Lögberg - 22.02.1940, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 22. FEBRUAR, 1940
3
;ind assistcd the chapter, if tliis
war continues to any length, \ve
will need all the help and assist-
ance we can get, we surely hope
that our raembership will in-
erease hy leaps and bounds for
there is no truer saying than
•nany hands make light work.
Respectfully,
L. Summers, Sec.
Alþýðuskáldið
úr Aðaldal
i.
Margir eru þeir orðnir og
margvislegir farviðirnir, »em
borist hafa frá íslenzkum fjöll-
um og fjörðuin vestur yfir víð-
áttu Atlantshafs, lent á hinni
fjarlægu Furðuströnd Norður-
Ameríku og skotið þar rótum í
nýja mold til festu og frambúð-
ur- Ilafa þeir oftast reynst giif-
II gs uppruna og góðs eðlis, er
Þeir hafa ilenzt i hinum nýja
jarðvegi, svo sem hið atorku-
sama og afkastamikla þjóðlíf
•anda vorra í Vesturheimi ber
vissast vitni um. Hefir það og
i'ingum glatt heimaþjóð vora og
aukið henni hug og framavonir
að frétta um atgervi og viðgang
hins frjóa, vestur-íslenzka þjóð-
arbrots, sem hún finnur bein af
sinum beinum og hold af sinu
holdi, og ann sem hezt alls heið-
urs og hagsældar.
Atgjörvi þessi, sem vér Heim-
lendingar viljum mega nefna arf-
horna, íslenzka atgjörvi, þótt
mjög hafi hún oft og tíðum
gla?ðst og gengist við af bættum
skilyrðum hins vestræna um-
hverfis, hefir ýmist komið fram
1 verklegum afrekum til gagns
°g gróða þjóðar sem einstaklings
eða þá, og engu síður, í and-
,egum afrekum, sein einkanlega
niunu hafa vakið athygli á vor-
Um fáme'nna þjóðflokki hjá ná-
grönnunum af öðrum Jijóðern-
Um> sem einnig hafa reist sér
bygðir og bú í hinni víðu Vestur-
álfu.
II.
Ln meðal hinna íslenzku
hynjakvista, er horist hafa vestur
1 æfintj'raleit og landnámshug,
eru og þeir, sem fyrir aldurs
sakir og ákveðinna hneigða voru
svo mótaðir orðnir, er þeir lögðu
l,t á djúpið, að þeir breyttust
hB til samræmis hinum nýju
skilyrðum, en héldust til æfiloka
eins og þeir komu, sem varan-
,egt sýnishorn hinum yngri og
upprennandi löndum af heima-
íslendingum frá fyrstu hendi.
Og einn þeirra mun mega full-
yrða að sá maður hafi verið, er
hér verður farið nokkurum orð-
u m um.
Eg, sem þessar línur skrifa,
hafði því miður, aldurs vegna,
enga aðstöðu til að komast í per-
sónuleg kynni við Sigurbjörn
skáld Jóhannsson. Einungis er
mér það í barnsminni frá vor-
ínu 1889 — en þá var eg tæpra
Ijögurra ára — að eg var stadd-
lIr á hlaðinu í Nesi í Aðaldal. —
har er kirkja, og mun þetta hafa
'erið á helgidegi. Kirkjan stóð
há Iikt og enn í dag, skamt suð-
Ur Gá hlaðinu austanverðu og
hirkjugarður umhverfis hana.
Man eg, að eg sá mann koma
gangandi sunnan ineð kirkju-
garðinum að vestan og stefna
heim á hlaðið. Hann var fremur
htill vexti, ofurlítið lotinn i herð-
Um> (h’>kkur á hár og vfirskegg,
en rakaður um vanga og höku.
Andlitið stutt og breitt með
ll(>kkuð djúpum dráttum. Klædd-
III var hann móleitum fötum,
þokkalegum með gráan hatt á
hofði. — Minningin na*r ekki
lengra. Heima á hlaðinu man
eg ekki eftir' gestinum, né nokk-
u,Uln öðrum mönnum. En upp
*’u þessuni degi hefi eg það á
•neðvitundinni, að þetta hafi
'erið Sigurbjörn Jóhannsson, er
há bjó enn á hálfu Hólmavaði,
n*sta bæ við Nes, en flutti til
' esturheims þetta saina vor.
Þessi er hin fyrsta vitund mín
af honum. En þráfalt heyrði eg
minst á Sigurbjörn síðan og far-
íð með ljóð hans, bæði á heimili
minu og í sveitinni yfir höfuð.
Og varla held eg að mönnum
hafi orðið jafn-tíðrætt í Aðaldal
um nokkurn annan mann um
þær mundir, þaðan horfinn lifs
eða liðinn, sem Sigurbjörn.
Og oftast voru þær ræður á
einn veg; Enginn veit, hvað átt
hefir fyr en mist hefir. Þó að
fáir eða engir af sveitungum
Sigurbjörns hafi latt hann vest-
urfarar, og sumir máske ýtt und-
ir hann, þá var hans alment
saknað, þegar til alvörunnar
kom, í Aðaldal og nálægum
sveitum. — Menn söknuðu hins
ástsæla alþýðuskálds, hins glað-
lynda gáfumanns, sem þrátt fyr-
ir fátækt og fleira mótlæti var
nálega á hverju mannamóti í
sveitinni boðinn og velkqpainn
og þótti hvervetna samkvæmis-
prýði fvrir skýrar og skemtandi
viðræður eða flutning sinna vin-
sælu ljóða. Menn söknuðu hins
landflótta listamanns og “fundu
hlóðið renna til skyldunnar,”
þegar þeir íhuguðu hinn angur-
væra “svanasöng” hans, er hann
kvað að skilnaði, þá er hann
reið í siðasta sinni út Dalinn,
áleiðis til skips:
Gnauðar mér um grátna kinn
gæfu mótbyr svalur.
Nú þig kveð í siðsta sinn,
sveit mín, Aðaldalur.
Fyr eg aldrei fann, hvað hörð
fátækt orkað getur.
Hún frá minni móðurjörð
mig í útlegð setur.
Eftir hálfrar aldar töf,
ónýtt starf og mæði,
leita eg mér loks að gröf
langt frá ættar svæði.
Kveð eg vini, fyrða og fljóð,
ferðar til ei hlakka.
Kærleik, trygð og kynni góð
klökkur öllum þakka.
Eg man það ljóst frá unglings-
árunum, að skáld og gáfumaður
í Aðaldal flutti erindi uin Sigur-
björn á meiri háttar skemtisam-
komu og skarð það er orðið
hefði við brottför hans. Kendi
mikils klökkva og sársauka í
þeirri ræðu, einkum þá er ra*ðu-
maðurinn fór með visur þær, er
hér voru til færðar.
III.
Nú líður að aldarafmæli Sig-
urbjörns, því að hann er fæddur
á Hólmavaði, 29. desember 1839.
Er í því tilefni litið hér að
nokkuru yfir æfi hans, þó að
því miður skorti heimildir að
svo stöddu, til þess að rekja
feril hans til nokkurrar hlítar.
Móðir hans hét Rósa Halldórs-
dóttir og vantar gögn til að rekja
ætt hennar hér. En faðir hans
var Jóhann Ásgrímsson, er bæði
mun hafa búið á Hólmavaði og
í Fótaskinni (sem nú heitir
Helluland). Þær jarðir eru báð-
ar í Aðaldal og á þeim jörðum
báðum bjó Sigurbjörn síðar,
soniir þeirra hjóna, og varla
annarstaðar.
Ásgrímur, faðir Jhanns, bjó
í Stafni í Reykjadal og var Jóns-
son bónda í Stafni, Péturssonar
bónda á Ytrafjalli í Aðaldal (þar
1703), Helgasonar bónda á Fjalli,
Illugasonar prests á Þóroddsstað,
Helgasonar. En kona Helga á
Fjalli og móðir Péturs Helgason-
ar var Elín ólafsdóttir, er ættar-
tölur telja systur Arnþórs á
Sandi, er þar bjó á 17. öld og
talinn var kunnáttumaður mik-
ill. Er hans getið í þjóðsögum
Jóns Árnasonar og víðar. Má
það teljast eftirtektarvert, að
frá þessum Fjalls-hjónum, Helga
og Elínu, eru komnir flestir þeir
Þingeyingar, sem mest orð hafa
á sér fyrir Ijóðagerð á siðari
árum.
IV.
Jóhann Ásgrímsson var talinn
prýðisvel skáldmæltur maður á
sinni tíð. Eru nokkrar stökur
eftir hann enn í manna minni,
t. d. þessi, er hann kvað á mann-
fundi einhverjum, þegar hann
var hvattur til að færa sig nær
og taka ofan hettuna, til þess að
geta heyrt á ræður manna:
Gaman er að glettunni,
—gott er að hlýða og þegja.
Heyri eg fyrir hettunni,
hvað þeir visu segja.
Þau hjón, Jóhann og Rósa,
munu alla tíð hafa átt við fá-
tækt að búa, enda nokkuð barn-
mörg, og jarðnæðin í rýrara lagi,
sem þeim hlotnuðust. Sigurbjörn
hefir því átt fárra lirkosta völ á
uppvaxtarárunum og orðið að
spila á eigin spýtur um flesta
menningar-útvegu. Enda hefir
afkoma hans og búskaparsaga
orðiðj nokkurnveginn endurtekn-
ing á reynslu foreldra hans, eins
og bújarðirnar urðu þær sömu.
Enda bjó hann ekki óslitið, held-
ur brá búi eftir missi fyrri konu
sinnar, Kristbjargar og var þá
um skeið vinnumaður í Rauðu-
skriðu hjá Árna bónda Magnús-
syni og máske víðar. En er
hann hafði kvænst í annað sinn
Maríu Jónsdóttur frá Höskulds-
stöðum, mun hann brátt hafa
hafið búskap á ný, og þá á
Hólmavaði. Hagur hans var þar
jafnan þröngur: einyrkjastrit í
tvíbýli á litlu og óhægu jarð-
næði. Mun hann þá hafa orðið
að leita sér eitthvað atvinnu utan
heimilis og þá einkum að Laxa-
mýri. Þar hjó þá Sigurjón Jó-
hannesson stóru og blómlegu búi
og þurfti margra vinnandi handa.
Var hann nokkuð venzlaður Sig-
urbirni og mun jafnan hafa
reynst honuni vel um atvinnu
og aðstoð, þegar mest reið á.
V.
Eftir harðindin kringum 1882
jókst mjög vesturfarahugur í
Þingeyjarsýslu og víða um land.
Enda skorti þá ekki áróður af
hendi útflutningsstjóranna, er
fóru árlega um héruð og fýstu
menn kröftuglega aði yfirgefa
hallæris-ástandið hér, en freista
nýrra og betri skilyrða í hinu
fyrirheitna landi vestan hafs-
ins.
Sigurbjörn fór ekki varhluta
slíkra áhrifa. Og þótt honum
væri ekki ljúft, fimtugum manni,
að leita nýrra landa, þá fann
hann á hinn bóginn örðugleik-
ana vaxa sér yfir höfuð því meir
sem aldur færðist yfir hann og
sá sér varla aðra kosti vænlegri
en fara að ýmissa dæmi, er líkt
voru staddir: segja skilið við
gamla landið og treysta á ham-
ingju nýrra heimkynna í fjarska
vestursins. Hann réðst því til
vesturfarar með konu og börn
vorið 1889, eins og áður er á
vikið, og veit eg ekki annað, en
að hin langa og áhættusama för
tækist slysalaust fyrir honum og
fjölskyldu hans.
VI.
Um kveðskap Sigurbjörrts Jó-
hannssonar og skáldskaparhæfi-
leik verður hér ekki ritað langt
mál. Þess gerist ekki þörf. Hann
Hann er fyrir löngu viðurkend-
ur, bæði austan hafs og vestan,
sem eitthvert hið hugljúfasta
alþýðuskáld og fjöldi af lausa-
visum liggur eftir hann, sem
land-fleygar hafa orðið og al-
menningseign.
Honum mun hafa verið létt
um að yrkja, en mjög hafði
hann hófsamt mat á skáldgáfu
sinni, sem bezt má sjá á kvæði
hans Til landa minna. En það
kvæði er inngangur að Ljóðmæl-
nm hans, er prentuð voru í Win-
nipeg 1902:
“Eg kvað ei til þess, skáld eg
teljast skyldi,
en skárst mér féll að hugsa þó
í ljóðum.”
Dagleg önn og sifelt strit og
áhyggjur fyrir daglegu brauði
sínu og sinna hefir efalaust dreg-
ið mjög úr möguleikum hans til
þess að leggja rækt við höfuð-
gáfu sína, ljóðgáfuna; enda seg-
ist hann einkum hafa ort við
vinnu sína eða þá ú næturvökum
sinum:
Westinghouse MAZDA LAMPS
Léleg birta veldur örðugleikum, og þessvegna
skuluð þér fá yður nýjar Westinghouse Mazda
lampakúlur, til þess að fá næga birtu fyrir
peninga yðar.
15 - 25 - 40 - 60
75 - 100 Watts
20c h ver
Pantið pakka, er senda má C.O.D., eða leggja
við ljósareikning yðar. Fljót afgreiðsla.
CITY HYDRO
Boyd Building • Sími 848-131
“Við orf og reku oft eg samdi
kvæði
og yfir hjörð um sumar jafnt
og vetur,
en oftast þó í næturvöku næði.
f næsturkyrð sá andinn jafnan
betur,
þótt fyrir ljós mitt löngum
drægi skugga
í líki svölu hamhleypan á
glugga.”
Meginhluti ljóðagerðar Sigur-
hjörns, fyrir utan, lausavísurnar,
hefir orðið tækifæriskvæði og
samkvæmiskvæði, bæði heima og
vestra, ort fyrir bænarstað ým-
issa kunningja hans. Hefir hon-
um verið vel ljóst, hve vandfarið
er með þessháttar starfsemi og
þótt sjálfum nóg um, hve mikið
var að gert i því efni:
“Svo hef eg flest í ýmsra anda
kveðið.
Minn eigin reikning sýna
nokkrar stökur.”
Og þó hafa mörg slíkra kvæða
hans orðið prýðileg í sinni röð.
Um mat Sigurbjörns á öðrum
skáldum veit eg það helzt að
segja, að hann sagði um Matt-
hías eitthvert sinn í viðræðum
við kunningja sina hér heima:
“Og allra þeirra er hann hag-
orðastur.” En ef um áhrif á
Sigurbjörn frá öðrum skáldum
væri að ræða, mundi helzt mega
nefna Kristján Jónsson, sýslunga
hans og samtiðarmann. Form
þeirra er víða áþekt og báðum
er rík í huga beiskja og sársauki
mannlífsins. Sigurbjörn hefir
og haft hinar mestu mætur á
Kristjáni, sem sjá má á dánar-
ljóðum, er hann hefir ort um
hann, eflaust af eigin hvöt. Kann
eg nokkuð úr því kvæði, en hefi
hvorki séð það prentað né skrif-
að. Þar er þetta erindi:
“Eg oft í draunii átti við þig
ræður
um yrkismál, er báðum voru
kær.
Mér fanst við yrðum bragar-
smiðis-bræður,
en blunds við lokin varstu
horfinn fjær.”
Sigurbjörn er einn þejrra fjöl-
mörgu islenzkra höfunda, sem
skáldskapargáfan og innsýnin í
heim bókmentanna hefir haldið
uppréttum í harðri og hlífðar-
'ausri baráttu lifsins. Vissulega
hafa þær orðið honum hugbót
og fró á margri þungri stund
strits og andvöku, — “bölva bæt-
ur beztar,” eins og Egill kveður
að orði um þessa náðargáfu sína.
Verður þeirri hugliót ekki betur
lýst, en Stephan G. Stephansson
gerir í upphafi hins óviðjafnan-
lega erfiljóðs síns um Sigur-
björn:
“Já, var það ei lán gegnum and-
streymið^ alt
jafn örugt á hending að fleytast,
og varð hún ei ylur, þá annað
var kalt
og örvun, er tókstu að þreytast?
—Hvort varð ekki bragur þér
blessunar-nyt,
í búi er lítil var eigan,
og brýndi ekki óður þér unað í
strit
°g e8gjaði ljáinn þinn deigan?”
•
Enn er hlýtt um minningu
Sigurbjörns í Aðaldal eftir 50
ára fjarvistir. — Og þó að við
sveitungar hans finnuin enn til
þess, hve heimangerð hans var
köld og fáskrúðug, þá er hann
lagði frá landi, fögnum við því
jafnframt, *að hún entist honuni
þó, til þess að fá haldið á lofti
hans eigin minningu og afkvæm-
is hans um ófyrirsjáanlegan tíma
meðal íslendinga austan hafs og
vestan.
Konráð Vilhjálmsson
frá Hafralæk.
LEIÐRÉTTING
í Morgunblaðinu 24. október
síðastl., er æfiminning eftir
Oscar Clausen um Soffíu Thor-
steinsson Lárusdóttur Benedikts-
sonar er andaðist 28. júlí, í
Bandaríkjum. Er þar sagt að
lang-amma hennar og kona Odds
Ormssonar hafi verið Þorbjörg
Magnúsdóttir sýslumanns Ketils-
sonar i Búðardal. En Þorbjörg
var ekki lang-amma hennar,
heldur Ingibjörg Jónsdóttir
seinni kona Odds. En synir
Odds með fyrri konu sinni, Þor-
hjörgu, voru þeir Eggert í Lang-
ey, Hákon á Kjarláksstöðum og
Brynjólfur i Arnarhæti, og voru
þeir hálfbræður við Benedikt afa
Soffíu er jiektur var með nafn-
inu Gjarðeyjar-Benedikt, áður en
hanrs fór til Ameriku um 1880.
E. ./. Breiðfjörð,
Upham, N. Dak.
Fjársöfnun til Laugarneskirkju
Lesendum Kirkju ritsins mun
kunnugt um kirkjulega starfið,
sem unnið er í Laugarneshverfi.
Er nú svo komið þar, að i ráði
er að kirkja verði reist svo fljótt,
sem kostur verður. Bwði Dóm-
kirkjusöfnuðurinn i heild sinni
og einstakir menn hafa lagt
fram mikið fé í þessu skyni.
Þriðjudaginn 14. nóv. söfnuðu
skátar fé i kirkjubyggingarsjóð-
inn og fengu mjög góðar viðtök-
ur. Námu gjafirnar þennan dag
um 3,000 kr. En fyrir voru i
sjóði 27,000 kr.
Sérstök fjársöfnun var hafin
í Laugarneshverfi. Mjög margir
leggja fram gjafir og sumir af
mestu rausn. —Kirkjuritið
^Uiiincöð anb
DR. B. H. OLSON
Phones: 35 076 . 906 047
Consultation by Appointment
Only
•
Heimili: 5 ST. JAMES PLACE
Winnipeg, Manitoba
&
(Siaibð
Dr. P. H. T. Thorlakson DR. B. J. BRANDSON
205 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 22 866 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 21 834—Oífice timar 3-4.30
• Res. 114 ORENFELL BLVD. Phone 62 200 Heimili: 214 WAVERLEY ST. Phone 403 288 Winnipeg, Manitoba
DRS. H. R. & H. W. TWEED Tannlfeknar • 406 TORONTO GEN. TRUSTS BUILDING Cor. Portage Ave. og Smith St. PHONE 26 545 WINNIPEG DR. ROBERT BLACK Sérfræöingur 1 eyrna, augna, nef og h&lssjCkkdómum 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham & Kennedy ViötalsUmi — 11 til 1 og 2 til 5 Skrifstofusimi 22 251 Heimllissími 401 991
DR. A. V. JOHNSON Dr. S. J. Johannesson
Dentist 806 BROADWAY
• Talsimi 30 877
506 SOMERSET BLDG. Telephone 88 124 Home Telephone 27 702 • ViCtalsttmi 3—5 e. h.
DR. K. J. AUSTMANN 410 MEDICAL ARTS. BLDG. Stundar eingöngu, Augna- Eyrna-, Nef og Hftls- sjúkdöma. ViötalsUmi 10—12 fyrir hftdegi 3—5 efUr h°i Skrifstojusimi 80 887 HeimiHssími 48 551 H. A. BERGMAN, K.C. islenzkur löofræOingur • Skrifstofa: Room 811 McArthur Bullding, Portage Ave. P.O. Box 1656 Phones 95 052 og 39 043
J. T, THORSON, K.C. islenzkur XöofrœOinaur • 800 GREAT WEST PERM. Bldg. Phone 94 668 A. S. BARDAL 848 SHERBROOOKE ST. Selur likkistur og annast um flt- farir. Allur útbönaOur sft bezU. Ennfremur selur hann allskonar minnlsvarCa og legsteina. Skrifstofu talslmi 86 607 Helmilis talslmi 501 562
J. J. SWANSON & CO. LIMITED 308 AVENUE BLDG., WPEG. • Faateignasalar. Lelgja hús. Ot- vega peningalftn og elds&byrgö af öllu tœgi. PHONE 26 821 ST. REGIS HOTEL 285 SMITH ST, WINNIPEG • pœgilegur og rólegur bústaBur < miObiki borgarinnar Herbergi 82.00 og þar yfir; meC baöklefa $3.00 og þar yflr. Ágætar máltlöir 40c—60c Free Parking for Guests