Lögberg - 06.07.1939, Blaðsíða 7

Lögberg - 06.07.1939, Blaðsíða 7
7 Gullbrúðkaup Eftir fimtíu ára hjúskap óg búskap ihéldu þau hjónin Daníel Backman pg Hólmifríður kona hans gullbrúðkaup sitt á heimili sinu i LundarbygS, meS full- tingi sona sinna, frænda og vina; heimboSið var kunngjört í ís- lenzku vikuhlöSunum, og vinum þeirra boSið að gleSjast uieð þeim' á góðri stund, eftir messu- tíma á sunnudaginn þann 25. júní næstliSinn. Og brátt koM í ljós að vinirnir voru margir, því á annað hundr- að manns kom saman til aS þakka heiðurshjónunum langa og ánægjulega samvinnu. og óska þeim gleðilegrar framtíSar. Daníel er nú 74 ára gamall og húsfrú hans 71 árs; bæði eru þau vel hress og hraustleg, þó búin séu að starfa hér i 52 ár, komu vestur hingað árið 1887, frá Dunkárbakka í Dalasýsflu. Þessi hjón bafa alla tíð búiS hér myndarhúi, komið einum syni sinuui gegnum háskóla, og er hann doktor Kristján Back- man í Winnipeg, en hinn sonur þeirra, GuSni, býr nú með for- eldrum sínum, 'hinn efnilegasti bóndi og giftusamlegur maSur. Sú hamingja fellur fáum í skaut að lifa saman við lífsfé laga sinn í 50 ár, i þessum heimi. því dvalartími mannsins hér er situttur og óviss, þessvegna er það merkisviðburSur ef einhver getur haldið sitt gullbrúðkaup, og sannarlega þess vert, að minnast þess opinberlega. En hitt eru dagleþir viSburðir að menn séu búnir aS vera giftir í 25 ár, og alls engin tíðindi þó hlaupið sé heim til manna og húrraS fyrir þeim í tilefni af því, Stundum hefi eg heyrt þvi fleygt, að ekki þyrfti mikla and- iega hæfileika, til aS vera góður bóndi, sérstaklega af munni borgarmanna, og einnig hitt, að allir ættu að hafa sömu laun, þeir sem starfa og hinir, sem standa hjá og horfa á. En þetta er hin mesta fá- sinna, því eg þekki engan at- vinnuveg, semi útheimtir eins f jölþætta hæfileika, eins og land- búskapur. Ein'hæfir amlóSar geta oft verið góðir kaupmenn og embættismenn, env verið óhæf- ir bændur. En enginn getur sett á stofn fallegt heimili, og komið upp arðsömu búi, af eigin megni, nema hann sé mikill starfsmað- ur, hirðusamur og sparsamur, hagsýnn og hagleiksmaður. Bóndinn þarf aS vera fjár- glöggur og félagslyndur, árvakur og reglusamur, þvi “morgun- stund gefur gull í niund.’’ Nú orðið þarf hver bóndi aS vera vélafróSur og víðlesinn á efna- fræði og eðlisfræði, svo hann geti náð því bezta úr jarðvegin- um, sem hann hefir að bjóða, °g endurbæta hann jafnframt. Einnig þarf hver góður bóndi aS nema mikið fjölkyngi í upp- eldismáluni manna og skepna, og þjóðin má ekki gleyima þvi, að bóndinn er bústólpi, en búið er landstólpi sá, sem velmegun allra þjóða hvílir á. RitaS á Lundar á Jónsmessu, 1939 S. Baldvinsson. LÖGBERG, FIMTUDAGINN b- -fúLf 1939 Ársskýrsla forseta 1939 Margt er í þessu sambandi til athugunar fyrir smádeild kristninnar eins og vér erum. Sé alvarleg hætta, fyrir stærri deildir kirkjunnar í þá átt að láta stjórnast af öðru en því sem heppilegt er, vegna þess ástæður þrengi að og örðugleikar standi í vegi, hve mjög mun þá þörf á því að vor fámenni hópur standi á verði í allri auðmýkt gegn svipuðum hættum. Þjóðernisleg samheldni fólks vors um það sem islenzkt er, hefir verið oss styrkur í kirkjulegu starfi voru. Vér eigum þar í kristilegu tilliti einnig sam- eiginlegan arf, sem er óviðjafnanlega dýrmætur. En engum kunnugum getur dulist að með líðandi árum er þjóðernis- aðhaldið að þverra, hvað mjög sem maður kýs að það væri á annan veg. íslenzku hóparnir margir eru að dreifast og þörfin fyrir íslenzkan félagsskap deyfist hjá sífelt fleirum eftir því sem þeir hverfa meir og meir inn í þjóðlifið hér. Ekkert er til að bæta upp þetta tap siðan fólksflutningur hingað frá fslandi hætti. íslenzku tengslin hindra það, að miklu leyti að starf okkar nái í verulegum mæli til annara en þeirra, sem eru af íslenzkri ætt. Það þrengir því að starfi voru franiyfir það, sem alment gerist í kristninni umhverfis oss, vegna sérstöðu vorrar. Smæð og þröngt verksvið gera svo erfitt fyrir víða, svo að menn sjá litil úrræði framundan. Bætist þetta við þann vanda, sein öll kristnin á í sameiginlega, að standa fyrir kristindómsmál- unum í þeim tíðaranda, er nú ríkir. Hvílik hætta að vér getum freistast til að reyna bjargráð, sem eru varasöm og að festa traust við það, sem hlýtur að bregðast, í stað þess að byggja á því fyrst og fremst að greiða kristilegum anda ’og áhrifum leið inn á öll svið lífsins, með kostgæfni. Það er títt t. d. að treysta þvi til sigurs, sem er áberandi og lætur mikið yfir sér. Það varð viða kristilegum málum að fótakefli hér í álfu. Það leiddi til kapps að byggja kirkjur sér um megn og leggja út í áberandi fyrirtæki án dóm- grejndar. Þannig átti öllu að bjarga við, en afleiðingin hefir víða orðið sú, að kirkjan ^tendur eftir hlaðin skulda- byrði og fjármálavastri, sem kyrkir alt andlegt líf. Þá er gripið til þess að þrýsta að fjársöfnun með “hápressu” að- ferðum, þar til öll frjáls kristileg gjafmildi verður horn- reka eða deyr út — en vandinn eigi leystur að heldur. Kaupsýslubragur og kramverzlunar ásamt skyndiráða að- ferðum hefir svo rekið lestina. Þetta liggur til grundvallar hinni skæðu og hvatskeyttu atlögu í garð kirkjunnar í hinni alkunnu vísu Stephans G. Stephanssonar: Kirkja þessa lýðs og lands, lausakona hagsmunanna, forustan við dubb og dans, dufl og trúðleik fjárfarellanna, þú ert bygð á björgum föstum, bibliu og teningsköstum. Það er vandlæti í hinu bitra háði. ósamræmið er leitt í ljós milli þess að kirkjan sé “lausakona” er gangi á mála í hagsmunaskyni eða til að afla sér fylgis, og þeirrar hug- sjónar og hlutverks, er hún gerir kröfu til að þjóna. Hún má ekki taka að sér forustu í því, sem er henni ósamboðið eða kitlar óheilbrigðan smekk til ávinnings. Hún þarf að sjá ósamræmið milli þess að þykjast byggja á guðlegri opinberun og handleiðslu en grípa þó til örþrifaráða. Veit eg vel að þetta á freinur við aðrar kirkjur en vora eigin, en ekki einvörðungu. Vér eigum ekki undanþágu. Ásaml allri kristninni þörfnumst vér þeirrar áminningar að minn- ast þess er eitt hefir gildi á metaskálunum þegar til alvör- unnar kemur. Þegar menn kirkjunnar og hún sjálf sýna þrótt kristindómsins í lífi og framferði í anda Krists og undir hans áhrifum, er sú framkoma hin mest óhrekjandi staðfesting hinna kristilegu verðmæta. Þannig að vekja athygli er dýrmætt. Þessi alvörutíð í sögu heimsins er til þess fallin að festa þetta í huga kristninnar. Sem betur fer þart' hvorki sinæð vor, fátækt eða félags- legur vanmáttur að standa í vegi þess að vér hagnýtum oss þessi bjargráð. í því að leggja rækt við og sýna kristi- legan þroska, höfum vér sama tækifæri og aðrir kristnir menn. Þrátt fyrir alla vankanta vora og ófullkomleika sem kirkjumenn, er til hjá fólki voru merkileg kristileg alvara og sannfæring. Ef vér ávöxtum vort sérstaka pund í þessu tilliti án truflunar frá ósamstæðum áhrifum, getum vér lagt mjög verðmætan skerf til lifsins. Ofstæki er fjarri eðli voru, en af rótum þess sprettur upp skortur á jafnvægi og einhliða áherzlur. Vér ættum að geta borið gæfu til að forðast öfgar og einræni, en helja alhliða þroska lífsins á kristilegum grundvelli. Það eitt getur vegið upp á móti þvi í afstöðu vorri, sem ekki verður uin þokað, en veldur okkur hnekkis. -f ♦ -f Einn söfnuður, Foam Lake söfnuður í Saskatchewan, hefir sagt sig úr kirkjufélaginu á árinu, á fundi 5. marz siðastl. Ekki er mér fullkunnugt um ástæður nema að úr- sögnin kom ekki af trúarástæðum. Mun það nokkru hafa ráðið að þeim þyki miður að kirkjufélagið enn ekki hefir séð sér fært að ganga inn í United Luthernn Church in KAUPIÐ AVALT LUMBER hjá THE EMPIRE SASH & DOOR CO. LTD. HENRY AVENUE and ARCYLE STREET Winnipeg, Man. - Phone 95 551 . America. Bendir það i þessa átt að söfnuðurinn mun nú þegar hafa beðið um inntöku í eina deild þeirrar miklu kirkju. Söknum vér safnaðarins úr samvinnunni, vonum að leiðir megi aftur liggja saman og árnum þeim allra heilla. Ein kirkja var vígð. Er það kirkja Mikleyjarsafnaðar, sem þingið nú er haldið í. Fór hún fram sunnudaginn 21. ágúst að viðstöddu fjölmenni. F'orseti framkvæmdi vígsl- una með aðstoð flestra presta kirkjufélagsins, er þá héldu ársfund sinn á þessum stöðvum. Kirkjan var bygð fyrir nokkrum árum, en henni ekki fulllokið þannig að söfnuður- inn teldi það viðunandi fyr en skömmu fyrir vígsluna. Er það þessari fámennu bygð og söfnuði hinn mesti sómi að eiga svo fullnægjandi og fagurt Guðshús og það með öllu skuldlaust. Höfuðsöfnuður kirkjufélags vors, Fyrsti lúterski söfn- uður i Winnipeg, hefir á árinu virðulega minst sextugs afmælis síns. Hið eiginlega afmæli eða stofnunardagur safnaðarins er í ágúst mánuði, en fjölþætt hátíðahald, sem snerti alla þætti starfseminnar fór fram einkum eftir að safnaðarstarfið hófst aftur með fullum krafti í september- mánuði. Sunnudagurinn 30. okt., var sérstaklega helgað- ur hátíðaguðsþjónustum í tilefni af afmælinu. Tóku þátt i þeim auk heimaprestsins þeir forseti og séra Rúnólfur Jiíarteinsson. Fór alt fram með mikilli viðhöfn og tilhlýði- legri. En hátíðahaldið var ekki bundið við viðhöfn og tíða- höld, heldur birtist einnig i athöfnum. Nöfn um hundrað nýrra meðliina voru birt við hátíðaguðsþjónusturnar og myndarlegum minningarsjóð var safnað til eflingar safnað- arstarfinu. Var öllum sem í hann lögðu, gefið minningar- skírteini mjög listrænt með tilhlýðilegri áletrun, myndum af kirkjunum þremur, sem söfnuðurinn hefir átt, og þeim dr. Jóni Bjarnasyni og dr. B. B. Jónssyni, einu föstu prest- um safnaðarins á þessum sextíu árum. Mun þetta skírteini lengi teljast dýrmætur menjagripur öllum, sem það eiga. ÖIl félög innan safnaðarins tóku sérstakan þátt í hátíða- haldinu með tilhlýðilegum mótum, þar sem saga og minn- ingar fengu að njóta sín til fulls, en viðhorfið altaf vakandi fyrir framtíðinni. Árnaðaróskir kirkjufélagsins fylgja söfuðinum inn í hinn nýja áratug í sögu sinni, sem svo giftulega var hafinn. Náknýtt (hvað tíma snerti og að öðru leyti) hátíðahaldi safnaðarins var það, að svo að segja samtímis þvi tók við einbætti sem prestur safnaðarins, séra Valdimar J. Eylands, er þegar fyrir síðasta kirkjuþing hafði verið kjörinn þar til prests. Hann flutti með fjölskyldu sína vestan frá Kyrrahafi til Winnipeg í ágústmánuði. Var hann settur inn í embætti af forseta kirkjufélagsins og skrifara sunnu- daginn 18. september. Hefir starf hans hjá söfnuðinum byrjað með hinum giftusamlegustu ummerkjum á allan hátt. Er enginn vafi á því að hans ötula forysta átti mikinn þátt í þvi að hátíðahöldin út af afmæli safnaðarins nutu sin svo vel. Dr. Björn B. Jónsson hafði lagt mikla og alúð- lega rækt við undirbúning hátíðahaldsins áður en hann lagði niður starf, og áframhaldið féll i góðar hendur. Séra Valdimar mun með $tarfi sínu sýna áframhald, er færist sífelt i aukana frá ágætri byrjun. Önnur breyting á skipun presta á árinu var fólgin í þvi að í lok október fékk séra G. P. Johnson sig leystan úr félagi voru. óskaði hann eftir “letter of dismissal” frá kirkjufélaginu til að gerast meðlimur í Manitoba Synod tilheyrandi United Lutheran Church in America. En fyrir þá heild hafði hann tekið að starfa 1. september þar á undan með aðsetur í Foam Lake, Saskatchewan. Forseti aígreiddi þessa beiðni og gekk þvi séra Guðmundur form- lega úr kirkjufélaginu, ineð samþvkki framkvæmdarnefnd- ar vorrar. En á liðnum vetri hlaut hann köllun til eins árs þjónustu hjá söfnuði vorum í Blaine, Washington. Tók hann kölluninni, flutti til safnaðaris snemma í maí og er tekinn við starfi. Hann hefir tilkynt mér bréflega, að hann óski eftir því á ný að gerast meðlimur í kirkjufélagi voru, er hann nú þjónar einum söfnuði þess. Tel eg engar hömlur á því, en eg mæltist til þess að hann, eins og venja er til þegar þannig er ástatt, fengi vegabréf frá Hartig for- seta Manitoba Synod, er formlega gerði grein fyrir þvi, að þetta væri ineð hans góða samþykki. Þess má geta að séra Guðmundi stóð til boða styrkur frá Manitoba Synod áfram, ef hann hefði séð sér fært að halda uppi starfi fyrir þá framvegis i Foam Lake og þar í grend. Hlýtur hann og Blaine söfnuður lukku- og blessunaróskir vorar í sambandi við þessa nýhöfnu samvinnu. (Framhaid)

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.