Lögberg - 28.12.1939, Blaðsíða 6

Lögberg - 28.12.1939, Blaðsíða 6
6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 28. DESEMBER, 1939 IIIIII!lllll!llllllllllllll!llilllll!IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIH!l!l!llill!!ll|||||||||||||illllll|{||!ll!lllllllllllllllllll|||||||||||||||||||||||||||]II||||||||||||||||||||||||||ll||]g Leyndarmálið í turninum M Eftir ANTHONY HOPE “Ef eg skil yður rétt, þá hygg eg að yður þætti vænt um, að geta haldið launungamáli yðar leyndu. Þér hafið gaman af að leika á fólk. Það er mér kunnugt um, Mr. Beaumaroy.” Þau hrostu bæði, og Mary bætti svo við: “Þér þurfið að fá vottorð frá mér um dauðsfallið.” “Eg geri ráð fyrir því,” viðurkendi Beau- maroy. “Með svipuðu orðalagi eins og því er eg lýsti dauða-orsök Mr. Saffrons með fyrir Alec kafteini? Gæfi eg slíkt vottorð, þá væri ekkert vafasamt eftir — eða, ekkert sérkennilegt — nema þá — já, nema útlit turnsklefans og þeirra hluta, sem þar eru.” Hún horfði nú með föstu augnaráði í andlit Beaumaroys, og hann kinkaði kolli með brosi því til viðurkenningar, að hann skildi við hvað hún ætti. Það var nýr hreimur í rödd Doktor Mary; ekki aðeins vinsemisblær, sem þó var ábærilegur, heldur og snertur af hróðurs-kendum geðshrær- ingar-tón, eins og að einnig hún væri ekki yfir það hafin að gera sér gaman úr aðstöðu annars fólks. “En að segja 'það, og ekkert meira, færi nú fremur í þá átt að teygja lopann, en dylja aðal-þráðinn. Það gæti eg aðeins gert, ef þér létið mig finna að eg mætti fullkomlega treysta yður.” Beaumaroy gretti sig ögn og beið þess, að hún útskýrði þetta efni nákvæmar. “Siðferðishugsjónir yðar eru frábrugðnar þeim, er eg og annað fólk lætur stjórnast af. Mitt siðalögmál er það sama, sem alment er viður- kent.” “Hið sama sem í klaustrum gildir!” muldraði Beaumaroy. “í þessu efni Iátið þér stjórnast af alt öðru lögmáli. Þar ræður öllu yðar eigin réttlætis- hugsjón og sjálfsþótti. Þér viðurkennið ekki að- stöðurétt nokkurs fólks, sem yður geðjast ekki að, eða sem yður finst ekki verðskulda eða hafa unnið til slíks réttar. Um persónulegan rétt yðar dæmið þér ekki frá lagalegu sjónarmiði. Réttar- stöðu sigurvegarans nefnið þér það; þér skoðið yður frjálst að beita( þeirrar afstöðu gagnvart öll- um öðrum en vinum yðar eða í þeirra þágu — eins og aumingja Mr. Safffons. Eg held að þér gerðuð hið sama fyrir mig, ef eg bæði yður þess.” “Það gleður mig, Dr. Mary, að þér trúið því.” “En eg get ekki átt samstarf með yður á þeim grundvelli. Það er jafnvel torvelt að næra vinarþel á slíku — og hluttöku — eining vissulega óhugsanleg.” “Eg hefi aldrei stungið upp á því, að við skyldum vera í félagi um fjársjóðinn,” flýtti Beaumaroy sér að segja. “Nei. En eg er nú að leggja það til — eins og þér áður — að við ættum að tengjast félags- böndum — um þagmælsku, að því er Mr. Saffron og leyndarmál hans áhrærir.” Hún brosti nú aftur, og mælti enn fremur: “Eg veit, að þér getið ráðið fram úr þessu, ef þér viljið. Og eg hefi fullkomið — alveg ótakmarkað — traust á skarpskygni yðar og ráðkænsku.” , “En alls enga á hreinskilni minni eða ráð- vendni?” “Þér eigið yfir hreinskilni að ráða; en eg tel það ekki verulega heiðarlegt hreinlyndi.” “Þetta bendir alt i áttina til Radbolts-fólks- ins,” mælti Beaumaroy með viðbjóðshreim í rödd- inni. “Já, við það „skal kannast. Og mig langar til, eg þarf að fá hreint og klárt loforð yðar — eins og vini gefið — um það, að þessi fjársjóður — allir peningarnir —- fari til Radbolts-fólksins, sé þetta eign þess lögum samkvæmt. Þetta loforð vil eg fá í skiftum fyrir vottorðið.” “Þetta eru harðir skilmálar,” svaraði Beau- maroy. “Ekki finst mér það þó af því, að eg hirði svo mjög um peningana — enda þótt eg verði að segja, að samkvæmt mínum skilningi eigi eg all-ákveðinn rétt til að helga mér þá; og eg mætti jafnvel segja siðferðislegan rétt, ef ekki væri vegna virðingar fyrir skoðunum yðar, Dr. Mary. En hitt er aðal ástæðan, að mér þykir ilt að Radbolts-fólkið fái þá, eins og eg veit að gamla manninum hefði þótt.” “Eg hefi sagt yður mína — mína skilmála,” sagði Mary. Beaumaroy stóð frammi fyrir henni með hendur í vösum, og horfði niður til hennar með sérvizkulegum kesknissvip á grettu andlitinu. Mary hló góðlátlega. “Það er mögulegt, eins og þér vitið, að — að fylgja venjunni, án þess að sýnast gleiðgosi, þótt eg trúi því, að yður finnist að svo sé ekki.” “Og þar með um afdrif sekksins í vatns- kerinu? Sekksins míns, sem egj bjargaði?” “Já, einnig sekksins i vatnskerinu. Og jafn- framt hvers eins og einasta gullpeninganna!” Þótt Mary héldi enn uppi hinni siðferðislegu varnarstefnu sinni, þá lýsti sér nú fremur hrekk- vísi heldur en alvöruþungi í framsetning hennar og látbragði. “Jæja, eg skal gera það!” svaraði Beaumaroj', auðheyrt með mikilli hugarþvingan. “Eg skal gera þetta! En, gætið að, Dr. Mary, þér eigið eftir að iðrast þess, er þér neydduð mig til að gera þetta. ó, eg á ekki við að samvizkan ónáði yður út af því. Hún samþykkir þetta vafalaust, svo ákaflega vanabundin sem skoðunin á slíku er. En þér sjálf munuð iðrast þessa, eða eg hefi ranga hugmynd um Radboltana.” “Spurningin er ekki um Radbolts-fólkið,” sagði Mary þrályndislega og hló. “ó-jú, einmitt um þau, og að því mun koma, að yður skiljist að svo sé,” mælti Beaumaroy þrákelknislega og með áherzlu. Mary stóð á fætur, og mælti um leið: “Þá er útgert um þetta, og við þurfum ekki að láta Alec kaftein bíða lengur.” “Hvernig vitið þér, að eg ekki bregðist yður i þessu?” spurði hann. “Eg geri mér ekki grein fyrir því hvernig eg veit það,” svaraði Mary. “En þó veit eg það. Og mig langar til að segja yður —” Hún varð alt í einu vandræðaleg frammi íyrir hinu rannsakandi tilliti hans, en sagði þó einbeittlega: “Að láta yður vita hve glöð og ánægð eg er, að þetta skuli alt enda svona; að aumingja gamli maðurinn sé nú laus við hégiljur sínar og hræðslu; hafinn yfir bæði meðaumkvun okkar og dár.” “Já, og hann hefir til hvildar unnið, sé nokkru okkar hvíldin ætluð!” “Og nú getið þér einnig hvílst. Getið nú hlegið með okkur, en ekki að okkur. Er það nú ekki líka, þegar öllu er á botninn hvolft, eigin- legasti hláturinn?” Hún hrosti nú enn, þegar hún rétti honum hönd sina, og hann sá, að tár stóðu í augunum, er mild grátstuna braust upp frá brjósti hennar. “ó, Doktor Mary!” stundi hann upp með hrygðarraust og iðrunaranda. “Nei, nei — hvað þér eruð einfaldur,” mælti Marv og brosti bak við tárin. “Þetta er ekki van- sælunnar grátekki!” Hún þrýsti fast hönd hans eitt augnablik, gekk svo skyndilega burt frá hon- um, út úr dyrunum og kallaði um leið: “Fylgið mér ekki; nei, gerið það ekki, eg vil heldur fara ein niður á veginn til Alecs kafteins.” Þegar Beaumaroy var nú orðinn einn eftir í hinu þögla Turnhúsi, sat hann hugsandi stund- arkorn og reykti pípu sína. Svo sneri hann sér að því sem hann þurfti að gera — seinustu athafna sinna í turninum. Þar var mjög margt, er færa þurfti i lag; þessu hafði hann lokið, er liðið var að morgni. Þegar lýsti af degi var ekkert nema vatnið tómt í tunnunni, og í turninum voru engir munir sjáanlegir auk stólanna þriggja — útskorni stóllinn við eldstæðið og hinir tveir minni stólar á litla pallinum undir glugganum. Gamla og upp- iitaða, rauða teppið á gólfinu var eina tilraunin til prýðis í turnklefanum. Og í einu tilliti enn var turninn ólíkur því, sem hann áður hafði verið. Beaumaroy lét sér nægja að líma brúnt blað yfir rúðuopið, sem Mike hafði skorið glerið úr. Borð- in úr hleranum, sem áður hafði verið fyrir glugg- anum, lét hann inn í kolaklefann. Þarfna inni var átakanlega þörf á sólskini og svölu Iofti — og gamli herramaðurinn var þar nú ekki lengur lil að óttast dragsúginn. Eftir hádegið, þegar grafarinn kom inn í Turnhúsið, leit hann gegnum opnar dyrnar úr stofunni inn í turnklefann. “Eg keyri iðulega hér um í erindum starfa- míns,” inælti hann við Beaumaroy, “og eg hefi oft verið að hugsa um það, til hvers gamli herra- maðurinn notaði turninn.” “Við höfum stundum geymt ýmsa hluti þar inni,” inælti Beaumaroy. “En eins og þér sjáið, er nú ekki margt þar inni.” En hinn heiðvirði útfararstjóri sá ekki gegn- um gólfteppið né undir lokið á gröf Duggles kaf- teins. Gröfin var nú full — miklu meira í henni en nokkru sinni áður hafði verið, frá því er hún fyrst var gerð. Þar lá fjársjóðurinn, veldissprot- inn, og alt viðhafnar skraut hans horfnu hátignar. Því í hverju tilliti var nú Mr. Saffrons horfna hátign frábrugðin horfinni hátign annara kon- unga? XVII. KAPITULI Aðal syrgjendurnir. Hluttakan í útför Mr. Saffrons var lítil. Auk hinnar niðurbeygðu og auðmjúku Mrs. Wiles og Beaumaroys sjálfs, var þar, Doktor Mary, fremur til undrunar, einnig gamli Mr. Naylor, sem, eins og hún, hafði komið þangað fyrir brýna beiðni Mr. Beaumaroys, og svo var honum enn fremur boðið að koma eftir útförina til máltíðar, er Mr. Beaumaroy lét stofna til í Turnhúsinu fyrir aðal syrgjendurna. “Mér þykir sjálfsagt að sýna ná- búunum virðingu mína,” sagði Naylor gamli. “Og mér geðjaðist ávalt vel að yfirliti gamla manns- ins. En eg veit vissulega ekki hvers vegna eg ætti að taka þátt í máltíðinni. Hvað um það, Beaumaroy—” Mary gat ekki heldur skilið hvers vegna hann ætti að vera við máltíðina — né, á hinn bóginn, hvers vegna hún sjálf þyrfti að vera þar, en for- vitnin um aðal-syrgjendurna vakti henni þó frem. ur ánægju af að eiga von á að vera viðstödd mál- tíðina. Við fyrstu kynni virtust syrgjendurnir ekki mjög aðlaðandi. Mr. Radbolt var gildur og stutt- ur maður, með hreysikattarlegt andlit og slægð- arleg augu; út úr breiðu og búldulegu andliti konu hans störðu græn og grályndisleg augu; hún var hærri en eiginmaðurinn, vaxtarlagið í senn þrútið og klunnalegt; altaf meðan á útfarar- athöfninni stóð starði Beaumaroy látlaust á hjón- in, frá einu á annað til skiftis, þar sem þau sátu eða stóðu fyrir framan hann, og athugaði þau með auðsjáanlega undrandi eftirtekt. Gestum sínum í stofunni lét Beaumaroy í té örláta risnu, og hann sýndi Radbolts-hjónunum einkar virðulega athygli. Bóndinn viðurkendi þetta eins og hann hezt kunni — og hver getur betur gert? Konan var miður alúðleg; hún var þyrkingsleg, og leit á Beaumaroy fremur eins og þjón en sem vin hins látna frænda síns, og í viðmóti hennar lýsti sér greinilega vantraust til Beaumaroys. Eftir starandi undrunarsvip á and- litinu þegar Dr. Arkroyd var gerð henni kunnug. veitti hún Mary mjög litla eftirtekt; aðeins gagn- vart Mr. Naylor var hún luralega kurteis og jafn- vel fremur flaðursleg; það var augljóst að hann viðurkendi hún sem herramann. Hann sat við hlið hennar, og hún reyndi að smeygja sér inn í einkasamtal við hann, til þess að komast eftir því hvað hann vissi um dauða manninn og lifn_ aðarháttu hans. Spurningar hennar beindust iðu- legast að útgjöldum Mr. Saffrons. “Það var ekkert verulegt vinar-samband milli mín og Mr. Saffrons,” neyddist Naylor til að viðurkenna. “Eg hafði mjög lítið tækifæri til að athuga lifnaðarháttu hans, jafnvel þótt eg hefði fundið löngun hjá mér til þess.” “Eg geri ráð fyrir að Beaumaroy hafi verið kunnugt um athafnir hans,” gat hún sér til. “Hvað þvi viðvíkur þá verðið þér að spyrja Mr. Beaumaroy sjálfan um það.” “Að því er lögmennirnir segja þá virðist svo sem gainli maðurinn hafi verið að losa sig við peninga sína á einhvern hátt eða til einhvers manns,” nöldraði hún ákveðið í lágum hljóðum. Mr. Naylor til mestu fróunar truflaði Mr. Beaumaroy nú þessa samræðu með því að segja glaðlega: “Jæja, hvernig lízt yður, Mrs. Radbolt, á þennan litla bústað? Það er ekki svo léleg kytra, l'inst yður það ekki? Finst yður það ekki j lika, Doktor Arkroyd?” Meðan á samkvæminu stóð gætti Beaumaroy þess vandlega, að nefna } Mary aðeins sem Dr. Arkroyd. Og maður hefði | vel getað haldið að þau væri þvinær ókunnug hvort öðru. “Jú, mér geðjast vel að öllu hér,” sagði Mary. “Turinn gefur húsinu svip og gerir það sérkenni- legt.” Þetta var nú að vísu ekki hennar einlæga skoðun; en hún var að lyfta undir með Beauma- roy, sem hún var viss um að hefði af ásettu ráði stefnt umræðunum í nýja átt.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.