Lögberg - 11.01.1940, Side 2

Lögberg - 11.01.1940, Side 2
0 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 11. JANÚAR, 1940 F ornleif agröf turinn í Þjórsárdal Fátt af þvi, sein unnið hefir verið hér á landi í seinni tíð, hefir vakið meiri eftirtekt en fornleifagröfturinn í Þjórsárdal, ekki einungis hér í Reykjavík, heldur líka út um land og í ná- grannalöndunum sem lögðu fé og vísindámenn til þssara rann- sókna. Það má nú kannske telja, að það sé að bera í bakkafullan læk, að skrifa uin þessaar rann- sóknir frá leikmanns sjónarmiði, því hlöðin hafa oft minst á þær, og enda sum sent þangað frétta- ritara sína. En eins og eðlilegt er, hafa þessar frásagnir hvorki verið lausar við inissagnir, né getað gefið heildaryfirlit yfir alt, sem unnið var, þar sem fréttaritararnir stóðu við aðeins stuttan tíma og komu á staðinn löngu áður en greftrinum var lokið. Hér verður nú leitast við að segja frá þessum rannsóknum, tildrögum þeirra og því, sem fundist hefir af húsaleifum og munum, og er aðstaða mín til þess sæinileg að því leyti, að eg vann við þessar rannsóknir allan tímann, sem þær stóðu yfir. Tildrög þessara rannsókna voru þau, að samkomulag varð milli fjögra Norðurlandaþjóð- anna um að grafa upp fornar rústir á íslandi. Voru það Dan. ir, Svíar, Finnar og íslendingar, sem löguð fram fé og vísinda- menn til rannsóknanna. Þegar um það var rætt, hvar hefjá skyldi gröftinn, lagði próf. Matthías Þórðarson til að það yrði í Þjórsárdal, því þar eru svo margar bæjarrústir nálægt hvor annari, að verkefni virtist ærið nóg. Þó munu nú nokkrar rústir þar svo örfoka, að lítið er á þeiin að græða. Saga bygðarinnar í Þjórsárdal er hulin mikilli þoku, svo að það er sáralítið, sem menn vita um hana nema það sem lesa má úr bæjarústunum ,og örnefni benda til. Um bæjarústirnar í Þjórsárdal hefir einna greinilegast verið ritað í Árbók Fornleifafélagsins 1885, af fræðimanninum alkunna Brynjólfi Jónssyni frá Minna- Núpi. Nefnir hann þar yfir 20 bæi, en heldur er talið ólíklegt, að þeir hafi allir verið í bygð. i einu. Þegar vinnan var hafin, fékk hver vísindamaður 4—5 verka- menn til vinnu. Skal nú sagt frá hverjum rústum fyrir sig og árangrinum af greftrinum, eftir því sem föng eru á. Danski vísindamaðurinn Rous- sel arkitekt og aðstoðarmaður hans, Kristján Eldjárn Þórarins- son, ungur stúdent, sem stundar fornfræðinám við Hafnarhá- skóla, hófu rannsóknir sínar í svonefndu Sknllakoti, skamt frá bænum á Ásólfsstöðum. í jarðabók Árna Magnússonar, II. bindi, bls. 216, segir um Skallakot: “Skallakot heita girðingar hér skamt frá heimatúni (á Ásólfs- stöðum), sem menn ætla að fornu hafi hjáleiga ve:rið af heimajörðinni, en ekki bygt í manna minni. Veit því enginn hverjir kostir voru eða hvað fóðrast kunni og ekki má hér aftur byggja fyrir heyskapar- og torfleysi.” Af þessu sézt, að Skallakot hefir löngu verið komið í eyði um 1700. Þé sjást þar greini- lega rústir smáhýsa nokkurra, sem lítið eitt var grafið í. En vestan við þessar tættur voru aðrar stærri, og var grafið í þær. Var þar komið niður á langhús mikið, sem talið er að sé frá landnámsöld, og er það álit próf. Matthíasar Þórðarson- ar, að þar hafi fyrst verið bygð- ur bærinn Ásólfsstaðir. Skáli þessi er 5x30 metrar og eld- Eftir Iiergstein Kristjánsson. stæði í miðju gólfi, og auk þess merki eftir seið í einum eða tveimur stöðum i gólfinu í vest- urenda skálans. Tvennar dyr hafa verið á skálanum, á suður- vegg, og hafa þær verið hellu- lagðar, og sömuleiðis dálítill blettur af gólfinu, við vestri dyrnar, innan við þær. Til vinstri, þegar inn er gengið, er dálítil steinþró í gólfinu; hefir hún verið höggin í stein, en ann- ar gaflinn brotnað úr og verið hlaðið eipp í skarðið. Eftir endilöngu gólfi skálans eru tví- settar raðir af holum eftir stoðir, sem þak skálans hefir hvílt á. Norður úr skálanuin eru líkur fyrir að staðið hafi tvö bakhús, en takmörk veggja eru óglögg og verður hér ekkert fullyrt um stærð þeirra eða lögun. f öðru þeirra fanst mikið af mýrar. rauða, sem fornmenn notuðu til járnvinslu, en í hinu fanst hálf- ur efri steinn af kvörn og gefur þetta hvorttveggja nokkra bend- ingu um það, til hvers hús þessi hafi verið notuð.— Stórólfshlíð heita tættur inn í skóginum skamt frá Ásólfsstöð- um. Þar hóf rannsóknir finski vísindamaðurinn J. Vainamaa, mag. fil. Voru tættur þessar nokkuð glöggar og erfitt að átta sig á húsaskipun, en allmiklar byggingar hafa verið þarna. Þó kom þarna í ljós langhús eða skáli, með eldstæði í miðju gólfi, en illa sézt til útveggja, og er því erfitt að átta sig á stærð hans, en þó mun láta nærri að hann hafi verið 314x15 m. Dyr hans hafa verið á suðurvegg og innan við þær var steinskál eða “mortel,” nálægt fet að þvermáli. í Áslákstungu fremri gróf sænski vísindamaðurinn A. Möller jarðfræðingur. Þar fund- ust mjög greinilega leifar bæjar- húsa, skáli um 10 m. langur, en breiddin er óglögg, því veggir eru fallnir og örfoka. Vestast úr skálanum er gengið inn í bak- hús, sem er norðan við skálann. Það virðist hafa verið biír, og er stærð þess 2x5 m. Inst i gólfi þess er stór hola kringlótt, og eru líkur til að þar hafi stað- ið sár. Vestur úr skálanum liggja aðrar dyr inn í hús, sem líkur benda til að verið hafi eldhús Stærð þess er 3x6 m. f því voru hlóðir fullar af ösku, og skamt frá hola i gólfinu, líka full af svarðarösku. Er það talin verið hafa felhola, og benda til að eldurinn hafi verið falinn í torfi. Hliðarnar hafa verið mjög ó- fullkomnar, engin öskustó, eins og nú tiðkast, heldur aðeins 3 steinar kringum eldinn og hella undir honum, og hefir þvi orðið að skara öskuna fram á gólfið. Kringum hlóðirnar í húsi þessu stóðu fjórir stuðlabergssteinar, sem líkur benda til að notaðir hafi verið sem stólar. Á Snjáleifarstöðum var fyrst að verki sænski vísindamaðurinn M. Stenberger dósent. Var þar mjög erfitt að átta sig á húsa- lagi, því komið var þar niður á mörg smáhýsi og göng, sem bygt hafði verið hvað ofan á annað. En þegar grafið var niður úr gólfum þeirra var komið niður á gólf þakið viðarkolum, og langeldastæði. Þar fanst og perla, sem talin er vera frá land- námsöld. En þegar þetta upp- Iýstist hafði Senberger ráðið og dagsett ferð sína i Borgarfjörð, til fornminjarannsókna þar. En áður en lokið var greftr- inum, kom A. Nielsen og gróf þessar tættur út. Er litið svo á, að þarna hafi staðið skáli Þor- björns laxakarls, sem nam Þjórsárdal allan og Gnúpverja- hrepp ofan Kálfár og bjó í Haga (sbr. Landnámu bls. 219). Skáli þessi hefir verið allstór, nál. 4x47 m. Holur eftir stoðir fundust í gólfi hans, en ekki vel reglulegar. Veggir hafa verið bygðir úr torfi og dyr til suðurs. Yfir alt gólfið lá þykt lag af við- arkolaösku, svo helzt er útlit fyrir að skálinn hafi brunnið. Við suðurhlið, út við vegginn, var líka allmikið af brunnu heyi, og við austurgaflinn lá brunninn raftur, um 6 fet á lengd. Nokkuð fanst þarna af beinaleifum, en alt mjög * fúið, svo aðeins hin gildari bein héldu sér. Járnleifar sáust nokkrar, en voru algjörlega orðnar að dufti. Jarðvegur er þarna nokk- uð leirkendur, og mun það hafa flýtt fyrir rotnuninni. Skeljastaðir var kirkju og leg- staður þeirra Þjórsdæla. Þar stóð fyrir rannsóknum próf. Matthías. Þórðarson. Var fyrst grafinn út kirkjugarðurinn og fundust þar nálægt 50 beina- grindur, furðu lítið fúnar, og merki sáust um að jarðað hafi verið í kistum. Voru heinin tekin upp og flutt til Reykjavik- ur, til mannfræðirannsókna. Ekki fanst kirkjutóttin, og er þess getið til, að þar hafi verið timburkirkja. f Skeljastöðum var nokkuð erfitt að átta sig á húsaskipun, því bygt hafði verið ofan á tætt- urnar. Þó komu þar í ljós mörg hús og í tveimur þeirra eldstæði. Ein tóttin með útidyrum er helzt að sjá á stærð og lögun að verið hafi fjárrétt, en inn af henni er þó minná hús og i því eldstæði. Á Stöng voru þeir Roussel og Kristján að verki. Bærinn Stöng hefir staðið syðst í Fossárdal hjá Sandi. Hann er sérstaklega kunnur fyrir það, að þar bjó Gaukur Trandilsson, einn af af- reksmönnum íslands á söguöld. Hann var sonarsonur Þorbjörns laxakarls. Það, sem vitað er um Gauk, hefir Guðni Jónsson mag. dregið saman í fróðlega ritgerð, sem prentuð er í Skírni 1931. Það vildi nú svo til, að á þess- um bæ fundust þær rústir, sem öllum öðrum taka fram í þvi, hvað húsaskipun er þar skýr, og bein og munir lítt fúið. Húsa- veggir stóðu þarna litt hrundir, sumstaðar axlarhúir grjótveggir. Framhlið bæjarhúsa hefir snúið til suðausturs og er þar inngang- ur í stóran skála (um 6x17 m.), og eru dyrnar mikið nær eystri gafli hans. Skálinn hefir verið reistur á tvisettum stoðum og set mjög breið meðfram báðum hliðarveggjum. — Inn af dyrun. um við dvr á afhýsi nokkru er steinþró nálægt 1x2 fet. Veggir skálans hafa verið hlaðnir úr grjóti að neðan, en torfi að ofan og eru þeir lítið eitt hrundir á köflum. Viða meðfram veggjum lágu stórar grjóthellur, og benda likur til að þær hafi verið reist- ar af veggnum upp á þakið. Á miðju gólfi var stórt eldstæði. Vestur úr þessum skála, sem eftir ýmsum líkum má telja víst að verið hafi svefnskáli, voru dyr inn í stofu allstóra, 8x4 m. Meðfram veggjum voru mjó set, sem notuð hafa verið fyrir sæti. Veggir stofunnar hafa að mestu leyti verið hlaðnir úr torfi, og eru þeir óhrundir. Eldstæði er á miðju gólfi stofunnar, en kljá- steinar o. fl., sem þar fanst, benda til að þar hafi verið setið við handavinnu. Innan við dyrn- ar á stofunni liggja aðrar dyr úr skálanum í annað minna afhýsi, sem auðsjáanlega hefir verið búr. Stærð þess er 9x214 m. Hafa hliðarveggir. þess verið hlaðnir úr grjóti og standa þeir enn nær axlarháir, en gaflhlaðið er úr torfi. Eftir endilöngu gólfi er bungumynduð gólfskán, og bendir það til þess, að ilát hafi staðið með hliðarveggjum. Við gaflhlað búrsins voru greini- leg merki um að staðið hafi þrir sáir stórir. Hafa þeir verið grafnir nál. fet niður í gólfið og vikur settur með þeim ofan í holuna. Einn hefir verið þeirra stærstur. f botni holunnar eftir hann sjást greinilega för eftir gilda klampa, sem settir hafa verið til styrktar botninum. Hin- ir sáirnir hafa verið lítið eitt minni, og fundust í þeim leifar eftir skyr. í aðra holuna hafði verið kastað brotum af steinskál, en brotin fundust öll og var því hægt að líma hana saman. Austarlega í skálanum gegnt dyrum hans, eru dyr inn í þriðja afhýsið, nál. 214x514 m. Gólf þess er jafnhátt gólfi skál- ans, en'meðfram báðum hliðar- veggjum eru djúpar rennur, og fanst í þeim beinarusl o. þ. h. Meðfram rennunum er raðað hellum á rönd, sem taka nokkuð upp fyrir gólfið, en botnrenna er miklu lægri en gólfið. úr endunum á rennum þessum liggja svo göt út í gegnum vegg hússins. Ekki er með öllu ljóst til hvers hús þetta hefir verið notað. Hafa sumir getið til að það hafi verið baðstofa, aðrir hafa giskað á salerni. En senni- legt er að nánari rannsókn á gólfi þess og rennum leiði þetta í ljós. Austan við þessi bæjarhús var komið niður á litla ‘'',l sem ekki er ljóst til hvers vcn. .. fir notuð. Hún er aðeins 2x2 m. Á, hólnum norðaustur af bæi\- um hafa staðið nokkur útihús, en þar sem þau hafa staðið nokkuð hærra, eru veggir þeirra mjög fallnir og foknir, en gólf og neðstu lög veggja standa þar þó, svo auðvelt er að átta sig á lagi þessara húsa. Syðst er fjós. Hefir það verið hlaðið úr grjóti og flór stein- lagður. Til hliðarveggja, gólfs og dvra sézt glögglega, og marg- ar milligerðir milli bása eru enn uppi standandi. Þær eru úr stórum blágrýtishellum, sem reistar eru á rönd. Gaflhlað fjóssins er örfoka og verður því ekki með vissu sagt um lengd þess, en víst er að í því hafa verið að minsta kosti 18 básar. Básar sýnast hafa verið í minna lagi, eftir því sem nú tíðkast. Við hlið fjóssins er stórt hús, og er því tviskift. Ekki er full- ljóst til hvers það hefiu verið notað, en getið hefir verið til að þar hafi verið heygeymsla, hlaða eða tóft. Litið eitt norðar og laust við þessi hús hefir staðið smiðja. f henni fanst vatnsþró, stein- “mortel,” steinn með gati, sem talið er; að steðjanum hafi verið stungið i, og mikið af mýrar- rauða. Eftir litlu broti úr leir- keri, sem fanst þarna á Stöng, telja vísindamenn að bærinn sé frá 14. öld. En það, sem veldur því, að húsalag og munir hafa varðveizt svo vel, er það, að bærinn hefir nær fylst af vikri, strax eftir að þökin hafa verið tekin ofan. • Þegar gesti bar að fornleifa- greftrinum, var vanalega fyrsta spurning þeirra, hvort nokkrir munir hafi fundist. Þetta er mjog svo eðlileg spurning, þvi þó að húsalagið verði að sjálf- sögðu talið aðalatriði rannsókn- ánna, þá geta fundnir munir tal- að mjög skýru máli um aldur húsanna og athafnalif og hætti þess fólks, sem í þeim hefir bú- ið.— Það, sem oftast fanst, voru brýni, snældusnúðar litlir úr steini, kljásteinar með gati og smáir mislitir steinar, sem líkur benda til að hafðir hafi verið fyrir barnaleikföng. Þá fanst og alstaðar þar sem grafið var mik- ið af beinum, einkum stórgripa- beinum, en einnig kinda- og fuglabein, og jafnvel tennur úr svini. — Hér skulu nú taldir nokkrir munir, sem fundust, auk þess, sem áður er nefnt, en langt er frá að þá sé alt upptalið, því þar sem eg dvaldi aðeins að Skallakoti og Stöng, getur vel verið að ýmislegt hafi fundist þó ekki bærist mér til eyrna. En það er bót í máli, að öllu verður þvi haldið til haga og verður það eign Þjóðminjasafns- ins, og þar að sjálfsögðu til sýn- is áður langt líður. í Skallakoti fanst: Brot framan KAUPIÐ AVALT LUMBER hjá THE EMPIRE SASH & DOOR CO. LTD. HENRY AVENUE and ARGYLE STREET Winnipeg, Man. - Phone 95 551 af hnífsblaði. Brot af sigð. tveir taflmenn úr steini. Hnífur. Járn, giskað á að verið hafi örfaroddur. Hjölt af sverði? Perla. Brýnisteinn (allstór). f Stórólfshlið: Perla. Beina- grind heil (liklega af kálfi). Á Snjáleifarstöðum: Brýni (lítið og fallega lagað). Perla. Á Skeljastöðum: Ljóskola úr steini. Járnnagli með kopar- haus. Töng úr bronsi. Eld- tinna. Á Stöng: Hárgreiða, negld með látúnsnöglum. Perluhringur. Lá- túnsprjónn, líklega til að næla að sér sjal eða skikkju. Brot úr leirkeri, talið frá 14. öld. Stein- kola. Trékross lítill (fanst i selinu). Efri steinn af kvörn, gatið heilt, en brotið úr brúnun- um. Litið látúnsstykki með á- skornu dýrshöfði. • Eitt af þvi, sem mönnum hef- ir dottið i hug í sambandi við þessar rannsóknir, er að vera kunni að “slæðingur” eða “ó- hreinindi” muni koma fram eftir alt þetta umrót í húsum og kirkjugarði. En svo fjarri var draugatrúin þeim mönnum, sem þarna voru að verki, að aldrei heyrði eg á slíkt minst. Hinu ber ekki að neita, að talsvert er annað að vinna að þessum greftri en annari vinnu, og veldur því eftirvæntingin um það, sem verið er að leiða í Ijós. Það var og mjög eðlilegt og al_ gengt, að menn, sem að þessu unnu, hugsuðu til þess fólks, sem síðast hefir húið í þessum fagra dal, og orðið að flýja það- an fyrir hinum grimmu nátt- úruöflum. Það er mjög senni- legt, að mörgum bónda og hús- freyju hafi verið þung sporin með búslóð sína og fénað út í óvissuna, til nýrrar lífsbaráttu í nýjjj umhverfi. Hvernig leit hann út, bóndinn, sem síðast hlóð þessa húsveggi og gekk þessi gólf. Eða hús- freyjan, sem fjallaði siðast um öskuna, sem þarna liggur i eld- stæðinu? Þetta eru að vonum algeng- ustu hugsanir grafarans. —Sunnudagsblað Vísis. Vígahrollur i. Vakls er sálin heldur hörð, heiðri þjálum eyðir; hatursbálið brennir jörð, bruggar tál og meiðir. Busæld smáð og breytt í flög af banaráði grimma, víg er kljáð um lönd og lög, í lofti háð er rimma. Ef þig fýsir út á mar, alt eins vís er helja, öldur rísa ófriðar, enginn kýs þar dvelja. Vígtól renna vitt um mar, vopnasennu kynið heiminn' spenna helgreipar, “Hel” upp glennir ginið. Á mælikvarða mannúðar minka jarðar griðin. Stríðsins harðar hörmungar helgan skarða friðinn. II. Gamla Finnmörk glápti og starði, gnast í lofti vélamergð; fanst nú skeði fyrri en varði —fjandinn væri þar á ferð. Sízt varð rótt um sinnu verin, sveifluðust í lofti orð, þegar Rússa rauði herinn rendi sér á Finna storð. M. Ingimarsson. War-time Poál Assumed by Line Flevators’ Counsel L. W. Brockington, K.C., gen. eral counsel for The North-WeSt Grain Dealers’ Association, has been appointed Recorder of Canada’s War Effort and Coun- sellor to the War Committee of the Cabinet, according to an an- nouncement inade by the Prime Minister of Canada. The state- ment issued by the Rt. Hon. W. L. Mackenzie King reads: “Mr. L. W. Brockington, K.C., LL.D. of Winnipeg, has been appointed to act in an advisory capacity to the War Committee of the Cabinet in the recording and interpretation of Canada’s war effort; to advise and assist the Government in providing ma- terial and essential information in these respects to the people of Canada, and to the Govern- ment of the United Kingdom, and to assist the Prime Minister by keeping a Chronicle and other essential records of the progress of Canada’s was effort. “In this capacity Mr. Brock- ington will be designated Re- corder of Canada’s War Effort, and Counsellor (in the above respect) to the War Committee of the Cabinet. He will be at- tached to the Prime Minister’s Office. “Mr. Brockington, who will assume hrs duties at the begin- ning of the New Year, has for several years been General Coun- sel to The North-West Grain Dealers’ Association. His ser- vices have been made available to the Government through the co-operation of the Board of Di- rctors of the Association, who have granted him leave of ab- sence for the purpose.” The following statement was issued by The North-West Grain Dealers’ Association: “In response to a wire re- ceived from the Þrime Minister of Canada the directors of The North-West Grain Dealers’ As- sociation, comprised of the Line Country Elevator Companies, have informed the Government that they will be pleased to re- lease the services of L. W. Brockington, K.C., general coun- sel of the Association, for na- tional work. The Association has further assured the Govern- ment of its keen desire to assist the Government in any way that it can in the successful prosecu- tion of the war through the re- Iease of any executive services which may be required by the Government. With the co.op- eration of The Alberta Pacific Grain Company Limited, ar- rangements have been made by the Directors of The North-West Grain Dealers’ Association with Cecil Lamont to carry on Mr. Brockington’s duties during the period of his special war work.” f veizlu var verið að ræða um ellina. Þá sagði öldungur einn, sem þar var staddur: —Ellin er ekki sem verst og auk þess er hún nauðsynleg, ef maður vill verða gamall. • Liðþjálfinn:—Góður hermað- ur verður að vera tilbúinn að deyja fyrir föðurlandið, jafnvel þó það geti kostað hann lifið.

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.