Lögberg - 29.12.1938, Page 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 29. DESEMBER 1938
Andrés Jónsson
Skagfeld
(Æfiminning)
Anidrés Jónsson Skagfeld
fæddist 28. marz áriÖ 1855 á
Litla VatnsskarÖi í Laxárdal i
Húnavatnssýslu. FaÖir hans,—
Jón Arnórsson, bjó þar lengi og
síÖar á Bessastöðum i Sæmund-
arhlíÖ í Skagafirði. Móðir
Andrésar hét Guðrún Jónsdóttir
frá Hryggjum 'í Skagafirði.
Andrés ólst upp með foreldr-
um sínum j?ar til hann var sextán
ára, eftir það var hann litið hjá
þeim. Hafðist hann mest við i
Skagafirði, en var oft á vetrum
til sjóróðra suður við Faxaflóa;
reri hann margar vertíðir í Garð-
inum og var formaður á útvegi
hins nafnkunna útvegsbónda
Árna á Meiðastöðum.
Árið 1878 giftist hann fyrri
konu sinni, Kristínu Ingveldi
Jónsdóttur, sem var ættuð af
Höfðaströnd i Skagafiarðar-
sýslu, og bjuggu þau þrjú ár á
H ryggjum í Skagafirði. Vestur
um haf fluttust þau árið 1883, en
ári síðar dó hún. Þau, áttu tvö
börn, sem hæði dóu í æsku.
Kvæntist hann i annað sinn 1887
ekkjunni Steinunni Þórarinsdótt-
ur frá Litla-Rreiðavíkurstekk i
Reyðarfirði. Var hún ættuð af
Fljótsdalshéraði og sömuleiðis
fyrri maður hennar, Sigurbjörn
Eyjólfsson, sem hafði- dáið
skömmu eftir að þau komu
vestur.
Andrés nam land í Geysis-
bygðinni í Nýja íslandi árið
1885, og nefndi bæ sinn Sól-
heima. Þar bjó hann 15 ár. Þá
fluttist hann til Selkirk og var
þar eitt ár við verzlun í félagi
við Jón H. Johnson, sem nú á
heima í Vancouver. Að því liðnu
fluttist hann til Gimli og vann
þar um tíma sem verkstjóri við
l>ry&gjubyggingu. — Árið 1902
fluttist hann vestur til Grunna-
vatnsbygðar og nam þar land í
annað sinn og bjó þar myndar-
búi 20 ár.
Steinunn? síðari kona Andrés-
ar dó árið 1929; höfðu þau þá
verið í hjónabandi 42 ár. Þau
eignuðust níu börn, er komust
á fullorðins ár, og eru nöfn
þeirra þessi: Kristíú, kona Ólafs
Tihorsteinssonar músíkkennara í
grend við Gimli, dáin fyrir all-
mörgum árum; Sigurbjörn
Steinke, giftur Kristrúnu dóttur
tsleifs Guðjónssonar fyrrum
bónda á Markland, búsettur á
Oak Point; Stefanía, gift Frið-
finni Friðfinssyni, syni Jóns
tónskálds Friðfinnssonar, til
heimilis í Winnipeg; Valgerður,
gift Hermanni Johnson (sonur
fyrnefnds ísleifs) í Winnipeg;
Stanley, giftur konu af norsk-
um ættivm, Gladys að nafni, í
Winnipeg; Jóhanna, gift Pétri
Sveinssyni að Sandy Hook,
Man.; Emelía, gift Otto Mathew
á Oak Point; Clara, gift Guð-
mundi Breckmann, á Oak Point;
Dóra, gift Sigurði Mathew á
Oak Point. Stjúpdóttir, Eyjólf-
ina að nafni, alin upp hjá
Andrési og móður sinni, er gift
Vilbald Freeman, og eiga þau
heima í Winnipeg. Þrjátiu og
sex barnabörn Andrésar eru a
lífi.
Andrés var einn af tólf syst-
kinum. Af þeim eru nú aðeins
tvö á lífi: Steinunn, ekkja Jóns
Péturssonar bónda í Nýja ís-
landi, nú til heimilis hjá dóttur
sinni og tengdasyni, Sigríði og
Einari Einarssýni á Auðnum i
grend við Gimli, og Sigurður
bóndi í Rrautarholti í Skaga-
firði, faðir Sigurðar Skagfields,
söngmannsins nafnkunna.
Andrés heitinn var dugnaðar-
og athafnamaður, ör í skapi og
skjótur til úrræða; hann var
kappsa'imir og vildi ógjarnan
láta hlut sinn, en var þó raun
góður maður og hjálpsamur. —
Hanú var gestrisinn og höfðing-
lyndur og vildi jafnan standa
framarlega í flokki um allar
framkvæmdir. Hann var góðum
hæfileikum gæddur og allvel
skáldmæltur. Voru nokkur smá-
kvæði eftir hann prentuð í is-
lenzku blöðunum fyrir mörgum
árum. Hann las mikið íslenzk
ar bækur, einkum þó fræðibæk
ur, og ræddi oft um efni þeirra.
í stjórnmálum tók hann nokkurn
þátt og fylgdi lengst af frjáls-
iynda flokknum. Hann tók mik-
inn þátt i kirkjumálastarfi, var
meðlimur Sambandssafnaðarins á
Oak Point frá stofnun hans og
forseti han^i og oft fulltrúi hans
á kirkjuþingum. Hann sótti og
oft þjóðræknisþingin og tók
drjúgan þátt i málum þar. t
öllu félagsstarfi var hanti afar-
áhugasamur og vildi sjá frarn
gang hvers málefnis, sem hann
iéði stuðning sinn. Alstaðar þar
sem hann var, var hann einn af
helztu forgöngumönnum ýmsra
menningarlegra framkvæmda, svo
sem stofnun lestrarfélaga og
annara samtaka í mentunarátt-
ina. — Yfir höfuð var hann
stórhuga athafnamaður þó að
kringumstæðurnar sniðu honum
oft þröngan stakk.
Frú Rakel Oddson
F. 28. júní 1862
D. 6. des. 1938
Rakel heitin, ekkja Þorsteins
Oddssonar, sem mangir muna,
var ættuð úr Suður-Þingeyjar-
sýslu eins og maður hennar. Áttu
?au hjón framan af heima í Sel-
kirk; þar var Þorsteinn við
verzlun. Fluttu þau þaðan ti!
Winnipeg. Hér stundaði hann
með miklu kappi og dugnaði
fasteignasölu og bygging á stór
hýsum, og komst í góð efni, en
sem stríðið og kreppan rýrði
mjög. Fluttu þau þá vestur á
Strönd, til Los Angeles í Cali-
forníu. Undu þau þar hag sín-
um vel. Mun Þorsteinn hafa
haldið áfram fasteignasölu þar til
dauðadags.
Sex börn Þorsteins og Rakel-
ar eru á lífi. Þrjú eru til heim-
ilis í Winnipeg; Leiíur, Ólöí
(Mrs. Austman) og Rakel (Mrs.
Jones), En þrjú eru búsett í
Los Angeles: Clara (Mrs.
Clark), Thori og Laura (Mrs.
Greig). Ein systir Rakelar er í
Selkirk, Ólöf, ekkja Gunnlaugs,
bróður Þorsteins.
Frú Rakel var mesta myndar-
kona, góð og góðsöm; vildi öllum
hjálpa og öllu góðu liðsinna.
Manni s.inum traust stoð, börn-
unum ágæt .móðir, vinum sínunr
trúföst, óvinur engra.
Hún var vel við búin dauða
sínum. Vissi hvert hún flutti.
Hún lifði í trú og trausti á frels-
ara mannanna, Drotni Jesú
Kristi, og hún kvaddi i nafni
hans örugg um hlutskiftið góða,
tilbúið af honum, þeim sem hon-
um tilheyra. Þessvegna gat hún
kvatt ástmenni sín, er um hana
stóðu, með þessari beiðni: “Grát-
ið mig ekki, -því nú fer eg þang-
að, sem mér líður miklu betur.-’
Séra Octavíus var nýkominn
til Los Angeles um það leyti,
sem hún kvaddi. Hafði hann
hugsað sér að heimsækja hana
eins fljótt og ástæður leyfðu, þvi
frá uppvaxtarárunum var hánn
henni og fjölskyldunni vel kunn-
ugur, enda var hann beðinn að
stýra útfarar-guðsþjónustunni,
undir eins og fjölskyldan frétti
að hann væri staddur í borginni.
Gerði hann það.
Útförin fór fratn kl. 2 e. h..
ZIGZAG
Orvals pappír í úrvals bók
2 Tegundir
SVÖRT KAPA
Hinn upprunalegi þunnl
vindlinga pappir, sem flestir,
er reykja “Roll Your Own”
nota. BiÖjiS um
“ZIG-ZAG” Black Cover
BLA KÁPA
"Egyptien’’ úrvals, h v 11 u r
vindlinga pappir — brennur
sjálfkrafa — og gerir vindl-
ingana eins og þeir væri
vafSir I verksmiSju. BiSjiS
um
“ZIG-ZAG” Blue Cover
10. des. frá Little Church of the
Flowers í garðinum Forest
Lazvn, að sögn einhverjum feg-
ursta grafreitnum. Öllu er þar
svo fyrir komið, að það minni á
lífið — ekki á dauðann.
í kirkjunni var kominn saman
f jöld miltnns. Munu flestir hafa
verið islenzkir. Athöfnin fór
fram þar á ensku, en í garðinum
á islenzku.
Nú geymast jarðnesku leyfar
frú Rakelar Oddson í Forest
Lawn, fagra garðnium, við hlið
manns hennar.
Rlessuð sé minning þeirra.
Gamall zhnur.
Girls and golfers seem to have
the same ambition—to go around
in as little as possible.
Með' Andrési Skagfeld er
fallinn frá merkur landnáms-
maður í tveimur 'íslenzkum bygð-
um, einn af þeim islenzku kjark-
mönnum, sem ruddu braut í ó-
bygðunum í fleiri en einuimi
skilningi. Hann náði háum aldri,
varð rúmilega áttatíu og þriggja
ára gamall. Hann var hraust-
menni og heilsugóður fram undir
það síðasta. Haun andaðist 21.
júlí síðastliðinn og var jarðsett-
ur á Oak Point tveimur dögum
síðar, að viðstöddu miklu fjöl-
menni. —
Þannig fækkar hinum gömlu,
islenzku landnámsmönnum hér
vestra; en minningin um þá var-
ir i þakklátum hugutn þeirra,
sem eftir lifa og1 sem notið hafa
góðs af starfi þeirra. Þeir
lögðu grundvöllinn ; aðrir byggja
ofan á hann.
G. A.
Á JOLUM
EÐA
ÖÐRUM TIMUM
PURITY hveiti cr hezt
fyrir ALLA bakmnga
Purity matreiðslubókin — 200 blað-
sfður af fróðleik um matreiðslu og
bökun, bundin í lóreft — send hvei’d-
um sem er fyrir 50c, póstgjald
greitt. — Western Canada Plour
Mills Co., Ltd., Winnipeg.
PURITV FL'OUR
Best for all yourBaking
'zkg, HATÍÐAKVEÐJUR
STRUCTURAL & MECHANICAL
REQUIREMENTS
Structural Steel
Steel Plate Work—Bolts, Rods
Ocnamental Tronwork
Grain Elevator Machinery
Machinery Repairs
Castings—Iron
Steel
Brass
Aluminum
HEATING EQUIPMENT
“ Vulcan” All Steel Boilers
H.R.T. Boilers
Hot Water Tanks
Domestic Stokers
Commercial Ccrew Feed Stokers
Overfeed Stokers
Grates—Diagonal Bar
Iierring Bone
Rocking
Non-Sifting
VULCAM IROM WORKS LIMITED
Winnipeq imManiioba
. w—