Lögberg - 29.06.1939, Blaðsíða 1

Lögberg - 29.06.1939, Blaðsíða 1
PHONE 86 311 Seven Idnes m&' Servlce nnd Satisfaction PHONE 86 311 Seven I/ines # <«> o'fX v ,#SS° #v í'or Better Dry CieaninR and Jjaundry 52. ARGANGUR LÖGBERG, FIMTUDAGINN 29. JÚNÍ 1939 Ríkisháskólinn í Norður Da kota heiðrar Krónprins Norðmanna Olav krónprins Noregs, hélt skólauppsagnarrœðnna við ríkisháskólann í Norður Dakota 7. júní. Við það tœkifœri gcrði háskólinn hann heiðursdoktor i lögum. Sýnir myndin þann atburð. Frá vinstri tit hœgri: Martha krónprinsessa, Olav ríkiserfingi, Dr. John C. West, forseti háskólans, og dr. Richard Bcck, er útnefndi krónprinsinn til doktorskjörs. Rakel Oddson Fædd 28. júní 1862 — Dáin 6. desember 1938 Frá börnum hennar. Hvild er þreyttum líkn að liðnum degi, Ijúftir dauÖinn — Gröfin skelfir eigi þann, sem lifað hefir heilan dag, haldið velli fram' á sólarlag. Þú varst stór í stríðu jafnt sem blíðu, stóðst og barðist þegar aðrír flýðu; 'föður okkar veittir þrek og þrótt, þreytt að morgni eftir vökunótt. JAMES A. fílCUA TtDSON LATINN Á iménudagsmorguninn varð bráðkvaddur að heimili sínu hér i borginni einn hinn mesti fé- sýslu- og athafnamaður canadiskti þjóðarinnar um þessar mundir, James A. Richardson, 54 ára að aldri; hann var mannkostamað- ur hinn mesti, og varði árlega stórfé til liknar og niannúðar- mála. FfíÚ ANDREA JOHNSON Á búnaðarmálaþinginu, sem haldið var í iBrandon í fyrri viku, og sagt er frá á öðrum stað hér i blaðinu, var frú Andrea Johnson í Árborg 'kos- in til vara-forseta i hinum ný- stofnuðu búnaðarsamtökum Manitobafylkis, The Manitoba Federation of Agriculture; er þetta talandi vottur þess trausts, er frú Andrea hvarvetna nýtur. Lögberg flytur henni hlýjar árn- aðaróskir í tilefni af þessum nýja sæmdarauka. Móðir kær; í minninganna ríki myndin þin er geymd, þó annað viki; hana rökkva engin skuggaský, skín hún altaf fjögur, björt og ný. Marga bæn þú sendir yfir okkur upp til himins, þó ei vissi nokkur.— Eftir því, sem árin færast nær, airkast gáfur ti.1 að skilja þær. Móðursálin kann og kennir betuf kjarna lífs en nokkur annar getur. Drottinn lætur mjúka móðurhönd mála barnsins' fyrstu draumalönd. Kveðjuorð frá öllum börnum! þínum alheimssálin flytji á vængjum sínum til þin yfir eilífðanna höf — ást og friður signi þína gröf. Sig. Júl. Jóhannesson. ÞAKKARORÐ Þegar það slys vildi til á um- liðnu vori að hús okikar brann og við stóðum uppi allslaus, gengust góðfúsir menn fyrir fjársöfnun okkur til aðstoðar. Hluturn við þannig mikla og hagkvæma hjálp. Við þökkurn af alhug þeim, sem fyrir fjár- söfnuninni gengust, og gefend- unum öllum, gjafir peninga og gagnlegra! muna, og biðjum Guð að launa kærleika þann, er við höfum orðið aðnjótandi. Mr. & Mrs. Halldór Einarsson Árnes P.O., Man. SIGNÝ EATON HELDIJR PIANÓ-HLJÓMLEIKA Þann 20. þ. m. efndi Signý Eaton til pianó-hljómleika í kenslusal Mona Bates í Toronto, og hlaut lofsainlega dóma hjá þeim, er á hilýddu; lék hún þar meðal annars tónverk þeirra Schuberts, Bach, Brahms, Schu- nianns og ýmsra annara frægra meistara; það er því virðingar- verðara hvó mikla rækt hún leggur við fagrar listir, sem vitað er hve annríkt hún á stöðu sinn- ar vegna á sviði samkvæmislifs- ins. THÓRÐUfí THOfíSTElN SSON LATINN Siðástliðinn laugardag lézt hér í borginni Thórður Thorsteins- son, sonur þjóðskáldsins Stein- gríms Thorsteinssonar; hann Var fæddur 7. janúar 1884. Thórður heitinn tók þátt í heimsstyrjöldinni miklu, frá 1914; hann var1 vandaður maður og hyggjuhreinn. Útför hans fór fram frá Bardals í miðvikudag- inn. Frá Islandi Þorvaldur Guðmundsson, f ramkvæmdarst j óri niðursuðu- verksmiðju S. í. F., hefir, ásamt dönskum manni, Carl Carlsen, hafi tilraunir um álaveiðar í Skógtjörn á Álftanesi. Byrjuðu þeir veiðamar um síðastliðin mánaðamót og hafa alls lagt átta álagiildrur, sem eru pokar, gerðir úr netuimi. Hafa þeir veitt alt að hundrað ála á sólarhring og hefir veiðin, heldur færzt í auk- ana upp á síðkastið. Álarnir eru misjafnir að stærð, og vega sum- ir alt að tvö pund. Þorvaldur reykir álinn og hefir selt þá þannig tilreidda hér í bænum. Markaður mun þó vera fyrir ál víða eríendis. Mikið mun vera hér af ál, sennilega kringum alt land, en þó einkum við strend- urnar, þar sem sjórinn er hlýj- astur. Veiðitíminn ætti að geta varað fram i september og jafn- vel fram í októbermánuð, að állinn heldur aftur til hafs. Fréttaímiaður Tímans hefir ný- lega hitt Ágúst B. Jónsson, bónda á Hofi i Vatnsdal og spurt hann frétta úr héraði sínu, m. a. um fjárskiftin i H'eggstaðanesi og árangur þeirra tilrauna. — Þessi tilraun, segir Ágúst, var fram- kvæmd þannig, að haustið 1937 var beitiland fimm bæja afgirt og sýkt fé, er þar hafði gengið, tekið burt. Mánuði síðar var flutt þangað um fimm lmndruð fjár úr Norður-Þingeyjarsýslu, flest lömb, og slept á hið af- girta land. Veturinn ef.tir gekk fremur illa að fóðra lömbin og urðu nokkur vanhöld i fénu til haustí 1938. Síðastaliðinn vetur voru fjárhöldin hinsvegar ágæt; hefir heilsufar fénaðarins verið NÚMER 25 Sigurður B. Helgason Þessi stórmyndarlegi og bráð- gáfaði, ungi rnaður, sem myndin hér að ofan sýnir, útskrifaðist á þessu vori úr Búnaðarhás.kóla Manitobafylkis, og hlaut þau hæstu verðlaun, sem við þann skóla eru veitt, sem er gull- medalia'fylkisstjóra (Lieutenant- Governor’s Gold Medal). Hefir Mr. Helgason á sínum námsferli sýnt framúrskarandi gáfur og ástundun, prúða og drengilega framkomu í hvívetna, og þannig áunnið sér virðingu og hlýhug kennara sinna og skólabræðra. Sézt það bezt á þeim heiðri, sem Mr. Helgason hlotnaðist áður við þennan sama skóla, þar sem hann vorið 1938, var kosinn forseti fórðabekkjar stúdenta. Foreldrar þessa unga manns, Stefán Hélgason og Margrét Jónsdóttir kolmiu frá íslandi fyr- ir mörgum árum síðan; ættuð af góðu bændafólki úr Eyjafirði; fluttu þau til Saskatchewan og reistu þar bú, þar er Mr. Helga- son fæddur. Á fyrsta ári misti hann móður sína, tók þá við honum föður- systir hans, Kristin Helgason, sem nú um langt skeið hefir bú- ið í Argylebygð, hefir hún geng- ið honum i móðurstað, og sett hann til menta. Strax eftir sinn fyrsta vestur á Búnaðarskólanum var Mr. Helgáson þar svo vel kyntur, að honum var jafnan boðin vinna við skólann á sumirin, og að enduðu námi hlaut hann fasta stöðu hjá búnaðarmáladeild Canada á fyrirmyndarbúi hennar í Morden, Man. Hin fagra fyrirmynd, sem Mr. Helgason hefir þannig sett, ér hvatning til ungra manna og kvenna, að verða þannig sjálf- um sér og sinum þjóðflokk til gleði og sóma eins og Mr. Helga- son hefir gert. G. A. hið bezta og engin kind drepist úr neinum kvilla. Hefir fjár- skiftatilraun þessi sýnt, að ekki er við því hætt, að aðflutt fé fái mæðiveiki úr bithögum, þótt veikt fé hafi gengið þar áður. Tíminn 20. maí.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.