Lögberg - 04.05.1939, Blaðsíða 6

Lögberg - 04.05.1939, Blaðsíða 6
6 LÖGrBERG, FIMTUDAGINN 4, MAJ, 1939 O LÍTILL FaSir hans kysti hann “Heyrðu, breiddu nú ofan á þig. Lœknirinn vill ekki að reynir það á þig að tala.” Og þar sem Lítill vildi endilega tala, talaði faðir hans altaf svo hann kæmist ekki að. “Hugsaðu þér! Það er fyrir átta dögum síðan að vínsölufélagið sendi mig hingað yfir um, upp í Cerennes-fjöllin. Þú getur hugsað þér hvað mér þótti vænt um að fá tækifærið til að sjá Daníel minn. Eg kom til skólans; eg kallaði og eg leitaði, en enginn fanst. Enginn Daniel var finnanlegur. Eg lét fylgja mér að þínu herbergi. Lykillinn var inni. Eg braut upp hurðina með fætinum, sem gerði tftiiknn hávaða. Eg fór inn og fann þig þarna á gólfinu, voðalega veikan. Vesalings drengurinn, hvað þú hefir verið veikur! Fimm daga varstu rænulaus. Eg skildi ekki við þig eitt augnablik. Trúir þú því, að M. Viot hefir verið mér hjálplegur. Er hann ekki góður drnegur? Ilann íeyfði mér að sofa hér í bygging- unni, og braut þannig reglugerðina. Já, víst gerði hann það. — Þetta þrælbein ætlaði að hræða mig með því að sarga lyklunum rétt við nefið á mér. Eg sýndi honum ákveðið hvar hann ætti heima.” Lítill titraði þegar hann heyrði hvað M. Eyssette hafði leyft sér við lyklavörðinn; en svo gleymdi hann lyklunum og spurði: “Og mamma ?” sagði hann og rétti fram f'aðminn eins og fyrrum til mömmu reiðu- búinn fyrir kossinn. “Ef þú ekki breiðir ofan á þig, færðu aldrei neitt að vita,” sagði M. Eyssette í byrstum róim. “Flýttu þér, breiddu ofan á þig. — Mamma er hjá föðurbóður Baptiste.” “Og Jack ?” “Jack er asni! Þegar eg segi asni, þá er það eins og þú skilur, líara orðatiltæki, sem menn nota ósjálfrátt. Jack er bara góður drengur. Staða hans er allgóð; en þar fyrir utan líður honum vel. Hús- bóndi hans hefir gert hann að ritara sínum. Hann les honum fyrir og Jack skrifar. Bara þægileg staða.” Ó, hvað eg var ánægður á sjúkrahúsinu. Mörg var. ánægjustundin sem Lítill lifði innan þeirra veggja með tjöldunum í kring. M. Eyssette var þar hjá hon- um; hann sat þar alla daga við höfðalagið hans og Lítill óskaði að M. Eyssette færi aldrei frá sér. Því miður var það ekki mögulegt. Vínsölufélagið vildi fá vinnuimanninn til baka. Hann varð að fara, fara til baka frá Cerennes-fjöllunum. Eftir það að faðirinn fór, hvíldi drengurinn þarna enn lengi, aleinn, þar sem alt Svo fór hann að lesa sér til ann; hann sat þar í hjólastól. í fyrsta sinn eftir sex vikur fór Lítill niður i garðinn, fölur, magur og minni en nokkrú sinni áður. Nú vaknaði skólinn aftur. Hann var þveginn hátt og lágt. Allir gangar flutu í úatni Lyklar M. Viot sörguðu grimmilegar en nokkru sinni áður. Hann hafði tekið tækifærið um fríið og bætt nokkrum lyklum i kippuna. Og lika hafði hann bætt nokkrum greinum i reglugerðina. A hverjum degi komu fleiri og fleiri af drengj- unurj til baka. Nokkra vantaði frá fyrra ári, en aðrir nýir komu í staðinn. Raðirnar sáust sem fyr. Þetta ár, eins og fyr, hafði Lítill miðlungsmenn á höndum sér. Vesalings aðstoðarkennarinn skalf enn. Hver vissi? Þessir strákar yðru ef til vill viðráðanlegii en áður, þetta komandi ár! Svo komu sorgardagar. öllum fanst sem þeir væru ekki eins vel á sig komnir sem fyrrum, svo var uin bæði kennara og nemendur. Eftir tveggja mánaða uppihald varð alt að jafna sig smátt og smátt. Það gekk ekki á einu augnabliki. Hjólin snerust ekki liðugt, alveg eins og á gamalli klukku, sem menn hafa gleymt að draga upp, í háa herrans tíð. Smám saman fór nú alt að jafna sig sem mátti þakka tilraunum og árvekni M. Viot. Alt. kaust í samt lag aftur. Á hverjum degi á sama tíma, tniðað við sömu klukku, sáu menn litlu dyrnar opnast í görðunum og litlu drengina, í röðum eins og hermenn, koma frá og til bæna; fara tvo og tvo meðal trjánna og svo inn um sömu dyrnar aftur í lestrarstofurnar. Bjallan hringdi og svo heyrðist: “Vaknið, klæðist! Ding Dong. Farið að hátta! Ding, Dong! Leikið ykkur- Ding, Dong!” Og þetta sama alt árið. Eg einn var í skugganuimi á þessari mynd. Mínir drengir voru ekki með. Þessir miðlungar voru enn verri en áður, óviðfeldnari, sóðalegri, hortugri, grimm- ari en áður, þessir fjallafálkar. Eg sjálfur var veik- ari fyrir. Veikin hafði gert það að verkum. Eg var óstiltur og gat ekki vel stjórnað mér. Eg hafði verið of vægur fyrra árið. Nú varð eg of strangur. Eg reyndi senf sé að yfirvinna þessa þrællyndu stráka, var þögult sem gröfin. afþreyingar, við ;glugg- og fyrir hvað litla misgerð sem var, lét eg þá vinna svo mikið aukaverk, — hélt þeim inni í það óendan- lega. Mér leið illa. Kennararnir jafningjar mínir gerðu skop að mér yfirmaðurinn gaf mér ilt auga hvenær sem.hann mætti mér. Og til að kóróna alt, kom hið svokallaði Bouycoyran uppistand alt í einu. Ó, sú rimrna er mér í minni! Eg er viss um að hún verður í annálum Sarland háskólans nokkuð lengi, því um hana er talað þann dag í dag. Sjálfur er eg sáttur með að tala uim rnálið. Mér finst menn ættu að heyra um slíka atburði. Þessi strákur var fimmtán ára, stórfættur, stór- eygður, stórhentur ennislaus en hnakkakertur, rugg- aði og reri þegar hann gekk. Þannig var han-n þessi tignaði Marquis de Coucoyran, sem allir hræddust i miðgarðinum meðal “miðlunga” og hinn eini af aðli frá Cerennes-fjöllum, á Sarland háskólanum. Yfir- maður skólans hélt mikið með þessuimi strák, því vegna hans nærveru fékk skólinn á sig nokkurs konar aðals blæ. Hann var aldrei kallaður annað en Marquis. Allir hræddust hann. Eg var undir því fargi og tal- aði ætíð við hann eins og höfðingja, með virðingu. Nokkuð lengi vorum við svona ekki mjög óvin- veittir hvor öðrum. En svo var það einn dag, að þessi þrællundaði Marquis leyfði sér að svara svo ókurteistlega, svo hrottalega, að eg misti alla þolininæði. “Monsier Marquis!” sagði eg eins stillilega og eg gat, Taktu bækur þínar og farðu héðan út undir eins.” Þetta var þrælnum nýtt. Eg hafði aldrei áður leyft mér að tala svona. Hann varð híssa og starði á mig stórum augum serj steingervingur, hreyfingar- laus. Eg fann að eg hafði farið full-langt, kominn út í ófærur, en það var of seint að snúa við. "Farðu, Monsier Boucoyran,” sagði eg aftur. Allir steinþögðu og biðu átekta. Nú hafði eg loksins athygli allra. Nú hafði hann jafnað sig og svaraði: “Eg fer hvergi.” Nú varð vart aðdáunar meðal skólasveinanna. Eg reis upp frá stólnum, reiður. “Þú ætlar ekki — þú ferð ekki ? Við skuluin sjá!” Eg fór< niður úr stólnum. Það var langt frá því að eg vildi koma fram sem böðull Guð veit það. Eg vildi aðeins sýna þessum þrjót, að eg rneinti það sem eg sagði. En þegar hann sá imig fara niður, fór hann að hlæja svo háðslega :að eg gerði mig líklegan til að taka hann og henda honum út — taka hann niður af bekknum, að minsta kosti. Þrællinn hafði falið undir kjóllafinu ægilega reglustryku úr járni. Eg hafði ekki fyr lyft hendinni til að taka á honum, en hann sló með þessari reglu- stryku yfir þveran handlegg mér. Hann var sterkur og höggið var svo mikið að eg þoldi ekki við og hljóðaði upp. Nú Var hinum strákunum skemt. Þeir klöppuðu saman höndunum og hrópuðu: “Bravó, Marquis!” Sem afleiðing alls þessa , imdsti eg stjórn á sjálf- um mér. í einu vetfangi stökk eg upp á sætið næst honum og tók hann hálstaki. Eg notaði nú alt sem eg gat; fætur, hnefa, tennur, til þess að slíta hann upp úr sætinu, tók hann á loft og kastaði honum út í garðinn. Þetta tók bara augnablik. Eg hefði aldrei trúað því að eg væri svo sterkur. Nú sló þögn yfir hina, þeir hrópuðu nú ekki lengur “Bravó, Marquis.” Þeir urðu hræddir. Bou- cuyron, sem var álitinn sterkastur allra sterkra, hafði orðið að lúta fyrir Iitla manninum. Þvílíkt æfintýri! Eg hafði nú grætt það sem þessi Marquis hafði tapað og dálítið meina. Þegar eg fór upp í stólinn aftur, fölur og skjálf- andi af geðshræringh, ,hölluðu allir sér að púltunum ti! að vinna. Þeir voru yfirunnir. En yfirmaðurinn og M. Viot, hvað itmyndu þeir hugsa. Ekki minna en þetta. Eg hafði þorað að leggja hendur á Marquis Boucoyran, eina aðalsmanninn á skólanum. Svo eg vildi láta reka mig af skólanum? Rektorinn var öskrandi vondur, svo þaðan var engrar verndar að vænta. Óhamingjan öll var mikil. Það var bezt fyrir mig að eg yrði rekinn strax, lífið var orðið óbærilegt á skólanum. Ef orðinu hallaði klöguðu strákarnir fyrir feðrum sínum. Eg var hættur að skifta mér nokkuð af því hvort þeir lær’ðu nokkuð eða ekkert, eða hvernig þeir lærðu. VII. Nú kom veturinn. Veðrið var þurt, hræðilegt og dinit, eins og oft er uppi í fjölluim,1. Með trjánum, laufunum og jarðveginum frosnum og hörðum sem grjót, þá var garðurinn fremur hrygðarsjón en nokk- uð annað. Einn dag, 18. febrúar, er fallið hafði mjög mikill snjór yfir nóttina, þá gátu drengirnir hvergi leikið sér í garðinum. Þegar fyrsta kenslustundin leið, að morgninum, lokuðmn við nemendur inni í “höllinni” til þess að leika sér þar, þar til kæimi að næstu kenslu- stund. Eg átti að hafa eftirlit með þeim. Við kölluðum þetta herbergi “höllina.” Það var gamall leikæfinga- skáli síðan sjómannaskólinn var þar. Það leit út sem drengirnir væru vel ánægðir með að leika sér þarna. Þeir hlupu óðfluga alt í kring og rykið fór upp í gusum. Sumir reyndu að ná í afarstóran járnhring, sem hékk í miðjum skólanum. Aðrir héngu á hönd- unum, hrópandi. Finnim eða sex voru rólegir að borða brauð út við gluggana og störðu á snjóinn, sem altaf kom niður og hafði nú fylt strætin til vandræða og sáust menn með rekur, sem voru að moka snjónum upp í vagna, senr fluttu hann burtu! Eg hlustaði ekki á allan þennan hávaða. Eg vár annars hugar, — var einn úti í horni, með tárin í augunum. Eg var að lesa bréf. Þó drengirnir hefðu rifið niður skólann, myndi eg ekki hafa tekið eftir því. Það var bréf frá Jack, sem eg var nýbúinn að Já. Frímerkið sagði París, — guð minn góður! Jú, París — og svona var innihaldið: Kæri Daníel, Bréfið mun koma þér á óvart. Þig getur ekki grunað það. Hvað? Að eg hefi verið í París nú í fimm daga. Eg fór frá Lyon án þess að segja nokk- uð við nokkurn. En hverju mátti búast við? Mér leiddist voðalega i þessu árans þorpi, og sérstaklega vinnan. Eg kom til París með þrjátíu franka i vasanum og fimm eða sex meðmælabréf frá rektornum að Saint Nizier. Forsjónin hagaði því svo heppilega að eg mætti gamla hertoganum, sem tók mér vel og gerði mig að skrifara sínum. Ó, minn kæri I >aníel, hvað París er ljómandi falleg borg! — Hér er aldrei nein þoka; það rignir stundum dálítið, en það er 'bara skemtileg rigning, gagntekin af sólskini, sem eg hefi ekki séð annars- staðar. Svo er eg líka alveg breyttur, eins og þú skil- ur. Eg er nú hættur að skæla, þó þér virðist það rnáske ólíklegt.” Eg var kominn svona langt i bréfinu þegar eg heyrði hávaða úti fyrir, undir glugganum, marr af hjólum í snjónum. Vagninn stanzaði framimi fyrir dyrum skólans og eg heyrði drengina hrópa: Eftirlits- maðurinn! Eftirlitsmaðurinn!” Koma hans hlaut að boða eitthvað nýtt og óvana- legt. En eg hugsaði mest um bréfið frá bróður mín- um, en fyrir nokkurn tima. Skólapiltarnir voru alveg sjálfráðir. Þeir hópuðust nú aðallega að gluggunum að sjá þennan mann fara niður úr vagninuim. Eg fór út i horn og hélt áfram að lesa. "Þú veizt, góði bróðir, að pabbi cr að Bretagne, þar sem hann er að kaupa eplalög fyrir vínfélagið. En mamma er ein eins og þú veizt, hjá Baptiste. Þú mátt til að skrifa henni. Henni leiðist að fá ekki bréf frá þér. Eg var nærri búinn að gleyma að segja þér frá dálitlu, sem sjálfsagt gleður þig. Eg hefi herbergi í latneska partinum, hugsaðu þér það, þar sem skáldin hafa dvalið og ort og ritað, ineð litlum glugga, þar sem húsþökin blasa við. Herbergið er ekki stórt, en tekur tvisvar það setn eg hefi í það að flytja. Og svo er í einu horninu Ixirð, þar sem eg get sctið og ort. Eg er viss um að ef þú sæir alt þetta myndi það flýta fyrir þér að koma og sjá mig. Mig langar líka til þess að þú komir og það má vel vera að eg gefi þér merki um að koma. X’ertii saell, bróðir! þinn Jack.” Nú hringdi bjallan og drengir mínir söfnuðust sanian og teigðu sig upp til að sjá nýja vagninn frammi fyrir dyrunu/m. Eg gaf þá í hendur hinum ýmsu kennurum og þegar eg var laus við þá, stökk eg af stað upp stigann. Mér dvaldist enn með bréfið frá Jack bróður. “Monsier Daníel! Það er beðið eftir þér hjá rektornum.” Hjá rektornum! Hvað skyldi hann vilja mér? Alt í einu skildist mér að eftirlitsmaðurinn væri þar. “Er eftirlitsmaðurinn þar uppi?” spurði eg. Hjartað fór að berjast í brjósti mér og eg stökk niður stigann, og snerti aðeins fjórðu hverja tröppu. Það er stundum að maður virðist heiimskari en vana- lega. Þegar eg heyrði að eftirlitsmaðurinn biði mín, hvað haldið þið að mér hafi dottið í hug, Mér datt í hug að honum hefði geðjast svo vel að mér þegar verðlaunununi var útbýtt, að hann hefði komið bein- linis ti! að gera r.nig að einkaritara sínum. Þetta virt- ist mér það allra eðlilegasta. Það var bréfið frá Jack og frásögnin um hertogann, sem honuim mætti, sem kom þessari flugu í huga mér.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.