Lögberg - 21.03.1940, Blaðsíða 1

Lögberg - 21.03.1940, Blaðsíða 1
PHONE 86 311 a Seven Lines ^ÁO*á JfejgS'*0* aúlljjcrs tin (\ ^lA ^l>(UlIl<uj^V£ atV Service Cot- .and Satisfaction PHONE 86 311 Seven Lines V*^(cicílíl5rvtö^ Co^ For Better Dry Cleaning and Laundry 53. ÁRGANGrUR LÖGBERG, FIMTUDAGINN 21. MARZ, 1940 NÚMER 12 Canadiskrar þjóðeiningar vegna og allra annara hluta vegna þarfnast Canadiska þjóðin forustu Mackenzie Kings Veitið að málum hverjum einaáta frambjóðanda Liberalflokksins! Forustumenn Liberal flokks- 'ns þeir Mackenzie King og Ernest Lapointe, eru eindregið n móti herskyldu; þetta hafa þeir sannað í ræðu og riti siðan 1917; þeir hafa hvorki brugðist °rðuin sínum né trausti kjós- enda, og þeir gera það aldrei; Ever einasti frambjóðandi Lib- eral flokksins er andvígur her- skyldu; enginn þeirra ber kápu a háðum öxlum; þeim má óhik- að treysta. Ojóðstjórn Dr. Manions yrði ef til kæmi, einungis gríinuklædd afturhaldsstjórn; þetta efar eng- inn, sem fylgst hefir með gangi málanna síðustu daga. Dr. Manion hefir lýst því yfir, að í þjóðstjórninni, er hann tjá- ist munu mynda, verði fulltrúar allra stjórnmálaflokka. Hvat manna es þat? Ekki ósennilega þeir Duplessis, Hepburn, Drew, Stevens, Herridge eða lflack more, Coldwell eða Woodswortli og Tim Buck. Dr. Manion er formlega kjör- inn forustumaður afturhalds- flokksins í landinu, og þeir, sem kvnnu að ganga í þjóðstjórn hans, ef til slikrar stjórnar- myndunar kæmi, í|em naumast þarf að gera skóna, 'Tim Buck og hinir allir, yrðu skilyrðislaust að ganga afturhaldinu á hönd.— Islendingar í Selkirk kjördæmi! . . . Fylkið yður einhuga um Joseph T. Thorson! Sex og hálf miljón á kjörskrá Samkvæmt fregnum frá Ot- tawa á mánudaginn, nemur tala þeirra, sem á kjörskrá eru við n«'estu sambandskosningar 6,500,- 900. Er það hálfri miljón meira en í kosningunum 1935. Mest er aukningin í Quebec. Hitler og Mussolini hittast í Brennerskarði Síðastliðinn mánudag áttu þeir einvaldsherrarnir Hitler og Mussolini samtalsfund í Brenner- skarði ftalíumegin landamær- anna, er stóð yfir í hálfa þriðju klukkustund; ekkert hefir enn Verið látið í ljós um það, hvað vopnabúr eitt; var þetta lengsta °ðru leyti en því, að utanríkis- •'áðuneyti beggja þjóða telja sanitalið verið hafa einkar vin- saiulegt. En ýmsir sýnast þeirr- ar skoðunar, að utanríkisráð- herra Þjóðverja hafi hlutast til 11 (n fundinn með það fvrir aug- Uln. að styrkja Mussolini i li’únni á málstað Hitlers. ustu siðan fyrir núverandi styrjöld, hefir sagt af sér vegna þess að þingið synjaði henni um traustsyfirlýsingu í sambandi við sókn stríðsins. ♦ ♦ -f Fjárlagafrumvarp Bracken- stjórnarinnar var lagt fram i í'ylkisþinginu á þriðjudaginn, og gerir það ráð fyrir $775,000 tekjuafgangi. Ánægjulegt söngkvöld Hamramar loftárásir Á sunnudaginn beindu 14 þýzk luftskip för sinni til herskipa- hvíanna brezku við Scapa Flow, °f? vörpuðu yfir svæðið ógrynni a* sprengjum; eitt brezkt her- skip laskaðist nokkuð að því er Botamálaráðuneyti Breta segist a> uuk þess sem vítisvélar Þjóðverja ollu nokkrum spjöll- Urn * smáþorpum við ströndina. Piu svipað leyti sveimaði fvlk- 'n8 brezkra loftskipa yfir her- skipastöðvum Þjóðverja við Údigoland, og skaut niður að •uinsta kosti eitf þýzkt Heinkel Hugfar. Nýjuátu fregnir Brezk loftför framkvæmdu á luiðjudagsnóttina 7 klukku- stunda árás á loftskipastöðvar þjóðverja á Sylt-eynni, og gerðu I)ar að sögn allvíðtæk spjöll; sPrengdu þar meðal annars upp 'opnabúreitt; var þetta lengsta °8 snarpasta loftárásin, sem ram að þessu hefir háð verið í I ^iistandandi styrjöld milli Sam- frja annarsvegar og Þjóðverja uinsvegar. -f -f -f 8tjórn sú á Frakklandi, er d°uard Daladier hefir veitt for- Söngskemtan sú, er frú Rósa Hermannsson-Vernon efndi til i Fyrstu lútersku kirkju undir umsjá Jóns Sigurðssonar félags- ins síðastliðið þriðjudagskveld, var með ágætum ánægjuleg þeim öllum, er fögrum söng unna. Frú Rósa hefir þróttmikla soprano- rödd, er yfirleitt naut sín hið bezta, og efnistúlkan söngkon- unnait var yfir höfuð góð; einna mesta hrifningu vakti hún þó með íslenzku lögunum eftir þá Björgvin Guðmundsson og Sig* fús Einarsson; náði mýkt radd- arinnar hámarki í hinu dulfagra lagi Björgvins við Vísur Höllu. Tvær systur söngkonunnar, þær frú Björg ísfeld og frú Ásta Hart, aðstoðuðu hana með slag- hörpu og fiðlu, og tókst báðum aðdáanlgea vel. - Það var v^ru- leg unun að horfa á og hlusta á þetta listræna þrístirni, systurn- ar þrjár, og finna til metnaðar- ins yfir því, að eiga þær sem boðbera fslands á sviði andans; þökk sé þeim öllum fyrir ó- gleymanlega ánægjustund. Mrs. J. B. Skaptason þakkaði Rósu og þeim systrum í nafni Jóns Sigurðssonar félagsins, og bauð síðan samkomugestum til kaffidrýkkju í fundarsal kirkj- unnar. Einkennilegir orðhákar Þrir afturhaldshöfðingjar, þeir MacPherson frá Regina, Diefen- baker frá Prince Albert, og Col. Drew, foringi afturhaldsflokks- ins í Ontario, taka vafalaust pll- um fram í núverandi kosninga- hríð fyrir fúkyrðasakir; tveir þeir fyrnefndu bera Mr. Iving á brýn allar hugsanlegar tegundir falsana, en sá síðastnefndi nefn- ir hann bleyðimenni. En sjálf- ur yfirforinginn, Dr. Manion, gerir það að sérgrein á þessari alvörutíð, að skella upp úr á mannfundumi; - það væsti víst ekki um Canada ineð slíka herra í stjórnarsessi! Frá Islandi Tekur ísland þátt i New York sýningunni á þessu ári? Eins og Morgunblaðið hefir áður skýrt frá, var allmikill á- hugi meðal manna hér fyrir þyí, að Island yrði áfram þátttak- andi í heimssýningunni i New York á þessu ári. Síðasta Alþingi veitti sem kunnugt er 50 þús. krónur í þessu skyni, gegn jafnmikilli fjárhæð annars staðar frá, en ráðgert var, að þátttaka okkar i sýningunni á þessu ári myndi kosta nálægt 100 þús. kr. En eftir þeim fregnum, sem Morgunblaðið hefir fengið, munu nú litlar eða engar horfur á, að sýningu okkar verði haldið á- fram á þessu ári. Ástæðan er sú, að kostnaður við sýninguna síðastliðið ár virðist ætla að vera mun meiri en ráðgert var. Af þeim sökum þyki ekki fært að halda sýningunni áfram. Morgunbl. 22. febr. V.b. Kristján með fimm manna áhöfn saknað . f Sandgerði gerðu menn sér vonir um það í gærkveldi, að vél- báturinn “Kristján” (15 smá- lestir), sem ekkert hefir spurst til frá þvi að hann fór í róður á sunnudagskvöldið, muni koma fram. Er gert ráð fyrir að vél bátsins hafi bilað, og að hann hafi hrakið undan veðri til hafs. Leit var hafin að bátnum strax aðfaranótt þriðjudags. En allan þriðudaginn var kolsvört stór- hríð, svo ekki sá nema nokkra faðma út frá leitarskipunum, sem eru “Sæbjörg” og vélbátur- inn “Ægir.” —Morgunbl. 22. febr. Allir vegir ófærir lir bænum Allar bílferðir úr bænum stöðvuðust i gærmorgun vegna þess að snjórinn hafði fokið svo í skafla á vegum, að ófært var bílum. f bænum var færðin ó- breytt frá því daginn áður. Unnið var að snjómokstri í gærmorgun til þess að koma nauðsynlegustu samgönguæðum i lag og voru umferðarvandræð- in því ekki eins tilfinnanleg er fór að liða á daginn og fleiri leiðir opnuðust. Bílar komust ekki nema að Sjóklæðagerðinni i gærmorgun; LADY TWEEDSMUIR Á sunnudaginn flutti Lady Tweedsmuir, ekkja Tweeds- muir lávarðar, kveðjuávarp til canadisku þjóðarinnar yfir útvarpið; en hún er nú á förum til Englands; komst Ladv Tweedsmuir meðal annars þannig að orði; “Hvar, sem leið min liggur, verð eg ávalt óaðskiljan- legur þluti hinnar canadisku þjóðar. Mér er ekki unl að skiljast svo við þetta land, að eg eigi láti í ljós þakk- læti mitt til þjóðarinnar fyrir þá ástúð, er við hjónin og synir okkar, áttum hvarvetna að ma*ta á hinni ógleyman- legu dvöl í þessu mikla undralandi; þökk mín berst yður á öldum ljósvakans frá djúpi hrærðrar sálar.” ekki nema rétt inn fyrir Tungu á Suðurlandsbrautinni og i Hafnarfjörð var ófært. Um há- degisbil fóru strætisvagnar að ganga í Sogamýri, Seltjarnarnes og Skerjafjörð. Fyrsti bíllinn í Hafnarfjörð í gær fór héðan klukkan 5 og var 3/4 klst. á leiðinni. 'Snjóbíll kom til Hafnarfjarð- ar um miðjan dag i gær með póst. Morgunblaðið í Hafnarfjörð var sent með manni, sem fór gangandi suður. Mokað var í gær snjó af veg- inum i Mosfellssveit, m. a. til að hægt væri að flytja mjólk i bæinn, en mjólkurskortur var orðinn tilfinnanlegur vegna sam- gönguvandræða. í gærkveldi var enn ófært suður með sjó og ekki komust bilar lengra en að Bald- urshaga austur á bóginn. í Keflavík eru mannhæðar háir skaflar og hefir ekki hlað- ið niður jafn miklum snjó þar í fjölmörg ár. Gert er þó ráð fyrir, að mok- að verði á vegum svo fært verði austur á Sandskeið, en þar taka svo snjóbílar við með nauðsyn- legasta flutning austur fyrir fjall.—Morgunbl. 22. febr. Músíksjóður Guðjóns Sigurðssonar tekur til starfa Músíksjóður Guðjóns Sigurðs- sonar úrsmiðs tekur til starfa á þessu ári. Sjóðurinn er stofnað- ur samkv. erfðaskrá hans frá 14. júlí 1908, og er sjóðurinn gjöf hans til höfuðstaðar íslands. Skipulagsskrá er nú staðfest fyrir sjóð þenna. Er svo fyrir mælt þar, að til- gangur sjóðsins sé, að “stuðla að því, að ibúar höfuðstaðarins eigi ókeypis, eða með vægum kjörum aðgang að þvi að njóta góðrar tónlistar við almennings hæfi. Samkvæmt erfðaskránni áttu allir vextir stofnfjárins að leggj- ast við höfuðstólinn til 1. jan. 1940. En eftir þann tíma skal 4/5 ársvaxtanna varið á þann hátt, sem stjórn sjóðsins telur að sé í beztu samræmi við til- gang stofanda sjóðsins. En 1/5 vaxtanna á að leggja við höfuðstólinn, unz sjóðurinn er orðinn 300 þús. krónur. Eftir þann tima verður eigi lagt nema 1/10 af vöxtunum við höfuðstól- inn. Sjóður þessi á að vera undir umsjón bæjarstjórnar höfuðstað- arins, og kýs bæjarstjórn 2 i stjórn hans, en organistinn við dómkirkjuna er sjálfkjörinn j stjói-nina. Er það á dagskrá bæjarstjórnar á morgun, að kjósa þessa tvo menn í sjóð- stjórnina. Orðsveimur hefir verið um það, að Ríkisútvarpið ætti að njóta góðs af tekjum þessa sjóðs, því með því móti næði tónlist sú, sem hann styrkir i framtíð- inni, bezt til almennings. En það verður tilvonandi stjórn sjóðsins, sem ákveður það, og hefir það alveg á valdi sínu, hvernig tekjum sjóðsins verður varið, samkvæmt tilgangi stofn- anda. Fyrir 32 árum, þegar Guðjón 'Sigurðsson stofnaði þenna sjóð, voru aðstæður allmjög á annan veg, en þær eru nú. Þá dreymdi engan um útvarp eða neitt i þá átt.—Morgunbl. 21. febr. ilasíer ^LiIIirs By RICHARD BECK Pure as the heart of a child White as the new-fallen snow Gracing the highest peaks— Fragrant IJllies of Easter! Symbols of life re-born Skyward they lift our souls. Proclaiming winter dead, Heralding summer near! Easter! The lillies white Unfold a glorious view:— Dawn in the Judean hills Crowning an empty grave. Snjóþyngsli á Akureyri Fréttaritari vor á Akureyri símar, að óvenjumiklum snjó hafi kyngt niður þar um helg- ina og i gær. Mikil ófærð er orðin á götum á Akureyri. Rafstraumur féll niður frá Laxárstöðinni nýju til Silfurbrúðkaup Á mánudagskveldið var þeim Stefáni ritstjóra Einarssyni og frú hans, haldið all-fjölment samsæti í Goodtemplarahúsinu, i tilefni af silfurbrúðkaupi þeirra; veizlustjórn hafði með höndum Sveinn kaupmaður Thorvaldson í Riverton. Aðalræðuna flutti séra Guðmundur Árnason frá Lundar, en auk hans tóku til máls A. S. Bardal, Ásmundur P. Jóhannsson, Hjálmar Gíslason, séra Rúnólfur Marteinsson, séra Valdimar J. Eylands, og Thor- valdur Pétursson; en með söng og hljóðfanaslætti skemtu Alec Johnson, Ragna Gíslason og Ragnar H. Ragnar. Dr. S. E. Björnson frá Árborg flutti frum- orkt kvæði, en ljóð eftir þá Berg .1. Hornfjörð og Jónas frá Kaldbak, las B. E. Johnson, auk nokkurra heillaóska 'skeyta. Gunnar Erlendsson aðstoðaði við sönginn. Til minja um atburðinn, voru silfurbrúðhjónin sæmd gjöf nokkurri í friðu. Áttræðisafmœli Frú Erika Thorláksson, kona séra N. Stgr. Thorlákssonar, átti áttræðisafmæli siðastl. föstudag; í tilefni af þeim merkisáfanga í lífi frúarinnar, safnaðist saman um kveldið á heimili soriar þeirra, Dr. Thorbjarnar, hið nán- asta sifjalið til þess að gleðjast með glöðum eins og þar stend- ur; af ujanbæjar ættliði, var við- stödd dóttir þeirra séra Stein- grims og frú Eriku, frú Sigmar, ásamt manni sínum séra Haraldi Sigmar á Mountain, N.D., og yngsta syni þeirra hjóna. Gjöf- um og heillaóska skeytum, víðs- vegar að, rigndi yfir frú Eriku á afmælisdaginn; þar á meðal frá fjarverandi börnum þeirra, Dr. Friðriki í Seattle, Halvdani í Vancouver, séra Octavíusi i Japan og frú Eastvold í Canton, South Dakota. Þrátt fyrir háan aldur, ber frú Erika skíðlogandi eld æsk- unnar í sál sinni, og stráir víð- feðmum og vorlöngum sólskins- geislum á veg samferðasveitar sinnar. Akureyrar á sunnudagskvöld vegna krapastiflu og var settur straumur á bæjarkerfið til ljósa frá gömlu rafstöðinni i Glerár- gili. Um 2 leytið í gær komst rafmagnið aftur í lag frá Lax- árstöðinni. Frá ísafirði barst einnig frétt um mikla snjókomu, en þar hef- ir verið blíðu veður síðan um nýár.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.