Lögberg - 13.06.1940, Síða 6

Lögberg - 13.06.1940, Síða 6
< LÖGBERG, FIMTUDAGINN 13. JCNÍ 1940 Sonur hinnar dánu (Ií ússneskt æfin týri) Kinu .sinni, þegar veturinn hafði lagt fyrstu snjóbreiðuna sína vfir sléttur Sí- beríu, runnu tveir sleðar inn í þorp eitt lítið nálægt bökkum fljótsins Jena. Auk nokk- urra Kósakka og hins stranga yfirmanns þeirra, höfðu sleðarnir meðferðis konu eina, sem hulin var blæju, svo ekki sá í andlit henni. Allir gátu þess til að hún væri ein af þessum ógæfusömu útlögum, sem dæmdir eru til að lifa lífi sínu það sem eftir er í þessum evðilöndum, langt frá átthögum sín- um. En eymd þessarar ógæfusömu konu, átti fljótt að taka enda. Sjúk var hún borin inn í hús eitt, grasakona þorpsins var sótt, og eftir að útlæga konan hafði fætt son, andaðist hún. Presturinn hafði komið til þess að heyra skriftamál hennar. Hann skírði barnið, en enginn fékk að vita nafn móðurinnar. Þrem dögum seinna tóku Kósakkarnir gröf í gaddfrosinn kirkjugarð- inn, rétt við múrinn. Þar var hin óham- ingjusama kona jörðuð, og góðhjartaðar kymsystur hennar báru vatn þangað, sam- kvæmt landvenjunni, og heltu því yfir leiðið, til þess að það skyldi frjósa sem fyrst svo líkið skyldi ekki verða villidýrunum að bráð. “Hvað á að gera við bamið?’* spurðu menn liðsforingjann, sem komið hafði með ókunnu konuna. “Þi getið alið það upj) á kostnað sveft- arinnar,” svaraði hann. “Þið getið alið það upp á kostnað svei't- sögðu þeir; “við erum allir eign tigins herramanns, sem býr langt í burtu héðan.” “Látið þá barnið líka verða að þræli hans!” svaraðx hinn harðbrjósta maður um leið og hann þaut af stað á sleðanum sínum. Þá var barninu komið í fóstur hjá fátæk- asta hirðingjanum þar í þorpinu. Enginn spurðist nokkru sinni fyrir um það, enginn komst að heiti móður þess. Kússar tíðka það mjög að gefa mönnum auknefni. Litli smælinginn yfirgefni, sem virtist dæmdur til eymdar og volæðis alt frá fæðingu, var næstum altaf nefndur “sonur hinnar látnu.” Jarðeignum þem í Síberíu, sem hinn tigni höfðingi átti, veitti forstöðu aðals- maður einn óæði-i tignar. Hann kom nú heim úr ferðalagi og frétti með mikilli gremju um barnið, sem fæðst hafði og nú skyldi verða þorpinu til byrði. Enga viður- kenningu vildi hann sýna fátæka hirðingj- anum, sem átti að ala það upp, en kallaði hjálparlaust barnið “beltikróaun,” “óskila- krakkann” eða valdi því enn þá verri hæði- yrði. Hirðinginn og kona hans, sem sjálf áttu mikla ómegð, skáru mjög við neglur sér allan viðurgerning við ókunna barnið. Drengurinn óv upp í fyrirlitningu, skorti og skömm. Samt varð hann ekki þrár eða jirjóskur í skapi en var altaf þolinmóður og mildur. Alla þá neyð og þjáningu, sem hann varð að þola, áleit hann óhjákvæmilega með öllu. Alla þá vinnu, sem á hann var lögð fi’á blautu barnsbeini, leysti hann af hendi með iðni og fúsu geði. En einu sinni höfðu börn hirðingjans leik- ið vesalings einstæðinginn alt of grátt, og þegar húsfaðirinn kom heim frá kránni óður og ær af brennivíni, dró hann drenginn fram úr króknum, sem hann sat grátandi í, lamdi hann drjúgum í viðbót og fleygði honum síð- an á dyr. Sonur hinnar dánu gekk kjökrandi á fljótsbakkann og þorði ekki að snúa aftur heim, því hann óttaðist ennþá verri með- ferð. Þar var nótt, ein af þessum dutlunga- fullu sumarnóttum Síberíu, þegar engin dimma grúfir yfir, aðeins ástúðlegt hálf- rökkur. Tunglið .skein á bylgjur fljótsins og hvítu smásteinana á bakkanum. Er drengurinn horfði á það, gleymdi hann bágindum sínum. Hann fór að langa til að leika sér, safnaði saman æði stórri steinahrúgu og byrjaði að byggja lítið hús. Þá heyrði hann alt í einu yndislegan söng alveg á næstu grösum. Hann leit undrandi í kringmm sig, en enginn var þar sýnilegur. Ómarnir heyrðust áfram og það var eins og .sá, 'Sem söng, sæti við hlið hans. Hann spenti gi-eipar og hlustaði. Það var eins og öllum bágindum og mótlæti væri blásið burtu úr hjarta hans. Honum fanst hann vera svo léttur og frjáls og ánægður, eins og hann gæti á ekkert framar kosið í heiminum. Þá snart lítil hönd við öxl hans og blíðleg rödd sagði. “Af hvefju heldurðu ekki áfram að leika þér?” Drengurinn opnaði augun hálf skelkað- ur, og hann sá yndislega litla stúlku, fáum árum eldri en hann var. í hið síða og þykka hár hennar var fléttað vatnsliljum og um ennið hafði hún stórar, snjóhvítar perlur. Aldrei gat hann til fulls lýst búningi hennar, en sagði altaf að sér hefði virst sem hin skínandi hvítu klæði hennar væru ofin úr tunglskinsljóma. Hver hún var og hvaðan hún hafði komið, gat hann ekki skilið, en hann spurði hana ekki um það. Hann gleymdi öllu öðru en því, hve fögur hún var, og hún lék sér við hann eins og hxín hefði verið systir hans. Þau bygðn hallir og keis- araborgir úr sandi og steinum. Því næst strauk hxin hárið frá enni hans, þvoði andlit hans í tæru vatni fljótsins og sagði: “Sjáðu nú, hvað J>ú ei*t fallegur!” Og hún kysti á hreinu, skæru augun hans, á enni hans og munn og þrýsti honum að hjarta sér. Enginn hafði áður sýnt syni hinnar dánu slíka ástúð og blíðu. Hann varð svo sæll, því fram að' þessu höfðu allir barið hann og hótað honum öllu illu. En undir eins og hin stutta, bjarta nótt var á enda og sólin var aftur að koma upp, néri litla stúlkan augun og sagði: “Eg er syfjuð! Nú verður þú að fara heim, annars færðu ávítur.” Við þessi orð varð drengnum aftur ljúst, hvað hann átti bágt, og hann spurði: “Kemurðu þá aldrei liingað aftur ? Eng- um manni er neitt um mig gefið, ætlar þú líka að yfirgefa mig?” Augu stúlkunnar fyltust af tárum. Hxxn strauk honum nokkrum sinnum með hend- inni yfir ennið, og sagði: “Frá þessari stundu skulxx þeir ekki ofsækja þig og hata framar!” Hún andaði í lófa hans og bætti síðan við: “Alt, sem þú tekur þér fyrir hendur, skal hepnast þér. Eg mun heldur ekki yfirgefa þig; í hvert skifti, sem ferðalangurinn föli” — liún benti á tunglið — “kemur í ljós, mun eg vonast eftir þér hingað út. Farðu nú heim, dyrnar hjá hirðingjanum eru opnar.” Drengurinn gerði eins og lixin sagði honum, en þegar hann sneri sér við til þess að líta á vinkonu sína að skilnaði, var hún horfin. Alt var kyrt og hljótt. Vatnið í fljót- inu bærðist blíðlega og það var eins og söng- urinn fagri ómaði aftur frá bylgjunum. Þá las drengurinn morgunbæn sína. í hljóði og gekk heim. En eftir því sem liann nálgaðist hús hirðingjans varð honum þyngra og þyngra í skapi. Hann hugsaði með sér: “Þetta fer aldrei vel. Eg verð sjálfsagt skammaður og barinn eins og vant er.” En alt fór öðru vísi. Hirðinginn sagði ekki eitt einasta illyrði við hann. Konan talaði blíð- lega til hans og gaf honum nóg að borða. Slæmu drengirnir sem annai’s voru vanir að berja liann, komu nú á móti honum vin- gjarnlegir í bragði og alt var með svo furðulegum hætti orðið öðx*u vísi. Þegar hann fór út í skóginn fann hann altaf safa- mestu berin, og ef hann kastaði færi sínu í ána, kom altaf fiskur á öngulinn. Ef hrein- dýr flæktist frá hjörðinni fann hann það fíjótlega aftur. Alt, sem hann tók sér fyrir hendur, hejmaðist honum. “Hann er laghentur,” sögðu menn, “það eru ósýnilegu andarnir, sem gefa honum heill og blessun.” En þegar nóttin nálgað- ist hraðaði hann sér jafnan út á óbygðan og evðilegan árbakkann, og hitti þar altaf litlu, yndislegu velgerðakonuna sína. Þau i*öbb- uðu saman og léku sér, en stundum var hún líka alvarleg. Hún kendi honum margt merki- legt, sýndi honum jurtir og grös, sem lækna kvilla og krankleika og steina, sem vernda mann fyrir eitri og gjörningum. Skilningur hans og vit skýrðist í hvert skifti, sem hún ræddi við liann. Orðin féllu í samræmi við hugsanir hans og án þess að taka eftir Jiví talaði hann oft eins og spekingur. Þá sagði ) fólkið í sveitinni: \ “Hinir ósýnilegu hafa ekki einungis gefið honum lagtækar hendur, þeir hafa líká gefið honum viturt hjarta.”— Nú leið óðum að vetri og hann er fljótur að ganga í garð í Síberíu. t júlí svíður sólarhitinn hverja jurt og hvert grasstrá en undir eins í október kemur sólin ekki í ljós á himninum fyr en um miðjan dag og er þá ens og óljós skífa, hitar ekkert og lýsir lítið, og hverfur aftur eftir fáar klukku^tundir. “Hvar er bærinn hans pabba þíns?” sagði drengurinn við vinkonu sína, “get eg hitt þig þar þegar vetrarhörkurnar koma og ])ú getur ekki lengur gengið við ísi lagða ána ?” “Þá verður þú að fara lengra upp á landið,” svaraði hún, “að hinu æðisgengna Angora-fljóti. Það fljót rennur með slíkum hraða og fossaföllum, að enginn ís getur lagst vfir bylgjur þess. Þar geturðu altaf hitt mig. ” Öllum mönnum JxStti nú vænt um son hinnar dánu, nema tigna forstjóranum, sem var s'trangur og harðbrjósta við alla undir- menn sína. Hann átti eina dóttur barna, sem hét Isidóra. Isidóra litla var tveimur árum yngri en litli munaðarlausi drengur- inn, yndislegt barn, en næstum eins liarðlynd eins og faðir hennar. Hið illa fordæmi hafði snemma spilt ungu hjarta hennar. Þegar hún gekk á götunni, urðu allir að lúta henni djúpt og auðmjúklega, jafnvel aldur- hnignir menn. Og þegar hana langaði til að aka. ísleða á ísnum á Jena-fljótinu, var hestum ekki beitt fyrir sleðann hennar, held- ur urðu synir hinna ánauðugu manna, dreng- ir þorpsins, að drag>a hana. Þá sat hin litla, náðuga ungfrú, sveipuð loðfeldinum sínum með svipu í hönd og skemti sér við að slá drengina, sem drógu hana. Einu sinni, þeg- ar sonur hinnar dánu dró hana, vildi svo til að hann hrasaði og féll á hálum ísnum. Þá sveiflaði hún keyrinu sínu og sló hann svo hann fékk rauðar og bláar rákir á hálsinn. En um leið og hann stóð upp aftur og togaði í sleðann, brast ísinn undir sleðanxxm og hann sökk. Hinn drengurinn, sem dró með honum, slepti sleðabandinu þegar og hraðaði sér á braut. Munaðarleysinginn einn varð eftir. Hann sá, hvernig elfurin lokaðist yfir höfði litlu stúlkunnar og honum fanst sem hans eigið líf myndi farast. Aður en óp hinna drengjanna höfðu kallað nokkurn til hjálpar, hafði hann kastað sér ofan eftir druknandi stúlkunni. Fyrst í stað drundu kaldar bylgjur fljótsins vfir höfði hans eins og hann ætlaði að sökkva niður í næturmvrk- ur dauðans. Því næst fanst honum að litla vinkonan hans ka'mi á móti honum, legði dóttur aðalsmannsins í arma hans og bæri þau bæði upp á yfirborðið. Hann sá aftur dagsins ljós, og í fangi hans lá meðvitundar- laust barnið drambsama, sem fyrir skömmu hafði misþvrmt honum. Hann og hinir drengirnir báru liana til hallar föður hennar og aðalsmaðurinn grimmi grét og néri sam- an höndum sínum í övæntingu, er hann sá eftirlætið sitt liggja kalda og meðvitundar- lausa við fætúr honum. En dóttirin náði sér og ]>á vaknaði grimd föður hennar. Hann kendi “óskilakróanum” um að óhapp þetta hefði viljað til og skipaði að fara með hann út og berja hann. Þá safnaði hin örmagna Ísidóra öllum þeim kröftum, sem liún átti í eigu sinn, stökk upp xír rximi sínu, gekk fram fvrir drenginn og sagði:, “Nei, faðir minn, nei! Enginn skal misþyrma þeim, sem bjargað hefir lífi mínu. Þú veizt ekki, hvað eg sá og revndi þarna niðri í vatninu. Eg var umkringd af ógurlegum verum, þær voru með mannsandlit, en þau voru bleikblá og blóðlaus. Líkaminn var þakinn skeljum, 'í stað handleggja voru langir, beittir uggar, sem þeir teygðu í áttina til mín og æptu hásum röddum: “Komdu hingað! komdu hingað ! Þú ert ein af oss. Það berst heldur ekki neitt lijarta í brjóstinu á þér.” Þá kom yfir mig ógnarleg dauðans angist, en drengurinn, sem (“g var nýbúin að vera vond við, hafði flýtt sér á eftir mér — hann bjargaði mér undan þesisum skrýmslum, tók mig í faðm sér og lyfti mér aftur upp í blessað dagsljósið. Aldrei skal drenglyndi það, sem liann sýndi mér, verða endurgoldið með illu.” Faðir hennar varð að láta undan henni og upp frá þeim degi var Isidóra eins og alt önnur manneskja. Hún varð blíð og mild við alla, sem voru af lágum stigum, já, næstum auðmjxík við hann, sem frelsað hafði líf hennar. Næst, þegar tunglsljós var, gekk dreng- urinn xit að Angora-fljótinu og þar hitti hann litlu vinkonuna sína. Á hálsi lians sá- ust ennþá svipuhögg Isidóru og stúlkan spurði hann spjörunum úr. Hann sagði henni ])á alt af létta og bæj;ti því við að sér hefði ekki sýnst betur en hún hefði komið til móts við hann niðri í elfinni. “Ekki skjátlast þér þar,” sagði hún, “og það var líka eg, sem lagði druknandi stúlkuna í faðm þér. Hefir þú aldrei heyrt að það bxii verur í ám og vötnum?” “Þá ert þxi líka Rússalka?” hrópaði hann og stökk á fætur óttasleginn. Þegar hún svaraði: “Já, eg er það!” gleymdi hann þegar í stað öllu ]>ví, sem hún hafði vel til lians gjört, reif skírnarkross sinn af brjósti sér, hélt honum gegn henni og hrópaði: “Vík frá mér, óskírða tælikvendi og liörfa á brott undan heilögu merki krossins! ’ ’ En litla stúlkan hörfaði ekki undan krossmarkinu. Augu hennar fyltust aðeins tárum. Hún var Rússalska, en ein af þeim góðu. 1 Rússlandi segja menn að þær séu ungbörnin, sem borin eru út af mæðrum sín- um eða öðrum, áður en þau eru skírð, og kastað í ána. Þar hefst æfi þeirra að nýju ogj þráin eftir jörðinni, sein ])au áttu að lifa á og þau hafa verið svift, knýr þau oft upp á bakkann. Þau elska mensku börnin, vernda þau í hættum og gefa þeim oft fáséðar gjafir. En vondu Rússölskurnar — það eru sjálfs- morðingjar, sem liafa kastað sér í örvænt- ingu yfir illvirkjum sínum út í fljótið og beðið þar bana. Um þær ganga margar sagnir. Mikil hætta er búin hverjum þeim, sem verður að næturlagi á vegi slíkrar Rússölsku. Því var það, að drengurinn skelfdist við að heyra að velgerðakona hans væri úr flokki slíkra vera. En er hxxn horfði róleg á krossmarkið og sagði: “Vilt þxi sakfella þann, sem þxi hefir aldrei revnt að öðru en góðu?” Þá kastaði hann sér fyrir fætur hennar og bað innilega um fyrirgefningu. Já, hann kendi í brjósti um vesalings stúlkuna, sem altaf varð að búa djúpt niðri í kðldu, dimmu vatninu. En hún snart augu hans og sagði: “Horfðu niður í fljótið og segðu mér hvað þii sérð þar niðri.” Þá ultu bylgjur Angora-fljótsins gagn- sæjar fyrir augum lians og allar götur niðri í speiltairu djúpinu, stóð hús — dýrleg bvgg- ing eins og úr himinbláum eðalsteinum með blikandi hvítt þak xir silfurbergi. Þegar drengurinn sá hina skínandi byggingu, hrópaði hann: ‘ ‘ En' livað það lilýtur að vera dásamlegt að bxia þarna niðri í þessari dýrlegu höll!” “Já, þar bý eg,” sagði stúlkan, “og ef ])ú vilt nú gera mig reglulega glaða, þá komdu með mér!” Hann svaraði ekki. Kaldur hrollur fór um hann allan og hann hörfaði nokkur skref aftur á bak frá fljótinu. “Nú, svo þú hugsar þig um,” sagði Rússalkan fagra. “Þxi minnist ekki þess, að það er þín vegna, sem eg hefi stígið upp frá dýrlegu höllinni minni og hefi svo oft orðið að þola þvingandi loft jarðarinnar. Neitir þú mér nú um það fyrsta, sem eg bið þig um — viljir ]>xi ekki endurgjálda traust mitt og gjalda ást við ást, þá sérðxi mig aldrei framai*. ” “Aldrei framar!” hrópaði sonur hinnar dánu, og um leið mintist hann þess, hversu líf hans liafði verið vesælt og snau'tt áður en hann kyntist litlu stúlkunni frá fljótinu. Þá gekk hann fram, liorfði ennþá einu sinni niður í djúpið — hann sneri sér við og leit í björtu augu gtúlkunnar og hvíslaði að henni: “Eg fer með þér!” Þá sló hún örmun- um utan um hana og steypti sér niður í iðandi strauminn. Snöggur, ákafur sárs- auki sljóvgaði drenginn, en aðeins andar- tak, þá andaði hann aftur óhindrað og nxi stóð hann niðri í spegilskæru höllinni, sem hann fyrir stundu liafði aðeins eygt í gegn- um vatnið. Hér virtist lionum hin yndislega vinkona hans ennþá fegri en þegar hann sá hana á jörðinni, og' hópur af áþekkum, jafn- fögrum börnum tóku vingjarnlega við lionum í hópinn. Hann var nú um stund með þeim, saklaus og gæfusamur eins og þau, án þess að kenna hungurs eða þorsta eða liafa neitt af þörfum og nauðsynjum mannanna eða sjúkdómum þeirra og áhyggjum að segja. Hér ]>ektist hvorki elli né hrumleiki, aðeins eilíf bernska. Enginn mismunur fanst á árstíð- um. Þar var enginn vályndur vetur né svíð- andi sumar. Trén sitóðu sífelt laufguð og blómum skrýdd, en blöðin voru stinn og ó- bifanleg, blómin ilmlaus og köld viðkomu eins og ís. Sólin skein heldur ekki þarna niðri, en tunglsljósið var dagsbirtan þeirra, sem þarna bjuggu. Þegar tungl var mink- andi, syrti að, og er þess naut ekki við, féllu öll börnin í fasta svefn. Þannig fór og með son liinnar dánu ])arna niðri í djúpinu. Hann sofnaði og vaknaði aftur með hinum börnunum, en ekk- ert tók hann eftir, hvað margir dagar og mánuðir liðu á meðan. í svefninum dreymdi hann stundum lífið á jörðunni og einu sinni þótti honum hann sjá hina fögru Isidóru, sem brosti blítt og' ástúðlega til hans of veifaði lionum með hvítu hendinni sinni. Þegar hann nú aftur vaknaði við tunglsljósið, var hann farinn að þrá jarðlífið. Þráin óx stöð- ugt, og' hann stóð oft og starði upþ í gegnum bylgjurnar og hlustaði eftir, hvort hann heyrði ekki menska rödd. Litla Rússalkan tók eftir þrá lians. Hxín horfði leng'i sorgmæddum, augum inn í augu hans og' sagði við hann: “Kærleikur þinn itil mín hefir fært mér lang\rarandi fórn. Eg sé að hjarta, þitt er ekki lengur lijá mér, þú þráir jörðina, óróleika hennar og sársauka. Nxí skal eg uppfylla óskir þínar.” Því næst lagði hún hendi sína þétt á augu honum, Jirýsti löngum skilnaðarkossi á varir hans, og er hann aftur fékk sjónina, lá hann uppi á fljótsbakkanum. Veturinn var liðinn. Sól- in orðin stór og voldug og skein á laufguð trén, og jörðin var vafin grænum sumar- gróðri.

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.