Lögberg


Lögberg - 28.09.1939, Qupperneq 2

Lögberg - 28.09.1939, Qupperneq 2
2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 28. SEPTEMBER, 1939 Ljóðabréf til Veátur-Isleridings * t SÁRST VAR AÐ SITJA HEIMA Það var svo algengt hér áður að óttast hvert komandi vor, og sjálfgert, ef seint tæki fram úr að sálast úr skyrbjúg og hor. Þá fréttist til frænda og granna, sem fluzt höfðu vestur um haf. í landinu þar var það leikur að lifa veturinn af. í torfbæjum öreiga æska spann óskanna gullna þráð og orti sér æfintýri, sem aldrei var sagt né skráð. f bjarma frá blaktandi týru sást blómskrúðug framtíðarströnd. Með hendur á hlunni og orfi vann hugurinn ríki og lönd. Með bréfunum bárust fregnir um beitilönd við og frjó, um sumar, er sveik ei í trygðum, um sáðlönd og hávaxinn skóg. En klökkvi var stundum í kveðjum. Hver kannast ei við þann hreim. Sárt var að sitja heima, en sárara að komast ei heim. ♦ ♦ -f AUSTUR UM HAF Þú siglir úr Vesturvegi, að vitja þíns ættarlands, með forvitni ferðalangsins og feginleiki útlagans. Því fsland var ætíð þitt draumland, frá æsku í huga þér brent. Nú rís það úr draumahafsdjúpi.— en draumur og vaka er tvent. Af bökkum blikandi vatna, frá bylgjandi hveititeig og þykkvumörk þrekinna stofna bar þráin þig engilfleyg. Svo birtast þér brimsorfnar strendur og bygð, sem er hrjóstrug og strjál, og fjöllin, sem földuðu hvitu langt fram yfir sumarmál. Já, snivinn er Snæfellsjökull og snjóþungt um Grímsvötn enn. Til fardaga hjarnið hylur að hálfu land — og menn. En leynst getur annað undir þótt yfirborðið sé hrjúft, og bak við ísinn er ylur og eldur, sé grafið djúpt. Og vist er þvi valt að treysta, sem vonirnar hafa spáð, því reynst getur sjónarsviptir Það sárast og lengst var þráð. En sjá muntu torgleymdar sýnir er sól yfir héruð skín; og engan, sem fegurð unni, sveik íslenzk fjallasýn. -f -f -f VELKOMINN Svo komdu sæll, vestræni vinur, og velkominn hingað þú skalt. Þig viðmótið ætti að verma ef veðurfarið er svalt. Við heilsum þér flestir í hljóði frá hreysum í sveit og borg. Það er ekki íslenzkur siður að æpa í gleði né sorg. En nóg er samt skjalað og skrafað af skrumandi, háværri stétt, sem kveðst vilja leiðbeina lýðnum, og lærist hvað satt er og rétt; og til þess er Iýgin svo langorð, og lastmælgin gjallandi há, og ósvífnin hrakyrt og hraðmælsk, og hræsnin svo grátklökk að sjá. f svip þeirra, seintekna bóndans, hins sagnfáa verkamanns og sjómannsins svarakalda, býr saga og framtíð vors lands. Sá þöguli fjöldi er þjóðin.— þungstreym og vatnsmegn á; þótt hátt beri jakahrönglið hún hryður því út á sjá. SÓLSTÖÐUR Nú skulum við líta á landið í ljósflóði sólstöðudags. Hver æskir sér fegurri fjarða og fríðara bygðarlags? Er hvolfþak á snæfjallaháborg ei hrukku og blettalaust? í blámóðu blágrýtishöllin rís bursthá ogj veggjatraust. Það hillir upp útnes og eyjar sem æskunnar vonadraum; það kliðar í laufi og limi, það ljómar á tjarnir og straum; og særinn er fljótandi silfur, og svellið á tindunum gull.--- Öll sveitin í titrandi tíbrá af töfrum og dásemdum full. Því nú er sumar í sveitum og sólskin um dal og fjörð, og loftið er ylheitt og áfengt, af angan úr gróandi jörð. Þá rifjast upp sónarsagan, er sögðu oss skáldin fyr, um gullöld og glæsimensku og gæfu við hvers manns dyr. ♦ ♦ + ÖNNUR SAGA En ísland á annað gervi og annað viðmót en það, sem skín af skartbúnum hlíðum og skráð er á gróandi blað. Það á hafþök frá Horni til Gerpis, það á holfrera um nes og vík, það á frostgljáðan fannkyngjuskrúða, sem er fagur, en minnir á lík. Og svo eri, til önnur saga, sorgleg og endalaus, um öreigans vonlausu varnir i vök, sem að honum fraus; um lemstraðar listamannsgáfur, sem lyfta sér aldrei á flug; um skáld sem var tunguskorið. Hver skilur þess orðlausa hug? það er beiskt, það er sárt, það er blóðugt. Hver brosir, sem athugar það, hve allsleysi, sultur og seyra, gat sorfið þjóðinni að. Því hlær okkur hugur í brjósti er hyllum við landnemans þor, sem í uppreisn gegn arfgengu basli steig útlagans þungu spor. ♦ ♦ ♦ LANDNEMAR. Nú hvílir sá vestur hjá Vötnum, í vígðuin og friðuðum reit, sem austur í heimalandshögum við harðrétti barnsskónum sleit. Svo langt er frá vöggu að leiði hjá landnemans framgjörnu sveit. En skamt er úr ösku í eldinn, og óviss hver hamingjuleit. Mig Iangar — þótt velti á litlu hvar landnemar hvíla í fold— að færa þeim fífil og sóley, sem fæddustí í íslenzkri mold. Það grær yfir allar grafir, svo gleymist hver sefur þar. En lengi mun sjá fyrir leiðum landa! á Sandy Bar. -f ♦ -f DJÚPIR ERU ISLANDSÁLAR Sé talið að við höfum tapað,— að tekið sé þjóðinni blóð— því fimmtungur fáliðaðs kynstofns sé falinn með annari þjóð, þá ber þess að geta, sem græddist; það gaf okkar metnaði flug, að fylgjast með landnemans framsókn, að frétta um væringjans dug. Þeir sýndu það svart á hvítu, með sönnun, er stendur gild, að ætt vor stóð engum að baki í atgervi, drengskap og snild. Og kraftaskáld Klettafjalla þar kvað sín Hávamál, sem aldalangt munu óma í íslendinga sál. Og lengi mun lifa í þeim glæðum, sem landarnir fluttu um sæ; þeim íslenzku eðliskostum skal aldrei varpað á glæ. Þótt djúpir sé íslandsálar mun átthagaþránni stætt.— Það tekur trygðinni í skóvarp, sem tröllum er ekki vætt. -f -f -f KVEÐJUR Þú skilur hve annríkt þeir eiga, til innsveita djúpmiðum frá, sem jörðina yrkja og erja, við útsæinn baráttu há. Þar líturðu landher og flota, þótt liti ei vopn þeirra blóð. Sú breiðfylking ein er til bjargar, hún brauðfæðir íslenzka þjóð. Þeir róa, með borð fyrir báru, þeir binda og raka og slá, það blikar á árar á unnum, á engjunum glampar á ljá; slíkt kastljós er vinsemdarkveðja til komumanns handan um sjá. Þú ber hana léttfleygu ljóði til landa þar vestur frá. Örn Arnarson. , Fylg Svo varð þetta kvæði til, að í fyrrasumar, er samtímis bar að ferð Guttorms Guttorms- sonar, norður og austur um land til átthaga sinna, og ferð ríkisarfahjónanna norður til Akureyrar, lá örn Arnarson hættulega veikur á sjúkrahús- inu í Hafnarfirði. Vinur hans, Kjartan ólafsson, bæjarfull- trúi og öndvegishöldur Al- þýðuflokksins þar í firðinum, heimsótti hann þá, eitt sinn sem oftar, og lét orð falla á þá leið, að ólíku ötulli væru blöð- in að tína til jafnvel hið smá- vægilegasta í ferð ríkisarfa- hjónanna en að greina frá að- alatriðunum í ferð hins heim- boðna fulltrúa þjóðbræðra okkar vestanhafs. Skáldið svaraði þessu engu, en skömmu síðar sendi það Gutt- ormi kvæðið ritað upp við dogg þegar af bráði. örn Arnarson hefir ekki staðið á gatnamótum um dag- ana, enda var það af hendingu í sumar, að tilvera þessa imál kvæðis barst í ^amtal okkar Kjartans, um 1. Vestmanna- daginn hér heima, en Kjartan er manna skygnastur á skáld- skap og sjóðminnugur. F'anst mér svo til um það, sem hann hafði yfir úr kvæðinu, að eg gekk á fund Arnar Arnarson- ar, og kom þar máli okkar að hann tjáði mér að hann vildi fúslega tileinka birtingu kvæð- isins 1. Vestmannadegi á ís- landi, og leyfði þá einnig, að bón minni, að kvæðið yrði birt samtímis í báðum vestur-ís- lenzku blöðunum. Má það hver maður skilja, sem kvæð- ið les, hvilík aufúsa mér var í þessum erindislokum, en þó veit eg að Vestur-íslendingar skilja það að öllu gerst, og samfagna þeim, að hafa feng- ið í sinn hlut aðra eins ger- semi. Með þakklæti og alúðar kveðjum til ógleymanlegra vina minna og kunningja vestanhafs. Sigfús Halldórs frá Höfnum G&W OLD RYE WHISKY (Gamalt kornbrennivín) CANADA’S OLDEST DISTILLERY GOODERHAM & WORTS, LIMITED Stofnaett 1832 Elzta &fengrisg;er8 í C&nada Thi« advertisement. is not inserted by the Oovernment Llquor Control Com- misaion. The Commlsslon is not responsible for statements made as to quality of products advertised.

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.