Lögberg - 22.02.1940, Side 5
LÖGBERGr, FIMTUDAGINN 22. FEBRÚAR, 1940
5
Sparið peninga á eldsneyti yðar!
KAUPIÐ
- “M & S” -
DJÚPGRAFIN KOL
Pantið hjá eldneytissala yðar
“M & S”
ÚRVALS SASKATCHEWAN LINKOL
Stapinn
[Höfundur þessarar ritgerðar er
Lárus Sigurbjörnsson, sonur Ást-
valdar Gdslasonar og konu hans
frú Guðrúnar heitinnar Lárus-
dóttur.—Ritstj.].
•
Hvað vitum við um leiklist-
arlíf V estur-íslendinga? I>að
er />ó einhver sterkasti þátt-
urinn i )>jóðrieknisstarfi þeirra.
— / þessari grein vekur Lárus
Sigurbjörnsson-rithöfundur at-
hygli á nýjum vestur-íslenzk-
um sjónleik eftir Jakob Jóns-
son, prest í Wgnyard, bróður
Egsteins fjármálaráðherra.
Sjónleikurinn var sgndur á
fgrra vori i Winnipeg undir
leikstjórn einhvers ágietasta
leikstjóra af íslenzkum ættum
vestan hafs, Árna Sigurðsson-
nr. Gerir greinarhöfundur að
tillögu sinni, að Þjóðræknis-
fclag Islendinga hér og Menta-
málaráð bjóði Árna Sigurðs-
xyni til íslands til þess að setja
hér upp sjónleiki.
•
Á áttuna tug aldarinnar, seni
teið, var þjóð vorri tekið blóð,
begar hófust vesturheimsferðir.
Alt fram undir aldamót, og
lengur þó, fluttu menn búferlum
af landi héðan til íslendinga-
hygða i Ganada og í Bandarikj-
unum. Fyrstu hundruð útflytj-
enda komu að ónumdu landi.
Þeir gerðust landnemar, ruddu
skóg og plægðu ekrur i fram-
andi landi með allsendis ófull-
nægjandi áhöldum. Þeir komu
að hinu nýja landnámi með tvær
'hendur tómar. Margir komust
á álnir, aðrir bjuggu alla tið við
þröngan kost, nokkrir biðu ó-
sigur í hinni hörðu baráttu —
en undra fáir, þegar á alt er litið.
Ættstofninn var sterkur.
Og þó var ekki glæsilega spáð
fyrir vesturförunum, er margir
hverjir hröktust svo að segja af
landi burt fyrir örbirgðarsakir,
en aðrir leituðu nýrrar staðfestu
1 Iífinu fyrir óvissa aflavon.
Þegar “emigranta”-skipin lögðu
frá landi með fólk í lestinni í
stað sauðfjár og hrossa, var létt
á mörgum hreppstjóranum í is-
lenzkri sveit — það myndi þó
aldrei verða til byrði héðan af —
en framsýna föðurlandsvini setti
hljóða út af brottflutningi fólks-
ms. Því vesturfararnir tóku með
sér einhver mestu verðmæti, sem
flutt hafa verið út héðan, kjark
°g dug örsnauðrar þjóðar. Ef
vestur-íslenzka æfintýrið hefði
farið á annan veg en raun ber
vitni, vesturfararnir íslenzku
horfið í mannhafið eða sokkið i
uýja örbirgð, þá er hætt við því,
að framfaraviljinn hjá þeim, sem
heima sátu, hefði ekki orðið sá,
sem hann varð. Vesturfararnir
sköpuðu fordæmi, sem varð til
eftirbreytni fyrir þá, sem erfðu
landið.
Alt þetta og margt fleira rifj-
ast upp fyrir manni, er maður
fes hið nýja leikrit séra Jakobs
•fónssonar frá Hrauni. Stapinn
heitir það, og það er aðeins til í
handriti ennþá, en það var leikið
' fyrra vor af leikfélagi Sam-
handssafnaðar í Winnipeg, undir
sfjórn Árna Sigurðssonar frá
Akureyri.
Vér nemum sem snöggvast
staðar, fslenzk list, íslenzk nöfn,
leikrit, leikfélag, rétt eins og við
seum að tala um leikviðburð á
næstu grösuin, í Dalvik, á Sauð-
arkrók eða á Akureyri, en svo er
þetta i kanadiskri stórborg.
Hvað vitum við um leiklistarlíf
Vestur-fslendinga? Sáralitið, og
þó er sýning íslenzkra sjónleikja
’ horgum og bæjum Kanada og
Handaríkjanna einhver sterkasti
þátturinn i þjóðræknisbaráttu
landa vorra vestan hafs. Beztu
menn þjóðarbrotsins islenzka
vestan hafs sáu brátt, að fátt var
hetur til þess fallið að viðhalda
tungu ng þjóðlegum siðum en
sjónleikjasýningar. Þar fékk
l|nga fólkið tækifæri til að sýna
kunnáttu sína í málinu og
sökkva sér niður í viðfangsefni,
fllíounicl lOpundVICTORIfl
UKeypiS! CALF MEAL
með pöntun af 100 pd. poka
VICTORIA $045
CHICK STABTER MASH
F.O.B. heimastöð yðar í
Man. ok Sask. aðeins
BYRJIÐ ungafóSrun rétt og trygg-
ið árangur.
pBTTA tilboð gildir til 30'. marz
1940, og nær til allra annara, en
þeirra, sem búa í Winnipeg eða
Regina.
SENDIÐ peningaávísun eða póst-
ávísun með pöntun yðar til:
McCABE BROS.GRAINco.ltd.
ST.BONIFACE M ANITOBA
sem var í senn skemtilegt og
þjóðlegt. Fyrsta sjónleikssýn-
ing vestan hafs, sem sögur fara
9f, var sjming “útilegumann-
anna” i Winnipeg 1884.
En íslenzk leikritun átti einn-
ig eftir að festa rætur í hinu
nýja landi. f útflytjendahópn-
um frá Akureyri 1873 var gáfu-
maðurinn ólafur ólafsson frá
Espihóli, sonur ólafs á Fjöllum
i Kjelduhverfi, Gottskálkssonar. Á
þeim tima voru bændaleikrit
þeirra Ara Jónssonar og Tómas-
ar Jónassonar að koma fram.
ólafur hafði hið mesta dálæti á
leikritun og þýddi sjálfur og
breytti upp á Akureyri (stað-
færði) gamanleik Holbergs Barn-
sængurkonan. Með honum var
samtíða, þá unglingur, Kristján
Jónsson Fjallaskáld, ,og mun
hann þá fyrst hafa kynst leik-
ritun, en Kristján samdi nokkur
leikrit í skóla, svo sem Misskiln-
ingurinn, sem nú hefir nýlega
verið gefinn út. Staðfærzla ólafs
á Hoíbergsleiknum ásamt f.jölda
inörgum öðrum leikjum er nú
varðveitt í einhverju dýrmætasta
leikritasafni Landsbókasafnsins,
sem Jónas Jónsson í Cardwell,
Muskoka, Ontario hefir skrifað
upp. En greinilegust tengsl milli
útflytjendahópsins 1873 og leik-
listarviðleitni nútíma Vestur-ís-
lendinga er þó að finna í starfi
Friðriks Sveinssonar, uppeldis-
sonar Ólafs. Friðrik er nú hálf-
áttræður, en hann hefir til
skamms tíma verið hægri hönd
allra þeirra, sem fengist hafa við
sjónleikjahald í Winnipeg og
víðar og málað flest leiktjöld við
sjónleiki þar vestra. Leikrita-
gerð Vestur-fslendinga hefir
komist hæzt með hinum sér-
kennilegu leikritum Guttorms J.
Guttormssonar. Þau eru út af
fyrir sig alveg einstakt fyrirbæri.
Nokkru áður en hin “expression-
istiska” stefna komst upp á yfir-
borðið í heimabókmentunum,
var íslenzkur barnakennari og
bóndi í Riverton-bygð búinn að
semja hreinræktuð verk i stíl
hinnar nýju stefnu, en án nokk-
urra fyrirmynda. Sennilega hef-
ir enginn orðið eins hissa og
Guttormur sjálfur, er honum var
sagt, að hann hefði fundið upp
stílræna stefnu á alheimsmæli-
kvarða fyrir sjálfan sig og einn
síns liðs í afskektri fslendinga-
bygð úti í Kanada. Einþáttung-
ur Guttorms “Hringurinn,” sem
prentaður var i óðni 1921, verð-
ur ætíð talinn með ágætustu
verkum sinnar tegundar, þó ekki
liggi leikritskornið opið fvrir til
Skilnings, frekar en flest leikrit
Guttorms.
fslenzku prestarnir vestan hafs
hafa margir hverjir stutt sjón-
Ieikjahald landa sinna með ráð-
um og dáð. Sýnir það eitt með
öðru, að sjónleikjahaldið hefir
verið skoðað sem áhrifamikið
vopn í þjóðræknisbaráttunni,
því presatrnir hafa einatt staðið
þar fremstir í flokki. Það iná
því segja, að það sé engin til-
viljun, að það er prestur, sem er
höfundur nýjasta sjónleiksins,
sein áhrifamesta leikfélag landa
vestan hafs, leikfélag Sambands-
safnaðar í Winnipeg, hefir tekið
til sýningar. Séra Jakob Jóns-
son er ungur maður, prestur í
Wynyard-söfnuði i Saskatche-
wan-fylki í Kanada. Hann er
guðfræðingur héðan og á ætt
sina hér, sonur séra Jóns Finns-
sonar frá Djúpavogi. Hefir hann
áður fengist við ritstörf og skáld-
skap og eru til nokkrai* smásög-
ur, prentaðar í blöðum og tima-
ritum, eftir hann, en leikritið
“Stapinn” er fyrsta ineiriháttar
ritverk hans og frumsmíð hans
á því sviði. Hefir hann á prjón-
unum annað leikrit um íslenzkt
efni, og má vænta hins bezta af
honum eftir frumsmíð hans að
dæma.
Sjónleikurinn “Stapinn” gerist
að mestu i islenzkri sveit, Stapa-
sveitinni, þar sem harðýðgi kald-
lynds fjáraflamanns hrekur
ungan bóndason, unnustu hans
og snauðan föður af jörð og
óðali til landafundar í Vestur-
heimi á fyrstu árum vesturheims
ferða. Annar þáttur sýnir líf
landnemanna i Nýja íslandi
nokkru eftir að bólusóttin hafði
geysað meðal þeirra og valdið
dauða og örvæntingu. Um þenn-
an þátt hefir Guttormur .1. Gutt-
ormsson látið svo ummælt, að
þar væri engu við að bæta. En
síðan berst sagan aftur til ís-
lands. Elskendurnir fráfyrsta
þætti eru nú orðin sterkrík hjón
og eiga nppkomna dóttur. Þau
eru í heimsókn að Stapa, ættar-
óðali Mr. Stonesons, sem fyrr-
um var bóndasonurinn Bragi
Steinsson frá Stapa. Hann er
aðalpersóna leiksins og ást hans
á ættaróðalinu, sem var hrifsað
út úr höndum hans, er þunga-
miðja leiksins. Hann vill kaupa
jörðina aftur. Hann hefir gull
í boði og hann lofar að koma
fram margvislegum framfara-
áhugamálum hins unga ábúanda
jarðarinnar.en Svanur Halldórs-
son, sónur mannsins, sem beitti
Braga ofríki fyrrum, vill ekki
láta laust óðalið. Svanur er í-
mynd hins unga, íslenzka bónda,
sem erfði landið og trúir á land-
ið m. a. af því hann hefir haft
spurnir af átaki hinna örsnauðu
•útflytjenda í annari heimsálfu.
Það dregur til tíðinda á Stapan-
um, er tveir jafn viljasterkir
menn og Bragi og Svanur takast
á um yfirráðin yfir jörðinni.
Hér við bætist, að þau fella hugi
saman dóttir Braga, Fjóla, og
Svanur. Ystarjátning þeirra er
með einföldum og fögrum blæ,
svo að eg minnist ekkb að hafa
séð slíkt atriði i öðru íslenzku
leikriti varfærnislegar og betur
gert. f síðasta þætti leiksins
ganga þau að eigast, en þá dvnja
álögin á Stapanum — álög, sem
vér fengjum vitneskju um i gam-
alli þjóðsögu, sem Vala, gamalt
hjú á bænum, segir unga fólk-
inu í fyrsta þætti leiksins. Jörð-
in á að eyðast í áttunda lið frá
fyrsta Stapa-bóndanum, sem brá
heiti við álfkonu i Stapanum
ofan við bæinn. En það er Bragi
sjálfur, sem lætur álögin koma
fram, ineð því að sprengja Stap-
ann fram og veita ánni yfir tún
og engjar, er hann sér fram á
ósigur sinn í viðskiftunum við
Svan. Leikurinn hefði getað
farið öðru vísi, en þannig er til
hans stofnað, að harmsagan er
eðlileg, en um fram alt er per-
sóna Braga með þeim hætti, að
önnur leikslok eru ekki fyrir
hendi, nema með þvi að svín-
beygja liinn stálharða og kald-
lynda fésýslumann, sem einu
sinni var örsnauður útflytjandi
með eina einustu ósk í barmi —
óskina um réttlát endurgjöld.
Það heyrir ekki til, að fara
hér að ritdæma sjónleik séra
Jakobs Jónssonar í einstökum
atriðum, meðan hann er ókom-
inn fyrir almennings sjónir.
Ymislegt smávegis stendur til
bóta í þessari frumsmíð sem
vonlegt er, og vafalaust má kippa
því í liðinn við væntanlega sýn-
ingu sjónleiksins hér, en það var
tilgangur minn, að hvetja ein-
dregið til þess, að svo mætti
verða. Sjónleikurinn er þess
verður, og hann ojmar mönnum
sýn inn í líf og hugsun landa
vorra vestan hafs.
Sýning þessa sjónleiks í Win-
nipeg tókst með afbrigðum vel,
enda þótt leikendur séu nokkuð
margir og mikils krafist af þeim,
sem fara með aðalhlutverkin.
Flestir leikendur Leikfélags Sam-
bandssafnaðar hafa nokkra
reynslu að baki sér, en vafalaust
má fyrst og fremst þakka leik-
stjóranum, Árna Sigurðssyni,
fyrir þann góða árangur, sem
náðist. Árni Sigurðsson er á-
samt ólafi Eggertssyni forystu-
maður landa vorra vestra um alt
sjónleikahald. Hann er leik-
stjóri Leikfélags Sambandssafn-
aðar, en formaður þess félags er
Miss Elín Hall. Það var Ólafur
Eggertsson, sem sýndi Fjalla-
Eyvind með leikurum frá The
Community Players á The Little
Theatre í Winnipeg 1930, og lék
sjálfur hlutverk Arnesar, en
Friðrik Sveinsson málaði tjöld-
in. Árni Sigurðsson lék að þvi
sinni ekki með, en 1913 lék
hann Fjalla-Eyvind með Guð-
rúnu Indriðadóttur í leikför
hennar til Ameríku, þá ungur
maður. Síðan hefir hann leikið
mörg hlutverk og haft á hendi
leikstjórn í fjölda leikritum, en
þar sem hann er málari góður,
lætur hann sér ekki nægja að
leika og leiðbeina, heldur málar
hann einnig leiktjöldin sjálfur
og þykja leiktjöld hans með af-
burðum fögur.
f sambandi við sýningu leiks-
ins hér væri vafalaust heppileg-
ast, að Árna Sigurðssyni leik-
stjóra va*ri boðið að koma leikn-
um upp. Þjóðræknisfélagið hér
ásamt Leikfélagi Reykjavíkur
ætti að leita stuðnings Menta-
málaráðs til þess að koma þessu
í framkvæmd. Sá ágæti siður
hefir verið tekinn upp fyrir
nokkru að bjóða hingað árlega
til kynnisdvalar einhverjum
merkum Vestur-fslendingi. Nú
ætti að velja Árna Sigurðsson til
fararinnar, af því myndi ís-
lenzkri leiklist vestan hafs fljóta
mikið gott til eflingar þessum
áhrifaríka þætti þjóðræknis-
starfsins þar, og vér myndum
kynnast af raun mætum lista-
manni, þar sem er Árni Sigurðs-
son, og jafnframt góðu leikriti.
L. S.
—Vikan.
Þjóðfélagsframþróun
f þessari grein vonumst vér
eftir að geta sýnt með rökum,
að þjóðnýtingarstefnan sé næsta
sporið í framförum heimsins
fyrir betra þjóðfélagsskipulag.
“Sagan er hinn bezti spádóm-
ur um það sem framtíðin felur
í skauti sínu,” er gamall orðs-
kviður, er vér flest öll könnumst
við. Vér hugsum oss að hverfa
til baka aftur í sögutímabil síð-
ari tíma, i þeirri von, að þar
getum vér lært eitthvað um
framtíðina.
Sumir hafa þá skoðun, að það
þjóðfélagsskipifjlag 'er vér nú
höfum, auðvaldsskipulagið, hafi
alt af verið til og muni alt af
verða til. Þeir skoða það sem
nokkurs konar helgidóm, sem
eigi megi hrófla við. Trú þeirra
á helgi þess er skyld hinni gömlu
trú á hin guðlegu réttindi kon-
unganna. Þá myndi furða á, ef
þeim væri sagt, að auðvalds-
skipulagið i þeirri mynd, sem
það er nú, tók eigr að útbreið-
ast fyr en fyrir tiltölulega
skömmum tíina, og náði eigi
fullnaðarþroska fyr en seint á
síðastliðinni öld eða i byrjun
þessaran aldar, en að fyrir þann
tíma var til annað þjóðfélags-
og hagfræði-skipulag, er réði
yfir lifi og athöfnum manna al-
veg eins ákveðið og auðvalds-
skipulagið gerir nú á tímum.
Það var nefnt lénsvalds skipulag.
Þó að lénsvalds skipulagið og á-
hrif þess væru mismunandi i
ýinsum löndum og á ýmsum
tímabilum, þá voru í aðalatrið-
unum þau réttindi til eignarhalds
eða umráða yfir landi, háð þeirri
skyldu að veita herþjónustu.
Undir lénsvaldsskipulaginu
var einstaklingurinn og réttur
hans virtur að vettugi. Hann
var algerlega undir yfirráðum
lénshöfðingjans. Til að losna
undan þeim yfirráðum, tók
langa og harða baráttu, en það
hepnaðist að síðustu, unz nú, að
enn er aðeins í hinum íhalds-
sömustu af hinum svonefndu
þjóðmenningarlöndum, einhver
eftirlíking af þessu gamla skipu-
lagi.
Á þeim tíina kom nokkuð það
fyrir, er varð hinn mesti styrk-
ur í baráttunni fyrir einstaklings
frelsinu. Ný lönd voru fundin
og landnám hófst i þeim. Sam-
göngur á sjó og landi tóku mikl-
um framförum og verzlun óx
hröðum skrefum. Með aukinni
verzlun óx þörfin fyrir fram-
leiðslu af ýmsu tægi. Með fram-
förum þessum gerðist þörf á
Frekari skýringar
þörf
Herra ritstjóri:
Eg Ias með athygli í síðasta
Lögbcrgi “Ávarpt til íslenzkra
kjósenda.” Ávarpið er lipúrt,
umfram það vanalega, á kosn-
ingatímum, enda eru alvarlegir
timar og fjöldinn á nálum. Því
er brýn nauðsyn á að pólitískur
flokkur, sem byggir tilveru sína
á gerbreytingu á stjórnarskrá
Canada, skýri sitt mál ítarlega
og með alvöru, en ekki vífilengj-
um, eins og þjóðmálamönnum
hættir til að gera. Mætti eg
benda á til hægðarauka fslend-
ingum hér, sem ekki skilja okk-
ar auðuga mál til hlýtar, að við
og við sé enska þýðing vissra
orða viðhöfð. T. d. jafnaðar-
inenn mun hér þýða kommún-
ista; hvað “hin róttæka hreyf-
ing” þýðir á ensku mun ekki
öllum ljóst.
Eins og höfundurinn getur um
þá voru um nokkur ár breytinga-
frömuðir hér í sérskildum deild-
uin, er sameinuðust 1933. Hér
vil eg, með leyfi, gera skýring,
sem höfundinum hefir láðst að
geta um, en sem eg tel nokkurs
virði frá sögulegu sjónarmiði:
Nokkru fvrir 1933 myndaðist í
Saskatoon, undir handleiðslu
Aarons Shapiro, sem margir
kannast við af orðspori, flokkur,
sem nefnist Ú-E.C.S.S., Samein-
aðir bændur í Canada, Saskatche-
wan deild. U.F.C. var snemma
umfangsmikil svo oft hélt við
hót. Meðal annars hófust þeirra
menn handa að mynda pólitísk-
an flokk, raunar tvo; einn fyrir
Canada sem heild, hinn fyrir
Saskatchewan. Veturinn 1933,
til skýringar, bentu þeir á, að
ýmsir breytingaflokkar, svo sem
sósíalistar og þess kyns, væru
raunar kommúnistar, “en við
æskjum,” sögðu þeir, “að kalla
okkar tilvonandi flokk C.C.F.—
Canadian Co-operative Federa-
tion.” Stofnþingið í Regina tók
því að sjálfsögðu þetta nafn. Nú
skilst mér að breytingar hafi
gerst á fvrstu stefnuskrá flokks-
ins; þar af leiðandi er óhugs-
andi að nálgast skynsamlega á-
lyktun á inálinu nema þvi að-
eins að núgildandi stefnuskrá
C.C.F. sé birt kjósendum. Von-
andi gerir herra Swanson það
við fyrstu hentugleika.
einstaklings orku, með þeim
árangri, að miklar umbætur
urðu á hagfræðilegu frelsi
mannsins. Þar sem áður hötðu
verið samin lög, er á ýmsan hátt
veittu lénshöfðingjunum hlunn-
indi,. en einstaklings réttarins
gætti nálega að engu, voru nú
lög samin, er vernduðu svo ein-
staklinginn og eignarrctt hans
sem olli því, að ýmsir menn
urðu stórauðugir og voldugir,
unz nú á tímum eru mörg dæmi
til þess, að þeir hafa orðið engu
minni þjóðfélagsmein en léns-
höfðingjarnir voru á sínum
tíma. Með þessum hætti þróað-
ist auðvaldið. Á byrjunarstig-
inu var það mjög nauðsynlegur
hlekkur i þjóðmegunar og fé-
lagslegri framþróun og framför-
um í heiminum.
(Framh. í næsta blaði)
J. J. Swanson.
Eitt er víst og það er mergur
málsins — crux — C.C.F. heldur
fram sem nauðsyn, afnámi sér-
eignar “private ownership.” Eg
hefi spurt allmarga orðhvata
C.C.F. menn, sem hrópa hástöf-
um um nauðsyn þá að afnema
séreignarrétt manna, hvort þeir
væri viljugir að afhenda eignir,
sem þeir með atorku og fram-
sýni höfðu aflað og láta hina
landsföðurlegu stjórn útbýta
þeim meðal ráðleysingja, sem
ekkert verður við hendur fast og
þeirra, sem alls ekki vilja vinna.
Enn hefi eg ekki hitt neinn sjálf-
bjarga mann, sem gaf ákveðið
svar, en litu eins og Æsir forðum
hver til annars.
Margir benda á hillingar glæsi-
legar og hrífandi yfir Rússlandi.
Þeir halda ef til vill að þaðan
komi Þór með hamarinn. Við
vitum að í Rússlandi er lands-
föðurleg stjórn og að landsfaðir-
inn lætur börnin rífa hris í hirt-
ingarvendi á sjálf sig. Við sjá-
um hér “Dukhobors” lúta eins
manns stjórn undir kommúnist-
isku eða jafnaðarmanna sniði.
Enginn á séreign en allir fá nóg
til viðhalds lifinu. Þó hafa all-
margir gengið úr leik, notað
canadisk lögj til að losast úr því
sem þeim finst ánauð. Eg vona
að herra J. J. Swanson leiði okk-
ur i allan sannleika í þessu
mikla vandamáli.
Calder, Sask., 15. febr., 1940.
./. Einarsson, eldri.
i MINNIS VA RÐA SJÓÐ
“K.N.” JÚLÍUSAR
Júlíus Davidson, $1; M. J.
Thorarinson, f 1; Magnús Mark-
ússon, $1; Guðmundur Jónasson,
$2; Th. E. Thorsteinson, $1;
Árni Eggertson, K.C., $1; Odd-
björn Magnússon, $1; J. G. Jo-
hannson, $1; Magnús Petursson,
$2; Jón Gillis, $1; Dr. A. Blönd-
dal, ,f3; Aðalsteinn Thorsteinson,
$1; Arnljótur Sigurdson, $1;
Gunnlaugur Josephson, $1; S.
Sigfússon, Oakview, Man., $1;
J. J. Swanson, $1; J. Magnús
Bjarnason, Elfros, $2; Mrs. W. J.
Burns, $1; Mrs. Desa Samson,
50c; Páll Hallson, $1.
Alls ,* 24.50
Yður augl. frá Wpg_102.50
Samtals $127.00
Meðtekið með þakklæti.
—Nefndin.