Lögberg - 11.01.1940, Side 7

Lögberg - 11.01.1940, Side 7
LÖGBERGrf FIMTUDAGINN 11. JANÚAB, 1940 7 Það, sem eg velti fyrir mér (Af sjónarhóli vísindanna) Eftir J. B. S. HALDANE Eftirfcirandi ritgerð var skráð á skjal, sem lagt var í horn- steininn að byggingu enska stórblaðsins “Daily Express.” • Eg er maður hamingjÍKsamur. Flestir meðbræðra minna gegna störfum sínum fremur til þess að vinna scr brauð, heldur en vegna starfsins sjálfs. Eg er líffræðingur og þykir starf mitt SVO skemtilegt, að eg get ekki haft hugann við annað, stund- inni lengur. í dag hefi eg t. d. verið að velta fyrir mér þremur viðfangsefnum. Eg hefi verið að hugsa um, hvernig gerjun verk- ar, um erfðalögmál hjá ‘Vlahl- i ium” (skrautjurtir af körfu- blómaæftinni) og um hinar kyn- legu breytingar, er verða á tauga- kerfi minu, þegar eg fell í svefn, °g helzt mætti líkja við gang- skiftingu í bifreið. Þessi við- fangsefni hafa öll hagnýta þýð- ingu: hið fyrsta og síðasta fyr- ir læknisfræði og efnagerð, hið annað fyrir aldinrækt, vegna þess að svipuð lögmál virðast gilda um dahlíur og eplatré. En ef svo færi að fornfræðing- ar komandi tíma skyldu rekast á þetta skjal, þá myndu þeim ekki þykja þessar spurningar merkilegri heldur en flestum lesendum “Daily Express” þykir þær nú á dögum, því að eitt af tvennu mun þá að líkindum verða fram komið. Eg vona að menning og vísindi hafi tekið framförum. Og þá verða þeir, sem grafa upp, að líkindum borgarar í Alríki þessa heims og svörin við spurningum mínum verða eins alþekt og hreyfingar plánetajana og starfsemi hjart- ans eru nú á dögum. En svo gæti lika farið, að við hefðum brapað niður i villimensku, og nð þeir, sem þá búa á rústum Eundúnaborgar, norðan Teinps- ar, etji fjandskap við þá, sem raða löndum sunnan árinnar. Ef svo væri komið, mvndi þeim heldur ekki þykja merkilegar spurningar mínar. Þeir græfu bá eftir fjársjóðum en hirtu ekki um þessi hlöð. Þessi möguleiki er eitt af því, sem eg er oft að velta fyrir mér, því að það er mjög sennilegt, að örlög menningar okkar verði ráðin á þessari öld. Mér verður °ft hugsað til Rómverja og til þeirra, er þar áður áttu heima í Egiptalandi og Mesópótamíu og sköpuðu dýrleg listaverk, sem einmitt er verið að grafa upp, þegar eg rita þetta. Hrun Róma- veldis mætti vera okkur áminn. ing, ef við skildum hana. En það gerum við ekki. Sumir telja að “brauð og leikir,” sem hinum fátæku var látið i té ókevpis, hafi valdið hruninu. En þeir gleyma því, að ríkið var við líði * 500 ár eftir að til þeirra gýli- gjafa var stofnað. Aðrir halda því fram, að Rómverjar hefðu átt að manna vinnandi stéttirn- ar. Þeir gleyma því, að borgin var unnin af Gotum, sem voru ennþá síður mannaðir. En enda þótt eg geti ekki ráðið þessa gatu, þá finst mér meira vert um slika höfuðdrætti úr sögunni heldur en nákvæmar frásagnir at siðari tímum. Hin forna menning Evrópu er nú að laga sig eftir hinum nýju skilyrðum, sem iðntæknin hefir skapað. En auk þess á hún i vök að verjast gegn tveimur nýj- um menningarstraumum, sem steðja að úr austri og vestri og þykjast meiri og betri. Það er kommúnisminn og Amerískan. Báðar þessar stefnur virðast mér harla mikilvægar og eg held að við gætum lært nokkuð af báð- um. Eg myndi óska þess að London ætti eins góð söngleik- hús og New York og eins góða alþýðufræðslu i líffræði og Moskva. En eg óska ekki eftir að London semdi sig á neinn hátt að siðum þeirra um per- sónulegt frelsi. Eg fylgist af miklum áhuga með hinni grimmilegu og stundum blóðugu baráttu, sem ameríska stjórnin heyir gegn áfenginu og hin rúss- neska gegn hvítliðum. f þessari baráttu kennir harðfylgi og ofsa, sem vart á sér stað nema í ungri og uppvaxandi menningu. Eg get ekki felt mig við hug- sjónir Ameríkumanna né komm- únista af þvi að þær eru báðar langt um of fjárhagslegar. Báð- ar eiga sammerkt í því, að telja fjárhagsleg afköst öðrum mann- legum dygðum æðri, enda þótt gróðinn lendi annað hvort í vös- um einstakra manna eða hjá rikinu. Hjá báðum stefnir í þá átt að gera lífið vélrænt og menninga steypta í sama mót. Nú er eg ekki mjög hrifinn af vélum, en hefi mikinn áhuga fyr- ir lífinu. Eg hefi ekki eignast bíl né viðtæki, en eg á stóran og fagran blómagarð. Mínir menn eru ekki þeir, sem eru eins og fólk er flest, heldur þeir, sem gera óvænta hluti, svo sem að flytja boðskap frá Belgíu til Hollands í stríðinu og vera með- limir í jazzhljómsveit eða komm- únistaflokknum. Ekki tel eg mest um vert að beina vísindunum að dauðum hlautum, sem efnahagskerfi okk- ar hvílir á, heldur að lifinu sjálfu. Eg hefi ekki aðeins á- huga fyrir lækningum heldur á tilraunum til þess að koma al- menningi til að hugsa um sinn eigin líkama á vísindalegan hátt. Árið sem leið dóu 6,000 konur úr brjóstkrabba i Englandi og Wales. Ef þær hefðu komist undir læknishendi, þegar fyrstu sjúkdómseinkennin komu í ljós, þá mundi að minsta kosti fjórar af hverjum fimm vera enn á lífi og heilar heilsu. Þetta er aðeins eitt dæmi af mörgum. Þess vegna held eg, að það væri jafn-* vel mjög þarflegt að allur al- menningur lærði undirstöðuatriði í læknisfræðií En samt finst mér viðleitni til þess að beita vísindalegum að- ferðum á andlega sviðinu ennþá meira heillandi. Eg efast af- skaplega um gildi þeirra flestra. Flest af þvi, sem gengur undir na(f|ninu vísindaleg sálarfræði, virðist mér vera gersamlega ó- visindalegt. Sama er að segja unr erfðafræði, glæpafræði og fleiri slík “fræði.” Hinn fá- menni, varfærni hópur vísinda- manna og kvenna sem starfa á þessum sviðum er um setinn af slíkri hjörð af háværum froðu- snökkum, að eg get vel skilið þá, sem hefja upp rödd sina gegn framgangi vísindanna. Á- deila þerira hittir venjulega hina óhoðnu fylgifiska. En vísindin eru í framgangi. Við vitum nægilega mikið í sálarfræði til þess að lækna suma af áfbrota- mönnunum og geðveika, og um arfgengi nægilega mikið til að fullyrða, að sumir fávitar ættu ekki að hafa leyfi til að auka kyn sitt. En þetta ber ekki að skilja svo, að ekki eigi að refsa neinum afbrotamanni né heldur, að enginn heimskur maður megi giftast. Mér er ekki einungis ant um framfarir vísindanna, heldur og að geta greint hina stillilegu og lágróma rödd af skynsamlegu viti innan um hin háværu óp frá gervi-vísinda- mönnum og andstöðumönnum allra vísinda. Þótt eg aðhyllist enga trúar- skoðun finst mér trúmál hugð- nwmt umræðuefni. Trúarbrögð- in tákna tilraunir mannsins lil þess að setja vitsmuni sína og tilfinningar í samræmi við til- veruna. Hinn vitræni þáttur í þessum tilraunum finst mér merkilegastur sakir hins stór- kostlega hugarflugs. Sagan um það, hvernig hundruð miljóna manna fóru að festa trúnað á meyfæðinguna, á kóraninn, senr ekki var til, eða hin sáluhjálp- legu áhrif af því að liaða sig i Ganges, eru hrífandi bæði sögu- lega og sálfræðilega. En tilfinn- ingarnar virðast mér þó alvar- legri hlið málsins. Eigi þekk- ingin ekki að láta eftir sig opið skarð, sem hjátrúin mun vissu- lega fylla, verður maðurinn að læra að skoða sig sem borgara í þeirri veröld, sem vísindin hafa kent honum að þekkja. Sem betur fer veit eg að slíkur hugs- unarháttur er mögulegur. Eg hirði minna um stjórnmál heldur en fólk flest vegna þess að eg er sannfærður um, að all- ar stjórnmálastefnur, sem nú eru uppi, séu hrossakaup, sem á sínum tíma eigi fyrir höndum að víkja fyrir sjónarmiðum, sem hvila á vísindalegum grundvelli. Eg er fremur hálfvolgur stuðn- ingsmaður verkamannaflokksins af því eg álít núverandi skift- ingu á þjóðarauði okkar rang- láta og svo af því að í sumum iðnaðargreinum eru dagar hinn> ar frjálsu samlcepni þegar taldir. En eg kýs heldur stóriðju, sem rikið hefir með höndum heldur en auðmennirnir. Eg er með- mæltur þeim hreyfingum, sem stefna að víðtækari fjárhags- heildum, svo sem brezka heims- veldinu og bandalagsrikjum Evrópu, þótt eg geri mér von um að þetta tvent útiloki ekki hvort annað. Eg er rétt í meðallagi hrifinn af nútíma bókmentum og list- um. Að miklu leyti eru þær að- eins tilraun með búning, sem oft mistekst. Eins og sakir standa tek eg franskar bókmentir fram yfir enskar. Ekki er eg að upp- lagi söngnæmur, en samt dylst mér ekki, að útvarpið hefir bætt smekk manna i tónlist. Mér þykir gaman að konum, því eg er eins og aðrir karlmenn, en eg hefi ekki sérstakan áhuga fyrir gáfnafari þeirra. Öðru máli er að gegna með börn, eink. um drengi. Hver meðalgreindur drengur er brot af vísindamanni og listamanni um leið. Við, sem fullorðnir erum, reynum eftir föngum að venja hann af slíkri flónsku og tekst það oftast. En þangað til þetta hefir tekist er sæmilega greindur strákur miklu skynsamari og miklu betri lags- maður heldur en hver meðal- maður fulltíða. Mér þykir gam- an að hinni vaxandi þekkingu okkar á sálarlífi barnanna, en meira þykir mér þó til um þær tilraunir, sem gerðar eru, upp í opið geðið á grimmilegri mót- stöðu, til þess að kenna börnum það, sem börnum þykir mest gaman af öllu, sem sé mannlega liffræði. Þar með á eg ekki við fræðslu um kynferði, heldur um afstöðu barnsins til umhverfis- ins og hvernig líkami þess starf- ar. Börnin eru framtíðarvonir mannkynsins. Við gefum þeim ekki það, sem þeirra er. Mörg þeirra, sem bezt gætu tekið við æðri mentun fá hana ekki. önn- ur fá meiri mentun heldur en þau óska eftir eða geta meðtekið. Varla nokkurt þeirra fær að til- einka sér visindaleg sjónarmið fyr en eftir að þau hafa verið fyit af úreltum hugmyndum, sem gera vísindalega hugsun mjög Andrew Danielsson hyltur með vegulegu samsœti i samkomuhúsi Blaine-bæjar í tilefni af 60 ára afmæli sínu. En þegar verið er að rekja æfistörf einhvers manns, er mjög hæpið að treysta á augnabliks desember s.l. var innfalHð> Qg þá hælt við að úr því verði aðeins skjallmál og skrum og innantómur gull- hamrasláttur, en slíkar froðu- fellingar eru algjörlega ónauð- Þann 22. hr. Andrew Danielson haldið veglegt heiðurssamsæti i tilefni af sextugasta afmælisdegi hans. Samsætið fór fram í fundar. húsi lútersku kirkjunnar í Blaine og nokkuð á annað hundrað manns tóku þátt í því. Til samsætisins var efnt af íslendingum í Blaine og þeirri bygð og skipaði séra Guðmundur ,1. Johnson forsæti. Fundarhúsið og borðin voru smekklega prýdd með hlómum og öðru fögru skrauti. Fyrstur tók til máls hr. Jó- hann J. Straumfjörð, sem með nokkrum fögrum og velvöldum orðum skýrði frá tilgangi sam- sætisins og lét hann ánægju sina í ljósi yfir því að sjá svo inarga fslendinga samankomna til þess að heiðra afmælisbarnið með nærveru þeirra. Þá reis séra H. ,1. Johnson úr sæti sínu og flutti mjög hugljúfa og vel viðeigandi bæn. Því næst hvatti söngstjórinn okkar hér á ströndinni, hr. Sigurður Helga- son, alla til þess að syngja “Hvað er svo glatt; við hljóð- færið var snillingurinn Jónas Pálsson er spilaði undir söngv- ana öllum til ánægju. Rausnarlegar veitingar voru fram bornar af nokkrum konum og stúlkum bygðarinnar, og und- ir borðum skiftust á ræður og söngvar. Þessir tóku til máls, ásamt forseta: séra Erlingur .ólafsson, séra Albert Kristjánsson, séra Halldór J. Johnson, hr. Guðjón Johnson, hr. Jónas Pálsson og frú Sigriður Paulson. Allir töluðu ræðumenn mjög hlýlega í garð afmælisbarnsins og með mörgum völdum orðum sýndu þeir fram á dugnað og atorku hr. Danielssonar í öllu því, er hann hefði á einn eða annan hátt lagt hönd að, og ekki sízt á sviði stjórnmálanna og ýmsra velferðarmála bygðarinm ar, einnig hefði frámkoma hans á löggjafarþingi Washingtonríkis verið íslendingum og íslenzkri þjóð til stór sóma í öll þau 10 ár, er hr. Danielsson skipaði þar sæti við afbragðs orðstír. Einnig skemtu tveir ungir menn, Mr. D. Danielson og Mr. Lee, með hljóðfæraslætti. Þá afhenti séra Guðm. P. Johnson, Mr. Danielsson ljómandi fallegan I.E.S. gólf-lampa, sem afmælis- gjöf frá Blaine og bygðarhúum. Því næst kvaddi hr. Danielsson sér hljóðs og þakkaði fyrir þann mikla heiður, er sér hefði sýnd- ur verið, og með mörgum snjöll- um orðum lét hann í ljós hlý- hug sinn til allra viðstaddra og þeirra, er á einn eða annan hátt hefðu sýnt sér vinarhug i sam- bahdi við afmælisdaginn, og sér- ^taklega mintist hann þeirra góðu og hlýju orða, er komið höfðu bréflega frá hinum vel- virta, blinda öldungi, hr. Magn- úsi Johnson frá Fjalli. Að endingu sungu allir Eld- gamla ísafold, My Country og torvelda. Eg álít, að réttlæti til handa börnunum sé meira áríð- andi heldur en réttlæti fyrir fullorðna. Þetta er nokkuð af þeim við- fangsefnum, sem hugur minn er að glíma við. En sem liffræð- ingur geri eg mér ljóst, að allir menn eru mismunandi, og eg er alls ekki að halda þeim að öðr- um.—Jón Eyj>órsson Jnjddi. —Vaka. Enskir sjóliðar eru nú ekki lengur látnir bera nafn þess skips, sem þeir eru á í húfunum. Er þetta gert til þess að gera njósnurum erfiðara fyrir að fylgjast með ferðum enskra her- skipa. lod Save the King. Samsætið var hið ánægjuleg- asta í fylsta skilningi, því þar ríkti eining og bróðurlegur hug- ur. Svo fóru allir heim til sín glaðir í anda. —G. P. J. ANDREW DANIELSSON SEXTUGUR synlegar í sambandi við gestinn, sem við erum að minnast hér i kvöld, þvi nóg eg til af sönnum og virkilegum viðburðum. Mig langar því til að það, sem eg segi um Mr. Danielsson reyn- ist satt og ábyggilegt, þrátt fyrir það, þó að stilfærslan verði að sjálfsögðu fátækleg. Hreinskilnislega sagt, hefi eg sjaldan fundið eins sárt til van- máttar iníns eins og einmitt nú, þar sem meðalmensku minni er ætlað að tala vfir hausamótun- um á Andrési Daníelssyni, einum hinum slyngasta ræðumanni Vestur-íslendinga, bæði á ís- lenzku og ensku máli; ekki verð- ur því mótmælt, að mikið dregur það úr örðugleikunum, þegar verk mannsins sjálfs, sem tala á um, eru svo mælsk, að ræðu- maður getur næstum þagnað, og gefið þeim orðið, en þannig stendur á í þetta sinn, og læt eg því verk Mr. Danielssonar leysa mig af hólmi. Að mínu áliti er Andrés Danielsson stórmerkilegur mað- ur, gæddur hæfileikum og mann- kostum í ríkum mæli. Og vil eg nú leitast við að færa nokkrar ástæður fyrir þessari skoðun minni. 1. Mr. Danielsson hlýtur að vera eðlisgáfaður maður, annars hefði hann ekki getað aflað sér, á fullorðins aldri og af sjálfs- dáðum, þeirrar mentunar, að ná fullu valdi á islenzku og ensku máli, og það svo, að geta inætt hverjum sem er, og hvenær sem er á ritvelli eða ræðupalli, og einnig aflað sér ágætrar þekk- ingar á bók- og reikningsfærslu. 2. Mr. Danielsson hlýtur að vera stór hæfileikamaður, annars hefði hann ekki verið kosinn 5 sinnum í röð á löggjafarþing Washingtonríkis, þar sem hann sat um 10 ára skeið við góðan orðstír, og til þess að verða slíkrar stöðu aðnjótandi varð hann auðvitað að ganga 5 sinn- um á hólm við suma af færustu mönnum kjördæmlsins. 4. Mr. Danielsson hlýtur að vera trúverðugur og sanngjarn í dómum, annars hefði hann ekki verið kosinn 6 sinnum i röð af samborgurum sínum, ein_ mitt þeim, sem bezt þéktu til hans, til þess að gegna frið- dómara embætti, sem hann hafði á hendi samfleytt í 20 ár, eða þar til hann gaf ekki kost á sér lengur. 4. Mr. Danielsson hlýtur að vera mannkosta maður og kær- leiksríkur, annars hefði hann ekki tekið til fósturs og alið upp tvö munaðarlaus börn, og reynst þeim sem ætti hann í þeim hvert bein, og nú þegar þessi börn eru uppkomin og búin að festa ráð sitt, vakir hann yfir velferð þeirra eins og þegar þau voru að byrja að sleppa sér á milli rúma. Þetta læt eg nægja, þó eg viti vel að margfalt meira sé ósagt en það, sem sagt hefir verið, því æfinlega er betra að segja of lítið en og mikið. Látum oss öll þakka Mr. Danielsson fyrir þáð, hve djarf- lega hann hefir haldið á lofti ó- flekkuðum fána þjóðar vorrar. Lengi lifi Andrés Danielsson! (Ræða flutt af Jónasi Pálssyni á sextugasta afmælisdegi Andrcw Danielsson, Blaine, Wash.). Eg hefi valið þá leiðina hér í kvöld, að lesa af blöðum, það sem eg hefi að segja, þó mér sé það fullljóst, að slíkt sé ávalt leiðinlegra, heldur en það sem mælt er af munni fram. ANDRÉS DANIEDSSON FJÓRUM SINNUM 15 ÁRA Fjórum sinnum fimtán ára, frár, og kennir engra sára á fæti eða fingurgóm. Stóð þó harla oft i eldi árla dags og fram að kveldi, en heyrðist aldrei lemja lóm. Brimraddaður, brekkusælAnn, braust hann fram, þó virtust tækin léleg fyrir litinn dreng. Ekki hræddist Andrés brattann, áður hafði hann glímt við skrattann og vaðið margan stríðan streng. Komst í höfn með fé og frama, fáir hefðu gert það sama, að ösla djúpt og ískalt fljót. Hann stökk á land og steytti hnefa, strákur fór og reisti klefa, og fékk sér góða og fagra snót. Við það óx hans dáð og dugur, dirfska ný og karlmans hugur, konan tók nú byrði á bak; Þau héldu móti suðri og sólu, sína göngu Drotni fólu, og gengu heim með Grettis-tak. Frægð sér gat á þjóðar þingum, þó hann mætti köppum slyng- um, hopaði ekki um hænufet. Fáir gátu mælt hann máli, því maðurinn hafði kjaft úr stáli, og aldrei neinum undan lét. Nú situr hann með færi að fiska, og flytur konu nóg á diska, aldrei þó hann sæki sjó. Vitið brúkar við að næla, verður mörgum á að skæla, sem horfa á aflann er hann dróg. Þökkum öll i þjóðar nafni þessum mæta dreng, í stafni á skútu vorri , um langa leið; vel hann tók þar oft til ára, einkum þegar lyftist bára, og virtist ætla að skemma skeið. 22. desember, 1939. —Jónas Pálsson. LEIÐTOGINN ANDREW DANIELSSON 60 ÁRA 22. DESEMBER 1939 Hvað mun hér tákna sú um- hvggja öll, alskrýdd prýðileg samkvæmis- höll; hér hefir þökkin og vinsældin völd, veðrið og fólkið er indælt í kvöld. Ljósin og blómin þau ljóma hér skær, líðandi stund þessi er okkur kær; sextugan leiðtoga heiðrum vér hér, hollum sem málefnum fylgi sitt lér. Danielsson lifi um ótal mörg ár, ásýnd hans göfug og skarplegar brár gefa til kynna hans leiðsögn mun löng, lýðsins við hylli og vorfugla söng. Frúin með umhyggju lýsir hans leið, lvftir frá steinum að brautin sé greið gætir alls velsæmis, glaðlynd og prúð, gjarnan að fátækramálum er hlúð. Niður með alt, sem er lélegt og lágt, lifi það alt, sem er göfugt og hátt. Þroski til sigurs er þjóðanna hrós, þá flýja myrkrin við skínandi ljós. —K. D. Johnson f sumum löndum notar lög- reglan það ráð, að sprauta á ó- róaseggi rauðum “anilin”-lit, en það er afar erfitt að ná þessum lit úr fötum manna. Á þenna hátt eru óróaseggirnir auðþekkj- anlegir og því auðvelt fyrir lög- regluna að hafa hendur í hári þeirra.

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.