Lögberg - 06.07.1939, Blaðsíða 4

Lögberg - 06.07.1939, Blaðsíða 4
4 LÖQ-BEB/G, FIMTUDAGINN 6. JúLí 1939 --------------Xögberg---------------------------- GefiC út hvern fimtudag af THE COIiUMBIA PRESS, IJMITED 695 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba Utanáskrift ritstjðrans: EDITOR LÖGBERG, 695 Sargent Ave., Winnipeg, Man. Editor: EINAR P. JÓNSSON Verð $3.00 um árið — Borgist fyrirfram The "Lögberg” is printed and published by The Columbia Press, Dimited, 69 5 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba PHONE 86 327 Mætir geátir og kœrkomnir Þessa dagana dveljast í gistivináttu íslendinga í Win- nipeg, og á vegum Þjóðræknisfélagsins, mæt hjón og glæsi- leg frá íslandi; er hér átt við herra Thor Thors, þingmann Snæfeliinga á Alþingi íslands, og frú hans Ágústu Ingólfs- dóttur læknis, Gíslasonar frá Borgarnesi. Thor Thors er sonur athafnamannsins þjóðkunna Thor Jensen í Reykja- vík, sem verið hefir um langt skeið forgögumaður á sviði margháttaðra framfara í íslenzku þjóðlífi. Thor alþingis- maður er enn tiltölulega ungur að aldri; þó hefir hann engu að síður sakir framtaks og eldlegs áhuga, markað giftudrjúg spor i þróunarsögu samtíðar sinnar á Fróni;* hann lauk ungur embættisprófi í lögvísi við háskóla Islands með hærra vitnisburði en nokkrum öðruin lögfræði-kandidat fram að þeim tíma hafði hlotnast; hann hefir getið sér orð- stír sem mikilvirkur og hagvitur þingmaður, og hann hefir jafnframt verið forustumaður á mörgum öðrum sviðum; meðal annars átt sæti í forstjórn Sölusambands íslenzkra fiskframleiðenda, og ferðast í þeim erindum vitt um heim; hann er og formaður Sýningarráðs Islands á Heimssýning- unni í New York, og þar flutti hann á íslandsdaginn þann 17. júní síðastliðinn þá hina prýðilegu ræðu, sem Lögberg birti í vikunni sem leið. Thor alþingismaður er giftuvæn- legur fulltrúi þeirrar hinnar yngri kynslóðar, sem nú ber hita og þunga dagsins í örlagaríkri baráttu íslenzkrar þjóð- ar fyrir andlegu og efnalegu fullveldi; sú barátta er auð- sjáanlega hörð, og krefst, auk karlmensku og ósérplægni, viturlegrar forsjár hinna beztu manna; manna, sem hvort- tveggja eru í senn, þéttir á velli og þéttir í lund; yfir slíkum frumkostum íslenzkrar skapgerðar, ætlum vér að Thor alþingismaður búi í allverulegum mæli; enda ber viðmót hans vitni um drenglundaðan alvörumann, er veit hvað hann vill. Á hinni skömmu dvöl á meðal vor, hafa þau Thor alþingismaður og frú Ágústa vakið víðfeðman góðhug, og átt í því virkan þátt, að brúa hin breiðu höf. Síðastliðið mánudagskveld flutti Thor alþingismaður, við ágæta aðsókn, íturhugsað og drengilegt erindi um ís- land nútímans, stefnur og strauma, er um þessar mundir rísa hæzt í þróunarbaráttu hinnar íslenzku þjóðar; erindið var laust við öfgar, skipulega bygt og hafði til brunns að bera margháttaðan nytja-fróðleik, er þá íslendinga hér í álfu varðar, sem i alvöru bera fyrir brjósti velfarnan vorrar ástkæru stofnþjóðar; er oss slíkt drjúgum hollara en vafa- samar skýringar á íslenzkum fornbókmentum og íslenzkri fornaldarfræði.— Heimsóknir góðra gesta að heiman, eru oss íslenzkum Vestmönnum jafnan kærkomnar; vér verðum við það menn at fróðari; og væntum þess að gestir vorir hverfi heim með hliðstætt vegarnesti. Þeim Thor alþingismanni og frú Ágústu, er með línum þessum innilega þökkuð heimsóknin. “V eátmannadagur” Margþætt starfsemi hefir nú í seinni ^tíð vertð hafin á fslandi til eflingar menningarlegum tengslum milli fslend- inga austan hafs og vestan; reið Jónas alþingismaður Jóns- sori þar einna röggsamlegast á vaðið, auk þess sem ríkis- stjórn í samstarfi við sífjölgandi einstaklinga og stofnanir, hefir beitt sér fyrir um framgang málsins; er þetta oss Vestmönnum hið mesta hugðarefni, því enn er sterk hjá oss sú hyggjurót, er rekka dregur föðurtúna til.— Þann 2. þessa mánaðar var svo stofnað til “Vestmanna- dags” á Þingvöllum með líku sniði og viðgengst hér með oss, þá um fslendingadagshald ræðir; þessi glæsilega hátíð var helguð íslendingum vestan hafs, og að öllu hin virðu- legasta; samkvæmt símskeyti frá formanni utanrikismála- nefndar, herra Jónasi alþingismanni Jónssyni, var þetta fjölsóttasta hátíðin, sem haldin hefir verið að Lögbergi, hjartastað landsins, síðan 1930, er þúsund ára afmælis Al- þingis var þar með alþjóða þátttöku minst. Þessi nýja vakning, spáir nýjum sumarauka í menningarlegum sam- göngum meðal stofnþjóðarinnar og barna hennar í vestri Hér fara á eftir símskeytin í tilefni af “Vestmanha- deginum; þau skýra sig sjálf: Canadian Pacific Telegraphs 1939 J-une 28 p.m. 3.50 RAA 355 24-22 Mar Reykjavik 28, 1709 LC Grettir Johannson 910 Palmerston Ave., \Minnipeg, Man. Vestmannadagur verður Þing- völlum 2. jú'lí með þátttöku full- trúa frá stjórnarflokkunu/m og ýmsum stofnunum. —Formaður utanríkismálanef ndar. ♦ -f 1. júlí, 1939 . Formaður Vestmannadags Reykjavík, Iceland Beztu kveðjuóskir, þakkir Vestur-íslendinga fyrsta Vest- anannadegi Þingvöllum. Þjóðræknisfélag Islendinga i Vesturheimi. -f -f Reykjavik 1. júlí 1939 Dr. Pétursson, 45 Home Street, Winnipæg, Man. Flytur öllum vestra að Gimli og íslenzku blöðunum einlægar þakkir fyrir að styðja frelsi ís- lands með því að gera nafn Is- ílendingsins heiðursorð í Vestur- álfu. —Formaður utanríkismálanefndar. (Athugasemd: — Svo var til ætlast að Thor Thors alþingis- maður héldi fyrirlestur sinn að Gimli síðastliðinn sunnudag, 2. júlí, er fyrsti Vestmannadagur var haldinn á Þingvöllum). -f -f 1939 Jul 4 p.m. 12.02 Viking Press, Columbia Press, Winnipeg, Man. Vestnmnnadagurinn fjölmenn- asta Þingvallasamkoma siðan Alþingishátíð. Forsætisráðherra- frú Vigdís Steingrimsdóttir, Fjallkona; Kristjana Pétursdótt- ir borgarstjóra Halldórsson, Miss Ameríka; Gerður Jónasdóttir fyrrum ráðherra Jónssónar, Miss Kanada. Ræðumenn: Ólafur Thors ráðherra, Haraldur Guð- mundsson Alþingisforseti, Jónas Jónsson fyrrum ráðherra, Jakob Kristinsson f ræÖs'l u m á 1 a s t j ó r i, Guðmundur Finnbogason lands- bókavörður, Sigurður Nordal prófessor og Matthías Þórðar- son þjóðminjavörður, sem skýrði sögustaði. Skemtiatriði: Stefano Islandi, Karlakór Reykjavíkur og Lúðrasveit Reykjavíkur. Sigfús Halldórs stjórnaði samkomunni. Samkoman mjög rómuð í blöð- ununi. —Formaður utanríikismálanefndar. Sunnudagsskóla- námskeið Uppfræðsla í kristilegum efn- um var jafnan stór þáttur í haldgóðri heimilisfræðslu íslend- inga á liðnum timum og hefir svo jafnan verið. Þegar að út- filutningur hófst frá íslandi var það heimilisfræðslan,, er bezt hlynti að hinum andlega og þjóðlega arfi, svo mun og lengi vel hafa verið fram eftir land- námstíð vorri hér vestra. — Um- liðnu mörgu áratugirnir hafa fært margþættar breytingar í för með sér. — All-snemma hófst kensla í sunnudagaskólum á tneðal vor; varð þeirra þörf meðal annars af því hve mikil breyting varð á, um hætti heim- ZIGZAG Úrvals pappír í úrvals bók 2 Tegundir SVÖRT KAPA BLÁ KAPA Hinn upprunalegi þ u n n i vindlinga pappír, sem flestir, er reykja “Roll Your Own” nota. BiSjið um “ZIG-ZAG” Black Cover "Egyptien” úrvals, h v 11 u r vindlinga pappír — brennur sjálfkrafa — og gerir vindl- ingana eins og þeir væri vafSir í verksmiðju. BitSjið um “ZIG-ZAG” Blue Cover I ilanna í hinu nýja landnámi, þar sem að einyrkjabúskapur átti •sér stað, og breyting mikil var á orðin, frá fjölmenni því, er oft átti sér stað á íslenzkum sveita- heimilum. Ómetanleg er hún sú blessun, er starf sunnudagaskóla hefir haft i för með sér, og sú hin mikla hjálp er hún hefir veitt og veitir heimilunum, í reynslu vor Vestur-íslendinga fyr og síðar. Áratugum saman hefir verið þögult um þetta starf sunnudaga- skóla vorra, en mikil blessun hef- ir því fylgt, bæði fyr og síðar. Flestir þeir, er þar voru fyrst að verki, eru nú fallnir í val, ís- lenzkt! fólk er ávaxtaði sem bezt það mátti sinn heimanfengna arf öðrum tii blessunar. Af herðum brautryð j endanna í þessu sem öðrum efnumi féll svo starfið smámsaman á herðar næstu kyn- slóðar, sem þar eins og svo víða hefir að verki verið, með heiðri og sóma kynslóð eftir kynslóð; og ágætlega hefir það verk víða verið af hendi leyst, þrátt fyrir margfaldar1 ihindranir, bæði stað- 'hagslegar og annars eðlis, og án uppörfunar eða hagkvæmra hjálparmeðala, ,sem aðrár kirkjur v,eita starfsfólki sínu á þessu sviði, hafa íslenzkir sunnudaga- skólakennarar löngum að verki verið. Með hérlenduin kirkjudeilduta hafa um síðari áratugi mjög tíðkast hin svonefndu “leaders’ courses,” eða námsskeið til und- irbúnings og 'leiðbeiningar og uppörfunar leiðtogum og kenn- urum í starfi safnaðanna heima fyrir. Slík námsskeið eru nú talin nauðsynlegur þáttur í starfi kristilegrar ikirkju. Um mörg undanfarin ár hefir þörf á slíku námsskeiði sorfið fast að hugum ýmsra leiðtoga og áhugasa'tmra kvennia og rnanna í kirkjufélagi voru, 'bæði vegna þess hve margir safnaða vorVa eru að miklu leyti án prestsþjónustu, einangraðir, og njóta svo Htillar umönnunar. Hinsvegar er brýn nauðsyn á sem beztum undirbúningi fyrir sunnudagtaskólakennara öllum ljós, en margir, bæði yngri og eldri, sem fúsir eru til slíkrar þjónustu, halda sér til baka sök- um þess að þeim finst að þá bresti þá þekkingu, sem til þess er nauðsynileg. En slík námis- skeið mæta einnig annari þörf en þeirri, sem nefnd hefir verið, að veita nokkra fræðslu, beinlínis og óbeinlínis, en annað hlutverk sl.ík'ra námisskeiða er uppörfun sú, og andlegur styrkur, sem þau eru fær að veita: aukinn áhugi fyrir starfi safnaðar síns og fyr- ir áhugamálum kristninnar, nýj- ar 'hugsjónir og ný þrá eftir fyllra samfélagi við Guð. Á óvæntan hátt, hefir nú kirkjufélagi voru borist hjálp að því er mögulegleika á náms- skeiði snertir. Bandalag lút- erskra kvenna, sem árum sam- an hefir með áhuga og góðrim árangri veitt hjálp í kristilegum fræðslumálum hefir nú leigt á eigin kostnað Canadian Sunday School Mission Camp norðan við Gintli, fyrir dagana frá 12.—21. ágúst. Sameiginlegnefnd af hálfu Bandalagsins og presta kirkjufélagsins hefir nú að fullu skipulagt námsskeiðið og aðal- undirbúningi þess er nú þegar lokið. Kensla fer fram árdegis dag hvern, en einnig tími til hvíldar, sunds og leikja. Eins og að hefir verið vikið í annari grein um þetta efni, eftir séra Rúnólf prófessor Mar- teinsson, er staðurinn þar sem Canadian Sunday School Mission Camp stendur undra fagur. Byggingar þar eru tveir rútar góðir svefnklefar fyrir stúlkur, sem rúma um 80. Svéfnskáli fyrir menn, sem rúmar um 40, og tvær byggingar fyrir starfs- >fólk, eldihús og stór borðstofa, sem rúmar á annað hundrað manns. Og siíðast en ekki sízt hin stóra bygging, sem nefnd er Auditorium, eða Tabernacle, sem rúmar yfir 200. Kostnaður fyrir hvern sem er þar yfir allan tímann er $5.50. Þeir sem verða part af tímanum borga $1.00 á dag, er það ódýr- ara en nokkur annar “camp” af þessari tegund selur fæði, og mun alls ekki mæta tilkostnaði við matarkaup.— Þetta stóra spor er þá þegar stigið af hálfu Bandalags lút- erskra kvenna. Hvorki fyrirhöfn né tilkostnaður verður sparað til þess að dvölin megi verða sem ánægjulegust—og andleg straum- hvörf í sálarlífi hlutaðeigenda, uppörfun og endurnæring — og hjálp i starfinu heirna fyrir í söfnuðunutat. Vænta nú allir þeir, er að námsskeiðinu standa góðrar aðsóknar og almennrar þátttöku, — sárustu vonbrigði yrðu það ef að fáir sæktu náms- skeiðið, Siffurður Ólafsson. —'Hyenær megum vér vænta friðar i heiminum? —Þegar Stalin segir ekkju Francos þau tiðindi á deyjanda degi, að hann hafi sannfrétt, að Hitler hafi verið myrtur viö jiarðarför Mussolinis. -f ♦ Móðirin;—Hvaða ungi piltur var að kyssa þig í gærkvöldi"? Dóttirin:—Það man eg ekki- Hvaða dagur var i gær?

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.