Lögberg - 23.02.1939, Blaðsíða 5

Lögberg - 23.02.1939, Blaðsíða 5
LÖGrBEBGr, FIMTUDAGINN 23. FEBBÚAB 1939 5 Námsskeið! Námsskeið! Námsskeið! Á öllum tímum kemur sparnaður sér vel; þó ekki hvað sízt þegar hart er í ári.— Við höfum til sölu námsskeið við helztu verzl- unarskóla (Business Colleges) borgarinnar. Það borgar sig fyrir yður að leita upplýsinga hjá okkur tafarlaust. Ql\e Columbia Press Limited SARGrENT & TORONTO Winnipeg, Man. Hvað gengur að blöðunum okkar? Frá því blööin okkar Vestur- Islendinga voru stofnuð og fram til skamms tima höfðu þau fimmfakla skyldu eða köllun aÖ rækja: i. Að halda við sem fullkomn- ustu f réttasambandi meðal ís- lendinga, hvar sem þeir voru bú- settir hér i álfu. 2. Að flytja fréttaþyrstum ís- lenzkum almenningi í Vestur- heimi öll þau tíðindi að heiman, sem nokkru varða; segja frá öllu sem snerti ættjörðina og heima- þjóðina. 3. Að kynna íslendingum austan hafs: “líf og líðan landa sinna vestan hafs.” 4. Að flytja íslendingutn hér scm glöggast og greinilegast yfir- lit yfir heimsviðburðina og frétt- ir þessa lands sérstaklega á með- an þeir skildu ekki enska tungu til hlitar. 5. Að rækja þá aknennu skyldu, sem öllum blöðum og tiniaritum er sjálfsögð : að fræða nienn og hefja lesendur sina eft- 'r niegni. Alt þetta reyndu blöðin að gera, þótt það tækist misjafnlega. En nú hefir margt breyzt; sumt af þvá sem blöðin urðu að gera fram til skamms tiima er uú að mestu leyti óþarft. Til dæmis er nú orðin litil sem engin þörf á íslenzkum blöðum til þess að flytja heimsfréttirnar eða hér- lendar fréttir. Flestir Islend- ingar lesa nú ensku blöðin og viðvarpstæki eru svo að segja á hverju heimili, hversu afskekt sem það kann að vera. Menningarnauðsyn blaðanna er heldur ekki orðin eins brýn °g áður var. Alls konar fræðslu- °g mentalindir eru nú orðnar svo :inðsóttar, að sú gáta er að mestu leyti ráðin. Fréttasambandið imeðal Vestur- slendinga er enn mikilsvirði, Pott ekki sé eins brýn þörf á ís- er>zkum blöðum þess vegna og a^Ur var, þar sem fréttir berast uin loft og láð með margföldum lraða og alls konar aðferðum, seni fyrrum voru óþektar. . Fn það eru tveir þræðir i hinni imm-þættu nauðsyn íslenzku Waðanna, senn enn eru jafn óhjá- 'væmilegir og þeir hafa verið — ef til vill ennþá nauðsynlegri. Það eru fréttirnar að vestan um hagi vora hér, störf vor og fram- kvæmdir, og það eru sem allra fullkomnastar og yfirgripsmest- ar fréttir að heiman um alt sem þar gerist þess virði að það sé i frásögur færandi. Og nú kem eg að fyrirsögn þessara lína: Blöðin okkar hafa á siíðustu árum þagað eins og steinn um fréttir, sem í heima- blöðunum hafa verið taldar stór- viðburðir og bæði hafa snert ís- lendinga heima og Vestur-ls- lendinga. Það er í sambandi við deilu þá, sem nú á sér stað milli blað- anna, að mér datt þetta í hug sérstaklega nú. Eg skal benda á 2—3 atriði: Fyrir nokkrum árum kom löng grein um það í blöðum heima með stórum fyrirsögnum að merkir efna- og framkvæmda- menn íslenzkir í Vesturheimi væru að undirbúa stórkostlegt framfara fyrirtæki heima: ætl- uðu að stofna félag til þess að byggja og starfrækja heilmikla hveitimylnu skamt frá Reykjavík. Greinin eða frásögnin var eftir merkan embættismann í Reykja- vík, sjem dvalið hafði langdvöl- um hér vestra. En vestur-ís- lenzku blöðin mintust aldrei einu orði á þetta mál. Þá má nefna hið svokallaða Þorvarðarsons sál, sem nú er mest deilt um. Heimskringla ætlaði sýnilega ekki að minnast á það. Samt var það mál, sem sjálfsagt var að segja Vestur-ís- lendingum frá. Þriðja málið, sem allan ís- lenzkan almenning varðar austan hafs og vestan, hefir verið mikið rætt í blöðum heima svo mánuð- um skiftir. Það er hið svokall- aða “karlakórsmál.” Það hafðj komið til orða að íslenzkur karfakór kæmi til Vest- urheims á , komanda sumri, til þess að syngja undir umsjón Columbia víðvarps félagsins. Svo er að sjá sem félagið hafi frétt að til væri annar karlakór á ís- landi og ráðlagt að grenslast eft- ir hvor þeirra væri betri. Þetta hefir leitt til ?vo mikils bitur- leika að mannskemdarorðum er farið um vissa hluttakendur málsins. Um þetta þegja blöðin okkar. Hvers vegna? Hví ekki að segja svona merká frétt sem okk- ur varðar öll? Hverjum er þægðarverk unnið með þessari þögn? Hví bregðast blöðin þeirri ó- tvíræðu skyldu sinni að segja okkur svona fréttir að heiman? Hvað gengur að blöðunum okkar ? Sig. Júl. Jóhannesson. Silfurbrúðkaup Sunnudaginn 4. desember s.l. var herra Thomasi S. Halldórs- syni og frú hans Guðríði Magn- úsdóttur haldið veglegt heiðurs- samsæti í tilefni af 25 ára gift- ingarafmæli þeirra hjóna. Kl. rúmlega 2 e. h. byrjaði fólk að streyma að úr öllum áttum, bæði keyrandi og fótgangandi, og kl. 3 e. h. var Westside skólinn al- skipaður fólki. Forseti samsætisins, séra Guð- mundur P. Johnson, setti sam- komuna með því að allir risu úr sætuim sínum og sungu “Hve gott og fagurt og indælt er.” Því næst flutti prestur bæn; síðan bauð hann alla innilega velkomna og lét í ljósi ánægju sína yfir því að sjá slíkan fólksfjölda sarnan kominn og það alla eða flesta Islendinga, sem gæfi þess fulla sönnun, aðí hér væri von á miklum mannfögnuði á íslenzka vísu. Kvaddi hann síðan til máls alþingismann bygðarinnar herra Pétur Howe, sem talaði snjalt og skörulega fyrir minni brúðhjónanna; sagðist hann hafa þekt brúðurina mikið fyr en brúðguminn og talaði hann því bæði af þekkingu og fullkomn- uim kunningsskap þessara merku hjóna. Var tala herra Howe full af fjöri og lifi, en þó með köflum þrungin alvöru og kjarn- yrðum i garð brúðhjónanna, enda var Pétri sæmilega klappað lof í lófa; að ræðunni lokinni var sungið “Hvað er svo glatt sem góðra vina fundur. Þá tók til máls sveitarstjóri bygðarinnar, herra Helgi J. Helgason, fór hann mörgum fögrurn orðurn um viðkynningu sína á brúðhjónunum og um þeirra 25 ára starf í bygðinni, sem hafi verið í alla staði bæði gott og göfugt, það væri því sín avesta ánægja að vera með í þessu samsæti sem brúðhjónun- um væri mú að verðleikum hald- ið vegna þess að þau hefðu kynt sig svo vel í þessari bygð að allir myndu sannarlega samgleðj- ast þeim á þessum þeirra heið- ursdegi, var þá sungið Fóstur- landsins Freyja. Því næst hélt herra Thorsteinn Guðmundsson snjalla og lipra tölu; þá las herra Páll Guð- mundsson upp fallegt og vel við- eigandi kvæði, eftir Guðmund Friðjónsson á Sandi, einnig tóku til máls herra John Goodman og herra Gísli Bíldfell og herra Sigurbjörn Sigurbjörnsson. Þessar heiðursfrúr tóku einn- ig til máls: frú Helga Flelgason, frú Jósefina Abrahamsson áður kennari, frú Soffía Sigurbjörns- son og frú Rannveig Sigbjörns- son rithöfundur; einnig tók til máls ung stúlka, Miss Edith Kristbjörg Johnson. Þessu næst afhenti presturinn brúðhjónunum myndarlegar gjaf- ir frá öllum viðstöddum vinum; þá tók til máls hr. Bjarni Þórð- arson, fósturfaðir brúðarinnar, og Halldór M. Halldórsson bróð- ir brúðgumans. Höfðu þá ræð- ur og söngvar skifst á alt að tveimur klukkustundum. Allar voru ræðurnar innilegar og hlýjar í garð brúðhjónanna og báru þess ljósan vott að þau hjón Mr. og Mrs. Halldórsson höfðu í þessi tuttugu og fimm ár náð almennings hylli í bygð sinni. Að síðustu reis úr sæti sínu heiðursgesturinn, Mr. Thomas Halldórson, og þakkaði með sér- staklega vel viðeigandi orðum íyrir þann mikla heiður, er þeim hjónum hefði sýndur verið þennan dag, og fyrir öll þessi innilegu orð og fagrar ræður, og þá ekki sízt fyrir þær myndar- legu gjafir, er þeim hjónum hafi verið fram bornar á þessum ó- gleymanlega degi, og óskaði hann öllum viðstöddum innilegrár Guðs blessunar fyrir alt gott þeim hjónum auðsýnt. Voru þá frami bornar hinar rausnarlegustu veitingar, og fólk- ið skemti sér langt fram á kvöld. Fóru þá allir heim til sín glaðir og ánægðir; mun þar hafa verið samankomið hátt á annað hundr- að manns. G. P. J. Leikfélag Sambandssafnaðar í Winnipeg má uneð sanni segja, að liafi ver- ið öflugur þáttur í þjóðræknis- starfi íslendinga í Winnipeg. Mörg undanfarin ár, hefir það sýnt frumsamda og þýdda sjón- leiki á íslenzku. Þó leikfélagið hafi að bak- hjalli Sambandssöfnuð í Winni- peg, þa er það að mestu leyti sjálfstætt félag; þvií tilheyra margir, sem ekki eru í áður- nefndum söfnuði. Það hefir verið og er stefna leikfélagsins, að bjóða hverjum þeim Islend- ing — ungum og gömlum, karli eða konu — í félagið, sem hefir áhuga fyrir sýningu íslenzkra sjónleikja, og einnig þeim, sem hafa löngun til að taka þátt í is- lenzkum leik. Leikfélagið hefir verið svo lánsamt að njóta leið- sögu ágætra manna, svo sem Ragnars Kvarans, Steindórs Jakobssonar og núverandi leik- stjóra þess, Árna Sigurðssonar. Félagið hefir sýnt marga góða leiki, enda er það stefna félags- ins, að sýna aðeins beztu frum- samin leikrit, þegar þau eru fá- anleg. Og nú er leikfélaginu sérstök ánægja, að geta tilkynt Islendingum, að það er að undir- búa sýningp á nýju leikriti, eftir Jakob Jónsson frá Hrauni. Leik- urinn heitir “Stapinn”; það er í fjórum þáttum og gerist bæði austan hafs og vestan. Einn þátturinn gerist í Nýja íslandi snemma á innflutningsárunum. Það verður siðar minst frekar á leikinn, og hvenær hann verð- ur sýndur. En þetta leikrit ættu sem allra flestir Vestur-íslend- ingar að sjá. X. Úr Skagafirði er blaðinu skrifað: Tíðarfar hefir verið með lakara móti í vetur. Haustið var úrfellasamt í mesta lagi. Snjólaust var þó til 20. nóv. Þá gerði nokkurn snjó, og var sauð- fé alment tekið til hýsingar og gjafar um það leyti. Á jólaföstu gerði haglitið um mikinn liluta Fiéragðsins fyrir sakir áfreða. Viku fyrir jól brá til sunnan- áttar og gerði afbragðshláku, svo að jörð varð alauð jafnt til f jalla sem á láglendi. 29. des. gerði stórhríð af norðri, er stóð í 2 daga. Hriðaði þá og nneira og minna upp undir viku. Köm þá óvenjumikill snjór, eftir því sem hér gerist, og varð haglítið víða, svo að taka varð þá þegar all- margt hinna yngri hrossa og ó- duglegri á gjöf,—Tíminn 31. jan. ilf, eimskipafélag islands AÐALFUNDUR Aðalfundur Hlutafélagsins Eimskipafélags íslands, verður haldinn í Kaupþingssalnutn i húsi félagsins í Reykjavík, laugardáginn 24. júní 1939 og hefst kl. 1 e. h. D agskr á: 1. Stjórn félagsins skýrir frá lmg þess og fram- kvæmdum á liðnu starfsári, og frá starfstilhögun- • inni á yfirstandandi ári, og ástæðum fyrir henni, °g leggur fram til úrskurðar endurskoðaða rekst- ursreikninga til 31. desember 1938 og efnahags- reikning með athugasemdum endurskoðenda, svörum stjórnarinnar og tillögum til úrskurðar frá endurskoðendum'. 2. Tekin ákvörðun um tillögur stjórnarinnar urn skiftingu ársarðsins. 3. Kosning fjögra manna í stjórn félagsins, i stað þeirra sem úr ganga samkvæmt félagslögunum. 4. Kosning eins endurskoðanda í stað þess er frá fer, og eins vara-endurskoðanda. 5. Umræður og atkvæðagreiðsla um önnur mál, sent upp kunna að verða borin. Þeir einir geta sótt fundinn, sen} hafa aðgöngumiða. Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir hluthöfum og umboðsmönnum h'luthafa á skrifstofu félagsins í Reykjavik, dagana 21. og 22. júní næstk. Menn geta fengið eyðublöð fyrir umboð til þess að sækja fund- inn á aðalskrifstofu félagsins i Reykjavík. Reykjavik, 25. janúar 1939. Stjórnin.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.