Lögberg - 17.08.1939, Síða 5

Lögberg - 17.08.1939, Síða 5
fi LÖGBERG, FIMTUDAGINN 17. ÁGÚST 1939 PIIIIII!!ll!!!lllllllllllllllll!llllllllllllinillll!lllllll!llllllíllllllll!!lll!lllllilllllílllll!IIIIIIUIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII!lll!lll!!l!!!llllllllllllllllllll!llllllllllUllllliy Leyndarmálið í turninum Eftir ANTHONY HOPE “Og finnið kannske til efasemdar mér við- víkjandi, bæði vegna þess, sem þér hafið heyrt mig segja, og heyrt frá öðrum?” Að utan barst vindhljóðið inn í litlu stofuna, en að öðru leyti var þar mikil kyrð. I>rátt fyrir hinn embættislega blæ, er Mary Arkroyd vildi að væri á samtalinu, gat hún ekki varist snöggrar og óvelkominnar tilfinningar um eins og náinn lcunn- ingsskap, sem þrýst væri að henni, ekki svo mjög af samræðumanninum, heldur af kringumstæð- unum. Og hún svaraði fremur þrályndislega: “Ef til vill finn eg til efasemda.” “Þér hafið augljóslega tekið eftir því, að eg hefi allmikil áhrif á Mr. Saffron. Og þér spyrjið, eins og hæfilegt er, hvort hann eigi nokkur skyld- mennh Mér fanst eins og þér óbeinlínis vilduð með því komast eftir fjárhagslegri afstöðu hans, eða hvort það sé nokkuð, sem geti vakið honum áhyggjur,'eins og þér orðuðuð það, — var það ekki?' Eða dæmdi eg skakt um það, hvað yður bjó í huga?” Meðan hann talaði, bauð hann henni vindling úr kassa, er stóð á arinhyllunni. Hún tók einn vindlinginn og kveikt í honum yfir lampaglasinu; svo settist hún aftur í stóra stólinn; hafði ekki þegið fyrra tilboð hans um að taka sér sæti. “Þessar spurningar mínar voru alveg sjálf- sagðar, Mr. Beaumaroy,” sagði Mary. “Mr. Saffron er ekki heilbrigður maður, og hann er einnig gamall. Undir vanalegum kringumstæðum ætti skyldmennum að vera að minsta kosti gert aðvart um afkoinu hans og líðan.” “Auðvitað,” svaraði Beaumaroy með áuðsæj- um áhuga. “En honum er illa við þau. Minsta bending um, að þau hafi eitthvert tilkall til eigna hans, vekur hjá honum sterka andúð. Eg hefi áður þekt gamla menn efnaða, sem svona hafa hugsað, og þér hafið eflaust líka þekt einhverja slíka. Yður fer nú víst að skiljast hin erfiða staða mín. Eg skal nú skýra þetta blákalt fyrir yður: Setjum nú svo, að Mr. Saffron, sem er vel til mín, treystir mér vel, og dvelur hér með mér einum, auk þjónustufólksins, og er þannig — eins og segja mætti — varnarlaus gegn áhrifum frá mér; setjum svo, að hann tæki þann ásetning, að gera erfðaskrá sína mér í hag; að skilja mér eftir alla peninga sína. Það mun vera allmikið fé, að eg hygg, eftir miðvikudaga-umstangi okkar að dæma. Setjum nú svo, að þetta kæmi fýrir, hvernig stæði eg þá í yðar huga, Dr. Arkroyd? En bíðið eilt augnablik. Setjum svo, að æíiferill minn hafi ekki verið mjög bjartur; að vitnisburð- ur ininn í hernum hafi verið aðeins svo og svo; að eg hafi með eftirtektarverðri ástundun helgað gainla manninum sjállan mig, sem eg hefi í raun og veru gert; að eg mætti, mjög sennilega, kallast æfintýramaður. Jæja, ef eg legði svo fram erfða- skrána, hvernig mundi eg þá líta út í heimsins augum og, ef til þess kæmi (hann ypti öxlum), fyrir dómstólunum?” Mary sat hljóð nokkur augnablik. Beaumaroy kraup á kné við eldinn til að skara að glæðunum og bæta á þær tveim kubbum. Hann kraup enn, starði í eldinn, og bætti við án þess að líta ujip: “Og hvað um læknisskiftin? Það var auðvitað gamli maðurinn, sem heimtaði þau, en eg get vcl hugsað mér, að naskur lögmaður notaði einnig það gegn mér. Haldið þér það ekki líka, Dr. Arkroyd?” “Eg vildi vissulega heldur, að þér hefðuð ekki orðið að breyta til!” svaraði Mary með á- herzlu. “Það hefði eg líka heldur viljað,” sagði Beau- maroy. “Eg er þó alls ekki að gefa í skyn, að Dr. Irechester sé inér á nokkurn hátt geðþekkari heldur en hann er hinum gamla vini mínum. Jæja, svona er þessu nú varið. Og þó eg, ef til vill, hafi engan rétt til að endurtaka spurning mína, þá gæti skoðun yðar á þessu máli verið mér mikils virði.” “Eg sé enga ástæðu til að halda, að gamli maðurinn ætti ekki að vera full-fær um að segja fyrir um erfðaskrá sína,” sagði Dr. Mary. “Og enga gilda ástæðu heldur til þess, að hann vildi ekki fremur arfleiða yður, heldur en einhverja fjarla'ga ættingja, sem honum geðjast ekkert að.” “Ó, já, enga gilda ástæðu, segið þér. Þér eigið við, að fólk myndi drótta því að mér eða kenna mér um—•” Mary Arkroyd hafði sínar takmarkanir — að því er við kom reynslu, þekking og skarpskygni. En hana vantaði ekki hugrekkið. “Eg hefi sagt yður embættislega skoðun mína. Hún er sú, að Mr. Saffron hefir, að því er eg fæ séð, fullkomið vald á hugsunum sinum, og er fær um að semja gilda erfðaskrá. Þér gerðuð mér þann heiður—” “Nei, nei!” greip Beaumaroy fram í, ifieð ein- kennilega ákveðnum en lágum tón, “mín var þægðin og heiðurinn—” , “Jæja.eins og yður þóknast. Þér báðuð mig um skoðun mína, sem vinar, á áfstöðu yðar, og sem læknis, að því er Mr. Saffron snertir.” Beaumaroy kraup enn við arinn, en leit nú til hennar; við glampann af skíðlogandi eldinum, sýndust augu hans einkennilega tindrandi, eða eins og að í þeim blossaði bjartur eldur. “Að minni hyggju, Mr. Baumaroy, vildi til- finninganæmur maður heldur, að slík erfðaskrá væri ekki gerð sér í vil,” sagði Mary einbeittlega. Beaumaroy virtist velta orðum hennar fyrir sér um hríð, áður en hann svaraði: “Eg er í nokkrum vafa um þetta atriði, Dr. Arkroyd,” sagði hann loks. “Annað hvort er gamli maður- inn með öllu ráði — compos mentis kallið þið það víst? — eða hann er það ekki. Sé hann það— “Eg skil yður. En svona hugsa eg um mál- ið,” svaraði Mary. “Þér munduð verða kölluð sem vitni mitt!” madti hann og brosti til hennar. “Eg hygg,” svaraði Mary, “að ótilhlýðileg á- hrif gæti átt sér stað, jafnvel þótt um enga hugar- veiklun væri að ræða hjá Mr. Saffron.” “Eg veit ekki hvort áhrif mín geta kallast ótilhlýðileg,” svaraði Beaumaroy. “En eg held, að eg sé eina manneskjan, sem nokkra umhyggju ber fyrir aumingja gamla manninum.” “Eg veit það vel, Mr. Beaumaroy! Afstaða yðar er mjög erfið. Það sé eg sannarlega! En, munduð þér helga yður sjálfum þessa peninga? Værið þér ekki — hvað ætti eg að segja — freinur eins og í stöðu trúnaðarmanns, að því er arfinn snertir?” sagði Mary. “Fyrir hverja? Hina ógeðfeldu ættingja! Hví skyldi það vera- svo?” svaraði Beaumaroy. “Þeir væru kannske í raun og veru allra bezta fólk. Gamlir menn láta stundum stjórnast af dutlungum, einum, eins og þér sögðuð áður. Og ættingjarnir hafa kannske stólað á—” , “Að smeygja sér í dauðs manns skó? Já, það þori eg að segja. En því mætti eg þá ekki stóla á slikt líka? Hví skyldi eg ekki vinna að eiginn hag gagnvart öðru fólki?” “Það er hugsjónin, sem þér eignuðust í stríð- inu! Þér hélduð því fram — að Fornasetri. Naylor kafteinn leit öðruvísi á.” “Setjum svo, að Naylor, hetjan, og eg gallaði gripurinn,” sagði Beaumaroy brosandi við Mary, er einnig brosti með gletnissvip að hinum skrítna og hálfbiturlega hreim í rödd hans, — “»ið við elskuðum báðir sömu stúlkuna, og að eg hefði góða von um hana, ætti eg þá að gefast upp?” “Við erum nú vissulega komin langt út frá samræðuefninu, Mr. Beaumaroy,” svaraði Mary. “ó, þér eruð almennur læknir, og berið skyn- bragð á alt milli himins og jarðar!” sagði Beaumaroy. “Gerið yður nú í hugarlund, að þér sjálfur væruð á báðum áttum milli hans og mín—” Mary hló hreinskilnislega, og svaraði: “En hvað þér eruð spaugsamur. Ef þér verðið að halda áfram sainræðunni, þá talið um málefnið ineð alvörugefni.” “En hví finst yður eg nú svo hlægilegur?” “Vegna þess, að væri eg í giftingarhug, sem alls ekki er, þá væri eg ekki eina mínútu á báðum áttum um yður og Naylor kaftein.” “Að þér mynduð óðar hallast að mér?” spurði Beaumaroy, og lýsti sér í auguin hans unggæðis- legt gletnisbros. Mary hló nú aftur, stóð upp af bríkurstóln- um og svaraði: “Að honum, segi eg, þótt það sé kannske ókurteislegt, Mr. Beaumaroy.” Þau stóðu þarna hvort frammi fyrir öðru nokkur augnablik. Það var í fyrsta sinn um margra ára skeið — Mary hafði á uppvaxtarárum sínum ekki að öllu verið laus við tilfinninganæmar stundir — sem hún roðnaði fyrir karlmanns augnaráði. Hún fann mjög átakanlega og með ergelsi til þessa og teygði úr sér eins og til að ná aftur sinni embættislegu afstöðu. “Mér finst ekki, að'þér hafið sýnt hina innistu ókurteisi, Dr. Arkroyd,” sagði Beaumaroy. Þetta var léttúðleg ósvífni, þó borin væri fram með þeirri lægni og lipurð, að ekki varði aðfinslu eða mótmæla. Án þess að svara þessu nokkru, nema með því að hrista ögn höfuðið og hlæja hálf-vandræðalega, gekk Mary fram að dyr- unum, milli borðsins og gamals eikarskáps, er stóð við vegginn. Á hyllunni voru diskar, hnífar og aðrir borðhaldsmunir dreifðir fremur ósnyrti- lega. Beaumaroy gekk á eftir henni með hendur í vösum og brosti einkar ánægjulega. Mary nam alt í einu staðar, sneri sér að íörunaut sínum og benti með fingri á hylluna. Beaumaroy kipti hægri hönd sinni með snatri úr vasanum og teygði hana í áttina að hyllunni, eins og til að grípa eitthvað, sem þar lægi. Svo dró hann höndina samstundis að sér aftur, og leit hvatskeytlega með hálfgerðri tortrygni til Mary. Þessi svipbrigði hans vörðu þó aðeins augnablik, og kæruleysisbrosið eitt sást á andlitinu. En handarhreyfingin og augnatillit hans hafði ekki farið fram hjá Mary, og í rödd hennar lýsti sér undrunarhreimur er hún sagði: “Það vildi bara svo til, að eg tók eftir sam- tengdum hnif og gaffli, sem þarna liggur, og eg var að undra mig á hver—” Hluturinn, sem hér um ræðir, lá innan um hálfa tylft eða svo af hnífapörum. Slikt áhald var Dr. Mary vel kunnugt um frá spítalaveru sinni, gaffall öðru inegin og hnífblað á hina hliðina; áhald, er búið var til handa þeim, sem aðeins gátu notað aðra hönd sína. “Þér hafið vissulega tekið eftir hönd minni,” ’ mælti Beuamaroy og dró hana upp úr vasanum, þar sem hann hafði í flýti stungið henni áður. “Eg notaði þetta í spítalanum, þegar eg var með umbúðirnar. En nú er langt síðan, og eg skil ekl^ert í því, hvers vegna Hooper lætur það liggja þarna.” Þessi skýring Beaumaroy var mjög sennileg og rödd hans og tillit laðandi sem áður. En Mary hafði tekið eftir hinni snöggu handsveiflu hans og hvatlegu augnaráði. Hún horfði á hann eitt augnablik með eins og spurningaraugum, og sem í fyrsta sinn báru vott um tortryggni. “Einmitt það,” sagði hún lágt, sneri sér við aftur og gekk fram að dyrunum. Beaumaroy gekk á eftir henni, með einkennilegt bros á vörum, og ypti einu sinni ögn annari öxlinni. Einhver þvingandi deyfð hafði náð haldi á Mary; hún hafði ekkert á móti því, að hann fylgdi henni út að bílnum og opnaði fyrir hana hurðina. Beaumaroy reyndi ekkert að tala meira við hana, ef til vill vegna návistar Hoopers flokksforingja, sem kom að með meðalið frá lyfsalanum, handa Mr. Saffron, rétt þegar Beaumaroy opnaði hús- dyrnar fyrir Mary. Hann færði sig ögn frá með hjólið, svo þau kæmist fram hjá honum, en ekki lengra en svo, að Ijósið úr ganginum kastaði birtu á hina ógeðslegu ásjónu hans. “Jæja, verið þér sælar, Dr. Arkroyd,” sagði Beaumaroy. “Við sjáum til hvernig hann verður á morgun, og sýnist mér það ráðlegra, bið eg yður að gera svo vel að lita inn aftur. Kærar þakkir fyrir koinuna.” “Góða nótt, Mr. Beaumaroy,” sagði Mary. Hún lagði svo af stað, og Beaumarqy gekk aftur upp að húsdyrunum. Mary leit einu sinni um öxl sér og sá hann standa við þær í ljósbirt- unni úr ganginuin, eins og þegar hún kom. En þarna hjá honum stóð nú líka hinn viðbjóðslegi Hooper flokksforingi. Beaumaroy fór aftur inn að eldinum í stof- unni. Hooper skildi hjólið eftir í ganginum, gekk einnig inn í stofuna og lagði meðalaflöskuna á borðið. Beaumaroy brosti til þjónsins og benti honum á hnífapars eininguna. “Er það þér eða mér að kenna, að þetta leiðinda áhald liggur þarna?” spurði hann. “Það er yður að kenna,” svaraði flokksfor- inginn dræmt og önuglega, að vanda. “Eg hreins- aði það og lét það þarna, til þess að þér lokuðuð það niður. eins og vanalega. Eg býst við að þér hafið gleyint því, herra.” Beaumaroy hristi höfuðið gletnislega út af eigin yfirsjón. “Svona var það, flokksforingi! Eg álpaðist burt og gleymiTi því. Og eg held, — hygg fremur, að Dr. Mary hafi þótt kynlegt að sjá þetta áhald, þó hún sem stendur hafi alls ekki getið sér til um þörfina á því hér!”

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.