Lögberg - 07.12.1939, Blaðsíða 6

Lögberg - 07.12.1939, Blaðsíða 6
fi LÖGBERG, FIMTUDAGINN 7. DESEMBER, 1939 Leyndarmálið í turninum Eftir ANTHONY HOPE BiiiuiiiiuuuiiiuiuiiiiiiiiiuitiiiiiiiiuiniuuiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiHiiiiiiiiiiiiiiinii)itiiiiiiiiniiiiíiiiiiiifiiiiiiiiiniiiuiiiiiiiiuiiiimuttUiiHi.'Hii;iiiiMÍ Hann fikraði sig áfram í myrkrinu út að glugganum, «g hélt pokanum með hægri hend- inni á öxl sér, en þreifaði fyrir sér með hinni vinstri, fram eftir pallsbrúninni, eins langt og hægt var frá hásætinu og hénginu, sem umhverfis það hékk. Þegar hann komst að glugganum, lagði hann með fegins-andvarpi byrði sina í gluggakistuna eitt augnablik. Og þar sem hann sá að erfitt myndi verða að komast með pokann í fanginu niður úr glugganum, þá teygði hann sig með hendina á pokanum eins langt niður og hann náði og lét hann svo falla hávaðalaust niður á grassvörðinn neðan við gluggann, sneri sér við i sömu svipan og sagði við Mike í lágum rómi: “Algerð kyrð. Flýttu þér!” • “Eitt augnablik!” ‘svaraði Mike um leið og hann fór að þreiía fyrir sér i áttina að gluggan- um. En hann var ekki eins varkár og félagi hans hafði verið. Á leiðinni rak hann annan fótinn i háa skemilinn, og Neddy, sem heyrt hafði til hans, hallaði sér inn í klefann frá gluggakist- unni þar sem hann sat, og spurði í höstum og óttaslegnum tón: “Hver fjandinn er þetta?” Beaumaroy gat nú ekki slept tækifærinu, sem þarna barst honum, þar sem hann kraup á gras- inu hægra megin niður undan glugganum. Og meðan Neddy sneri andlitinu inn í klefann til að tala við Mike, greip Beaumaroy pokann, tók hann upp gætilega með háðum höndum — fann að hann væri eins þungur og hann gæti ráðið við — og var á svipstundu kominn fyrir húshornið með hann í fanginu. Bak við húsið var ofurlítill garðsblettur, þar sem Mrs. Wiles hafði sáð til ýmsra garðávaxla til heiinilisþarfa. Bletturinn hafði verið unninn úr opnu heiðarlandinu og var ekki umgirtur. Beaumaroy komst að húsabaki í þennan garðs- blett, sem var rétt utan við eldhúsdyrnar. F'ast þar við dyrnar stóð þarflegur hlutur; þar var regnvatns-ílát, eitthvað þrjú og hálft fet á dýpt og því nær barmafult. Með nýju og auknu átaki lyfti Beaumaroy pokanum upp á bringu sér og lét hann svo síga hægt niður í vatnsálítið; og til þess að ekkert skvamp heyrðist, slepti hann ekki pokanum fyr en við botn nain, en þá voru hand- leggir hans orðnir votir upp að olnboga. Svo læddist hann fram fyrir húsið aftur, kraup á kné fast upp við vegginn til vinstri handar við glugg- ann og beið þess er verða vildi. Þaðan sem hann nú var gat hann séð fram að garðshliðinu við veginn og var ekki meira en tólf fet frá framdvr- unum til vinstri handar við sig. Meðan hann kraup þarna, gat hann ekki varist því að brosa ánægjulega yfir því hve honum hefði tekist vel að le'ka á þjófana í turninum. Og svo sneri hann sér að því nauðsynjaverki, að kreista vatnið úr ermum sínum. En í sjálfsánægjunni hafði hann verið ögn á undan tímanum, og athöfn hans stuðst við skakka niðurstöðu. Hann hafði aðeins heyrt síðasta ótta-hvískur Neddys, en ekki hvíslingsskrafið áður við Mike; hann hélt að maðurinn í gluggakist- unni hefði sjálfur rekið sig í eitthvað og svo ósjálfrátt hvískrað orðin: “Hver fjandinn er þetta.” Hann hélt að pokinn hefði verið látinn út um gluggann í bráðabirgðar varðveislu flokks- foringjans, sem sjálfsagt væri að búast við þessu og sem, hefði hann eyrun opin, hlyti að heyra hinn lága dynk er pokinn félli á grassvörðinn Ef til vildi væri maðurinn í turninum að ná sér í annan feng úr herfanginu; þótt pokinn væri þungur, innihéldi hann ekki alt það, sem hann vissi að væri í gröf Duggles kafteins. En hvað sem þvi leið, þá hlyti maðurinn að klifrast bráð- lega út um gluggann; og þá myndi hann ekki finna pokann. Hvað myndi hann þá gera? Hann gæfi merki eða kallaði til flokksforingjans; eða, ef þeir hefði fyrirfram komið sér saman um stað til að mætast á, hypjaði hann sig þangað, í þeirri von að hitta samverkamanninn. En, nú myndi hann auðvitað hvorki fá svar frá honum né hitta hann. Og ólík- legasti staðurinn, sem hann gæti búist við að hitta hann í, þótt hann að sjálfsögðu leitaði hans — og allra ólíklegasti staðurinn — var ein- mitt sá, þar sem flokksforinginn nú væri, hiísið sjálft. Ef hann í leitinni að Hooper rækist svo á Beaumaroy, þá ætti þar mðaur við mann, sem Beaumaroy á hinn bóginn hafði ekkert á móti. En í raun og veru voru þarna í turninum tveir menn — annar þeirra stóri Neddy; og hlut- verkið, sem Beaumaroy hugði að flokksforingj- anum hefði verið falið að framkvæma, hafði hann aldrei fengið í hendur; vörðurinn við dyrn- ar og að hafa auga á heiðarveginum var hans eina ætlunarverk. Þegar þeir ræki sig á það, að pokinn væri horfinn og flokksforinginn líka, gæti þeim vel dottið í hug að Hooper hefði brugðist þeim; að hann hefðii farið burt af eigin hvöt, eða að hann hefði á seinustu mínútu, vegna ótta eða í eigin hagsmuna skyni, skift um afstöðu og gengið í lið með húsverðinum. Þó hann hefði nú hlaupið burtu með poksinn, þá gæti hann ekki verið kominn langt. Fyndi þeir hann ekki myndi þeir snúa aftur heim að húsinu, því þeir vissi sig hafa í öllum höndum gagnvart fólkinu þar — heimvaerðinum. Beaumaroy var því þarna í meiri hættu staddur, en hann hafði hugmynd um — og hið sama var um Doktor Mary að segja inni í húsinu. Stóri Neddy rendi sér nú ofan úr gluggakist- unni, og beygði sig niður til að gripa upp pok- ann; hann þreifaði fyrir sér nokkur augnablik og á meðan kom Mike út um gluggann niður á grasflötina. Neddy hvæsti nú út úr sér duglegu blóstyrði. “Pokinn er horfinn, Mike!” hvislaði hann. “Horfinn? Þvættingur! Ilvað áttu eiginlega við, Neddy?” “Eg lét hann falla beint hérna niður. Hann er horfinn!” endurtók Neddy. “Flokksforinginn hefir hlotið að taka hann.” “Það er ekki hans ákvarðaða verk! Hvar er asninn?” Rödd Mikes lýsti þegar nokkru van- trausti; þjófarnir sjálfir treysta því sjaldan, að nokkrum meðal þeirra sé treystandi. “Bidd þú hérna. Eg ætla að fara yfir að dyrunum og sjá hvort hann er þar ekki enn.” Mike var rétt i þann veginn að framkvæma þessa fyrirætlan sína — sem mjög líklega yrði til þess að Beaumaroy heyrði hann nálgast, eða kall hans til flokksforingjans, hlypi á hann, til þess þó aðeins að verða á næsta augnabliki fyrir aðsókn annars mótstöðumanns, þar sem stóri Neddy var, og þannig lenda sjálfur í lífsháska — þegar suðan frá vélinni í hil Alecs kafteins heyrð- ist greinilega utan af veginum all-skamt frá. Á næsta augnabliki birtust ljósin frá bílnum öllum mönnunum, sem húmið huldi í litla garðinum framan við húsið. “Þei, þei! Bíddu meðan þetta fer fram hjá!” hvislaði Neddy. “Já, og far þú aftur fyrir húsið, svo þú sjá- ist ekki hér að framanverðu!” skipaði Mike og dró Neddy með sér kringum turnshornið, svo hans stóri skrokkur hyldist þar; svo kraup hann sjálfur inn við vegginn og gægðist gætilega fram fyrir hornið. Nú var komið heiðskírt loft, og við stjörnuljósið mátti greina menn og annað i nokk- urri fjarlægð. Beaumaroy sá einnig bílinn. Honum datt þegar í hug hver þetta myndi vera og hvers vegna hann væri nú þarna á ferð. En hann hreyfði sig ekkert; kærði sig ekkert um heim- sókn; hélt afstöðu sína betri en hún í raun og veru var, og vildi heldur eiga einsamall við úrslit þessa niáls. Færi bíllinn fram hjá, nú þá gott og vel. Aðeins ef hann stanzaði við hliðið yrði hann að fara til móts við gestinn. Og bilnum var ekið upp að hliðinu. Mike sá hann stanza þar. Vélin var stöðvuð, maður steig út úr vagninum og gekk fast upp að garðshliðinu. Þótt Mike hefði aldrei fyr séð manninn, átti hann af gægjum sínum engin vandræði með að geta sér til um hver hann væri, og mintist ýmis- legs, sem flokksforinginn hafði af honum sagt. Þetta var vissulega hinn ógurlegi Naylor kafteinn. f rökkurhúminu virtist hann eins og beljaki. fult eins hár eins og stóri Neddy sjálfur, og engu minni um herðar og brjóst. Vissulega öflugur styrkur varnarliði Turnhússins! Og hvað myndi nú flokksforniginn taka til bragðs, væri hann enn á verði sinum framan við dyrnar — með eða án hins horfna poka, sem mest var um vert? Mike sá annan stóran mann koma að hlið- inu — en hvaðan að, gat hann ekki ljóslega greint; það virtist naumast hafa verið frá húsdyr- unum, því þar birtist ekkert Ijós og enginn há- vaði, er gæfi til kynna að við hurðinni væri hreyft. En maðurinn kom úr nágrenni hússins, gekk hægt og letilega fram eftir steinlagða stígnum. Hann var með hendur í vösunum, — að því er Mike sýndist. Þetta hlaut að vera hússins vörður, vinur flokksforingjans, húsbóndi hans og vernd- ari, er hann nefndi “Boomery.” En hvað um flokksforingjann sjálfan? Hvar var hann? Hann gat naumast staðið enn á verði sínurn, því Beaumaroy og hann hefði þá hlotið að hittast, eða verða hvors annars var, og einhver viðurkenning farið á milli þeirra, vingjarnleg, eða þá hitt. Mike sneri sér við skyndilega og hvíslaði einhverju að Neddy, sem þá skreið svo langt áfram að hann gat teygt sinn kúlumyndaða haus fyrir turnhornið og séð samfundi húsvarð- arins og hins aðkomna og óvænta liðsmanns hans. Beaumaroy rólaði í hægðum sínum með hend- ur í vösum, eins og ekkert væri um að vera, fram að hliðinu. Hann opnaði það og kafteinninn kom inn í garðinn. Þeir heilsuðust með handabandi og stóðu þarna kyrrir, auðsjáanlega í viðræðum. Orðaskil bárust ekki til þeirra er hlustuðu við húshornði, en raddhljómurinn heyrðist, þótt mjög lágt væri talað. Beaumaroy benti einu sinni upp að húsinu; bæði Mike og Neddy tóku eftir hinni framréttu hönd hans. Var Beaumaroy að segja hinum aðkomna félaga sínuin frá einhverju, sem skeð hefði í húsinu? Væru þeir að koma sér saman um varnaðareglur — eða um áhlaupsað- ferð? Með hvarfi, eða kannske sviksemi flokks- foringjans, og vegna komu hins nýja styrks varn- arliðsins, fengu úrslit herferðarinnar nýjan svip i huga þeirra. Neddy gæti nú kannske glímt við stóra gestinn sem nokkurnveginn jafningi hans. En hvernig myndi Mike farnast í viðureigninni við Beaumaroy? Honum geðjaðist lítt að hugs- uninni um það. Og meðan þeir væri að berjast, sækir svo kannske hinn svikuli flokksforingi aftan að þeim! Eða þá — samkvæmt hinni tilgátunni — að hann laumaðist burt með 'þunga pokann!. Hvorugt þótti þeim viðunandi. “Hann hefir kannske farið með pokann út í bílinn — orðið hræddur og haldið að við mynd- um geta okkur þess til,” hvíslaði Neddy. Mike efaðist mjög um þetta, þó hann vildi gjarnan að svo væri. En hann tók samt vel þess- ari tilgátu og mælti: “Við mættum eins vel grenslast eftir um þetta; við getum svo komið hingað aftur ef — ef okkur sýnist. Þessi stóri drellir verður þá kannske farinn aftur.” “Það sem mig langar nú mest til að geta gert, er að snúa flokksforingjann úr hálsliðnum,” umlaði í Neddy. Hvíslinga sainræða félaganna hindraðist nú við það að húsdyrnar voru snögglega opnaðar og lokað samstundis aftur. Þetta réðu þeir bæði af ofurlitlu iskri frá hurðarhjörunum og af Ijós- glampa er snöggvast brá fyrir fram á stíginn. En þótt hurðin væri látin aftur, sást enn við getum því komist áleiðis að bifreiðinni.” Þeir læddust af stað mjög hljóðlega og gættu þess að hafa turninn á milli sín og hópsins á stígnum. Svo komust þeir l'ljótlega á auða blett- inn bak við húsið, út á hið opna heiðaland og héldu í áttina að hinum ákveðna stað við trjá- runnann þar sem bíllinn var falinn. Þeir fóru svo gætilega að þeir sluppu án þess að fólkið við hliðið yrði þeirra vart — nema svo að Beaumaroy hafi haft rétt fyrir sér er hann hugðist verða var við ofurlítið skrjáf í buskanum. Hann skeytti ]>ví engu, en ofurlítið bros birtist þó í svip hans. Þegar Doktor Mary kom til þeirra á stignum breyttisl bros Beaumaroys í- alvörusvip er lýsti undrandi eftirvænting hans um það, hvað hún segði við Alec kaftein. Það var svo margt, sem hún kynni að segja, eða — á hinn bóginn — látið ósagt. Hún talaði rólega, og sagði blátt áfram: “Þetta eruð þér, Alec kafteinn! Mér datt það i hug! Cynthia hefir líklega verið farin að undrast um inig? Það gengur ekkert að mér. Eg býst við að Mr. Beauinaroy hafi sagt yður, að aum- ingja Mr. Saffron sé dáinn?” “Já, eg gerði það,” sagði Beaumaroy. “Úr hjartabilun,” .bætti Mary við. “Alveg þjéningalaust, held eg — af algerlega eðlilegum orsökum, þótt sorglegt sé.” “Mér — mér þykir leitt að heyra um dauðs- fallið,” stamaði Alec kafteinn. Við hina daufu birtu kertisljóssins mátti sjá undrunarsvip í andliti Beaumaroys, er hann leit eins og spyrjandi í augu Doktor Mary.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.