Lögberg - 13.06.1940, Side 8
8
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 13. JÚNÍ 1940
Drykkurinn
hvernig
sem viðrar
5c
Cr borg og bygð
A/.4 TREIÐSLUBÓK
Kvenfélaga Fyrsta lúterska safn-
aðar í Winnipeg. Pantanir
sendist til: Mrs. E. W. Perry, 723
Warsaw Ave.; Mrs. E. S. Feld-
sted, 525 Dominion St. Verð:
$1.00. Burðargjald 5c.
♦ ♦ ♦
Heklu-fundur í kveld (fimtu-
daginn). + + +
Mr. Barney Benson, B.Sc.,
lagði af stað austur til Montreal
á miðvikudaginn í vikunni sem
leið.
Herbergi og fæði fæst nú þegar
að 749 Winnipeg Ave., örskamt
frá Almenna sjúkrahúsinu; is-
lenzkir húsráðendur. Góð aðbúð
og sanngjarnt verð. Sími 88 645.
-♦• ♦ -♦-
Mr. S. Sigvaldason frá Baldur
var staddur í borginni í lok
fyrri viku, ásamt dóttur sinni.
Þeir Mr. G. G. Johnson og Mr.
A. M. Freeman frá Gypsumville,
hafa dvalið í borginni nokkra
undanfarna daga.
♦ ♦ ♦
Mr. Valdi Hillman frá Moun-
tain, N. Dak., kom til borgar-
innar i vikunni sem leið til þess
að leita sér lækninga við sjón-
depru; hann er um þessar mund-
ir á Almenna spítalanum undir
umsjá Dr. Kristjáns J. Aust-
mann.
♦ ♦ ♦
It may ruin you financially to
drive your car without proper
Automobile Insurance protection.
Rates and particulars gladly
furnished.
We can also arrange the
financing of automobiles being
purchased. Consult us for rates.
J. J. SWASON & CO„ LTD.,
308 Avenue Building
Phone 26 821
♦ ♦ ♦
Dr. Ófeigur ófeigssón frá
Reykjavík, er dvaldi hér um hríð
sem styrkþegi Canadasjóðs, og er
vinmargur frá dvöl sinni á þess-
um slóðum, er nýlega kominn
til New York, en hygst að fara
þaðan til Roche’ster, Minn., þar
sem hann ætlar að kynna sér
nýjustu læknisfræðilegar upp-
götvanir um hríð; hvort hann
kemur hingað er enn eigi vitað,
þó víst sé að hann hafi það i
hyggju. Upplýsingar um komu
Dr. ófeigs, lét ræðismaður Dana
og fs'lendinga, Grettir Leo Jó-
hannson Lögbergi góðfúslega í
té.
MIRAGLE YEAST
Bakar brauð á 5 tímum.
Borðíð það heilsunnar vegna.
Gott ger fyrir bruggun.
Framleitt hjá
DYSON’S LTD.
WIXNIPEG MANITOBA
Kennarastaða
Kennari óskast fyrir l’rey-skóla-
hérað. No. 890, í Argylebvgð.
Umsækjendur gjöri svo vel að
senda allar upplýsingar viðvíkj-
andi méntun, reynslu og laun-
um til
A. A. Sveinsson.
' / Sec.-Treas.
Box 5, Glenboro, Man.
Þann 7. júní voru þau John
Johnson og María Anderson gef-
in saman í hjónaband af séra
S. S. Christopherson í Church-
bridge. Framtíðarheimili þeirra
verður þar í grendinni.
♦ ♦ ♦
Miss Ruth Benson, sem dvaldi
í borginni hálfsmánaðartima hjá
móður sinni, Mrs. B. S. Benson,
lagði af stað austur til Ottawa
á Iaugardagskvöldið, þar sem
hún gegnir skrifstofustarfi í
þágu sambandsstjórnarinnar.
♦ ♦ ♦
MIKKISVA RÐASJÓDUR
K. N. JÚLÍUSAR
Áður auðlýst $225.75
S. Sigvaldason, Baldur 1.00
S. S. Anderson. Piney 1.00
Bogi Péturson, Wynyard 1.00
Alls . $228.75
♦ ♦ ♦
Laugardaginn 8. júní, voru
þau Sidney Adrian Atwood, frá
Sioux Lookout, Ont. og Margaret
Guðríður Johnson frá Transcona,
gefin saman í hjónaband, af
séra Rúnólfi Marteinssyni, að 493
Lipton St. Brúðhjónin fóru
samdægurs til heimilis síns í
Sioux Lookout.
♦ ♦ ♦
Sýningu leiksins .4 heimleið.
sem auglýst var hér í blaðinu að
leikinn yrði i Selkirk þann 13.
þ. m„ varð að fresta vegna
ófyrirsjáanlegra ástæðna. En
í þess stað verður leikur þessi
sýndur í Selkirk þann 17. á sama
stað og sama tima þá að kveld-
inu.
1
♦ ♦ ♦
Séra Haraldur Sigmar frá
Mountain, N. Dak„ kom til borg-
arinnar um miðja fyrri viku, til
þess að sækja tengdaforeldra
sína, séra N. S. Thorláksson og
frú Thorláksson, sem dvalið hafa
her í borginni síðan í haust er
leið.
♦ ♦ ♦
Einar Martin, bóndi í Hnausa-
bygð, lézt að heimili sínu síðast-
liðinn mánudagsmorgun, tæpra
sextíu ára að aldri; hann var
fæddur í Riverton. Einar var
greindarmaður og framúrskar-
andi söngelskur; hann lætur eft-
ir sig konu. Sigrúnu Baldvins-
dóttur frá Kirkjubæ í Breiðuvík,
ásamt sex mannvænlegum börn-
um; bróðir Einars á lifi, er
Gunnlaugur, búsettur í grend
við Hnausa. útför Einars fór
fram í gær undir umsjá Bardals.
Séra Sigurður ólafsson jarðsöng.
♦ ♦ ♦
Fulltrúar Gimli lúterska safn-
aðar hafa afráðið að halda
skemtisamkomu í kirkjunni
mánudaginn 17. júní, kl. 8.30
e. h. Ræðu flytur Mrs. Jóhanna
Thorvardarson frá Árborg. Einn-
ig til skemtunar verður söngur
og samsöngur, upplestrar, o. fl.
Inngangur, eins og gerist við
slíkar samkomur, er aðeins 25c.
♦ ♦ ♦
Leiknum um fsland, sem aug-
lýst var að útvarpað yrði frá
CJOR stöðinni í Vancouver 19.
maí, hefir verið frestað fyrir ó-
ákveðinn tíma, vegna banns, sem
Canadian Broadcasting Corpora-
tion hefir sett á allar upplýsing-
ar viðvíkjandi skandinavisku
löndunum, vegna stríðsins. Þetta
útvarp er í dramatísku formi.
Efni í leik þennan hefir viðað
að sér Mrs. Morris Irwin, New
Westminster, B.C. og fjallar
leikurinn um landnám fslands,
lifnaðarháttu, stjórnarfyrirkomu-
lag, þrek og kjark þjóðarinnar
á öllum tírpum og fleira, Hve-
nær sem levfi fæst, verður þetta
auglýst aftur í íslenzku blöð-
unum.
j PIANO RECITAL
| by the pupils of
THELMA GUTTORMSON,
A.T.C.M., L.R.S.M.
THURSDAY EVENING, JUNE 20TJI
í Recital Hall, Music & Arts Bldg.
Admission 25c - - 8:15 o’clock
o^
I
f
i
i
i
)
í
i
i
John Gilbert Jónasson og
Élizabeth Dorothea Lenchuk
voru gefin saman í hjónaband
laugardaginn, 8. júní, af séra
Bjarna A. Bjarnason. Athöfnin
fór fram á heimili foreldra
brúðarinnar, Mr. og Mrs. Sachara
Lenchuk, í grend við Gimli.
Brúðguminn er starfsmaður hjá
Birks-Dingwall félaginu hér i
borg. Heimili hinna ungu hjóna
verður í St. Vital, Man.
♦ ♦ ♦
Þann 4. júni voru Laurie Niel
Goodman og Alpha Málfríður
Halldórsson gefin saman í
hjónaband af séra Carli J. Olson.
Hjónavígslan fór fram á heim-
ili Mr. og Mrs. Laurie Johnson
að Mozart, að viðstöddu fjöl-
menni. Brúðguminn er sonur
Skúla Goodman, sem er búsett-
ur í Wynyard, en brúðurin er
dóttir Þórviðar Halldórsson. sem
er sonur Magnúsar Halldórsson
og ólafar konu hans, sem lengi
bjuggu í Hallson bygðinni í N.
Dakota. Brúðhjónin óku i bíl
til Winnipeg, Morris og annara
staða í Manitoba. Þau verða
búsett í Wynyard framvegis.
Þau voru sem bjartur vormorg-
un og giftingardagurinn var hinn
indælasti. Hugheilar og hjart-
anlegar blessunaróskir fylgja
þessum fallegu brúðhjónum á
hraut.
♦ ♦ ♦
SUMARHEIMILI BARNA
AÐ HNAUSUM
verður opnað í byrjun júlí. Eins
og allir vita þarf á svoleiðis stað
margt til skemtunar og dægra-
styttingar fyrir börnin. Sérstak-
lega þegar rigningadagar eru, og
þau geta ekki verið úti, verða
þau wrrslasöm, nema eitthvað sé
til að draga athygli þeirra og
skemta þeim. Eitt af því sem
þau ærslasöm, nema eitthvað sé
bráðnauðsynlegt að hafa gramo-
phone á staðnum. óefað eru
margir, sem eiga gramophone og
hljómplötur, sem ekki eru í
brúki nú, þegar allir nota út-
varp, og væri það sönn vinar-
gjöf ef einhver vildi gefa heim-
ilinu slíkt nauðsynjatæki. Ef
einhver sem á gramophone og
ber svo hlýjan hug til heimilisins
að vilja styrkja það, má sima
89 407, til Mrs. P. S. Pálsson, að
796 Banning St„ Winnipeg.
♦ ♦ ♦
ÚTISKEMTUN
Miðvikudaginn 19. júní næst-
komandi efnir kvenfélag Fyrsta
lút. safnaðar til “Garden Party’’
sem ákveðið er að fari fram á
flötinni sunnan vert við kirkj-
una, byrjar kl. 2.30 e. h. og verð-
ur haldið áfram fram eftir
kveldinu. Hrifandi skemtanir
verða hafðar um hönd um kl. 4
e. h. og um kl. 9 að kveldinu.
Margskonar veitingar verða til
sölu, svo sem: kaffi með brauði,
skyr og rjómi, svaladrykkir, ís-
i*lómi og candy, og sjá konur
félagsins um hvert fyrir sig.—
Gefst fólki þarna gott tækifæri
að hittd kunningjana í næði,
njóta sumarblíðunnar, og um
leið að gleðja kvenfélagskonurn-
ar ineð því að styðja það góða
málefni sem þær vinna að.
Enginn aðgangur seldur, nllir
velkomnir! Munið stund og stað.
(Verði veður ekki hagstætt
þennan dag, fer samkoman fram
í neðri sal kirkjunnar á sama
tíma).
♦ ♦ ♦
Á miðvikudagskvöldið þann
5. þ. m„ voru gefin saman í
hjónaband í Sambandskirkjunni
her í borginni, þau Mr. Arin-
björn Gerard Bardal og Miss
Rose Halldórsson. Séra Philip
Pétursson gifti. Mr. Hafsteinn
Jónasson söng einsöngslag að
Jokinni hjónavígsluathöfn, en við
hljóðfærið var Gunnar Erlends-
son; kirkjan var snyrtilega
skrýdd biómum.
Brúðguminn er sonur þeirra
A. S. Bardal útfararstjóra og
frú Margrétar Bardal, en brúð-
urin dóttir Jóns Halldórssonar
fyrrurrj í Riverton, og frú Önnu
Halldórsson, sem nú eiga heima
i þessari borg. Svaramenn brúð-
hjónanna voru Mr. Harald John-
son og Miss Agnes Bardal. Veg-
leg og fjölmenn brúðkaupsveizla
var setin að heimili þeirra Mr.
og Mrs. Björgvin Stefánsson,
740 Banning Street, þar sem
hvorki skorti gleði né góðan
fagnað. Einar P. Jónsson mælti
nokkur orð fyrir minni brúðar-
innar, en séra Philip mintist
brúðgumans með nokkrum hlý-
yrðum. Ungu hjónin fóru brúð-
för sína suður í Bandaríki
Framtíðarheimili þeirra verður í
Bardal Block, Winnipeg.
♦ ♦ ♦
Mr. og Mrs. Sigurður Sigurðs-
son frá Oak View, Man„ dvelja
,í borginni þessa dagana ásamt
börnum sínum.
♦ ♦ ♦
Mr. Sigtryggúr Sigurjónsson
frá Edmonton, kom til borgar-
innar á föstudaginn í heimsókn
til foreldra sinna, Mr. og Mrs.
Sigurbjöm Sigurjónsson; hann
mun dveljast hér um slóðir að
minsta kosti fram í lok yfir-
standandi viku.
♦ ♦ ♦
FERMING f SELKIRK
Hér birtast nöfn tólf ung-
menna, sem staðfestu skírnar-
heit sitt við fjölmenna guðsþjón-
ustu í kirkju Selkirksafnaðar,
síðastliðinn sunnudag, 9. júní,
kl. 2 e. h. Á þeim degi voru rétt
fimmtíu og eitt ár liðin frá
stofnun safnaðarins.
Eleanor Edna Erlendson
Ingibjörg Elísabet Alda
Goodman
Nina Margaret Johnson
Steinunn Laura Pearl
Stefanson
Olive Jóhanna Valgerður
Thorwaldson
Gordon Lorne Dalman
Victor Helgi Maxon
Carl Frederickson Midford
Lawrence Einar Thorwaldur
Peterson
Walter Gordon Stefanson
Franklin Wilbert Thorsteinson
Gordon Walter Walterson.
—V. J. Eylands.
Messuboð
FYRSTA LÚTERSKA KIRKJA
Sérn Valdimar J. Eylands
Heimili: 776 Victor Street.
Sími 29 017.
Sunnudaginn 16. júní:
Guðsþjónusta á ensku kl. 11
f. h.; sunnudagsskóli kl. 12.15;
íslenzk guðsþjónusta kl. 7 e. h.
♦ ♦ ♦
MESSUR i ARGYLE
Sunnudaginn 16. júní:
Baldur, kl. 11 f. h.
Brú, kl. 2 e. h„ ferming, alt-
arisganga og heiðingjatrú-
boðsoffur.
Grund, kl. 4 e. h.
Glenboro, kl. 7 e. h.
E. H. Fáfnis.
♦ ♦ ♦
VATNABYGÐIR
Kl. 11 f. h„ ensk messa i
Mozart; annan sunnudag, 23.
júní, verður messað í Grandy og
Wynyard. Jakob Jónsson.
♦ ♦ ♦
LÚTERSKA PRESTAKALLIÐ
í VATNABYGÐUM
Séra Carl .1. Olson, B.A., B.D.
prestur
Heimili: Mclnnes and Ken,
Wynyard, Sask.
Sunnudaginn 16. júní:
Westside kl. 11 f. h.
Foam Lake kl. 3 e. h.
Leslie kl. 7.30 e. h.
Allir boðnir og velkomnir-
♦ ♦ ♦
Sunnudaginn 16. júní messar
séra H. Sigmar í kirkju Vídalíns-
safnaðar kl. 11 f. h. (íslenzk
messa), í Brown, Man. kl. 2.30
e. h. (íslenzk messa) og í Péturs-
söfnuði við Svold, N. D„ kl. 8
e. h. (ensk messa).
♦ ♦ ♦
GIMLl PRESTAKALL
Sunnudaginn 16. júní:
Betel, mórgunmessa; Gimli,
dslenzk messa kl. 7 e. h.; sunnu-
dagsskóli Gimli safnaðar kl.
1.30 e. h.
DÁNARDÆGUR
Sunnudaginn 2. júní andaðist
Björg Pétursson á heimili sínu
í Fjallabygð, norður af Milton,
N. I)„ el'tir langvarandi heilsu-
leysi. Björg sál. fæddist 31. maí
1863 í Mjóanesi í Suður-Múla-
sýslu á fslandi. Foreldrar henn-
ar voru Magnús Vilhjálmsson og
Guðrún Jónsdóttir. Björg gilt-
ist fyrri manni sínum, Niels
Veum á íslandi, og koin með
honum til Ameríku og til N. Dak.
árið 1888. Hann dó snenrma á
árum hér i bygð. Þau eignuð-
ust 6 börn en af þeim lifa nú
aðeins tvö, Jón og Guðrún, sem
bæði eru búsett í California.
Árið 1899 giftist Björg í ann-
að sinn, þá Haraldi Péturssyni
bónda, i Fjallabygð. Bjuggu þau
þar stóru myndarbúi, þar til
Haraldur dó í hárri elli fyrir fá-
um árum. Var heimili þeirra
vinsælt og mikilsvirt, eins og
þau sjálf, fyrir sakir gestrisni,
greiðasemi og margra kosta. Þau
eignuðust þrjú börn, Oscar,
'heima; Helgu (Mrs. Thorstein-
son), Duluth, Minn.; Magneu
(Mrs. Swanlaw), Milton, N.D.
Auk þess tóku þau stúlku til
fósturs, sem heitir Ragna og er
heima. Þar að auki hafði Har-
aldur áður tekið til fósturs Svöfu
(Mrs. ögmundson) nú í Blaine,
Wash. og Thorleif Thorleifsson
í Botteneau, N.D.
Jarðarför Bjargar fór fram
þriðjudaginn 4. júní frá heim-
ilinu og kirkju Fjallasafnaðar.
Séra H. Sigmar jarðsöng. Fjöldi
fylgdi hinni látnu til grafar.
Björg sál. var góð, mikilhæf
og vel gefin kona. Naut hún
mikilla vinsælda, enda var hún
gestrisin, hjálpsöm og félagslynd.
♦
Mánudaginn 27. maí andaðist
Kristján Jónsson á heimili dótt-
ur sinnar og tengdasonar í grend
við Milton, N. Dak„ N. D. eftir
langvarandi heilsubilun. Kristján
sál. fæddist í Þingeyjarsýslu á
fslandi 2. apríl 1870. Foreldrar
hans voru Jón Björnsson frá
Stóru-Laugum í Reykjadal í
Þingeyjarsýslu og ólína Andrés-
dóttir. Kristján sál. var ná-
skyldur nafna sínum Kristjáni
Jónssyni, hinu velþekta skáldi í
Þingeyjarsýslu, sem dó á svo
ungum aldri.
Kristján kom frá fsljandi 1891.
Hefir hann búið mikið af tíman-
um siðan í N. Dak„ oftast í
grend við Hallson og Svold, N. D.
Hann giftist Stefaníu Friðrikku
Stefánsdóttur. Þau eignuðust 4
börn, sem öll eru á lífi, tvö i
N. Dak. og tvö í Manitoba. Þau
hjón skildu fyrir allmörgum ár-
um og hefir Stefanía síðan átt
heimilisfang i Manitoba.
Kristján sál. var mjög söng-
hneigður og söngelskur maður,
en líka Ijóðelskur. Hann var
kurteis og vingjarnlegur í fram-
komu ávalt, og vildi æfinlega
varast sem mest að meiða til-
finningar samferðafólksins.
Kristján var jarðsunginn frá
kirkju Péturssafnaðar við Svold,
N. I)„ fimtudaginn 30. maí.
Margir nágrannar og kunningjar
fylgdu honum til grafar, auk
skyldmennahópsins. Séra H.
Sigmar jarðsöng.
♦
Sunnudaginn 26. maí urðu þau
Mr. og Mrs. Leo Hillman, Moun-
tain, N. D. fyrir þeirri sáru sorg
að missa 7 vikna gamlan einka-
son sinn. Hann dó á sjúkrahúsi
í Grand Forks, þar sem foreldri
hans voru að leita honum lækn-
inga. Barnið smáa var jarðsung-
ið frá kirkju Víkursafnaðar í
Mountain, þriðjudaginn 28. maí.
Fjölmenni fylgdi barninu til
grafar. Séra H. Sigmar jarðsöng
í Elmo í Kansas hefir fundist
steingervingur af flugu, sem
verið hefir mjög sjaldgæf. Dr.
Carpentier, prófessor við Har-
vard háskóla álítur, að fluga
þessi hafi í lifanda lífi verið 75
cm. á lengd, og telur hann að
hún hafi lifað fyrir 150 miljón-
um ára síðan.
Minniát BETEL
í
erfðaskrám yðar
Jakob f. Bjarna»on
TRANSFBR
Annaat srreiíSIega um alt, aem a8
flutningrum lýtur, sm&um eBa
stðrum. Hvergi sanngjarnara
ver8.
Heimili: 591 SHERBURN ST.
Siml 35 909
PETERS0N BROS.
verzla með
ís og Við
Box 46
GIMLI, MAN.
The Watch Shop
Diamonds - Watches - Jewelry
Agents for BULOVA Watches
Marriage I.icenses Issued
THORLAKSON & BALDWIN
Watchmakers and JeweXlers
699 SARGENT AVE., WPG.
TU þess að tryggja yður
skjóta afgreiðslu
Skulu8 þér ávalt kalla upp
SARGENT
TAXI
FRED BUCKLE, Manager
Light Delivery Truck
PHONE
34 555 - 34 557
SARGENT and AGNES
KAUPIÐ AVALT
LUMBER
hja
THE EMPIRE SASH & DOOR C0. LTD.
HENRY AVENUE and ARCYLE STREET
Winnipeg, IVIan. - Phone 95 551
“Á Heimleið”
Sjónleikur í fjórum þáttum úr samnefndri sögu eftir
Guðrúnu Lárusdóttur, snúið í leikrit af syni hennar
Lárusi Sigurbjörnssyni, verður sýndur á eftirfylgjandi
stöðum:
SELKIRK, MAN„ 17. JÚNÍ
MOUNTAIN, N. DAK„ 14. JÚNl
Byrjar klukkan 8 Inngangur 50c
Þessi leikur er undir umsjón Kvenfélags Ársdalssafn.
IM3