Lögberg - 13.04.1939, Blaðsíða 1

Lögberg - 13.04.1939, Blaðsíða 1
PHONE 86 311 Seven Ijlnes # ,Oe>°V * Servlce and Satlsfactlon PIIONE 86 311 Seven T,ines •e> w jfV)P Better Dry CleaninR and Baundry 52. ÁRGANGUR DÖGBERG, FIMTUDAGINN 13. APRÍL 3939 NtJMER 15 Ur borg og bygð JOHN WATERHOUSE, fiðluleikctri 3}essi vinsæli iistamaður aÖsto'Öar karlakórinn á sam- komunni í Auditorium miÖvikud. 26. apríl. Mr. J. Waterlrouse hefir í mörg ár átt marga a'ðdáendur meðal íslendinga hér í horg, hæði sökum listamensku sinnar og svo hafa margir landar verið nemendur hans. Sökum hæfileika sinna og prúðmensku hefir Mr. J. Waterhouse ætíð hlotið orðstír hér i borg er seint mun fyrnast. iSímað er frá Amsterdam á : ‘niðvikudagsmorguninn, að svo 'niklum óhug hafi slegið á | Hollendinga vegna innlimunar Albaníu, að stjórn landsins .hafi 1 kvatt til herþjónustu alla vopn- I f* *ra menn. ♦ + Mr. og Mrs. J. Jí. Johnson | Há Upham, N. Dak., sem dvalið hafa hér i vetur hjá dóttur og Hngdasyni, séra Valdimar J. Eylands og frú Eylands, lögðu | af stað heimleiðis á þriðjudag- ’nn. Þau biðja Löglierg að %tja öllum sínum mörgu vinum ] þessari borg innilegustu þakkir [ ^yrir alla alúfS þeim auðsýnda.— * * * í útvarpsræðu, sem landbún- jðarráðherra sambandsstjórnar- 'nnar, Hon. James G. Gardiner, flutti á mánudaginn lrér í borg- ! lnni, lýsti hann yfir því, að í frumvarpi því, setn nú lægi fyrir þingi af hálfu stjórnarinnar, fseiist víðtækari hlunnindi en stjórn nokkurs annars lands | kefði enn boðið kornræktarbænd- um sínum. --- -f ♦ Islendingar í Vancouver eru beðnir að athuga að almennur fundur verður haldinn að heimili Mr. og Mrs. Bjarna Kolbeins, ^27 W. 26 Ave., sunnudaginn Þann 23. þessa mánaðar, kl. 7.30 h., til að ræða frekar ýmisleg 1T]álefni i sambandi við nýja ís- Hndingafélagið, sem hér er verið að stofna. Islendingar eru beðn- lr að fjölntenna á þennan fund. ♦ ♦ Oddný Anderson, ættuð af Seyðisfirði, lézt að heimili Hænku sinnar Albínu Sigurðs- son, að* Gladstone, Man. Hafði 5ún dvalið hjá þessari frænku s>nni og manni hennar, Sigurði keitnum Sigurðsson, síðastliðin r3 ár. Síðustu tvö árin lrafði hún verið rúmföst. Oddný heitin giftist Stefáni Anderson, ættuð- uui úr Skagafirði; er hann fyrir skömnut dáinn. Skyldmenni ('ddnýjar, sem) eftir lifa eru ein systir: Mrs. Margrét Bergson, tveir systursynir, Guðbergur og Stefán, og ein systurdóttir, Odd- ný (Mrs. Paul Bardal). Jarðar- förin fór fram 3. april frá út- ^ararstofu Bardals. Séra V. J. Hylands flutti kveðjutnál ♦ ♦ Miðvikudaginn 29. marz, and- aðist Svanhildur Ólafsdóttir á uoimili Helga Finnson, systur- s°nar síns í Fjallabygðinni við Milton, N.D. Hún hafði dvalið sjðustu 40 árin á heimili systur sjnnar og barna hennar þar. bot-eldrar hennar voru Ólafur Huttormsson og Helga Vil- hjálmsdóttir. Hún var fædd i Mjóafirði i S.-Múlasýslu. Kom hi Ameríku 1889. Hún giftist uidrei. Svanhildur var góð kona,- vönduð og vinsæl. Jarðarförin fór fratn frá heimilinu og Fjallakirkju á laug- ardaginn. Séra H. Sigmar jarð- söng. ♦ ♦ Nýgift eru þau Richard George Gregory og Harriet Mary Jolinston bæði til lreimilis hér í borg. Brúðurin er dóttir Mrs. Rannveigar Johnston fyr- verandi eiganda kaffisöluhússins “Wevel” og manns hennar, sem látinn er. Hjónavígslan fór fram 29. marz að 776 Victor Street, heimili prests Fyrstu lútersku kirkju, og var framkvæmd af honum. + ♦ Fimtudaginn 6. april andaðist á heimili sonar síns, Einars Abrahamson í Akra, N. Dak., Guðrún Óladóttir, 85 ára að aldri, fædd 14. sept. 1853. Hún var systir þeirra Metúsalems og Guðna Ólason, sem lengi bjuggu í grend við Akra. MetúsaJem nú dáinn fyrir nokkrum árum, en Guðni lifir hjá liörnum sín- um í Manitoba, í hárri elli. Guðrún giftist á Islandi Ólafi Abrahamsson, misti hún hann á íslandi og ungan son. En til Ameríku kom hún með hinn son þeirra, Einar, árið 1900. Hafa þau ávalt húið á Akra síðan. Og hún, síðan aldur færðist yfir, notið ástiiðlegrar aðhlynn- ingar sonar sins og lconu hans og barna. Guðrún sál. var mæt kona, vel gefin, bókhneigð og vönduð í dagfari öllu. Jarðarför hennar fór fram frá heimili Abrahamsons lrjónanna á Akra og frá Vídalínskirkju laug- ardaginn 8. apríl. Séra II. Sig- mar' jarðsöng. VIÐSJÁ Á föstudaginn langa sendi Mussolini hersveitir sínar inn í Albaníu og lagði undir sig land- ið. Zog kongur Albana og drotn- ing lrans, flúðu til Grikldands, ásamt nýfæddum syni. Itölsk blöð skýra frá þvi, að innan hálfs mánaðar eða svo, verði Victor Emmanuel lýstur keisari yfir Albaníu. ÁRSSKEMTUN LAUGÁ rda gsskúlans Eins og skýrt hefir verið áður frá Jiér í blaðinu, verður hin ár- lega skemtisamkoma Laugardags- skóla Þjóðræknisfélagsins haldin í Fyrstu lútersku kirkju á laug- ardagskveldið þann 22. yfir- standandi mánaðar; má það ó- hætt fullyrða, að vandað hafi verið til samkomunnar hið bezta. Þetta er eina samkoman, sem Laugardagsskólinn heldur á ár- inu, og æskunnar og íslenzkunn- arvegna verðskuldar hún stuðn- ing allra þjóðrækinna íslendinga. Má teJja liann eina allra þýð- ingarmestu stofnunina, sem Is- lendingar í þessari borg starf- rækja. Fjölmennið á samkonv una! Þakklœti og kveðjur Beztu þakkir til landa minna vestan hafs, sem sendu mér hlýjar jóla- og nýársóskir nú um áramótin. Eg get ekki að svo stöddu svarað ykkur öllum með eigin lrendi, svo eg ætla að biðja blöðin vestra, sameiginlega vini okkar, að flytja þakklætið til ykkar allra, einnig til þeirra. sem hugsuðu hlýtt til mín, eg veit að þeir eru margir. Ykkur öllum sendi eg mánar beztu ósk- ir um gott og gleðilegt nýbyrjað ár, og þakka alla vinsemd á ár- inu sem leið. Það var okkur öllum hér heima rnikið fagnaðarefni að fá kveðjurnar frá ykkur 1. desem- ber. Gaman að þekkja kunn- ingjana á rómnurn. — Þaklca allar góðar óskir til lands og þjóðar. Dásamlegt er það, að orðin skuli berast þennan óraveg “á vængjum vindanna,” svo skýr og greinileg. O'kkur liður vel hér á Aust- f jörðum, þó samgöngur séu held- ur stirðar um þetta leyti árs, þegar landleiðin er tept. — Það er gott næði til allskonar inni- starfa, ekki ósvipað og í sveit- inni í gamla daga. — Tíðarfarið hefir verið ágætt, sérlega logna- samt hér á Seyðisfirði. Vetur- inn á Fróni hefir margt yndis- legt að bjóða, og nú göngum við mót hækkandi sól og lang- degi. Með, beztu kveðjum, ykkar Halldóra Bjarnadóttir. Seyðisfirði, 15 febr., 1939. RAGNARl ÖLAFSSYNI HALDIÐ SAMSÆTI Um f jörutíu Islendingar komu saman á Moore's Cafe hér í borginni á laugardaginn var, og sátu veizlu í heiðursskyni við Ragnar lögfræðing Ólafsson frá Reykjavík, sem hingað kom í kynnisför til ættmenna sinna um páskana. Forsæti skipaði Dr. L. A. Sigurðsson; ræðuna fyrir minni lreiðursgestsins flutti hr. Ásmundur P. Jóhannsson, aulc þess sem Dr. B. J. Brandson tólc einnig til máls; voru báðar ræð- urnar hinar prýðilegustu. Ragnar lögfræðingur þakkaði með vel- völdttm orðutn þann heiður, er sér væri auðsýndur með sam- sætinu, og kvaðst hverfa mundu til ættjarðarinnar maður at fróð- ari eftir komuna til Winnipeg. Lagði hann af stað vestur á Kyrrahafsströnd um, miðja yfir- standandi vilcu. En frá Nevv York siglir hann áleiðis til Is- lands þann 17. maí næstkomandi. Ósammála fjármálaráðgjafa Jatnes McLænaghen íhalds- flokks þingmaður i Manitoba þingjnu fyrir Kildonan og St. Andrews kjördæmið, hélt þvi fratn í þingræðu, að fylkisfé- hirðir hefði undirmetið tekjur fylkisins um fjórar miljónir. Ríkiserfingi Islands og Danmerkur heimsœkir Bandaríkin Kemur við í Chicago. Friðrik ríkiserfingi íslands og Danmerkur, og tilvonandi drotn- ing, Ingiríður, eru nú á leið vestur um Atlantsála í kynnisför til Bandaríkjanna — en elcki til landrána eins og suinra þjóð- höfðingja er siður nú á dögum. A vesturleið fara þau um Pan- ama-skurð, þá norður með Stfönd, en stiga á land í Cali- fornia. Þaðan halda þau austur um land og dvelja þrjá eða f jóra daga i Chicago. Vegleg veizJa er i ráði að þessum valinkunnu og fágætu gestuni verði haldin af hálfu Dana og íslendinga hér í borg, og fólki af þeitn ættum, Vinnur fjölmenn nefnd að undirbún- ingnutn, þar á meðal einn ís- lendingur, Árni Helgason, forseti “yísis.” íslendingafélagsins i Chicago. Ráðgert er að samsætið fari fram 25. paríl í Stevens gisti- höllinni. Ræður flytja þar að sjálfsögðu ríkjsstjóri, borgar- stjóri og margt annað stórmenni. Prófessor Sveinbjörn Johnson hefir lofað að mæla þar fyrir munn íslendinga. Öllum ræðun- um verður eflaust útvarpað. Eins og öllum er enn i fersku minni, fögnuðum við tuttugasta afmælisdegi fullveldis íslands fyrir skemstu. Þegar saga mis- klíðarins, sem endaði með fengnu fullveldi, er borin saman við það sem nú fer fram víða um heim, er munurinn auðsær. Engan skyldi því furða, þegar veröldin vaknar af vímunni, sem nú virð- ist halda henni dauðatökum, og þegar roða tekur af komandi röðli endurvaktra, nýrra og hærri réttlætishugsjóna, þá verði að- ferðin við úrlausn vandamálanna sniðin eftir fyrirmynd og hug- sjónum smáþjóðanna við norður- heimsbaug. Það er því ekkert efamál, að Vestur-Islendingar bjóða þessa gesti velkomna alveg í sérstök- um skilningi, engu síður en þeir sem af dönsku bergi eru brotnir E. MARGRÉT MARKÚSSON LÁTIN Síðastliðinn föstudag andaðist að heimili sinu hér í borginni Margrét Markússon, kona Jóns Markússonar, 82 ára að aldri, mæt og vinsæl kona. Auk eigin- matlns síns, lætur hún eftir sig tvö börn. Útför hennar fór fram frá Sambandskirkjunni á þriðjudaginn. Dr. Rögnvaldur Pétursson jarðsöng. Stjórnin í Búlgaríu hefir leyst upp flokk Nazista þar í landi, og lýst meðlimi hans réttdræpa hvar sem væri. Er mælt að flokkurinn hafi setið á sviðráð- um við stjórnina.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.