sem eg þekki ekki nafn á. Þegar gestirnir voru búnir að gjöra öllu þessu sælgæti góð skil, var borið fram pönnukökur, klein- ur, jólabrauð og vinartertur. Svo var komið með skyr og rjóma og annað sælgæti fyrir þá, sem voru svo “undarlegir” að vilja ekki skyr. Það þarf ekki að taka það fram, að ekta, íslenzkt kaffi fengu allir eftir vild sinni. Var þetta sú bezta, islenzka veizla, sem eg hefi verið í, í þessu landi, og þ^ð voru víst allir þar, sem stóðu upp frá borðum vel mettir. Eiga konurnar, sem fyrir þessari veizlu stóðu, mikið þakklæti skil- ið fyrir það, hvað það var alt reglulegt og fór myndarlega fram. Það er ekki umsvifalitið verk að ganga svo um beina, þar sem svo margir boðsgestir eru samankomnir, að öllum sé veitt athygli eins og hér var gjört. Strax er allir jiöfðu matast var byrjað á skemtiskránni, og stýrði þvi Hockeyleikarinn frægi Frank Frederickson. Tókst hon- um það myndarlega; hann kann góð tök á þvi að koma tilheyr- endum sínum i gott skap. Skemtiskráin byrjaði með því, að allir sungu “Hvað er svo glatt”; var skemtiskráin f jöl- breytt, ein ræða var haldin á is- lenzku, og henni góður rómur gefinn. Var mér sagt að ræðu- maður sá væri Bjarni Lyngholt frá Point Roberts. Eg veit að það verður skrifað um þessá samkomu af einhverjum, sem þekkir hér betur til, svo eg læt hér staðar numið. íslenzkt kvenfélag hér í borg- inni, sem heitir “Sólskin” stend- ur fyrir þessum árlegu samkom- utn. Núverandi forseti þessa félags er Mrs. L. Messeurie, er hún islenzk kona, gift frönskum manni, var mér sagt að hún væri fósturdóttir M. J. Bjarnasonar skálds og konu hans, í Wynyard, Sask. Það var aðeins eitt í sambandi við þessa samkomu sem eg gat ekki felt mig við; það var þegar að sungið var “Hvað er svo glatt,” og átti að vera sungið af öllum, hvað því var tekið dræmt, fáir sungu með og lófaklappið á eftir var eins og það væri gjört tneð hálfum huga. Öllu öðru á skemtiskránni var tekið með fjörugu lófaklappi að mak- legleikum. Mér gfast þarna tækifæri að sjá marga gamla kunningja og kynn- ast ýmsum öðrum; voru margir sem buðu mér að heimsækja sig, en sökum þess eg hafði þá ekki tíma, geyrni eg mér þær heim- sóknir þar til eg kem næst. Næsta dag fór eg til New Westminster, til að heimsækja kunningja niinn þar, próf. Jónas Pálsson. Einsi og allir vita, sem þekkja Mr. Pálsson, þá er hantt fjörugur og ræðins, viðlesinn og skemtilegur, þó okku.r kæmi ekki sartian um alt, sem þar bar á góma, hafði eg mikla skemtun af að rabba við hann fram á kvöld. Ef það væri ekki fyrir ?að, hvað Mr. Pálsson á annríkt mundiv islenzku blöðin flytja ritgerðir frá honum oftar en ^au hafa gjört. Það er nú margt að gjörast í heiminum, sem hann gæti tekið til yfirveg- unar. Hann vinnur alla daga vikunnar nema seinni partinn á laugardögum og sunnudaga. Hann hefir “stúdios” bæði í New Westminster og Vancouver. Sunnudaginn þann 20. nóv. var eg við messu hjá séra Kristni K. Ólafssyni. Höfum við séra Kristinn ekki séðst síðan við vorum báðir ungir menn í Norð- ur Dakota. Næsta morgun hélt eg áfram ferð minni til Campbell Ri'ver. + -f Rétt þegar eg var að enda við að skrifa þetta bréf, þá kom bréf frá einum kunningja mín- um í Edmonton, og sendi hann mér eftirfarandi vísu, sem eg læt fylgja hér með. Hjálmars kveðja köld og grá klóruð er til Sveinbjarnar, söm er við sig sálin þrá Social Credit villunnar. S. Guðmundson. Sigurgeir Sigurðsson • prófastur, skipaður biskup Séra Sigurgeir Sigurðsson prófastur á ísafirðiverðurskip- aður biskup; fór skipunarbréf hans til konungs með Lyru á fimtudaginn var. Hinn nýi biskup tekur við embættinu frá 1. jan. næstkomandi ða telja. Svo sem kunnugt er fór hér fram t haust biskupskosning. Atkvæðisrétt við þá kosningu höfðu allir þjónandi jtrestar og prófastar þjóðkirkjunnar, guð- fræðiprófessorar Háskólans og fráfarandi biskup, alls 108 manns. Greidd vorti 107 atkv. Enginn náði lögmætri biskups- kosningu, en flest atkvæði fengu: Séra Sigurgeir Sigurðs- son prófastur, ísafirði, 60 2/3 atkv.: séra Bjarni Jónssoti vígslu biskup, Rvík, 592/3 atkv. og éra Þorsteinn Briem, prófastur, Akranesi, 26 atkvæði. Lögin frá 1921, um biskups- kosningu, mæla svo fyrir, að óegar enginn fær löglega kosn- ingu, þá skuli kirkjustjórnin hafa frjálst val milli þeirra triggja, sem flest fengu at- kvæðin. Hefir ríkisstjórnin samkvæmt þessu valið Sigurgeir Sigurðsson prófast og skipað hann biskup. Hinn nýi biskup, Sigurgeir Sigurðsson, er fæddur að Eyrar- bakka 3. ágúst 1890 og er því 48 ára að aldri. Foreldrar: Svan- hildur Sigurðardóttir og Sigurð- ur Eiriksson regluboði. Séra Sigurgeir lauk stúdents- prófi við Mentaskólann 1913 og innritaðist næsta haust i guð- fræðideild Háskólans.- Tók em- bættispróf i guðfræði í febrúar 1917. Vígður 7. okt. 1917 að- stoðarprestur á ísafirði, er þá- verandi prestur þar, Magnús Jónsson nú prófessor, kom t Háskólann. Árið eftir fekk séra Sigurgeir veitingu fyrir ísa- fjarðarprestakalli, og hefir þjón- að þar alla tíð síðan, eða í 21 ár. Hann hefir jafnan verið vinsæll i söfnuði sínum, enda er hann prúðmenni hið mesta og drenskaparmaður . í hvívetna. Kvæntur er séra Sigurgeir Guðrúnu Fétursdóttur frá Hrólfsskála, hinni ágætustu konu. — Morgunbl. 19. nóv. Margrét Johnson Á öndverðu vori ársins sem mi, er að líða andaðist að heim- ili sínu að Lundar, Man., konan Margrét Engilráð Árnadóttir Johnson. Fædd var hún að Ei- riksstöðum í Svartárdal í Húna- vatnssýslu 9. desember 1854. Foreldrar hennar voru' þau Árni Sigurðsson og Þorbjörg Guð- mundsdóttir, er lengst af sínum búsk^p bjuggu að Eiríksstöðum. Siðustu ár æfi sinnar bjuggu þau að Torfastöðum i sömu sveit. Ólst Margrét upp með foreldr- um sínum á þessum stöðvum. Ung mun Margrét hafa verið gefin Ágúst Jónssyni. Dvöldu þaú fyrst nokkur ár heima í sveit sinni, en fluttust vestur um haf árið 1887, með fjórum börn- um sínum. Námu þau fyrst land þrjár mílur norð-vestur af Hall- son pósthúsi í Norður Dakota, °g bjuggu þar í tíu ár. Fluttust þau svo norður til Álftavatns* bygðar, tóku land þrjár inílur norður af Lundar og bjuggu þar unz Ágúst lézt árið 1934. Fluttist Margrét þá til Lundar þorps og bjó þar með yngsta syni sínum. Þeim hjónum varð tólf barna auðið, en aðeins sex þeirra eru nú á iifi, og eru, þau þessi: Jón Árni, bóndi að Oak View, Man.; Matthías Ásvaldur, búsettur i Winnipeg; Friðrik Valdimar búsettur í Ladner, B.C.; Lárus Þórarinn, á Lundar; Alexander Archibald, á Lundar og Þor- björg, búsett að Rossland, B.C. Pott dregist hafi fyrir ýmsar ástæður að koma æfiminning þessari á framfæri, lifir minn- ing Margrétar heitinnar í þakk- látum hjörtum þeirra, er þektu hana bezt, og kunnu að meta ágæta mannkosti hennar. Eru þessi orð nú rituð vegna ræktar-. semi barna hennar, sem unnu henni hugástum, sakna hennar og halda minning hennar í heiðri. Hlutskifti hennar mun hafa ver- ið svipað og fjöhnargra annara kvenna og mæðra, sem ásamt mönnum sínum hafa yfirgefið ættland og vini, til þess að ryðja sér og sinum bjartari braut á vettvangi vestlægra landa. ' Og dómur samferðamannanna er á þá leið að baráttan hafi tekist vel og að hún hafi gengið til hinztu hvíldar krýnd heiðri góðra kosta, og að með fráfalli hennar sé skarð orðið i fylking þeirra islenzku frumherja, serni reistu hér hús og ruddu skóg, vegna þess að þeir höfðu sér ungir það takmark sett “að bjargast af sinum búum og breyta i öllu rétt.” Útför Margrétar heitinnar fór fram frá lútersku kirkjunni að Lundar 10. maí s.l. að viðstöddu ' fjölmenni. Séra Valdimar J. Eylands stýrði útförinni og jós t hina framliðnu moldu. . V. J. E. Humor in Advertising- Personally we can’t say whe- ther the man who advertised “Women’s Shallow Hats to Fit the Head,” had a sense of humor or hadn’t. Ljúffengt skozkt Visky Blandað og látið í flöskur í Canada undir beinu eftirliti eigendanna ADAIR & COMPANY GLASGOW hjá Gooderlham & Wlorts, Limited • 25 oz. Flaskan $2.40 40 oz. Flaskan $3.75 Að viðbættum söluskatti ef nokkur er This advertisemeni ísnot inserteaby the Government Ijiquor Control Com- mission. The Commission is not respon- sible for statements maile as to quality door products advertised.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.