Lögberg - 18.05.1939, Blaðsíða 7
\
LÖGrBEBG, FIMTUDAGINN 18. MAÍ 1939
15
skoÖun þeirra eru allir aíSrir
þjóðflokkar þeim óæÖri og þar-
afleiðandi engin samleiÖ hugsan-
leg imeð Gyðingum, negrum eða
öðrum slíkum. Fyrsta verk
nazista var því að hefja grimmi-
legar ofsóknir á hendur Gyðing-
um i Þýzkalandi og flæma þá í
þúsundatali bjargarvana á ver-
gang í framandi löndum.
Þannig er og trú nazismans á
yfirburði kynflokksins algerlega
a n d s t æ ð bræðralagshugsjón
kristninnar og almennum mann-
réttindum.
Nazistar vegsama hernaðar-
dygðirnar, hreysti og herfrægð,
sem hinar æðstu dygðir. Hins-
vegar boðar kristnin frið og
kærleika, ávítar hina hrokafullu
og heitir sáluhjálp þeim, sem eru
fátækir og lítillátir. Nazistar
staðhæfa að slík trúarbrögð sem
þessi séu einungis hæf fyrÍF
þræla, en ekki fyrir aríanskar
hetjur og eigi því ekki rétt á
sér í rikinu. Nazistar una þvi
heldur ekki að jafn voldug
stofnun og kirkjan í eðli sinu
er, sé starfrækt í landinu, nema
því aðeins að hún sé auðmjúk-
ur skósveinn nazismans. Þeir
hófu því árás á kirkjuna og
hneptu þá klerka í fangelsi, sem
ekki vildu beygja kné sín í auð-
mýkt fyrir Hitler og játa hinar
nýju trúarsetningar.
Þessi illvígni gegn kristindóm-
inum og hin ofstækisfulla ein-
hyggja eins og hún birtist í
nazismanum, á augljóslega enga
samleið með alþjóðahyggjunni
eins og hún skapaðist imeð stofn-
un þjóða bandalagsins. Þvert á
móti er Fasisminn háskaleg
hemaðarstefna. Öll viðleitni á
Þýzkalandi sem miðar að al-
þjóða samúð, öll friðarfélög og
öll friðarstarfsemi er stranglega
menningarstofnanir, skólar, blöð
og útvarp notað sem1 áróðurs-
tæki til að vigbúa huga fólksins.
Herskylda er almenn fyrir eldri
og yngri, börnin eru tekin io ára
að aldri og knúð í félög sem
mætti kalla hernaðarskóla, þvi
þar eru þau æfð í að marséra,
syngja hernaðarsöngva og þar
frapi eftir götunum. Vopna-
verksimiðjurnar eru starfræktar
dag og nótt. Siðan Nazistar
tóku við völdum 1933, hafa allir
hugsanlegir kraftar þjóðarinnar
verið hagnýttir í þarfir vígbún-
aðar. Tilgangur þessa hams-
lausa herbúnaðar-æðis er að
verða augljós í dag. Það þarf
ekki nema að minna á Austur-
riki og' Czecho-Slóvakiu. Það
ætti að vera auðsætt hvert
stefnir.
Það fólk, sem ann lýðræði og
trúir því að mönnuðum einstakl-
ingum og þjóðum beri að búa
saman í friði, óttast að þessi
fimm atriði nazismans, sem nú
hafa verið nefnd leiði fyr en
síðar til háskalegrar óstjórnar
heiimisendanna á milli og blóð-
baðs sem eigi hafa áður verið
dæmi til.
Við norrænar konur og nor-
rænir menn, sem höfum tekið að
erfðum lýðræðið, lýðræðið sem
veitir okkur skoðanafrelsi, mál-
frelsi, athafnafreisi og samvizku-
frelsi. Við, sem unnum lýðræði,
frelsi og friði, hljótum að finna
að það hvílir á okkur ábyrgð að
varðveita þessi dýrmætu rétt-
indi sem forfeður okkar öfluðu
og fórnuðu lífi og limutn fyrir.
Við hljótum að standa á verði
gegn þeim öflum, sem nú reyna
að- skerða þessi réttindi. Við
hljótum að snúast til vamar
gegn nazista-hættunni eins og
hún persónugerfist í Adolf
bönnuð. Hinsvegar eru allar Hitler.
VÉR FÖGNUM ÉJARTANLEGA
KONUNGSTIJÓNUNUM !
Islendingum sérstaklega trygffur affgangur
Kallið Selkirk Exchange 196 R6 fyrir stað handa yður.
Tinling’s Famous Chicken Dinners
framreiddir alla daga, að sunnudögum meðtöldum
frá kl. 1 til 9 e. h. — 6oc
Luncheons, Sandwiches, Short Orders á öllum tímum.
Allur matur hemiatilbúinn — Dans — Curb Service
Dansið eftir hljómum sjálfvirkrar orthofóníu
TINLING’S
Mílu sunnan við Lockport á Aðalstræti
---------------------------------------
FAGNAÐARÓSKIR til KONUNGSHJÓNANNA ! !
Þegar þér komið til Árborgar þá getið þér reitt yður á að I
fá hjá oss lipra afgreiðslu og ábyggilegt verk. Vér verzl- i
um með: B.A. Gas and Oil, Firestone Tires, Globelite I
Batteries, Majestic Radios. j
Danielson’s Auto SerVice \
M. J. DANIELSON, Owner
ARBORG PHONE 24 MANITOBA j
•________________________________._.___...
VERI KONUNGSHJÓNIN VELKOMIN !
Þegar þér komið í Arborg, skuluð þér heimsækja THE
ARB.ORG GARAGE — Vér höfum allar tegundir af
General Motors pörtum, Dominion Tires, Willard Batteries
og John Deere búnaðaráhöldum.
Sérfrœðingar vorir veita yður beztu afgreiðslu
AEECEG GAEAGE
K. 0. EINARSON, Eigandi
ARBORG SIMI 4 MANITOBA
T"—>.—____________ _______ _______ _ _ _____ __
Sigríður Isaacson
(Nokkur minningarorðj
Þriðjudaginn 15. nóv. s.l.
andaðist á heimili sínu að
Brown; Man., ein af hinum-allra
merkustu og beztu landnáms
konum vorum, Mrs. Sigríður
Isaacson, af krabbameini. Um
lát þessarar mætu konu hefir
áður verið getið í íslenzku blöð-
unum hér. Vil eg þó minnast
hennar nú litillega meir.
Sigríður var fædd 18. júlí,
1863; foreldrar hennar voru
Eyjólfur Ólafsson frá Seli í
Grímsnesi í Árnessýslu, og kona
hans Gróa Hjörleifsdóttir, prests
Sverrissonar á Stóra Núpi í
Hreppum.
Sigríður fluttist til Ameriku
1886 til Gardar, N. Dak. Og
árið eftir giftist hún Páli
Jsaacssyni. Þar reistu þau bú á
lundi Páls, og bjuggu þar til
1901, að Páll seldi land sitt, og
flutti til Brown, Man. Reistu
þar aftur bú og bjuggu þar á-
valt síðan. Páll andaðist 1928.
Páll og Sigríður eignuðust tíu
börn: (1) Ólína Gróa, gif t
Arthur Ford, Winnipeg; hún dó
1912; (2) Pálína Ágústa, dó á
'fyrsta ári; (3) Margrét, gift
J. M. Gíslasyni, Brown, Man.;
(4) Sigurgeir Valdimar, ógiftur,
heima; (5)Gústaf Edvard, gift-
ur Ágústu Sigurllinu Kristjánson;
(6) Sigurbjörg J. Kristín, gift
Valdimar J. Olafssyni; (7) Óli
Lúðvík, ógiftur, heima; (8) Val-
gerður, gift Joseph M. Malke-
wick, Hardin, Mont.; (9) Krist-
ján Albert, dáinn 1917; (10)
Vilhjálmur Teodór, dáinn 1930.
Eina systur, Mrs. Ingveldi
Smith á hún í Winnipeg, og
tvær giftar systur á Islandi,
Ólöfu og Kristínu.
Sigríður var sú' kona, er þessi
bygð er í mestri þakklætisskuld
við. Og fá munu þau heimili
hér vera, selmi ekki hafa notið
h*nnar hjálpar og hughreysting-
ar.
Á frumbýlisárum okkar hér,
þá alt var svo erfitt, — engir
vegir, engir bílar og enginn sími,
og læknar varla fáanlegir, —
þá var það hún, er kom í þeirra
stað og hjálpaði, og var það þó
sannarlega oft erfitt fyrir hana
og illa ástatt. En það lét hún
ekki aftra sér, þá hennar þurfti
nauðsynlega við.
Ekki var það einungis sem
yfirsetukona, að hún var svo ó-
missandi, og þar sem henni tókst
svo ágætlega, heldur lika iðulega
i ýmsum öðrum tilfellum, að
fólkið vandist við að leita til
hennar og njóta hennar aðstoðar,
er ávalt var vís og reiðubúin,
undir öllum kringumstæðum, ef
mögulegt var, og þær voru nú
oft ekki sem beztar, sem ekki
var við að búast á frumbýlis-
árunum, þá alt var í ólagi, og
hver og einn hafði meir en nóg
að sinna sínu eigin. En sumt
fólk er svo hjartagott og hjálp-
samt, að það eins og gleymir
sjálfu sér og sinum eigin kring-
umstæðum og gleðst svo mikið
yfir þvi, að geta orðið öðrum
að liði í nauðum þeirra.
Aldrei hefir slíkt hugarfar og
hjálpfýsi sýnt sig eða kotnið eins
skýrt og greinilega fram sem á
frumbýlisárunum, og aldrei henn-
ar heldur eins mikil þörf. í því
stríði og starfi öllu, gjörði Sig-
ríður sitt ýtrasta og oft lítt
mögulega. Og fá munu þau
heimili hér vera, sem ekki minn-
ast Sigriðar og hennar ómetan-
lega starfs með ástúð og ó-
gleymanlegu þakklæti, enda á
hún það alt margfaldlega skilið.
En það er hið bezta er við brot-
leg Imannanna börn í hjartans
einlægni getum i té látið.
Þrátt fyrir alt þetta starf
hennar, sinti hún heimili sínu og
annaðist með f ramúrskarandi
dugnaði og umhugsunarsemi.
Hún var hin ástrikasta eiginkona
og elskuleg móðir, sem af öllu
hjarta gjörði alt er hún mögu-
iega gat, og meir en það, til
þess að tnanni hennar og börn-
um mætti líða sem bezt, og
fralmtíð þeirra verða sem glæsi-
legust. Það var henni sannur
elixir, eður lífskraftur, að stuðla
að þvi til hins síðasta, að svo
mætti verða.
A því heimili var ávalt fyrir-
myndar samkomulag; allir sem
einn og einn sem allir, er sýndi
glögt hið kristilega hugarfar hjá
foreldrum og börnum og þeirra
góða uppeldi.
Og ávalt munu börnin minn-
ast þess með ástúð og kærleika,
hve gott og indælt þeirra gamla
heimili ætið var og þeirra ást-
ríku og elskulegu foreldrar.
Sigríður var jarðsungin frá
heilmiili sínu 18. nóv., að við-
stöddu flestu bygðarfólki og
nokkru lengra að. Séra H. Sig-
mar jarðsöng.
Blessuð sé minning hinnar
látnu.
. Vinur.
♦ ♦
Eré A. — En hvað þetta er
sætur drengur. Hann er alveg
eins og maðurinn yðar.
Frá B. — Eg á ekki þetta
barn, heldur nágrannakona mín.
VÉR BJÓÐUM KONUNGSHJÓNIN
IIJARTANLEGA VELKOMIN
The Winnipeg Paint & Glass
Company limited
sem framleiða
MARTIN - SENOUR
100%
PURE PAINTS
VÉR FÖGNUM HJARTANLEGA KONUNGl
VORUM OG DROTNINGU
og bjóðum þau velkomin til landsins
Starfræksla kornhlöðu og vöruhúss á Winnipeg Be'ach er
eitt sporið enn í þá átt að tryggja bændum “Complete Farm
Service for Western Canada,” og vér bjóðum bændum og
búalýð í þessu héraði, að heimsækja oss í sambandi við
kornsölu, fóðurkaup og mjölkaup.
Spyrjist fyrir um vort fullkomna úrval
af allra bezta
VICTORIA BRAND FEE’DS
WIB PURE OANE MOLASSES
“CROP PURITY” SEED GRAINS
“ROSCO” PORTABLE SILOS
“COLUMBTAN” BINDER TWINE
Finnið oss áður en þér seljið Smára eða Alfalfa
útsœði yðar
McCABE BROS. GRAIN COMPANY LTD.
W I N N I P E G B E A CII
JOIIN SHAVENTASKE, Manager