Lögberg - 11.01.1940, Blaðsíða 8

Lögberg - 11.01.1940, Blaðsíða 8
8 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 11. JANÚAR, 1940 ZÍSTANUM 5C .ii!É!!l ^j|ll!ll!lll!ll!!l!llllllllllllllllllllll!!lll!l!lllllllllllllllllllllllllllllll!lllllllll!!lllll!ll!ll!llii.. 0r borg og bygð ,|'i:iHM!lll!lllll!IHI!IIIIIIil!!lti!l!lll!IUIIIIHI<llll!iniilfll!inmilllltlllllllll!lll!ll!l!l!l!l!!lliai1ll!lim>^ Mrs. J. G. Stephansson frá Kandahar, Sask., var stödd í borginni í fyrri viku. ♦ ♦ ♦ Dr. Richard Beck prófessor frá Grand Forks, N. Dak., var stadd- ur í borginni í Iok fyrri viku og sat fund í framkvæmdarnefnd Þjóðræknisfélagsins. ■f ♦ ♦ ÁRSFUNDUR — Kvenfélag Fyrsta lúterska safnaðar heldur ársfund sinn í samkomusal kirkjunnar, kl. 3 e. h. í dag (fimtudag) þann 11. janúar. ■f -f ♦ Mr. S. E. Sigurðsson fram- kvæmdarstjóri, frú hans og dóttir, og Einar P. Jónsson og frú, fóru norður til Mikleyjar á sunnudagsniorguninn í bíl, og komu heim aftur um kvöldið; veðurbliða ríkti hvarvetna um daginn, og ferðin að öllu hin á- na>gjulegasta. ■f -f -f Copy of Lord Tweedsmuir’s letter to the Jon Sigurdsson Chapter, I.O.D.E.: “Thank you very much for the gift of the Icelandic Soldiers’ Memorial Book, which I am very glad to have. I have al- ways had the deepest interest in our Icelandic Canadians. I only wish we had more of them. Yours sincerely, Tweedsmui-r.” -f -f -f Gefin voru saman í hjónaband á mánudagskvöldið 8. jan. Þau Sigurður Snidal frá Prince Rupert, B.C. og Irene Christian- son Dahlman frá Selkirk. Hjóna- vígslan fór fram á heimili séra Valdimars Eylands, 776 Vrictor St., sem framkvæmdi athöfnina í viðurvist nánustu ættingja. Ungu hjónin leggja bráðlega af stað vestur til Prince Rupert, þar sem framtíðarheimili þeirra verður. -f -f -f Á fundi, sem “íslendingadags” nefndin hélt síðastliðinn sunnu- dag, voru þessir settir i embætti: Sveinn Pálmason, forseti; Stein- dór Jakobsson, vara-forseti; Davíð Björnsson, ritari; Jóh. Sigurðson, vara-ritari; Jochum Ásgeirsson, féhirðir; Geir Thor- geirsson, vara-féhirðir. Auk þess- ara eiga sæti í nefndinni: E. A. ísfeld, séra P. M. Pétursson, Dr. L. A. Sigurðsson, Th. S. Thor. steinsson, Selkirk og Hannes Kristjánsson, Gimli. Ennfremur voru ritstjórar íslenzku blaðanna kosnir heiðursmeðlimir nefnd- arinnar. ÆTTARTÖLUR fyrir Islendinga semur | GunnarÞorsteinsson i P. O. Box 608 Reykjavík, Iceland ISLENZK heimilisiðnaðarverzlun Selur allar tegundir af heima- munum, ullarvörum, svo sem sokka, sport vetlinga, trefla, vél_ band og einnig íslenzk flögg og spil. — Sérstakur gaumur gefinn pöntunum utan af landi. Halldóra Thorsteinsson PHONE 88 551 Heimili: 662 Simeoe St. SAFNAÐARFUNDUR — Sam- kvæmt ályktan síðasta fundar, verður framhaldsfundur Fyrsta lúterska safnaðar haldinn í kirkjunni á þriðjudagskvöldið þann 16. janúar 1940. Skorað er á meðlimi safnaðarins, unga sem aldna, að fjölmenna á fund- inn. G. L. Johannson, skrifari safnaðarins. -f -f -f Við jólaguðsþjónustur í Vatna- bygðum var þess minst, að á að- fangadag voru 125 ár liðin frá þvi að Canada og Bandaríkin sömdu frið sin á milli. Las séra Jakob Jónsson upp boðskap frá félagi þvi, sem vinnur að góðu samkomulagi þjóða á milli, gegn- um kirkjulega starfsemi. Var þar hvatt til að minnast þessa friðarsamnings með þakklæti til Guðs, og með bæn og starfi til eflingar heimsfriði. -f -f -f Birgir Halldórsson, sonur Mrs. Ingibjargar Lindal, sem til skamms tíma átti heima i Wyn_ yard, söng í útvarp frá Saskatoon í vikunni sem leið. Birgir hefir fallega rödd, og meðferð hans bendir til þess, að hann sé efni í söngsnilling. Hann er við nám í Saskatoon, og lék kennari hans undir við söng hans. Landar hans vona, að hann eigi frama fyrir höndum. -f -f -f Séra Carl J. Olson, prestur lút- erska prestakallsins i Vatnabygð- um kom til borgarinnar á laug- ardaginn í síðastliðinni viku og býst við að dvelja hér og í Sel- kirk í tæpar þrjár vikur. Hann flutti fimtán guðsþjónustur yfir hátíðirnar og er nú að taka sér stutta hvild eftir þá aflraun. Hann lætur vel yfir starfi sínu þar vestra og álitur horfurnar ágætar bæði frá andlegu og fjár- hagslegu sjónarmiði. Á meðan hann dvelur hér eystra má kom- ast í samband við hann annað- hvort að 216 Queen Ave., Sel- kirk, Man., talsími “Central” eða 607 Maryland St., Winnipeg, Man., talsími 29 543. Samkoma Jóns Sigurðssonar félagsins Munið eftir samkomu Jón Sig- urðsson Chapter, I.O.D.E., föstu- daginn 2. febrúar, á Marlborough hótelinu. Vandað verður til samkomunnar af fremsta megni. í einum sal verður spilað bridge, í öðrum verður dansað, og i þeim þriðja getur fólk setið og talað saman. Skemtun verður bæði fyrir yngri og eldri. Orchestra leikur “modern and old time dances.” Aðgangur aðeins 50c. Jón Sigurðsson félagið hefir ávalt starfað að þvi að Iiðsinna íslenzkum hermönnum og fjöl- skyldum þeirra. Nú hafa á ný margir fslendingar innritast í herinn. Verksvið félagsins hef- ir því aukist að mun. Heiðurs- gestir á þessari samkomu verða allir þeir íslendingar, hermenn eða hjúkrunarkonur er nú eru í hernum. Þeir er geta tekið því boði geri svo vel að tilkynna annari hvorri af neðanskráðum nefndarkonum. Mrs. ./. R. Skaplason, 378 Maryland St. Mrs. E. A. tsfeld, 668 Alverstone St. Tilboð óskast í að safna augiýsingum í prógram “fslendinga- dagsins” fyrir næsta sumar. Að kaupa prógrammið fyrir ákveðna upphæð og vera einráður um allar aug- lýsingar, eða þá að safna auglýsingum fyrir vissar pró- sentur. Tilboðið verður að vera komið inn fyrir 1. febrúar n. k., til undirritaðs, sem gefur einnig aðrar upplýsingar ef óskað er. DAVtÐ BJÖRNSSON Phone 80 524 eða 86 537 mmmmmmmwmmmm Borgarabréf yðar, Eignarbréf, Vátryggingarskírteini, o.s. frv. ERU VERÐMÆT— GEYMIÐ ÞAU ÖRUGGLEGA! • Þau eru trygg í öryggishólfi yðar í bankanum; þér einir getið opnað það; kostar innan við cent á dag. Látið útibús- stjórann sýna yður hólfið. THE ROYAL BANK O F CANADA Eignir yfir $800,000,000 Heklu-fundur í kveld (fimtu- daginn). ♦ ♦ ♦ íslenzkur ekkjumaður í Win- nipeg, óskar eftir miðaldra ráðs- konu nú þegar. Góð aðbúð; létt vinna. Upplýsingar á skrifstofu Lögbergs. ■¥■¥■¥ Mr. Th. Ellison framkvæmdar- stjóri frá Gimli, var staddur i borginni í byrjun vikunnar. ¥ ¥ ¥ Nú er Toboggan Slide Mr. N. Ottenson og þeirra feðga tekin að fullu til starfa í River Park, og þyrpist nú fólk þangað dag- lega til þess að renna sér á sleð- unum. Hollari útiskemtun í grend við Winnipeg er naumast hugsanleg. M essuboð 'l>l|||lllllllllllllll!ll!l]|||||ll!l>lllll!llll!ll!l!llllllllllllll!lllllllllll!li!illllllll!!i!il!lll!llll!ll!lllll!ll!llll|l<’ FYRSTA LÚTERSKA KIRKJA Séra Valdimar J. Eylands Heimili: 776 Victor Street. Síini 29 017. Sunnudaginn 14. janúar: Guðsþjónusta á ensku kl. 11 f. h.; sunnudagsskóli kl. 12.15; íslenzk guðsþjónusta kl. 7 e. h. ¥ ¥ ¥ Séra K. K. ólafsson flytur ís. lenzka guðsþjónustu í Vancouver sunnudaginn 21. janúar kl. 2 e. h. Þessi guðsþónusta verður haldin í dönsku kirkjunni á Burns stræti og Nítjándu götu. Þeir, sem þetta lesa, eru beðnir að útbreiða messuboðin. ¥ ¥ ¥ Messað í Bræðrasöfnuði i Riverton sd. 14. jan., kl. 2.30 síðd. Samtal með fermingar- ungmennum eftir inessu. S. ólafsson. ¥ ¥ ¥ VA TNABYGÐIR Sunnudaginn 14. janúar: Kl. 11 f. h., sunnudagsskóli í Wynyard; kl. 2 e. h., messa i Wynyard — ræðuefni: Kristin- dómur, heiinili, kirkja. — Þar sem undirbúningur fermingar er nú að hefjast, væri æskilegt, að þeir foreldrar, sem hugsa til þess að láta ferma börn sín, gefi sig fram sem fyrst. Það skal tekið fram, að framvegis verð eg staddur í Kandahar, að öllu for- fallalausu, frá hádegi og fram- undir þann tíma, að lestin fer austur, á hverjum laugardegi. Jakoh Jónsson. ¥ ¥ ¥ SELKIRK LÚTERSKA KIRKJA Sunnudaginn 14. janúar: Kl. 11 að morgni, sunnudags- skóli, bbilíuklassi, og lesið með fermingarbörnum. — Kl. 7 að kvöldi, íslenzk messa, séra Jó- hann Bjarnason. Ársfundur Selkirksafnaðar fyrirhugaður í fundarsal safn- aðarins, þriðjudaginn 16. janúar, kl. 8 að kvöldi. -f -f -f GIMLI PRESTAKALL Sunnudaginn 14. janúar: 14. jan.—Mikley, messa kl. 2 e. h.; 21. jan.—Betel, morgun- messa, Gimli, íslenzk messa kl. 3 e. h. (ársfundur Gimli safnað- ar eftir messu). Sunnudagsskóli Gimli safnaðar kl. 1.30 e. h. hvern sunnudag. B. A. Bjarnason. Hinn 2. desember síðastliðinn voru gefin saman í Reykjavík á íslandi Benjamín Einarsson og Guðrún Johnson. Brúðguminn dvaldi fyrir nokkruin árum hjá systur sinni, Mrs. Jakob Jóns- son í Wynyard, og stundaði um skeið nám á verzlunarskóla í Winnipeg. Brúðurin er fædd og uppalin vestan hafs, systir Aðal- bjargar Johnson, sem eitt sinn vann við blaðið “Free Press” i Winnipeg. — Hjónvaísglan var framkvæmd af séra Friðrik pró- fasti Hallgrímssyni, sem hafði bæði skirt og fermt brúðina, er hann var prestur hér fyrir vest- an. — Allir vinir og kunningjar ungu hjónanna vestan hafs óska þeim hjartanlega til hamingju. • Látin er á heimili sínu á Gimli þ. 5. janúar, Helga, kona Júliusar J. Sólmundson, eftir langt sjúkdómsstríð. Hún var fædd þ. 5. júlí 1881 á Hafnar- strönd í Skagafirði, dóttir hjón- anna Jónatans Jónatanssonar og Guðnjrjar Björnsdóttur. Með bróður sínum Jóni Jónatanssyni skáldi og konu hans önnu kom hún árið 1901 frá íslandi og settist að í Winnipeg. Þrem ár- um síðar, eða 26. maí 1904, gift- ust Júlíus og Helga, og hafa síðan verið búsett á Gimli. Fimm börn þeirra hjóna, öll á lífi, eru: Lára Helga (Mrs. S. .1. Terge- sen), kaupmannskona á Gimli; Franz Júlíus, yfirkennari í Ár- borg, Man., kona hans er Verna Kristín Stefánsson; Guðný Guð- rún (Mrs. Guðmundur Peter- son), Gimli; Bára Isabel, hjúkr- unarkona, ógift, var hjá móður sinni alla sjúkdómsleguna, og Oscar George, skólakennari, Ginili, giftur Helen Benson. Bróðir Helgu sál., Franz Jóna- tansson, stundar tóurækt í Málmey í Skagafirði; einnig á fslandi er bróðir að nafni Björn, og systir sem Björg heitir. Hin Iátna var jarðsungin í gær (mið- vikudag) frá heimilinu, og frá Gimli lútersku kirkju, og lögð til hinztu hvíldar í Gimli grafreit. Séra Bjarni A. Bjarnason og séra Sgurður ólafsson fluttu kveðju- mál. Með Helgu sál. er gengin grafarveg greind kona og góð heimilismóðir, sem öðlast hafði gott barnalán, óg komið þeim vel til menta. ÞAKKARORÐ Með þessum linum viljum við af hrærðu hjarta þakka öllu því eðallynda fólki, mönnum og kon- um, sem auðsýndu okkar elsku- verðu dóttur, Ásrúnu Jónasson og börnum hennar þá ríkulegu hlut- tekningu, sem kom fram í marg- víslegri aðstoð, þegar þann þunga harm bar að höndum að þau urðu að sjá á bak ástrikum og íimhyggjusömum eiginmanni og föður á bezta aldri. Aðeins nokkrir af velgjörðafólkinu eru hér nafngreindir: Mr. og Mrs. Hafsteinn Jónasson, Winnipeg, (bróðir hins látna); Mr. og Mrs. Magnús Magnússon, St. Boniface; Dr. B. J. Brandson, Ásmundur P. Jóhannsson og synir hans tveir, Grettir og Vilhjálmur; Mr. og Mrs. Thorleifur Hansson og Mr. og Mrs. Frans Hansson og báðar íslenzku kirkjurnar. Ýms- ir fleiri, íslenzkir og enskumæl- andi, vitum við til að hafa bæði með orði og atviki látið dýrmæta hjálp í té. Kærleiksverkin í þessu tilfelli og öðrum verða ekki einungis þeim til góðs, sem þau ná beinlínis til, heldur gleðja þau líka allar rétthugs- andi manneskjur, því þau opin- bera guðseðli mannsins. Drottinn blessi alt þetta góða fólk og gefi því og öllum mönn. um gott og happasælt nýtt ár. Blaine, Wash., á nýársdag, 1940. Dagbjört og Jakob Vopnfjörð. • DÁNARFREGN: VALDIMAR PÁLSSON Fimtudagskvöldið 14. des. síð- astliðinn lézt á heimili sínu að Foam Lake, Sask. valmennið, hr. Valdimar Pálsson og var jarð- sunginn af séra Carl .1. Olson þann 16. s. h. að viðstöddu fjöl- menni. Valdimar sálugi “var fæddur 14. marz 1860 í Bárðardal í Þing- eyjarsýslu á íslandi. Hann ólst upp hjá foreldrum sínum unz hann, 17 ára að aldri, fluttist vestur um haf, til Kanada. Kom hann hingað, eins og margir aðrir á þeim árum, til að leita gæfunnar í hinum nýja heimi. Hann settist að í Winnipegborg og átti þar heima til 1906. Það áé flutti hann til Vatnabygða og tók heimilisréttarland í grend við Leslie, Sask. Þar bjó hann í tólf ár. Árið 1918 brá hann búi og flutti til Foam Lake bæj- ar og átti þar heima til dauða- dags. Þó hann væri bóndi í nokkur ár, var það ekki aðal atvinna hans. Hann var múrari og vann að þeirri iðn með stakri trúmensku og dugnaði. Á ungum aldri gekk hann að eiga Kristínu Sigurðardóttur. Þeim hjónum varð aðeins eins sonar auðið. Heitir hann Páll Pálsson og er búsettur í Leslie, Sask. Kristín sál. lézt skömmu eftir fæðingu þessa eina barns. Um aldamótin gekk Valdimar að eiga Kristínu Pálsdóttur, sem nú er eftirlifandi ekkja hans. Þau hjón eignuðust engin börn. Valdimar var mikið gefinn fyrir skáldskap og átti hann til þeirra að telja. Föðurbróðir hans var SigurbjöÆ Jóhannesson í Argyle I bygð, sem var gott skáld. Eftir því voru þau Valdimar sál. og skáldkonan þjóðkunna í Seattle, frú Jakobina Johnson, bræðra hörn. Valdimar var vel hagorður. Þessa vísu gerði hann skömmu fyrir andlátið: “Þótt köld mig grðfin kalli og hverfi sólarljós, og mold á fjalir falli og fölni lífsins rós, sá mikli alheims andi, sem ölIn gefur Iíf, eg veit hann ver mig grandi, eg veit hann er mín hlíf.” Valdimar aðhyltist lúterska trú alla sína æfi. Blessuð sé minning hans! —Carl J. Otson. DÁNARFREGN: Þriðjudaginn þann 12. desem- ber s.l., andaðist að heimili sínu í Blaine, Wash., frú Helga María Guðmundsdóttir Benson. Hún var fædd að Valdalæk á Vatns- nesi í Húnavatnssýslu þann 14. október árið 1852, hún kom til Canada árið 1883 og ásamt Mr. Benson sál. kom hún til Blaine árið 1936 og bjuggu þau þar til árið 1935 að Benedikt S. Benson dó. — Mrs. Benson var hin mesta dugnaðarkona og félags- lynd með afbrigðum; hún tók sérstaklega mikinn þátt í öllu kirkjulegu starfi bæði kvenfé- lagi, safnaðarmálum, og í mörg ár var hún sunnudagsskólakenn- ari í lútersku kirkjunni. — Hafia lifa 5 sérstaklega myndarlegar dætur, sem eru: Mrs. G. H. Jenson, Calgary, Alberta; Mrs. M. M. Siedel, Calgary, Alberta; Mrs. M. McComber, Vancouver, B.C.; Mrs. W. G. Hughes, Van- couver, B.C. og Mrs. D. R. Col- lette, Brainard, Minn., ásamt 11 barnabörnum. Mrs. Benson var jarðsungin frá Lútersku kirkjunni í Blaine, föstudaginn 15. desember, að viðstöddu fjölmenni. Séra Guðm. P. Johnson talaði við líkbörur hinnar látnu og jós hana moldu. Blessuð sé minning hennar. \ Minniál BETEL í erfðaskrám yðar The Watch Shop Diamonds - Watches - Jewelry Agrents for BULOVA Watches Marriage Licenses Issued THORLAKSON & BALDWIN Watchmakers and Jewellera 699 SARGENT AVE., WPG. Wolseley Hotel 186 HIGGINS AVE. (Beint á móti C.P.R. stöBinni) SIMI 91 079 Eina skandinaviska hóteliO i borginni RICHAR LINDHOLM, eigandi Jakob f. Bjarna»on TRANSFER Annast greiðlega um alt, sem aS flutningum Iýtur, smáum eSa stórum Hvergi sanngjarnara verS. Heimili: 591 SHERBURN ST. Sfmi 35 909 Til þess að tryggja yður skjóta afgreiðslu SkuluS þér ávalt kalla upp SARGENT TAXI FRED BUCKLE, Manager Light Delivery Truck PHOIME 34 555 - 34 557 SARGENT and AGNES For Good Fuel Values ORDER WILDFIRE LUMP .... $11.75 Per Ton (DRUMHELLER) BIGHORN SAUNDERS CREEK (Saunders Area) LUMP $13.50 PerTon CANMORE BRIQUETTES $13.75 PerTon SEMET-SOLVAY COKE $15.50 PerTon STOVE OR NUT PHONES 23 811 23 812 URDY OUPPLY ' BUILDERS 'SUPPLIES lO. Ltd. fand COAL LICENSE No. 51 1034 ARLINGTON ST. / i

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.