Lögberg - 23.11.1939, Blaðsíða 4

Lögberg - 23.11.1939, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 23. NÓVEMBER, 1939 ------------lögberg----------------------- Gefið út hvern íimtudag af THK COIA'MBIA PRE6S, BIMITKD 805 Sargent Ave., Wlnnli>eg, Manltoba Utanáskrift ritstjórans: EDITOR LOGBERG, 695 Sargent Ave., Winnipeg, Man. Editor: EINAR P. JÓNSSON Verð $3.00 um árið — Borgist fyrirfram The “Lögberg” is printed and published by The Columbia Press, Limited, 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba PHONE 86 327 Riddararnir þrír Þrír mikilvirkir og mætir Vestur-íslendingar hafa ný- lega verið sæmdir riddarakrossi Fálkaorðunnar; eru það þeir Dr. Sigurður Júlíus Jóhannesson, séra Rúnólfur skóla- stjóri Marteinsson og rithöfundurinn Jóhann Magnús Bjarnason; allir eiga menn þessir hlý ítök í hjörtum sam- ferðamanna sinna vestan hafs, og allir eru þeir ennfremur þjóðkunnir á fslandi; þeir hafa sérstöðu hver um sig sakir margháttaðra afskifta af vestur.íslenzkum menningarmál- um; þeir hafa helgað íslenzkri tungu og islenzkum menn- ingarverðmætum starfsglaða krafta sína, og gengið frdm fyrir fylkingar; mn einn hinna nýju riddara, Dr. Sigurð. má það vissulega með sanni segja, að runnið hafi á hann berserksgangur annað veifið í baráttu mannfélagsmálanna, og hafi hann þá ósjaldan bitið í skjaldarrendur að fornum sið; vinnubrögð hans og átök í pólitískum vígaferlum og Bakkusar-bardögum sverja sig í víkingaætt, og stinga mjög í stúf við blíðstreym barnaljóð hans og hugræna svana- söngva; með töfralykli Ijóðfleygrar listar hefir Dr. Sigurður sungið inn í vitund æskunnar ást og virðingu fyrir vorri goðbornu tungu; á þeim vettvangi á hann engan jafningja nema ef vera kynni í vissum skilningi ^teingrím Arason. Viðurkenning sú, sem Dr. Sigurði nú hefir í skaut fallið fyrir skáldskap og fjölþætta mannúðarstarfsemi, var löngu makleg, að ógleymdri ritstjórn hans við Baldursbrá og önnur æskulýðsblöð.— Séra Rúnólfur Marteinsson er og fyrir löngu “drápunnar verður.” Hann hefir int af hendi mikilvægt fræðslu og siðmenningarstarf meðal fólks vors í þessari álfu, og jafnan staðið framarla í fylkingu í baráttunni fyrir viðhaldi tungu vorrar og sögulegra ættarminja; hefir barátta hans jafnan verið drengileg og laus viS öfgar; séra Rúnólfur ann hug- ástum íslenzkri tungu og hefir lagt við hana mikla rækt; fórnarlund hans i þeim skilningi speglast ekki hvað sízt í starfi hans við Laugardagsskóla Þjóðræknisfélagsins. Séra Rúnólfur á tvenns konar fræðsluafmæli í ár; frá því er hann fyrst hóf skólakenslu er nú liðin hálf öld, en fjörutíu ár síðan hann þáði prestsvígslu; hafa hvorttveggja störfin jafnan farið honum með prýði úr hendi, og skyldu- rækni verið efst á baugi. Séra Rúnólfur Marteinsson hefir haft með höndum skólastjórn við Jón Bjarnason Academy frá er sú stofnun hóf göngu sína, og mun ræktarsemi hans við skólann jafnan til fyrirmyndar talin.— Þriðji riddarinn, Jóhann Magnús Bjarnason, rithöf- undur og skáld, er fyrir margt löngu þjóðkunnur maður beggja megin hafsins. Á fslandi varð hann fvrst raunveru- lega kunnur af sagnabálki sínum “Brazilíufararnir”. Seinna komu “Sögur af Elgheiðum”; þó mun tæplegast verða um það deilt, að vegna hinna spámannlegu og meitluðu æfin- týra sinna hafi hann aflað sér mestra ástsælda meðal fs- lendinga; á því sviði verður hann á íslandi hliðstæður Andersen í Danmörku. Jóhann Magnús Bjarnason er and- legur aðalsmaður í íslenzkri ritment; hugs^pirnar tærar, nærðar við heiðríkju drenglundar og manntaks; slíkir menn eru íslandi þarfir og vinna andlegri þróun þjóðarinnar það gagn, er seint verður fullmetið. Islendingar í bœjaráljórn Kosningar til bæjarstjórnar í Winnipeg fara fram á föstudaginn kemur; tveir fslendingar eru í kjöri, þeir Mr. Paul Bardal, er átt hefir samfleytt sæti í bæjarstjórn síðast- liðin átta ár, og jafnframt því verið tvisvar skipaður vara- borgarstjóri; hinn inaðurinn er Mr. Victor B. Anderson, er einnig hefir setið í bæjarstjórn um hríð.— Mr. Bardal er hinn mesti áhrifamaður hvar sem hann gengur að verki; glöggskygn og úrræðagóður; hann er vafalaust áhrifamestur fulltrúi, sem í bæjarstjórn situr um þessar mundir, og vegna hagkvæmrar æfingar og reynslu í njeðferð bæjarmálefna, er hann langlíklegasta bæjarstjóra- efnið við bæjarstjórnarkosningarnar 1940. f bæjarmálefn- um gengur Mr. Bardal ekki undir neinu flokksmerki. Mr. Anderson hefir frá öndverðu fylgt verkamanna- flokknum að málum, og notið þar sem annarsstaðar vin- sælda og trausts; hann rækti störf sín í bæjarstjórn með stakri skyldurækni, og taldi ekki eftir sér nein þau mörgu spor, né þá mörgu aukasnúninga, er hagur kjósenda hans krafðist. Mr. Anderson stendur í flestu framar þeim flokksbræðrum sínum, er í bæjarstjórn sitja, og þessvegna ættu fslendingar að vinna að því kappsamlega, að tryggja honum kosningu.— Það er margt, sem af Skot- anum má læra; eitt af því er samheldni. Verið samtaka um það að greiða þeim Mr. Bardal og Mr. Anderson atkvæði á föstu- daginn, allir sem einn! Frá Campbell River, B.C. 15. nóv., 1939. Herra ritstjóri Lögbergs:— Hér hefir tíðin verið mjög votviðrasöm í seinni tíð, eins og oft á sér stað á þessum tíma ársins, og meiri storinar bæði á sjó og landi. í gær- dag var Faðir Neptune í svo illu skapi, og hafði alt á horn- urp) sér, og var svo mikið rok að ekkert skip sást hér á ferð- inni, var þetta það mesta rok og sjórót sem hefir komið hér í alt sumar. Það kaldasta, sem hér hefir kornið var 12. október, var þá snemma um morguninn aðeins vart við hélu á jörð. Við höfum samt séð hér snjó, en í langri fjar- lægð, á fjallatindunum á vest- urströnd meginlandsins, og eins á hæztu hnjúkum fjall- anna hér á eyjunni. Það kemur hrollur í okkur þegar við lesum , í blöðunum um snjóinn og kuldann fyrir aust- an fjöllin. Heilsufar manna er yfir- leitt gott, er það víst nokk- uð að þakka þessu milda lofts- lagi hér og hinu hressandi sjó- lofti. Hingað eru nýkomin frá Bredenbury, Sask., Mr. og Mrs. Eyjólfur Gunnarsson, og eru þau strax flutt í hús sem þau höfðu látið byggja á landar- eign sinni áður en þau komu. Líst þeim báðum vel á sig hér. Mr. Gunnarsson var við sjó á ættjörðinni, og kann hann því vel við sig hér við sjávarsíð- una. Mr. óskar K. Sigurdson, sem fór fyrir nokkru til Ár- horg, Man., til að sækja venzlafólk sitt er kominn til baka með það vestur á strönd- ina, og settist það að i New Westminster í vetur. Mr. óskar K. Sigurðson kom sjálf- ur hingað og er seztur að á íandareign sinni. Á hann von á föður sínum, Guttormi Sig- urðssyni hingað í haust til að sjá sig hér um. Nú er verið að uncfirbúa það að raflýsa hjá öllum sem það vilja, hér á ströndinni, og er verið að leggja leiðslur i húsin hjá öllum, sem þess æskja. Síðastliðinn sunnudag varð hér vart við jarðskjálfta, en aðeins fáir tóku eftir því. Sunnar á vesturströnd megin- landsins var iniklu meira vart við það og gjörði nokkurn skaða í Vancouver, og í Vancouver, og í Seattle er skaðinn metinn á miljón dollara, sem varð af þessum jarðskjálfta. Sjö sinnum hef- ir orðið vart við jarðskjálfta á þessuin slóðum. f þetta sinn var hann langmestur af þeim, sem sögur fara af. Nokkrir af löndunum hér hafa skotið hirti (deer) og höfum við hinir, sem erum ekki veiðimenn einnig notið ■M CANADIAN WINERIES LTD. Head Office: TORONTO 0 Bmnchosi NIAGARA FALLS — ST. CATHARINES — LACHINE, QUE. AGARA Gu\\óna" ELDRA—Ljúffengast vegna aldursins. STYRKARA—Þvl sem næst 28 9ó að styrkleika. HOLLARA—Vegna hreinleikans — búiS til úr ekta Niagara vln- þrúgum. Selt í öllum stjórnar-vínsölubúöum PORTVÍN og SHERRY This advertisement is not inserted by the Government Liquor Control Com- mission. The Commisslon is not responsible for statements made as to quality of producta advertised. góðs af því. Er þetta gott búsílag fyrir þá, sem hafa get- að notfært sér það. Sökum votviðranna sem hafa gengið undanfarið hefir talsvert flætt hér yfir víða, sumstaðar brýr l'lotið burt og vegir skemst, er verið að koma öllu í lag aftur, svo ekki er iíklegt að| það tefji lengi fyrir ferðafólki né flutningi. Það kom ekkert flóð hjá okkur löndunum. S. Guðmundson. Heimsókn að Gunnarshólma Fyrir nokkrum árum keypti skagfirskur bóndasonur, GunnL ar Sigurðsson, sem þá hafði um nokkurt skeið rekið verzl- un i Reykjavík, allmikla land- spildu meðfram Hólmsá að sunnan. Land þetta er nál. 15. km. frá Reykjavík og telst lil Seltjarnarneshrepps. Það takmarkast af Hólmsá að norðan, en á aðra vegu við það rennur lækur, svo að í raun réttri er þetta e. k. eyja. Kendi hinn nýi eigandi landið við sig og kallaði það Gunn- arshólma. Þegar Gunnar Sigurðsson keypti þetta land, var það rotið og grýtt hraunlendi með n o k k r u m valllendisflákum meðfram Hólmsá. Nú blasa þarna við ferðamönnum, sem um veginn fara, reisulegar byggingar: íbúðarhús, fjós, hlöður, svínahús, hesthús, hænsnahús, loðdýrabúr í tvennu lagi, geymsluhús og raf- stöð. En öll þessi mannvirki eru umvafin víðáttumiklu, eggsléttu graslendi og stórum matjurtagörðum. Þeir eru margir, sem árlega sjá mannvirkin í Gunnars- hólma í leiftursýn úr bílum, því að þjóðvegurinn austur yfir Fjall liggur um hólmann. Höfum vér engan þann mann fyrir hitt, er minst hafi á þetta landnám Gunnars Sig- urðssonar, án þess að hjá hon- um hafi kent aðdáunar á bjartsýni og dugnaði landnem- ans, því að mörgum mun hafa þótt næsta óárennilegt að brjóta þarna land til ræktun- ar. Samtíðin er þeirrar skoðun- ar, að sú trú á land vort, er lýsir sér í aukinni ræktun, sé eitthvert hið gleðilegasta fyr- irbrigði í nútíð. Og í hvert skifti, sem kaupstaðarbúi ger- ist ræktunarmaður í sveit, leggur hann sinn skerf til þess, að draga úr því gæfu- leysi, er íslendingum stafar af fólksflóttanum úr sveitum landsins, flóttanum frá frelsi, víðlendi og óþrjótandi við- fangsefnuin, til þröngbýlis og því miður oft atvinnuleysis og örbirgðar. Vér lítum svo á, að skylt sé að halda á lofti hverri þeirri athöfn, er miðar að því, að gera land vort byggilegra en áður og auka afrakstur þess. Þvi heimsótt- Greiðið atkvœði með lfictor B. Anderson sem bæjarfulltrúa fyrir 2. kjördeild í kosningunum næsta föstudag Merkið kjörseðil yðar þannig: Jlnderson, Uictor B. |

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.