Lögberg - 29.06.1939, Blaðsíða 6

Lögberg - 29.06.1939, Blaðsíða 6
6 LÖGBEBG, FIMTUDAGINN 29. JÚNÍ 1939 O LÍTILL Allir í húsinu tóku þátt í þessu hryggilega æfin- týri. Mamma sat viÖ rúmiÖ, prjónandi nálega nótt og dag, Þó hún væri blind, gat hún prjónaÖ eins vel og áður. Madaman mikla sat þarna líka, og af og til kom Pierrotte inn í dyrnar brosandi. En ungfrú Camille — var hún ekki lengur í húsinu? Enginn mintist á hana. Jú, en hún kom aldrei inn i herbergiÖ eftir það að honum fór að batna, þessum unga manni. Þegar hún kom, var það til að leiða blindu konuna að borðinu; en til Lítils sagði hún aldrei orð. Ó, hvað það var nú langt síðan dauða rósin sagði: “Eg elska þig” — og augun fögru opnuðust eins og fínustu flauels blóm. I rúminu hvíldi hinn veiki og hugsaði um horfna hamingju. Hann sá vel að hún elskaði hann ekki, að hún hlúði hann; og hann hrylti við; en það var hann sem vildi þetta, ekki hún. Hann hafði engan rétt til að kvarta. En hvað það hefði verið gott í öllum vandræðunum og veikindunum að eiga vin til að verma viðkvæmt hjarta, svo indælt að mega hvíla þreytt höfuð á öxl vinarins. Loksins er þetta veikinda-vafstur búið,” sagði drengurinn við sjálfan sig. Hann bjóst ekki við því að verða hamingjusamur framar; en hann ætlaði að gera skyldu sina. Á morgun ætlaði hann að tala við Pierrotte. Næsta dag, eins og hann hafði ætlað sér, þegar fjallabúinn var að læðast gegnum herbergið niður í búðina, kallaði Lítill, sem hafði beðið síðan í dögun bak við tjöldin, eftir t^kifærinu, á hann 'mieð hægð: “Monsier Pierrotte! Monsier Pierrotte!” i’ierrotte gekk að rúminu, en þá varð sjúkling- urinn of hrifinn til að horfast í augu við hann, en sagði: “Mér er nú batnað og þarf endilega að tala við þig. Eg ætla ekki að tala við þig um velgerðir þínar við mig og móður mína, svo sem að þakka þér . , Pierrotte tók snögglega fram i fyrir honum: “Ekki orð um það Monsier Daniel! Það, sem eg hefi gert var bara skylda mín; það var samningur við Jack.” "Já, eg veit það Pierrotte, að svarið viðvíkjandi þessu yrði altaf það sama. En það er ekki um' það, sem eg vildi tala. Þvert á móti, það er um það að fá vinnu, eins og það er kallað. Búðarmaður þinn er bráðum á förum. Vildirðu taka mig í hans stað? Ó, eg bið þig innilega að hlusta á mig, þar til eg er búinn að tala út. Eg veit að eftir þessa illu hegðun mina er eg ekki þess verður að lifa meðal ykkar. Það er persóna í húsinu, sem myndi líða við það, að hafa ‘rmig í húsinu, persóna, sem hryldir við mér, og það er eðlilegt; en ef eg lofaði því, að láta aldrei sjá mig, — lofaði að fara ætíð hér upp, vera aðeins í búðinni, myndirðu með þeim skilmálum geta tekið mig?” Pierrotte hefði viljað taka Lítinn i sinn sterka faðm og kyssa hann; en hann stilti sig og svaraði rólegur: “Heilaga Guðsmóðir! Hlustaðu á mig Daniel. Áður en eg segi nokkuð, þyrfti eg að tala við litlu stúlkuna. Eg er ánægður með tillögu þína. En eg veit ekki um ungfrúna. Við skulum sjá. Hún hlýtur að vera komm á fætur. Camille! Camille!” Camille Pierrotte árvökur sem hunangsfluga, var að vökva blóm sín í setustofunni. Hún kom fögur, kát með blómailminn með sér. “Heyrðu, litla mín,” sagði tröllið; “hér er Daníel að biðja þess a$ hann verði tekinn sem búðarmaður þegar hinn fer. En hann heldur að þér sé ógeðfeld nærvera hans, og þvingandi.” “Þvingandi, endurtók Camille Pierrotte og roðn- aði. Hún sagði ekki meira; en augu hennar sögðu það sem á vantaði: Já, augun fögru litu nú Lítinn innilega, djúp eins og niðhjúp næturinnar, leiftrandi eins og stjörnurnar og lýstu djúpri hreinni ást, frum- ástinni i öllu sínu almiætti með svo djúpri tilfinning og svo miklum hita að hjarta sjúklingsins bráðnaði sem vax. Pierrotte hló upp í ermina: “Heilaga Guðsmóðir!” sagði hann, “þið ættuð bæði tvö að skýra þann misskilning, sem hér á sér stað,” og skilja hvert annað.” Hann stóð svo við gluggann um stund og lét fingurnar brokka fram og aftur á rúðunum, og þegar hann hélt að þau tvö hefðu nú skilið hvert annað fyllilega. En, hamingjan góða, þau höfðu ekki haft tíma til að segja þrjú orð, — þá gekk hann til þeirra og horfði á þau rannsóknaraugum. “Jæja?” sagði hann. “Ó, Pierrotte,” sagði Litill og rétti honum báðar hendui'nar, “hún er góð eins og þú, hún hefir fyrir- gefið mér.” Frá þessu fór bati sjúklingsins risaskrefum. Eg held að fögru augun hafi aldrei yfirgefið herbergið, nótt né dag. Nú voru bygðar borgir fyrir framtíð- ina, — talað um giftingu og endurbyggingu arins áa sintia, Einnig var minst á Jack, og vættar kinnarnar saknaðartárutn. Þrátt fyrir það ríkti ástin í Salouette húsinu forna. Allir fundu til þess að hér réði ást og hamingja ríkjum, þótt skarð væri fyrir skildi hér og þar. Og ef einhver yrði tregur að trúa því, vildi eg benda konum á að gera sér ferð til grafanna þaé sem blómin breiða út blöð sín í allar áttir gægjast út um hverja rifu meðal grindanna — og senda rætur sínar unt alla hnökra og niður i hverja holu. Flora breiðir hjúp sinn utn heim allan, svo gleymist sorg og söknuð- ur á sumrum hamingju.” Þrátt fyrir þessar sterku tilfinningar frumástar- innar og hamingjudraunta, gleymdi Lítill ekki skyldu sinni. Hvað hamingjusatmir sem hann kann að hafa verið í stóra og mektuga rúminu milli móður sinnar og unnustu, flýtti hann sér að verða heilbrigður og komst niður í búðina og fara að vinna. Ekki máske vegna þess að postulínið hafi freistað hans, heldur til að byrja að lifa, lifa raunverulega lifi fórnfýsinnar og vinna eitrs og Jack bróðir hafði kent honum. A skáld- skapargyðjuna mintist hann aldrei. Daníel Eyssette þótti vænt urn vers, en ekki um sín eigin, og daginn sem prentarinn var orðinn þreyttur á að geytna þessi 999 eintök af kvæðinu Comedie Pastoral og þau konut til baka á Vaunion stíg, hafði hinn ólánssami höfund- ur þrek til að segja: “Þetta alt brennum við.” “Þessu svaraði Pierrotte, sent var praktískari, þannig; “Brenna þetta alt.! Nei, ekki neitt þvílíkt. Eg geymi það hérna i búðinni Eg hefi einhver ráð með að nota það . . . maður gæti vel sagt . . . Eg þarf rétt bráðlega að senda eggjastaup til Madagascar. Það er að sjá sem að síðan fólkið þar sá konu trúboðans eta egg úr staupi, þá vilji það ekki eta egg öðruvísi. Með þínu leyfi, Monsier Daniel, get eg notað bæk- urnar i vefjur um staupin.” Og nú, lesari góður, áður en eg enda þessa sögu, þarf eg enn að sýna þér inn, í gulu stofuna. Það er á sunnudag — fagur sunnudagsmorgunn að vetri — veðrið þurt og kalt en sólskin. Alt Salouette-húsið er uppljómað. Lítill er orðinn alheilbrigður og fer nú virkilega á flakk í fyrsta sinn. Allir eru i setustof- unni. Eldur lifir á arni og hitinn er æskilegur. Frost- rósir eru á rúðunum og sólin hjálpar til að mynda .fagurt útsýni á glerinu og slá á gyltum bjarma. Við eldstæðið situr Litill á hnakk við fætur blindu kon- unnar og masar við Camille, sem er rauðari en litla rauða rósin í há'ri hennar. Liklega vegna þess að hún er svo nærri eldinum! En hvar er Monsier f'ierrotte? Hann er ekki langt frá. Hann er þarna yfir frá hálfpartinn í gluggakistunni og aÖ parti hulinn í gulu gluggatjöld- unum. NiÖursokkinn í eitthvað sem hann er að vinna, sem tekur alla athygli hans og hann svitnar yfir. Hann segir ekj<i orð, en frammi fyrir honurn á kringlóttu borði eru: kompás, reglustryka, hornmát, blék, smábursti og langur strangi af teiknipappír, sem- hann hefir krotað eitthvað einkennilegt á. Svo er að sjá, sem hann sé ánægður með verkið. Eftir fimm mínútur lítur hann upp, hallar sér til hliðar og brosir að þessu verki sínu all-ánægður. IlvaÖ er svo þetta lcyndardómsfulla verk? Ef lesarinn tekur vel eftir mun hann fljótlega fregna hvað um er að vera. IJierrotte hefir lokið verkinu. Hann kemur nú á vettvang, og stanzar rétt fyrir aftan Camille og Litinn; svo réttir hann pappírsspjaldið fram fyrir þau, sem þarna stóðu saman og segir: “Heyrið þið * þarna elskendur ! Hvernig lízt ykkur á þetta ?” Tvær upphrópanir heyruðst samtímis: “Ó, pabbi!” “Ó, Monsier Pierrotte!” “Hvað er hann með; hvað er það?” spurði blinda konan áf jáð. Og Pierrotte svaraði með gleðibragði: “Það er, madama Eyssette, það er . . . það er . . . Maður gæti vel sagt. Það er nýtt plan fyrir au^- lvsing, sem við setjum á búðina innan fárra mánaða. Komdu Monsier Daníel og lestu upphátt, svo við sjá- um áhrifin.” f hjarta sínu fanst fyrrum skáldinu semi kallaður var Litill, eitt tár vera eftir enn, yfir Bláa Fiðrildinu; en hann tók spjaldið tveim höndum, og hugsaði með sér: “Vertu maður, Lítill” — og las upphátt ákveðinn og einbeittur auglýsing þá, sem átti að vera á búð þeirri, sem framtíð hans átti að bindast við, með stórum stöfum: Porcelaines et Chirstaux Ancisnne Maison Scdouette Eyssette et Pierrotte Successeurs ENDIR Smávegis um merka menn Sumarið 1889 hittust þeir fyrst Mark Twain og Rudyard Kipling. Kipling, sem þá var orðinn alþekt- ur sem rithöfundur, var á ferðalagi kringum jörðina, og á leið sinni gegnum Bandaríkin heimsótti hann Mark Twain. Heimsókninni lýsti Mark Twain siðar í eftirfarandi orðum: "Kipling dvaldi fáeina tíma hjá mér, og endaði það með, að eg gerði hann næstum eins undrandi, eins og hann mig. Eg held, að hann hafi vitað meira en nokkur annar maður, sem eg hefi nokkurntíma hitt, og eg vissi, að hann vissi, að eg vissi minna en nokkur annar maður, sem hann hafði nokkurntíma hitt — þrátt fyrir það, að hann segði það ekki, sem eg bjóst heldur ekki við, að hann mundi gera . . . Hann er mjög merkilegur maður, og það er eg hka. Við deildum milli okkar allri mannlegri vizku. Hann veit yfirleitt alt, sem maður getur vitað, en eg veit hitt.” ♦ -f Hinn kunni enski stjórnmálamaður Lloyd George er þektur fyrir fyndin tilsvör i ræðustóli. Á kosn- ingafundi i stóru fundarhúsi skeði það einu sinni, að kastað var múrsteini inn um gluggann, einmitt er Lloyd George hélt ræðu. Án þess að hika beygði hann sig niður, tók múrsteininn upp og sagði: “Sjáið, herrar mínir! Þetta eru einu röksemdir andstæðinga vorra!” Á öðrum kosningafundi talaði Lloyd George um sjálfstjórnar-hreyfinguna. “Eg vil að England hafi sjálfstjórn,” sagÖi hann, “Skotland liafi sjálfstjórn, Weles hafi sjálfstjórn og írland hafi sjálfstjórn.” Þegar hann hafði sagt þetta hrópaði einn áheyrend- anna: “Já, og að helviti hafi sjálfstjórn!” “Rétt!” svaraði Lloyd George undir eins, “hver maður vill hafa sjálfstjórn fyrir sitt land!” í annað sinn greip andstæðingur Lloyd George fram í fyrir honum, reyndi að hæða hann og sagði: “Þér skuluð ekki reyna að gera yður breiðan. Faðir yðar ferðaðist um með kerru, sem hann beitti asna fyrir og seldi grænmeti.” “Já,” svaraði Lloyd George, “Það ar satt, að faðir minn var mijög fátækur maður. Vagninn er nú fyrir löngu orðinn ónýtur, en eg sé, að asnitin er enn þá á meðal vor!” -f -f Það er í frásögur fært, að hinn kunni enski herforingi, Roberts lávarður, heimsótti einu sinni klúbb í Lundúnum, og þekti hann fæsta með'limina. Meðal þeirra var rnjög hár maður, sem hélt sig vera mjög fyndinn, og notaði því hvert tækifæri til að gera gys að meðbræðrum sínumi. Þegar hann var kyntur Rolærts lávarði hneigði hann sig djúpt og sagði: “Eg hefi oft heyrt yðar getið, en—” nú skygði hann yfir augun með annari hendinni, rétt eins og hinn frægi herforingi væri svo litilí, að aðeins með erfiðismunum væri hægt að sjá hann, “en eg hefi aldrei séð yður fyr!” — “Eg hefi séð yður, herra tninn,” svaraði Roberts lávarður, sem aldrei varð orðfall, “en eg hefi aldrei heyrt yðar getið!” -f -f Fyrsti Þýzkalandskeisari, Vilhjálmur I., var tnjög uppstökkur; en hann kunni að bæta fyrir það, eins og eftirfarandi saga. sýnir. Eitt sinn við heræfingar reiddist keisarinn höfuðsmanni einum vegna einhverr- ar yfirsjónaV hans, stökk á eftir honum. með stafinn í hendinni til að lemja hann. Höfuðsmaðurinn var þó fljótari og hljóp sína leið. Næsta dag tilkynti óberstinn að viðkomandi höfuðsmaður hefði sent lausnarbeiðni sína. - “Eg vil gjarnan tala við hann,” sagði keisarinn. Þegar hinn vandræðalegi höfuðs- maður kom, varð hann ekki litið undrandi, er keisarinn sagði: “Góðan daginn, herra majór. Eg vi-ldi segja yður f-rá upphefð yðar í gær; en þér hlupuð svo hratt, að eg gat ekki náð yður. Góðan daginn!”

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.