Lögberg - 18.07.1940, Blaðsíða 6

Lögberg - 18.07.1940, Blaðsíða 6
6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 18. JÚLÍ, 1940 Stefnumótið Eftir Ivan Turgenjev Héruxnbil í miSjum september sat eg clag nokkurn úti í skógi, hulinn í birkilundi. Frá }>ví um morguninn hafði verið skúra- veður, en á milli bjart og hlvtt sólákin. Veðrið var óstöðugt. Himininn var stund- um hulinn dimmum, flókakendum skýjum, stundum heiðríkur og sólin skein gegnum skýin, scm höf$u orðið að lúta í lægra haldi fvrir valdi hennar, björt og vingjarnleg, eins og fagTirt, skínandi auga. Eg sat, horfði í kring-um mig og ldust- aði. Vfir höfði mínu skrjáfaði í trjáblöðun- um, á hljóðinu gat maður heyrt hvaða árs- tíð var. — I>að‘var ekki þetta létta, unaðs- lega hvísl vorsins ea m.júkur niður sumars- ins, lieldur efcki kuldalegt muldur haustsins. I>að var svefnlegt, lítt hevranlegt pískur. , Veikar vindhviður ýfðu við og við trjá- toppana. Jarðvegur skógarins, sem var votur eftir regnið, breyttist eftir því hvort sólin skein eða var hulin skýjum. Meðan sólin sendi geisla. sína niður á milli trjánna, brostu blómin ónægjulega, og fíngerð slíkja huldi granna st'ofna beyki- trjánna. skrælnuð smáblöð, sem fokið höfðu niður á milli trjánna urðu flekkótt og dagg- ardroparnir blikuðu á þeim eins og leiftr- andi gull. 'Stórvaxnir, hríslóttir burknar, sem þegar voru klæddir í marglitan bún- ing haustsins blöktuðu fram og aftur á veik- bygðum stiklum, eins og hrokafullar vín- 'þrúgur. Mann svimaði við að horfa á þá. Dökkblár skuggi hafði nú alveg náð að svifta jarðveginn og trén, skrauti sínu á ný. Hvítir, nabtir stofnar birkitrjánna mintu mann á nýfallinn snjó, sem geislar vetrar- sólarinnar höfðu efcki enn hreyft við. Illjóð- lega byrjaði regnið að falla og pískra út í skóginn. Megnið af blöðum birkitrjónna var enn grænt, aðeins örlítið farið að fölna, aðeins innan um sáust blöð af ungum trjám, sem þegar voru orðin rauð. Það var nautn að horfa á, hvernig þess- ar litlu skrautlegu verur breyttusb þegar sólin skyndilega skein á ný gegnum þéttar o g óreglulegar trjágreinarnar, votar af regni. Alt var þögult, jafnvel fuglarnir voru þöglir, aðeins við og við heyrðist ugla garga hvelt og háðslega. Aður en eg og félagi minn, hundurinn, hcifðum tekið okkur bólfestu í þessum runna, höfðum við gengið í gegnum háan aspar- skóg. Eg verð að viðurkenna það, að mér er lítið um ösp gefið. Mér er blátt áfram illa við málmlituð blöð hennar og fölleita stofna og þet-ta sífelda skrjáf og pískur. Ösp er aðeins fögur þegar hún stendur ein sér og tignarleg meðal lágra runna, seint á sumarkvöldi, og maður sér titrandi mvnd hennar við lækkandi sól, sem gyllir’hana frá rótum upp í topp. Eða á hreinviðris rok- degi, þegar hún niðar með liávaða mót blá- um himninum, hvert einasta blað, hertekið af storminum, gerir tilraun til þess að rífa sig laus't og fijúga burtu. Eins og eg hefi áður tekið fram, er eg hreint ekki hrifinn af ösp, og þess vegna nam eg ekki staðar í asparskóginum, en gekk til birkirunnanna og kom mér fyrir í skjóli við smá tré;, sem teygði greinar sfnar mót jörðu og verndaði mig algerlega gegn regninu. Eg sat, og naut fegurðarinnar, en féll að lokum í stuttan, rólegan svefn, sem að- eins ein tegupd manna þekkir, — veiði- menn. Eg get ekki með vissu sagt, hve lengi eg svaf, en }>egar eg vaknaði, skein sólin glatt og blár himininn gægðist alstaðar gegn- um kalt og vott laufið. Vindurinn hafði hrakið skýin á brott. Veðrið var fagurt og eg andaði að mér hressandi svala, sem fyllir hjarta Jivers manns hreysti og heilbrigði, og spáir n.ær altaf stiltu og björtu kvöldi eftir órólegan dag. Eg var að brölta á fætur, 'til þess að reyna á ný hepni mína, þegar eg kom auga á hreyfingarlausa mannveru. Eg horfði at- hugull á hana og sá, að þetta var bónda- stúlka. Hún sat í hérumbil tuttugu skrefa. f.jar- la>gð frá mér, niðurlút með báðar hendur í skauti .sér. Stór ongjablóma-vöndur lá á beru hnéi hennar og hreyfðist við þungan andardrátt hennar. Hvít blússa, hnept í hálsmálið og ó handleggjunum, lá í mjúkum fellingum um axlir hennar og bol. Ilún bar stc»rt, hvítt perluband um hálsinn, sem hreyfðist á stórum, fögrum brjóstunum. Hún var mjög falleg. Mjúkt og fagurt hárið var skift í miðju. Hún hafði dregið dimmrauða hettu niður á fílabeinshvítt ennið. Hún hafði mjög fína húð, örlítið sólbrenda. Augu hennar sá eg ekki, því hún starði allan tím- ann niður í jörðina, en eg sá aftur á móti greinilega bogadregnar augabrýr hennar og löng, augnahár. Augu hennar voru þrútin og rauð og kinnar hennar báru þess greinileg merki, að hún hafði grátið. Varir hennar voru bleikar og titrandi af geðshræringu. Mér geðjaðist afar vel að andlitssvii» stúlkunnar, hún var svo blíðleg, látlaus, en þó sorgbitin. Þrungin af barnslegu skiln- ingsleysi gegn sinni eigin sorg. Eg sá að hún beið eftir einhverjum, því að liún hrökk við og skygndist um, þegar fjarlægt brak heyrðist einhversstaðar inni í skóginum og mér lánaðist að, sjá augu henn- ar, stór, björt og óttaslegin, eins og augu flýjandi antilópu. Augnalok hennar urðu rauð og varirnar kipruðust af niðurbældum ekka, ný tár runnu niður kinnar hennar. Þannig leið langur tími, aumingja stúlk- an sat þögul og hreyfingarlaus, nema þegar hún þerraði tárin af kinnum sínum við og við og hlustaði áfjáð. Aftur marraði í trjágreinunum inni í skóginum. Hún hrökk eftirvæntingarfull við, hávaðinn jókst, og að lokum heyrðist þétt fótatak. Hún rétti úr sér, varð utan við sig, og hin athugulu augu hennar flöktuðu fram og aftur, en brunnu þó af eftirvæntingu. Út úr þykkninu kom maður einn. Um leið og hún kom auga á hann, færðist fagurrauður litur yfir andlit hennar. 1 svip hennar sá maður ekki lengur hræðslu, heldur aðeins gleði og hamingju. Hún gerðí tilraun til að rísa á fætur, en fætumir neituðu að hlýða henni og hún hné niður föl og vandræðaleg, — og leit skjálfandi á manninn, sem nálgað- ist og nam staðar fyrir framan hana. Eg gaf honum nánar gætur úr launsátri mínu. Eg verð að játa, að mér geðjaðist mjög illa að honum. Hann var, eftir útliti að dæma, eftirlætis-herbergisþjónn hjá ung- um, ríkum barón. Búningur hans gaf til kynna tilraun til að apa eftir smekk- og hirðuleysi aðalsmannanna. Hann var í stuttum, bronzlituðum yfirfrakka, sem barón hans hafði gefið honum, hann var hneptur upp í háls, um háls hans flaksaði lauslega hnýttur bleikrauður hálsklútur með smá- kögri. Á höfðinu hafði hann svarta flúnels- húfu með gullsnúrum. Hann hafði stífaðan flibba, sem skarst inn í kjálka hans og þvingaði eyrun fram, og harðstífaðar skyrtu- líningar huldu hendur hans fram að rauðum, undnum hingrunum, sem voru þaktir af gull- og silfurhringum, sem gleym-mér ei var þrykt í. Hið rauða, hraustlega en ósvífnislega andlit hans tilheyrði þeim flokki, sem eftir minni skoðun næstum altaf ergir mann, en til allrar óhamingju fellur kvenfólki oft vel í geð. Hann gerði sér mikið far um að láta sjást greinilega merki fyrirlitningar og lífsleiða á ruddalegu andlitinu, dróg lítil- mjólkurlituð augun stöðugt í pung, hrukk- aði brýrnar og gerði sér upp geispa, togaði í rauðgult neðrivarar-skeggið eða sneri upp á illa hirta skeggbroddana á efri vörinni. Hann var óþolandi fyrir tilgerð. Undir eins og hann kom auga á bónda- stúlkuna, sem sat og beið hans, byrjaði hann á ýmsum látalátum. Hann gekk hægt til hennar, stóð stundarkorn kyr og ypti öxlum, stakk höndunum í frakkavasana, virti aum- ingja stúlkuna tæplega viðtals og fleygði sér niður. “Nú,” sagði hann um leið og hann horfði út undan sér, dinglaði fótunum og geispaði,“ hefir þú beðið lengi eftir mér?” Unga stúlkan gat ekki svarað strax “Já, Yiktor Rlexandrovitsj,” ' svaraði hún loksins afar lágt. “Svo!” — Hann tók af sér húfuna og strauk virðulega gegnum þétt, bylgjað hár sitt, sem byrjaði hér um bil við augabrýrn- ar, leit öruggur í kringum sig og huldi svo vandlega hið dýrmæta höfuð sitt. “ Eg var svei mér búinn að gleyma þér í dag, l>ar fyrir utan rignir.” Hann geispaði. “Við höfum svo annríkt, að eg get alls ekki komist yfir það, og “hann” skammar mig }>ar að auki. Á morgun leggjum við af stað.” á morgun?” kallaði unga stúlkan og horfði óttaslegin á hann. “Já, á morgun. — Svona, svona, svona, má eg biðja þig,” — sagði hann ergilega, l>egar hann sá að hún skalf og höfuðið hafði hnigið niður á bringu. “Eg ætla að biðja þig, Akulína, að gráta ekki. Þú veist að eg get hreint ekki þolað }>að,” og hann saug upp í nefið, “annars fer eg undir eins. — Hvílík heimska, altaf að gráta. ” ‘ ‘ Nei, eg skal ekki gera það, eg skal ekki gera það,” svaraði Akulína og bægði tárun- um með erfiðismunum frá því að renna. “Svo -þið leggið af stað á morgun?” bætti hún við eftir litla þögn. — Hvenær ætli Guð beini leiðum okkar saman á nýjan leik, Viktor Alexandrovitsj ? ’ ’ “Við sjáumst ábyggilega aftur, ef til vill ekki næsta ár, en þá hitt árið. Eg held að herra minn sé að hugsa um að fara til Pétursborgar og fá sér stöðu hjá ríkinu,” hél't hann áfram hirðuleysislega og nefmælt- ur. “Ef til vill förum við til útlanda.” “Þá gleymir þú mér ábyggilega, Viktor Alexandrovitsj,” sagði Akulína hrygg. “Nei, hvers vegna? Eg gleymi þér ekki. En þú verður að vera skynsöm og láta ekki kjánalega, en hlýða föður þínum. — Eg skal ábyggilega ekki gleyma þér, — nei . . .” og hann rétti rólega úr sér og geispaði. “Æ nei, gleymdu mér ekki, Viktor Alexandrovitsj,” hólt hún áfram að sárbæna hann. “Hefi eg ekki elskað þig, elska eg þig ekki? Fórna eg ekki öllu fyrir þig? . . . Þú segir að eg eigi að hlýða föður mínum, Viktor Alexandrovitsj. En hvernig á eg að gera það '?” “Hversvegna ekkif”—Hann sagði þessi orð eins og með maganum, vegna þess, að hann lá á bakinu og hafði sett hendurnar aftur fyrir hnakka. “ Já, en, Viktor Alexandrovitsj, þú veizt sjálfur ...” Hún þagnaði. Viktor lék sér að úr- keðju lir stáli. “Hevrðu, Akulína, þú ert skynsöm stúlka, ekki satt?” sagði hann loksins, — “og þess vegna mátt þú ekki segja neinn þvætting. Eg vil aðeins það, sem er þér fyrir beztu, skilur þú? Vissulega, þú ert ekkert flón, enda ekki að öllu leyti bónda- stelpa, það er að segja, móðir þín var ekki bóndakona. En þig vantar samt sem áður mentun þess vegna átt þú að fylgja þeim ráðum, sem eg gef þér.” “Eg er hrædd, Viktor Anlexandrovitsj.” “Guð minn góður, hvílíkt slúður, góða mín, þú hefir ekkert að hræðast. Hvað er það, sem þú hefir þarna?” bætti hánn við og færði sig nær henni. — “Blóm?” “Já,” svaraði Akulína hrygg. “Eg tíndi nokkur vilt reyniber,” bætti hún við fjörlegar. ‘‘Það er gott fyrir kálfa. Og sjáðu, hvað þetta er fagurt blóm, eg held að eg hafi aldrei séð jafn fagurt blóm. Hérna er Gleym-mér-ei og héma eru stjúpmóður- blóm, og þessi hérna,. þau hefi eg tínt fyrir }>ig, ’ ’ bætti hún við og tók lítinn, bláan kom- blómavönd, sem var bundinn saman með grasstrái. “Vilt þú eiga þau?” Viktor rétti höndina letilega út eftir blómunum, lyktaði hirðuleysislega að þeim, sneri þeim milli handanna, um leið og hann liélt áfram að stara út í loftið með stærilæti. Akulína leit á hann. 1 augnaráði hennar var aðeins ástúðleg hollusta, auðmýkt og kærleikur. Hún var hálf lirædd við hann, hún þorði ekki að gráta, til þess að styggja hann ekki, hún dáðist að honum, þar sem hann lá kylliflatur í grasinu eins og soldán — og þoldi með þolinmæði og lítillæti aðdáun hennar. Eg verð að játa það, að eg leit með bit- urri gremju á rautt, þrútið andlit hans. Eigingirni og hégómagimd voru þeir eigin- leikar, sem voru mest áberandi hjá honum. Akulína var fögur á }>essu augnabliki, hún hefði opnað sál sína fyrir honum, fulla af ástúð og kærleika, fulla af þrá eftir samúð og skilningi, dregist á móti honum — og hann-------hann lét komblómin detta niður í grasið og tók kringlótt gler upp úr frakka- vasanum og reyndi að troða því inn í augna- tóftina-----. En hvernig sem hann reyndi að halda }>ví föstu, með því að hrukka brýrnar, kinn- ina og jafnvel nefið, daltt glerið altaf úr og hann varð að grípa það með hendinni. “Hvað er þetta?” spurði Akulína loks- ins undrandi. “Augnagler,” svaraði hann stærilætis- lega, “Til hvers er það notað?” “Til þess að sjá betur.” “Má eg reyna!” Viktor leit með fyrirlitningu á hana, en rétti henni þó glerið. “Varaðu þig að þú brjótir }>að ekki!” “Nei, nei, eg skal vara mig.” Hún bar það varfærnislega að auganu. “Eg get ekkert séð, ” sagði hún sak- leysislega. “Drgaðu augað saman,” sagði hann ergilegur. IIún dró það augað saman, sem lnin hélt glerinu fyrir. “Ekki þetta auga, heldur bitt, flónið þitt,” sagði Viktor og tók augna- glerið af henni áður en hún gat dregið hitt augað saman. Akulína roðnaði, hló kyrlátlega og sneri sér undan. “Þetta er víst ekkert, sem eg hefi not fyrir,” sagði hún svo að lokum. “Nei,” svaraði hann. Aumingja stúlkan þagnaði og andvarp- aði. “Æ, Viktor Alexandrovitsj, hvernig á eg að lifa án þín!” sagði hún svo snögg- lega. Viktor þerraði augnaglerið á jakkalaf- inu sínu og lét það aftur í vasann. “Já, já,” sagði hann að lokum, “til að byrja með verður }>að auðAÚtað þungbæft, }>að veit eg vel.” Hann klappaði henni mjúklega á axlirnar og hún greip varkárnis- lega hendi hans og kysti hana. “Æ já, þú ert nú í raun og veru afar góð stúlka,” bætti hann við og brosti á- nægjulega, “en hvað' eigTim við að gera? Athugaðu þetta nú sjálf! Herra minn og eg getum ómögulega dvalið hér lengur, þvi að nú gengur vetur bráðlega í garð, og vet- urinn úti á landi — já, hann þekkir þú sjálf’ og veizt að hann er óþolandi. — 1 Péturs- borg er öðrum máli að gegna. Þar finnur maður furðuverk, skal ek segja þér. Hluti, sem þig, litla flón, getur ekki dreymt um, jafnvel í stærstu draumum þínum. Þú ættir bara að vita, hvernig göturnar og liúsin líta út, og hvað þar er mikið félagslíf og ment- un . . .!” Akulína sat og hlustaði með inikilli at- hygli og" opinn munninn, eins og barn. “Annars,” bætti hann við og sneri sér á hina hliðina, “til hvers er eg að segja þér }>etta alt? Þú skilur þó ekki neitt af því.” “Af liverju heldur þú það, Viktor Alex- androvitsj. Eg skil það. Eg hefi skilið }>etta alt saman.” “Nú, heldur þú það!” Akulína leit niður. “Þú hefir aldrei talað á þennan hátt til mín fyr, Viktor Alexandrovitsj,” sagði hún, án þess að líta upp. “Aður! — áður! Æ, þú . . . áður!” kallaði liann móðgaður. Bæði þögðu. “Nú má eg annars til með að fara,” sagði Viktor og ætlaði að rísa upp. , “Æ, vertu dálítið lengur,” sárbændi Akulína. “Til hvers á eg að draga það? Eg er búinn að kveðja þig.” “Vertu aðeins örlítið lengur,” endur- tók Akulína. Viktor lagðist aftur og fór að flauta. Akulína horfði stöðugt á hann. Eg sá, að liún varð smúm saman óróleg, og roði kom í fölar kinnar hennar. “Viktor AlexandrovÍtsj,” sagði hún að loloim kjökrandi, “það er synd af þér . . • það er synd, Viktor Alexandrovitsj, það veit Guð.” “Hvað er synd?” spurði hann og lirukk- aði brýrnar, leit upp og sneri sér að henni- “Jú, það er synd, Viktor Alexandrovitsj. Aðeins ef }>ú vildir að minsta kosti segja eitt einasta vingjarnlegt orð við mig u® leið og við kveðjumst, aðeins eitt einasta orð við mig, aumingja yfirgefnu ...” “Guð minn góður, livað á eg að segja við þig?” “Það veit eg ekki. Það hlýtur þú að vita sjálfur, Viktor Alexandrovitsj. Nú ferð }>ú í burtu . . . æ, aðeins eit't orð. . . . Hefi eg verðskuldað að . . .” “Ó, hvað þú ert sérvitur. Get eg gert að þessu?” Æ, aðeins eitt orð ...” “Nú, þá byrjar þú aftur,” sagði hann ergilegur og stóð á fætur. “Vertu ekki reiður, Viktor Alexandro- vitsj,” ba>tti hún við og bægði með erfiðis- munum tárunum frá að renna. “Eg er ekkert reiður. Það ert aðeins þú sem, ert heimsk. Hvað viltu að eg geri? Því að það veit Guð, að ekki get eg gifst }>ér! Gott! Hvað viltu þá? Ilvað—?” Hann teygði fram álkuna, eins og hanu biði eftir svari. “Eg krefst einskis,” svaraði hún grát- andi og }>orði tæplega að rétta út ekjálfandi hendurnar á móti honum, “en þú gætir vel sagt . . . aðeins eitt vingjarnlegt orcf við mig um leið og við kveðjumst ...” Hún hágrét. “Þetta hugsaði eg, nú orgar hún,” sagði Viktor hirðuleysislega, og ýtti húfunni nið- ur fyrir augu. “Eg krefst einskis,” hélt hún áfraiu grátandi — “en hvernig á eg að lifa hér heima án }>ín? Hvað á að verða um mig> liina óhamingjusömu? Þeir gifta mig mannb s<im eg get ekki liðið . . . Æ, eg óhamingju- sama ...” (Framh. á næstu blaðsíðu) í

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.