Lögberg - 23.02.1939, Blaðsíða 4

Lögberg - 23.02.1939, Blaðsíða 4
4 LÖGBEB/G, FIMTUDAGINN 23. FEBRÚAR 1939 -------------- Högtierg ---------------------------- GefiS út hvern fimtudag af THE COLiUMBIA PRESS, IjIMITEI) 695 Sargent Ave., Winnlpeg, Manitoba Utanáskrift ritstjórans: EDITÓR LÖGBERG, 695 Sargent Ave., Winnipeg, Man. Editor: EINAR P. JÓNSSON Verð $3.00 um áriS — Borgist fyrirfram The “Lögberg” is printed and published by The Columbia Press, Uimited, 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba PHONE 86 327 Afmoeli Þjóðræknisfélagsins Svo ertu Island í eðli mitt fest, að einungis gröfin oss skilur. St. G. Stephansson. Ársþing Þjóðræknisfélags íslendinga í Vesturheimi, hið tiittugasta í röðinni, kom saman til funda á þriðju- daginn var; út í sögu þess verður ekki hér farið; það enda vitað að nýútkomið Tímarit flytur ítarlegt yfirlit yfir þróunarferil þess frá upphafi vega og fram til þessa dags eftir dr. Rögnvald Pétursson; er Tímaritið nú í þann veginn að komast í hendur félagsmanna \úðs- vegar um land.— Um tilgang félagsins, vernd og virðingu íslenzkra þjóðernislegra verðmæta, hafa skoðanir lítt verið skift- ar, og gátu í rauninni heldur ekki verið það; hafi út- breiðslu þess orðið ábótavant stafar það af öðru. Það kemur að litlu haldi þó talað sé fagurlega um að' brúa hin breiðu höf, ef vor eigin heimahöf eru óbrúuð eftir sem úður; ef vinstri hendin rífur niður það, sem sú haígri bygði upp; brúarsmíðin heima fyrir þolir ekki lengri bið, ef vér ekki eigum að daga uppi sem nátttröll í þjóðernislegum skilningi. íslenzk tunga er sáttmáls- örk þjóðernis vors; hennar vegna einnar, ber oss að vinna saman sem hreinskilnir, frjálsbomir menn, synir sömu móður; alt, sem vér elskum, er vert liinna mestu fóraa, og í þessum skilningi er engin fórn nógu stór hvað þá heldur ofstór. Lærist oss drenglunduð samvinna, fáum vér lyft Grettistökum, og þau bíða vor á næsta leiti; eitt þeirra er stofnun kennarastóls í íslenzkum fræðum við Mani- toba-háskólann. Svo hátt þarf að verða til lofts og vítt til veggja innan vébanda Þjóðræknisfélagsins, að þar rúmist þeir íslendingar, er vestræna fold byggja, allir, allir! Og því ætti ekki þetta að lánastl Einn hinna djarfmannlegustu og djúpgáfuðustu kennimanna íslenzku þjóðarinnar um þessar mundir, séra Benjamín Kristjánsso, á í janúarhefti Kirkjuritsins afar íhyglisverða ritgerð, “Þar sem hugsjónir deyja.,T Af ritgerðinni má margt og mikið læra; niðurlagsorðin eru á þessa leið: “Eig-um vér þá ekki að fagna tuttugu ára fullveldis- afmæli voru með því að taka trú á lífsstefnuna, öðlast trú á mikið og vegsamlegt hlutverk þjóðar vorrar, án þess þó að fyllast nokkru þjóðardrambi, eða heimsku- legum sjálfbvrgingsskap? Eigum vér ekki að trúa því, að þessi þjóð geti, með því að elska hugsjón frelsisins, sannleikans og drengskaparins yfir alla hluti fram, orðið frjáls og fullvalda þjóð í sannasta skilningi þess orðs — og öðrum þjóðum þannig til lærdóms og fyrir- myndar. Þetta er mögulegt, því sá getur alt, sem trúna hefir !” Frá ómunatíð hafa þær háð einvígi, helstefnan og lífsstefnan, og það engu síður á vettvangi félagsmála vorra en á öðrum sviðum. Karlmannlegra er það ó- neitanlega, að ganga lífsstefnunni á hönd, ganga gunn- reifur að verki og geta sagt í sama anda og séra Friðrik J. Bergmann, “Guði sé lof, nú er dagur um alt loft.” Sá getur alt, sem trúna hefir. Er oss ekki, vestræn- um íslendingum, þörf á þjóðræknislegri trúarstyrkingu? Ritgerð um Snorra Sturluson Lögbergi hefir borist í hendur prýðilegt eintak af vikublaðinu Grand Forks Skandinav, sem norrænir frændur vorir gefa út á norskri tungu í háskólabænum Grand Forks í North Dakota ríki; blað þetta flytur meðal margra' ágætra ritgerða um hin og þessi efni, fræðimannlega og með ágætum vel samda ritgerð um Snorra Sturluson, eftir Dr. Richard Beck, prófessor í Norðurlandamálum og norrænum bókmentum við á- mins/tan háskóla; fylgir ritgerðinni teiknimynd af Snorralíkneskinu, er Gustav Vigeland hefir gert, en Norðmenn hafa ákveðið að sæma Island með 1941; en þá verða liðin 700 ár frá dánardægri Snorra. Ritgerð þessi er heilsuSamleg inntaka þeim frændum vorum, sem hafa viljað slá eign sinni á Snorra Sturluson og afreks- verk hans á vettvangi hinna sígildu bókmenta.- I þessu sama eintaki fyr- greinds blaðs, birtist jafnframt ágæt ræða eftir Dr, Beck úm flugmanninn víðfræga, “hinn j mikla son North Dakota ríkis,’’ Carl Ben. Eielson; er líf sitt lét 9. nóvember 1929 í flugleiÖangri j aÖ grávöruskipi nokkru og áhöfn þess, er nauðlega var statt í norðurhöfum. Dvöl Tímarit til skemtunar og fróðleiks, 4. hefti, Reykja- vík, okt.—des. 1938. — 6. árgangur. Vigfús Guð- nmndsson, ritstjóri.— Dvöl hefir jafnan reynst til- gangi sínum trú; efni hennar fróðlegt og skemtandi; val rit- gerða, þýddra og frumsaminna yfir höfuð gott, en ljóð upp og ofan eins og gengur og gerist; þetta hefti mun vera með þeim jafnbeztu; ber þar einkum til að telja Þjóðmálaþœtti eftir rit- stjórann og Náttúrufriðun eftir Steindór Steindórsson frá Hlöð- um. Efni ritsins er sem hér segir: L. A. G. Strong: Óveður (saga). Þórarinn Guðnason: L. A. G. Strong. Guðm. Frímann: Um valköst rósanna (kvæði). Steindór Steindórsson frá Hlöðunu: Náttúrufriðun. Soffía Ingvarsdóttir: Skulda- skil (saga). Páll Þorleifsson: Um íslenzka menning. Jakobína Johnson; Um nátt- mál (kvæði). Johan Boyer: Þegar hamingj- an kemur of seint (saga). Kristján Jónsson frá Garð- stöðum: Þættir úr sjómannalífi Bohtggarvíkur. Liam O’Flaherty: Fjallasvan- urinn (saga). Þórarinn Guðnason: Liam O’- Flaherty. Áskell Löve: Ræktun Islands. Vigfús Guðmundsson: Þjóð- málaþættir. Boleslow Prus: Síminn (saga) Guðmundur Ingi: Systkinin á Vöðluimi (kvæði). Pierri Loti: Sorg gamla saka- mannsins (saga). Bókafregnir eftir Þórarinn Guðnason, Karl Strand, Aðal- Stein Sigmundsson og- Vigfús Guðmundsson. Kýmnisögur. Ofangreint efnisyfirlit ber það ótvírætt með sér, að í þessu Dvalarhefti kenni margra grasa, —margra góðra grasa. Dvöl á það margfalt skilið, að hún hlyti nokkura útbreiðslu vestan hafs, eins og reyndar ýms fleiri timarit að heiman. Það er engin þjóðrækni til betri lestri góðra, íslenzkra bóka. Árgangur Dvalar kostar til á- skrifenda 6 krónur. Utanáskrift: Dvöl, Reykjavík. Dánarfregn Rétt fyrir miðnættið 14. febr. lézt Jóhann Sigfússon á almenna sjúkrahúsinu í Selkirk. Hann var jarðsunginn frá kirkju Sel- kirksafnaðar á mónudaginn 20. febr. Séra Carl J. Olson, vinur hins látna, og séra Jóhann Bjarna- son, þjónandi prestur safnaðar- ins embættuðu. Jóhann sálugi var fæddur á Barkarstöðum í Bergstaðasókn í Húnavatnssýslu á íslandi árið 1868. Foreldrar hans hétu Sigfús Hannesson og Hólmfríður Halldórsdóttir Blön- dal. Um 1890 gekk hann að eiga Kristrúnu Björnsdóttur, sem var ættuð úr Blönduhlíð í Skagafjarðarsýslu. Árið 1901 fluttu þau hjón búferlum til Ameríku og settust að um hríð í Norður Dakota, en bjuggu eitt ár í bygðinni fyrir austan Mani- tobavatn. Þaðan fluttu þau til Selkirk og bjuggu þar til aldur- tila, unz að kallið kom til þeirra sitt á hvoru lagi. Jóhann sálugi var frábærlega vel gefinn maður. Skólament- unar fékk.hann aldrei að njóta, en sjálfmentaður var hann með afbrigðum. Eins og margir eldri Islendingar var hann fróður um margt og vitsmunir hans voru skarpir og ábyggilegir. Hann var einlægur trúmaður og val- menni í hvívetna. Sigurður bróðir hans, annar skýrleiksmaður; kom frá heimili sínu nálægt Oak View, til að vera við jarðarförina. Önnur skyldmenni voru þar" ekki, en stór hópur af einlægum vinum. C. J. O. Or borg og bygð Til leigu bjart og gott fram- herbergi án húsgagna. Sími 35 909. 591 Sherburn St. ♦ ♦ Meðal gesta og erindreka, sem sitja tuttugasta ársþing Þjóð- ræknisfélagsins, hefir Lögberg orðið vart við Árna Helgason, Chicago; Rósmund Árnason, Leslie, Dr. Beck, Grand Forks: séra Jakob Jónsson, Wynyard; Elías Elíasson, Árborg og Sig- urð Sigfússon, Oak View. ♦ -f Þau Mr. og Mrs. Ögmundur B. Swanson, í Selkirk, urðu fyr- ir þeirri sorg að missa unga dótt- ur sína, Alice Lavern að nafni, nálega hálfs-annars árs gamla, þ. 7. febr. s.l. — Fór útförin fram frá útfararstofu Gilbarts ií Selkirk, þ. 9 þ. m. — Séra Jóhann Bjarnason jarðsöng. -f ♦ MILLENNIAL TROPHY COMPETITION: The committee, elected by the Young Icelanders, resjxjnsible Hefnd Þú reiknaðir sakirnar “tönn fyrir tönn” 1 trúarbrögðum til forna. » í kristninni varstu í eilífri önn, svo enn er ei tekið að morgna. —Við heimsenda sagan á síðustu lirönn. sýnir þig endurborna. Frá hásæti guðs áttu ítökin öll til orms, sem í duftinu skríður. í kotunga hreysum, í konunga höll þú kostina, setur — og býður. —Og jafnvel hin ókleifu andans f jöll á eldin^um tímanna ríður. Þú bugaðir mikla meistarans geð. Hann mátti þér lúta að bragði, þvá fyrir þig visnaði fíkjutréð. —Hann friðinn í sölurnar lagði. í áhlaupum berstu þeim ofstopa uneð að uppsala kærleikur þagði. Ef jarðlífið mistekst og menn- ingin þver i mótgerða öfugstreymi. Þeir segja: að mannkynið mæti þér máttugri, i öðrum heimi. Og aldrei þá fyrir endann sér, ef ertu þar líka á sveimi. J. S. frá Kaldbak. for the playdowns for the pos- session of the Icelandic Millen- nial Hockey Trophy for 1939 has set a tentative date for the play- downs as March 10, 1939, at Sel- kirk, Man. Teams contemplating jjarticipation must enter before March ist with the secretary, Mr. Tom Finntxigason, 641 Agnes St., Winnipeg, iri, writing listing full rostrum of players. The major stipulation governing competition is that a limit of eleven players be of Icelandic birth and that at least six be of jitnior age as at Dec. 31, 1938. As the time is very limited it is quite imperative that teams contemplating participation enter immediately so that full arrange- ments may be made at the earlist possible date and that teams may be notified of their respec- ! tive draws. Bjorn Petursson, chairman Tom Finnbogason, secretary Harald Jolinson, treasurer The Made-To-Measure Shop In The Eaton Fabric Section, Second Floor Will Make You a Beautifully-Tailored Suit For Very Little Money! By “very little money” we mean exactly this: Making charges (including linings, buttons, findings) ......... $16.95 Material Extra—for example, 3 yards of material at $1.98 a yard, brings the total cost of the suit to only $22.89! And the tailoring is superb! You are given a careful fitting and any needed alterations are made 'before the suit is finished. Details of finishing are skillfully done by hand. You may, of course, pay a little more for your materia). We have smart Spring selection—not only at $1.98 a yard, but at $2.95 a yard and $3.95 a yard, The Made-to-Measure Shop also tailors coats—at a making charge of $13.95, coating material extra. Dress Fabrics Section, Second Floor AT. EATON C? LIMITED

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.