Lögberg - 18.05.1939, Blaðsíða 6

Lögberg - 18.05.1939, Blaðsíða 6
14 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 18. MAÍ 1939 Adolf Hitler (Framh. frá 9. bls.) metis. Hann kærir sig hvorki um íburÖ i klæðnaði né skraut- leg húsakynni. Hann hefir aldrei verið viÖ kvenmann kendur svo vitað sé og þó gefur þýzka kven- þjóðin honum hýrt auga flest- um mönnum fremur. Frú Goeb- bels reyndi fyrrum aÖ halda hon- um veizlur og bjóða þangað ungum, fallegum stúlkum til þess aÖ reyna að freista hans til hjónabands. Það bar engan árangur. Hitler hélt pólitískar ræður yfir stúlkunum og þannig lauk tilraunum þeim. Hitler á enga nána vini. Hann heldur öllum undirmönnum1 sín- um i fjarlægÖ; þeir dirfast ekki að gerast handgengnir honum, þótt þeir umgangist hann dag eftir dag. Hvorki Goering né Goeblæls geta hitt hann að máli án þess að hafa gert boð á und- an sér. Þann eina mann á Þýzkalandi, sem þúaði hann og kallaði hann skírnarnafninu “Adolf”, þann eina nákomna vin, sem hann átti, Ernst Roehm, lét hann sjálfur taka af lífi. Engu að síður hefir Hitler ástríðukent lundarfar. Hann leitar oft tilfinningum sinum svölunar með því að hlusta á músík; hann er sérstaklega gef- inn fyrir tónverk Wkgners. Annars beinast ekki tilfinningar hans að neinum einstökum manni eða konu, þær beinast að þjóðarheildinni. Þýzka þjóðin virðist vera aðal tilfinningaveru- leikinn í lífi hans. Á almennan mælikvarða er Hitler lítt mentaður maður. Hann kann ekkert tungumál nema sitt eigið, hefir lítið ferð- ast nema um sitt eigið ríki og ekki fara sögur af því að hann dreifi hugsun sinni með lestri annara bóka en þeirra, sem lúta að stjórnmálum. í athöfnum sínum virðist hann stjórnast fremur af ástríðum og innri vitund en rökstuddum ályktun- um. Þessara einkenna gætir mjög i ræðum hans. Hvað sem okkur í Canada kann að finnast um þennan hása, hvæsandi róm og þetta ruddalega málfæri, sem við hlustuðum á yfir útvarpið um1 daginn, þá finst Þjóðverj- um Hitler vera óviðjafnanlegur mælskusnillingur, og það mætti komast svo ’að orði að hann hafi talað sig til valda á Þýzka- Iandi. Hann hefir lag á því að kveikja i múgnum ástríðuofsa sem læsist jnann frá manni eins og eldur í sinu og verður að brjálkendu múgæði, eins og þið ef til vill heyrðuð sjálf ef þið hlustuðuð á Berlínarræðu Hitlers. Þetta var þá veganesti Hitlers þegar hann lagði af stað i sitt pólitíska æfintýri 1918 — ein- dænia frekja, óbilandi kjarkur og einhuga ásetningur að undir forystu sinni skyldi Þýzkaland endurfæðast til vegs og valda. Og aðalvopn hans var mælsku- gáfan. Hitler nytfærði sér örvæntingu og gremju hinnar sigruðu þjóð- ar sem lyftistöng til að hefja sjálfan sig til valda. Fyrst gekk hann í fámtennan verkamanna- flokk og tók að halda ræður á fundum flokksins. Aðal kjarn- inn í fyrstú ræðum hans var sá að 'Þýzkaland hefði eiginlega aldrei verið sigrað af banda- mönnum, að Gyðingar og Marx- istar hefðu hafið uppreisn inn- anlands og þannig komið þjóð- inni á kné. Og hann hrópaði á fundum, aftur og aftur; “Þýzka þjóðin var svikin í trygðum, Gyðingar og Marxistar læddust aftan að henni og stungu hana í bakið! Þessir föðurlandssvikar- ar stjórna ykkur í dag. Þeir hindra það að þið öðlist sjálfs- virðingu aftur. Þeir deyða and- orgarabréf yðar, Eignarbréf, Vátryggingarskírteini, o.s. frv. ER(J VERÐMÆT— GEYMIÐ ÞAU ÖRUGGLEGA1 • Þau eru trygg í öryggishólfi yðar í bankanum; þér einir getið opnað það; kostar innan við cent á dag. Látið útibús- st.jórann sýna. yður hólfið. THE ROYAL BANK OFCANADA ________ Eignir yfir $800,000,000 ________ Fagnaðarkveðjur til hinna konunglegu hátigna ! GIST1NGA- OG HRESSINGARRÚNIR YÐAR RAÐNAR----------- Yíir sumartimann getum vér veitt viðtöku 500 gestum í sumarhúsum' vorum og hinu nýja BEACH HOTEL, Winnipeg Beach, þar sem Manitoba skemtir sér. Húsin með nýtizku þægindum. Hótel af fullkomnustu gerð. Verð næsta sanngjarnt. Orvals máltíðir. Nýr, fyrirtaks bilvegur No. 9 — um Old Fort Garry og Selkirk — 47 mílur. KELLY’S fyrir afgreiðslu — Símið BEACH HOTEL legan þrótt þjóðarinnar! Þeir deyða þinn eiginn andlega þrótt líka, þýzki maður! Því þú ert Þýzkaland! Við erum Þýzka- land ! Verið menn ! Burt með föðurlandssvikarana, Gyðinga, Marxista og friðarpostula! Burt 'með lýðræðið.” Þannig gaf Hitler þjóðinni fullkomna afsökun fyrir ósigri hennar í stríðinu og fann handa henni handhæg iórnardýr, sem hún gat skelt skuldinni á og lát- ið reiði sína og gremju bitna á. Eins og áður var sagt, þá höfðu hinir ströngu Versala- samningar, Ruhr innrásin og fl. frjóvgað jarðveginn á Þýzka- landi fyrir hið eitraða fræ hat- urs og hefnigirni, sem Hitler sáði í sál þjóðarinnar,—“Þýzka- land er sundrað og svívirt! Þýzkaland er krossfest með Versalasamningunum,” hvæsti Hitler. “Þýzkaland mun og skal endurfæðast sameinað og voldugt!” Þessar kenningar fundu hljómgrunn í sálum hins hrjáða fólks. Hitler óx fylgi og brátt var hann farinn að halcla ræður’ yfir þúsutidum manns. í ræðum sínum notar Hitler einföld orð og stuttar, auðskildár setningar; orð og hugsanir, sem honum finst hæfa skilningi og þroska almúgans; þessar setn- ingar og slagorð hamrar hann fram aftur og aftur með heljar- krafti, frekjú og ofsa. Hann reynir ekki að sannfæra alþýð- una með röksemdafærslum eða sannanagögnutn, hann æsir til- finningar og lægstu hvatir fólks- ins svo sem hatrið og þjóðernis- hrokann og nær því þannig á sitt vald. Þessi aðferð bar ótrúlega mikinn árangur hjá þessari þjóð, sem var þó viðurkend vísinda og menningarþjóð, en þess ber að gæta að þýzka þjóðin hafði ekki mikla reynslu i lýðræðisstjórn. Henni var annað betur gefið en að gagnrýna stjórnmál og stjóm- málastefnur. Þjóðin kunni því ekki að skilgreina milli lýðskrum- arans og hins sanna umbóta- manns. Og aldrei höfðu kjör hennar verið eins bágborin og einmitt nú undir lýðræðisstjórn- inni og þótt það væri fyrir utan- aðkomandi ástæður tók fólkið það ekki til greina. Þess verður líka að gæta að á tímum keisara- dæmisins hafði þjóðin vanist því að falla keisaranum til fóta og trúa á óskeikulleik hans; ef til vill hefir þjóðin í djúpi sálar sinnar óskað eftir samskonar leiðtoga, semi hún gæti í sama anda tignað og tilbeðið og hér var risinn upp foringi, sem virt- ist sterkur og kjarkmikill, bauð óvinunum byrgin og lofaði stór- kostlegum umbótum og endur- reisn þjóðarinnar. Var það ekki léttir og lausn að geta kastað stjórnmálaábyrgð og áhyggjum á herðar honum? Fjöldi manna sem haldnir voru af þessari upp- gjafarhugsun, voru viljugir að fórna frelsi sínu til að öðlast for- ystu Adolfs Hitlers. Margt fleira mætti telja semi varð til að auka fylgi hans: gjaldeyrishrun- ið mikla 1923 gerði millistéttina öreiga; í örvæntingu greip mik- ill hluti hennar í hálmstrá kenni- setninga Hitlers sér til bjargar. Hitler sveifst heldur ekki að hagnýta sér kennisetningar social- ismans og lofa verkalýðnum öllu fögru. Þegar kreppan skall á 1^29, gengu atvinnuleysingjar unnvörpum í flokk hans. Það gefst ekki tími til að fara ýtarlega út í pólitískan feril þessa æfintýramanns; vil eg því aðeins stikla á aðalatriðum. S.tuttu eftir að hann hóf á- róðursstarf sitt stofnaði hann einkahersveitir, brúnu og svörtu skyrturnar, í þeim tilgangi að halda reglu á hinum mörgu æs- ingafundulm og til að lemja á rpidstæðingunum og beita þá ofbeldi ef tækifæri gafst. Þessar hersveitir uxu með degi hverj- um, því af engu er þjóðverjinn eins hrifinn af eins og að klæð- ast einkennisbúnmgi, marséra og hlýða skipunum. Það er næsta óskiljanlegt að stjórnin skyldi ekki standa á verði gegn hætt- unni sem stafaði frá ofbeldis- fylkingum þessum, enda galt hún þess grimmilega seinna. Framhald sögunnar er ykkur öllum kunnugt: æsingafundirnir, samsærið og skothriðin á götum Munich-borgar. 1923; fangelsis- vist Hitlers; árekstur hans við Hindenburg; kosningabardagar hans; lævísi von Papens; sigur Hitlers yfir Hindenburg; van- traust Hindenburgs á Bruening ríkiskanzlara og hafning Hitlers til valdaforustu 1933 ; bruni þing- hússins; kosningasigur Hitlers í tnarz 1933 og upplausn Wiemar lýðríkisins. Það sem maðurinn sáir, það mun hann og uppskera. Versala- samningarnir sáðu hatri og upp- skáru hatur í ríkum mæli. Þar var enginn uppskerubrestur. Fimtán árum eftir undirskrift þeirra er Þýzkaland, sem í orði kveðnu tapaði stríðinu, á hraðri leið til sinnar fornu herfrægðar með nýjan Bismarck í broddi fylkingar sem steytir hnefann og býður heiminum byrginn. Aðal boðorð nazismans, sem nú tók völd í Þýzkalandi og stofnaði þriðja ríkið, er það að skara þjóðernislegum eldi að sinni köku; að engin þjóð eigi í raun og veru neitt sameiginlegt með annari þjóð; að ríkið sé alt, einstaklingurinn einungis viljalaust verkfæri í höndum þess. Það liggur í augum uppi hversu hættulegar þessar kenni- setningar eru öllu persónulegu frelsi og friðnum í heiminum. Stefnu Nazista má skilgreina í fimm megin liði, sem hver út af fyrir sig er grundvallaður á hálfum sannleik og í öðru'm skilningi áj háskalegri blekkingu: Fyrst — yfirburði kynstofnsins ; annað—einhæfur þjóðernismetn- aður; þriðja — ókristilegt aft- urhvarf til goðtrúar og heiðni; fjórða — áköf herstefna og fimta; bannvæn alríkishyggja. Hin hamslausu þjóðernisdýrk- un byggja þýzkir nazistar á í- mynduðum, órökstuddum ágæt- um, er þeir tjást hafa tekið i arf frá hinum norræna eða aríanska manni og samkvæmt þessari FAIÐ GRÆNNA LAUFGAÐRA HEY með Case loftleiðslu aðferðinni IGerið (lassslíittinn fljðtari og snemma með Case Hi-lift Oil-Bath Mower, þeim auðveldasta f drætti, sem hugs. ast og veldur því að hestarnir vinna miklu fljðtar og halda áfram . . . eða slátið 3 ekrur á klukkustund með Case Power Mower og “CC” eða “RC” dráttar- vðl. Fljúga ( gegnum þykt gras hvort sem jarðvegurinn er sleipur eða ekki. Fljðtur sláttur tryggir jafnari hirðingu heysins. 2Afiið heyja með Case Oil-Bath Side- Delivery Hrffu. fað byggfr upp hærri, mjðrri og lausari vindraðir, er verja yfirborðið gegn steikjandi sðlskini. pað snýr stönglunum út en laufunum inn, og útilokar dreifingu við hleðslu og af- hleðslu; þetta er notarirýgsta hrffan, sem enn hefir verið fundin upp. 3Verndið hey og spar- ið tíma með þvf að nota No. 17 Loader, sem felur ( sér öll þau fullkomnustu hlunnindi, er slkar Cylinder vélar hafa til brunns að bera. Hinn sterki stáípallur fyrirbygg- ir að laus lauf fari til spillis. Útbúnaður aliur er þannig úr garði gerður, að einn maður geti hlaðið stðrt vagnhlass. Tryggið yður betra hey með minni tilkostnaði. Finnið Case umboðsmanninn. Fáið ein- tak af nýju bðkinni “Hay- ing.” J. I. CASE COMPANY CAIkiAItV EDMONTON KEtiINA SASKATOON VVINNIPEG TORONTO ÞAÐ KOSTAR MINNA AÐ HEYJA MEÐ

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.