Lögberg - 22.02.1940, Síða 1
PIIONE 86 311
Seven Lines
#&ott
£&■ *
C<&0*
Service
and
Satisfaction
PIÍONE 86 311
Seven Lines
aot
ets
«**3?
£&■
^ ^*\leaner(Y^Ó^
For Better
Dry Cleaniny
and Laundry
53. ÁRGANGrUR LÖGBERG, FIMTUDAGINN 22. FEBRCAR, 1940 NÚMER 8
Finnar halda uppi
dæmafárri vörn
Símað er frá Helsingfórs á þrðijudaginn, að Finnar hafi króað
inni rússneska hersveit, um 18 þúsund manns, á vígstöðvunum
norðan við Ladogavatn, og náð auk þess á vald sitt ógrvnni her-
gagna. Við Kyrjálanes er á hinn bóginn mælt, að rússneski her-
inn hafi rofið skörð i hin fyrstu varnarvirki Mannerheim línunnar
svonefndu, sem kend er við hinn víðfræga hershöfðingja finsku
þjóðarinnar. Finnar hat'a sent Bretum og Frökkum áskorun um
aðstoð áður en það verði um seinan, að stemma stigu fyrir hinum
rússnesku árásarhersveitum.
.,iill!IIIIIHII!lllllllllllllilllllllllllllll!>llll!llílllllill!llllll!!IHIIIIIIIIIIII!llllllllllllllllllllllllllllllllll!llii'
Manitob aþingið sett
HON. JOHN BRACKEN,
forsætisráðherra
Fylkisþingið í Manitoba var
sett á þriðjudaginn af fylkis-
stjóra, Hon. W. J. Tupper, að
viðstöddu fjölmenni miklu. —
Hásætisræðan vék með virðuleg-
uni orðum að láti lávarðar
Tweedsmuir, og heimsókn kon-
ungshjónanna brezku í sumar
sem leið. Flest löggjafarnýmæl-
•n munu lúta að endurbótum á
sviði landbúnaðarins; er meðal
annars ráðgert, að fylkisþingið
krefjist þess af sambandsstjórn,
að bændum verði trygt viðunan-
*egt verð fyrir kornframleiðsl-
una. Þetta er hið fjórða þing
núverandi kjörtímabils, og er
ekki líklegt talið, að það eigi
•anga setu.
Saenska þingið á einu
máli um hlutleysi
Þjóðþing Svla hefir lýst sam-
hljóða fylgi við stjórnina vegna
afstöðu hennar til Finnlands-
•nálanna; telja þing og stjórn
sér það ekki fært, vegna hlut-
leysis þjóðarinnar, að senda
niannafla til Finnlands þó (ill
önnur aðstoð verði fúslega látin
1 té; yfir þessu er sænski herinn
óánægður, og telur vopnaða þátt-
töku á hlið Finna öldungis óhjá-
kvæmilega.
Býður sig fram í
Suður-Mið-Winnipeg
MR. J. J. SWANSON
Mr. J. J. Swanson, sem um
undanfarin nokkur ár hefir tekið
virkan þátt í starfsemi 0.0.1".
Hokksins hér í borg, og gegnt
mörguin trúnaðarstöðum í þágu
kans, hefir verið útnefndur
uierkisberi þess flokks í Suður-
Mið-Winnipeg kjördæminu við
sumhandskosningarnar sem fram
•ara þann 26. marz næstkom-
andi. Jafnframt þessu, er Mr.
Swanson kosningaumboðsmaður
tyrir Mr. Woodsworth íl Norður-
Mið-Winnipeg kjördpemi.
Mr. Swanson hefir tekið mik-
pn þátt í félagsmálum fslend-
lnga i Winnipeg, og nýtur al-
inennra vinsælda.
Frá Islandi
'''iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiuiiiiiiiiiiir
útsöluverð á mjólk hér í
Reykjavik hefir nú hækkað um
fjóra aura og verð á rjóma um
tuttugu aura. Áður kostaði
mjólk í flöskuin 42 aura hver
liter, en kostar hér eftir 46 aura.
Rjómi kostar nú kr. 2.80 hver
líter, en var áður seldur á 2.60.
Verðbreytingar þessar gengu í
gildi í dag. Verðlag á skyri
verður hið sama og verið hefir.
•
f gærmorgun varð vart nokk-
urra jarðskjálftakippa norðan-
lands, einkum við Eyjafjörð og
í Þingeyjarsýslu. Fundust all-
margir kippir á milli kl. 6 og
kl. 9 um morguninn. Að því er
fréttst hefir, voru kippirnir einna
snarpastir á Húsavík, svo að þar
hrundu munir úr hillum. Á
Akureyri fundust einnig allmarg-
ir kippir og hrikti í húsum. f
Dalvík gætti landskjálftakipp-
anna lítið sem ekki. Jarðskjálfta-
mælar hér í Reykjavík sýndu
einn kipp á níunda klukkutím-
anum, og virðist hann hafa ver-
ið allharður.
•
Þrír nýir vélbátar, eign hluta-
félagsins Njörður, bættust í
fiskiflota fsfirðinga nú upp úr
áramótunum. Þeir eru hvor um
sig um 15 rúmlestir að stærð,
með 45—50 hestafla vélum. —
Heita þeir Bryndís, Hjördís og
Valdís. Bátarnir voru smíðaðir
á ísafirði, í skipasmiðastöð Bárð-
ar G. Tómassonar.
•
í hagtíðindum nýútkomnum
eru skýrslur um manndauða árið
1938. 644 hjónavígslur fóru þá
fram á öllu landinu, eða sem
næst 5.4 hjónavígslur á hvert
þúsund landsmanna. Hafa hlut-
föll þessi verið svipuð þrjú und-
anfarin ár, en mun hærri árin
1916—1935, 6.4—6.9 á hvert
þúsund landsmanna.
•
Árið 1938 fæddust hér alls
2,326 lifandi börn, eða 19.7 á
hvert þúsund landsmanna. Er
það lægri hlutfallstala heldur en
nokkru sinni áður um mjög
langan aldur. Hefir fæðingum
æ farið hlutfallslega fækkandi
hér á landi um langt skeið.
Þannig fæddust árin 1916—20
að jafnaði 26.7 lifandi börn á
hvert þúsund landsmanna. Benda
þessar tölur ískyggilega mikið
til þess, að mannfjölgunin muni
í framtíðinni eigi verða jafn
hraðfara og verið hefir. Meira
hefir fæðst af sveinbörnum en
meybörnum, þannig að á móti
hverjum 1,000 meybörnum eru
1,071 sveinbarn. Andvana fædd-
ust 62 börn árið 1938, en 58 árið
áður. Af öllum börnum, er
fæddust árið 1938, voru 563 ó-
skilgetin, eða um 23.6 af hverju
hundraði fæddra barna. Er það
hærri hlutfallstala heldur en
nokkru sinni áður hér á landi i
heila öld. Hefir hún sífelt farið
hækkandi siðari ár, árin 1916_______________________
Þingmannsefni í
Norður-Mið-Winnipeg
Mr. Björn Stefánsson, lögfræð-
ingur, hefir verið útnefndur af
hálfu íhaldsflokksins til þess að
leita kosningar til sambandsþings
í Norður-Mið-Winnipeg kjör-
dæminu. Mr. Stefánsson er ætt-
aður úr Hróarstungu i Norður-
múlasýslu; fluttist á barnsaldri
til þessa lands, og er útskrifaður
í lögum frá háskóla Manitoba-
fylkis. Mr. Stefánsson er vel
gefinn maður um margt, og
prýðilega að sér í enskum og ís-
lenzkum bókmentum; hann tók
þátt í heimsstyrjöldinni frá 1914
við hinn bezta orðstír.
Frá kafbátahernaðinum
f byrjun yfirstandandi viku
söktu Þjóðverjar ensku beiti-
skipi og fimm verzlunarskipum
hlutlausra þjóða. En á sama
tímabili er staðhæft, að Bretar
og Frakkar hafi sökt á sjávar-
botn þrem þýzkum kafbátum.
1920 til jafnaðar aðeins 13.1%.
Alls dóu hér á landinu 1,204
menn árið 1938, eða 10.2 af
hverju þúsundi landsmanna. Er
það lægri hlutfallstala heldur en
verið hefir urn skeið, var áður
lægst 1933; þá dóu 10.3 af
hverju þúsundi landsinanna. 66
börn innan eins árs aldurs dóu
á árinu, eða 2.8 af hverju hundr-
aði. Er það minni barnadauði
en verið hefir áður og hefir þó
barnadauði verið mipni hér
heldur en í flestum löndum álf-
unnar. Mismunurinn á tölu
barna, er fæðst hafa lifandi, og
dáinna er 1,112. Er það meiri
munur heldur en árið 1937, en
minni en flest undangengin ár.
Þessar tölur sýna þó ekki fólks-
fjölgunina í landinu, þar eð á
ári hverju flytur talsvert af fólki
úr landi og aðrir til landsins.
Árið 1938 virðist 74 manns hafa
fluzt til landsins umfram þá er
brott hafa fluzt. En alls voru
landsmenn taldir ^vera 118,290
árið 1938.
•
•
Nú á næstunni verða bænda-
námsskeið haldin, á um 20 stöð-
um austanlands. Er það Bún-
aðarsamband Austfjarða og Bún-
aðarsamband Norður-Þingeyinga,
sem eiga hlut að námsskeiðum
þessum. Frá Búnaðarfélagi fs-
lands munu Pálmi Einarsson,
Halldór Pálsson, Ragnar Ásgeirs-
son og Gunnar Bjarnason flytja
erindi á námsskeiðum þessum og
leHf?jn þeir af stað héðan með
Lagarfossi um miðja næstu viku.
Verða fyrstu námsskeiðin haldin
í Fáskrúðsfirði og Norðfirði.
Auk þeirra manna héðan úr
Reykjavík, er flytja erindi á
námsskeiðinu mun í ráði, að
búnaðarsamböndin leggi til einn
fyrirlesara. Flest námsskeiðin
standa 2—3 daga. Er þetta einn
umfangsmesti námsskeiðsleið-
angur, sem efnt hefir verið til
hér á landi.
—Timinn 13. jan.
MR. RALPH MAYBANK,
frambjóðandi í Suður-
Mið-Winnipeg
Á þriðjudaginn í vikunni, sem
leið, var Mr. Maybank útnefnd-
ur á ný sem merkisberi Liberal-
flokksins í Mið-Winnipeg kjör-
dæminu hinu syðra. Mr. May-
hank hefir átt sæti á sambands-
þingi síðan 1935, og getið sér
í hvívetna hinn ágætasta orðstír
sakir frábærs dugnaðar og ár-
vekni um hag kjósenda sinna.
fslendingar í þessu kjördæmi
veittu Mr. Maybank dyggilega að
málum í síðustu kosningum, og
nú mega þeir enn síður við þvi,
að Iáta sitt eftir liggja viðvíkj-
andi einhuga stuðningi við hann.
útnefningarfund þenna sóttu
yfir 700 erindrekar víðsvegar úr
kjördæminu. Forsæti skipaði
Mr. H. A. Bergman, K.C., for-
maður Liberal samtakanna í
Suður-Mið-Winnipeg. R æ ð u r
fluttu Mr. W. J. Lindal, forseti
Liberal sambandsins í Manitoba,
Mr. Stefán Hansen og Mr. M. ,1.
Finkelstein, K.C.
Dr. Rögnvaldur Pétursson
—Minning—
“Hér grætur mikinn mög
Minerva táragjörn—”
Fallinn sé eg formann
frjálsrar stefnu,
leiðtoga lýðs,
er til ljóss sækir,
út úr miðalda
myrkri svörtu,
inn í Breiðablik
bjartra vona.
F'allin sé eg nú
fornvin kæran,—
helzt til árla,
sé i árum talið.
En verk hans standa
vottur elju,
er sumra yrðu hálfverk
heillar aldar.
Hver mun nú sigrúnir
sjótum lesa,
er þjóðans rödd
þagnað hefir?
örlaga þættir
íslands barna
enn hafa óvænt
angur vakið.
Hver mun geirmímis
hjörvi valda
og fornar vættir
fjörvi ræna?
Hver mun nú skipa
skarð hið auða
og fallinnar hetju
fána reisa?
Forn-vinur.
Frá Veáturvígátöðvunum
Undanfarna síðustu daga hef-
ir ekkert það gerst á vesturvig-
stöðvunum, er tíðindum þyki
sæta; einungis nokkrar smá-
skærur átt sér stað; eru vegir
sagðir þar illfærir um þessar
mundir vegna leysinga og asa-
hláku.
Merkur maður látinn
Þann 31. janúar siðastliðinn
lézt af hjartaslagi á heimili sínu
í bænum Sherwood í North Dak-
ota, Mr. Halldór Halldórsson
tollgæzlumaður, 66. ára að aldri:
mikilhæfur maður, vinsæll og
virtur af öllum, sem til hans
þektu. Mr. Halldórsson var upp-
alinn í hinni fögru Garðarbygð;
hann stundaði nám um hríð við
háskólann í Grand Forks, og
gaf sig framan af við kenslu-
störfum; en í full 30 ár hafði
hann með höndum tollgæzlu-
sýslan i þágu Bandaríkjastjórn-
ar. Mr. Halldórsson lætur eftir
sig ekkju af amerískum ættum
ásamt tveim dætrum. Hann var
jarðsunginn að Garðar þann 5.
febrúar af séra Haraldi Sigmar.
Efling greindarinnar
i.
í bók um frú Curie, sem nú er
mikið ritað um og mikið lofuð,
eins og rétt mun vera, stendur
að þessi mikla merkiskona hafi
hirt “minna en ekkert um heið-
urviðurkenningar.” Þetta getur
ekki verið rétt. Frú Curie var
vitrari kona en svo að hún teldi
viðurkenninguna einskis virði.
Hún liafði sjálf fengið að reyna,
hvað það þýðir að vera ekki við-
urkendur. f visindafélaginu
franska hafði verði lesin upp
ritgerð um hinar stórmerkilegu
rannsóknir þeirra hjóna. Eng-
inn þeirra blaðamanna, sem alt-
af eru viðstaddir fundi hins
fræga félags, hafði« í frásögu
sinni af fundinum minst einu
orði á hina stórmerkilegu rit-
gerð. Ástæðan hefir sennilega
verið sú, að fyrirrennari þeirra
hjóna á þessu rannsóknarsvæði,
prófessor Henri Becquerel, sem
þau höfðu að vísu farið fram úr,
hefir, þegar hann flutti félaginu
ritgerð þessa, ekki sagt neitt um
að hún væri mjög merkileg. En
afleiðing þessa skorts á viður-
kenningu var m. a. sú, að þegar
maður frúarinnar, Pierre Curie,
sótti um minniháttar háskóla-
emhætti, þá var honum synjað.
Voru þau hjón farin að ráðgera
að flytja burt úr Frakklandi,
þegar viðurkenningin kom og
bætti hag þeirra.
II.
Sannleikurinn í ofangreindum
orðum mun vera á þá leið, að
þegar 10. eða 20. vísindafélagið
gerði frúna að heiðursfélaga
sínum, þá hafi hún lesið tilkynn-
inguna um það án geðshræring-
ar. Sbr. það sem jarðfræðingur-
inn Sir Archiebald Geikie segir
um skylt efni, í hinni mjög fróð-
legu og ágætlega rituðu æfisögu
sinni.
Alment mat á mönnum og að-
staða öll, fer vanalega meir eftir
þvi hversu mikla viðurkenningu
þeir hafa hlotið, en hinu, að
beint sé litið á það hvers virði
mennirnir eru i raun réttri, og
verk þeirra. Hefir þá stundum
farið svo, og eigi sízt á sviði vis-
inda og heimspeki, að hinir á-
gætustu menn voru a. m. k.
framan af, lítils metnir. Og
hefir af slíku ýmislegt ógott hlot-
ist, því að rétt mat á mönnuin
og verkum þeirra, er einn af
hyrningarsteinum góðs þjóðfé-
lags. En þegar ritað er uin
merkisfólk fortíðarinnar, þá er
það oft þannig gert, að fremur
miðar til að tefja fyrir því, en
greiða, að menn átti sig á því
jafngildu fólki sem er mitt á
meðal þeirra.
Um jólaleytið 1939.
Helgi Péturss.
—Visir 17. jan.
Finlandia
f dag eru tuttugu og eitt ár
liðið síðan sjálfstæði fslands
var viðurkent. Dagurinn í dag
hefir verið ólíkur öllum öðrum
fullveldisdögum fslands. Fregn-
irnar um aðfarir Rússa á finskri
grund hafa verið að herast inn i
stofuna til mín í gær og í dag,
á öldum ljósvakans, utan úr
heimi. öll hin venjulegu full-
veldishátíðahöld hafa fallið nið-
ur í dag. Islandia og Finnlandia,
tveir stiltir strengir á hinni
miklu fiðlu örlagavaldsins, ymja
í dag samhljóða í sorg. Og nú
hellist hið volduga tónaregn
Sibelíusar yfir umhverfið, frá út-
varpinu. Finlandia liður fram
hjá i tónum: Sagan, þjóðin,
landið — þúsund vatna landið
í ljóma morgunsins, i skini
kvöldsólarinnar. Elfur duna,
lækir niða, vötn glampa í geisl-
um sólar, og skógar hneigja trjá-
krónur sínar fyrir sumarþeynum.
—Haustvindar blása. Vetur geng-
ur í garð. Stjörnubjört nótt yfir
hrímguðum skógum og snævi
þöktum víðáttum. En vor er í
nánd! Leysing! Finlandia hefir
varpað af sér okinu.
Fyrir tuttugu og fimm árum
var eg stadduri á móti norrænna
stúdenta. Finsku stúdentarnir
höfðu fengið skipun frá æðstu
stöðum um að sækja ekki þetta
mót. En þeir komu samt, buðu
hadtunum byrginn, mættu ein-
beittir og alvarlegir til þess að
treysta hin norrænu tengsl. Eg
sé þá í anda aftur í dag, þessa
alvarlegu, ungu menn, með hina
óslökkvandi frelsisþrá ólgandi í
blóðinu, en ok harðstjórans á
herðum. Því oki varpaði finska
þjóðin af sér. En nú ógnar
henni ofbeldið á ný. I dag hafa
Norðurlandaþjóðirnar tjáð Finn-
um sannið sína og hluttekningu.
En hvað stoða orð gegn eldregni
og vítisvélum? Ætlar hinn nýi
skandinavismus að bíða skipbrot
þegar til alvörunnar og athafn-
anna kemur, eins og hinn gamli
skandinavismus gerði á sínuni
tíma? Þvi verður svarað innan
skamms. En Finlandia hefir i
kvöld sýnt mér i tónum harm-
sögu sína og sigursögu, þrá sína
eftir frelsinu, viljann til að látað
lifið fyrir frelsið. Megi slíkt hið
sama eiga við um íslendinga í
dag og alla daga. Því hver sem
er reiðubúinn að deyja fvrir
frelsði, hann einn er frjáls.
1. desember, 1939.
Sveinn Sigurðsson.
—Eiinreiðin.
VEL SVARAÐ
Rithöfundurinn B e r n h a r d
Shaw og G. K. Chesterton eru
báðir gamansamir. Shaw^ neytir
aðeins jurtafæðu og er horaður
og grannvaxinn. Chesterton slær
hinsvegar ekki hendinni móti
kjötmeti, enda er hann feitur og
gildvaxinn. Einu sinni mættust
þessir stéttarbræður á götu í
London. Varð þá Chesterton að
orði: “Þeim, sem sjá þig, getur
vel dottið í hug, að hungursneyð
geisi í Englandi.” — “Og ef þeir
sæju þig, teldu þeir sig vita or-
sökina,” svaraði Shaw.—Parade.
HÆKKAÐUR
IÐNAÐA RSKA TTUR
Frá Ottawa er símað þann 20.
þ. m., að telja megi víst, að Sam-
bandsstjórn muni á næstunni
hækka til muna skatta á verk-
smiðjuiðnaði þjóðarinnar; er bú-
ist við, að slíkt mæti nokkurri
mótspyrnu i Austur-Canada.