Lögberg - 29.12.1938, Síða 4

Lögberg - 29.12.1938, Síða 4
4 LÖG-BERG, FIMTUDAGINN 29. DESEMBER 1938 -------------- Högbers ---------------------------- GefiS út hvern fimtudag af THE COIiUMBIA PRESS, UIMITEI) «95 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba Utanáskrift ritstjúrans: . EDITOR LOGBERG, 695 Sargent Ave., Winnipeg, Man. Editor: EINAR P. JÓNSSON Verð $3.00 um árið — Borgist fyrirfram The “Lögberg” is printed and published by The Columbia Press, Uimited, 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba PHONE 86 327 “KERTALJÓS" Bækur eru í vissum skilningi menn, eða það lífræn- asta, sem með mönnunum býr; í þeim endurspeglast blæ- brigði mannlegs vitundarlífs; sæla og sorg, beiskja og blíð'streymi, hatur og ást; þetta nær að vísu ekki til allra bóka, því sumar þeirra eru með öllu litlausar og eiga ekkert erindi inn í bókaheiminn. En góðar bækur eiga nákvæmlega sama erindið í mannheima og góðýr menn; fegrunar hlutverk þeirra er eitt og hið sama. 1 jólavikunni barst oss í hendur bók, sem vakti milt bergmál í sálu vorri, og bar til þess fleira en eitt; bókin heitir “Kertaljós,” og er höfundur hennar “söngva- svanurinn” vestur við Kyrrahafið, frú Jakobína John- son. Þessi undurfagra ljóð'abótk, sem Isafoldarprent- smiðja í Reykjavík gaf út í íiaust, hefst á kvæði, sem nefnist “Kertaljós.” Ein vísan er á þessa leið: i “Og þó rafljósin rjúfi myrkur heillar heimsálfu á helgri nóttu, eru mór kærust kertaljósin góðra minninga. —Gleðileg jól! Kvæði þetta, eins og vísan bendir til, fjallar um hin raunverulegu kertaljós; mörg hin kvæðin eru táknræn, og lúta að þeim lýsigullum, börnum og blómum, er stráð hafa björtustu geislunum á lífsferil skáldkonunnar; þetta sannar eftirfarandi vísa: ‘ ‘ Þú gullna blóm, þá græna blað, ])ú gjöf frá lífsins lijarta-stað, er lít eg inn í augað þitt mér opnar drottinn veldi sitt,” í kvæðinu “Þú leizt hann,” verður sömu undiröldunnar vart: “Þú sérð mig sitja hljóða við sjúkrabeð um nætur. — Þú hugsar “hvílík þreyta,” • og ‘‘hve sú móðir grætur.” • En eg finn enga þreytu, ef aðeins myrkri rofar, og morgun lífi lofar.” Skóldlegt og bráðfagurt er kvæðið “Jú, eg hef áður unnað.” Fyrsta erindið er ]>annig:— “Jú, eg hef áður unnað — en aldrei svona heitt. Eg veit ei veðrabrigði — og verð ei framar þreytt. Jú, eg hef áður unnað, en aldrei svona heitt.” Móðurástin, tárhrein og guðborin, á glæsilegan fulltrúa á ljóðþingi Islendinga þar sem frú Jakobína er, — ein af fáum! Fyrir skömmu var frú Jakobína gestur Islands; hún fluttist til Vesturheims barn að aldri og hafði þar af leiðandi ekki vegna sjálfsreynslu af nqinum endurminn- ingum að segja úr heimahögum; faðir hennar var skáld. og þegar í bernsku við heimilisarininn í Argyle, mun nærgætnislega hafa verið að skóldgáfu hennar hlúð; í andanum mun skáldkonan í raun og veru hafa ávalt verið annað veifið heima, — í Aðaldal uppruna síns; við heimförina eru mörg hennar allra fegurstu ljóð tengd. Yndislegt er kvæðið “f landsýn”: “Lít eg eldlegt aftanskin á ókunnum stað.— Fagnandi finn eg orð og festi mynd á blað. —En bjarmann og blikið, birtir nokkur það! ‘‘Stíg eg fæti fyrsta sinn “á feðrayna storð.”— Söngþráin svífur að þó eg sé enn um borð. —En landtöku Ijóðs ])íns lýsa nokkur orð?” Seinasta kvæðið í “Kertaljósum” heitir “Milli svefns og vöku.” Síðasta erindi |>ess varpar að vorri hyggju skíra ljósi á undirtóninn í lífsskoðun skáldkon- unnar, og þessvegna skal hér að því athygli leidd: “öróðir dauðans er dulbúinn vinur, lykur dyrum og mig setur hljóða, því eg sé að hver eldraun og átak reyndist uppspretta varanlegs gróða. —Og að síðasta talan, sem tel eg, verður trú rniín á sigur hins góða.” “Kertaljós” frú Jakobínu auðga að miklu bókmentagarð islenzku þjóðarinnar og út frá þeim mun lengi lýsa “langra kvelda jólaeldur.” Þessi prýðilega bók kostar 1 skrautbandi $i.6o og fæst hjá höfundinum frú Jakobínu John- son, 2806 — W. 6oth Street, Seattle, Was'h., U.S.A. Fullveldisafmœlisins minst í Kaupmannah. Fullveldisafmælisins hefir ver- ið minst í Danmörku á þann hátt að flögg eru rnjög viða dregin á stöng í Kaupmannahöfn, 300 manns komu í heimsókn til Sveins Björnssonar sendiherra í tilefni af deginum, þar á meðal Stauning forsætisráðh. Sendi- herranum barst fjöldi skeyta og blóma. ÞAÐ SEM BLÖÐIN SÖGÐU Öll Kaupmannahafnarblöðin birta greinar um ísland í tilefni af fullveldisafmælinu og eru sammála um að færa þjóðinni heillaóskir. Eru sumar greinarn- ar mjög ítarlegar. “Politiken” segir t. d. að þetta sjálfstæðistírtiabil íslands hafi verið hamingjutími fyrir landið og sambandið milli Danmerkur og íslands með fullum drengskap á báðar hliðar. Með sambands- lögunum hafi ísland hlotið rétt- mætan sess við hlið hinna ann- ara bræðraþjóða á Norðurlönd- um. “Social-Demokraten” segir, að vináttan milli beggja ríkja sé nú rneiri en nokkru sinni áður, og þó að svo kynni að fara, að Is- land á grundvelli sambandslag- ans^ óskaði annars forms á sam- bandinu vjð Danmörku f fram- tíðinni, mundi þetta á engan hátt hrófla við vináttu dönsku þjóð- arsinnar til Islands. “Berlingske Tidende” segir, áð þessi 20 ár hafi verið stór- kostlegt þróunarskeið fyrir þjóð- ina, bæði í menningarlegu og efnalegu tilliti og sambandið við Danmörku hafi færst í það æski- lega horf, að biturleika og mis- skilningi hafi verið rutt á burt. í sama streng tekur “National Tidende” og segir, að ágreining- ur fortíðarinnar sé að mestu úr sögunni. Sjálf atburðaþróunin hafi leitt það i ljós að engin á stæða sé til að efast um stjórn- málalega hæfileika íslendinga og dugnað þeirra og þrautseigju. íslendingar hafi fært sönnur á hæfileika sína til þess að byggja upp ríki og skapa stjórnmálaleg- ar, menningarlegar og viðskifta- legar stofnanir. “Börsen” ræðir aðallega um viðskifta- og atvinnuþróun lands- ins á þessu tímabili. Ýmsir nafnkendir menn færa íslandi kveðjur og heillaóskir í blöðunum, þar á meðal Arne Möller, Munksgaard bókaútgef- andi, Hendriksen landsþingsmað- ur og Poul Reumert leikari. —Alþbl. 2. des. Þér getið ávalt fengið peninga yðar til baka! Þegar ])ér geymið peninga ySar á banka eru þeir ávalt á tryggum staS — og þér getiS ávalt tekið þá út, er þér æskiS. ByrjiS sparisjóSs innlegg nú þegar viS næsta útibú og haldiS því uppi meS fastri reglu. THE ROYAL BANK OF CANADA Eignir yfir $800,000,000. i WEST END F00D MARKET Úrval af Tyrkjuin, Hænu-ungum, Gæsum og Öndum, aÖ ógleymdu Hangikjötinu fræga og Rúllupylsunni i búð vorp! Svo og Harðfiskur. f Pantanir1 utan af landi afgreiddar Peningar fylgi pöntun WEST END F00D MARKET 680 SARGENT AVE. - - - SÍMI 30 494 S. JAKOBSSON, eigandi Kö tsí HUDS0NS BAY C/UVö/ H 15 Námsskeið! Námsskeið! Námsskeið! Á öllum tímum kemur sparnaSur sér vel; þó ekki livaS sízt þegar hart er í ári.— ViS höfum til sölu námsskeiS viS lielztu verzl- unarskóla (Business Colleges) borgarinnar. ÞaS borgar sig fyrir ySur aS leita upplýsinga lijá okkur tafarlaust. n"ke Columbia Press Limited 1 SARGENT & TORONTO Winnipeg, Man.

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.