Lögberg - 29.06.1939, Blaðsíða 5

Lögberg - 29.06.1939, Blaðsíða 5
LÖGBEBG, FIMTUDAGINN 29. JÚNÍ 1939 5 um orð á þá leitS, að fólk frá stærri þjóðurn heimsins, sem miklaÖist af þeim, ætti aÖ koma á Islandssýninguna. “ÞiS hafiÖ afrekaÖ meir aÖ tiltölu viÖ fólks- ► fjölda og landrými heldur en nokkur önnur þjóÖ í víÖri ver- öld,” mælti hann til íslendinga. Næsti ræÖumaÖur var Joseph T. Thorson sambandsþingmaÖur. Rakti hann í glöggumi dráttum stjórnarfarslega sögu íslands og komst meÖal annars þannig aÖ oröi: “ísland og sjálfstæÖi, ís- land og þjóÖfrelsi, ísland og ein- staklingsfrelsi eru eitt og hiÖ sama, því aÖ í anda þjóÖfrelsis og einstaklingsfrelsis var hiÖ forna íslenzka lýÖriki stofnað.” Þá brá ræðumaður upp skýrri mynd af fiutningi íslendinga til Vesturheims og lagði áherzlu á, að hin forna norræna frelsisást hefði þar aftur að verki verið og ilifi enn í hjörtum afkomenda íslenzku landnemanna vestan hafs. Flutti hann áheyrendum kveðjur íslendinga í Canada og \ rnælti á íslenzku (þó ræðan væri í auðvitað ,annars á ensku) : “Við gleymum aldrei, að viÖ erum af Iislenzku bergi brotin.” Gerald P. Nye, þingmaður NorÖur Dakota ríkis i öldunga- deild Bandaríkjaþingsins og frægur friðarvinur, hrósaði ís- landi, í ágætri ræðu, fyrir af- stöðu þess til friðarmálanna og dró sérstaklega athyglina að þeirri staðreynd, að íslenzka þjóðin hefÖi bæði hugrekki og skynsemi til þess, að byggja ■eigi traust sitt á hervörnum. Hann fór einnig hinum lofsam- iegustu orðum um íslendinga, sem hérlenda borgara. “Ameríka á enga betri borgara heldur en Íslendinga,” sagði ræðumaður. Robert Ð. Kohn, vara-forseti HeilmJssýningarinnar, f lutti kveðj- ur af hennar hálfu. Dr. Vil- hjálmur Stefánsson, landkönn- uður, mælti fyrir ’hönd Þjóð- ræknisfélags fslendinga í Vestur- heimi og dvaldi viÖ hina merki- legu sögu íslenzku þjóðarinnar og hlutdeild hennar í heims- menningunni. íslenzkir söngvar voru sungnir og hljómsveit lék íslenzk lög. Varpaði það vita-nlega islenzkari blæ á hin tilkomumiklu hátíða- hötd þessa merkilega og minnis- verða dags. Var athöfninni út- varpað; nutu ýmsir íslendingar hér i borg útvarpsins og létu hið bezta af því. Stórblöðin í New York fluttu einnig ítarlegar fregnir af þessum fslandsdegi, t. d. “New York Tiines,” og er grein þessi einkum bygð á frá- sögn þess blaðs. Má óhætt fullyrða, að hátíða- 'höldin hafi bæði verið íslandi til mikils sóma og gagns. Þau vöiktu eftirtekt þúsunda (og jafn vel miljóna) á landinu sjálfu, atburðarfkri sögu þjóðarinnar og menningu hennar að fornu og nýju. Islendingadagurinn að Silver Lake Samkvæmt bréfi frá herra Lindoln S. Johannsson, ritara íslendinigadagsnefndarinnar í Seattle, er nefndin nú önnum kafin við að undirbúa hina ár- legu fslendingahátíð landa vorra á þeim slóðum, sem haldin verð- ur nú í tólfta sinn að Silver Lake i nágrenni Seattle borgar, sunnudaginn 6. ágúst. Þeir, senr sótt hafa íslendingadaginn þar 1 21/2 af hundraði í gróðahlutdeild ... lJað borgar sig að skifta við Hydro vegna J>ess að af hverjum dollar, sem eytt er á Gity Hydro orku, er greidd gróðahlutdeild eða endurborgun I2V2 al' hundraði, sem rennur í bæjarsjóð til lækkunar á sköttum. Um tveggja ára skeið liefir City Hydro þannig lagt fram $500,000 í þesfium til- gangi. Og þetta er til viðbótar hinum ár- iega skatti, sem stofnuu þessi, samkvæmt álagningu, greiðir borginni. Aðeims notkun Hydro orku verður yður til gagns á þenna hátt, — munið þess- vegna CITY HYDRO Það er yðar eign—Notið það! vestra, vita, að þangað er jafnan ánægjulegt að koma og mikið á hátíðahaldinu að græða, því að vel er vandað bæði til skemti- skrár og íþrótta. Á það ekki sízt við í ár. Ræðu heldur á íslendingadeg- inum að Silver Lake að þessu sinni Einar Páll Jónsson, skáld og ritstjóri “Lögbergs”. Er það fyrsta sinni, að hann gistir hina fögru Kyrrahafsströnd og heim- sækir landa sína á þeim slóðum. Verður frú hans í för með hon- um. Hlakka menn til komu þeirra. íþróttir dagsins eru einnig fjölbreyttari en verið hefir und- arifarið. íþróttavöllurinn hefir verið bættur og stækkaður. Öll- um kemur sarnan um, að íslend- ingadagúrinn í fyrra í Siiver Lake hafi hepnast með afbrigð- um vel. Fékk hann einnig hið mesta hrós, t. d. í höfuðblaði Norðmanna á Vesturströndinni, “Washington Posten” í Seattle, er komst svo að orði, að ís- lendingar í Seattle væru öðrum skandinaviskum frændum þeirra á þeim slóðum til fyrirmyndar rnn siíkt hátíðahald, bæði að því er snerti menningarlega og sögu- lega skemtiskrá og fjölbreytni íþróttanna. Hefir jafnan verið mikið vandað til tvorttveggja. Mega menn því, sem endranær, eiga von á hinni beztu skemtun, hátíð, sem þeim lifir lengi í minni, sæki þeir Íslendngadag- inn að Silver Lake þ. 6. ágúst. Er þeim, sem þessar iínur ritar, sérstök ánægja, að vekja athygli íslendinga á þjóðminn- ingardegi þeirra landanna í Seattle, þvi að hann átti því láni að fagna, að vera gestur þeirra, og annara landa þar vestur frá, fyrir nokkrum árulml. Veit hann því aí eigin reynd, hversu gott og skemtiiegt er þangað að koma, Richard Beck. — this rare old rye, for real rye enjoyment! ■ Sfá/íatn Z/aJ/&riC OLD RYE WHISKY / PRODUCT OF HIRAM WALKER & SONS, CANADA DISTILLERS OF HIRAM WALKER’S LONDON DRY GIN No. 302—12 oz. $1.00 No. 301—25 oz. $2.15 No. 300—40 oz. $3.25 This advertisement is not inserted by the Govemment Liquor Control Commission. The Commissionis not responsible foratatementsmade astoqualityof products advertised. Kiettafjöll og Kyrrahaf Eftir Sigr. Júl. Jóhannesson (Framh.) Oft er um það rætt að sam- göngufærin hafi svo fullkomnast á síðustu- árum, að alldr fjar- lægðir séu svo að segja horfnar. Þetta eþ satt. Nú er t. d. hægt að leggja af stað frá Winnipegf kl. 3 að morgni og koma í tæka tíð til vinnu sinnar í Toronto sama morgun. En þrátt fyrir þetta eru þeir samt tiltölulega fáir, sem tæki- færi hafa til þess að skoða og þekkja yfirleitt landið, sem við búum í og þá merkisstaði sem þar hafa skapast. Það er með héruðin og borg- irnar eins og mennina. Þegar maður sér stóran hóp af fólki, virðist þar hver öðrum líkur, fljótt á að líta; en þegar maður kynnist einstaklingunum, þá er hver þeirra sérstakt ríki út af fyrir .sig ‘með sérstökum hæfi- leikum, sérstökum göllum og gæðum, sérstökum einkennum og frábrigðum. Eins er það með borgirnar og héruðin. Þegar járnbrautarlestin þýtur í gegnum bæina hvem eftir annan eða yfir eitt héraðið eftir annað, þá virð- ist það alt vera furðu líkt. En náin eftirtekt og skoðun draga fram einkenni og sérkenni.— Við erum .stödd í Calgary; það et hér um bil 80 milur fyrir austan Banff. Calgary er merkileg borg að ýmsu leyti; ekki þó rnjög stór — þar búa aðeins um 85,000 manns; en hún er talin merkasta borgin milli Winnipeg og Vancouver. Þ.air er rnikill iðnaður og verzlun og hún er miðstöð allrar mentunar og lærdóms í Albertafylki. Rétt hjá járnbrautarstöðinni, að austanverður em stórbygg- ingar, sem C.P.R. félagið á; eru þar aðalskrifstofur, þaðan sem stjórnað er öllum námum og náttúruauðæfum félagsins í allri Vestur-Canada. Félagið á 3,000,000 ekrur af landi á þessu svæði, sem smátt og smátt er verið að veita á vatni. Félagið selur þessi á- veitulönd með þeim skilyrðum að 7% af söiluverði sé greitt þegar kaupin eru gerð; að því búnu hefir kaupandinn ábúðar- og nytjarétt í eitt ár endurgjalds- laust, og borgar síðan verðið á 35 árum í jöfnum borgunum. Fjöldi nnyndarlegra og blómlegra heimila hefir skapast í sambandi við slík kaup. Sumir hafa þó aðrá sögu að segja, því þeir em margir, sem tapað hafa löndum sínum eftir langa baráttu. Calgary bær stendur framar- lega að því er snertir almennings- eign opinberra nytja. Bærinn á sjálfur vatsleiðslu, rafleiðslu til iðnaðar og ljósa; asfaltsgerð og strætisvagna. Landsstjórnin í Canada á þar kornhlöðu, sem rúmar 2,5od,ooo mæla af korni. Þegar farið er frá Calgary byrja svo að segja Klettaf jöllin Þau sjást fyrst umi 60 mílur fyrir austan bæinn. Á leiðinni frá Calgary til Banff, sem em um 80 milur, fer brautin upp á við sem svarar 1100 fetum. Járnbrautin fylgir þar svo að segja áltaf jökulá’, sem heitir Bow River (Bugá). Áin hverfur stöku, sinnum, en birtist altaf aftur innan stund- ar; hún er eins og tryggur hund- ur, sem hleypur frá manni við og við, en yfirgefur mann aldrei til lengdar. Klettaf jöllin eru svo merkileg og margbreytt að um þau inætti skrifa langt mál; en eg ætla að halda áfram vestur á Kvrra hafsströndina í þetta skifti og fara heldur nokkrum orðum um Fjöllin á leiðinni austur, Þó verð eg að minnast á það, sem kallað er “The Great Divide.” Það er 122 mílur fyrir vestan Calgary; þar er hæzti depillinn, sem járnbrautin fer yfir; eru >að 5338 fet yfir sjávarmál. Það er á landamærulm Alberta og British Columbia fylkjanna. Þessi depill er auðkendur með bogabrú yfir á, og undir brúnni skiftist vatnið. Sumt rennur í austur alla leið út i Atlantshaf eða norður í Hudsonsflóa; hitt sem vestur leitar rennur í Col- umbia ána og með henni út í Kyrrahaf. Vinstra megin við bogann er steinsúla reist til minningar um Sir James Hicks; en hann fann >að, sem kallað er “The Kicking forse” hlið, og þar fer járn- brautin í gegn. “Kicking Horse” hliðið hlaut nafn sitt af því að hestur’ sló einn landkönnunar- manninn, þegar þeir voru að rannsaka Klettafjöllin. Eg kveð Klettafjöllin þangað til eg fer austur aftur. Við kamium árla morguns til Vancouver; var þar að mæta okkur herra Andrew Danielson fyrverandi þingmaður frá flaine; eg þekti hann lítið eitt áður, en þó nokkuð. Hann veitti okkur alla aðstoð að þvi er ráðstöfun ferðalagsins snerti. Ók liann siðan með okkur til New Westminster til fornvinar mins Jónasar kennara Pálssonar. Þar töfðum við all-lengi og hlut- um hinar ágætustu viðtökur. Jónasi líður vef, hefir góða at- vinnu, á ágætt hús á skemtileg- um stað í borginni og lék við hvern sinn fingur eins og i gamla daga. Kona hans hefir yngst á Ströndinni. Eg minn- ist þeirra síðar. Næst J.ögðum við af stað með Mr. Danielson til Blaine; var okkur tekið þar eins og við vær- uml igamlir vinir og gistum við á heimili þeirra hjón^ dagana, sem vð dvöldum í .Blaine. Þegar við komum inn í húsið varð okkur hverft við; þar var kona, sem kom á móti okkur þegar dyrnar opnuðust, faðmaði okkur og kysti eins og hún væri systir okkar, sem hefði heimt okkur úr helju. Þetta var stúlka frá Winnipeg, gömul félagssystir okkar; liún hét þá Rósa Egils- són, en er gift kona í Victoria og heitir Mrs. Semple. Hafði hún kamið aila leið frá Victoria Blaine ti) þess að mæta okkur. (Framh.) Úr danskri kosningaræðu . . En hundurinn liggur sjálfsag grafinn í því, að andstæðingu minn setur sjónaukann fyri blida augað eins og strúturinn.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.