Lögberg - 13.04.1939, Blaðsíða 6

Lögberg - 13.04.1939, Blaðsíða 6
6 LÖGBERG, FIMTUDAGHNN 13. APBIL 1939 O LÍTILL Sem afleiÖing allra þessara gleÖiláta, vaknaði sá digri og þótti nóg um hvernig konan lét við þennan nýkomna gest; en þegar hann fékk að vita að þetta var Daníel Eyssette, varð hann ekki síður vinalegur en konan. Honum þótti heiður í að mæta slíkum við- skiftavin og roðnaði af ánægju. “Hefirðu borðað, Daníel ?” spurði hann. “Nei, minn góði Peyrol. Þessvegna kom eg inn að fá mér að eta.” “Alskygna réttlæti! M. Daníel hefir ekkert borð- að.” Gamla Anna hljóp fram í eldhúsið og Jean Peyrol flýtti sér út að sækja eitthvað. í hendings kasti var sett á borðið, alt tilbúið, og Litill settist að borðinu. Hann masaði; hann át; hann drakk; hann varð hreifur og augun leiftruðu af ánægju. “Halló! Það verður að sækja glös Monsieur Peyrol.’ Lítill átti að fá í staupinu. Jean Peyrol kom með glösin og svo voru drukkin ótal minni: Minni Madame Eyssette, svo minni M. Eyssette og minni Jacks, minni Daníels, minni gömlu Önnu og minni háskólans, og eg veit ekki hvað. Þannig liðu tveir tímar p masi og drykkjuskap. Við mösuðum um óhamingju og hamingju. Við mintumst á verkstæðið að Lyon og rektorinn, sem okkur þótti svo vænt um. Alt i einu stóð Litill upp og afsakaði sig. “Svona fljótt,” sagði gamla vinkonan, Anna. Lítill afsakaði sig. Hann varð að koma á vissa staði áður en hann færi; hann mátti til með það. Það var «læmt, þeim hafði liðið svo vel við masið. Það var svo margt eftir enn að segja. Úr því Daníel hefir einhverja að sjá í borginni, þá vilja vinir hans á ferð í Frakklandi ekki halda honum lengi “Góða ferð, Monsieur Daníel. Guð leiði þig okkar kæri húsbóndi.” Og alla leið út á mitt stræti fylgdu þau hjónin honum með blessunaróskum sínum. Vitið þið hvern hann vildi sjá áður hann færi úr bænum? Það var verkstæðið, sem; honum þótti svo vænt um, þar sem hann hafði leikið sér mikið; það varð garðurinn, verkstofurnar og trén; allir æsku- vinirnir, þar sem gamanleikir æskunnar gægðust af götuhornum. Var þetta ekki eðlilegt. Hjarta manns- ins er veikt fyrir ýmsum áhrifum. Það er svo margt sem mönnu'nT þykir vænt um: skógana, steinana, jafn- vel verkstæðið sjálft. Það var ekkert að furða sig iu þótt Lítill gengi fáein spor til að sjá þetta alt aftur. Og hann flýtti sér, en stanzaði alt í einu þegar hann I sá verkstæðið, — hann varð steinhissa. Á gráum veggjunum frá einum enda til annars: engir voru þar Oleanders eða aðrar rósir, heldur berir veggirnir. Ofan við dyrnar var kross úr rauðum sandsteini, með einhverju latínurugli á. Ó, ólánið mesta! Verkstæðið var ekki lengur líkt sjálfu sér. Það var nú klaustur Carmelíta, þar sem enginn maður dirfðist inn að koma. IV. Sarland er dálitið þorp í Cévennes fjöllunum, bygt ofan við þröngan dal, sem er innluktur alla leið eins og með vegg, af þverhnípi. Þegar sólin skín þar, er heitt eins og í bökunarofni; þegar norðan- vindurinn blæs myndast jökull. Kvöldið sem eg kom var mér sagt að norðan- vindur hefði blásið allan daginn, og þó nú væri vor, fann Lítill að kuldinn var ægilegur, þar sem hann sat uppi á hinum háa ])óstvagni. Þegar hann var að koma inn í þorpið fanst honum kuldinn ganga í gegn- um sig. Eg komst með naumindum niður úr þessu hásæti mínu og lét strax fylgja mér til háskólans. Eg var að flýta mér að ná í vinnuna. Háskólinn var skamt frá og eftir að hafa farið yfir tvö eða þrjú breið stræti, stanzaði maðurinn, sem bar kistuna við stórt hús, þar sem ekkert líf sýndist hafa verið árum san>an. “Hérna er það,” sagði hann og tók í afarstóran fellihamar við dyrnar. Hamarinn féll aftur seint og þunglamalega og hurðin lokaðist af sjálfu sér. Við fórum inn. Bráðlega kom dyragætir syfjaður og hélt á sórri lukt í hendinni. Hann gekk til mín og sagði: “Þú ert sjálfsagt nýsveinn.” Hann tók mig fyrir lærisvein. “Eg er ekki nýsveinn. Eg kem hingað sem kenn- ari,” sagði eg. “Fylgdu mér til yfirmannsins.” Dyravörður virtist hissa. Hann lyfti nú húfunni litið eitt og bað mig að koma inn i húsið snöggvast. “í fimtán mínútur verður yfirmaðurinn i kirkjunni með unglingunum,” sagði hann. Svo þegar tíminn var liðinn fylgdi hann mér til yfirmannsins. í húsinu höfðumi við kvöldverð. Einhver stór maður, sver, með ljósleitt skegg sat við hlið konu, sem virtist mjög mögur; hann drakk brennivíns- blöndu. “Hver er þessi, Monsier Cassagnej?” sagði hann milli sopanna. “Það er nýi kennarinn. Hann er svo smár, að eg hélt hann væri nýsveinn,” sagði dyravörðurinn og leit í áttina til min. “Hann er smár,” sagði Skeggi og horfði á mig yfir gleraugun; en við höfum þá af öllum stærðum þessa nemendur, suma miklu stærri en hann og líka kennara. Til dæmis Veillon eldri og Crouzat,” bætti dyravörðurinn við; “og Soubergrol,” bætti konan við. Svo fóru þau að tala um mig í lágum hljóðum; hann með höfuðið að parti niðri í vínglasinu, og gefa mér auga. Að utan heyrðist gnauð norðanvinds kalda og kvak unglinga sem voru að lesa guðsorð í kaj>ell- unni. Alt í einu var hringt og tók ægilega undir i byggingunni og heyrðist langt í burtu. Bænagerðin var úti og M. Cassagan reis á.fætur segjandi: “Látum okkur heimsækja yfirmanninn.” Hann tók luktina og eg gekk á eftir. Mér virtust College byggingarnar afar stórar, gangarnir endalausir og dyrnar afar stórar, stigar breiðir og rimar úr hráu járni. Alt þetta var gamalt, svart og rykugt. Dyravörðurinn sagði mér að fyrir 1789 hefði skólinn verið sjómannaskóli, og hefði þá verio þar átta hundruð nemendur, allir af hærri stig- um. Þegar hann hafði sagt mér allan þennan visdóm vorum við konmir alla leið að stofu yfirmannsins. M. Cassagne barði tvisvar. “Einhver sagði: “Komið inn.” Við gengum inn. “Yðar hátign!” sagði Cassagne og ýtti mér á undan sér. “Hérna er nýi kennarinn, sem kemúr í stað M. Serrieres.” “Það er gott!” sagði yfirmaðurinn, án þess að hreyfa sig. Dyravörður hneigði sig og fór. Eg stóð á miðju gólfi og sneri hattinum milli handa mér og beið. Þegar hann hafði lokið við að skrifa, þessi herra, leit hann fyrst upp og sneri sér að mér, svo eg hafði tækifæri að virða hann fyrir mér þennan mann með föla og skorpna andljtið, sem augun lýstu lítilsháttar upp, þótt litarlaus væru og köld. Ifann reis nú á fætur til þess að geta séð mig betur, færði upp ljósið og krækti einu af þessum spjátrungs glerjum í augna- tóftina. “Nú, þetta er þá barn!” sagði liann og hentist niður í ruggustól. “Hvað eigum við að gera við barn ?” Nú varð Lítill afarhræddur og þóttist nú vita að hann yrði rekinn út á strætið allslaus. Með naum- indum gat hann stainað út tveimur eða þremur orðum um leið og hann rétti þessum manni meðmælinga- bréfið. , Þessi stóri maður tók bréfið, las það og las það aftur, braut það saman og opnaði það aftur og las enn, svo endaði hann með því að segja að vegna þessa ágæta meðmælabréfs, sem sýndi heiðarlegleik foreldr- anna, þá tæki hann mig; en hann hræddist hvað eg var ungur. Svo lagði hann út af þvi hvað þessi staða mín væri erfið; en eg hlustaði ekki á hann. Aðal- atriðið fyrir mér var það, að hann gerði mig ekki afturreka. Eg fékk vinnuna. Eg var glaður, heimsku- lega feginn. . Hræðilegur hávaði í lyklakippu reif mig upp úr skýjaflugi mínu. Eg sneri mér við og sá eg þá skamt frá mér einn af þessum löngu, rauðu mönnum, sem hafði komið inn alt í einu. Það var aðal stjórnarinn í skólanum. Hann horfði á mig skáhalt og brosti einti þessu viðbjóðslega brosi, sem aldrei boðar gott, og hristi afarstóra lyklakippu með lyklum af öllum stærðum. Kippuna bar hann á sleikifingri. Brosið átti að mýkja mig; en kippan með öllu sínu sargi og argi hræddi mig. t “Monsier Viot!” sagði yfirmaðurinn. “Hérna er maðurinn, sem kemur í stað M. Sérrieres.” M. Viot hneigði sig og brosti einu hinu indælasta brosi. Lyklarnir sögðu það gagnstæða. Það marraði í kip[funni og hún virtist segja: Þessi litli maður í staðinn fyrir M. Serrieres! Komdu þá! Komdu þá! Yfirmaðurinn skildi eins vel og eg hvað lyklarnir vildu segja, svo hann bætti við það, semi hann hafði áður ságt, brosandi: “Eg veit að þegar við mistum M. Serrieres, töpuðum við manni, sem erfitt er að jafnast á við. (Nú kom niðurbæld þrumurödd, marr, frá kippunni). En eg er viss um að M. Viot mun gefa nýja manninum allar nauðsynlegar upplýsingar og hjálpa .honum með öllu 'móti við verkið, svo við þurfum sem minst að sakna M. Serrieres.” Síbrosandi og blíðmáll svaraði M. Viot að hann væri reiðubúinn að gjöra hvað sem væri fyrir nýja manninn og gefa allar góðar bendingar. En lyklarnir virtust spá alt öðru. Maður neyddist til að hlusta á þá berjast og urgast saman og sarga ógnandi: “Ef þú hreyfir þig, Ktli þræll, þá varaðu þig!” “'Monsier Eyssette. Þú getur farið að hvíla þig ef þá vilt i kvöld; þú mátt til að sofa á hótelinu. Þú verður hér á rtiorgun klukkan átta!” Og hánn kvaddi mig með talsverðri viðhafnarhneig- ingu. Monsier Viot sem altaf brosti meira og meira, en nokkru sinni áður, íylgdi mér til dyra, en áður en hann skildi við mig stakk hann að mér dálítilli rauðri skrifbók. “Það er reglugerðin viðvíkjandi allri stjórn á skólanum. Lestu hana og hugsaðu um málið.” Síðan opnaði hann dyrnar og lokaði þeim á hæla méf og lyklakippan urgaði og orgaði sem fyr. Þessir herrar gleymdu að lýsa mér út. Hér fór eg að villast í niðdimmum göngum. Eg þreifaði á veggjunum og reyndi að fálma mig áfram. Langt burtu brá fyrir bjarma af tunglinu í gegnum glugga- rúður. Það bjargaði mér. Alt i einu brá fyrir ljósi í þessu'm rangölum, niðdimmum. Það var skært ljós og kom í áttina til mín. Það fór fram hjá mér, da])raðist og dó. Það var eins óg vera úr öðrum heimi. En jafnvel þótt það færi snögglega framhjá, sá eg alla myndina ná- kvæmlega. Hugsið ykkur tvær kvenverur, tvo skugga, önnur gömul, hrukkótt, skorpin, mjó, hálfbogin, með afar- stór gleraugu, sem huldu hálft andlitið; hin ung, grönn, teinrétt en mjóslegin eins og vofur verða að vera; en með dökk ljómandi augu, sem vofur hafa ekki æfinlega, dökk eins og nóttin, en fögur. Sú gamla hélt á koparlantpa. Sú dökkeygða hafði ekkert meðferðis. Þessir tveir skuggar fóru fram hjá mér, hratt, hljóðlega, en sáu mig ekki. Eg stóð lengi á eftir í sörnu sporum. Eg hafði orðið fyrir tvenns- konar áhrifum. Eg varð hrifinn af fegurð og varð hræddur. Eg hélt áfranr að fálma og færðist áleiðis, en skuggarnir skildu ekki við mig. Hin hræðilega álfkona með hin ægilegu sjónargler, þar sem hún gekk við hliðina á hinni ungu fagureygðu konu. Nú var það næst að fá húsnæði yfir nóttina, og það var býsna stórt atriði. Til allrar hamingju kom maðurinn með mikla skeggið mér til hjálpar. Hann sagðist skykli fylgja mér á hótel þar sem aðbúnaður væri ágættir, ekki dýr, en yrði farið tneð mig eins og prins. Nærri má geta að eg tók boðinu. Þessi skeggjaði ínaður leit út fyrir að vera góður drengur. Hann sagðist heita Roger og vera kennari í allmörgu: dansi, reið, vopnaburði og öllum fim- leikum, og að hann hefði lengi verið í riddaraliðinu í Afriku. Þetta síðasta dró mig að honum. Börn hænast löngum að hermönnum. Við skildumi við hótelsdyrnar. Hann tók þétt i hönd mér og það leit út sem við myndum verða vinir, Og nú, lesari góður, verð eg að gera dálitla játningu: Þegar Lítill var orðinn einn í köldu herberginu, langt frá öllum sínum, þá brast hjartað; heimspeking- urinn grét eins og barn. Hann hræddist lífið eins og það leit út þá. Honum fanst hann vera máttvana og verjulaus og hann grét og grét lengi, lengi. Mitt í þessu sá hann mynd í huganum af f jölskyldunni: móður sína hér, föður sinn þar; ekkert skýli og eng- inn arinn. En svo fór hann að hugsa um fyrirheitið góða: “Að byggja upp arinn ára sinna” — einn, aleinn. Og glaður yfir að hafa fundið ákveðið verk að vinna í heiminum þurkaði hann af sér tárin, sem ekki sóma sér vel á þrekmanninum og hugsaði að nú mátti enginn tími tapast. Hér var verkið. Hann tók rauðu bókina og fór að lesa reglugerðina um nýju skyldurnar. v Reglugerðin leit vel út. Hún hafði verið endur- rituð með glöggri hendi, vel læsileg, veruleg og löng ritgerð, skift i þrjár deildir: 1. Skyldur kennarans gagnvart yfirmönnum sínum. 2. Skyldur kennarans gagnvart jafningju'mi sin- um. 3. Skyldur kennarans gagrívart nemendum sínum. Ilér var gert ráð fyrir öllu, smáti og stóru, um rúðubrot og eins uni það, ef einhver rétti upp báðar hendur í einu í staðinn fyrir aðeins aðra, sem þyrfti að hegna. Hér var um kaup kennarans og hvað mikið hann mætti drekka af vini á eftir hverri máltíð. Reglugerðin endaði á ljómandi fallegri ritgerð, sem átti.að vera skýring á öllum reglunum og gilcli hverrar fyrir sig. En þrátt fyrir það þótt eg bæri virðingu fyrir Monsier Viot, hélt eg ekki út að lesa þennan viðbætir. Eg sofnaði út frá öllu saman.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.