Lögberg - 18.07.1940, Blaðsíða 4
4
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 18. JÚLl, 1940
-----------Hösfoerg-----------------------
Gefi8 út hvern fimtudag af
THE COtiUMBXA PREíSS, IdMITKD
695 Sargent Ave., Winnlpeg, Manitoba
Utanáskriít ritstjórans:
EDITOR LÖGBERG, 695 Sargent Ave„
Winnipeg, Man.
Editor: EINAR P. JÓNSSON
Verð $3.00 um árið — Borgist fyrirfram
The “Lögberg'’ is printed and published by
The Columbia Press, Limited, 69 5 Sargent Avenue,
Winnipeg, Manitoba
PHONE 86 327
Háskóli Islands
flytur í ný húsakynni
A aldarafmæli Jóns SigurÖssonar for-
seta, 17. júlí 1911, var Háskóli 1-slands form-
lega stofnaður, og rættist J>á með þeim
-söguríka afburði einn hinna djörfu dáða-
dranma þjóðhetjunnar miklu.
Fram á allra síðustu tíð, átti Háskóli
Islands við þröngkost að búa og hafði bæki-
stöð í næsfa takmörkuðum salarkvnnum; var
stofnunin í bvrjun lítið annað en samsteypa
þeirra embættisskóla, er fyrir voru í land-
inu, að viðbættri norrænudeildinni; en þrátt
fvrir það, hefir háskólinn engu að síður verið
frá upphafi vega sinna það sem honum var
ætlað að vera, vísindaleg rannsóknarstofnun
og vísindalég fræðslustofnun; þrátt fyrir
margvíslega örðugleika, hefir þessi merkasta
mentastofnun íslands fært út kvíarnar jafnt
og ]>étt, og bætt við sig ýmissum mikilsvarð-
andi deildum, svo sem rannsóknardeild at-
vinnuvega, er þegar hefir int af hendi marg-
háttuð nytjastörf á sviði hinnar efnalegu
afkomu þjóðarinnar.
1 ágætri ritgerð um Háskóla Islands á
fjórðungsaldar afmæli hans, kemst Dr.
Richard Beck meðal annars þannig að orði,
eftir að hafa drepið á nokkur þau megin
vandkvæði, er háskólinn átti við að etja:
“Húsna>ði háskólans sjálfs hefir ]>ó
einna mest staðið honum fyrir þrifum. Hann
hefir haft til umráða nokkrar stofur í Al-
þingishúsinu, en það sambýli hefir verið
báðum aðilum, Alþingi og háskólanum, til
hinna mestu óþæginda. Kenslustofur hafa
verið of þröngar og óhentugar; einnig hefir
skort fyrirlestrasal, vinnustofur og húsrúm
fyrir bókasöfn, og önnur söfn háskóladeild-
anna. Fyrir atorkusama viðleitni kennara
háskólans og annara velunnara hans, er hús-
næðismál hans nú komið svo langt á veg,
að hornsteinn var lagður að háskólabygg-
ingunni 1. desember 1936. Fjár til bygg-
ingarinnar, er eins og kunnugt er, verið að
safna með happdrætti, sem vel hefir gefist.
Þá hefir Reykjavíkurbær gefið háskólanum
víðlent landsvæði og heppilega í sveit sett,
þar sem rísa mun, er stundir líða, fagurt há-
skólahverfi. Er gert ráð fyrir, að há-
skólabyggingin verði komin upp 1940—41.”
Það er ekki ávalt, að skip nái höfn á á-
ætlunartíma, og hið sama gildir þráfaldlega
um þau málefni eða fyrirtæki, sem menn-
irnir hafa með höndum í þann og þann svip-
inn. Nú hefir húsnæðismáli Háskóla Islands
verið ráðið til lykta á áætlunartíma, heima-
þjóðinni til óumræðilegis fagnaðar, og sonum
hennar og dætrum á erlendum vettvangi, því
röm er enn sú taug, er rekka dregur föður-
túna til.
Hin nýju húsakynni Haskóla islands,
voru vígð með virðulegri athöfn þann 17.
júní síðastliðinn, að viðstöddu miklu stór-
menni; all-ítarleg greinargerð um vígsluat-
höfnina, er tekin upp úr Morgunblaðinu í
Reykjavík þann 18. júní til endurbirtingar;
má af þeim ummælum nokkuð ráða, hve svip-
mikil og tíguleg hin nýja háskólabygging er.
íslenzka þjóðin hefir með hinni veglegu há-
skólabyggingu, lyft því menningarlega Grett-
istaki, er lýsa mun af í aldir fram þjóðinni
til haldgóðrar hamingju.—
Kraftaverk gerast enn þann dag í dag;
engu síður á Islandi en annarsstaðar, nema
betur sé. Sigursæll er góður vilji; þjóðin
hefir einbeitt orku sinni að lausn háskóla-
málsins, og það reið baggamuninn; megi
þetta átak verða forboði annara og meiri
átaka í þágu íslenzkrar þjóðmenningar í
framtíð allri! Og með hliðsjón af því, hve
fámenn íslenzka þjóðin er, verður það til
kraftaverka talið, að hún skyldi vera þess
umkomin, að reisa háskólabyggingu, sem
kostaði kr. 1,600,000 eða freklega það.
Ferill Háskóla Islands hefir verið óslit-
inn hamingjuferill, og traust hans með
þjóðinni farið árlega stórvaxandi; hefir þar
vitaskuld ráðið miklu um, einvala kennara-
lið stofnunarinnar.
Við vígslu háskólabyggingarinnar voru
sungin Hátíðaljóð eftir góðskáldið Jakob J.
Smára; fara hér á eftir tvö erindi ljóð-
flokksins:
“Rísi hér af helgum grunni
hárra menta tigin vé,
og af Mímis björtum brunni
bergt hér oft og mikið sé.
Hér skal rækta hendi’ og munni
heimsins aldna vizku-tré,—
hrímlenzk fræði yfir unni
öðrum þjóðum lá'ta í té.
Aðalsmerki manndóms æðsta,
markviss, ótrauð sannleiksþrá,
beini sál að himni hæzta,.
hvert sem ber um tímans sjá,—
greinú í komi sandsins smæsta,
sólnafjöld, á mannsins brá,
furðu bæði’ hins fjærsta og næsta,
fegurð alls, sem heimur á.”
Lögberg .árnar Háskóla Islands, ríkis-
stjórn og þjóð, giftu og gengis í tilefni af
hinni nýju og glæsilegu háskólabyggingu!
Stórfróðlegt yfirlit
en mestur hluti ullarinnar var
þá seldur. Verð á gærum hækk-
aði mikið og var í haustkauptíð
2.50—3.00 kr. fyrir kg. Mjólk-
urverði var á innanlandsmarkaði
haldið óhreyttu á árinu en
smjörverðið var hækkað töluvert
um haustið. Mjólkurframleiðsl-
an hefir enn aukist töluvert á ár-
inu. Útflutningur mjólkurosts
fór vaxandi.
Loðdýraræktin eykst enn hröð-
um skrefum. Samkvæmt skýrsl-
um Loðdýraræktarfélags íslands
var loðdýraeignin í landinu sáð-
astliðið haust: 6,800 (4,220)
silfurrefir, 1730 (680) blárefir
og hvitrefir og 4,750 (2,000)
minkar, en loðdýraeigendur um
600 (370). Skinnaverðið var þó
lágt á árinu og lífdýrasala lítil
á haust.
Útdráttur úr skýrslu
Landsbanka Islands 1939.
Lögbergi hefir nýverið borist í hendur
skýrsla Landsbanka Islands yfir árið 1939.
Er hér um að ræða talsvert stóra bók, sem
margháttaðan fróðleik hefir til brunns að
vera; mun naumast auðið, að afla sér
gleggra yfirlits yfir athafnalíf og afkomu
hinnar íslenzku þjóðar á umræddu tímabili;
þessvegna þykir hlýða, að birtir verði hér í
blaðinu lesöndum til gagns og gamans
nokkrir veigamestu liðir skýrslunnar, og
fara þeir hér á eftir:
Árið, sem leið, má kallast í meðallagi
hagstætt. Fyrir landbúnaðinn áraði vel, var
tíðarfar hagstætt og hækkandi verðlag á
landbúnaðarafurðum. Fyrir Sjávarútveg-
inn var árið lakara, þar eð saltfiskvertíðin
brást, og síldaraflinn varð tiltölulega rýr.
Hækkandi verðlag á síldarafurðum og sæmi-
legar ísfisksölur síðustu mánuði ársins bættu
þó afkomu sjávarútvegsins nokkuð.
Landbúnaður.
Frá áramótum til vors var veturinn yfir-
leitt óvenju mildur. Þó setti niður allmikil
snjóalög á Vesturlandi og um mikinn hluta
Norðurlands skömmu eftir áramót, svo að
gjaffelt varð í þeim héruðum fram á útmán-
uði. Vorið var ágætt og gróður snemma
sprottinn, svo að fénaður komst óvenju
snemma á græn grös og gekk vel fram. Hey-
skapur hófst víða mun fyr en venjulegt er;
á Austurlandi spruttu tún ágætlega, og í
öðrum landshlutum var spretta einnig hvar-
vetna yfir meðallag, nema á harðlendi. Hey-
skapartíð var ágæt, og hirtust hey alstaðar
prýðilega, að frátöldum nokkrum bygðar-
lögum sunnanlands. Varð ]>ví beyskapur
yfirleitt mikill og sérstaklega góður. Frá
haustnóttum til ársloka var snjólétt víðast
hvar og mjög mild veðrátta. Yfirleitt er
talið, að sumarið hafi verið eitt hið bezta,
sem komið hefir síðan 1880. Fyrir garð-
ávexti var tíðarfarið hagstætt og garðyrkja
meiri og fjölbreyttari en nokkru sinni fyr.
einkum eykst kartöfluræktin og gróðurhúsa-
ræktin hröðum skrefum. Kartöfluuppskeran
mun á árinu hafa numið 120—130 þúsund
tunnum, og er það tvöföld uppskera til móts
við árið áður og vel hálfu meiri en hún
hefir áður verið mest, árið 1936. Drógu þó
kvillar úr uppskerunni. Tómatarækt, hefir
aukist mikið, og mun uppskeran hafa numið
60—70 tonnum á árinu. Gulrófuuppskeran
varð um 25 þúsund tunnur.
Sauðfé naut vel sumars og var í allra
vænsta lagi um haustið og fjárhöld góð, þar
sem ekki ganga skæðar fjárpestir, svo sem
mæðiveikin og garnaveiki, sem breiddist ut
á Austurlandi veturinn 1938—39. Hefir
pest þessi valdið allmiklu tjóni austanlands,
þrátt fyrir kostnaðarsamar varnarráðstaf-
anir. Mæðiveikin, sem talin var í rénun,
virðist síðustu mánuði ársins vera að magn-
ast aftur. Meðalskrokkþungi dilka var 14.41
kg., en 14.27 kg. árið áður.. Slátrun var
heldur undir meðallagi eða 345,000 fjár
(372,000)*. Til útflutnings var slátrað 180,-
000 fjár (217,000), og voru þar af frystir
um 116,000 (160,000) skrokkar, en saltaðir
fyrir erlendan markað 64,000 (57,000)
skrokkar. Saltkjötsverð var tiltölulega
hærra en það hafði verið árið áður, eða
kringum 125 n. kr. tunnan í haustkauptíð,
en lækkaði seiuna. Verðið á freðkjöti var
heldur hærra en árið áður, eða um 1.22 kr.
fyrir kg. f.o.b. á þeim hlutanum, sem seldist
á árinu. Á innlendum markaði var sama
verð og árið áður. Af útflutningsfreðkjöt-
inu var um helmingur óseldur í árslok, en
saltkjötið því nær alt selt.
Ull hækkaði heldur í verði og seldist í
sumarkauptíð á kringum 3.70 kr. hvert kg.
af norðlenzkri ull, en 3.40 kr. hvert kg. af
sunnlenzkri ull. Það, sem óselt var af ull í
stríðsbyrjun, hefir selzt miklu hærra verði,
* Svigatölurnar eru frá árinu áður (1938).
Styrkur sá til jarðabóta, sem
veittur var samkvæmt jarðrækt-
arlögunum fyrir jarðabætur,
mældar 1938, nam um 560,000
kr. Til endurbygginga i sveitum
var varið um 670,000 kr. úr opin-
berum sjóðum. Bygð voru i
sveitum 213 íbúðarhús, og er
byiggingarkostnaður þeirra talinn
alls uin 1.8 milj. kr. eða 8,500
kr. á hvert hús til jafnaðar.
(Framh.)
Þakklæti
Karlakór fslendinga í Norður
Dakota hefir beðið mig að senda
hjartfólgið þakklæti sitt til fs-
lendinga (í Yatnabygðunum í
Sask., fyrir vinsamlegar og ást-
úðlegar móttökur þegar kórinn
kom þar nú í lok júni-mánaðar
og söng þar. Mér er sérlega
Ijúft að verða við þeim tilmæl-
um karlakórsins. Það var frá-
bærlega skemtileigt fyrir okkur
hjónin og börnin okkar, að koma
þá vestur, og móttökurnar voru
í fylsta máta ástúðlegar. Víst
vildum við þakka betur fyrir
okkur en auðið var þegar við
vorum að kveðja vinina aftur.
Og nú getum við þá líka sent
þakklæti okkar ásamt þakklæti
kórsins. Eg veit lika að alt fólk-
ið frá N. Dak. sem var í ferð-
inni með kórnum, vill láta þakk-
læti sitt fylgja þar með líka. Eg
vil þvi hiðja fólkið vestra að
muna það, að þakldætið er frá
okkur öllum, sem þá komum
vestur.
Karlakórnum og samferðafólki
hans langar nú til að þakka af
heilum hug Mr. J. B. Johnson
frá Kandahar, sem var forseti á
öllum samkomunum, og fórst
það svo prýðilega að allir dáðust
að; séra Jakob Jónssyni, sem
mintist kórsins mjög hlýlega í
grein sinni: “Sæluvika,” er hann
birti í íslenzku blöðunum áður
en við komum vestur; Mr. og
Mrs. G. Benedictson í Wynyard,
sem sent var bréf héðan þegar
söngförin hafði verið ákveðin
hér, ag sem samstundis kölluðu
fund, þar sem kosin var nefnd
til að undirbúa alt þar vestra
fyrir komu kórsins; nefndinni,
sem alt undirbjó og öllu ráð-
stafaði svo prýðilega að hvergi
gat snurða hlaupið á þróðinn;
heimilunum, sem tóku okkur að
sér og veittu okkur gistingu og
margskonar yndislegan greiða;
fólkinu, sem fylti húsin þar sem
samkomur voru haldnar og
hjálpaði á annan hátt til að
greiða fyrir okkur; Sambands-
söfnuði í Wynyard, sem lánaði
hina prýðilegu kirkju sina end-
urgjaldslaust fyrir fyrstu sam-
komuna; félögunum í Mozart,
sem einnig lánuðu samkomuhús-
ið þar endurgjaltjslaust. Eg er
viss um að fleiri mætti hér
nefna. Gjarna vildum við nefna
nöfn allra, sem reyndust okkur
hjálpfúsir, vingjarnlegir og ást-
úðlegir, en ef öll nöfn ætti að
nefna, yrði það líklega of langt
mál. En nöfnunum viljum við
þó alls ekki gleyma.
Við hjónin höfum lengi borið
einlægan htýhug til islenzku
Vatnabygðanna í Sask. Fleiri
voru og í þessari ferð, sem eins
stóð á fyrir. En hinsvegar voru
margir í ferðinni líka, sem höfðu
Mtið eða ekkert þekt þær bygðir
áður. Eg er viss um að hlýhug-
ur til Vatnabygðanna hefir eflst
og aukist hjá öllum við þessa
eftirminnilegu og ljúfu skemti-
ferð. Eg vona fastlega að ferðin
hafi orðið til að treysta vináttu-
böndin milli íslendinga i Vatna-
bygðunum og Norður Dakota.
Eitt af því marga, sem mér
hefir verið ljúft að hugsa um
síðan eg kom aftur úr þessari
ferð vestur, er það, að eins og
oftar kom það greinilega í ljós
að íslenzk gestrisni er enn drotn-
ing, sem situr í hásæti í byigðum
fslendinga hér vestra.
H. Sigma'r.
Sumardvöl
í “Sœludal”
Ein af björtustu minningum
minum telagslegri starfsemi við-
komandi er endurminningin um
sumarnámsskeiðið, er Bandalag
lúterskra kvenna gekst fyrir á
síðastliðnu sumri, í Canadian
Sundiay Sohool Mission Camp,
norðanvert við Gimli-bæ.
Við, sem þar störfuðum og að
námsskeiðinu stóðum vorum
ekki laus við nokkurn kvíða
bæði út af aðsókn og einnig um
það hvernig til myndi takast hjá
okkur. Námsskeiðið hófst á
laugardag, tók þá að fjölga og
kriðinn að hverfa. Eftir guðs-
þjónustuna fyrri sunnudags-
morguninn, og hinn ljúfa anda,
er þar ríkti, urðum við örugg um
að alt myndi vel fara, en guðs-
þjónustan og samveran þann
helgidag löðuðu hugi yngra og
eldra fólks saman. Svo hófst
með mánudegi hið reglubundna
starf þar sem tilsögn og leikir
skiftust á, og hver dagur leið
áður en varði. Ungmennin er
mótið sóttu urðu okkur eldra
fólkinu indælir samverkamenn.
Umgengni og kynning við þau
og minningin um samveruna
með þeim er ógleymanleg
reynsla þeim, er Mnur þessar
ritar, og mun ávalt í minni lifa.
Samvinna meðal þeirra er í
“Sæludal” unnu var eins góð í
allri merkingu og framast varð
á kosið. Prestar og aðrir er er-
indi fluttu og kenslu höfðu á
hendi, lögðu mikla vinnu í starf
sitt, og það að mæta andlegum
Ungfrú Jones
tekur sumarfrí
Á þönum um sandinn — leik-
andi andir og flugdreka með
steinum — er hún ímynd
heilsu og vellíðunar. Bað-
ilskór hennar eru i samræmi
við fötin — alt, eins og vera
ber. Sumarið er henni mik-
ilvæg árstíð.
Hún k e y p t i fötin hjá
EATON’S — eins og margir
vinir hennar. Sundfötin, 11.
skðna, myndavélina, hörunds-
baðið, alt sent með Pósti,
valið úr Verðskránni! Hún
ferðast sólarmegin — og hún
þarf að vera vel til fara —
þessvegna kaupir hún hjá
EATON’S!
*T. EATON C?m,teo
WÍNNIPEG CANADA
þörfum hinna ungu. Eg sé þau
í anda ungmennin frá s.l. sumri:
lífsgilöð og létt í lund, ljúf við
ismáannir, er þau intu af hendi
í félagslegar þarfir; ágætir og
alvarlegir áheyrendur i kenslu-
stundum og við guðræknisiðk-
anir, markviss og hvöss mörg
ihver að skilningi og þess al-
búin að njóta sem mestrar
fræðslu. Eg er fullviss um það
að ýms ungmennanna öðluðust
nýjan skilning á hlutverki kristi-
legrar kirkju, er eg hygg að þau
muni að búa æfilan'gt. Hugsjón
námsskeiðsins er að þroska og
undirbúa ungmennin undir starf
heima í söfnuðunum. Mjög væri
æskilegt að ungmenni kæmu til
námsskeiðsins einnig frá þeim
svæðum þar sem að fastrar
prestsþjónustu nýtur ekki við.
—Og nú þegar að annað há-
sumar er gengið í garð og óðum
styttist unz námsskeið hefst á
ný vil eg leiða athygli þeirra er
um sumardvöl hugsa í “Sæludal”
að gera séra E. H. Fáfnis í Glen-
boro aðvart nú sem fyrst um
væntanlega komu þeirra á náms-
skeiðið, og dvöl þeirra þar.
Með tilhlökkun i huga honfi
eg nú til sumardvalarinnar í
“Sæludal,” og vænti þess með
traustri von, að þeir sein þangað
sækja komi i réttum anda þess
reiðubúnir að taka sig út úr
hversdagslífinu um stund, í anda
frelsarans er eitt sinn sagði til
lærisveina sinna: “Komið á af-
skektan stað og hvílist um hrið.”
Hittumst heil og hugglöð í
Sæludal!
Sigurður ólafsson.
Bogaliátin
Það var ekki fyr en byssan
var fundin upp að boginn var
lagður niður sem morðvopn, en
var síðan tekinn upp aftur á
Englandi fyrir “sport” seinnipart
átjándu og fyrripart nítjándu
aildar, en svo lá bogalistin í dái
nokkur ár, þar til árið 1844, að
stofnuð voru ný félög, en á þeim
árum var meiri áherzla lögð á
fallega búninga af heldra fólki,
heldur en listina sjálfa, (minnir
það mann dálítið á skíðafólk nú
á dögum), þar af leiðandi var
ekki um neina góða bogamenn
að ræða þar til um 1848, að Mr.
Horace Ford fann upp nýja að-
ferð að miða með boga og ör
(the point of aim) og er sú að-
ferð notuð enn þann dag í dag.
í Bandarkjunum finnast eng-
ar skýrslur um bogalistina fyr
en árið 1828. Var þá stofnað
“The United Bowman of Phila-
delphia.” Sá félagsskapur byrj-
aði með því að eignast stóran
silfurbikar, sem kostaði fleiri
hundruð dollara, höfðu þeir
skotmót einu sinni á ári um
hann þar til 1859, að félagið dó
út og var bikarinn gefinn nokkr-
um árum siíðar til The Historical
Soriety of Pennsýlvania. 23.
janúar 1879 komu saman 25
menn í skrifstofu borgarstjóra
Mx. John W. Ramsay í bænum
Cramfordsville, Ind., og stofnuðu
þar The National Archery of
U. S.; hefir það félag haldið
áfram starfi sðan og dafnast vel.
Það hefir aðsetur sitt í Boston,
og gefur út mánaðarblað, “The
American BoWman”; félagið
hefir skotmót einu sinni á ári og
stendur það vanalega yfir fimm
daga. í sumar verður það hald-
ið frá fimta til tíunda ágúst að
Massachusetts State College i
Amherst; skrifari félagsins tel-
ur n,ú að um 100,000 manns
skjóti með boga i Bandaríkjun-
um, þar af 33,000 konur. Árang-
urinn af þessu er eðlilega sá, að
nú eru Bandaríkjamenn orðnir
langbeztu bogamenn heimsins.
Það væri æskilegt að við aéttum
eftir að geta sent ungan fslend-
ing á þeirra skotmót, en það
getur ekki orðið fyrir nokkur ár,
því það tekur langan tíma að
verða góður bogamaður.
Halldór Methusalems-Swan.