Lögberg - 11.01.1940, Page 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 11. JANÚAR, 1940
3
Frú Curie
komin
Eva Curie: Frú Curie.
Æfisaga. fslenzkað hef-
ir Kristín ólafsdóttir
læknir. ísafoldarprent-
sniiðja h.f.
Þetta er ógleymanleg hók uin
eitt hið göfugasta mikilmenni,
sem nokkru sinni hefir lifað, frú
Marie Curie. Dóttir hennar, Eva,
hefir ritað æfisöguna á mjög
látlausan hátt, en um leið af
næmum skilningi, ást og lotn-
ingu á persónu og verki móður
sinnar. Líf frú Curie og manns
hennar er svo stórfenglegt og
þýðingarmikið fyrir alt mann-
kynið og eilíft fordæmi fyrir alla,
sem leita hins sanna manngildis,
að hver maður vex af því að
lesa bókina.
Erú Marie Curie var fædd í
Póllandi 7. nóv. 1867. Faðir
hennar var mentaskólakennari,
með ríka hneigð til vísindaiðk-
ana, en gat þó, sökum fátæktar.
aldrei notið hæfileika sinna.
Börnin voru mörg og Pólverji,
sem brann af ættjarðarást, hafði
enga möguleika til að komast i
þá stöðu, sem hæfileikar hans og
mentun gáfu honum rétt til, því
að hin rússneska harðstjórn
hvíldi eins og mara yfir öllu.
Móðir frú Curie deyr frá börn-
um sínum ungum og nokkru
síðar er útslitni mentaskólakenn-
arinn sviftur embætti sínu, og
verður hann eftir það að lifa á
lágum eftirlaunum og allskonar
snöpuin. Börnin verða þvi
snemma að bjarga sér sjálf. Þau
eru öll afburðagáfuð og náms-
löngunin er rík hjá þeim öllum.
t*au taka stúdentspróf og leggja
sum stund á háskólanám. Marie
er yngst, en á meðal þessara
gáfuðu systkina er ekkert veður
gert af henni sem undrabarni.
Hún lýkur stúdentsprófi 15 ára,
hrennur af löngun að komast til
Parisar til að lesa eðlisfræði, en
verður að skjóta þvi á frest.
Hún er heimiliskennari uppi í
sveit í þrjú ár hjá hégómagjörnu
fólki og verður að troða í heimsk
°g löt hörn. Af hinum litlu
launum sínum hjálpar hún eldri
systur sinni til náms í París, en
hún ætlar í staðinn að hjálpa
Marie síðar til náms — eins og
hun lika gerði. En biðin er
þungbær fyrir ungu stúlkuna.
Hún verður auk þess fyrir von.
brigðum í ástamálum, og er við
það að gefa upp alla von um að
komast sjálf til menta, en ásetur
sér að lifa fyrir systkini sin og
gamla föður sinn. Loks raknar
svo úr, að hún kemst til Parísar
með aðstoð eldri systur sinnar,
sem nú er gift þar. 24 ára göm-
ul kemst hún loks til fyrirheitna
landsins, til Sorbonneháskólans.
Hún les þar og vinnur nótt með
degi og lýkur námi sínu ineð
niiklu lofi á óvenjulega skömm-
um tíina, enda þótt hún lifi við
sult og seyru. í París kynnist
hún svo þektum frönskum vís-
indamanni, Pierre Curie, og
giftast þau 1895.
Atti Marie í mikilli baráttu við
sjálfa sig um það, hvort hún
ætti að yfirgefa Pólland og gamla
föður sinn. Alla æfi unni hún
Póllandi heitt og gerði því alt
það gagn, er hún mátti, og ástar-
bönd hennar við systkini hennar
og skyldmenni slitnuðu aldrei.
Frá þessum tíma starfa þau
hjónin saman, þau skrifa sainan
vísindalegar ritgerðir, og er ó-
mögulegt að greina að hlutdeild
hvors um sig í uppgötvunarstarfi
þeirra. Þau gera vísindatilraun-
ir sínar í einskis nýtu skúr-
skrifli og að öðru leyti við hin
'erstu skilyrði. Þau finna nýtt
frumefni, radíum, og tekst að
einangra það. Sameiginlega taka
þau þá ákvörðun, að taka ekki
einaleyfi á uppfindingu sinni,
það myndi stríða á móti “anda
visindanna.” Einna átakanleg-
asti kaflinn í bókinni er einmitt
starfstími þeirra hjónanna.
Pierre Curie, þessi óframfærni
og óeigingjarni afburðamaður,
hefir aðeins lélega kennarastöðu
og verður að eyða öllum degin-
um í brauðstrit. Hvilík sóun á
annari eins snilligáfu! Þótt
heilsa hans sé biluð, vinnur hann
öllum stundum að rannsóknum
sínum ásamt konu sinni, sem nú
er orðin móðir, sér um heimilið
og gegnir auk þess kenslustörf-
um. Þrátt fyrir yfirburði sína
tekst honum ekki að bæta vinnu-
skilyrði sín né afkomu. Við all-
ar stöðuveitingar, sem honum
myndi hafa hæft, er gengið fram
hjá honum, því að hann er
“slæmur umsækjandi,” talar
aldrei um sjálfan sig, og telur
aldrei upp afrek sín. Þegar hann,
fyrir áeggjan vina sinna, sækir
um upptöku í franska vísinda-
félagið, er annar tekinn fram
yfir hann. Einn meðlimur vís-
indafélagsins hefir jafnvel á orði,
að P. Curie sé svo mikill stór-
bokki, að hann láti ekki svo
lítið að biðja menn að styðja
sig við kosninguna! Þeim bjóð-
ast nógar erfiðar kennarastöður,
sem hundruð manna í Frakk-
landi hefðu verið hæfir til að
gegna, en bætt vinnuskilyrði fá
þau ekki. Fyrstu viðurkenningu
fá þau frá útlöndum, frá Eng-
landi, frá Sviss, þar sem P. Curie
er boðin prófessorsstaða, frá
Svíþjóð, sem sæmir þau hjónin
Nóbelsverðlaununum 1903. Nú
eru bjartari dagar framundan.
Hugsjón P. Curie er að koma á
fót radíumrannsóknarstöð í
París, en það kostar of f.jár.
Parísarháskólinn tekur inálið að
sér, fær stofnað prófessorsem-
bætti handa P. Curie, og Marie
Curie er ráðin aðstoðarmaður
hans; vinnustofurnar eru reynd-
ar enn ófullnægjandi, en málið
er komið á góðan rekspöl. En
áður en hinn langþráði draumur
þeirra hjóna rættist, dó P. Curie
af slysförum árið 1906.
Sainstarf þeirra hjóna var
mjög náið, þau unnust mikið og
lifðu fyrir sameiginlega hugsjón.
Má því geta nærri, hvílíkt áfall
hið sviplega fráfall P. Curie hef-
ir verið fyrir konu hans. En
hún lét ekki hugfallast. Hún
mintist orða manns síns, er hann
sagði eitt sinn við hana, þegar
þau ræddu um dauðann. “Hvað
sem fyrir kemur, og þó að öðru
okkar fyndist það vera eins og
sálarlaus líkami, yrði það að
halda áfram að vinna.” — Frú
Curie tekur við embætti manns
síns og byrjar fyrsta fyrirlestur
sinn við Sorbonne á þeim orð-
um, er maður hennar endaði
sinn seinasta fyrirlestur. Hún
stjórnar víðtækum rannsóknum,
skrifar inörg vísindarit, kennir
við Sorbonne og heldur áfram
hinu sameiginlega starfi þeirra
hjóna eins og ekkert hafi i skor-
ist. Radíumrannsóknarstöðin i
París kemst loks upp. Hún er
aftur sæmd Nóbelsverðlaunum
1911, og er hún hinn eini maður,
sem hefir fengið þau tvisvar. Alt
Iíf hennar er óeigingjarnt starf
í þágu vísinda og mannúðar. í
ófriðnum mikla vinnur hún ó-
metanlegt líknarstarf í þágu
hermannanna. Hún afsalar sér
öllum ábata af uppfindingum
sínum. Þótt hún sé með hugann
við störf sín, gerir hún sér mikið
far um að vanda uppeldi dætra
sinna. önnur þeirra verður
heiinsfræg vísindakona, og frú
Curie lifir þá gleði að fá þá
vitneskju nokkru áður en hún
deyr, að dóttir hennar og tengda.
sonur fái Nóbelsverðlaunin fyrir
visindastörf. Frú Curie deyr ár-
ið 1934 af ólæknandi hlóðsjúk-
dómi, sem langvarandi sýsl
hennar með hið hættulega efni,
radium, hefir án efa valdið
henni.
P. Curie dó áður en hann upp-
skar nokkra ávexti frægðar sinn-
ar, þ. e. gat komið vinnuskil-
yrðum sinum í það horf, sem
honum likaði, en frii Curie var
að þessu leyti lánssamari. Bæði
höfðu þau svo göfuga skapgerð,
að frægðin breytti þeim ekki í
neinu. Orð Einsteins um frú
Curie eiga ekki síður við um
mann hennar en hana sjálfa:
“Af öllu frægu fólki er frú Curie
hin eina, sem frægðin hefir ekki
spilt.” Og eins á hin fagra
lýsing frú Curie á manni sínum
engu síður við hana sjálfa: “Að-
dáun mín á afburðahæfileikum
hans óx stöðugt. Stundum fanst
mér hann ekki eiga sinn jafn-
ingja, svo gersamlega var hann
laus við allan hégómaskap og
alla smámunasemi, sem við finn-
um hjá sjálfum okkur og öðr-
um og auðvelt er að fyrirgefa
þeim, sem, þrátt fyrir þennan
veikleika, kappkosta að ná ein-
hverju æðra marki.”
Hér hefir verið stiklað á
nokkrum atriðum hins einstæða
æfiferils frú Curie. En þessi frá-
sögn gefur enga hugmynd um
þessa heillandi bók. Hvort sem
höf. lýsir bernskuárum móður
sinnar og hinni erfiðu æsku
hennar í Póllandi,, stúdentsárum
hennar í París, samstarfi og sam-
lifi þeirra hjónanna — eða loks
starfi hennar eftir að maður
hennar féll frá, er allstaðar sami
snildarbragurinn á frásögninni.
Þýðing frú Kristínar ólafs-
dóttur er prýðileg og prófarka-
lestur og allur frágangur hinn
vandaðasti. Margar myndir
prýða ritið og eiga bæði þýðandi
og útgefandi þakkir skildar fvrir
þessa ágætu bók.
Símon Jóh. Ágústsson.
—Morgunbl. 30. nóv.
Fréttapiátill
úr tveimur
heimsálfum
Vogar P.O., Man.
1. jan., 1940.
Eg var búinn að frétta að Lög-
herg mundi hætta að koma út
um áramótin, vegna fjárskorts.
Þó vona eg að það hafi aðeins
verið hrakspá frá þeim, sem
aldrei sjá nema svörtu hliðina á
hluturfum. En þeir eru æði
margir nú á dögum, sem eru
vonlitlir um framtíðina. Eg
hjóst við að Lögberg mundi
kveðja okkur, ef það væri í
andaslitrunum* en nú sá eg þess
engin merki í jólablaðinu eða
því síðasta, svo eg þykist viss um
þetta hafi verið flugufregn.
Eg vil því byrja árið með því
að óska blaðinu góðs gengis og
langra lífdaga.—
Þetta átti að verða fréttabréf,
en það lítur illa út í byrjuninni.
Um tíðarfarið þarf varla að
skrifa, því það mun vera líkt á
flestum þeim stöðvum sem Lög-
berg kemur á. Það er enda
heima á íslandi nákvæmlega
sama tíðarfar eins og hér hefir
verið í sumar, að minsta kosti á
Austurlandi, og mun eg minnast
á það síðar. Hér hefir aldrei
snjóað svo teljandi sé það sem
af er vetrinum. Það er aðeins
storka svo sleðaleiði er á grasi,
en ekki á brautum. Frostið hef-
ir aldrei komist niður fyrir 0,
nema þessa síðustu daga.
Stormasamt var nokkuð síðari
hlutann af nóvember og framan
af desember en síðan oftast
stillingar og hrimslæöur.
Fiskiveiðar er vant að minnast
á hér við vötnin; þær byrjuðu
illa, því strax og menn voru
búnir að leggja, braut ísinn upp
á stórum svæðum, og mistu þá
allmargir mikinn hluta af netj-
um sinum. Veiðin leit allvel út
i fyrstu, en siðan þetta rót kom
á ísinn hefir hún verið fremur
lítil og fer viða minkandi. Það
hafa orðið stórskaðar að netja-
tapi á öllum suðurhluta Mani-
tobavatns því einlægt braut upp
á suðurhlutanum jafnótt og
menn lögðu undir ísinn sem
lagði við löndin, því aðalvatnið
lagði ekki fyr en síðari hluta
desember. Þó niunu flestir
fiskimenn halda áfram veiðum,
en hafa fækkað mönnum. Veðrið
er í bezta lagi svo það getur
borgað sig að veiða með litlu
mannahaldi.—
Annars ber hér fátt til tíð-
inda. Heilsufar manna i góðu
lagi. Engir hafa dáið hér nýlega
nema tveir bændur, er létust i
haust: Jóhannes Jónsson við
Vogar og Hávarður Guðmunds-
son við Hayland. Hefir þeirra
læggja verið minst í íslenzku
blöðunum.
Fyrst eg hefi nú ekki fleira
að segja héðan, þá set eg hér
kafla úr bréfi, sem eg hefi ný-
lega fengið heiman af íslandi.
Það er frá Birni Hallssyni hrepp.
stjóra í Hróarstungu í Norður-
múlasýslu:
•
“ . . . Enginn núlifandi mað-
ur hygg eg muni aðra eins á-
gætistið eins og hér hefir verið
í sumar og haust, og það sem af
er vetrinum (bréfið er skrifað
10. nóv. f: á.). Menn bera það
helzt saman við sumarið fyrir
frostaveturinn 1880-81, en telja
þetta þó betra, einkum haustið.
Altaf bliðviðri og frostlaust til
þessa. í dag gránar í fyrsta
sinn í bygð, og hefir rignt dálítið
undanfarna daga; annars ekki
komið dropi úr lofti í margar
vikur. Víða skortur á vatni,
bæði fyrir menn og skepnur, og
kviða menn því, ef ekki rignir
áður en frost koma.
“ . . . Heyskapur varð hér
sæmilegur en nokkuð misjafn.
Víðai spratt ekki vel fyrir þurki,
en nýting ágæt. Mýrlendi spratt
ágætlega. En hvað tekur nú
við? Er von á öðrum frosta-
vetri, eða er tíðarfarið hér að
batna? Mörg ár hafa verið mild
hér undanfarið. — Kartöflurækt
er orðin hér allmikil og uxu þær
sæmilega í sumar. Samt spilti
þeim víða að frost kom i vor,
þegar þær voru nýkomnar upp,
og eftir 20. ágúst, þó bar ekki
á því allstaðar.
“Þú spyrð um pólitískar horf-
ur hér heima i sveitinni. Það er
vopnahlé milli flokkanna, en við
tölum ekki mikið um pólitík
okkar á milli. En eg hygg að
flokaskiftingin sé sú sama og
áður. En það er gott hvað
gengur. Friðurinn er góður, og
veitir ekki af að sameina alla
krapta um nauðsynjamálin og
gegn ósvífni kommúnista.
“Hagur bænda hér væri nú
sæmilegur, ef ekki vofði yfir fár
í fénu, sem er að kenna þessum
illræmdu Karakúl-hrútum. Mik-
ið ber á þessari veiki í Vopna-
firði. Hún er kölluð “Berkla-
bróðir.” Einn þessi hrútur var
keyptur að Krossavík í Vopna-
firði og drapst þar. Þar eru nú
alls dauðar um 300 ær, og er
talað um að drepa allar þær sein
eftir eru. Margt fé hefir fengið
þessa pest á næstu bæjum, þótt
ekki sé eins stórkostlegt. Svo
er þessi sama pest á Völlunum,
því þar drapst hrútur af sömu
tegund. Það er nú verið að
rannsaka veiki þessa og reyna
bólusetningu, en lóga þvi, sem
veikt er orðið. Skæðust er veik-
in þar sem hrútarnir drápust, en
virðist vægri eftri því sem lengra
dregur frá. Hér á milli Jökuls-
ár og Lagarfljóts hefir lítið orð-
ið vart við veiki þessa, og sam-
göngur fjár bannaðar yfir vötn-
in.”—
•
Þetta eru aðalfréttirnar í
bréfi Björns. Um mannalát eða
veikindi getur hann ekki.
Hefi eg þá engu við að bæta,
nema að óska öllum löndum hér
og heima gæfu og gengis.
Guðm. Jónsson,
frá Húsey.
Enskt blað hét nýlega verð-
launum fyrir “elztu skrítlu
heimsins,” og eftirfarandi skrítla
hlaut verðlaunin:
“Steinaldarmaður sat við hell-
isinunna og brýndi steinöxi sína,
er kona, hans kom hlaupandi og
sagði óttaslegin:
—Flýttu þér að hjarga henni
mömmu. Tígrisdýr hefir ráðist á
hana.
—Mig varðar ekkert um það,
svaraði steinaldarmaðurinn. Eg
er ekki í neinu dýraverndunar-
félagi. Tígrisdýrið verður að sjá
um sig sjálft!
$UBÍtte50 artb
DR. B. H. OLSON
Phones: 35 076 - 906 047
Consultatlon by Appointment
Only
•
Heimili: 5 ST. JAMES PLACE
Winnipeg, Manitoba
ÁV
• MjP
'x CaibB
Dr. P. H. T. Thorlakson 205 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 22 866- DR. B. J. BRANDSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 21 834—Office tlmar 3-4.30
• Res. 114 GRENFELL BLVD. Phone 62 200 Heimili: 214 WAVERLEY ST. Phone 403 288 Winnipeg, Manitoba
DRS. H. R. & H. W. TWEED Tannlæknar • 406 TORONTO GEN. TRUSTS BUILDING Cor. Portage Ave. og Smith St. PHONE 26 545 WINNIPEG DR. ROBERT BLACK Sérfræðingur I eyrna, augna, nef og hálssjúkdómum 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham & Kennedy ViðtalsUml — 11 til 1 og 2 til 5 Skrifstofuslmi 22 261 Heimilisstmi 401 991
DR. A. V. JOHNSON Dr. S. J. Johannesson
Dentist 806 BROADWAY
• Talsimi 30 877
506 SOMERSET BLDG. Telephone 88 124 Home Telephone 36 888 • Viðtalsttmi 3—5 e. h.
DR. K. J. AUSTMANN
410 MEDICAL ARTS. BLDG.
Stundar eingöngu, Augna-
Eyrna-, Nef og Háls-
sjúkdóma.
ViStalstimi 10—12 fyrir hádegi
3—5 eftir hádegi
Skrifstofusími 80 887
Heimilissimi 48 551
r-------------
!h. a. bergman, k.c.
islenzkur lögfrceOingur
I Skrifstofa: Room 811 McArthur
Building, Portage Ave.
P.O. Box 1656
Phones 95 052 og 39 043
i------------------—r
|j. T. THORSON, K.C.j
islenzkur XögfrœOingur
800 GREAT WEST PERM. Bldg..
Phone 94 668
A. S. BARDAL
848 SHERBROOOKE ST.
Selur llkkistur og annast um flt-
farir. Allur útbúnaöur sá bezU.
Ennfremur selur hann allskonar
minnisvaröa og legsteina.
Skrifstofu talsimi 86 607
Heimilis talsími 501 562
ÍJ. J. SWANSON & CO.
LIMITED
308 AVENUE BLDG., WPEG.
•
Fasteignasalar. Leigja hús. Út-
vega peningalán og eldsábyrgC af
öllu tægi.
PHONE 26 821
ST. REGIS HOTEL
285 SMITH ST„ WINNIPEG
•
pægilegur og rólegur bústaður
i miöbiki borgarinnar
Herbergi $2.00 og þar yfir; með
baðklefa $3.00 og þar yfir.
Agætar máltlðir 40c—60c
Free Parking for Ouests
Conjid ence
MANY, WHOM WE SERVE, EXPRESS
CONFIDENCE IN OUR ABILITY TO MAKE
THEIR ADVERTISING DISTINCTIVE IN
CHARACTER AND SUPERIOR IN WORK-
MANSHIP. WE PLACE AT YOUR SERVICE,
FORTY YEARS EXPERIENCE IN PUBLISH-
ING, PRINTING AND ENGRAVING.
Columbia Press Limited
695 SARGENT AVE., WINNIPEG
Phones 86 327 - 8