Lögberg - 23.11.1939, Blaðsíða 5

Lögberg - 23.11.1939, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 23. NÓVEMBER, 1939 5 um vér á dögunum hjónin i Gunnarshólma, frú Margrétu Gunnarsdóttur og Gunnar Sig- urðsson, og báðum Gunnar í því sambandi að skýra Sain- tíðinni nokkuð frá tildrögum þessa landnáms og fram. kvæmdum sínum í Gunnars- hólma. Honum fórust þannig orð: -—Mig langaði til að reisa mér sumarbústað og ra'kta blett mér til gamans. Þetta hrjóstruga land varð fyrir valinu. Eg festi kaup á því árið 1927 og reisti íbúðarhús- ið hér árið eftir. Þá var miklu ^ódýrara að byggja en nú. Sementstunnan kostaði þá að- eins 9 krónur (nú kr. 14.50) og fetið í battingnum var ekki nema 11 aurar (nú 23 aurar). Saumur og annað byggingar- efni var þá að sama skapi ó- dýrara en það er nú. Eg sótti sandinn í steypuna upp á Sandskeið og greiddi 4 krónur í flutningskostnað fyrir hvern bilfarm af honum, en sandinn fékk eg ókeypis. —.Ætlaðirðu þér i fyrstu að reka hér kúabú eingöngu? —Kúa- og hæsnabú jöfnum höndum. Þá var stórkostlcg eggjaþurð hér á landi, svo að árið 1928 voru samkvæmt hag- skýrslum flutt inn 60,330 kg. af eggjunt fyrir 145,740 krón- ur. Hér var því ærið verk- efni. Þá var leyfilegt að selja mjólk héðan beint lil neytenda í Reykjavík, og verðið var 36—40 aurar pr. lítra. Nú fæ eg þetta 25—27 aura fyrir hvern mjólkurlítra hjá Mjólk- ursamsölunni. Slíkt er mjög mikill verðmunur, eins og allir hljóta að sjá, og hefði mig órað fyrir því, að mjólkur- salan mundi komast i núver- andi horf, hefði eg tvímæla- laust farið hægara í sakirnar með ræktun og kúabúskap. Annars álít eg, að mjólkur- neysla landsmanna verði allra hluta vegna að aukast að miklum mun. En til þess, að slíkt megi ske, þarf að selja neytendum hana ódýrara en nú er gert. Hins vegar tel eg, að söluverð bænda þyrfti að hækka nokkuð, en sleppum því. —Hve stórt er búið hér? —Við höfum eins og stend- ur 30 nautgripi, enda er hey- fengur af ræktuðu landi orð- inn um 1100 hestar. Auk þess höfum við 75 ær, 6 brúk- unarhesta, fáein stóðhross og Winnipeg þarfnast góðrar bæjarstjórnar þar sem ó- flokksbundnir menn eiga sæti. ♦♦♦♦♦ KjóSIÐ Á FÖSTUDAGINN í Bæjarráð— PAUL BARDAL í Skólaráð— MRS. MARY JENKINS ADAM BECK “Vér álltum það ekki viðeigandi að frambjóðendur við bæjar- stjórnarkosningar leiti kosningar undir merkjum nokkurs stjórn- mfllaflokks, sem , á Itök utan bæjarins. í þefesu sambandi er átt við Liberala, Conservativa, New Democracy og Óháða verka- mannaflokkinn. En allra sízt viljum. við pá frambjóðendur, sem eru þrœibundnir á klafa Kommúnismans.’' — Free Press Editorial, 17. nóvember, 1939. GREIÐIÐ ATKVÆÐI SNEMMA Civic Election Committee 218 CITRRY BIjDG. 97 932 - 97 934 um 1000 hænsni. —-Eru refa- og minkabúin hér ný? —Eg byrjaði refarækt með silfurrefi árið 1931. Þá keypti eg tvær kynbótalæður frá Noregi og auk þess fjögur dýr frá Emil Rokstad á Bjarma- landi. Nú eru hér milli 40 og 50 undaneldisdýr, og blómgast þessi búskapur prýðilega. Þá hefi eg nýlega komið hér upp minkabúi i smáum stíl. Hvert er álit þitt á loð- dýrarækt hér á landi? —Það hefir nú verið ærið inisjafnlega fyrir henni spáð. en eg er þeirrar skoðunar, að loðdýr ættu að vera hér ekki einungis í hverjum kaupstað og sjóþorpi, heldur einnig á hverju einasta sveitaheimili. Bændur ættu að hefja loðdýra- rækt i smáum stíl á hverjum bæ, því að þar tilfellst svo mikið af alls konar ágætis refafóðri, svo sem mjólk, kjöti, eggjum og grænmeti. Fiskimjöl þyrftu menn að kaupa að þar, sem ekki næst i nýjan fisk. Eg vil heldur eiga eina góða reflæðu en beztu kúna hér í fjósinu, segir Gunn. ar og leggur áherzlu á orðin. —Refaskinn eru útflutnings- vara, sem gætu skapað fslend- ingum erlendan gjaldeyri, svo að mörgum miljónum króna skiftir. Þegar menn eru komnir á lagið með loðdýra- ræktina, á æxlun dýranna að vera örugg. —Stendur þér nokkur stugg- ur af minkum? —Síður en svo! Eg tel það handvömm eina, að minkar skuli hafa sloppið úr búrum. Öruggar minkagirðingar eru tiltölulega ódýrar. Fjölgun hjá minkum er mikil. Eg hefi fengið 4—6 minkaunga undan hverri læðu til jafnaðar, og 30—40 kr. fyrir hvert skinn. Tvær læður og karldýr hafa gefið af sér 8—12 unga, og föður handa þessum dýrum nemur um 100 kr. á ári, ef fiskæti handa þeiin er keypt við sanngjörnu verði. Það er þvi bersýnilegt, að minkar gefa góðan arð, ef alt er með feldu. — Hvert er álit þitt á ís- lenzkum landbúaði? Telur þú ekki, að æskan ætti að leita sér verkefna í sveitum lands-1 ins í ríkara mæli en hún gerir nú? —Eg hefi bjargfasta trú á íslenzkum landbúnaði, sé hann rekinn í smáum stíl. Mér finst mikið djúp staðfest milli þess, að búa í sveit og að fá að ráða sér sjálfur, og hins, að lifa á vinnusnöpum á eyr- inni við sjóinn, vera þar oft atvinnulaus eða i einhverri svonefndri atvinnubótavinnu öðru hverju. Eg álít, segir Gunnar Sig- urðsson að lokum, — að æsk- an eigi að nema sveitirnar á ný og brjóta þar land til rækt- unar. Landið okkar hefir svo undurmargt að bjóða áhuga sömu fólki. Fólksstraumur- inn úr sveitunum er hörmu- legt böl, sem stemma verður stigu f’yrir, ef hér á ekki alt að fara í kalda kol. Og hver ætti fremur að berjast gegn eyð- ingu sveitanna en æskan, sem á að erfa landið? Eg álft, að hér beri að taka upp þegn- skylduvinnu, þar sem æsku- fólk læri að vinna gagnleg störf i þágu alþjóðar, læri að hera lotningu fyrir hvers kon- ar hollri og sjálfsagðri vinnu og fái ímugust á iðjuleysi og vingulshætti. Það er hæði skemtilegt og lærdómsríkt, að skoða hinn myndarlega búskap í Gunnars- hólma og hlíta í því efni leið- sögu þeirra hjóna, sem eru samvalin um ráðdeild og dugnað. — Mér þótti vænt um, þegar hlessuð rafmagnsljósin lýstu okkur hér í fyrsta sinn árið 1933, sagði frú Margrét, þegar við vorum að skoða rafveituna við Hólmsá, skamt frá hænum. Vegna jafnlendis hefir orðið að skapa vatninu halla með hárri stíflu í ánni. Túnið í Gunnarshólma er orðið um 50 dagsláttur að stærð. Við ræktun ]iess hafa komið upp nvörg þúsund vagn- hlöss af grjóti. Hefir nokkru af því verið ekið í veginn, dá- lítið hefir verið notað til húsa. gerðar, en mikið af grjótinu hefir verið notað til lagfæring- ar á árbakkanum, til varnar RMHERST -r<E.A«w* 25 oz. $2.ou oz. $4.40 "BV “ 25 oz. oz. $3.55 i — j----'ovprl liv fVip amherstbi not published or displa . K . • I nart M I KAUPIÐ AVALT LUMBER hj& THE EMPIRE SASH & DOOR CO. LID. HENRY AVENUE and ARGYLE STREET Winnipeg, Man. - Phone 95 551 landbroti. Heyfengsins af hinu mikla túni er áður getið en úr görðunum fást nú um 100 tunnur af gulrófum, til skepnufóðurs, en auk þess nokkuð af kartöflum og ýmis konar grænmeti. Á þessu stórbúi starfa að vetrarlagi sex karlmenn og ein stúlka, en tólf manns á sumr- in, auk þeirra hjóna og barna þeirra. Það, sem oss virðist einkum einkenna búskapinn i Gunnarshólina, er hin ákveðna verkaskifting, sem þar ríkir að sjálfsögðu, og myndarbrag- ur í öllum greinum. Hér hef- ir bersýnilega ekkert verið til sparað, hvorki fé né fyrirhöfn. Búskapurinn minnir mjög á erlent stórbú. En þeir, sem. muna gretta hraunflákann, sem var fvrir nokkrum árum þar, sem nú er iðjagrænn og eggsléttur töðuvöllur, hugsa ef til vill sumir hverjir eins og vér, að landnáinsmaðurinn í Gunnarshólma hafi fyrst og fremst valið sér þetta land til þess að geta sýnt og sannað yngri kynslóðinni, hvers trú- in á mátt hinnar íslenzku moldar er megnug. —Samtíðin. British Columbia flpple Growers

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.