Lögberg


Lögberg - 11.01.1940, Qupperneq 6

Lögberg - 11.01.1940, Qupperneq 6
6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 11. JANÚAR, 1940 N j Leyndarmálið í turninum j j Eftir ANTHONY HOPE j “Það var ekki mér að kenna,” svaraði Mary. “Eg gat ekki afsagt að vitja Mr. Saffrons. Dr. Irerhester sagði það sjálfnr.” Naylor gamli skeytti engu þessari af- sökun hennar, en bætti við: “Mitt í þessum atburðum — og hafa mjög mikla ána'gju af því! ’ ’ Mary virtist verða hugsi eitt augnablik, en sagði svo: “Mér var það í fyrstu alls ekki geðfelt. Eg var, þvrert á móti, bæði reið, gröm og tortryggin. Bg hélt að verið væri að leika með mig eins og eg væri flón. ’ ’ “Það voruð þér líka — flón og tól, Mary mín kæra! ’ ’ “En um kvöldið — því eiginlega atvik- aðist þetta alt á þessu eina kvöldi — þá voru aðal syrgjendumir, — eins og Beau- maroy ávalt nefndi J>au — meira en—” “Það var fremur spaugilegur eftirmáli — ó-já, það var nú alt og sumt.” “Þetta greip mig þá sem einkar bros- legt,” madti Mary og hló ögn með eins og óstyrkum kvíðalireim í röddinni. “Og nú segið þér mér þetta — eg verð að viðurkenna það að frásögn yðar gerir úr því tvöfalt eftirtektarverðari sögu, en það í raun og veru er — nú segið ]>ér frá því eins og það væri hið lang merkilegasta, sem nokkurn tíma hefði fyrir yður komið!” Sjálfsvarnarhugur Mary lét á sér bæra eitt augnablik er hún svaraði: “Nii, jæja, ekkert merkilegt hefir nokkurn tíma komið fyrir mig á rhinni óbrotnu lífsleið.” Naylor gamli setti totu á varir sínar til merkis iim að honum fvndist lítið til um vörn hennar, en liún mælti enn fremur: “Mér fanst j>etta mikill, mjög atliyglisverður viðburður. Ekki athafnir þjófanna og alt í sambandi j)ar við — þó að ýmislegt, eins og til dæmis sagan um vatnstunnuna, væri einkar spaugilegt — heldur hitt, að við værum J>arna fráskilin öðru fólki og í vissum skilningi alein gagn- vart öllum heiminum, Mr. Naylor.” “Þið tvö ein í samstarfi, — lögin á aðra hlið, j)jófarnir á hina!” “Já, þér skiljið það rétt. Þannig hugs- aði eg um afstöðuna. En við vorum ekki að öllu leyti samtaka. Eg meina, að við litum á kringumstæðurnar frá gagnstæðu sjónar- miði alt til enda.” Hún hló nú aftur ofur- lítið, og bætti svo við: “Eg býst við að við séum enn ósammála; ásetningur hans er að opinbera mér eitthvert óþokkabragð Radbolt- anna, til þess að eg iðrist afstöðu minnar gagnvart því, sem eg kalla löglegt arfgengi — erfðarétt.” “Það er hugmynd hans, og eg játa, að hugmynd mín iim afstöðu yðar sé sú hin sama. Þessir aðal-syrgjendur finna pening- ana — og annað sem kemur Jieim á óvart. En j)au láta ekki á neinu bera, og liggja á fénu j)angað til sá tími kemur, að óhult sé að nota það í viðskiftalífinu; og j)au. leika á innheimtumenn stjórnarinnar í því hvað snertir réttmætan erfðaskatt. En hið undra- verðasta er, að J>að er eins og Beaumaroy vilji að þau fari svona að ráði sínu.” “ Það gerir hann til að stríða mér, og sanna að eg liafi haft rangt fyrir mér, Mr. Naylor.” “Það hryggir yður kannske, og enda mig líka; en það sannar ekki, að afstaða yðar hafi verið röng. Þér höfðuð rétt fyrir yður. Drengurinn minn, hann Alec, hefði litið á þetta mál alveg eins og þér gerið. Nú, og þér Jmrfið ekki, Dr. Mary, að brosa að mér fyrir þetta. Eg skal strax meðganga, að eg á ekki til kröftugra hróssyrði.” “Eg skil J>að, Mr. Naylor; og það felur í sér ósamræmi.” Navlor gamli lyfti ögn háðum höndum og glenti út fingurna eins og í fyrirlitningar skyni og mælti: “Ja, það bendir vissulega á þverúðargeð. ” Mary kastaði höfði ögn reigingslega og svaraði: “Mér er sama, þó svo sé, Mr. Naylor! Mr. Beaumaroy er nú vinur minn.” “Og minn einnig,” sagði Naylor gamli. “Eg hefi meira að segja svo mikið traust á heiðvirði hans og trúmensku, að eg hefi boðið honum all-þýðingarmikla trúnaðar- stöðu hjá verzlunarfélagi mínu — að vera fulltrúi þess við útlendar hafnir, þar sem við eigum töluverð viðskifti. ” Hann brosti og bæt-ti svo við: “I þannig lagaðri stöðu fynd- ist honum hann kannske minna háður — ja — J)ví, sem nefna mætti lagamensku, og hefði meiri möguleika á að geta beitt sinni óneit- anlega ríku frumkvræðisgáfu.” “Þiggur hann tilboð yðar? Mundi hann fara?” spurði hún með nokkurri á- kefð. “Það tel eg sjálfsagt. Þetta er í raun og veru mjög álitlegt tilboð. Og hvað hefði framfíðin hér honum nú líka að bjóða?” Mary rétti hendurnar að arninum og starði Jægjandi í eldinni. “Eg held, Dr. Mary, að þér fáið einnig tilboð bráðlega og J>að mjög álitlegt. Ire- chester kom í gan yfir til okkar. Hann heldur ennþá, að eitthvað undarlegt hafi átt sér stað í Turnhúsinu. Hann heldur jafn- vrel, að heilabú Mr. Saffrons hafi verið eitt- hvað veiklað, og að nákvæmur læknir hefði ítekið eftir því. ” “Að hann sjálfur hefði komist að því, hefði hann haldið áfram að stunda —” “Já, það heldur hann. En hann undr- ar }>að ekkert, þótt það vekti ekki yðar at- hygli; þér hafið ekki }>á reynslu, er slíkt út heimtir. En hann hefir engu minna álit á yður þessvegna, og sagðist hafa ráðið það við sig að bjóða yður samstarf með sér. Irechester er dálítið stirður í framkomu, en mjög ráðvandur og ábyggilegur maður. Þér gætuð reitt yður á réttmæta hlutdeild, og þetta er ágætt umdæmi, sem veitir mikla æfingu. Svo er hann á hinn bóginn vel efn- um búinn og mjög líklegur til að draga sig í hlé og hætta starfi, strax og þér hafið kom- ið yður vel fyrir í stöðunni.” “Það væri mér mikill heiður,” sagði Máry blátt áfram og einlægnislega. En á ofurlitlum háðshreim bærði í röddinni er hún bætti við: ‘ ‘ Og það hljómar vel í eyra — sem girnileg hugsjón!” “Já, vissulega,” mælti Naylor og brosti með sjálfum sér, en Mary starði enn inn í eldinn. “Mjög girnileg. Þér eruð mjög heppin ung stúlka, Mary. ” Hann stóð nú á fætur til að fara. “Þegar svo þið unga fólkið eruð gift og hafið ^ezt í stöðu ykkar — og vinur okkar Beaumaroy fengið það, sem honum geðjast að — þá staðhæfi eg að við getum felt tjaldið yfir ánægjuleg leikslok — fyrsta þáttarins, að minsta kosti!” Mary virtist ekki gefa orðum Naylors nokkurn gaum. Hann stóð þarna kyr eitt augnablik og leit aðdáunaraugum á hana; ekki sem neina fegurðardís, heldur sem heil- brigða og laglega unga stúlku, hugdjarfa, með ríka mannúðarkend og þó um leið gæzkulausan, gletnissvip á andlitinu. Og meðan hann starði þarna á Mary, braut hinn sanna skoðun hans á viðhorfinu skyndilega af sér alla varfæmi, er hann eins og ósjálf- rátt mælti. “Undir kringumstæðunum mundi eg þó, í yðar sporum, heldur sjá Ire- chester gamla afdankaðan, áður en eg tæki að mér stöðuna!” Mary sneri sér að gamla manninum og leit á hann með óttakendu augnaráði, en brosti svro óðara. Hann tók hönd hennar og bar hana upp að vörum sér, að heldra . fólks sið. “Þey! Ekki eitt orð! Yerið þér sælar, Mary mín væna!” sagði hann og fór. Eftir að Mary næsta dag hafði lokið árdags-vitjunum sínum sat hún við hádegis- verðinn með Cynthiu, og hlustaði á hið af- sakanlega áhugaríka mas þessarar vinkonu sinnar um nálæga gifting hennar, þegar henni barst í hendur skeyti, er svo hljóðaði: “Þau a.-s. eru bráðlát! Hún er komin aftur! Það er búið að negla aftur fyrir gluggann! Komið og sjáið! um klukkan 4 í dag.—B.” Mary fór til stefnumótsins, og hitti þar Beaumaroy röltandi fram og aftur framan við Turnhúsið. Fyrir turngluggann hafði verið miklu vandvirknislegar neglt en áður, og í hlerann hafðir nýir og þykkir plankar. Hefði Mike nú orðið að ná þarna inngöngu aftur myndi honum ekki hafa reynst það neinn hægðarleikur án þess að hættulegur hávaði hlytist af verkinu. “Þvílíkt bráðlæti — slík ótlulbúin og opinská græðgi — er ósæmileg og viðbjóðs- leg,” sagði Beaumaroy, og hann virtist vera í bezta skapi. “Skvldi þau hafa opnað gryfjuna ennj)á!” “Þau sjá yður vera að staulast um hér úti fvrir, haldið þér það ekki?” mælti Mary. ‘ ‘ Það vona eg. Bða öllu heldur: eg efast ekkert um það. Gfæneygða frúin er líklegast á þessu augnablikinu á gægjum við stofugluggann og að formæla mér. Og það þykir mér vænt um. f augum J>essa fólks er eg sem fulltrúi laganna og siðgæðisins. Geti hugarflug þeirra risið svo hátt, að fá skiln- ing á nokkru slíku sem samvizkusemi, þá er eg líklega í augum þeirra eins og ímynd hennar. Og J>egar maður íhugar þetta, þá er J>að ánægjuleg stefnubreyting í gangi við- burðanna, að á mig sé litið af nokkrum sem ímynd siðgæðis og samvizkuseminnar, — jafnvel af Radbolts fólkinu. ” “Það er fremur einkennilegt,” viður- kendi hún. “íln við skulum halda göngunni áfram. Mig langar vissulega ekki mikið til að hafa þau í huga mér. ” “Það er af því þér finnið til þess, að þér séuð að tapa veðmálinu. Eg get ekki hindrað það, að peningarnir lendi hjá þeim að lokum, og það er yður að kenna! En eg get komið í veg fyrir það að þau snuði skattheimtuna, sem þau þó vissulega ætla sér að gera, og það get eg gert án þess að baka meira ómaks en eg hefi löngun til að leggja í sölur fyrir skattheimtuna. En hefði eg nú aftur á móti látið pokann liggja í vatnskerinu, þá — nú, yðar afstaða réði útkomunni! Iðrist þér þessa nú ekki ögn?” “Auðvitað er til sjónarmið í þessu máli—” meðkendi hún brosandi. “Þetta nægir mér! Þér hafið tapað veðmálinu. Látum okkur sjá — hvert var veðféð, Mary?” “Komið þér nú, við skulum halda áfram göngunni,” mælti Mary og stakk hendinni undir handlegg hans. “En hvað er um stöð- una, sem Mr. Naylor er að bjóða yður? f Bogota, er það ekki?” Það var eins og spurningin kæmi Beau- mary í bobba eitt augnablik; en svo hvarfl- aði hugur hans fljótlega að hinni þvínær gleymdu sorgarsögu Cynthiu. Hann hló á- nægjulega að Jæssu breytta viðhorfi í sam- tali þeirra, og svaraði: “Staðan er ekki í Bogota — J)ó eg hyggi að hún sé háð eða hreyfist í sama andrúmslofti. Þér eruð að hugsa yður mið á sama sviði eins og Cran- ster kaftein.” “Já, svo var það — eitt augnablik,” svaraði Mary dræmt. “En hvað er annars um tilboðið — skipunina í stöðuna?” “Nú, og hvað er svo, ef til kemar, um félagsstarfið við Dr. Irechester?” spurði hann. Mary þrýsti handlegg Beaumaroys vin- gjarnlega og þau gengu þegjandi áfram stundarkorn. Þau voru nú komin burtu úr nágrenni Turnhússins, en áttu þó eftir all- langan spöl heim að Fornasetri; vom nú þarna á heiðarveginum ein saman og utan við heiminn, eins og þeim hafði virzt þau vera um kvöldið — hið viðburðaríka — í Turnhúsinu. “Eg hefi ekki einu sinni heyrt neitt um þetta tilboð, nema það sem Mr. Naylor mint- ist á það við mig,” mælti Mary. “Samt sem áður vilduð þér vera reiðu- búin með svar yðar þegar tilboðið kemur, er ekki svo?” Hann færði sig alt í einu fjær henni og stanzaði fyrir framan hana á veg- inum. Gamansvipurinn var horfinn af and- litinu, alvörudrættirnir dýpkuðu og augun báru vott um hryðarhug. “Þetta er kannske rangt af mér, en eg get ekki stilt mig um það. Eg ætla ekki að tala við yður um sjálfan mig. Játningar, og afsakanir og málsbætur eru mér ekki eiginlegar. Eg gripi líklega til einhverra ósanninda, færi eg að reyna slíkt. Þér verð- ið af eign dómgreind að /treysta mér eða vantreysta, samkvæmt þeirri tilfinning er vaknað hefir hjá yður um mig við að sjá mig og kynnast mér — ekki lengi að vísu, en fremur nákvæmlega, Mary. ” Hann stakk skyndilega hendinni í vasa sinn og dró upp úr honum hnífaparssamstæðuna. Þetta er það eina, sem eg tók með mér úr Turnhús- inu. Og eg gerði það eins mikið yðar vegna, eins og vegna gamla mannsins. Það var meðan við ræddum um þetta verkfæri, sem eg í fyrsta sinn hugsaði um yður sem kven- mann, Mary. Og eg held sannarlega, að þér liafið orðið þess áskynja!” “Já, það held eg líka,” svaraði hún og leit óhikað í augu hans. Hann smeygði hinu einkennilega verk- færi í vasa sinn og mælti svo: “Nú elska eg yður og þarfnast ástar yðar, Mary. ” Hún varð skyndilega mjög óróleg, og átti erfitt með að finna orð, er við ætti, en sagði að lokum: “Ó, en þetta getur ekki náð til mín! Eg verð að hrinda öllu slíku frá mér. Eg er — er bara Doktor Mary!” “Fjiilmafgt fólk til að annast um og líkna — líkamlega og til sálarheilla — á I Jæim mannfélagssviðum er eg fer til að starfa í.” Það virtist sem hrollkendur titringur gripi Mary, eins og ef hún þyrfti að dýfa sér í hyldýpi. “Eg er mjög örugg hérna,” hvíslaði hún lágt. “Já, þér eruð örugg hér,” meðkendi hann alvarlega og beið svo þegjandi eftir ákveðnu svari hennar. “En sú líka ákvörðun, sem eg verð að gera,” hrópaði hún alt í einu. “Um alla mína framtíð svona á einu augnabliki! Af því eg vil ekki að þér farið burtu frá mér!” Ilún færði sig nær honum og lagði hendur sínar á axlir hans. “Eg er ekkert barn, eins og Cynthia. Get ekki lengur látið mig dreyma um átrúnaðargoð. Eg hygg þér birt- ist huga mínum eins og þér í raun og veru eruð; og veit ekki hvort það er mér hollast að þiggja ást yðar!” Hún þagnaði, og horfði mjög einlæglega í augu honum. Svo mælti hún enn fremur: “En sé svo ekki, þá finst mér að eg eigi alls ekki eftir neins unaðar að njóta í framtíðinni. ” “Marv, á þetta ekki að vera mér sem svar yðar?” “Jú.” Hún lét hendur sínar falla af öxlum hans og stóð aftur þegjandi gagnvart honum eitt augnablik. Svo livarf áhyggju- svipurinn af andliti hennar, en yfir það breiddist heiðríkja róseminnar, er hún enn mælti: “Og nú hrindi eg frá mér öllum efa- semdum og ótta. Eg nálgast yður með trúnaðartrausti og einlægni ástarinnar; ekki sem trúboðs-dís eða betrunar-gyðja, það veit hamingjan. Bg kem aðeins sem kvenmaður, er elskar yður, Hector.” “Að trúboðsdísinni hefði eg líka lueðst' og leikið á betrunargyðjuna.” Hann tók af sér hattinn og bætti við í bljúgum róm: “En gagnvart konunni, sem ann mér og eg elska, vil eg einlæglega breyta.” Hann laut áfram að Mary og kysti á enni hennar. “Og nú skulum við halda göngunni á- fram,” sagði hún. “Nei, ekki að Fornasetri — heldur heimleiðis, fram hjá Turnhúsinu. ’ ’ Hún smeygði hendinni aftur undir hand- legg hans og þau lögðu á stað aftur inn í milt rökkur-húmið, er byrjað var að falla yfir þau og heiðarveginn, er framundan lá. Er þau nálg-uðust Turnhúsið, stóðu þau ó- sjálfrátt við stundarkorn. Ljósbirta skein út um stofugluggann, en turninn var dimmur og þögull. Mary leit til Beaumaroys með ánægjubrosi á andliti, en einlægum hrygðar- og fyrirlitningarsvip í senn, er hún aftur skotraði sjón til stofugluggans. “Já, já, }>ú hefir rétt fvrir þér,” sagði Beaumaroy og brosti. “Vesalings ræflarnir! Eg vorkenni þeim, það veit trúa mín!” “Þetta er vissulega líkt þér!” hrópaði hún í glaðlegum stríðnistón. “Svo þú vor- kennir nú Radboltunum ? ” “Nú jæja, þegar öllu er á botninn hvolft hafa þau aðeins gullið. En við höfum fjár- sjóðinn, Marv!” E N D I R. Heimkoma hermannsins (Samandregið úr "Heima-eldar Frakklands”) Eftir Dorothy Canfield. Þegar yfirlýsing frá hernaðarráðinu franska staðfesti þá frétt, að þýzki innrásar- herinn hefði hörfað aftur frá Aisne, bað Pétuf Nidart undirforingi um hið löngu verðskuldaða heimfararleyfi, sem lionum hafði fundist hann ekki áður geta farið fram á að fá. Yfirmaður hans gretti sig með kvíðasvip á andlitinu, en sagði vo hlýlega: “Þú veizt, gamli félagi, að Bocharnir liafa skilið fátt eftir J>arna upp frá.” Nidart svaraði engu. En yfirmaðurinn sagði ennfremur: “Konan þín! . . . Það er sagt að Þjóðverjamir hafi flutt á burt með sér, til þjónustu í Þýzkalandi, alt kvenfólk yngra en 45 ára, eða það sem ekki ætti börn undir þriggja ára aldri. ” Það var sem Midart svelgdist á, en hann sagði ekkert. Yfirmaðurinn stundi ögn, en mælti svo: “Jæja, eg kemst kann- ske af án þín svo sem þriggja vikna tíma.” “Þakka yður fyrir, lierra!” sagði Nid- art, kvaddi að hermannasið og fór aftur til flokks síns. Yfirforinginn hristi höfuðið og sagði við foringjána, sem hann var með: “En þessir norðurhéraða menn! Þeir trúa l>ví ekki, nema þeir sjái það með eigin augum, að heimili þeirra og f jölskyldur séu ekki þar enn. — Eins og þið vitið er Nidart múrari og hann bygði sjálfur litla húsið sitt. Og sem aðrir verkamenn í Jiorpinu, aflaði hann helmings lífsframfæris síns og sinna með garðyrkjunni og úr einum eða tveimur akur- blettum. Og þið hafið lesið um ]>að hvernig Booharnir fóru með garðana og ávaxtatrén.” A heimleiðinni fór Nidart um í París og tímanum milli lesta varði liann í snutri til að kaupa ýmislegt. Þegar lmnn um kveldið kom inn í hinn lítt hirta, dimma lestarvagn sást varla í hann fyrir ótal bögglum, sem liann hafði hengt alstaðar útan á sig. Undir miðnættið stanzaði lestin í Noyon. Nidart lagfærði bögglana í fangi sér og lagði á stað eftir liinum langa, ljósa vegi, er hann og aðrir þorpsbúar höfðu oft farið um til markaðar. Honum brá mjög í brún er liann sá hið breytta útlit vegarins. Hin tví- setta röð bjarkanna við veginn var horfin, sprengjur höfð'u verið grafnar í götuna með jöfnu millibili, og gryfjurnar tómar lágu nú um hana þvera. Bjart mánaljós skein nú á svæðið, J>ar sem þorp }>að, er systir hans átti heima í hafði áður verið en við honum blasti þar nú ekki annað en grjóthrúgur og margbrotnir bitar og annar húsaviður. Löng pappírs- ræma, föst á öðrum endanum niðri í ruslinu, flöktaði til og frá í kvöldgolunni og nuddað- ist við fætur hans, eins og eitthvað væri með veikum mætti að vekja athygli hans á sér.

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.